Byrjunarliðið komið

Þessir mæta Fulham á Anfield í kvöld:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Poulsen – Meireles
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres

Bekkurinn: Gulacsi, Cole, Pacheco, Aurelio, Ngog, Wilson og Shelvey.

Lucas Leiva dettur út úr liði og hóp vegna meiðsla, Gerrard held ég að sé undir Torres, en kannski eru hann og Meireles á vitlausum stöðum í minni uppstillingu. Konchesky dettur svo af bekknum fyrir N’Gog.

Aukafrétt frá Englandi, Richard Keys hefur sagt upp störfum hjá SkySports eftir hneykslanleg ummæli sem náðust í míkrófón um helgina. Hans mun ég ekki sakna, nú eftir brotthvarf hans og Gray er kannski kominn tími á að fara að horfa á stöðina að nýju.

Mikið held ég að hr. Benitez brosi út í allavega annað í kvöld!!!

90 Comments

  1. Er Wilson virkilega verri en Skrtel?

    Hefði þó viljað hafa J.Cole og Wilson í liðinu á kostnað Skrtel og Poulsen/Maxi. Koma svo RAUÐIR!

  2. Í öðrum fótboltafréttum er það að frétta að Ryan Babel er í byrjunarliði Hoffenheim í kvöld, ásamt Gylfa okkar Sig. Við óskum þeim félögum auðvitað góðs gengis!

  3. Fá bara konur til að lýsa leikjum á SKY Sport, þá heyra svona vandamál sögunni til.

  4. Spái 6-1 sigri í kvöld, vélin er komin í gang og Poulsen verður meðal markaskorara

  5. Maður myndi kannski hafa smá samúð með þeim Gray og Keys, þ.e. hafa misst topp starf sem báðir hafa unnið í vel yfir áratug fyrir að efast í gríni um þekkingu kvennmanns á knattspyrnureglunum, hver hefur ekki gert það? 🙂

    En ég á samt afar erfitt með að finna þessa samúð og rétt eins og Maggi þá á ég ekki eftir að sjá nokkurn skapaðan hlut á eftir þeim (sérstaklega ekki Gray) og það verður fróðlegt að sjá hverja Sky fær inn í staðin. Sjálfur mæli ég með James Richardson á Gaurdian. (Bara ekki bjána eins og Allardyce eða stærri rullu fyrir Redknapp eða álíka “speking”).

    Hvað byrjunarlið varðar þá hefði ég viljað sjá Cole koma inn á kostnað Kuyt, Maxi eða (sérstaklega) Poulsen, þrátt fyrir að ég vilji hafa Gerrard í holunni frekar en á miðjunni.

  6. Ég vænti þess að Dalglish haldi áfram að spila pósitívan fótbolta og að við gerum þrjú mörk í kvöld amk. Ég held að Dempsey geri alltaf sitt mark þannig að þetta verði 3-1/4-1 sigur gegn varnarsinnuðu Fulham liði.

    Hvað leikmannakaup varðar að þá finnst mér í raun afspyrnu lélegt að ekki sé búið að kaupa leikmann í þessum mánuði, sama hversu gamaldags Dalglish segist vera í sínum málum. Það er allavega ekki hægt að hafa þetta lið eins og það er ef koma til meiðsli. En maður er allavega bjartsýnn Liverpool maður fyrir hvern leik þessa dagana sem er hlutur sem ekki hefur gerst í 12 ár!

  7. Ekkert að þessu liði og við eigum að taka þetta Fulham á venjulegum degi.

    En mér finnst samt svolítið undarlegt afhverju Cole fær ekki tækifæri undir Daglish. Mjög flinkur á bolta og maður myndi halda að hann hentaði vel í þennann reita bolta og spil sem Daglish er að reyna að byggja upp hjá Liverpool.

    En hvað veit maður…..sennilega ekki mikið ; )

  8. fínt lið, en ég vill fá að sjá Gerrard á miðjuni og Meireles í holuni, en kóngurin sér um þetta. Ég segji 3-1. Torres með tvö og stebbi með frábæra aukaspyrnu. Long live the king!

    YNWA

  9. Það virðist vera daglegt brauð að setja Shelvey inná þessa dagana. Vonandi sjáum við líka litla Pacheco og Wilson fá smá spil. Veltur örugglega allt á hvernig leikar standa á 60-70 mín. Tapa/Janft/eitt yfir, Cole, Aurelio, N’Gog. Tvö/Þrjú yfir, Shelvey, Pacheco, Wilson/N’gog.

    Er bjartsýnn og gráðugur í mörk. Eiginlega það mikið að mig langar í 5-0 – 6-0 sigur. Ég ætla samt að halda mig á jörðinni. En þetta á að vera jafn auðvelt verkefni og gegn Wolves. Heima gegn Fullham/Úti gegn Wolves. Svipað há hraðahindrun að mínu mati. 2-0 er lágmarkskrafa að mínu mati. Verð en sáttari ef Torres skorar.

    KOMA SVO!

  10. Reina
    Kelly-Wilson-Agger-Aurelio
    J.Cole-Gerrard
    Johnson- Meireles – Maxi
    Torres

    Svona vill ég sjá liðið í dag ….. svo þegar líða fer á leiktíðina fara shelvey og pacheco vonandi að koma betur inn í þetta. Annars held ég að þetta verði öruggur 3-0 sigur Mereiles skorar í 3 leiknum í röð, Agger tekur eina bombu og svo potar Torres einu inn í lokin.

  11. Hefði verið gaman að sjá cole inni i stað Kuyt en tökum þetta 5-1, Torres 3, Gerrard og Meireles

  12. Spurning um að sækja um stöðuna hans Andy Gray, var með 1.7milljónir punda á ári fyrir að lýsa leikjum

    ekki slæmt

    annars býst ég við öruggum sigri í kvöld, leikmennirnir hljóta að vera þyrstir að komast á skrið eins og Liverpool náði hér oft á árum áður og lyfta sér með því upp töfluna.

  13. Babelinn að gera “góða” hluti með Gylfa Þór (sem átti skot sem réttsvo var varið í slána og út).
    0-1 Tap fyrir Cottbus (staðfest).

  14. Hahahahaha, ég elska að Andy Grey er loksins horfinn! Hef aldrei getað þolað hans hlutdrægu lýsingar af Liverpool leikjum. Þó að ég horfi ekki oft á leiki á SkySports þá er þetta samt léttir.

  15. Afsakið enn eitt link á leik kommentið, en ég er úti á landi og ekki vanur að horfa mikið á netinu nema þegar ég fer á atdhe.net. En er einhver með link á leikinn annan en þennan, ég er með MAC ef það breytir einhverju.

  16. Bið um það sama og númer 20, atdhe.net linkurinn er ekki að virka hjá mé
    r..

  17. Hér er einn, ekkert sérstakur en virkar.

    Piff, þarna hefði vantað eitt stykki góðan kvenkyns línuvörð fyrir Torres!

  18. já nei kallar kunna ekki rangstöðuregluna ég vill kvennmanns aðsstoðardómara úr síðasta leik .
    Aldrei rangstaða

  19. Er ég sá eini sem sakna þess núna að hafa stelpuna á línunni, hún hefði ekki klikkað svona

  20. Ég er harður liverpool aðdáandi og hef haldið með frá 1 ára aldri og ég er mjög stoltur af mínu liði og er bara mjög ánægður með King Kenny! Þetta á eftir að vera góðut leikur vonandi 4-0 fyrir okkar mönnum og Torres setur 3 og Maxi 1 þetta verður gaman 🙂

  21. úff það er svo langt síðan maður hefur haft gaman að horfa á Liverpool spila.
    Loksins er sá tími kominn aftur!

  22. Hvað er málið með þetta Suarez transfer? Halda menn virkilega að hann sé falur fyrir 12-13 millur meðan maður eins og Poulsen er keyptur fyrir 4,5? Held að það sé alveg hægt að það sé margfallt meiri gæðamunur á þessum leikmönnum. Hamm ætti að fara á ca18-20 millur, mitt mat.

  23. Finnst maður sjá þreytu í mannskapnum….

    En auðvitað tökum við þetta!

  24. mikið hrikalega sakna ég Jamie Carra, finnst Skrtel ekki vera nógu traustur þarna í vörninni… fæ alveg hjartastopp þegar það er sótt á hann

  25. rosalega er þetta eitthvað passívur leikur….menn að vanda sig rosalega en kemur út þannig að lítið af sénsum eru teknir og lítið um að menn séu teknir almennileg á…en þetta hlýtur að fara að eflast eitthvað….kannski verða Fulham fyrri til að skora. Áttu tvö góð færi rétt áðan þar sem Pepe bjargaði málum.

    Við eigum heimtingu á sigri núna. Annars doldið findið að lesa þegar menn eru að gagnrýna liðsval eða upstillinguþá kemur oft…”en kóngurinn veit þetta auðvitað betur en ég…” 🙂 🙂 🙂

  26. Það vantar eitthvað power í þetta. Virkar frekar þreytulegt. Erum samt með mun betra lið og eigum að klára þetta Fulham lið. Spurning að fá Cole fljótlega inní seinni hálfleik.

  27. Erum við ekki bara að sakna Lucasar karlsins. Miðjan okkar frekar slitin finnst mér og mér finnst Meireles og Gerrard fara inn í sömu svæði og reyna of flókna hluti. Kuyt á mjög erfitt hingað til á vængnum….

  28. Einhvern inná í stað fyrir Maxi og segja liðinu til þess að drullast til þess að sækja á fleiri mönnum og pressa þetta helvítis lið.

  29. Takist Liverpool að sigra fer liðið upp í 7. sæti deildarinnar

    VONUM AÐ ÞAÐ TAKIST

  30. Viðukenni að ég vonaðist eftir miklu betri leik en þær fyrstu 45 eru að sýna!

  31. Finnst menn aðeins hafa misst dampinn frá í síðasta leik. Mereiles er t.d. ekki alveg að ná upp sama leik og fleiri. En djöfull eigum við að vera 1-0 yfir og Torres með það mark!

    Djöfull elska ég samt að hafa Agger í vörninni…!

  32. Djöfull fer þetta helvíti mikið í taugarnar á mér, Man.utd skoraði tvö svona mörk í gær og línuverðirnir þar starfi sínu vaxnir og loka svo augunum þegar það hentar Man.utd eins og þegar Rafale valtaði mannin niður inní teig. Svo er tekið af okkur 100% löglegt mark af því við fáum fokking rangeygðan zebrahest á línuna.

  33. Klárlega dæmt af okkur réttstætt mark,Dirk er bensínlaus og miðjan að missa móðinn.
    Vörnin virðist ekkert alltof traust en Maður fyrri hálfleiksins Gummi Ben þvílíkur húmoristi:)
    Glen og Andy ekkert skildir af augljósum ástæðum,vildi kvenkyns línuvörðinn og tók Carol Mömssu vel fyrir….

    Ef við byrjum seinni eins og við byrjuðum fyrri verður þetta easy peasy

    KOMA SVO

  34. Mér finnst þetta lofa frekar góðu félagar og allt annað að sjá til liðsins eftir að KD tók við. Þetta smellur í seinni…

  35. Er alveg sammála þeim sem er að lýsa hjá mér að um leið og liverpool sækir upp kantinn þá fer eitthvað að gerast, en hins vegar virðast þeir alltaf vera reyna eitthvað flókið á miðjunni sem endar allt á Hangeland.

    Sá reyndar ekki þetta mark sem dæmt var af en lýsandinn hjá mér var þokkalega ósammála yfir þeim úrskurði og sagði að markið hefði átt að standa…. var þetta brot eða rangstæða eða hvað?

  36. Ef Cole kemur inná ætti hann að koma inn fyrir Kuyt í stað Maxi því Maxi hefur staðið sig nokkuð vel bæði varnarlega og sóknarlega og það flæðir vel í gegnum hann.

    Poulsen hefur heldur betur risið, hann hefur látið finna fyrir sér varnarlega og hefur spilað einfalda bolta til næsta mans og í raun staðið sig ásættanlega.

    Mér finnst þó að Gerrard ætti að spila framar og Meireles að sama skapi aftar með Poulsen. Þannig ætti að koma meira útúr báðum leikmönnunum og vonandi að það styrki okkur í seinni hálfleik.

    Ég spái því að Shelvey komi inná fyrir Poulsen í kringum 70 mín og það verði eina skiptingin sem gerð verður í leiknum.

  37. @44 þú gleymdir besta gullkorninu hans GB: ,,ég trúi ekki öðru en Roy Hodgson sé heiðursgestur á þessum leik”

    annars var fyrsta korterið í lagi en síðan hefur verið hálfgerður doði yfir þessu, vil J. Cole inn á

  38. Ég skil ekki af hverju Gerrard er á miðjunni og Meireles í holunni. Af hverju í ósköpunum er þetta ekki öfugt?

  39. Núna þegar pass and move er komið til að vera þá verður þetta bara erfiðara fyrir Kuyt. Hann er allt of hægur. Setja Pacheco inn fyrir Kuyt, Cole er líka frekar hægur og “klappar” boltanum oft það mikið að hraðar sóknir stoppa á honum. Cole er hættulegastur að mínu viti við og teiginn að taka menn á.

  40. Whaaaaaaat!! Er í alvörunni einhver heppni að falla með okkur???

    Paaaaaaaaaantsil!!!

  41. ……….og fyrsta snerting hjá Kuyt er ekki góð. Fyrsta snerting ekki góð og hægur þá ertu í vandræðum þegar hreyfing er mikil og fáar snertingar.

  42. Hvernig væri að fá Kuyt útaf, hann þarf að fara hlaða batteríin sín (greinilega)

  43. Dalglish snillingur, klappar fyrir Hughes þegar hann hélt uppi boltanum.

  44. Smá off topic, fyrir þá sem vilja alvöru pass and move bolta þá er barca að jarða almeria núna… og enn og aftur að sína hvernig á að spila fótbolta…

  45. Hvernig væri að hlaða duracell aðeins og setja Cole inná völlinn.

  46. Flottur herra samhljóði. Virkilega heimskuleg tækling og Danny Murphy hefði getað refsað okkur þarna.

  47. Djöfulsins traust er Shelvey að fá! Ekkert nema gott um það að segja!!!

  48. Pantsil er að fá karma í bakið. Man einhver eftir því þegar honum tókst að handleika 3-4 fyrirgjafir í einum og sama leiknum á móti okkur án þess að það væri dæmt á það einu sinni?

  49. Djöfull er Poulsen fyndinn á svipinn…. Akktaf eins og hann sé constipated……

  50. Kannski er atdhe linkurinn minn svona lélegur en minnir Shelvey ykkur ekkert á Lex Luthor?

  51. Verð að játa að þessar síðustu mín. verða óbærilegar. Lýst ekkert á hvað Dempsey er aðgangsharður upp við teyginn. Það væri óskandi að fá annað markið í þetta. Held að Cole myndi nýtast vel þegar farið er draga af andstæðingunum og þeir liggja framarlega.

  52. Djöfull var þetta vel gert hjá Gerrard… eltir Murphy langt aftur af miðju og nær að bjarga í horn. Virkilega góð varnarvinna hjá miðjumanni og sýnir manni hvað hugarfarið hefur breyst!

  53. Djöfull er Gummi Ben að negla út verðlauna lýsingu á þessum leik. þetta er eins og að hlusta á góða sögu.

  54. Þessi Shelvey er búnað fá allt of marga sénsa miðað við að hann hefur lítið gert af viti þegar hann hefur komið inná…

  55. shelvey er 18 ára. þvílíkt efni! Á klárlega að fá sénsa eins og núna! Því annars fær hann aldrei sénsinn.

  56. Denni það getur vel verið að hann sé þvílíkt efni, en hann hefur bara ekki sýnt það. Við vorum nánast manni færri eftir að hann kom inná.

    Þá finnst mér nú að ætti að gefa manni eins og Pacheco tækifæri í svona leik líka hann vann þó til verðlauna með spáni…

  57. Babel átti stórleik í kvöld med Hoffenheim. Hann nádi mjög vel saman vid Gylfa og okkar madur átti nokkrar myndarlegar sendingar á hann. Bádir óheppnir ad skora ekki.

  58. Mjög sáttur við sigur sem hefði alveg getað endað jafn miðað við færin í leiknum. Torres var á hælunum mest allan tímann og átti að gera mikið betur með alla “línuna” fyrir framan sig þegar Maxi sendi boltan í gegn.

    Mikið djöfull eru liðin hans Hughes alltaf leiðinleg að spila gegn.

  59. Átti Babel stórleik í 1-0 tapi … jahá, það er aldeilis.

    Annars var þetta frekar dapur leikur – duttum of aftarlega þegar líða tók á leikinn. Kanski eðlilegt miðað við það sem á undan er gengið.

    3 stig það eina sem máli skiptir ! YNWA

Fulham á morgun

Liverpool 1 – Fulham 0