Hver er annars þessi Suarez?

Fyrir um þremur mánuðum fengum við nýja eigendur og losnuðum í leiðinni við eigendur og skuldir sem voru einfaldlega að keyra klúbbinn í kaf. Hann var þegar kominn í meðalmennsku hvað stigasöfnun varðar, hann var rúmlega í meðalmennsku hvað leikmannakaup varðar og hann var í botnbaráttu hvað metnað í þjálfararáðningum varðar.

Síðan þá hafa fleiri góðir hlutir gerst hjá félaginu heldur en slæmir og það eitt og sér er gríðarlegur viðsnúningur. Nýjir eigendur lofuðu afar litlu og gáfu ekki margar yfirlýsingar frá sér sem hægt var að búa til fyrirsagnir úr og sögðust í raun ekki vita svo mikið um fótbolta.

Fram að janúar gerðu þeir reyndar ekki mikið nema sanna að þeir vissu lítið um fótbolta enda hefði meira að segja Tom Hicks áttað sig á því að Roy Hodgson var vonlaus stjóri á þeim tíma sem það tók FSG. Þeir reyndar fengu til sín Damien Comolli sem er þekktur fyrir að vinna í anda þeirrar hugmyndastefnu sem nýjir eigendur Liverpool hafa náð góðum árangri með í hafnarboltanum, kaupa leikmenn áður en þeir verða ofurstjörnur (og selja þá áður en þeir brenna út). Enginn að mótmæla því meðal stuðningsmanna liðsins sem keypti Poulsen (30 ára), Konchesky (461 árs, lengri líftími þaðan sem hann kemur), Cole (29.ára) og Meireles (28.ára). Þ.e.a.s. liðsins sem fékk bara til sín leikmenn á niðurleið eða síðustu góðu árum ferilsins.

Næst stóðu þeir við orð sín og hlustuðu á aðdáendur félagsins, sem reyndar gátu ekki verið mikið skýrari er þeir bentu þeim á að losa okkur við Roy Hodgson og þá fá bara Kenny Dalglish inn í staðin ef leit að nýjum framkvæmdastjóra væri eitthvað vesen.

Þetta hefur skilað sér í 100% bættu hugarfari og andrúmslofti meðal allra sem hafa einhverjar taugar til Liverpool FC, spilamennska liðsins er stórbætt og við erum hættir að sjá fréttir sem orða okkur við Charlton Cole, Bobby Zamora eða álíka miðlungsgóða tréhesta sem eiga nákvæmlega ekkert erindi í Liverpool. Janúar hefur farið í LAAAAANGAR vangaveltur um kaup á Charlie Adam, einum heitasta bitanum á markaðnum í Englandi og Luis Suarez sóknarmanni Ajax sem hefur verið algjörlega frábær í Hollandi undanfarin ár og sló í gegn á HM í sumar.

Núna 28.janúar 2011 kom svo loksins fréttin sem við höfum í sameiningu misnotað fjölmarga F5 takka við að bíða eftir:

Þetta er semsagt ekki staðfest en gefið að hann nái að semja um kaup og kjör og fái grænt ljós hjá tannlækninum í læknisskoðuninni þá erum við einfaldlega að kaupa mest spennandi leikmann sem félagið hefur keypt síðan Fernando Torres kom til félagsins og það á svipaða upphæð og við fengum spánverjann á. En það er frekar óvenjulegt að kaupverðið sé gefið upp svona á heimasíðu félagsins en líklega er það til að sýna fram á að þessi orðrómur um að FSG hafi bara boðið 12.7 milljón Evrur hafi ekki verið alveg sannur.

En þá að spurningu dagsins sem ekki hefur verið mikið spáð í þennan mánuðinn, hver í helvítinu er Luis Suarez?

Kappinn heitir Luis Alberto Suárez Díaz og er fæddur og uppalinn í Salto, næststærstu borg Uruguay sem staðsett er við landamæri Argentínu og er helst þekkt fyrir fjölmarga heita náttúrulega potta sem hægt er að smella sér ofaní (t.d. eins og á Hveravöllum). Salto er tæpa 500 km frá höfuðborginni Montevido en í þeirri borg endar líklega landafræði kunnátta flestallra Íslendinga sem geta bent á hvar Uruguay er á korti (fyrir þá sem ekki geta staðsett heimaland Suarez á korti þá sýnir Homer Simpson ykkur það hérna).

Suarez eða “El Pistolero” (byssumaðurinn?) eins og hann er kallaður í heimalandinu (sjáið fögnin hans vonandi fljótlega) er alinn upp af einstæðri móður sinni sem eignaðist í heildina 6 börn og er nokkuð greinilega kjarnakerling því tveir synir hennar hafa náð að gerast atvinnumenn í knattspyrnu. Paolo Suarez eldri bróðir Luis er að gera góða hluti með Isidro Metapán í heimalandinu.

Ferill Suarez var hinsvegar ekki langur í heimalandinu eins og venjan er hjá þeim leikmönnum frá Suður Ameríku sem virkilega geta eitthvað í fótbolta. Hann komst 17 ára í liðið hjá Nacional sem er staðsett í höfuðborginni Montevido og er langbesta lið Uruguay með 42 meistaratitla í gegnum tíðina. Einn þeirra kom árið 2006 er Suarez var leikmaður hjá þeim en þessi 18 ára leikmaður skoraði 12 mörk í 29 leikjum.

Í kjölfar þessa frábæra tímabils með Nacional var hann keyptur yfir til Evrópu þar sem hann endaði í Groningen í Hollandi sem borgaði heilar 800,000 evrur fyrir hann. Hann var þó ekki lengi í herbúðum Groningen sem þó ávaxtaði peningin vel er hann var seldur á 7.5 milljón evrur til Ajax. Þetta fyrsta tímabil í Hollandi skoraði hann 10 mörk í 29 leikjum og vakti áhuga mun fleiri liða heldur en bara Ajax sem þó fékk hann í byrjun ágúst 2007. Í Amsterdam átti hann að fylla í skarðið sem Ryan Babel (og Wesley Sneijder) skyldi eftir sig er hann fór til Liverpool. Engin kaldhæðni þar neitt.

Það kemur reyndar kannski ekki á óvart en þessi sala frá Groningen gekk ekkert auðveldlega og þurfti Suarez m.a. að fara fram það við Hollenska knattspyrnusambandið að fá að fara frá Groningen til Ajax, beiðni sem var hafnað af Hollenska knattspyrnusambandinu.

Ajax hinsvegar hækkaði boðið og sá líklega nákvæmlega ekkert eftir því eftir fyrstu leiki hans með liðinu. Í sínum fyrsta leik sem var í undankeppni meistaradeildarinnar gegn Slavia Prag fiskaði hann víti sem Klaas-Jan Huntelaar klúðraði. Í sínum fyrsta deildarleik skoraði Suarez síðan eitt mark, fiskaði aftur víti og lagði ekki upp nema þrjú mörk í 8-1 sigri á De Graafschap. Þess má einmitt geta að það er alveg tilvalið að byrja svona gegn Stoke á miðvikudaginn takk.

El Pistolero er baneitraður

Fyrsti leikur Suarez sem leikmaður Ajax á Amsterdam Arena var frekar rólegur hjá okkar manni sem skoraði bara 2 mörk gegn Heerenven. Rólegur á að byrja með látum maður!

Tímabilið endaði hann með 20 mörk í 40 leikjum og guð eða stákarnir á LFCHistory.net mega svo vita hvað hann var með margar stoðsendingar. Ajax liðið endaði hinsvegar í öðru sæti og féll út í áðurnefndu einvígi við Slavia Prag sem varð til þess að Ten Cate yfirgaf félagið (til Chelsea) áður en þeir náðu að reka hann.

Á sínu öðru tímabili með Ajax (nú undir stjórn Van Basten) skoraði Suarez 22 mörk í 31 leik og var töluvfert milli tannana á fólki fyrir hegðun innan vallar, hann afrekaði að næla sér í 7 gul spjöld sem er ágætt fyrir framherja en þó eitthvað í líkingu við striker sem við eigum fyrir hjá félaginu, þeir ættu að verða flottir saman og ákaflega vinsælir hjá dómurum.

Þetta tímabil var hann reyndar einnig með góðan meðspilara í sókninni, Klaas-Jan Huntelaar, en hann var seldur í janúar til Real Madríd sem var mjög umdeilt í Hollandi og Ajax náði einungis þriðja sæti það árið. Van Basten hætti um vorið og Martin Jol tók við.

Tímabilið 09/10 hafði Suarez sem nú var orðinn fyrirliði Ajax frekar hægt um sig og skoraði bara 35 mörk í deildinni, 49 mörk í öllum keppnum (þ.á.m. 6 mörk í 14-1 sigri á áhugamannaliði í bikarnum). Hann varð markakóngur Evrópu og mjög “óvænt” valinn knattpyrnumaður Hollands. Ajax sem tók rosalegan endasprett í deildinni var með markatöluna 106-20 eða 86 mörk í plús sem er töluvert betra en Twente sem þó vann deildina með einu stigi.

Núverandi tímabil hóf Suarez síðan á því að skora sitt 100.mark fyrir Ajax og var að spila eins og undanfarin ár þanngað til í nóvember er hann fékk sér smá bita af Otman Bakkal

Bakkal þessi er líklega friðaður eða eitthvað því þetta var voðalega illa séð í Hollandi. Ajax setti hann strax í tveggja leikja bann og skikkaði hann til að borga óuppgefna upphæð í góðgerðarmál sem refsingu. Hollenska knattspyrnusambandið tók þessu ennþá verr og setti hann í 7 leikja bann sem gerði það að verkum að hann hefur ekki verið löglegur með Ajax síðan þá verður það líklega ekki um helgina heldur þrátt fyrir að banninu sé nú lokið enda ekki leyfilegt að láta leikmenn Liverpool spila fyrir Ajax, nema semja um það sérstaklega 🙂

Brandarinn hérna á kop.is undanfarið hefur auðvitað verið að við þurfum á leikmanni að halda sem getur aðeins bitið frá sér og Suarez eða, The Cannibal of Ajax eins og hollenska dagblaðið De Telegaaf kallaði hann ætti svo sannarlega að vera besti leikmaðurinn í heiminum til að uppfylla þau skilyrði.

Suarez er eins og áður segir fæddur í Uruguay og því ekki beint óvænt að hann eigi það til að fá spjald af og til og eins eiga það einstaka sinnum til að gæða sér á andstæðingnum. Suarez er auðvitað landsliðsmaður Uruguay og hefur verið frá árinu 2007 en hann afrekaði einmitt að fá rautt spjald í sínum fyrsta landsleik. Síðan þá hefur hann spilað 38 landsleiki, skorað 16 mörk og myndað hættulegan sóknardúett með Diego Forlan í liði sem hefur líka Edison Cavani til taks.

Það er einmitt sem landsliðsmann sem flestir utan Hollands þekkja Suarez best en hann var mjög fyrirferðarmikill í skemmtilegu liði Uruguay á HM í sumar, skoraði 3 mörk í 6 leikjum og gerði allt (bókstaflega) til að koma liðinu áfram í keppninni. Hann var ekki með í undanúrslitum og veikti það lið Uruguay gríðarlega að hafa hann ekki í leiknum sem vinir hans frá Hollandi unnu. Ástæaðan fyrir fjarveru hans í leiknum var auðvitað þessi og er óhætt að fullyrða að þessi ákvörðun hans hafi gert hann einn umdeildasta leikmann HM:

Svona í alvörunni, hver hefði ekki gert það nákvæmlega sama?

Suarez tryggði með þessu liði sínu jafntefli enda gerist þetta undir lok framlengingar í átta liða úrslitum. Uruguay vann Ganamenn í vítaspyrnukeppninni og okkar maður hélt háttvísinni áfram er það var orðið staðreynd:

Eins og aðrir hef ég ekki áhuga á að sjá kórdrengi spila fyrir Liverpool , það er ekki í anda Liverpool borgar að fýla kórdrengi og síðasti kórdrengur sem gat eitthvað hjá okkur er kominn á bekkinn hjá United og fær þar af og til klapp á bakið frá Alex Ferguson.

Ég held að ég geti lofað því að Suarez er enginn kórdrengur (með fullri virðingu fyrir drengjum sem syngja í kór) og mér lýst vel á þá staðreynd.

Hann varð 24 ára núna í vikunni og er því á frábærum aldri og fellur vel undir þá stefnu FSG að borga það sem þarf fyrir rétta leikmenn á réttum aldri. Hann virðist nú ekki vera alvitlaus því hann fullkomnaði árið 2009 með því að giftast æsku ást inni, henni Sofiu Balbi og eignuðust þau dóttur í ágúst sl.

Vel gert FSG

Meira svona takk.

Gaman væri svo ef einhver lesenda kop.is veit eitthvað um Hollensku deildina og ár Suarez þar því svona yfirgrip segir oftar en ekki bara hálfa söguna.

69 Comments

  1. Snilldarpistill!!!

    Einn af þeim sem ég mest hlera eftir varðandi leik, Tor Kristian Karlsted segir um þennan leikmann…

    “…Very comfortable as wide forward (right or left) in a front three, i.e. offers many options. Orginially a wide forward/2nd striker at Nacional (Uru), Groningen (Ned) + first couple of seasons at Ajax. Eventually playing more central. Main strengths: dribbling one vs one, acceleration, shooting/finishing technique, positional sense, right footed but nearly as natural w/left.”

    Frábært. Enska úrvalsdeild, LIVERPOOL MEANS BUSINESSSSSSSSS!!!

  2. Það er Liverpool treyja á leiðinni í skápinn hjá mér um leið og þetta er staðfest, hef ekki verið svona spenntur síðan Torres var keyptur.

    Gleði gleði gleði, skál félagar og góða helgi.

  3. Ég veit ekki hvar ég á að setja þetta svo ég set þetta bara hérna…
    http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=270058.0

    Þarna á fyrstu blaðsíðunni er linkurinn frá Tony Barret og smkv honum vill Torres fara til Chelsea..

    Ég vona að þetta er ekki satt og ætla ekki að trúa þessu fyrr en ég sé yfirlýsingu frá klúbbnum eða Torres sjálfum um þetta.
    Enn ef hann vill fara þá er ekkert að gera í því og er enginn leikmaður stærri en klúbburinn, maður kemur í mamns stað(þó það sé mjöög erfitt að koma í staðinn fyrir Torres).

    Enn eins og ég segji vonandi að Torres komi út og endi þessar sögusagni, þó hann sagði það 9 janúar að hann ætlaði að vera traustur við Liverpool og standa við samninginn sinn..

  4. Frábært að fá þennan leikmann engin spurning og í fyrsta skipti sem maður getur verið ánægður með kaup. Eitt sem mig langar til að vita og fá svör við er . . . var ekki Kuyt aðalmaðurinn í hollandi og skoraði endalaust af frábærum mörkumí hollandi ?? Hann átti að vera frábær senter en hefur aldrei geta spilað senter af neinu viti og hefur ekki skorað mikið meira en 10 mörk á tímabili í englandi ca . . . ég hef pínu áhyggjur af því að Suarez gæti lent í því sama eða hvað ??????

  5. Haleluja og Amen á eftir efninu. Frábær pistill að vanda og það verður gaman að sjá þennan í rauðu.

  6. Ég veit ekki hvernig Kuyt fór að því að skora allan þennan helling af mörkum í Hollandi en Suarez hefur bara svo allt aðra hæfileika en Kuyt. Hann er fljótur, með góðar hraðabreytingar, leikinn og góður skotmaður… allt hæfileikar sem Kuyt hefur ekki! Ég hef fulla trú á því að hann stimpli sig hratt og örugglega inn í ensku deildina!

    En mér finnst best þegar hann ver boltann með hendi á HM að leikmaðurinn fyrir framan hann reyndi líka að verja boltann með hendi án þess að það tækist. Það hefði sennilega hentað Uruguay betur ef hinn hefði endað í banni í undanúrslitunum:)

  7. Maður verður nú bara að hrósa þeim sem halda úrt þessari síðu. Þetta er bara metnaður “dauðans” að gera svona vel. Við kunnum sko verulega að meta þetta við ykkur. Haldið ykkrar braut!!!!!

  8. Þetta er besta frétt sem ég hef lesið frá því í gær. Þá var ég að sinna kalli náttúrunnar og leyfa þyngdaraflinu að vinna sitt verk og hringvöðvanum að slaka vel á. Á meðan fór ég á netið í símanum og las eh frétt um Adebayor. Stóð upp og missti símann í klósettið….var ekki búinn að sturta niður.

    ps. sá sími er látinn

  9. Ég dírka þennan mann bara svo alltof mikið, hann og Forlan voru svo góðir saman á HM og held að það henti honum þá bara mjög vel að spila við hliðiná Torres. En auðvitað verður að vera maður í hverju liði sem pirrar andstæðingana og aðeins fer gróft í þá og svona, hefur akkurat vantað í Liverpool.

  10. Hver veit hvað er að gerast á bakvið tjöldin. Lét Torres kannski vita að hann vildi fara í gær og því hækkuðu Liverpool boðið í Suarez í dag og ætla að selja Torres fyrir 40 mills á morgun ?

    Það væri gamble aldarinnar að standa í þessu núna og við þyrftum þá enn að styrkja okkur enn frekar og ættum reyndar næga peninga til þess. Líkamstjáning Torres undanfarið ár hefur verið svoldið á þá leið að hann sé þreyttur og áhugalaus. 40 milljónir væru auðvitað fáránlega mikil upphæð en spurning um hvað það myndi gera fyrir stemninguna í kringum Liverpool.

    ManU seldu Ronaldo á sínum tíma og þá var hann hjá “besta” liði Englands en vildi samt fara, en hann fór auðvitað til spánar sem er allt annar handleggur.

    Ég held bara að Kenny og Liverpool munu neita Torres að fara núna og skoða stöðuna frekar í sumar, þeas ef það er eitthvað að marka þessar fréttir.

    Ég held reyndar að þetta sé allt bull, en það getur verið gaman að bulla !

  11. Heh heh – a ray of humour cuts through the clouds… RT @jamie__lfc: Would fernando torres really trust john terry with his wife? #lfc #ynwa

  12. Kopsource
    We are hearing that Torres will end all speculation and commit to the club tomorrow

  13. Flottur pistill! Þetta eru frábærar fréttir og sýna svo sannarlega metnað nýju eigendanna. Á örskömmum tíma hefur maður fengið aftur bullandi trú á klúbbinn. Hingað til hafa NESV menn gert hlutina rétt. Fengið King Kenny og svo núna Suarez. Það væri auðvitað frábært að næla í Adam líka en ef það gerist ekki verð ég samt algjörlega sáttur. Varðandi Torres málið, þá hefur maður enga trú á því að hann yrði seldur núna í Janúarglugganum og þá aldrei innan Englands. Auk þess hljóta þessar fréttir að gleðja hann.

  14. Nokkrir lfc journos að segja að hann komi fram á morgun og segist ætla vera hjá Liverpool!
    Vonandi að það er satt, skil ekki af hverju hann mundi vilja fara núna..
    Klúbburinn að byrja byggja aftur, spái titilbaráttu aftur eftir næsta tímabil.
    Nýbúnir að fá Suarez sem sýnir að þetta er ekki sökkvandi skip og vonandi fáum við fleiri enn þetta er betra en maður þorði að búast við í Desember!
    YNWA!

  15. Frábærar fréttir en maður var hins vegar ekki í skýjunum nema í um það bil 10 mínutur eða þangað til fréttirnar bárust um Torres, Það virðast allir vera á því að hann hafi beðið Liverpool að hlusta á tilboð Chelsea og vilji helst fá að fara. Á twitter virðast allir þeir sem eru eitthvað inní þessum málum að hann vilji fara. Ég trúi því hreinlega ekki að maðurinn vilji fara til Chelsea, myndi vel skilja það ef Barcelona væri að bjóða í hann en Chelsea skil ég ekki. Hópurinn þeirra er úturbrunninn og eldgamall, eins og staðan er í dag er hann engu að síður betri en hópurinn hjá Liverpool en hann hlýtur bara að sjá að eigendum Liverpool í dag er alvara með í því að styrkja hópinn. Annað gott dæmi þess að maður fer ekki frá Liverpool til Chelsea eru stuðningsmennirnir, vill virkilega einhver maður( utan við Benayoun) spila frekar fyrir þessa hálfvita sem veifa plastfánum í allar áttir í stað þess að hlusta á You’ll never walk alone í hverri viku?
    Ég hreinlega get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað ég geri ef ég heyri ógeðið Chelsea syngja “Fernando Torres Chelsea number X?”
    Ætla hins vegar ekki að krossfesta Torres strax enda á hann alveg skilið frá okkur að við bíðum allavega eftir því að þetta verði formleg beiðni frá honum.

  16. Hvað Torres varðar þá fær maður auðvitað ónotatilfinningu við það að heyra hann orðaðan við annað félag og sérstaklega ef eitthvað er til í því að hann vilji fara.

    En bara sama hvernig ég reikna þetta út þá sé ég engan séns í helvíti að Liverpool FC taki það svo mikið sem í mál að selja hann í janúar og hvað þá 3-4 dögum fyrir lokun félagsskiptagluggans. Það ætti síðan að vera með öllu útilokað að taka það í mál að selja hann til félags sem við ætlum okkur að keppa við. Það er alls ekki rétta aðferðin að byrja uppbygginguna á því að styrkja lið keppinautarins. Það er fáránlegt nema þeir komi með tilboð sem er ekki hægt að neita og þá er ég að tala um tilboð í ætt við það sem Real bauð United fyrir Ronaldo. Öðru ræður FSG við að neita virðist vera.

    Þó það líti ekki beint þannig út í dag þá er nú alveg sumt sem bendir til þess að Liverpool er ekkert styttra á veg komið í sinni uppbyggingu heldur en Chelsea sem þarf svo sannarlega að byggja sitt lið upp á næstu árum enda margir þeirra bestu leikmanna á hátindi ferilsins núna eða rétt komnir yfir hann.

    Svo myndi það nú vera hreint með ólíkindum ef Torres heimtar núna fyrst að yfirgefa klúbbinn, daginn eftir að hann fær loksins almennilegan partner og er með allt að því tryggingu fyrir fleiri góðum samherjum. Hann er ekki svo vitlaus að halda kjafti undir stjórn Hodgson eða meðan liðið var í eigu Gillett og Hick en heimta svo að fara þegar allt er á uppleið hjá klúbbnum og liðið komið með stjóra sem leggur upp meðað spila fótbolta.

    …hvað þá til fokkings sálarlausa Chelsea FC, þú getur unnið 5 titla hjá þeim og það er samt ekki merkilegra þegar til legnri tíma litið heldur einn hjá Liverpool.

    Torres sagði síðast 9.janúar að hann væri trúr Liverpool og ekki að hugsa um annað. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er ekki í fótbolta bara peninganna vegna og núna er það hans að standa við þessi orð sín.

    Ég ætla svo sannarlega að leyfa Torres að njóta vafans þar til ég fæ annað staðfest, sama hvað virtir og ekki virtir blaðamenn segja á Twitter. Ég bara á í tómu balsi með að sjá afhverju honum ætti að langa til Chelsea, jafnvel þó að þeir spili í meistaradeildinni ennþá.

  17. uff maður var með magakveisu út af Suarez og loksins þegar það er komið kemur þetta með Torres. Ég trúi ekki að Torres sem sagði fyrir nokkrum vikum síðan að hann ætlaði að klára samninginn sé að fara, vonandi er þetta bara plott til að fá betri leikmenn til liverpool.

    Klárum þennan janúar með C. Adam, A. Yonung og Suarez. Sýnum Torres að hann sé að fara að berjast um titla hjá liverpool á næstu árum.

    Torres fer ekki nema það komi tilboð í hann uppá 50-65 milljónir. En ef liverpool vill ekki selja hann er það bara svoleiðis. Trúi að hann komi framm og segjist vilja vera áfram.

  18. Sammála Babu, hreinlega trúi því bara ekki að maðurinn vilji fara til Chelsea, mun hins vegar ekki verða rólegur fyrr en hann kemur sjálfur fram og segjir þessum Chelsea mönnum að éta skít.

    http://www.youtube.com/watch?v=DHm7hThHcjc svona líkt og hann segir við Terry hér:

  19. Kæru síðuhaldarar,

    Gerið okkur kleift að styrkja ykkur – margt smátt gerir eitt stórt. No strings attached. T.d bara paypal donation – það gæti þá allavega borgað fyrir hýsingarkostnað og fleira slíkt.

  20. Skulum gleðjast yfir Suarez öll!

    Ef Torres hefur ákveðið að skilja við goðsögnina sína á Anfield getum við þakkað Hicks, Gillett og Purslow fyrir það, en um leið þá bara verðum við að sætta okkur við það að hann verður ekki settur í guðatöluna með Fowler og Rush hjá Liverpool Football Club.

    Eftir stendur hjá mér eftir daginn að FSG hafa sýnt okkur að þeir ætla sér stóra hluti, ef Torres vill eltast við Rússagullið þá bara verðum við að taka því. Þá tekur hann beygjuna hans Owen út úr Liverpoolborg og við finnum nýtt átrúnaðargoð.

    Er sannfærður um það!

  21. Það er orðið allt of mikið um þetta að Torres sé að fara, vonandi kemur drengurinn fram á morgun og segir þetta kjaftæði.
    Þetta gæti haft áhrif á Suarez líka þar sem hann vill spila með Torres.

    TonyBarretTimes

    For all those saying Torres story is wrong, no one would be happier than me if it was. But it’s not.

  22. Hárrétt hjá Magga #27, stórar stjörnur hafa áður yfirgefið klúbbinn og nýjar komið í staðinn. Gamla góða klisjan um að enginn leikmaður sé stærri en félagið á alltaf vel við.

    Er okkur einhver greiði gerður með því að “neyða” Torres til að spila út tímabilið með hangandi haus ef hugur hans er kominn burt frá klúbbnum?

  23. Meira hérna, djöfull hata ég þetta slúður.

    Dan Walker of the BBC says, for example: “It seems Torres has told #LFC he wants to leave in this window. Big fight to hold on to one of the world’s best.”

    Oliver Kay at The Times said: “It has been a season of false alarms (Rooney, Tevez), but it’s clear that #LFC face a very serious fight to keep Torres.”

    The weight of the evidence seems to suggest that Torres may well be at either Chelsea or Manchester City by the start of February.

    So what many thought would be an uneventful January has turned into the mother of all transfer windows.

  24. GrkStav:
    @TonyBarretTimes How reliable and trustworthy are your sources for the claim that Torres has verbally requested LFC consider his transfer?

    TonyBarretTimes:
    @GrkStav They could not be any more reliable or trustworthy

  25. Þetta er deja vu ! Alveg nákvæmlega eins og seinasta sumar ! Ef ég man rétt þá var Tony Barrett alveg eins viss um að Torres vildi fara eins og nú. Ég tek þessu bara eins og hverju öðru en Torres er ekki að fara fet ! Mark my word !

  26. Ég efast um að stuðningsmenn annara liða í ensku deildinni geti sett eiginkonu/kærustu eiganda síns liðs í runkminnið án þess að vera álitinn pervert. Frú Henry lítur æði vel út 🙂

  27. Ef Torres vill fara núna, er þá ekki eina vitið að láta hann fara og reyna að kassa vel inn á honum? Vilji hann ekki vera hjá Liverpool höfum við ekkert við hann að gera. Sjáið bara Rooney, hann hefur ekkert getað eftir að hann tók ákvörðun um að vera áfram á Old Toilet. Ef menn vilja á annað borð fara höfum við ekkert við þá að gera, það er a.m.k. mín skoðun. Torres er búinn að vera í kasti síðan um mitt síðasta tímabil og hefur ekki skilað miklu. Látum hann fara fyrir góðan pening og notum þá peninga gáfulega!

  28. Ég neita að trúa þessu, trúi ekki að ég þurfi að bíða þar til á morgun með að fá þetta rugl þurrkað af borðinu. Ég veit ekki með ykkur en þessir frasar eins og “maður í manns stað” og “enginn er stærri en klúbburinn” get ég bara ekki gúdderað. Við erum að tala um “His armband proved he was a red Torres Torres!”. Þetta er of mikið fyrir mig..

  29. við fórum allir að gráta þegar Owen fór en við unnum meistaradeildina ári seinna !! ef Torres fer fer ég að gráta ! !

  30. Sé eftir því í fyrsta skipti að hafa komið á kop.is. Nú á ég ekki eftir að sofna yfir hræðslu að Torres sé að gera hið versta, að fara yfir í annan klúbb á Englandi.

  31. Þetta er orðið aðeins meira en orðrómur…. of margir “góðir” heimildarmenn komnir með þetta.

    Ég skil þetta bara ekki …. chelsea….

  32. Hættið að velta fyrir ykkur hvort Torres er að fara eða ekki. Við vorum að enda við að tryggja okkur frábæran leikmann og við skulum njóta þess. Ég hef síðan fulla trú á því að Torres komi á morgun og staðfesti að þetta sé rugl í bresku pressunni.. En nú skulum við skála fyrir Suarez!!!

  33. “hann afrekaði að næla sér í 7 gul spjöld sem er ágætt fyrir framherja en þó eitthvað í líkingu við striker sem við eigum fyrir hjá félaginu, þeir ættu að verða flottir saman og ákaflega vinsælir hjá dómurum.” alger snild þetta 😀

    þetta er snild að hafa fengið súarez til okkar 😀 er svo ánægður. :D:D:D
    hafa daglish sem stjóra snild 😀
    hafa vonandi eigendur sem eiga eftir að vera liðinu til sóma í frammtíðini 😀
    að hafa 2 menn frammi sem kunna að skora. 😀
    og að liverpool hefur unnið 2 leiki í röð og búnir að selja MR.flopp babel. komnir í gang vonandi ví maður sér meiri baráttu í liðinu núna og eftir að vera meiri barátta í þessu liði og maður sér ekkert annað en goða tíma frammundan fyrir félagið.

    EN Á MORGUNN (LAUGARDAG) ÞÁ VERÐUM VIÐ BÚINN AÐ SIGNA TVO Í VIÐBÓT ÞÁ A.YOUNG OG C.ADAM ÞAÐ VERÐUR SNILD OG AÐ HOLLOWAY VILJI HÆTTA SEM STJÓRI BLACKPOOL 😀

    GO LIVERPOOL Y.N.W.A.

  34. Er ekki alveg að sjá í gegnum þennan póker. Nokkrar spurningar:

    Ef Torres vill fara af hverju að bíða fram á síðasta dag?
    OK – segjum að LFC hafi vitað að Torres væri á förum var þá með ráðum gert að bíða og sjá hvort Chelsea krækti í Luis eða ekki til að þrýsta verðinu upp? Verðið sem er nefnt er hreint rugl jafnvel fyrir Torres!
    Fyrst Torres hefur ekki tjáð sig um málið blasir við að eitthvað er til í þessu. Hvernig stendur á að leikmaður sem hefur mátt þola ýmislegt misjafnt frá hendi fyrri eigenda, en hefur látið það yfir sig ganga, er nú skyndilega á förum þegar nýjir vænlegir eigendur, frábær striker kominn upp við hliðina á honum og sjálfur Kenny eru teknir við? Meikar engan sens og bendir til að þetta sé löngu ákveðið en bara átt eftir að velja stundina.

    Þetta er undarlegt mál. Aðeins tvennt kemur til greina. Annað hvort er þetta ruðningsáhrif netsins þar sem hver étur upp eftir öðrum uns ein lítil fjöður er orðin að fimm hænum eða úthugsað frá hendi eigenda LFC í til að hámarka hagnaðinn af sölu sem hvort eð er var óumflýjanleg.

    Það er hægt að útiloka með öllu að Torres hafi vaknað í morgun og skyndilega langað til London. Ef hann er að fara á annað borð er hér stillt upp game plani. LFC fær mikla peninga og Torres fær mikla peninga frá glæpamanninum í Chelsea nema að pabbadrengurinn í ManC bjóði betur. Þá segi ég bara – verði ykkur að góðu.

    Mín spá er að 20% líkur séu á að í fyrramálið sendi Torres frá sér yfirlýsingu og ítreki hollustu sína við LFC en að 80% líkur séu á metsölu sem skilar LFC 40-60m sem verða nýttar í kaup á yngri leikmönnum í sumar.

  35. og já gleymdi einu torres fer ekkert hann er ný búinn að segja að hann vilji vinna titla með livepool og hann ætlar að virða samningsinn til fulls eins og reina

    reina og torres are staying

  36. @SkySportsbucko:
    Liverpool have rejected a transfer request from Fernando Torres. We’ll have more on this breaking news shortly.

  37. @ 43 þó svo að Torres sé ekki búinn að gefa út neina yfirlýsingu þá þarf það ekki að þýða að “einhvað sé til í þessu” eins og þú seigir. hann er bara heima hjá ser sofandi. eftir Fulham leikinn sagði Reina meðal annars í viðtali að nú fengju leikmenn gott frí með fjölskyldum sínum. og á laugardag yrði svo mætt aftur til æfinga og byrjað að undirbúia Stoke leikinn! Torres mætir á æfingu á morgun og þá fáum við að vita hvort þetta er bull eða ekki !

  38. Frábær pistill, glæsilegur alveg. Gríðarlega spenntur fyrir þessum leikmanni sem ég kallaði eftir fyrir löngu síðan hér á Kop.is. Nú hefur það ræst, sem er frábært.

    Leiðinlegt að þetta Torres dæmi skyggi á þetta. Í alvöru, það er ekki séns að hann sé það heimskur að fara núna í janúar. Bara neita að trúa því. Hefði trúað því þegar Roy var með liðið við botninn og allt í fokki, en nú er allt á réttri leið. Vonandi kemur bara yfirlýsing á morgun til að róa F5 æsta Púllara og Twitter elskandi blaðamenn sem halda slúðrinu lifandi…

  39. Dan Roan
    Torres has this evening submitted a transfer request which has been rejected

    Bíð samt ennþá eftir að sjá Torres tala um þetta sjálfan, ekki blaðamenn.

  40. LFCTV Liverpool FC LFC
    Liverpool FC have confirmed that Fernando Torres has this evening submitted a transfer request. The request has been rejected. http://www.lfc.tv

    Hann vildi sem sagt fara en Liverpool neituðu honum. Úff, þetta lofar ekki góðu….

  41. LFCTV Liverpool FC LFC
    Liverpool FC have confirmed that Fernando Torres has this evening submitted a transfer request. The request has been rejected.

    Bless Torres ég vil ekki sjá þig spila meir í Liverpool búningnum..

  42. Af hverju þarf hann að gera þetta NÚNA? Nýbúnir að samþykkja kaup á sterkum leikmanni og þá kemur hann með eitthvað svona bull.

    Gæti jafnvel eyðilagt dílinn við Suarez.

    En ég spyr:

    AF HVERJU GERIR HANN ÞETTA NÚNA?

  43. Hvað er að gerast með manninn ?! Suarez nýkominn og hann dettur i eitthvað svona helvitis kjaftæði ! Djöfull er þetta pirrandi.

  44. Álit mitt á Torres er horfið út um gluggann. Núna vill ég selja hann.

  45. OOOOHHHH ég var að vona að þetta hafi ekki verið rétt. vonum bara að honum snúist hugur og fari ekki í hart og neiti að spila! svona macherano bull !

  46. SELJA HANN… helvítis djöfulll…. ný búinn að gefa það út að hann ætli sko að virða saminginn og allt það fkn bullshit….. en svo kemur hann með þetta… endilega selja hann núna bara, að vísu bara út fyrir england. álitið á honum er 0% núna… og treyjan er farinn sem eldiviður í arininn…..

  47. Ætli hann dragi ekki transfer requestið til baka eftir 1-2 daga …
    V.Persie næstur að leggja fram request ??

  48. Þetta er algjörlega fráleit tímasetning og vægast sagt ömurlegar fréttir, hvort sem hann fer núna í janúar eða ekki. Vona að FSG standi fastir fyrir sölu núna í janúar og hugsi ekki einu sinni út í það nema um fáránlegan pening sé að ræða og 1-2 leikmenn í viðbót núna strax.

    Takk Torres fyrir að eyðileggja daginn sem Suarez sápan var loksins samþykkt og pistil minn um þennan nýja og spennandi leikmann.

    Djöfull er ég farinn að óttast um að aðdáendur Chelsea sem ég sýndi mynd af hér fyrir ofan hafi haft rétt fyrir sér.

  49. Torres tholdi ekki ad einhver annar væri farinn ad ræna “fyrirsøgnunum” og lagdi tvi inn tessa beidni til ad minna a sig. Kannski var tetta gert af godmennskunni einni saman, minnka adeins pressuna a Suarez med tvi ad draga athyglina annad?? Madur getur ju leyft ser ad vera einfaldur og bjartsynn i meira lagi 😉

  50. JESSS!!! Frábær týðindi og hlakkar til að sjá meistara El Pistolero í LIVERPOOL treyju!

    Ps. Hann fer klárlega aftan á næsta Liverpool búning hjá mér!

  51. Snilldarpistill, 100 thumbs up.

    Hef bullandi trú á Suarez og reyndar öllu sem Dalglish ákveður. Vilji Dalglish gera Redknapp að leikmanni aftur þá mundi ég treysta því movi hjá honum.

One Ping

  1. Pingback:

Suarez að koma! (Staðfest!)

Torres biður um sölu, LFC neitar (staðfest!)