Opin umræða

Til þess að komast hjá því að Blackpool leikskýrslan sé efsta á síðunni, þá býð hér uppá eitthvað skemmtilegra.

Hér er köttur að hlaupa.


Er þetta ekki róandi? Eru ekki allir búnir að gleyma leiknum í gær?

Ha?

Allavegana, mönnum er frjálst að ræða um hvað sem er hér. Erum við að kaupa Charlie Adam eða Luis Suarez til dæmis? Ef sá seinni kemur, þarf ég þá að éta orð mín frá því í sumar um hverslags skíthæll Suarez sé?

114 Comments

  1. Get ekki sagt að mig langi eitthvað sérstaklega í Charlie Adam þrátt fyrir ágætt tímabil í ár, nema þá í beinum skiptum fyrir Poulsen, en Luis Suarez væri ég virkilega til í.

  2. er ekki kisi bara eins og Duracell kanínan okkar,hleypur og hleypur og getur ekkert í fótbolta

  3. Held nú bara meistari Einar Örn að ef að Suarez er tilbúinn að berjast fyrir málstaðinn og flytja sig yfir á Anfield þá sé hann minni skíthæll en maður reiknaði með.

    Og hvað sem um hann má segja er það á hreinu að hann þolir ekki að tapa!

    Flottur köttur…

  4. Ég vil fá eitthver alvöru tígrisdýr og ekkert kjaftæði. Kominn tími til að sleppa öllum kaupum á einhverjum kisum.

  5. By the way, Tony Barrett var að opna Twitter-reikning.

    Afburðapenni með allt sem snýr að L.F.C.!!!

  6. Liverpool FC. þarf í raun á stórum kaupum að halda.. flestir muna nú hvað “kaupin” á Joe Cole gerðu fyrir okkur, margir hverjir héldu ekki vatni yfir því að maðurinn væri kominn í Liverpooltreyju!
    Við þurfum að fá þá tilfinningu aftur.. en hvaða leikmaður það ætti að vera veit ég ekki.. en hann þyrfti að vera stórt nafn í boltanum.
    Svo eru vandamálin í raun það stór að nýr maður eða nýjir menn breyta litlu á tímum sem þessum, við þurfum bara að vona að þessir menn sem við eigum spili betur næst.. það er greinilega bara eina vandamálið í Liverpool.. Þeir spila undir getu.

    YNWA

  7. Ég kvíði fyrir Everton leiknum. Ég vona að það verði einhver leikmaður keyptur fyrir hann svo ég get fundið eitthvað til að hlakka til að horfa á næstu helgi.

  8. Talað er um að Liverpool og Spurs séu hættir við að bjóða í Ricky van Wolfswinkel vegna meiðsla. Man ekki betur en að Manchester United keypti Ruud van Nistelrooy þegar hann var að koma úr hné aðgeð. Kannski er samt ekki hægt að bera þessa tvo leikmenn saman, en maður veit aldrei. Hann á að vera mjög efnilegur og passar inn í ímynd FSG.

  9. Þessi köttur heldur greinilega að hann sé hundur – eða þá að teiknarinn hefur aldrei séð kött hlaupa.

    Eru þetta einhver dulin skilaboð ?

  10. @2

    Ég vil ganga skrefinu lengra að fá 11 sæta kettlinga í liðið, það er ekki hægt að verða pirraður út í þá ef þeir tapa…

    @11

    R. van Wolfswinkel (Úlfaverslun) er meiðslahrúga að mínu mati, búinn að fylgjast með honum í rúmlega 2 ár og hann hefur allavega 3-4 sinnum verið frá í góðan tíma vegna meiðsla á þeim tíma.

    Veit ekki hvort að það hefur komið fram hérna á síðunni en Þýska blaðið Bild segir það í dag að HSV vilji selja Elia fyrir 15 millur Evra og að LFC hafi boðið 11 millur Evra í hann.

    Annars er ég hrifinn af Suarez, skítakarakter eða ekki, maðurinn kann allavega að skora mörk og leggja þau upp. Held að United mönnum sé t.d. alveg sama hvers konar skítakarakter Nani sé á meðan hann skorar mörk fyrir sinn klúbb. Hins vegar þarf einnig að hafa doldið skítlegt eðli til þess að halda með ManU.

  11. Andskotinn, fokið er í flest ef menn kvíða Everton á Anfield. Ég hef fulla trú á að KD rifji aðeins upp fyrir mönnum þýðingu þessa leiks. Nú leggja menn allt í sölurnar. Hér verður línan dregin.

    Everton er og verður skítalið. Nú verða menn að sýna að þeir blæði rauðu.

    YNWA

  12. Númer eitt tvö og þrjú er að leikmenn nái með hjálp Kenny Dalglish að öðlast trú og traust á hvorn annan.

    Leikmannakaup geta vissulega hjálpað örlítið til við þetta, að fá 1-2 gæða leikmenn gæti klálrega aukið trú leikmanna. En fyrst og fremst þarf hugarfarsbreytingu og þar spilar Dalglish stórt hlutverk þó svo að á endanum sé það undir leikmönnum komið.
    Leikmannahópur Liverpool er ekki nógu góður, en hann er langt frá því að vera á svipuðum kalíber og leikmannahópur Blackpool, en við vitum hvernig sá leikur fór. Því segi ég, mesta áherslu þarf að leggja á hugrænan þátt en ekki leikmannakaup.

  13. What the fuck
    það er kominn 13 jan og við ekki enn búnir að kaupa neinn.

  14. Ég skil ekki þegar forráðamenn LFC tala alltaf um að það sé ekkert hægt að kaupa af viti í Janúarglugganum þó vissulega sé það erfitt. Er ekki allt hægt?

    Væri mikið til í Suarez,Adams og hey okkur vantar varnarmann hvað með Milito hjá Barca sem er útí kuldanum? Svo væri ég alveg til í Roque santa Cruz ef hann er ódýr já eða vandræðagemsann
    Adebyor hann kann að spila þó það vanti kannski nokkrar skrúfur.

    Mikið verður annars gott að fá Carra aftur,það sárvantar skipuleggjara/gjallarhorn í öftustu línu

    Það verður allt vitlaust á Anfield þegar Everton kemur og vonandi fer þetta að koma hjá frábærasta félaginu

  15. Einar Örn.

    Ég tek undir með Suarez en ég efa að nokkurn tímann gæti mér líkað við þann mann.

    Vona svo sannarlega að hann sé ekki að koma.

    Ég bara meika ekki að fá hinn úrúgvæska El-Hadji Diouf til Liverpool.

  16. Okkur vantar stöðugan fyrirliða í vornina. Er mjög hrifin af Mexes hjá Roma. Draumur um ungt lið þarf að bíða á hakanum þangað til þeir hafa komið sér vel fyrir í evrópuboltanum. Daginn sem þú ætlar að bera ameriskan baseball við evropskan fotbolta þarftu að hugsa aðeins þinn gang. Heil álfa af hlutum sem skilur þessi batterí í sundur. Þurfum 4-5 leikmenn sem geta strax byrjað að koma í byrjunarliðið. Ekki einhverja chicky sem verða sendir og lán og enda síðan í newcastle

  17. Ég held að það sé nokkuð öruggt að EF Liverpool sé það heppnir og sniðugir að fá Luis Suarez þá mun engin Liverpool maður vera að hugsa um það hvort að hann hafi bitið einhvern leikmenn eða ekki.
    Þessi strákur er fáranlega mikill markahrókur og þetta er sigurvegari.
    Hann er ekki nema 23 ára gamall og passar 100% í hugmyndafræði eigendanna.
    http://www.givemefootball.com/premier-league/liverpool-will-make-first-move-for-15m-south-ameri
    Horfið á þetta og segið mér svo að þið mynduð hata að hafa hann í Liverpool búning.
    http://www.youtube.com/watch?v=fZ-MAnWnXXo

  18. held að þetta væri geðveik kaup sko…… sama hvort það sé eitthvað tyson eðli í honum eða ekki…..það er bara fínt í ensku deildina:)

  19. Blackpool have bid accepted for Adam Hammill !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    ÚÚÚÚ

    Skyldi það vera frá okkur

  20. Varðandi Suarez þá er augljóst að hann er mikill markaskorari og ég væri virkilega spenntur fyrir að fá hann í Liverpool. En svona við fyrstu sýn þá myndu kaup á bara honum ekki leysa mikið. Hann er frábær finisher og alltaf á réttum stað á réttum tíma. En til þess að svoleiðis maður virki þá þurfa að vera leikmenn í kringum hann sem gefa á hann í réttu svæðin. Þar finnst mér helsti veikleiki LFC vera núna (fyrir utan vörnina). Það er ekki nógu mikill stuðningurfyrir strikerana okkar frá miðjunni og köntunum og ég held að Suarez gæti jafnvel bara týnst í LFC núna. En hins vegar ef við styrkjum kantana og spilum rétt kerfi og menn eins og Gerrard og Cole spila af fullri getu, þá myndi Suarez vera gríðarlegur liðsstyrkur fyrir okkur.

  21. 23.

    Charlie Adam er í röðum Blackpool og þeir eru að reyna að kaupa Adam Hammill.

  22. Ef Liverpool er að fara að kaupa miðvörð þá vil ég að það sé sett peningahrúga á borðið og boðið í Brede Hangeland. Hann verður fokdýr en þá er klúbburinn líka að fá “Sami-týpu” næstu árin. Carragher er á síðasta snúningi og Slóvakinn getur ekki rassgat. Það á að selja þá báða á meðan eitthvað fæst fyrir þá. Soto var keyptur sem varaskeifa og er ágætur sem slíkur. Agger er sá eini góði á meðan við bíðum eftir að Wilson nái toppklassa.

  23. Svo er auðvitað þessi kappi hérna sem ég myndi virkilega vilja fá til Liverpool.
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1346730/Liverpool-Wigan-told-meet-12-5m-fee-Hamburgs-Eljero-Elia.html
    Þessi strákur virðist hafa allan pakkann og hann ræður við hraðann sinn annað en Babel sem er yfirleitt aðeins of fljótur fyrir sjálfan sig.
    Henry er væntanlegur til Liverpool til þess að horfa á Liverpool skeina Everton og þá mun hann vonandi taka upp veskið og kaupa einhverja kalla í liðið okkar.

  24. Skrifaði um daginn að ég taldi að LFC vantaði 3 leikmenn til að verða að heimsklassa liði, vinstri bakverði, kantmanni og sóknarmanni.
    Ég held að ég verði að breyta því í 5 leikmenn því til viðbótar vantar okkur annan varnarmann fyrir Skrtel sem er frábær í að gefa andstæðingunum boltann og miðjumann til að auka breiddina á miðjunni sem er Mascherano/Alonso týpa í einum leikmanni.

    Held að Henry verði að fatta að þetta lið er í vandræðum ef það styrkist ekki strax. Draumurinn væri að fá Hangeland, Contreao, Lukaku, Suarez, Elia og Henderson í janúarglugganum. Í staðinn væri okkur óhætt að selja Skrtel, Poulsen, Konchesky, Kuyt, Spearing, Babel og Ngog.

    Ég verð þó að átta mig á því að viðskiptamódel Henry og félaga virkar því miður ekki svona, en vonandi hugsa þeir vel um liðið til framtíðar og bæti við amk tveimar mjög frambærilegum leikmönnum við hópinn í janúar svo við náum ekki aðeins að forðast fall heldur sýna fyrir Reina, Gerrard og Torres að liðið hefur metnað til að ná alla leið á toppinn á næsta tímabili.

  25. En haldið þið að United nái að landa 19 titlinum ? Og ef ekki hver þá ?

  26. @29
    Býst við að City taki þetta. Kaupin á Dzeko styrkja þá alveg gríðarlega mikið.

  27. Ashley Young frá Villa og Wright-Philips frá City..Það vantar menn til að fóðra Torres með krossum…Punktur!

  28. Væri til í að fá þessa: Luis Suarez, góður markaskorari og winner. Eljero Elia, ungur og hraður. Og svo einhvern alvuru miðvörð.

    Svo bara kalla Insua og Aqualini úr lánum svona til að auka breiddina okkar aaðeins meira..

    Þá held ég að þetta verði fínt í bili, þó svo að auðvitað væri hægt að taka til meira en það er ekkert gott svona of mikið í einu og hvað þá á miðju tímabili.

  29. Luis Suarez, Ashley Young, Eljero Elia og Fabio Coentrao væri draumur 🙂 …plús svo auðvitað einhverjir ungir framtíðarleikmenn.

  30. Erum við nokkuð að fara að kaupa leikmenn í þessum glugga?kannski vill Dalglish sjá hverja hann vill nota til framtíðar og hverjir verða svo settir á sölulista í sumar,maður veit ekki,það er kominn 15 jan og ekkert að ske,en ég hefði ekkert á móti suarez með torres,ég frekar sleppa því að fá leikmenn frekar en að fá einhverja miðju tappa sem taka bara launin,við höfum nóg af svoleiðis leikmönnum það er á hreinu,,,svo legg ég til að að það verði skipt um rafhlöðu í HR.Duracell eða sett í hleðslu í nokkrar vikur.

  31. Miðað við núverandi gengi liðsins og ástandið þarf leikmann sem getur bætt liðið undir eins. Þarafleiðandi finnst mér liggjast beinast við að fá inn leikmann sem kann á ensku deildina og hefur spilað þar allavega í þónokkur ár. Ég held að Luis Suarez séu fín kaup og hann gæti reynst okkur mjög vel – en hins vegar þyrfti hann fyrst að koma sér fyrir, læra tungumálið, aðlagast fótboltanum og lífinu á Englandi og svo framvegis. Allt þetta tekur sinn tíma og höfum við séð menn sem koma inn í ensku deildina taka sér eitt, tvö, jafnvel þrjú ár að ná að laða sínu besta fram. Sem þýðir að ef Suarez kemur núna í janúar, þarf félagið að fá einnig annan leikmann með, einhvern sem næstum er hægt að ganga út frá að muni geta eitthvað af viti. Sá sem kemur fyrst upp í hugann er Ashley Young – en þá má spyrja sig af hverju í fjandanum hann ætti að hafa nokkurn áhuga á að fara til Liverpool.

  32. @36 Yoda, Segðu mér að þessi maður er linkaður við okkur ?
    Svona mann vil ég fá , sem kann að fara með boltann, ákveðinn og fljótur.
    Annars myndi ég glaður taka vel á móti Suarez einnig.

  33. Því miður ekki eins og ég viti ,en klárlega gæðaleikmaður sem Hnry og Comolli ættu klárlega að pæla í !

  34. Já góðan daginn, ég ætla að fá einn sterkan og stæðilegan miðvörð, medium age. Einn hraðan og lipran kantmann, rare og framherja með öllu. Og já, vinstri bakvörð að hætti hússins.

  35. Sá þetta inn á liverpool facebook síðu
    Lille star Eden Hazard has rejected an offer from Liverpool.

    L’Equipe says Liverpool chief Damien Comolli made an approach to Lille for Hazard, but the Belgian made it clear he is not interested in moving to the crisis club.

  36. Ásmundur nr 20 Gastu ekki fundið myndband með Suarez með betri tónlist. Hann er sko fæddur 1987 en hann var ekki að spila með Ajax þá eins og tónlistin ber með sér hahahaha

    Annars flottur skíthæll sem ég væri stoltur að kalla Liverpool leikmann !

  37. Í sumar má liðið losa sig við: Skrtel, Konchesky, Poulsen, Ngog, Jovanovic

    Kaupa þarf: Miðvörð, vinstri bak, kantmann og sóknarmann. Og ekki einhverja aumingja heldur fanta góða leikmenn. Leikmenn sem ganga beint inn í byrjunarliðið.

    Ég sé það aldrei gerast að liðinu verði hent á einu bretti og endurnýjað þannig. Það þarf nauðsynlega að auka breiddina í liðinu og enn fremur að auka gæði leikmanna. Babel, Maxi, Cole, Lucas eru meiri spurningarmerki og ættu að mínu mati að halda áfram á næsta tímabili, nema gott verð fáist fyrir þá.

    Agger og Aurelío eru góðir leikmenn og flestir stuðningsmenn afar ánægðir með að hafa þá í liðinu, enda besti miðvörðurinn okkar og besti vinstri bakvörður okkar. Þeir eru hisvegar miklir meiðslapésar og því alveg verðugt að velta því fyrir sér hvort best væri að skipta þeim út.

    Aquilani kemur líklega ekki aftur þar sem Juventus stendur til boða að kaupa leikmanninn þegar lánsamningi lýkur og hafa gefið út að þeir vilji það. Mér finnst það klúður hjá Liverpool enda frábær leikmaður þar á ferð.

    Ég skil ekkert í gagnrýninni á Kuyt. Þegar maðurinn á frábæra leiki er ekkert talað um hann en hann er gjörsamlega úthúðaður þegar hann er slappur. Frábær leikmaður sem ég vill allra síst að hverfi frá Liverpool. Held líka að Dalglish sé á sama máli.

    Liverpool á svo að fara að keyra ungu mennina sína inn í byrjunarliðið. Þar má helst nefna Kelly, Pacheco, Shelvey, Spearing, Ecclestone, Wilson og Ayala. Ef þessir menn blómstra þá er það frábært annars á að selja þá. Þar verður bara að gefa þeim séns og í fjarveru Gerrard þá sé ég enga ástæðu fyrir því að Shelvey eða Pacheco fái ekki að byrja leiki. Við vitum ekkert hvað þessir strákar geta orðið nema þeir fái að spila. Ég sé rosalega eftir Nemeth sem fékk ekkert að gera hjá Liverpool en ég hafði mikla trú á, allavega miklu meiri en N’gog.

    Spennandi tímar, þó þeir séu líka erfiðir..

  38. er ekki öllum orðið skítsama um það hvort Suarez er eitthvað klikk eða ekki, hann er að minnsta kosti góður í fótbolta.

    Stundum er það að vera smá klikk hluti af því að vera góður.

  39. Mig langar að nefna nokkra leikmenn sem eru búinir að vera orðaðir við okkur í janúar. S. Aguero, A. Hazard, A.Young, G.Cahill, Suarez, C. Adam, R. Lukaku, P. Hernandez, Fabio Coentrao, Keisuka Honda, Davide Santon, Yann M´Vila. Þetta eru allt leikmenn sem myndu styrkja okkur en kannski eru fáir þeirra tilbúnir að koma til liverpool, svo er janúar og lið eru treg að láta bestu leikmennina sína. En gleymum ekki óvissunni í sambandi við klúbbinn.

    Rök.

    1. King kenny ég elska hann(vill sjá hann í mörg ár hjá okkur) en leikmaður sem liverpool er að skoða vill vita hver þjálfar liðið eftir nokkra mánuði.

    2. Hvað verður um bestu leikmennina hjá liverpool? Verða þeir seldir? biðja þeir um sölu? verða þeir hjá okkur í mörg á í viðbót?

    3. Ætlar nýju eigendurnir að styrkja liðið? Veit þeir segja það hefur verið sagt áður.

    Fyrir mér er liverpool eitt stórt spurningar merki í dag.

    Mín ósk er sú að við fáum mikla styrkingu í janúar, ég vildi bara vera raunsær.

  40. Mikið er í slúðrinu að í dag eða um helgina hittast Suarez og daglish ásamt comolli og ræða hugsanleg skipti til Liverpool.

  41. Ég er sammála þeim sem talaði um Hangeland, það er kall sem við þurfum virkilega á að halda.

    ég myndi setja janúar upp svona: Hangeland í miðvörðinn, Babel í byrjunarliðið næstu 10 leiki, Johnson á kantinn, Pacheco í byrjunarliðið, Suarez inn, og hugsanlega Wolfsvinkel. Svo þurfum við að hafa eistu í okkur til að kalla Aquilani tilbaka
    Í sumar kaupum við svo nýjan bakvörð og senter og skiptum út Jovanovics, KOnchesky, Johnson, Ngog, Cole, Insua, Skrtl, Lucas, Spearing og Poulsen.

  42. suarez er nú ekki beint skíthæll ef þið eruð að tala um það sem hann gerði á móti ghana.. ef liverpool væri að gera jafntefli við united þá myndi ég pottþétt bjarga okkur einu marki eða reyna. en eitt sem við þurfum að gera í janúar það er að kalla emilliano insua inn hann spilar ekki nægjilega mikið þarna og svo er líka mjög gott að fá vinstri bakvörð sem er hægt að treysta á ekki konchensky eða aurelio (vandamálið með aurelio = hann er gamall meiðslapési.)

    annað= fá einn góðan miðjumann ég veit að við eigum gerrard meireles og lucas en án gerrards vantar mikið á miðjuna.

    framherja líka = jahh já torres hefur ekki verið nógu góður núna en áttið ykkur á því að hann er með flestar stoðsendingar og mörk fyrir liverpool í PL ef hann skorar 1-2 á móti everton held ég að hann hrökkvi í gírinn torres nefnilega er ennþá einn af 10 bestu strikerum heims .

  43. Hvernar ætla menn að fatta það að það er EKKI hægt að kalla Aquliani til baka úr þessu láni.
    Það hefur svo margoft verið rætt um að það er einfaldlega ekki í boði enda var gerður samningur út tímabilið auk þess sem leikmaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera þarna áfram.

    En að Suarez þá segja heimildir í Hollandi að það sé búið að gera tilboð í hann.
    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8258473/Liverpool-manager-Kenny-Dalglish-targets-four-January-buys-in-crucial-transfer-window.html

  44. Eins og menn eru að benda á þá þarf að styrkja liðið, fátt bendir til þess að það muni gerast mikið í þeim efnum núna í janúar. Ég tel að í sumar taki nýr stjóri við liðinu og hann fái að kaupa nokkra góða leikmenn ásamt því að hreinsa til í hópnum. Þegar rætt er um leikmannakaup þarf að taka inn í jöfnuna reglur um heimamenn og leikmannastefnu eigenda.

    Ég er sammála öðrum hér að í hópinn í dag vantar 5 klassa leikmenn til að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu, vinstri bakvörð, miðvörð, miðjumann, vinstri kantmann og sóknarmann. Í þessar stöður hef ég mína drauma leikmenn en svo er allt annað mál hvort liðið hefur efni á því að kaupa þá eða hvort þeir eru yfir höfuð til sölu.

    Í vinsti bakvarðarstöðuna mætti kaupa Fabio Coentrao hjá Benfica, frábær sóknarbakvörður sem getur hlaupið upp og niður kantinn í heilar 90 mín án þess að blása úr nös. Myndi eflaust nýtast Liverpool sem leikmaður eins og Evra nýtist manu. Auk þess er hann ekki nema 22 ára og fellur því vel inn í hugmyndafræði FSG.

    Í miðvarðarstöðuna koma nokkrir til greina, stóra spurningin þar er hvort FSG vilji heimamann í þá stöðu eða útlending. Minn drauma leikmaður spilar fyrir Dortmund í dag, hann heitir Neven Subotic. Þetta er að margra mati talinn efnilegasti miðvörðurinn í boltanum í dag. Stór og sterkur strákur (1,93 cm) á mjög góðum aldri (22 ára). Arsenal og Chelskí eru búinn að vera skáta þennan strák síðust tvö árin. Kostur númer 2 ef kaupa á útlending væri tröllið Brede Paulsen Hangeland hjá Fulham. Hann minnir mjög á Hyypia. þ.e. sterkur í loftinu og les leikinn vel. Eina “vandamálið” er aldur hans, þó varnarmenn endist manna lengst í boltanum þá er ólíklegt að Liverpool kaupi 29 ára gamlan miðvörð þegar byggja á upp til lið til framtíðar. Ef kaupa á “heimamann” í stöðuna þá koma að mínu mati bara tveir leikmenn til greina, þeir Gary Cahill hjá Bolton (25 ára) og Ryan James Shawcross hjá Stoke (23 ára). Af þessum tveimur myndi ég velja Cahill sem fyrsta kost enda talsvert betri leikmaður en Shawcross að mínu mati.

    Mest spennandi leikmaðurinn á vinstri kantinn er Ashley Simon Young. Liverpool vantar leikmann eins og hann sem er hraður með góða tækni, þ.e. getur tekið menn á og skapað eitthvað. Young er 25 ára og á því sín bestu ár eftir í boltanum. Klárlega framtíðarleikmaður sem fellur alveg inn í hugmyndafræði FSG. Ef horft er til útlendings þá hef ég verið spenntur fyrir Keisuke Honda síðan á HM. Þetta er leikmaður sem getur spilað á báðum köntum, fyrir aftan sóknarmann og sem playmaker á miðjunni. Honda er sterkur með góða boltatækni og frábæra skottækni. Hann er einungis 24 ára og því er ekki ólíklegt að Liverpool sé að fylgjast með honum. Kaup á Honda myndu heldur ekki skaða markaðsstarf Liverpool í Asíu.

    Varðandi miðjuna þá hef ég ekki hugmynd um það hvaða leikmann ég myndi vilja sá í búningi Liverpool. Jordan Brian Henderson hjá Sunderland kemur fyrst upp í hugann, hann er mjög álitlegur, 20 ára gamall “heimamaður” sem á bara eftir að verða betri.

    Í sóknina á ég mér ekki neinn drauma framherja, eina krafan er að hann bæti liðið í dag og falli vel inn í leikkerfi liðsins.

    Mikilvægasti þátturinn við kaup á nýjum leikmönnum er sá að þeir vilji ólmir koma og spila fyrir Liverpool FC sama hvort liðið er í fallbaráttu/Evrópukeppni eða ekki. Ef leikmaður eins og Eden Hazard hefur ekki áhuga á því að spila fyrir Liverpool þá er engin þörf á að eltast við hann, bara að strika hann út af listanum og halda áfram.

  45. Þetta snýst nú kannski ekki alltaf bara um að menn séu lengi að ganga frá kaupum.

    Eins og í tilviki Chamberlain, þá er London mun nær Southampton en Liverpool upp á fjölskylduna hans, það hefur örugglega áhrfi hjá svona ungum strák. Fyrir utan það að þá er nú Arsene Wenger búinn að margsanna það að Arsenal er besti staðurinn fyrir unga leikmenn að fara til.

  46. Það er ástæða fyrir því að Man City er ekki að nota Shaun Whright-Phillips. Raunar mjög góð ástæða.
    Hann er ekkert sérstaklega góður í fótbolta.

  47. @46 Gummi
    Og ekki skemmir fyrir Maradona genið í litla pjakknum, en mamma hans er komin undan ekki ómerkari manni en sjálfum Diego Maradona!

    Sergio Aguero + Diego Maradona = Markaskorari

  48. Javier Pastore er einn efnilegasti leikmaður sem ég hef séð rísa. En því miður var hann nýlega að segjast ætla vera hjá Palermo til að fá að spila meira og vill ekki enda hjá R. Madrid eða álíka liði að spila 1x á mánuði. Hann ætlar að bíða þangað til hann verður einn besti í heimi og fara þá.

  49. Sælir félagar

    Luis Suarez er ótrúleg markamaskína. Þó hann sé greinilega réttfættur eru vinstri fótar skotin varla nokkru lakari en þau hægri. Ég er hræddur um að Torres megi vara sig ef Suarez kemur til okkar. Það skiptir ekki nokkru máli hvort hann er með undir- eða yfirbit. Hann er hreint út sagt magnaður djöf… Mundi þiggja hann fyrir 18 kúlur hvenær sem væri.

    Það er nú þannig

    YNWA

  50. Nú er bara að eitthvað fari að gerast, missi alla trú á nýju eigendunum ef ekkert merkilegt gerist í janúar en það er nú bara mín skoðun…

  51. Það er kominn tími á að fá einhvern skíthæl í LFC. Þetta eru alltof góðir strákar þarna, svona mömmustrákar. Þurfum einhvern slefandi brjálæðing.. eða bítandi. Ég öskra meira í bumbuboltanum en þessir gaurarsem eru að spila núna….. smá geðveiki takk!

  52. Af hverju er ekki hægt að anda aðeins með nefinu. Bara af því að það er ekki búið að kaupa 5-10 heimsklassa leikmenn og selja tíu miðlungs leikmenn þá eru menn farnir að missa alla trú á nýjum eigendum. Það á bara allt að gerast strax. Ég hef aftur á móti mikla trú á að núverandi eigendum. Þeir eru kannski að líta aðeins meira til framtíðar, vilja ekki ana út í eitt eða neitt, þ.e. kaupa bara til þess að kaupa. Ég veit ekki betur en að þeir hafi sagt að uppbyggingastarfið tæki a.m.k. tvö ár. Kaup á nýjum leikmönnum verða líka að vera í samstarfi við framtíðarstjóra félagsins. Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum og verður ekki gert fyrr en eftir þetta tímabil.

    Við verðum einfaldlega að sætta okkur við að þetta tímabil hefur öllum verið mikil vonbrigði svo vægt sé til orða tekið. Aðalatriðið fyrir mér er að klára það. Núverenda hópur verður að duga út tímabilið. Auðvitað verður að styrkja ákveðnar stöður (vörn, kantar) en ég held að það verði ekki gert á einu bretti nú í janúar. Það mætti kannski notast meira við yngri leikmenn (hvað hafa margir úr akademíunni komist í aðalliðið s.l. 10 ár?), virkilega gefa þeim tækifæri.

    Ég vil sjá Suarez hjá Liverpool. Hrikaleg markamaskína.

  53. Maður hefði nú haldið að eftir meira en 20 ára eyðimerkurgöngu þá hefðu Liverpool aðdáendur meiri þolinmæði gagn vart nýjum eigendum liðsins okkar en þetta

    “missi alla trú á nýju eigendunum ef ekkert merkilegt gerist í janúar”

    Hvaða kraftaverk halda menn að verði eiginlega unnin í janúar?
    Halda menn virkilega að eigendur Liverpool séu virkilega að fara að eyða tugum milljóna punda í einhver panikkaup núna?

    Uppbygging Liverpool mun ekki gerast í einum janúarglugga, en hún er byrjuð með brottrekstri RH og endurkomu KD þannig að hún er klárlega hafinn.

  54. Sammála Hafleiða # 68.

    Hlæginlegt að lesa sum ummæli hérna – eigum við bara ekki að stofna til nýrra mótmæla og sniðganga leiki til að fá nýja eigendur inn. Þolinmæðin, eða skortur þar á, lætur Newcastle stjórnendur líta vel út í samanburði. Gefum þeim nú smá tíma, það hafa nánast allir sem að boltanum koma sagt að janúar glugginn er mjög erfiður, það er bara staðreynd.

  55. Geri mér fulla grein fyrir því strákar að Liverpool er ekki að fara kaupa marga heimsklassaleikmenn í janúar enda vonlaust að ætla að það sé hægt. Þessir menn hafa hinsvegar engin loforð gefið hvort þeir ætli að styrkja liðið verulega eða ekki og ef þeir kaupa td engan í janúar þá er maður ekki bjartsýnn á sumarið. Ég er búin að segja það oft að ég vil 1-3 leikmenn í janúar og sjá í þá eytt 20-40 milljónum punda til þess að ég sé sáttur og hlakki til að sjá þessa menn kaupa meira í sumar. Það er alveg hægt að kaupa leikmenn í janúar ef menn eiga seðla og hafa metnað getið tildæmis séð city og Edin Dzeko. Þurfa ekkert að vera nein panikk kaup, sé ekkert panikk tildæmis í því að fá Ashley Young og Suarez í janúar fyrir 30-40 milljónir punda samanlagt, það er alveg ljóst að okkur vantar betri mannskap og það mikið af honum.

    Ég er þó allavega ekki búin að missá alla trú á liðinu mínu enda verð ég í kop stúkunni á leik Liverpool -Stoke 2 febrúar og sit svo með stuðningsmönnum Liverpool á stamford bridge sunnudaginn 6 febrúar en ég hef og mun ekki hafa mikla þolinmæði gagnvart nýjum eigendum eftir Hicks og Gillett sirkusinn. Henry benti á að dæma þá af verkum sínum þegar hann var spurður útí leikmannakaup og sé ekkert því til fyrirstöðu en að menn byrji strax að styrkja liðið því ekki veitir af.

    En smá útúr dúr þar sem ég er í Noregi og er með aðgang að rúv en sé samt ekki handboltann á rúv vegna skitu þeirra þá er ég búin að leita um allt af leik Íslands og Ungverjalands og fann link á hann á myp2p.eu farið tar í OTHER uppi og þar er linkur á leikinn fyrir þá sem eru að leita af þessum leik.

  56. Er ég sá eini sem verður pirraður á að heyra “Liverpool” þetta tímabil og það síðasta eru að valda mér svo miklum vonbrigðum að ég gæti gubbað…

    En ég hef trú á að King Kenny og að hann snúi þessu við, en ég held að það verði ekki á þessu tímabili, OG ekki á því næsta…

    Held ég labbi einn út þetta tímabil… enda er þetta Liverpool þunglyndi bráð smitandi 😉

    Eigiði góða helgi!

    YNWA! :o)

  57. Kristján þú mátt þýða þessa grein fyrir mig og ég les með ánægju, enskan mín er bara 70% svo ég nenni ekki að lesa enskar síður.

    Það mundi gera fullkomna síðu en fullkomnari ef Kristján og Einar Örn fengju nokkra vel valda til liðs við sig sem gætu þýtt góða pistla inná þessa síðu fyrir okkur sem ekki erum nógu góðir í tunugmálum….

  58. Nú verða hlutir að fara að gerast, þessi köttur lýsir mjög vel sumum Liverpool leikmönnum: kettlingum sem reyna að hlaupa eins og hundar. Ég er samt mjög ánægður með alla þessa klassa leikmenn sem eru orðaðir við Liverpool þessa daga, þó það verði ekki nema einn eða tveir þeirra sem geta hugsanlega komið ef við erum raunsæir. Er Liverpool að reyna að fá þennan Javier Pastore eða er það bara einhver sem fann hann á netinu og ákvað að skella honum inn hingað?

  59. Ég lýt þannig á málið að það vill engin koma til Liverpool eins og stendur, skiljanlega! Nýju eigendurnir verða að sýna mátt sinn og gera einhvað sem að bendir til að liðið verði á hraðri uppleið til að lokka menn til okkar!!

    Stjörnu signing er málið!

  60. Steingrímur KJAFTÆÐI Í ÞÉR það vilja hellingur af leikmönnum spila fyrir einn af stærstu klúbbum heims PUNKTUR.

    Ef metnaður er til staðar er ekki vandamál að fá leikmenn nánast sama hvað þeir heita. Sjáðu smáklúbbinn Man City, ef þeir geta sankað að sér góðum leikmönnum bara vegna þess að þeir hafa metnað þá getur Liverpool það.

  61. ég vil að eftir þetta tímabil þá spili Liverpool alltaf með sorgarbönd.

  62. Þar sem þetta er opin þráður þá skelli ég þessari pælingu inn.

    Howard Webb er talinn af mörgum vera einn besti dómari heims. Ég er alls ekki sammála þessu, en á mér samt engann “uppáhalds” dómara. Mig langar að vita hver er, að ykkar mati, besti dómari heims?

  63. @ 76 Viðar Skjóldal
    HAH, afþví að þeir hafa ‘metnað’ ? RANGT
    Af því að þeir hafa óhugnalegt magn af feitum seðlum sem laðar að menn.
    Gareth Barry fór ekki til $hitty af því að þeir eru betri en við.
    Hann fór vegna þess að þeir eiga meiri peninga en við.
    En er samt sammála þér að leikmenn eiga nú alveg að vilja koma til Liverpool.

    1. Viðar Skjóldal

    Ef þig vantar þýðingu áttu bara að fá þér crome hann þýðir allt fyrir þig 🙂

  64. @ 83….

    Hef séð svona “bolta”æfingar hjá sjúkraþjálfurum , en þá eru alltaf gamlar kellingar að nota “boltana “

    1. Já er að tala um hann kannski eru ekki fulkomnar þýðingar en maður veit hvað er verið skrifa um 🙂
  65. Man city put a £30m bid for Webb. But Ferguson says he’s going nowhere.

  66. Verður spennandi að sjá hvað Johnson gerir. Ef þetta er satt þar að segja..

  67. Mikið afrek vinna stjórnendur Kop.is á hverjum degi og þjonustan við okkur stuðningsmenn liðsins er í alla staði frábær. Ég veit ekki hvort að það er hægt að fara fram á þýðingarvinnu í ofanálag. Menn hljóta að geta stautað sig í gegnum áhugaverða pistla á ensku og þá með hjálp þýðingarforrita.

  68. Alveg sammála Hafliða #68

    þetta tekur tíma, Róm var ekki byggð á hverjum degi.

    sýnum smá þolinmæði því margt smátt gerir lítið eitt

    YNWA 🙂

  69. Fyrst og fremst væri ég til í að fá Suarez og Pastore og síðan mætti alveg skoða þann möguleika að fá Sergio Aguero því ef hann kemur þá flytur náttúrulega sonur hans með honum.
    Síðan að reyna að fá Elia og Young á kantana og síðan Adil Rami eða Shawcross í vörnina en Shawcross á bara eftir að verða betri !.
    síðan í LB væri ég til í að fá annaðhvort Coentrao eða Vargas(sem getur spilað líka ML og AML).
    Þá fyrst ætti Liverpool að fara að hugsa um að kaupa unga og efnilega menn eins og Chamberlain.
    Liverpool ætti líka að gefa Shelvey og Pacheco fleiri sénsa og Kelly og Wilson líka.
    Ég held að Pacheco myndi bæta sig helling með því að læra frá Torres og Kenny !

    Síðan ætti Liverpool að selja alla miðlungsleikmennina eins og Konchesky, Poulsen, N’gog, Skrtel og Jovanovic og reyna að fá einhvern pening fyrir Maxi Rodriguez.

    KD ætti líka að gefa Babel tækifæri og láta hann starta næstu 5-7 leiki því að Babel er mjög hæfileikaríkur leikmaður… ef hann stendur sig ekki þá má hann selja hann..

  70. Að mínu mati vantar augljóslega gæði og breidd í þetta lið. En aðalvandamálið í dag er hugarfarslegt það hefur enginn trú á því að liverpool geti unnið leik. Held að Liverpool muni einungis kaupa 1 eða tvo menn í þessum glugga. Sóknarmaður er forgangur Torres getur ekki borið sóknarleikinn einn. Svo var ég með eina pælingu hefur Liverpool einhvern tímann stillt upp sömu varnalínu tvo leiki í röð er ekki alltaf verið að skipta út einum eða tveimur út í hverjum leik, erfitt að byggja upp stöðugleika ef að sömu leikmennirnir eru aldrei að spila saman aftast.

  71. Svo væri ég líka til í Messi,Ronaldo ,Essien og kannski Xavi.That´s it!!!

  72. Nokkuð lengi hefur sú umræða verið í gangi um að Pacheco ætti að fá fleiri tækifæri, að mínu mati er hættan á því að honum yrði hreinlega slátrað nokkuð mikil og því skil ég hvers vegna hann hefur ekki fengið marga sénsa, ég segi því, fyrst kjöt á beinin og svo má senda hann í sláturhúsið (út á fótboltavelli Englands)

  73. Vil sjá Liverpool kaupa Romelu Lukaku frá Anderlecht-gríðarlegt efni þar á ferð og ef meðhöndlaður af góðum mönnum verður hann frábær leikmaður, 17 ára og með svipaðan skrokk og Drogba. Beint í liðið með hann með Torres. Væri til í Per Mertesacker eða Brede Hangeland í vörnina. jesus navas væri flottur á hægri vænginn. Babel á vinstri. Væri einnig sniðugt að reyna að lokka Micah Richards frá City. Lukas Podolski væri flottur einnig á væng. Hvernig væri Luis Fabiano eða Neymar með Torres?? Pacheco í liðið. Neven Subotic frá Dortmund er víst mjög góður leikmaður í hafsentinn-21 árs (193cm) og þykir einn besti varnarmaður þýsku Bundesligunnar. Glen johnson á hægri kantinn og Kelly í bakk.

  74. Er hægt að halda umræðunni um leikmenn sem eru annað hvort orðaðir við klúbbinn eða leikmenn sem verða seldir núna í janúar, hvert svo sem þeir fara á endanum. Örugglega hægt að ræða FM/CM pælingar í liverpool.is.

  75. http://www.youtube.com/watch?v=6GdxEZWXGQw
    ég vona svo innilega að Liverpool festa kaup á þessum pilt enda mikið efni og á klárlega framtíðina fyrir höndum sér enda getur hann valið á milli nokkra stórliða á Englandi!
    svo ég segi að Liverpool ættu hiklaust að splæsa 10 milljónum í hann og ég er viss um að það sé þess virði.

    1. veit ekki hvort það sé eitthvað sniðugt að borga 10millur fyrir hann flest mörkin á þessu video voru eftir góðar sendingar ekki mikið um það núna hjá liverpool….
  76. 103. Held að Man Utd sé á eftir þessum leikmanni. En hann já myndi alveg örugglega fljúga í byrjunaliðið hjá okkur .

    Ég held að okkur vanti mest af öllu kantmann. Kantmann sem getur sólað leikmenn og komið boltanum fyrir. Því það virðist engin getað tekið mann á eða hafa allavega sjálstraust til þess…

  77. Segja á BBC slúðrinu í dag að Aston Villa sé á eftir Figaroa því þeir séu búnir að samþyggja lántilboð frá Liverpool í Warnock, hvað fyndist mönnum um það?

  78. Maður er búinn að fá nóg af þessu slúðri,enda hef ég einga trú á að það komi nokkur leikmaður til liverpool í þessum glugga,enda ætti liverpool að einbeita sér af því sem þeir hafa og berjast fyrir að falla ekki um deild.

  79. @Dabbi #104.

    Ég verð að vera fullkomlega ósammála þér. Flest mörkin í þessu vídjói komu einmitt ekki eftir neinar decisive sendingar frá öðrum. Flest mörkin voru sköpuð af honum sjálfum.

    Mér persónulega fyndist að 10 milljónum væri vel varið í þennan leikmann.

  80. Var að rifjast upp fyrir mér draumur, held síðan í nótt.
    Babel í vandræðum eftir brot á vængnum, rautt og leikbönn.

    Vonandi er ég ekki berdreyminn en spáið íða. Þessi kop.is síða gerir það að verkum að maður er farinn spá í Liverpool á hverjum degi og hverri nóttu c”.)

  81. Wikipedia er glötuð heimild enda geta allir breytt þeirri síðu.

  82. Bíddu af hverju er Suarez skíthæll? Hver hefði ekki gert það sem hann gerði fyrir þjóð sína og lið sitt á stærsta og virtasta knattspyrnumóti vetrarbrautarinnar?

    Mér finnst þetta mjög kjánalegt. Ég og 90% af lesendum þessarar góðu síðu myndu gera allt til þess að koma landsliði sínu lengra á HM ef menn hér væru landsliðsleikmenn.

    Hann er næsti stóri strikerinn í Evrópu. Og einmitt þess vegna fer hann ekki til Liverpool, hann vill láta verða eitthvað úr feril sínum, ólíkt Torres sem dauðsér eflaust eftir að koma til okkar, með lækna sem ljúga að sér.

  83. Með Warnock þá væri hann guð velkominn enda betri en Konchesky og Insua og dæmi um mann sem átti aldrei að selja. Fengum 2-3 mp fyrir ljómandi góðan og uppalinn vinstri bakvörð sem væri alltaf góður squad player. Ágætur bæði varnarlega og sóknarlega, meira en Konchesky og Insua geta sagt!

Blackpool 2 Liverpool 1

Test fyrir Twitter