Opin umræða – Leikmannakaup?

Það er ekki leikur aftur fyrr en um næstu helgi og lítið af eigenda-, þjálfara- og öðrum málum að frétta hjá Liverpool, þannig að það er tilvalið að henda upp einum opnum þræði þar sem menn geta rætt það sem þeim sýnist.

Miðað við óstaðfestar fregnir frá Liverpool verður einna helst eitthvað að frétta af leikmannakaupum þessa vikuna. Við getum fylgst með því hér.

219 Comments

  1. Það nafn sem menn eru einna helst að ræða í dag er Luis Suarez hjá Ajax. Það hefur verið slúðrað um hann í rúma viku eða svo en nú í dag virðist sem flestir stóru miðlarnir muni nefna að við höfum gert, eða séum við það að gera, tilboð í hann. Menn geta fylgst með því hér.

    Hér er skyldu-JúTjúb með kappanum. Hann skoraði 49 mörk fyrir Ajax á síðasta tímabili, hér eru mörg þeirra:

    Það sem stendur upp úr er að hann er að skora alls konar mörk. Hægri, vinstri, skalli, einleikur, pot, langskot, víti. You name it, he’s got it. Jafnvígur á báða fætur, getur spilað vængframherjann báðum megin (mér skilst að hann spili hægri vængframherja a la Kuyt hjá Ajax en hann spilaði vinstri vængframherja með Úrúgvæ á HM í fyrra) og bara hrikalega grimmur.

    Ég vona að það sé eitthvað til í þessu.

  2. Ef við fáum Suarez og einn klassa miðvörð þá tel ég það nokkuð gott.
    Held að við séum ekkert að fara að hrúga inn leikmönnum í janúar…

  3. Nú ef hann kemur þá mun það hjálpa liðinu að vinna titla og hann hefur kannski metnað að hjálpa svona stóru liði að vakna.
    Ég er virkilega til í að fá hann til liðsins og vonandi verður gengið frá þessu á næstu dögum.

  4. Þetta væru bara snilldarkaup, ég held við getum allir verið sammála um það. Það má borga ansi mikið til að tryggja sér þennan leikmann.

    Á hinn bóginn….., spáið í ef hann færi nú til Tottenham eða Man Utd.

    Negla hann strax, í dag. Ungur, flottur, ástríðufullur sigurvegari sem virðist alltaf skora mörk !

  5. Luis Suarez eru örugglega góð kaup en var D.Kuyt ekki búin að fara á kostum í hollensku deildinni ??? 🙂

  6. Suarez hinsvegar sýndi það á Hm að hann getur skorað fyrir utan hollensku delidina.

  7. Ég veit að LFC vantar framherja en er ekkert verið að spá í varnarmenn ???

  8. Suarez væri virkilega góð kaup. Hef líka heyrt að Liverpool séu að skoða hollendinginn Eljiro Elia. Virkilega snöggur og taktískur, svolítill einspilari. Spurning að hann væri slátraður í ensku deildinni?
    En það sem okkur vantar ASAP er eftirmaður Hyypia og það strax!

    Eljiro Elia:

    http://www.youtube.com/watch?v=xL-6O94l308

  9. Sem skammtímalausn út tímabilið, þá myndi ég telja stöðurnar sem brýnast sé að fylla í séu miðvörður og vinstri bakvörður. Skrtel var hörmulegur í gær sem og nánast öllum leikjum tímabilsins hingað til. Kyrgigúss er þolanlegur ef hann er með Carra með sér. Það er síðan algjörlega augljóst að Glen Johnson er ekki vinstri bakvörður, og varla hægri bakvörður heldur ef út í það er farið. Martin Kelly á að vera þar finnst mér, flottur leikmaður. Ef það tækist að fylla þessar 2 stöður með fínum mönnum þá held ég að leiðin myndi liggja aðeins upp á við út tímabilið. Hangeland væri fínn, Gary Cahill væru auðvitað snilldarkaup, en ég á engan veginn von á því að Bolton selji hann. Í vinstri bak væri fínt að fá Insua aftur, ef það er möguleiki.

  10. Ég er ansi hræddur um að það eigi lítiið eftir að gera í glugganum. Dalglish er svo ánægður að vera kominn aftur í stólinn að hann er ekkert að pressa á að fá nýja menn og svo halda Henry og co. að þetta sé eins og í usa þar sem það er ekkert mál “fokka upp” einu tímabili og verða síðan meistari á því næsta.

  11. Dirk Kuyt er líka frábær leikmaður sem hefur sýnt að hann getur skorað utan hollands nákvæmlega 56 sinnum, mark í 3 hverjum leik.

  12. MW hvernig færðu það út að Messi hafi verið einstaklega slakur á HM? Vegna þess að hann skoraði ekki ?

  13. Jæja það er kannski eitthvað að gerast.

    Andrew_Heaton Andy Heaton
    Apparently, we’ve officially put a bid in for Suarez

    SiClancy Simon Clancy
    Liverpool have made an official bid for Luis Suarez.

  14. Both principal owner John Henry and chairman Tom Werner were in attendance yesterday, with Dalglish expecting to hold talks with the pair in the comings days over possible transfer targets.

    “I hope we are going to sit down and have a nice chat,” said the Scot. “Hopefully they will buy me dinner!”

    Snilldarummæli að vanda.

    Áræðanlegustu twitter-miðlarnir segja flestir að Suarez sé sá leikmaður sem horft sé nú fyrst til. Það líst mér vel á, þessi strákur er hörkugrimmur, mér fannst hann eiga gott HM og maður sá það best í undanúrslitaleiknum þegar hann var í banni hversu mikið lið þeirra breyttist.

    Við þurfum fyrst af öllu að fá sóknarógn á vængina og styrkja miðju varnarinnar. Þegar mesti pirringurinn rann af mér í gær þá eiginlega fór ég að telja upp í huganum hvernig hópurinn er. Við erum með Carra, Agger, Wilson, Skrtel, Ayala og Kyrgiakos skilgreinda sem hafsenta. Af þeim er Skrtel búinn að leika afar illa, miðað við að Agger er veikur en ekki meiddur og Carra er á leið aftur er kannski ekki skrýtið að menn vilji skoða málin þarna í rólegheitunum. Wilson er mikið efni og ég held að Ayala gæti skilað fínu hlutverki. Martin Kelly hefur svo verið hafsent líka allan ferilinn þangað til í fyrra og kannski er hann bara fín tilraun.

    Við hins vegar eigum ekki marga kantmenn, og í raun ENGAN vængmann. Kuyt og Maxi eru báðir innherjar sem vilja fá bakverðina í overlap og taka ekki bakverði á. Babel ætti að geta það en gerir það alltof stopult. Ince, Suso og Sterling eru of ungir ennþá en framtíðarmenn. Þess vegna þurfum við að byrja á leikmannakaupunum með því að auka þá ógn. Ef okkur tekst að fækka í hafsentahópnum þurfum við nýja menn þangað.

    Auðvitað þarf að leysa vinstri bakvarðarstöðuna, en þar búum við líka að fáránleika sumarsins þegar tveir misóhæfir menn fengu traustið í þá stöðu. Þurfum að losna við Konchesky OG Aurelio en það tekst nú sennilega ekki í janúar.

    En ef Warnock er sá sem leysir þá af er ég ekki sáttur. Þá vill ég frekar fá Insua. Ef að Warnock hefði ekki verið áður í LFC væru fáir hér glaðir með að fá bakvörð sem hefur spilað færri landsleiki en Konchesky og kemst ekki í lið Aston Villa. Gerir einfaldlega alltof mikið af varnarfeilum og ekki mjög góður sendingamaður.

  15. Núna er talað um að Liverpool sé búið að leggja fram “official” tilboð í Suarez, sem er vissulega mjög jákvætt og spennandi.

    Það hefur líka einnig verið talað um það að Stephen Warnock hafi fengið grænt ljós frá Aston Villa til að fara á lán til Liverpool út leiktíðina.

  16. Þessi drengur væri velkominn í mitt lið að minnsta kosti.
    Var ekki búið að drepa niður þetta Elia dæmi niður???

    En annars er ég samála mörgum um að það mun ekki ske mikið í glugganum fyrir okkar lið, ef að okkur væri búið að ganga mun betur og værum ekki í neðri hluta deildarinnar myndu stærri nöfn jafnvel vilja koma….vona svo sannarlega að Suárez komi!

    YNWAL – King Kenny!

  17. MW

    Fyrir það fyrsta, hefur Dirk Kuyt ekki bara staðið sig sæmilega hjá okkur heilt yfir þrátt fyrir að hafa ekki verið sá striker sem við vonuðumst eftir í upphafi? Síðan burtséð frá honum og t.d. Kezman, á bara að loka á viðskipti við Hollandi og sóknarmenn þaðan þar sem hægt er að nefna 2-3 leikmenn sem hafa lofað góðu í deildinni þar en síðan floppað í stærri deildum? Það eru alveg til dæmi um leikmenn úr Hollensku deildinni sem hafa staðið sig vel á stærra sviði… mímörg dæmi reyndar.

    Vona mikið að það sé eitthvað til í þessum orðrómi og að við förum í auknum mæli að skoða álíka spennandi leikmenn og Suarez.

  18. Champions League hopefuls Tottenham Hotspur are also after the services of Suarez, but the tricky attacker prefers a move to Anfield because of the presence of several Spanish speaking players at Liverpool.

    Vonum að það sé eitthvað til í þessu!

  19. @ 20 Babu..

    Suarez á örugglega eftir að standa sig vel…ég er viss um það…Ég vil bara benda á að ekkert er öruggt í þessu heimi nema skattar og dauðinn 🙂

    D.Kuyt hefur verið vonbrigði heilt yfir.

  20. Held nú að Holland eða hollenska deildin sé þekkt fyrir að ala af sér góða sóknarmenn frekar en hitt. Bergkamp, Kluivert, Nistelrooy, Roy Makaay, Robben, Persie, Hasselbaink og margir fleiri. Held að Kuyt og Kezman heyri frekar til undantekninga, allavaga af svona high profile leikmönnum, þó Kuyt hafi nú reynst okkur ágætlega á köflum.

  21. Ég er nú ekki viss um að Roberto Carlos passi inn í hugmyndastefnu FSV um að kaupa yngri leikmenn 🙂

  22. @MW

    Kjánalegt af þér að vísa í það að maðurinn hafi verið að spila í Hollandi. Þú hefur nú komið með ágætis punkta oft á tíðum á þessu spjalli þrátt fyrir að eiga við þann heilasjúkdóm sem kallast Manchester United aðdáandi en þessi punktur finnst mér nú full barnalegur hjá þér.

    Margir af bestu knattspyrnumönnum EPL seinustu árin hafa komið frá Hollandi og ættir þú að þekkja allavega einn þeirra mjög vel, þ.e. Ruud Van Nistelrooy og tala nú ekki um Van der Saar.

    Þá mætti einnig nefna Robben, Van Persie, Van der Vaart og marga fleiri. Margir af bestu knattspyrnumönnum sögunar koma frá þessu landi enda er Holland gróðrarstöð fyrir unga og efnilega leikmenn hvaðanæfa úr heiminum og við skulum ekki gleyma því heldur að feitubollan úr KR er þar uppalinn.

    Hins vegar er spurning hvort að hann floppi eins og annar samlandi hans sem spilaði fyrir Scumchester fyrir nokkrum árum. Hann hefur hins vegar sínt hversu hann er megnugur í Evrópudeildinni og CL og tala nú ekki um landsliðið sitt.

  23. @ ansi margir…

    Ok…Broskall 🙂 = Ekki alveg full alvara á bak við það sem sagt er !!!! Svo það er kannski ekki alveg ástæða til að verða pirraðir 🙁

    Hinsvegar er það vandamál hjá ansi mörgum hér að halda að ein breyta sé lausn á öllum vandamálum LFC…RH átti að koma ykkur á beinu brautina…en það gekk ekki alveg….Nýjir eigendur áttu strax að dæla peningum í liðið og bjarga öllu…en það gekk ekki alveg og menn voru búnir að bíða lengi eftir KD sem myndi strax laga allt ….og mér sýnist það ekki alveg vera að gera sig 🙂

    Málið er að vandamál LFC eru margra ára uppsafnaður vandi sem verður ekki leystur sí sí svona.
    Menn verða að sýna þolinmæði og þó að fávitar eins og ég komi endrum og sinnum með leiðinda komment þá verða menn að lifa við það eða “banna ” kallinn 🙁

    • Hinsvegar er það vandamál hjá ansi mörgum hér að halda að ein breyta sé lausn á öllum vandamálum LFC

    Nákvæmlega hver hér inni var að halda þessu kjaftæði fram?

  24. þótt van bommel sé orðinn 32 þá held ég að hann væri fullkominn inní miðjuna sem verið er að byggja upp

  25. Babu bróður partur þeirra sem taka þátt í umræðunum hérna gagnrýndu aðeins Roy Hodgson en eyddu ekki einasta orði í frammistöður leikmanna áður en RH var látinn fara.

    Hatrið í garð RH, sem var vissulega ekki rétti aðilinn í þetta starf (en átti hann að hafna því?), blindaði menn algjörlega því eins og fyrstu leikir King Kenny hafa sýnt, þá er við leikmennina að sakast.

    Þessir aðilar héldu að ein breyting, brottrekstur RH, myndi leysa allan vanda.

  26. Það er búið að kaupa nýja Hyppia… hann heitir Danny Wilson og hefur virkað tilbúinn, það litla sem maður hefur séð af honum….

  27. Sælir félagar

    Við skulum vona að eitthvað gerist í leikmannamálum á næstu klukkutímum (dögum) og Suarez væri mögnuð kaup þó hann leysi ekki vanda varnar og vængmanna nema að litlu leyti. Hvað MW varðar þá er hann gegnumsneitt málefnalegur og virðist nokkuð viti borinn miðað við uppruna.

    Hann ehefur bent á þá staðreynd að Kop.is er besta pjallsíða um fótbolta norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað. Eðlilega langar hann að vera með á svoleiðis síðu þar sem spjallsíða MUara á Íslandi er full af bulli, þvættingi og rugli sem enginn viti borinn maður nennir að taka þátt í.

    Gefum honum frið til að tjá sig þó hann eigi til að skjóta nettum skotum á okkur. Það er yfirleitt ekki með neinum dónaskap eða gífuryrðum þannig að fyrir mína parta er hann í lagi þó hann eigi við fötlun að stríða. Við níðumst einfaldlega ekki á fötluðum

    Það er nú þannig

    YNWA

  28. Ég bíð eftir því að þeir fari að henda Wilson inn staðinn fyrir t.d. Skrtel. Það væri gaman að sjá hvernig honum myndi ganga. Þessi ungu strákar eru ágætir. Endilega leyfa þeim að spreyta sig. Til dæmis er Kelly virkilega góður. Shelvey og Spearing líka fínir. Finnst samt að þeim vantar meiri reynslubolta í miðvörð hjá sér heldur en Wilson. En vonandi að hann fái að koma inná og sýna sig.

  29. mgs…..

    málið að niðurrif RH er klárlega að sýna sig í frammistöðu leikmanna í dag!!! hann var duglegur að gagnrýna þá opinberlega og gerði náttúrulega þessi óskiljanlegu kaup sín…

    hversu oft hefur KD sagt í fjölmiðlum að hann verði að byggja upp brotið sjálfstraust hjá leikmönnum???

    ég ætla bara að vera ískaldur og segja að þetta sé að mestum hluta roy nokkrum hodgson að kenna!!

    • Babu bróður partur þeirra sem taka þátt í umræðunum hérna gagnrýndu aðeins Roy Hodgson en eyddu ekki einasta orði í frammistöður leikmanna áður en RH var látinn fara.

    Þetta er svo mikil einföldun að það hálfa væri hellingur. Auðvitað var einblínt mikið á Roy Hodgson enda stillti hann upp liðinu, valdi leikkerfið og “peppaði menn upp” fyrir leiki. Hann varð að fara.

    Sama á við um eigendurna, þeir voru að keyra klúbbinn í kaf.

    Þetta helst svolítið saman og hefur skilað sér í því að hópurinn hefur verið að veikjast undanfarin ár, enginn að halda öðru fram og enginn að segja að til væri einhver töfralausn. Nema svona spekingar eins og margir stuðningsmenn andstæðinga Liverpool sem benda núna voðalega gáfulega á að það var ekki nóg að reka Hodgson.

    Eins og flestir ef ekki allir bentu á þá þurfti að losa okkur við hann rétt eins og eigendurna sem réðu hann. Það hefur nú gerst og svei mér ef maður sér ekki bara stór batamerki, bæði á liðinu og eignarhaldinu.

    Vonandi heldur það áfram.

  30. Dalglish hefur gefið það til kynna að hann muni fara að henda Wilson í djúpu laugina, ég vona bara að sé á kostnað Skrtel og að að verði losað okkur við hann.

    Ég var aðeins að skoða spjallborðið hjá Ajax og menn þar eru að tala um að Babel sé í myndinni sem skiptimynt upp í kaupinn á Suarez.

  31. 31 MGS

    Ég hef nú lesið allt annað út úr ummælum flestra á þessari síðu þar sem hálft liðið eða meira eru kallaðir aumingjar og talað um að það þyrfti selja fullt af mönnum því þeir séu engan veginn nógu góðir. Hins vegar var Roy Hodgson orðinn svo áberandi mikill veikleiki hjá LFC þannig að menn drulluðu kannski mest yfir hann eins og eðlilegt er.

    Ætli það sé ekki líka best að ég taki fram að auðvitað á þetta ekki við alla, það voru alveg einhverjir að missa sig yfir komu kóngsins og sáu hlutina eflaust ekki alveg í skýru ljós.

  32. Friðrik # 32 , nýjan Hyypia … er það sá sami og leit afskaplega illa út í U21 árs liði skota ?

    Það er ekkert samasem merki á milli þess að vera efnilegur og góður. Reyndar þarf ekki mikið til svo að menn slái Skrtel út úr byrjunarliðinu – en staðreyndin er sú að þeir menn sem vinna með þessum strákum á hverjum degi eru betur í stakk búnir að ákveða hvenær og hvort þeir séu tilbúnir í 1st team action. Ófáir stuðnignsmenn hafa bölvað þjálfurum LFC fyrir að nota ekki unda leikmenn undanfarin ár, samt sem áður er það ekki einn leikmaður sem hefur “ekki meikað það” hjá LFC en slegið í gegn á öðrum vettvangi.

    Það er kominn langur tími síðan virkilega góður fótboltamaður kom upp úr akademíunni, og virðist vera töluvert í það ennþá því miður. Þá meina ég leikmaður sem klárlega bætir liðið, ekki spearing-a. Okkar helsta von er Jojo, sem á þó talsvert í land eins og staðan er í dag.

  33. Væri virkilega leiðinlegt að missa Babel, finnst mér! Mér finnst hann vera maðurinn sem kemur inná og brýtur leikinn. Kemur með eitthvað nýtt inn í leikinn. Leiðinlegt hvernig fór fyrir honum. En að fá Suarez í stað væri alveg jákvætt!
    Ég væri líka til í að sjá Aurelio bara í vinstri bak og hafa Kelly í hægri. Setja Johnson á hægri kant, Kuyt þá nær Torres eða Babel. Held að það yrði ekkert vitlaust… eða hvað.

  34. Smá þráðrán. Er það bara ég eða finnst öðrum það undarlegt að það hafi ekki heyrst stakt orð frá Steven Gerrard um ráðningu KD? Kannski að strákurinn sé ekkert alltof ánægður með að missa völdin sem hann hafði.

  35. ég vil losna við Skrtl og held ég líka kyrgiakos.. maður var orðinn soldið þreyttur á Carra en það hefur sýnt sig eftir að hann meiddist hvað hann er mikilvægur og ef það verður ekki keyptur klassa miðvörður í janúar vonast ég allavega til að fá að sjá vörnina skipaða Carra og Agger í nánast 99% þeirra leikja sem við eigum eftir því þessir 2 saman eru okkar lang sterkasta miðvarðar par !!! svo vil ég frekar prófa Kelly heldur en Ayala því ég held að hann sé ekki næstum nógu góður og ætti að mínu mati að fara á lán næsta vetur einhvert sem hann spilar 30+ leiki í byrjunarliði og svo má sjá hvernig hann stendur !

    og að MW skuli halda því fram að Kuyt se flopp er mjög vitlaust. hann er kannski ekki þessi senter sem maður hélt en góður kantmaður ! maður vill að kantmaður skori svona 10-15 mörk á seasoni og leggji upp sem mest og það hefur Kuyt alltaf gert !!! svo er þetta einhver LANG mesti atvinnumaður sem finnst í fótbolta heiminum! leggur sig alltaf 1000% fram ! það eina sem hefur haldið honum frá því að vera valinn sá besti í heimi er að hann er samt með glatað fyrsta touch eins og menn sáu kannski í leiknum í gær en samt sá maður líka að þetta var mikilvægasti maðurinn inná vellinum !

    en Suarez væru FRÁBÆR janúar kaup ! rósaleg ógn með Torres, Gerrard og Kuyt frammi ! svo vil ég losa út Jovanovic. jafnvel selja Babel strax líka. losa okkur við Konchesky og fá Insua heim (ólíklegt) og selja Poulsen ! ekki selja neinn miðvörð núna nema annar verði keyptur.

  36. Nr # 41 – Nei alls ekki, það er rétt rúm vika síðan karlinn tók við – þó svo að einhver “frændi vinar mins sem á frænku sem á kall sem vinnur sem garðyrkjumaður leikmann LFC” hafi sett fram samsæriskenningar um völd Carra & Gerrards og þeirra part í ráðningu RH, er ekkert sem rennir stoðum undir það að svo sé í raunveruleikanum. Það var síðar staðfest af Kev og Elisha_Scott á ynwa.tv að það er engin sem fylgir leikmönnunum að bílunum & keyrir þá eins og var haldið fram í þeim skrifum sem þú væntanlega vitnar í.

    Gerrard & Carra elska félagið og hafa gefið því allt í gegnum árin, ég efast ekki um að þeir hafi hagsmuni félagsins að leiðarljósi.

  37. Það er alveg ljóst að liðið þarf að styrkja sig og Suarez kæmi beint inn í byrjunarliðið og kæmi með talsverðan hraða þar inn. Þá væri gaman að fá Bommel inn á miðjuna því það er leikmaður sem okkur vantar í dag. Er mun öflugri í öllum návígjum en núverandi miðjumenn Liverpool ásamt því að geta spilað fótbolta. Tel að hann myndi létta mikið á vörninni hjá okkur en því miður reynir allt of mikið á hana. Ef Insua kemur til baka þá þarf ekki að styrkja bakvarðastöðurnar hjá okkur í þessum glugga.

    Hinsvegar vantar okkur alvöru miðvörð í þetta lið og því fyrr sem hann verður keyptur því betra. Þrátt fyrir að Agger sé að mörgu leyti ágætur þá er hann alltof mikið meiddur til að vera fyrsti miðvörður liðsins. Hef engan einn miðvörð í huga í bili en 25 ára Hyppia væri vel þeginn.
    Ef þokkalegur kantmaður er laus væri fínt að fá hann en ef Suarez kemur er það ekki nauðsynlegt að mínu mati. Liðsuppstilling gæti þá verið á þessa leið:

    Reina – Kelly, miðvörður, Agger, Johnson – Gerrard, Lucas, Mereiles, Bommel, Suarez – Torres.
    Subs sem koma til greina. Cole, Spænski strákur, Ngog, Spearing, Wilson, Kyut og fleiri eftir því hvernig menn vilja stilla því upp.

    Liðið myndi kannski ekki verða það markahæsta í deildinni en fengi ekki mörg mörk á sig.

  38. Kenny smiles@kop@Liverpoolfc.tv
    After every goal, every pass, every save, every foul, every move… on the pitch, I wait for the camera to zoom in on the King’s face, so I can see his genuine expressions, and interpret every move he makes.

    Kenny is not like any other coach I’ve ever seen sitting on the side of the pitch in his silk suit, staring at the players with a dull and bland face, chewing gum in the most obnoxious way there is, having the same reaction to everything going on in the match, or blasting out with anger and rage.

    Kenny reminds me of a kid, going with his dad to watch his first LFC match at Anfield. The kid sits there gazing at every move, not blinking so he wouldn’t miss out on any pass, his heart beats fast with every Liverpool attack, feels so relieved after the Red’s goalkeeper saves a definite goal, and loses his mind after an LFC goal. You can see innocence, passion, love, and commitment in the kid’s eyes. He can’t think of a place more secure than Anfield, he can’t think of a view more overwhelming than the Kop, and he can’t think of anyone he loves more than the Reds. This is our King Kenny, every match is a first for him. You can see love and thrill in his eyes, and you can read the match off his face. After today’s first goal, he didn’t celebrate like a coach or a fan; he celebrated like it was his own shot, his first goal for Liverpool after 20 years. Jumping, smiling wide, screaming, facing no one but the fans, and in a away or another telling them I know how it feels, you can trust me. I’m one of you.

    Seeing Kenny happy gives me a feeling of relief… Yes, everything is going to be fine. ?
    Even at the end of the match, when everyone was suffering from rapid heartbeats, Kenny shakes David Moyes’s hand and smiles at him. He smiles at Anfield… at ease Reds we’re getting there. ?
    Hold on to your dreams and you’ll never walk alone.

    God Bless our King… Our hope!

  39. Vona heitt og innilega að Suarez fari að láta sjá sig,það er talað um það í slúðri á netinu að hann sé í Liverpool borg og spilaði hann nokkuð síðasta leik með Ajax?

    Svo er verið að Linka okkur við Van Bommel sem er 33 ára,mikið hvað ég hefði verið til í þennan snilling fyrir einhverjum árum og hann myndi samt styrkja okkur með reynslu sinni í dag.

    Þó held ég ef þeir eru trúir sínum stefnum að það verði ekki keypt af elliheimilinu.

  40. suarez er með sama umboðsmann og torres!!! ætli það hjálpi ekki til að halda kjaftasögunum í gangi:)

  41. það virðist vera orðinn soldið hávær rómur um að LFC sé búið að bjóða 2,5 mills í van bommel 🙂

  42. @ 42..

    Ég man ekki eftir að hafa sagt að Kuyt væri flopp , en ég hef sagt að hann varð aldrei sá topp spilari sem menn héldu að hann yrði þ.e á sínum tíma.

    Mér finnst alveg með ókíkindum hvað menn geta stundum verið blindir á sín lið þgar kemur að enska boltanum , og á þetta vð um stuðningsmenn allra liða. En hér er umræðan mest.

    Mér hefur funndist margt sem SAF hefur gert í gegnum tíðina orka tvímælis en ég hætti þó að gagnrýna kallinn fyrir 10 árum þar sem mann var búin að sýna mér og öðrum að hann hefur mun meira vit á þessu öllu en ég ! Hvers vegna keypti Man U Van der Vaart ekki ? Hvers vegna voru greiddar 7 millur fyrir Bebe osf.osf…..endalaust…..Engin er meir hissa en ég að United séu efstir núna og miðað við spila mennskuna þá er það ekki verðskuldað……Þið gerið endalaust kröfu um að LFC sé í topp 4 baráttu með handónýtt lið. !!!!!

  43. Ætli Suarez verði fyrstu kaup kananna? Hann virðist samkvæmt fjölmiðlum vera yfirgefa Ajax.

  44. Bent til Villa, þarf þá ekki að selja Ashley Young til að eiga peninga… væri fínt að selja Babel, lána Jovanovich til Tyrklands og kaupa Young og Suarez. Þá værum við komnir með almennilega breidd fram á við. #FootballManager

  45. @ 33 Sigurkarl.

    Takk fyrir að virða fötlun mína…Andlega og líkamlega 🙂

    Ef hlutirnir fara ekki að ganga hjá KD hvern vilja menn þá reka ? Ekki þorir nokkur maður að heimta að KD verði látinn fara um miðjan febrúar miðað við allt það lof sem hann hefur fengið og menn hljóta að gefa eigendunum séns framm á næsta haust….Bara spurnig 🙂

    • Þið gerið endalaust kröfu um að LFC sé í topp 4 baráttu með handónýtt lið. !!!!!

    Þetta “handónýta lið” eins og þú kallar það hefur nú jafnan verið í topp 4 þennan áratuginn þannig að ég sé ekki alveg hvað er að þessari kröfu okkar?

    Svo núna þegar þetta er ekki lengur staðreynd verðum við mjög ósátt og krefjumst þess að það sem aflaga hefur farið sé lagað. a.k.a. nýjir eigendur og svo seinna nýr stjóri. Þetta kalla ég nú ekkert að vera blindur á liðið og allajafna myndi ég alls ekki segja þá sem hafa sig mest í frammi á þessari síðu svona blinda eins og þú vilt meina að við séum.

  46. Mér finnst það engin lausn á vandræðum okkar í vinstri bakverði að fá Insúa til baka. Hann er ekki góður skallamaður og lið voru farin að dæla háum boltum á hann. Einnig var hann ekkert sérlega góður að staðsetja sig varnarlega íopnum leik.

    Að mínu viti á að prufa vörnina áfram eins og á móti Everton, nema það mætti hvíla Skrtel og henda Willson inn.

    Það væri frábær tilraun til að bæta sóknarleikinn að fá Suarez til Liverpool og setja hann í stöðuna hans Maxi.

    Það á að róa öllum árum í átt að Philippe Mexes og landa honum.

  47. @ 55

    Erum við ekki að tala um stöðuna í dag og liðið þetta tímabilið ?

    LFC hefur átt sín móment síðustu 20 árin og fyrir þann tíma frábærir en það breytir litlu fyrir NÚIÐ.

    Ég segi að hópurinn á Anfield í dag sé handónýtur sé miðað við lið sem vill enda í topp 4.

    Það eru aðeins 2 menn í þessum hópi sem ég myndi vilja hafa í United í dag ; Torres og Reina.

    Ps. Babu…Þú mátt ekki láta eins og ég sé að segja börnin þín séu ljót og konan þín feit 🙂 Þetta er ekkert persónulegt

  48. @ 60

    Gætum örugglega notað hann en Ég vill hann bara ekki 🙂

    Rétt eins og þú hefðir aldrei vilja sjá Gary Neville í LFC búningi !

  49. MV

    Hvernig færðu það út að ég taki þetta eitthvað persónulega? Ég hef ekki verið sammála þér í þessum þræði og er að svara þér!

  50. @ 62….Babu

    Mér fannst þú bara vera svoldið reiður og berja helst til fast á lyklaborðið 🙂

  51. MW, spurning um að vera bara á UTD síðunni ?

    það er fullt af handónýtum mönnum einnig hjá UTD og ég er alveg sammála þér, ég skil ekki hvernig þeir geta verið á toppnum ! En í fótbolta þarf ekki 11 bestu leikmennina – það er liðsheildin sem skiptir máli.

    Leikmannahópur Liverpool mætti vera miklu sterkari, ekki spurning. Hins vegar vantar okkur ekki 9 til að eiga gott lið (þú segir að 2 séu í lagi). Ef 3-4 menn kæmu inn, t.d. Suarez, Mexes / Hangeland, Contreao, Ashley Young – þá væri liðið orðið feykisterkt.

    Ég get fullvissað þig um það að ég myndi ekki vilja O’Shea, Neville, W Brown, Owen, Hargraeves, Bebe, Carrick, Fletcher og marga fleiri en þeir virka ágætlega í liði með sterka menn í kringum sig.

    Þú gætir því farið á utd síðu og dissað þessa menn. Ef þú ert ekki að meina það sem þú segir (sjá 28) – til hvers þá að segja það ?

    Og við vitum svo sem allir að það er ekkert öruggt í þessum heimi, hins vegar þarf að byrja á að styrkja liðið, einn maður í einu og þá vonandi verður þetta gott á endanum.

    Liðið þarf að styrkja en það er ekki handónýtt.

  52. @ 64…

    Ert þetta þú sjálfur Stevie ? Góður Íslenskunni eða Google translate að svín virka.

    Bið að heilsa Alex Curran og [ritskoðað, við líðum ekki skítkast eða níð á þessari síðu. – KAR].

  53. Ég ætla að leyfa mér að lýsa undrun minni á því að menn vilji fá hér inn Mark “Dirty Harry” Van Bommel og Phillipe “Ball-watching” Meixes!

    Hvað í ósköpunum eiga þeir að laga? Við erum með fullt af miðjumönnum í þessu liði okkar. Lucas, Gerrard, Spearing, Poulsen, Meireles og Cole, jafnvel Maxi, Shelvey og Pacheco eru allir inni á miðju. Þegar við höfum náð að stilla upp Lucas, Gerrard og Meireles þá fara þar menn sem eru ALLIR miklu betri en Van Bommel og bara ekki nokkur ástæða til að fá leikmann á þessu stigi ferilsins inn í hópinn.

    Meixes er alltof mistækur til að vera í toppliði og er allavega einu númeri of lítill í ensku deildina að mínu mati. Hann er 29 ára gamall í mars og er á sínum ferli ekki búinn að eiga fast sæti í franska landsliðshópnum og aldrei verið í þeirra hóp á stórmóti. Hann er ekki svarið að mínu mati. Við þurfum betri leikmenn en þessa tvo.

    Svo aðeins að Hodgson. Það er auðvitað bara barnaskapur að láta eins og ekkert breytist með honum. Bara að bera frammistöðu liðsins í gær saman við frammistöðuna gegn Bolton, Wolves eða Blackburn elskurnar. Svo bara að sjá andlit leikmannanna í gær, sjáum t.d. muninn á Torres. Svo er bara að lesa það sem Torres og Kuyt hafa sagt síðustu daga og ekki síst núna eftir að þegar er komið í ljós að Agger var á leið frá félaginu en KD hefur sem betur fer snúið þeirri vitleysu við og svo því að Johnson er sennilega á nákvæmlega sama stað og Agger. Hodgson náði ekki einu sinni að byggja upp “sína” leikmenn, því nú er KD að tala um að það þurfi að byggja upp leikmenn sem stuðningsmennirnir hafi ekki alveg trú á, pottþétt þar verið að tala um Konchesky og Poulsen, jafnvel Cole.

    Mér finnst leitt að sjá það að hér sé verið að láta eins og við höfum að ástæðulausu bara “ráðist á” Hodgson. Það er fjarstæða. Við hins vegar misstum þolinmæðina á St. James’ Park og frammistöðurnar eftir það skipbrot sýndi mér allavega að það var FULLKOMLEGA ljóst að RH réð ekki við verkefnið, því hann einblíndi á sitt kerfi þó það væri augljóst að hann væri ekki með leikmenn í það! Sem betur fer áttuðu eigendurnir sig á þessu og það mun koma í ljós á næstu vikum.

    Að leikmannamálum aftur. Darren Bent á 18 millur arga allir! Þetta er bara í hnotskurn yfirborgaður leikmannamarkaður í Evrópu. Darren Bent er að mínu mati mjög góður leikmaður sem ég vildi sjá í okkar hópi. Ef mig langar í alvöru leikmann sem hefur sannað sig þá verður að borga. Það er bara “fact of life” í nútímanum og eitthvað sem FSG átta sig örugglega á. Berbatov er auðvitað ekki 35 milljón punda virði, eða Robinho 36 milljóna. En þetta setur í samhengi staðreyndina á því að FSG ætla að eyða 20 milljónum í janúar. Það er annað hvort 2 miðlungsmenn eða einn alvöru og eitthvað með. Þess vegna finnst mér ekki ólíklegt að sjá Suarez og Warnock kostina í janúar.

    (Núna er slúðrað um að Babel fari til Ajax sem hluti af greiðslu fyrir Suarez – styð það)+

    Það þarf að hreinsa launalistann á Anfield af yfirborguðum prímadonnum og fá eitthvað inn í kassann líka í breyttu regluverki um fjármál félaga.

    En þar liggur líka kannski möguleiki núna. EF Aston Villa kaupa Darren Bent á 18 milljónir þurfa þeir líka að losa um launaseðilinn og selja menn. Þá vill ég sjá Ashley Young á diskinn minn!!!

  54. Rosalega eru sumir menn barnalegir í garð MW, hvað með það þó hann sé United maður? Það stendur hvergi að hér megi aðeins Liverpool menn skrifa á þessari síðu og oftast hef ég mjög gaman að MW þó einstaka sinnum skjóti hann nokkuð cheap á okkar menn en let’s face it 99% þeirra sem hér skrifa hafa gert það við leikmenn og stjóra annarra liða.

  55. MW (#65) – Er ekki í lagi með þig? Ég ritskoðaði ummæli þín #65 því við líðum ekki skítkast eða níð á þessari síðu, hvað þá ógeðslegasta orðróm síðari ára frá Manchester í garð fyrirliða Liverpool. Ég myndi ekki leyfa þessum orðum að standa ef þau væru rituð hér um Neville eða aðra United-menn, hvað þá Gerrard.

    Endilega haltu þig réttu megin við strikið. Það er gaman að fá United-menn með málefnalegar skoðanir hér inn en ef þú reynir þetta tiltekna skot – eða einhver önnur sem minna gáfuðum United-stuðningsmönnum þykja fyndin – á einhvern leikmanna Liverpool banna ég þig.

    Höldum umræðunni á mottunni. Verum ósammála, ræðum málin, höldum skítkasti og persónuníði fyrir utan þetta.

  56. Það mun ekkert gerast í janúar. Liðið verður jafn ömurlegt áfram og við endum í 8-14 sæti. Svo vonandi verða lélegu leikmennirnir seldir í sumar þar að segja Martin Skrtel, Konchesky, Jovanovic, Poulsen, N’Gog.

    Kelly verður að vera bakvörður nr.1 og Johnson á að spila á hægri vængnum. Þá lagast heilmikið í leik liðsins.

    Eftirfarandi hópur gæti náð fínum árangri út tímabilið gegn því að allir haldist heilir og þetta yrði byrjunarliðið. Reina,Kelly,Carra,Agger,Aurelio,Johnson,Meireles,Lucas,A Young(kaupa hann)annars Joe Cole, Gerrard og Torres.

    Aðrir eiga helst ekki að koma nálægt liðinu.

  57. Er einhver til í að senda mér “trú á Aurelio” – töflur strax!

    Mig vantar þær svo, finnst ákaflega lítið hafa sést til hans síðustu þrjú ár…..

  58. @ 68 KAR..

    Ok…Bíddu við, er einhver orðrómur í gangi um [Ritskoðað! Hvað er að þér?! – KAR]?

  59. LOL…Ok…fór á netið….Þetta er bara fyndið….ég þarf að kaupa áskrift að einhverjum slúðurblöðum…..Sorry

  60. Sælir félagar. Ég vill byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að halda þessu litla samfélagi á kop.is gangandi. Nú er ég búinn að vera að fylgjast með umræðunum hérna í nokkurn tíma og hef haft gagn og gaman að. En bæði hérna á kop.is og Liverpool.is verður maður oft var við “óþarfa” árekstra liv.og manu. stuðningsmanna sem maður skilur lítið í. Liv/Utd.-rígurinn er klassískur og oft á tíðum stórskemmtilegur, ef menn halda sig réttu meginn við línuna. Berum virðingu fyrir andstæðingnum og áfram með skemmtilega umræðu!
    YNWA!

  61. Stewart Downing? Er það málið? Mér hefur aldrei fundist hann sýna mikið.

  62. Downing er LJÓSÁRUM á undan öllum öðrum örvfættum leikmönnum okkar og hefur átt mjög gott tímabil í slöku liði Aston Villa.

    Vildi frekar fá Young en Downing er góður kostur líka!

    Svo megum við ekki gleyma “homegrown” reglunni, í dag eigum við bara 2 laus pláss fyrir leikmenn sem ekki eru í þeirri deildinni og þurfum að laga það líka…

  63. Já það er líklega rétt hjá þér Maggi. Við þurfum líka leikmenn í þetta lið sem eru vængmenn að upplagi og þeir eru nú af skornum skammti í hópnum núna.

  64. Sjáiði fyrir ykkur Torres og Suarez með endurfæddan Captain Fantastic og massaðan Meireles fyrir aftan sig ?

    Já, takk !!

  65. Mér finnst það hæpinn mælikvarði á getu Mexes að hann komist ekki í landsliðshóp frakka á stórmótum. Frakkar hafa úr mjög mörgum góðum miðvörðum að velja. Ef við setjum þetta svo í samhengi að þá eru ekki margir þesskonar leikmenn í boði í Janúar “glugganum”. Mexes er alltaf í mínum bókum betri leikmaður og líklega tvöfalt betri leikmaður heldur en Skrtel og Kyrgiakos til samans og mundi því styrkja liðið mikið að mínu viti. Ég mundi ekki slá hendi á móti Mexes og Agger saman í miðri vörninni. Spurningin er bara hvað mun hann kosta? Cahill og Shawcross verða ekki ódýrir ( bara dæmi um varnarmenn sem margir viðast vilja ) og það kæmi mér á óvart ef þeir yrðu seldir nú í janúar. Mexes er jú að verða 29 ára en það hafa eldri varnarmenn en það verið keyptir til liðsins.

  66. Federico Smith (#79) spyr:

    „Er þá MW endanlega horfinn af síðunni? Bara sisona?“

    Bara sisona. Lögreglan fer í málið, þetta er núna mannhvarf.

    Neinei, yfirleitt þegar við bönnum menn þýðir það að við lokum á þá frá umræðum á síðunni. Stundum eru þau bönn varanleg, annað hvort ef menn gera eitthvað sérstaklega mikið af sér eða ef menn halda áfram eftir bannið að vera með rugl (eins og t.a.m. að senda hótunartölvupósta á ritstjóra síðunnar, bara dæmi) en stundum hafa menn beðist afsökunar eða sýnt einhverja iðrun og þá kannski leyfum við mönnum að kæla sig aðeins og hleypum þeim svo inn aftur.

    Ef einhver er óánægður með að vera bannaður er alltaf hægt að senda mér eða Einari Erni tölvupóst (kristjanatli eða einarorn hjá gmail) eða skrifa ummæli á síðuna. Ummælin birtast ekki að sjálfsögðu þar sem viðkomandi er í banni en við sjáum þau í stjórnkerfinu og getum brugðist við skilaboðum þaðan ef menn vilja gefa til kynna að þeir ætli að nota bæði heilabúin áður en þeir kommenta framvegis.

    Hvað MW varðar þá varaði ég hann við og hann ögraði því jafnharðan. Fékk því verðskuldað rautt spjald. Það olli mér talsverðum vonbrigðum þar sem það er ekkert sérstaklega algengt að við fáum hér inn United-menn sem vilja virkilega ræða málin á málefnalegum grundvelli. 99% þeirra United-manna sem koma hér inn gera það bara til að núa salti í sárin af því að þeirra lið er betra en okkar lið. MW hafði sýnt vilja til að taka þátt í umræðunum síðustu vikurnar og því ekki verið ritskoðaður, þótt eðlilega hafi sumar skoðanir hans farið í skapið á eldheitum Púllurum. En í dag braut hann reglurnar og kaus að brjóta þær svo strax aftur eftir viðvörun. Því miður.

    Allavega, aftur að umræðunni. Stewart Downing er fínn leikmaður. Ef við erum að kaupa súperstjörnu í Suarez finnst mér mjög skynsamlegt að kaupa mann eins og Downing með. Bæði af því að hann uppfyllir heimalningakvótann en líka af því að hann þekkir ensku deildina og ætti að geta komið með tafarlaust góða innkomu í aðalliðið okkar og eignað sér vinstri vængstöðuna, sem myndi á móti kannski létta aðeins pressunni á Suarez rétt á meðan hann fótar sig.

    Ég vona að báðar fréttir reynist réttar. Maður hefði kannski viljað Ashley Young frekar en Downing en ef verið er að forgangsraða og eyða stórfé í Suarez og svo aðeins ódýrara í Downing frekar en önnur stórútlát fyrir Young (t.a.m. til að hægt sé að setja pening líka í kaup í öðrum stöðum í janúar) þá er það í lagi mín vegna.

  67. 66 :

    Skildi ég þig rétt Maggi, ertu að halda því fram að ‘Meixes’ sem þú kannt ekki einu sinni að stafsetja rétt, sé miðjumaður?

    Mexes er afburða miðvörður, langt um betri en allir varnarmennirnir sem eru hjá Liverpool í dag, en greinilegt er að þú hefur ekki fylgst með honum náið. Annars skil ég ekki umræðu um Mexes, hvers vegna í ósköpunum ætti hann að fara til Liverpool? Hann er að ganga frá nýjum samningi við Rómverja sem eru ljósárum á undan Liverpool í dag.

  68. Það er rétt, hvorki Mexes né Mertesacker eru að koma til Liverpool nú í janúar “glugganum”. Maður vonar bara að með tilkomu nýrra sóknarmanna sem ætti að leiða af sér fjölbreyttari sóknarmöguleikum hjá Liverpool sjái andstæðingarnir ástæðu til að létta aðeins pressuna á vörn Liverpool og þá ættu þessir sleðar þar því að fá meiri tíma til að athafna sig.

    Stewart Downing er þokkalegur vængmaður af gamla skólanum “hugs the line” og hefur okkur vantað svona leikmann frá því að Riera fór. Ég sá alltaf eftir Riera því þesskonar leikmenn teygja vel á vörnum andstæðinga og er ég hrifin af því. En mig minnir nú að Downing hafi nú oft verið í vandræðum með skrokkinn á sér þ.e. meiðsli plaga hann nokkuð oft.

  69. Æi, mér finnst nú menn vera að hampa MW full mikið hérna á köflum, þó hann hafi náð að missa frá sér nokkra pósta sem voru nokkuð málefnanlegir og ekki með tóm leiðindi.

    Hann er líka búinn að vera með fullt af skítaskotum og kommentum, og ég var orðinn hundleiður á honum, fyrir mitt leyti.

    En varðandi leikmannamálin, þá er nú eitthvað sem segir mér, að það verði farið verulega rólega í þau mál, núna í Janúar. – Ég vona auðvitað að við náum að kaupa eitthvað, en það er líklegra en hitt að menn bíði fram á sumar með öll kaup, sem eru ekki beinlínis hugsuð til þess að veita okkur lífsbjörg bara.

    Insjallah…

    Carl Berg

  70. Fyrst að Aquilani er ekki á leiðinni aftur til okkar er þá ekki sniðugt að ganga frá þeirri sölu til Juventus núna? Gætum alveg fengið +10 mills fyrir hann.

  71. Nú er Darren Bent kominn í samningaviðræður við Aston Villa og kaupverðið er 18 milljónir, en getur hækkað uppí 24 eftir hversu vel honum gengur. Fer maður þá ekki að halda að þeir þurfi að selja leikmann til að eiga fyrir þessu og launum ? Segi að NESV/FSG bjóði ekki seinna en strax í Stewart Downing og klári saminga við hann og Suarez bara í þessari viku.

  72. Fáum að sjá Glen Johnson með nýja klippingu næstu helgi skv twitter, held að það verði eina breytingin sem verður í janúar á leikmannahópnum því miður. Væri til í að sjá menn á borð við Haangeland eða svipaða týpu, svo mætti prófa að stilla GJ upp sem kanntmanni, og láta Kelly sjá um bakvörðinn..

  73. Það er nákvæmlega “ritskoðun” sem þessi sem gerir http://www.kop.is jafn góða of raun ber vitni. Ég held að hver ein og einasta vefsíða á íslandi sem getur lært ýmislegt af því hvernig KAR og EÖE ritstýra þessari síðu.

    Ég, af öllum, skil mætavel að menn hafi skoðanir og vilji tala um fótbolta. En að fara á stuðningsmannasíður annara liða skil ég barasta ekki.

    @86Halli

    Flott mál að þú viljir stafetja rétt. en kommon?

  74. eru einhverjar staðfestar fréttir að LFC séu komnir í viðræður við ajax um suarez?

    ég er búinn að sjá fullt af miðlum tala um þetta en enga official….. en það er strax komið á official síðuna að fyrirspurn hafi verið send til aston villa útaf downing….. og nú spyr ég fróðari menn hvort þeir hafi lesið sér eitthvað til um hvort þessar “viðræður” eigi við rök að styðjast?

  75. Doddijr, það er ekkert um það á officially (nema í slúðurhorninu að við séum að ræða við Ajax eða Villa um viðkomandi leikmenn).

    LFC gefur aldrei neitt út um leikmannamál opinberlega nema það sé komið á það stig að búð sé að samþykkja kauptilboð eða sölutilboð.

  76. Nú veit ég ekkert hvað MW sagði þó auðvitað hafi ég ákveðin grun um það, en hvernig er það má ekki segja neitt slæmt um Steven Gerrard en það mátti drulla all hressilega yfir Roy Hodgson og voru síðuhaldarar þar ekki barnanna bestir? Margt virkilega ógeðslegt og misgáfulegt sem þar var ritað. Fór bara að velta þessu fyrir mér því eins ágæt og ritskoðun er þá missir hún algjörlega marks ef ekkert samræmi er í henni.

    Að umræðunni, þó auðvitað skilji ég Downing kaupin þá finnst mér þetta virka eins og enn og aftur þurfum við að sætta okkur við annan kost. Það þarf engin að segja mér að Downing sé á undan Young á óskalistanum og verðið á Young ætti ekki að vera svo gríðarlega hátt útaf hve lítið hann á eftir af samningi. Suarez og Young vill ég fá og ekkert væl 🙂

  77. Ég þoli ekki svona silly season.
    Geri ekkert annað en að refresha fótbolta síður allan mánuðinn í von um góðar fréttir bara til að sjá lítið sem ekkert ske.

    Af þeim orðrómum sem eru í gangi finnst mér Suarez rómurinn vera sá sem kemst næst því að kreysta út bros hjá mér þessa dagana.
    Ef KD spilar svipað/sama kerfi og á Sunnudaginn sé ég hann vel virka sem vinstri kannt framherji (sú staða sem Babel ætti að spila week in week out en hefur ekki náð að eigna sér) og hljómar það vel í mín eyru að Babel verði notaður sem skiptimynt þar á milli.

    Varnarlega verðum við að skoða miðvarðarstöðuna, hvort sem við myndum fá inn unga varaliðsmenn í liðið eða kaupa þá er það lang séð að Agger/Herkúles/Carra + Skrtlator er bara ekki að virka. 5ta flokks varnarmistök leik eftir leik sem virðist oftast hægt að skrifa bara á einn miðvörð er bara ekki að fara að skila liðinu í EL hvað þá CL.

    “Drauma” (þeas FM2011) innkaupin mín fyrir þennan glugga væru:
    Suarez
    Downing / Young
    Cahill / Hangeland / Mertsecker.

    Vinstri bak er svo höfuðverkur fyrir sumarið.

    Kveðja
    Björn Æ.

  78. Suarez – Young og Hangeland !!!! Hangeland er lang bestur af þessum miðvörðum sem menn eru að nefna herna. rosalega góður í loftinu í sókn og vörn og hann er alveg gríðalega yfirvegaður og góður á boltan og hann ætti að fást á sanngjarnan pening ! svo segi ég Suarez því hann er fáranlega hæfileikaríkur og alltaf Young því hann er miklu betri en Downing.. ég vil frekar sjá Maxi eða Cole á vinstri heldur en Downing.. þið vitið það hann er ekki í topp klassa enda hefur ekkert stórt lið gert tilboð í hann öll þessi ár sem hann hefur verið úrvalsdeildinni

  79. Sælir félagar

    Ég mun ekki gera þau mistök aftur að mæla með Muara hér inni. Maðurinn virðist hafa siglt undir fölsku flaggi. Látið dátt en hugsað flátt. Menn af hans sauðahúsi missa sig altaf
    i skítinn að lokum. “Svínin eru kóngar í drafinu og enginn fær gert við því” sagði nóbelskáldið á sínum tíma sem Hörður Torfa gerði frægt. Leyfum þeim að veltast þar í sínum svínastíum og lokum þau þar inni.

    En að öðru sem skiptir meira máli. Ég er eldheitur Suarez maður og einnig hefur mér fundist Downing vera spila vel í vetur. Væri til í að sjá þá í okkar liði. Tjái mig ekki um aðra, hvorki til lofs né lasts.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  80. Halldór Bragi (#95) spyr:

    „Nú veit ég ekkert hvað MW sagði þó auðvitað hafi ég ákveðin grun um það, en hvernig er það má ekki segja neitt slæmt um Steven Gerrard en það mátti drulla all hressilega yfir Roy Hodgson og voru síðuhaldarar þar ekki barnanna bestir?“

    Það má alveg segja allt slæmt um Gerrard, alveg jafnt og segja mátti allt slæmt um Hodgson. En skítkast og níð er ekki liðið á þessari síðu. Við hendum slíku út, hvort sem það er út í Hodgson, Gerrard eða einhverja aðra.

    Hér inni hafa menn verið mjög duglegir að gagnrýna Hodgson mjög harkalega. Í dag var MW með skítkast og persónuníð út í Steven Gerrard. Það er ekki mitt vandamál ef þú sérð ekki muninn.

  81. Persónulegt skítkast var daglegt brauð útí Hodgeson þar sem hann var kallaður öllum illum og ljótum nöfnum, manni blöskraði oft á tíðum….þannig að nei, ég sé ekki muninn, en ef þú hefur nennu og tíma máttu endilega útskýra hann þannig að ég þurfi ekki að spá frekar í þetta.

  82. Ég skil ekki hver hefur það “nerve” að dissa síðuhaldara. Þeir eru að halda úti bestu íþróttasíðu á landinu og þeir mega segja og gera það sem þeim sýnist að mínu mati. Ekki myndi ég nenna að gera það sem þeir eru að gera okkur að kostnaðalausu. Bara keep up the good work strákar!

  83. Æi hvað það gleður mitt stóra Liverpoolhjarta að MW skuli ekki lengur vera meðal vor.
    Fowler blessi minningu hans..

    Málefnalegur eða Manchester united málaliði eða whatever þá finnst mér að MW eigi bara að vera á stuðningsmannasíðu síns liðs ef það er til,stórefast reyndar um að scum fylgjendur séu á annað borð það gáfaðar skepnur að vera með almennilegt spjall-þeir eru amk stuðningsmenn manu sem segir meira en mörg orð.

    Ég væri alveg til í Downing,hefði mest viljað fá hann áður en hann fór í Villa. Okkur sárvantar menn sem geta skeiðað upp kantana og sent Góðar en ekki óðar sendingar fyrir.

    Engin að hrósa nýju eigendunum okkar….. Ég held að við höfum dottið í lukkupottinn með þessa menn. Allt sem þeir hafa gert hingað til styð ég 1000% og er mikið spenntur fyrir framtíðinni.

    YNWA Henry og Co

  84. blessaður mummi og takk fyrir svarið…..

    það er oft þannig að innanbúðarmenn staðfesta ef viðræður eru komnar í gang einsog virðist vera með downing þar sem er staðfest frá báðum liðum að fyrirspurn hafi borist frá LFC og einnig að það sé búið að samþykkja tilboð í darren bent…….

    de boer hefur sagt það að hann geti ekki haldið í suarez….vona að umbinn hans (og torres) sannfæri hann um að spila við hlið torres:)

  85. Babel vinur okkar slapp bara nokkuð vel í þetta skiptið!

    Liverpool forward Ryan Babel has been given a £10,000 fine and warned as to his future conduct by the FA today.
    http://www.goal.com/en/news/9/england/2011/01/17/2310311/ryan-babel-handed-10k-fine-warning-by-fa-after-howard-webb

    Annars er ég alveg sammála um að við ættum að skoða norska risann betur þótt hann sé 29 ára gamall, hefur sannað sig að varnarmenn geta alveg verið sprækir til 35 ára aldurs þannig að 5-6 ár fyrir mann sem færi nú á ekkert alltof mikinn pening væru bara frábær kaup.

    Annars skil ég ekki þetta ef satt reynist að taka slakari kanntarann af séra houllier vini okkar, miðað við hvað hann elskar félagið hlýtur hann að vilja gefa okkur bæði Downing og Young á 10 millur;) en annars væri ég nú meira til í Young heldur en Downing

  86. Maður sem gerir óspart grín að minni máttar eins og fötluðum er og verður aldrei það sama og nokkrar drullur yfir leikmenn og þjálfara. Ánægður með forsvarsmenn síðunnar eins og alltaf þið eruð hetjur strákar og takk fyrir metnaðinn!!

  87. hehe hefði nú átt að lesa fleiri fréttir en hér eru báðir kanntarar Villa orðaðir við okkur og við eigum að hafa spurts fyrir um þá báða eftir að fréttist af tilboðinu í Bent.

    Legg nú ekki mikið í svona slúður frá Metro þar sem ég þekki það ekki nógu vel til að leggja mat á það en virðist nú vera slúður en til þess er þessi þráður.

    http://www.metro.co.uk/sport/football/852919-liverpool-make-approach-for-ashley-young-and-stewart-downing

  88. Halldór Bragi – fyrir það fyrsta er þetta þeirra bloggsíða og þeir stjórna því nákvæmlega hvað fær að hanga inni og hvað ekki. Ef menn eru svona miklir vinir málfrelsis þá er tíma þeirra e.t.v. betur varið annarsstaðar (kanski á stjórnlagaþingi að vinna í endurbótum á stjórnarskrá vor ?).

    Það eru til tugir ef ekki hundruð íslenskra síðan um fótbolta, hvort sem það séu official stuðningsmannasíður – spjallborðssíður eða fréttasíður. Það eru flestir sammála um það (og á það við um stuðningsmenn annarra liða einnig sem hafa komið hér inn) að þessi síða ber af. Hvers vegna er hún betri en aðrar ? Það hlýtur að vera vegna þess að utanumhaldið sé betra en annarsstaðar og þar af leiðandi haldast “fastagestir” hér lengur en annarssstaðar. Ég skrifaði á Liverpool.is hér í den – bæði á síðuna sjálfa sem og spjallborðið, eins og svo margir aðrir sem eru viðloðnir þessa síðu – ástæða þess að ég fór þaðan var einfaldlega vegna þess að gæðastimpillinn á umræðunni þar fór niður á við. Það var eins og meðalaldur spjallverja hafi lækkað um 10 ár og mörg “diss” stuðningsmanna annara liða sem áttu ekkert skylt við umræðunna fengu að hanga inni osfrv. En það er annað mál.

    Það sem MW sagði hér að ofan um Gerrard á engan vegin rétt á sér – ekki það að mér hafi blöskrað eitthvað persónulegra. Ég sé bara ekki tilganginn í því að leyfa svona ummælum að hanga inni og þar með setja fordæmi fyrir slíku. Hvað þá þegar það kemur frá stuðningsmanni annarra liða. Ég til að mynda er ekki inná manutd.is að tala um ömmufettis Rooney & hans tómstundargaman sem hann stundaði með eiginkonuna ólétta heima, og leyfi mér að stórefast um að slík umræða og comment fengi að hanga lengi inni.

    Hvað varðar muninn á þessum ummælum MW og þau sem voru látin falla um RH þá er e.t.v. ekki mikill munur. Aftur á móti voru ýmsir aðilar áminntir þegar allt var í hvað mestu látunum undir stjórn RH, m.a. fyrir að kalla manninn viðrini. Þeir hinir sömu komu ekki aftur inn þremur mínútum síðar og héldu áfram þrátt fyrir “hótun” um bann.

    Svo að ég haldi áfram þessari ritgerð minni – ég skil ekki þessar týpur sem hoppa hæð sinni af bræði vegna þess að málfresli fær ekki að lifa á einherju stuðningsmannasíðu sem haldin er úti og sótt af einhverjum pappakössum á íslandi. Það eru hundruð síður þarna úti, mönnum er alltaf frjálst að nota rammann þar sem stendur “http://” fyrir framan Liverpool merkið og skrifa urlið á einhverri annarri síðu sem ekki særir blygðunarkennd þeirra – já eða þrýsta á “rauða X-ið” efst uppi í hægra horninu ef þeim er alveg nóg boðið, farið svo og haldið áfram að blogga við fréttir á mbl.is.

  89. Leitt með MW þó hann sé Manchester United fan hann kom oft með ágætis comment,mér finnst í lagi að stuðningsmenn annara liða komi hingað á kop.is og segi sínar skoðanir ekkert nema gott um það að segja,en ég er sammála kristjáni atla ”ekkert skítkast eða níð um liverpool” það er lámarks krafa,,,vonandi fer eitthvað að ske með leikmanna málin það væri gott að fá suarez og downing í þessum glugga,einnig bráðvantar okkur miðvörð,þá væri ég til í að fá cahil frá bolton(sorry ef ég skrifa vitlaust nafnið)ef ekki núna þá í sumar,einnig vill ég að wilson fari að fá tækifæri hjá Dalglish,þeim meistara.

  90. Slapp babbel vel!! Mér er það óskiljanlegt hvernig hægt er að sekta manninn fyrir þetta. Gera menn einhvern skriflegan samning við enska sambandið um að þetta sé bannað eða á ég von á sekt frá sambandinu ef ég geri slíkt til sama. Það er tjáningar fresli og efast ég um að þetta standist nokkur lög.

  91. Eyþór, þú ert algjörlega að misskilja pointið(og afhverju er manni alltaf sagt að fara bara eitthvað annað ef maður vogar sér að vera ósammála einhverju?…er skoðunarfrelsi ekki liðið hérna eða???). Ég er alveg sammála um ágæti þessarar síðu, engin spurning að hér er margt gott verk unnið. Þú lætur eins og ég sé einhver óvinur síðurnnar afþví að ég voga mér að gagnrýna einn hlut, og það ekki á nokkurn hátt dónalega. Hér inni eru ákveðnar reglur sem Kristján Atli talar um, og er það vel, en það virðist vera sem svo að það sé í lagi að brjóta þær svo framarlega sem það hlotnast skoðunum síðuhaldara. Það finnst mér kjánalegt og setur ákveðinn einræðisvaldsstimpil á þessa síðu sem mér finnst leiðinlegt því ég efa að það sé hugmyndin hjá þeim félögum að setja sjálfan sig uppí einhvern fílabeinsturn og horfa niður á sótsvartan almúgan með niðrandi augnaráði. Ef það á að vera ákveðin regla í gangi, eins og þeir félagar segja, þá á hún væntanlega að gilda yfir allt, ekki satt? Ég er sammála reglunni sem slíkri, ég er bara ekki sammála því hvernig hún virðist notuð eftir hentuleika síðuhaldara.

    Nú getur líka vel verið að þetta hafi verið algjörlega ómeðvitað hjá þeim og þá er ekkert annað en að viðurkenna það og reyna passa þetta betur næst….og allir eru ánægðir 🙂

  92. reina
    kelly-carragher-agger-johnson

     lucas- gerrard-meireles
    
     kuyt - torres -suárez
    

    hvernig líst mönnum á þetta, mér finnst þetta vera svona besta lið liverpool þessa dagana maxi mætti vera hérna en samt finnst mér að kuyt sé búinn að vera betri þótt að argentínumaðurinn sé búinn að vera fínn þetta tímabil.

  93. Mér finnst Manchester United vera skrifað með of stóru letri. Er ekki hægt að fara niður í 2 punkta?

  94. @ Aron: Það er enginn Suarez í Lfc svo “þessa dagana” get ég ekki sagt að þetta sé sterkasta lið Liverpool.

  95. Sammála 109. Finnst hann bara hafa sloppið afar illa, enda næstum 2 milljónum fátækari.

  96. @ 111

    ég veit það eigilega ekki. Ég er alveg skíthræddur við þetta miðvarðarpar af þeirri ástæði að Carra er orðinn gamall og hægur og Agger er meiðslapési. Eitt af því sem á að einkenna góðann miðvörð er að hann á að spila í nánast hverri einustu viku. Ég vil að Liverpool losi sig við Skrtel og Agger og kaupi einn solid miðvörð í staðinn, tel að Wilson ætti að fara verða fær um að taka meiri ábyrgð sem og Ayala.

    Hvað miðjuna varðar þá vantar sárlega meiri gæði. Jú Meireles getur skotið en ég tel hann ekki vera leikmann sem hefur hæfileikana til þess að koma með sendingar sem breyta leikjum. Einnig er ég þeirrar skoðunar að Kuyt gerir meiri skaða heldur en gagn, ég meina hann gæti ekki tekið mann á til þess að bjarga lífi sínu! Annars er ég mjög hrifinn af því ef Suarez kemur, hvernig er annað hægt? 49 mörk í 48 leikjum segja alla söguna sama hvaða deild það er! 🙂

  97. Ég er mjög forvitin að fá að vita nákvæmlega hvað MW sagði um Gerrard.

  98. Ég er alveg hæst ánægður með það að Liverpool sé í viðræðum við Ajax um Suarez og vona að þær séu bara komnar langt á leið. Þetta er mjög góður leikmaður sem á eftir að taka næsta skref í að sanna sig sem heimsklassa leikmaður og ef hann myndi ná að fara á næsta level hjá Liverpool þá yrði það frábært, Torres tókst það og ég hef fulla trú á að Suarez gæti það líka.

    Það eru þessi kaup sem ég held að liðið, stuðningsmenn og jafnvel bara leikmennirnir sjálfir þurfa að sjá á þessari stundu. Þeir þurfa að sjá að þrátt fyrir lægðina þá er Liverpool enn risa stórt og getur keppst við flest öll önnur lið um eftirsóttustu og heitustu bitana á markaðnum. Þetta yrði mjög mikil “state of intent” kaup hjá FSG ef þetta gengur í gegn.

    Mér finnst það ekkert fara á milli mála að það vantar 4-5 leikmenn í byrjunarliðið hjá Liverpool eins og staðan er í dag, þessir menn eru ekki að fara að fást allir núna en ef okkur tækist að næla í einn eða tvo og svo jafnvel fá einhvern eins og Stephen Warnock á láni þá yrði breiddin, styrkurinn og liðið mikið sterkara.

    Ég verð að viðurkenna það, og eflaust ekki allir á þeirri skoðun, að ég er mjög spenntur yfir Stewart Downing og hef alltaf hrifist af honum. Á alveg ósamkynhneigðan hátt! Ef það ætti að bjóða mér að velja á milli Downing og Ashley Young, þá myndi ég örugglega velja Young en þar sem að hann er nú að öllum líkindum rosalega over prized þá held ég að Downing gæti orðið betri kostur fyrir Liverpool. Töluvert ólíkir leikmenn, Young er meira fyrir að “cutta inn” á miðsvæðið en Downing fer meira upp kantinn og straujar inn í teiginn; leggur upp og skorar nokkur. Eitthvað sem okkur vantar einmitt; breidd á kantinn og mörk þaðan.

    Ég er orðinn spenntur fyrir glugganum þar sem að það virðist sem að FSG og Liverpool ætla að keyra þetta áfram af krafti núna enda ekki seinna vænna. Okkur vantar sterkari aðalliðsmenn inn og meiri breidd, vonandi náum við að bæta í og ef að ungu leikmennirnir eins og Spearing, Shelvey og síðast en ekki síðst Kelly halda áfram að nýta tækifæri sín svona vel þá er það frábært. Við eigum ekki að þurfa að horfa á unga leikmenn sem eru hent í liðið vegna þess að þess er nauðsyn, krossleggja fingur og vona að þeir eigi eftir að geta eitthvað. Við eigum að vera með sterkt lið og ef þessir ungu strákar eru nógu góðir þá komast þeir í liðið á sanngjarnan og góðan hátt, líkt og Kelly hefur verið að gera. Hann hlýtur nú að fara að vekja athygli Fabio Capello fyrir landsliðið, annað væri nú skondið þar sem hann er nú að halda aðalhægri bakverði landsliðsins úr sinni stöðu og kannski að hirða hana alveg af honum.

  99. 113 það strokaðist hellingur allt sem ég var búinn að skrifa í 5 mínútur nennti ekki að skrifa það aftur ruglaðist bara aðeins…

  100. Suarez = já, takk. Líst mjög vel á hann. Held við þurfum svona týpu í liðið. Hins vegar líst mér ekkert á Downing. Höfum nóg af miðlungsleikmönnum í liðinu. Þurfum meiri gæði. Sé ekki Downing koma með þau. Myndi miklu frekar vilja að við snérum okkur að Ashley Young af fullum þunga. Hann myndi styrkja okkar lið til muna.

  101. Claudio Ranieri tekur hugsanlega við Liverpool næsta sumar skv.fótbolti.net. Hvernig líst mönnum á það.

  102. Spurning hvort það hafi verið kjaftæðið um unglinga stelpuna sem var í gangi um að hann hafi barnað?

  103. 120:

    Ranieri er að þjálfa Roma og King Kenny er að þjálfa LP… svo ég get ekki hugsað hvað mér finnst um að hann taki við LP?

  104. Eins og staðan hjá okkur í dag er þá held ég að menn geti ekkert verið að setja sig eitthvað á móti Downing því að hann er eins og Messi miðað við kantmennina sem við eigum í dag.
    Ég man það áður en Milner fór til Aston Villa þá spurði ég fólk hvort þeir vildu ekki fá hann til okkar frá Newcastle og fékk oftar en ekki nei, ég væri til í að fá að heyra svör þeirra í dag.
    Downing er kominn með 5 mörk í deildinni núna og eitthvað af stoðsendingum og því vonast ég til þess að fá hann til okkar.
    Þetta er ekta kantmaður sem er bestur í því að drippla framhjá varnarmönnum og dæla boltum í teiginn.

    Suarez og Downing og þá förum við að tala saman.

  105. A source at Ajax said: “He has a contract here until 2013 and he doesn’t want to move.

    “He wants to be a champion for Ajax which is what we hope to achieve. In the summer? We’ll deal with it then.

    “Have we had any bids? Not yet. It will have to be an attractive bid too.”

    @118 ,Þetta er mjög líklega bara bull, alger þversögn á það sem hefur verið gefið upp í viðtölum hingað til….

  106. já nákvæmlega yussi…….

    ég vona að þetta sé bull og einsog hvað sögurnar eru búnar að vera heitar um að viðræður séu komnar í gang og þessi yfirlýsing sé úr lausu lofti gripin og að suarez verði kominn í rauðu skyrtuna fyrir helgi:)

  107. Claudio Ranieri NEI TAKK
    LFC and Ajax only 4 million apart in terms of a deal….

  108. Miðað við vonbrigðin seinustu leikmannaglugga þá óttast ég að það sé ekkert á bakvið þetta.
    Ef þetta klárast ekki á morgun eða miðvikudaginn þá fer ég að halda að þetta sé bara slúður.

  109. TonyBarretTimes Tony Barrett
    Suso & Conor Coady promoted to Melwood today by Dalglish. Well deserved. Youth really getting a chance now.

    Greinilegt að Dalglish ætlar að gefa kjúklingunum séns á að sanna sig. Virkilega jákvætt.

  110. Það ætti að banna svona lúða eins og Lýðinn hérna fyrir að vera valdur að því að ég fékk hland fyrir hjartað þegar ég las lygina hjá honum !

  111. Það ætti að banna svona lúða eins og Lýðinn hérna fyrir að vera valdur að því að ég fékk hland fyrir hjartað þegar ég las lygina hjá honum !

    Á ég kannski að fela myndina aftur svo menn smelli á linkinn? (“,)

    Fjárans ári gott alveg og hvað af þessu var lygi?

  112. Svona svona Hafliði minn. Reynum nú aðeins að hafa gaman af þessum janúarglugga;) Verður að viðurkenna að þetta er svoldið fyndið.

    Annars skil ég þig vel, ég sýndi nákvæmlega sömu viðbrögð þegar ég sá þetta á Twitter þó svo að ég kunni ekki að meta að vera kallaður lúði. Næst fer ég fram á að þú verðir bannaður á síðunni fyrir níð;)

  113. Ég er kominn á þá skoðun að Twitter er verkfæri djöfulsins. Það er alltaf allt alveg að gerast á þessu – er þess valdandi að maður ofnotar refresh takkann dag eftir dag!

  114. Ég var að skoða síðuna í símanum mínum og sá bara linkinn, grunaði svosem að hér væri eitthvað bull í gangi en ákvað samt að tékka og sá sem betur fer að þetta var bara bull.

    Ég er nú alveg þekktur fyrir að hafa húmör sko, en svona lagað er bara vont að mínu mati (brottrekstur af síðunni samt óþarfi), biðst afsökunar á því að kalla þig lúða, það var bara mildasta uppnefni sem ég mundi eftir á því augnablikinu 🙂

    Annars bara allt gott.

  115. Þar sem þetta er opinn þráður þá langar mig að koma með eina pælingu til síðuhaldara.

    Býður kerfið upp á þann möguleika að sjá hverjir gefa þumal við hverja færslu (sbr. facebook)?

  116. Ég held að allir séu á því að við þurfum að styrkja liðið og því er kannski athyglisvert að skoða Downing t.d. í samanburði við Kuyt. Einnig er kannski rétt að skoða Milner í þessum samanburði en þessir 3 voru nefndir í færslu hér að framan. Þetta er árangur í deildinni. Röðin er tímabil, mörk, stoðsendingar.
    Downing
    2006/7 2 7
    2007/8 9 6
    2008/9 0 4
    2009/10 2 1
    2010/11 5 3

    Kuyt
    2006/7 12 4
    2007/8 3 8
    2008/9 12 8
    2009/10 9 4
    2010/11 4 3

    Milner
    2006/7 3 7
    2007/8 2 2
    2008/9 3 9

    2009/10 7 12
    2010/11 1 5

    Svo má velta fyrir sér réttmæti þeirrar gagnrýni sem Kuyt fær frá sumum aðilum leik eftir leik. Ekki fullkomin leikmaður, en virðist skila sínu þarna útá kantinum.

  117. Verð að viðurkenna að ég var frekar daufur í dálki þegar ég fór inná síðuna í kvöld. Eftir að ég sá ummæli #129 þá tók ég gleði mína á ný. Hahahaha, þessi var priceless.

  118. 129 er það besta sem ég hef séð síðan ég sá hóp af Japönum flengdan fyrr í kvöld.

  119. Ja ef Connor Coady og Suso eru komnir að æfa með aðalliðinu er það bara tær snilld.
    Kenny verður að vera lengur en bara til sumars

  120. 138 Kristinn

    Ég er hjartanlega sammála þér. Ég var búinn að skrifa póst snemma í morgun en hætti við sökum þess að ég vildi ekki breyta umræðunni í með og móti Kuyt sem virðist aldrei skila neinu nema leiðindarcommentum, svo ég ýtti á delete takkann og hélt áfram að vinna.

    En í þessari færslu sýndi ég að Kuyt er með sama eða mjög svipað markahlutfall margir aðrir kantmenn og sóknarmenn hjá stóru liðunum en nenni að grafa þetta allt upp aftur. Kuyt er t.d. með sama markahlutfall en Nani þó svo við tökum bara þetta og seinasta tímabil Nani, rústar Nani auðvitað ef við teljum tímabilin á undan. Honum vantar einnig bara 10 mörk í meistara McManaman og á 140 leiki til góða. Macca er að vissu með alveg 88 stoðsendingar fyrir Liverpool en ég er heldur ekki að segja að Kuyt sé betri en Macca.

    Kuyt hefur skorað 56 mörk fyrir Liverpool í 221 leik og mér finnst það tussugott, sérstaklega þegar rennt er yfir mörk kappans sjást mörg gífurlega mikilvæg mörk, t.d. á móti Everton og Inter. Kuyt er klárlega tarfurinn sem dregur vagn Liverpool í fjarveru Gerrards og hefur gert lengi fyrir okkur. Pepe Reina lætur svo svipuhöggin dynja yfir mönnum að aftanverðu.

    Kuyt er ekki besti fótboltamaður heims, ekki með bestu tæknina né bestu fyrstu snertinguna en vinnuframlag hans til Liverpool, sem og virðing sem hann hefur sýnt félaginu og stuðningsmönnum er til algjörar fyrirmyndar og ber að sýna honum gagnkvæma virðingu. Gagnrýnum hann þegar hann á það skilið, t.d. Blackpool en klöppum honum einnig á bakið þegar hann er góður t.d. Everton.

    Insjallah, það er nú þannig og hingað en ekki lengra.
    Dirk Ghukha Kuyt

  121. Ef að þessi Suarez á ekki eftir að gjörbreytas þessu liði ef hann kemur þá mun ekkert breyta því.

    2010-2011 – 26 games 11 assists
    2009-2010 – 60 games 27 assists
    2008-2009 – 62 games 23 assists

    Og svo þekkja allir markaskorið hans.

  122. Væri nú ekkert leiðinlegt að fá Suarez – er á því að þetta sé einn af bestu strikerum í evrópuboltanum í dag.

    Langar síðan að klappa fyrir ritstjórum og álitsgjöfum kop.is, þessi síða er að gera svo góða hluti að maður er nánast hættur að skoða aðrar Liverpool síður, allt sem skiptir máli kemur hér inn með linkum.

    P.S KAR þú verður klappaður upp fyrir að banna MW – Guð minn góður hvað það er gott að vera laus við hann!

  123. @142

    Takk fyrir þetta innlegg Ghukha…

    Það væri ekki leiðinlegt ef Dirk Kuyt myndi skora 6 mörk í úrvalsdeildinni til viðbótar á þessu tímabili og verða með því 5. markahæsti leikmaður Liverpool í úrvalsdeildinni (1993 – nútíð) frá upphafi.

    Hann komst í 40 mörk með markinu gegn Everton um helgina sem er einu betra en Heskey (39), honum vantar tvö til að toppa Mcmananman (41(46)) og 5 til að jafna meistara Rush (45(100))

  124. Í guðanna bænum hættið að verja MW. Hver nennir að hafa utd mann hérna? Og þið sem Liverpool menn að verja hann ættuð að skammast ykkar. Oj bara…

  125. Þessi ummæli voru fyrir upphitunina fyrir everton leikinn og þeim var ekki eytt og höfundar þeirra ekki bannaðir af kop.is

    #
    19. Kalling says:
    15.01.2011 at 22:25

    nei Almar, mistökin eru ekki þín heldur foreldra þeirra bræðra 🙂
    Thumb up 56
    #
    20. Sigkarl says:
    15.01.2011 at 23:18

    Systra
    Thumb up 39

  126. Er þetta ekki bara allt bull ?
    Er ekki Liverpool Ecko með bestu heimildir þegar kemur að Liverpool ?
    Þeir segja allavega að Liverpool séu ekki búnir að gera neitt tilboð í Suarez.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/01/18/liverpool-fc-eye-loan-move-for-aston-villa-left-back-stephen-warnock-100252-28003858/2/

    While Suarez is under examination by the Anfield hierarchy, no offer has been made to the Dutch club, and at least £15m would be needed to persuade Ajax to do business.

  127. Vildi bara minna menn á að við eigum frábæran miðjumann sem leikur þessa daganna hjá Juventus. Aquilani tryggði þeim sigur um helgina með þvílíku marki, hann hefur spilað eins og herforingi í allan vetur og búinn að stimpla sig aftur inní ítalska landsliðið með frammistöðu sinni. Vona innilega að Kenny fái hann aftur til okkar.
    Vertu velkominn Suarez.

  128. Einar @152. Aquilani er ekkert ad koma aftur til okkar… Hann er buinn ad lata hafa tad eftir ser aftur og aftur ad hann se buinn ad fynna klubbinn sem honum langar ad vera hja… Algjor synd tvi eg var svo hrifin af kaupunum a sinum tima.

  129. @ MaggirR 153
    En getur hann neitað að koma aftur? Er hann ekki samningsbundinn klúbbnum?
    Væri alveg til í að fá hann og Insúa inn aftur.

  130. Nr. 149 jon

    Hvað ertu að reyna að meina?

    Ef ég les þetta rétt þá var grínast með að Neville bræðurinir hefðu verið mistök foreldra sinna og síðan leiðrétt það og sagt þá vera systur! Þetta er nú eitthvað sem ég myndi líklega segja við þá sjálfur ef ég þekkti þá eitthvað. Það er líka ekki eins og að þetta hafi verið einu mistök Neville Neville í lífinu.

    En þú þarft nú líklega að finna betra dæmi en þetta til að hneykslast á því að United manni hafi verið hent út af Liverpool blogginu fyrir að ég held öllu grófari skot á fyrirliða Liverpool (og fleiri skot geri ég ráð fyrir).

    Varla eru menn ósáttir við að Liverpool bloggið sé laust við United mann sem er að reyna að vera fyndinn á kostað okkar manna (þó einhverjum hafi líkað ágætlega við hann) og það er fokið í flest ef saklaust Neville grín er ekki töluvert betur séð hér á LIVERPOOL blogginu. United mönnum er annars fullkomlega frjálst að banna t.d. KAR á United blogginu til að ná sér niður á honum.

  131. Þessi Suarez orðrómur er búin að vera svo lengi að það er alltof svekkjandi ef ekkert er svo til í honum eftir allt saman, virkilega vona að það sé eitthvað í gangi á milli félagana þó þau séu kannski ekki komin í fast samband en vona þó að þau séu allaveganna eitthvað að daðra við hvort annað, það er allaveganna alltaf byrjunin á einhverju meiru sem gæti þá endað með því að við sjáum Suarez troða boltanum í markið fyrir framan KOP.

  132. Babu 155

    nei alls ekki las þarna ofar komment hjá Kristján Atla þar sem hann segir að það verði ekki leyft neitt skítkast gagnvart neinum, var bara að pæla afhverju það var leyft að koma með skot á þá en bannað allt um gerrard

  133. nr # 158 – ekki að það skipti máli, en afhverju að velta því fyrir sér á liverpool síðu ?

  134. Tony Barrett frá Times setti þetta inn á Twitter fyrir nokkrum mínútum: “As expected, looks like Babel will be part of potential Suarez deal”

    Mig grunaði þetta. Ástæðan fyrir því að við erum ekki að heyra hlutina gerast hratt er sú að það er mjög flókið að semja um þessi félagaskipti, sérstaklega ef Babel fer í hina áttina líka. Það eru 13 dagar eftir af glugganum og ég er vongóður um að þetta klárist á þeim tíma, en við gætum þurft að anda rólega í einhverja daga.

    Já, og Mirror segir að Stephen Warnock sé líklegur til okkar á láni.

  135. http://www.football365.com/story/0,17033,8652_6669332,00.html

    Babel fær nú nokkur cool points frá mér fyrir þetta jákvæða viðhorf, ætla að gefa mér það að hann sé að bera hagsmuni klúbbsins framfyrir sína. Líklegast ekki en ég ætla að trúa því samt og virða hann meira fyrir vikið ef af þessu verður. Minnast hans sem mannsin sem hjálpaði okkur að fá Suarez.

  136. @160 Viðar

    Þetta er ekkert lítið hrós sem Kenny fær þarna frá fyrirliðanum! Ég væri ekki hissa á því að virðing leikmanna fyrir honum sé það mikil að Gerrard myndi sjá um brúsana og skúra klefann eftir æfingar bara ef The King, eins og hann segir sjálfur, segði honum að gera það! Það sést á þessu viðtali að Gerrard mun gefa sig 100% í alla leiki undir stjórn Kenny og ætli löngunin til að sanna sig hafi ekki verið aðeins of mikið á móti Manchester United sem endaði með banninu?

    En djöfull vona ég að þetta takist hjá Gerrard… þ.e.a.s. að enda á góðu run-i og tryggja þannig að ekki þurfi að skipta um þjálfara í sumar!!! Ef það gerist þá set ég “Dalglish” aftan á ómerktan 10/11 búning sem ég er búinn að velta mikið fyrir mér hvern ég á að stíla á! (Keypti búninginn að sjálfsögðu eftir að eigendaskipti höfðu farið fram;) ).

  137. Líst vel á að Babel fari í hina áttina fyrir Suarez. Babel fengi þá vonandi að spila meira hjá Ajax. Babel hefur því miður að mínu mati fengið alltof lítið að spila í sinni stöðu. Hefði haldið að hann hefði spjarað sig vel með Torres frammi. En þetta mál með S.Downing?? Væri ekki betra að fá Ashley Young frá Villa frekar en Downing?? Eða báða?? En hvað með S.W phillips frá City nokkuð ódýrt??
    YNWA

  138. @ 160

    Sláandi fréttir! Ekki það sem Gerrard segir, heldur að á mynd 3 er sjúkraþjálfari Everton að reyna að reykja eyrnapinna. Sláandi segi ég!

    Suarez, heilan Agger og graðan Gerrard út tímabilið, já takk!

  139. Ég vona að þetta sé satt að Babel fari þá á láni til þeirra út tímabilið en það má alls ekki gera eins og með Aquilani að það sé ákveðið upphæð fyrirfram sem Liverpool verður að taka.
    Við gætum grætt á því að lána Babel því þá fær hann vonandi að spila í hverri viku og nær að bæta sig.

    Og ef þetta er allt saman rétt þá hlýtur Dalglish að vera sannfærður um að fá annaðhvort Downing eða Young.

  140. Interesting, hefði viljað sjá fjölgun á sóknarþenkjandi mönnum og því að við hefðum haldið babel einnig, lán í eitt ár er þó vel skiljanlegt. Sammála Ásmundi að það þyrfti að tryggj að þetta sé ekki annað Aquilani fiaskó.
    Babel í lán, Suarez inn ásamt Downing/elia. Það væri mjög áhugavert.

  141. @170
    This story has been reproduced from today’s media. It does not necessarily represent the position of Liverpool Football Club. Þetta stendur neðst.

  142. Það er aldeilis handagangurinn í öskjunni hér inni :=) Mönnum hent út og alles. En hvað með það, er alveg sammála því að henda á mönnum út sem að ekki geta hagað sér ! Auðvitað hefur maður séð eitthvað sem að hefur alveg verið þess virði að loka á en þar sem ég stjórna ekki þessari síðu þá læt ég það vera að skipta mér af því !

    Varðandi leikmannakaup þá eru svona 60% líkur á að Suarez sé að koma. Fyrir mér hef ég það að hann er með sama umba og Torres og þar eru einnig spænskumælandi menn fleiri sem að heilla. Liverpool hefur einnig ennþá meira aðdráttarafl en lið eins og Tottenham þótt að illa gangi og ég sé bara einn mann geta rænt honum undan nefinu á okkur, títtnefndur rauðnefur ! Hvað Downing varðar þá er hann vissulega góður kostur. Hann er kannski ekki eins góður og Young að mörgu leiti en sumstaðar er hann mun betri. Sendingargeta hans er sem dæmi mun betri og nákvæmari meðan Young er hraðari leikmaður með betri boltatækni !

    Það væri frábært að fá þessa tvo leikmenn ásamt einum vinstri bakverði og svo kannski einum miðverði. Ég er reyndar viss um að ef að Danny Wilson fær bara sénsinn þá eigi hann eftir að blómstra. Ætla hinsvegar ekki að segja að hér með verði öll vandamál Liverpool úr sögunni en þetta myndi fara vel á veg með að laga leikmannahópinn og þar með vonandi árángurinn einnig 🙂

  143. LFC Transfer Speculations
    Luis Suarez having a medical in London <– Twitter Rumours

    Þetta er samkvæmt LFC transfer Speculations á facebook. En bara roumours 🙂

  144. Gott að frétta fyrir okkur ef þetta reynist vera satt. Ný frétt á goal.com. Tottenham hættir að hugsa um Suarez þar sem hann dregst nær Liverpool.

  145. Helvítis twitter, það er svo mikið af slúðri að þetta er orðið ennþá verra fyrir hausinn á manni og F5 takkann. En það lítur út fyrir að Suarez sé á leiðinni í skoðun en fyrir hvaða lið er ekki komið á hreint.

  146. @176

    Gaurinn sem er með LFC transfer Speculations síðuna á Facebook er um 16-18 ára gamall.

  147. Raul Meireles fór lika í skoðun í London, þannig að þetta þarf ekkert að vera slæmt 🙂

  148. Paul Tomkins: RT @kop_that: Anderlecht president Herman van Holsbeeck has confirmed that Liverpool have enquired about their striker Romelu Lukaku. #LFC

  149. Kyut er snillingur, ég vona að menn hérna hætti að drulla yfir hann endalaust. Varðandi leikmannakaup þá vona ég svo innilega að Suarez komi til liðsins, veit ekki með Downing samt. Ef Downing fæst fyrir sæmilega lágt verð þá er það fínt en það má alls ekki fara að punga út einhverjum miklum fjárhæðum í hann. Væri frekar til í að fá sæmilega stóra fjárfestingu í miðvörð ef einhver almennilegur fæst núna í janúar. Agger, Wilson og Skrtel geta svo skipst á í hina miðvarðastöðuna, geri ekki ráð fyrir að Agger haldist leikfær leik eftir leik. (já og Carra þegar hann kemur til baka)

  150. Vona innilega að við séum að fá Suarez og Downing , held að það verði til þess að liðið fari að spila betur og krafturinn sem er að byggjast upp haldi áfram , tala nú ekki um orðin frá Gerrard um þjálfarann okkar 🙂
    Svo vona ég að umræða um afhverju er þessi bannaður og afhverju ekki þessi .
    Ég treysti stjórnendum hér og er þeim þakklátur fyrir að halda þessari síðu uppi 🙂

  151. Vona svo sannarlega að við séum að fá Suares og Van Bommel.

    Okkur vantar svo sárlega gæði í þetta lið að það hálfa væri nóg og ef þessir tveir gætu komið þá myndu þeir að mínu mati ganga beint inn í liðið. Það yrði ómetalegt að fá Van Bommel en þrátt fyrir háann aldur þá er hann sigurvegari, hefur reynsluna svo ekki sé talað um hæðina sem liðinu okkar vantar svo sárlega.

    Er lítið spenntur fyrir því að fá Downing og hef aldrei séð hann fyrir mér í Liverpool klassa en hann er búinn að vera að spila vel svo maður veit aldrei.

    Nú vantar okkur varnarmann fyrir Skrtel. Tel reyndar að það sé forgangsatriði. Liðið sem fær á sig 1-2 mörk í leik á afar erfitt með að vinna leiki og ótrúlegt til þess að hugsa að Skrtel sé leikjahæsti leikmaðurinn okkar á tímabilinu.

    Tek undir með Kristjáni (184) – orðin hans Gerrard um þjálfarann okkar var nákvæmlega það sem maður vildi heyra. Ekki laust við að manni hlýnaði örlítið um hjartarætur.

    Ætla svo að lýsa ánægju minni með 4-3-3 kerfið sem Dalglish er að spila. Í mínum huga gæti lið sem liti svona út náð þokkalegum árangri.
    Reina
    Kelly, Carra, Agger, Johnson
    Lucas, Van Bommel, Mereiles
    Gerrard, Torres, Suares

    Svo væri fínt að vera með Kuyt og Downing á bekknum auk …. úff hvað okkur vantar sárlega breydd.

    Nú er bara að bíða spenntur og sjá hvaða leikmenn koma til okkar. Vonandi fer eitthvað að gerast.

    Áfram Dalglish!

  152. Ekki áreiðanlegasti miðill í heimi en þetta er sagan á Twitter núna

    Ryan Babel passes medical and will join Hoffenheim for 7 million euros according to Bild #LFC

  153. Nr. 186.

    Ef það er satt væri ekki sniðugt að gera skiptidíl fyrir Gylfa. Babel spilar sömu stöðu og hann svo gæti verið win win.

  154. Verst að Babel sé í twitter fangelsi og getur ekki staðfest þessar fréttir.

  155. Þessar Babel fréttir eru að verða ansi hreint sterkar og áreiðanlegar sýnist manni. Þetta verður fróðlegt svo ekki sé meira sagt.

  156. Trúi því ekki að Babel sé seldur nema að áræðanlegur staðgengill sé 100%

  157. Bild.de segir að dýllinn með Babel sé genginn í gegn, og er með viðtal við stjórnarmann Hoffenheim í þessu sambandi, hann ku eiga að leysa af Demba Ba sem sóknarmaður.

  158. Ari Jóns

    Já það gætu alls ekki talist góð viðskipti þannig að maður er nokkuð vongóður með að nú hljóti eitthvað að fara gerast. Það er ekkert aðkallandi að losna við fljóta leikmenn sem geta spilað kantframherja eða striker þannig að eitthvað ætti að gerast fljótlega verði þetta með Babel raunin.

    Svo ættu fréttir af því að Pienaar sé kominn til Spurs að þýða að minni líkur séu á því að þeir ætli sér í kapphlaup við okkur um Suarez.

    Mikið er tímabilið hans Sigvalda annars alltaf erfitt og mikið óskaplega vona ég að í þetta skiptið veikist liðið ekki enn eina ferðina.

  159. Að mínu mati var þetta orðið fullreynt með Babel Karlinn hann var bara ekki nógu góður. Ég man hvernig hann var á tímabilinu 2007-2008 spilaði alveg eins og engill og minnti helst á Henry en sú spilamennska kom aldrei aftur hjá honum. Hvort að hann hafi ekki fengið nóg af tækifærum má vel vera. En Liverpool getur ekki verið með einhverja farþega í liðinu sem eru næstum því góðir. Ef hann verður seldur þá mun ég ekki missa mikinn svefn og vona að Liverpool fái inn mann sem býður upp á meira en Babel gerði.

  160. Mér finnst 7 miljónir evra vera rosalega lítið fyrir Babel, erum við ekki að tala um einhverjar 5,8 millur punda ?
    Hvað er það á þessum tímum þegar leikmenn almennt fara á sky-hi verðum alla daga, Babel er ekki það slakur að það hafi þurft að taka svona lágu tilboði.

  161. Bild á það til að ljúga.

    En ef þessi grein er uppspuni er það mikil ósvífni.

  162. Babel færi á 10 mill punda myndi ég halda.. En þetta þýðir þá bara að við VERÐUM að kaupa 😉

  163. 10mpunda fyrir mann sem hefur strögglað að vinna sér inn sæti hjá LFC síðan hann var 21/2 ára, ekki þróast neitt á þeim tíma sem knattspyrnumaður, byrjað örfáa knattspyrnuleiki s.l. tvö tímabil og lítið gert nema að twitta síðustu 12 mánuði ?

    Ef þú nærð því verði fyrir hann máttu breyta vatninu sem ég er að drekka í vín.

  164. Kannski rétt hjá þér, en finnst hann samt í ódýrari kantinum. Hann er góður fótbolta maður og gat oft hjálpað Liverpool þegar að hann kom inná. Liðið spilaði oft betur með hann inná. Hann getur margt þannig að mér finnst hann alveg meira virði en það sem hann var keyptur á ef þessi frétt reynist vera rétt.

  165. Var ekki Birmingham með tilboð í hann uppá um 10 millur í sumar ?

  166. Babel er ungur, hraður og óútsprunginn leikmaður, eitthvað sem NESV vill fá hefði maður haldið. Af sama skapi er hann búinn að vera hjá okkur í tæp 4 ár og ekkert af viti gerst, hver svo sem ástæðan er.

    Ég hef alltaf fílað Babel og ekki fundist hann fá sangjarna meðferð, en ef hann er seldur og annar betri kemur inn(t.d. Suarez) þá held ég að það sé mjög góður díll.

    Annað sem ýtir undir að losna við hann er hár launapakki sem manni skilst að hann beri en verðið finnst mér þó furðu lágt, ef rétt er. Svo hár launapakki ætti að vera til staðaf fyrir leikmann sem leggur meira til liðsins.

  167. Jæja Babel þá væntanlega að fara. Vona að þetta sé þá viðskiptin sem Liverpool voru að bíða eftir til að fjármagna pening fyrir Suarez. Suarez og Young inn og einhvern sterkan varnar mann þá er ég sáttur.

    YNWA KING KENNY

  168. Babel er ekki farinn enn… hann á eftir að fara í samningaviðræður við Hoffenheim. Ef ég man rétt þá hefur áður verið samþykkt boð í hann en hann neitaði þegar allt havaríið var síðasta haust, leiðréttið mig ef mig misminnir. Ég hef alltaf haldið upp á Babel og fundist hann hafa mikið að bjóða en alltaf vantað herslumuninn. Held að þetta virki einhvernveginn svona hjá honum… “3 menn fyrir framan mig, best að setja hausinn undir sig og keyra á þá” … seinna… “Hmm, auður kantur… best að gefa aftur á Poulsen”. Ákvarðanir virðast ekki vera hans sterka hlið þótt þetta sé kannski ýkt dæmi.

    Held að þetta sé fullreynt og fínt að gera pláss fyrir betri menn en þeir þurfa þá pottþétt að koma!!!

  169. “Suarez hefur nú þegar skrifað undir samning við Liverpool sem tryggja honum 90 þús pund á viku.”
    Þetta er haft eftir manni á RAWK spjallinu sem segist vera með einhverja “insiders” í málinu.
    Það eina sem á eftir að gera er að komast að samkomulagi um peningamál milli Ajax og Liverpool. Þetta er víst ekkert svo óalgengt í íþróttinni í dag að það sé skrifað undir samning áður en kaupféð er útlkljáð. Samningurinn kemst sem sagt ekki í gildi fyrr en að Suarez hefur verið keyptur.

    Sel þetta ekki dýrara en ég keypti þetta.
    http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=269411.1720

  170. http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/liverpool-look-to-warnock

    Set spurningarmerki við þetta. Greinilegt að það er ekki til ótakmarkað magn af lausafé innan klúbbsins. Afhverju er ekki hægt að fá Inúa bara til baka?

    Og eitt enn, miðað við hvernig síðasta tímabil endaði þá þurfum við sárlega á alvöru striker að halda þarna frammi með Torres. Vonandi ná Ajax og LFC saman um kaupverð á Suarez. Hreifst mjög af honum á síðasta HM!!!!

    http://www.skysports.com/football/league/0,19540,11660_0910,00.html

  171. Eru menn búnir að gleyma því, þegar Babel var keyptur var EM U-21 og hann spylaði mjög vel á því moti. Arsenal og fleyri lið voru á eftir honum en Liverpool hafði betur, og hann var Arsenal maður í æsku… Eitthvað hefði nu heyrst í ykkur, okkur ef Liverpool hefði ekki blandað sér í þá baráttu. En því miður þá á hann svo miklu meira inni en hann hefur sýnt okkur, en hans tími hjá Liverpool er búinn. Þannig að vonandi erum við að fá annan Mascherano díl í janúar, sá díll var einn sá besti sem við höfum gert, þótt að hann hafi ekki endað vel. En engu að síður, frábær leikmaður, skilaði sínu fyrir klúbbinn og var allraf tilbúinn að barjast fyrir treyjuna nema kannski einu sinni… Engu að síður Mascherano og Hamann eru mínir uppáhalds leikmenn og vill ég sjá leikmenn sem eru tilbúnir að leggja jafn mikið af mörkum og þeir gerðu í treyjunni….

Liverpool 2 – Everton 2

Ryan Babel á leið til Hoffenheim (uppfært: eða hvað?)