Opin umræða

Jæja, umræðan við þumlapistilinn er komin útí skemmtilegri málefni, það er fótbolta.

Upphitun fyrir Blackburn kemur seinna í dag, en ef menn vilja ræða um leikmanna- eða þjálfaraslúður, þá er hægt að gera það hér. Hérna eru nokkrar fréttir, sem hægt er að ræða

Spennandi.

89 Comments

  1. Áhugaverð pæling og mér að skapi !!

    NEW MANAGER

    My thoughts are this: NESV know exactly who they want. The CEO issue is unconnected to who they have earmarked. The CEO just needs to be in place before the manager is, in other words the business guy must know the overall football/ business strategy in time for the new manager; if he is to be a credible authority he needs to be there before the new guy starts. This isn’t the case or matters normally but NESV have the chance to start over and this is what they are taking the opportunity to do, they’d be foolish not to.

    The man I think they are after is BOAS not Ralf Rangnick, who has just resigned. Why? Schooled by Robson, from Porto days when he was a scout, so not unfamiliar with management from an English viewpoint. Schooled by Mourinho at Chelsea, not unfamiliar again with the league not a risk. Knows the English dressing room and how it works! This is key!

    How can it happen if a one year extension has been signed? This I think is a mutual arrangement between NESV and Porto. NESV want the right man for years to come. Therefore a one year extension isn’t expensive to compensate contextually. It guarantees NESV their man. It throws the media and other clubs off the scent. It stops ructions at Porto amongst their fans and keeps their season publicly from being disrupted.

    BOAS is going to be off to one of the big European giants, it is just about who gets him first. NESV want young talent before it is snapped up. This is not just when it comes to players.

    BOAS, I think is not a fluke, look at the Portuguese league table. He is not an absolute risk either. He knows the English methods and ways.

    Who will be the Liverpool connection of the passed with a winning mentality? Not Tommy, atleast not for the long term nor Lee. Sami Hyypia soon to the coaching staff, I think and Carragher and Stevie G, also in time to the coaching staff, to resurrect the boot room again. Maybe even Paco back, as it was when he left that things stopped progressing.

    Be patient with NESV. They are clever, clever, clever!

  2. Maður hefði nú haldið að miðað við gengi liðsins undanfarið þá ætti allt að loga í slúðri varðandi væntanlega leikmenn, en nei, svo en nú aldeilis ekki.

    Eflaust eru samningamenn að vinna á bakvið tjöldin sem er gott og vonandi að einhverjar jákvæðar fréttir komi fljótlega.

  3. þegar hogdson tók við sagði hann okkur að dæma sig eftir tíu leiki………… svo bað hann um að dæma sig aftur um áramótin………. svo gerist hann svo djarfur þessi larfur að biðja um tíma til að móta liðið eftir sínu höfði……. DÍSES KRÆST!!!!!!

  4. Eru menn ekkert hræddir við að þessi Elia sé annar Babel? Af því sem ég hef séð þá er þetta ekki leikmaður sem höndlar England. En ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

  5. @Geir Eggerts
    Engin heimild bara pæling tekin af rumors síðu.. en samt góð og skemmtileg pæling!
    Ég er mjög hrifin af þessum Boas!

  6. Damn, mér sem fannst svo gaman að ræða þumlakerfið..
    Ef ég byrja á öðru liði þá er ég frekar ósáttur að City sé að klára kaupa á Eden Dzeko enda held ég að þarna sé fundinn einn af betri sóknarmönnum sem í boði voru og mun hann fara í hópinn á þeim bláu í manchester.

    En ég er spenntur fyrir þessum strák Eljero Elía og vona að hann komi til liðsins sem allra fyrst.
    Þetta er ekta kantmaður sem er fáranlega snöggur og mjög mikla tækni.

    Og með þessi þjálfaramál þá held ég að það gersit ekkert fyrr en í sumar, það virðast allir leikmenn liðsins styðja Hodgson eftir því sem ég les og ég held að eigendur liðsins muni ekki þora að skipta honum út á meðan svo er.

  7. Af þeim þjálfurum sem hafa verið orðaðir við okkur að þá er ég mest spenntur fyrir Rangnick. Þjálfari sem spilar sóknarbolta og yngir upp liðið er eitthvað sem ég væri til í að sjá.

    Af leikmannamálum að þá er ég hreinlega ekkert spenntur fyrir Elia. Tölfræðin hans er ekkert voða heillandi og held ég að hann gæti alveg eins verið næsti Babel fyrir okkur.

  8. Elia er svona Babel týpa, ekkert sérlega spentur fyrir honum. Ég hefði talið Ricky van Wolfswinkel betri kost.

    Ronaldinho væri skemmtileg tilbreyting en launakröfurnar og vesen í kringum hann er eitthvað sem menn kæra sig ekkert um hér á bæ.

    Helst væri ég til í Andy Caroll

  9. Og með þessi þjálfaramál þá held ég að það gerist ekkert fyrr en í sumar, það virðast allir leikmenn liðsins styðja Hodgson eftir því sem ég les og ég held að eigendur liðsins muni ekki þora að skipta honum út á meðan svo er.

    Heldur þú virkilega að það verði einhver óánægja meðal leikmanna ef við skiptum um stjóra? Ég efa það allavega, ekki nema meðal þeirra leikmanna sem líklega myndu aldrei komast nálægt þessu leveli í fótbolta ef ekki væri fyrir Hodgson (hér hnegja t.d. tveir vinstri bakverðir sig ásamt dönskum miðjumanni). Ég allavega efast um það og trúi ekki að Hodgson geti átt mikið fleiri vandræðalega lélegar frammistöður og sorglög töp inni. Á hinn bóginn efa ég ekki að nokkrir núverandi leikmanna liðsins komi til með að skála í smá kampavíni er Hodgson fer. Þ.e. þeir leikmenn sem tala bjagaða ensku og teljast góðir í fótbolta (t.d. Agger, Torres, Reina).

    Annars hef ég nú alltaf gefið frekar lítið fyrir þetta kvabb um að bíða eftir rétta stjóranum. Þegar við erum að tala um stjórastöðuna hjá Liverpool FC þá er það eitthvað sem telst nógu stórt til að lokka þjálfara frá sínum verkefnum á vel flestum stöðum, á þeim tíma sem það hentar Liverpool FC. Þessi stjórastaða er eitthvað sem býðst ekki á hverjum degi og það gera þjálfarar Dortmund, Marseille, Porto o.s.frv. sér alveg grein fyrir.

    Allavega var markaðurinn alls ekkert skárri í sumar þegar tekið var þá ákvörðun að borga á milli fyrir skipti á Benitez og Hodgson. Þ.e.a.s. ef það gáfulegasta sem var á lausu í sumar var Roy Hodgson þá á ég erfitt með að sjá hvað er svona heillandi við sumarið. Við höfum ekki tíma til að bíða í hálft ár og þolinmæðin fyrir næsta ári eða fimm ára planinu er fyrir löngu orðin þreytt og ómarktæk.

  10. ég er ekkert alltof spenntur fyrir þessu öllu m.v. t.d. þetta úr grein sem vísað er í að ofan:
    Elia would cost upwards of £10m and Hodgson would need to raise at least part of that through sales before New England Sports Ventures would sanction the move. Ryan Babel is almost certain to leave should Liverpool receive an acceptable offer with Birmingham City set to renew their interest in the Dutchman.

    Eins og Hafliði #2 bendir á, nú ætti allt að vera logandi í slúðri en það er þá ekki tengt okkur, ekki gott. Og svo lok greinarinnar:
    Liverpool’s bid for Elia might be compromised, however, by Manchester City. Roberto Mancini is poised to lavish around £30m on Wolfsburg striker Edin Dzeko, with the German club intent on spending some of that windfall on a move for Elia.

    Þannig að þetta er heitasta slúðrið, Elia, en það er ekkert ólíklegt að hann komi bara ekkert þar sem Wolfsburg mun nota hluta af greiðslunni fyrir Dzeko til að kaupa Elia !

    Við ættum að berjumst um menn eins og Dzeko. Og Hazard.

    Það er nógu pirrandi að Hodgson sé þarna ennþá – en að það sé enn talað um að við getum ekki keypt nema að selja fyrst !!!!! – þá sýnir það að við erum ekki að fara að kaupa mikið.

    Ég held ég nenni bara ekki að fylgjast með slúðrinu næstu daga…..

  11. Fín umræða að skapast hér. Mitt innlegg í nokkur atriði:

    Eljero Elia: Það sem ég sá til hans hjá Hollandi á HM þá er þetta ungur, snöggur og léttleikandi strákur. En það er Ryan Babel líka og það virðist því miður ansi margt benda til að Elia sé á svipaðri braut – þ.e. hafi hæfileikana en ekki hugarfarið til að ná á toppinn. Ferill hans hjá HSV er nánast spegilmynd af ferli Babel hjá okkur – frábært fyrsta ár en fær svo aukna samkeppni um stöðu og fer í fýlu í stað þess að herða sig. Er núna búinn að missa stöðu sína í byrjunarliðinu. Hefur einnig verið óheppinn með meiðsli. Ég myndi allavega skoða það mjöööög ítarlega að taka séns á mögulega öðrum Ryan Babel. Við eigum nóg með okkar eina.

    Raphael Honigstein, sérfræðingur um þýska boltann, segir einnig að hugarfar Elia sé mjög vafasamt og að líklegast sé þetta slúður tilkomið frá umboðsmanni hans sem sé að reyna að auka áhuga á skjólstæðingi sínum. Fyrir mér er þetta eitthvað sem við ættum að láta vera.

    Ronaldinho: Geta menn hætt að tala um Ronaldinho til Englands eins og einhverja góða hugmynd? Ef um væri að ræða 2003-2007 Ronaldinho-inn þá væri það ekki spurning að maður vildi fá hann, en Ronnie hefur bara verið skugginn af sjálfum sér í þrjú ár. Ef Blackburn vilja borga honum svimandi upphæðir fyrir að koma og fylla upp í búninginn þeirra segi ég bara verði þeim af því. Það gekk ekki beint vel hjá Robinho og Man City, og var Robinho þó ekki að burðast með aukakíló utan á sér. 31s árs of þungur Ronaldinho sem djammar svo mikið og helst svo illa í formi að m.a.s. AC Milan (þolinmóðasti klúbbur í heimi) er að gefast upp á honum? Og mönnum finnst það góð hugmynd að borga slíkum manni svimandi há laun fyrir að vera eitthvað sirkusdýr á Anfield í nokkur ár? Kommon.

    Edin Dzeko: Það er leikmaður sem ég sé eftir til City. Hefði viljað sjá hann hjá okkur og ef Mancini getur látið Dzeko, Tévez, David Silva og Balotelli virka í sama leikmannahópnum fram á vorið eru þeir hreinlega líklegir til að taka titilinn í ár. Ætli þetta sé svo ekki hugsað til langtíma sem staðgengill fyrir Tévez sem fer eflaust eitthvað annað í sumar? En þetta gerir ekkert nema styrkja þá bláu.

    Svo held ég að menn ættu ekki að lesa of mikið í það þótt leikmenn segist styðja þjálfarann. Auðvitað segja þeir það, eins lengi og hann er þjálfarinn þeirra. Það sem þeir segja við fjölmiðla til að reyna að láta liðið líta út eins og sameinað afl í rétta átt hefur nákvæmlega engin tengsl við það sem þeir hugsa eða tala um sín á milli fjarri fjölmiðlum. Ég yrði mjög hissa ef einhver þeirra, annar en kannski Paul Konchesky sem gæti upplifað sig vinalausan án Hodgson, myndi sakna Roy svo mikið. Meirihluti þeirra mun eflaust fagna þegar Roy fer.

    Ég spái því persónulega sjálfur að við séum að fara að tapa gegn bæði Blackburn og Man Utd og að það verði endanlegur hnútur á reipinu hjá Hodgson. Vona að ég hafi rangt fyrir mér, það er sárt að láta United strauja sig í bikarleik þótt það þýði að við losnum við Hodgson fyrir vikið en ég er nánast sannfærður um að við munum tapa þeim leik illa. Og þá verður nóg komið.

  12. Slúðrið segir að Rangnick sé áhugasamur að koma til okkar. Hann er á lausu. Hef ekki Guðmund um hann í raun en auðvitað er árangur Hoffenheim áhugaverður og ekki flæða stórstjörnurnar þar út um glugga og hurðir.

    Tek eiginlega undir skoðanir manna með Elia. Ekki viss um að hann stæði af sér tæklingarnar í enska svo glatt. Þó sýnist manni að hann sé vanalega á vinstri kanti en nánast jafnvígur á báða fætur svo hann getur farið upp að endamörkum og krossað eða farið til baka og komið inn á teiginn.

  13. Fyrir mér er ekkert spennandi í gangi. Hodgson virðist enn vera öruggur í starfi því miður og leikmannaslúðrið er ekkert sérlega spennandi fyrir okkur púllara finnst mér. Er bara farin að efast allsvakalega um þessa nýju eigendur okkar, þeir hlusta ekki á aðdáendur eins og þeir LOFUÐU og fyrsti leikmannaglugginn byrjar allavega ekkert sérlega spennandi, maður verður samt að gefa þeim tíma útmánuðin en hef það á tilfiningunni að það sé ekkert merkilegt að fara að gerast í þessum leikmannaglugga. Maður sér það bara á slúðrinu að það er ekkert verulega spennani orðað við okkur, auðvitað alltaf séns á að það sé eitthvað óvænt að gerast á bak við tjöldin en hef ekki meir trú á því að þessi gluggi verði ekki spennandi enda vill ég mikið til þess að hann verðispennandi. Til þess að gera gluggann spennandi fyrir mig þá vill ég sjá menn eins og Kaka, Dzeko, Ashley Young og fleiri af þessum styrkleika heita í slúðrinu til okkar en eins og vanalega þá virðist stefnan sett áfram á meðalmennskuna og kaupa ódýrari bitana og vonast eftir lottóvinning sem því miður gerist ekki alltof oft.

    Vona samt innilega að ég hafi rangt fyrir mér en svona held ég því miður að stefnan sé Ég er búin að segja allan tíman að ein alvöru kaup í janúar fylli mig bjartsyni og þá kannski á maður von á spennandi sumargugga en ég held að minn draumur verði ekki að veruleika því miður.

  14. Algjörlega sammála Kristjáni Atla #13. Þó að leikmenn lýsi yfir stuðning við stjórann þá þýðir það ekki að þeir séu ánægðir með hann. Skynsamir menn eru ekki að blása upp óánægju í fjölmiðlum. Það eykur bara á óróleikann hjá liðinu. Leikmennirnir hljóta að nota aðrar boðleiðir að eigendunum ef þeir vilja koma skilaboðum til þeirra.

    Svo varðandi leikmannamálin, þá vantar kantara. David Bentley er á lausu. Myndi alveg vilja sjá hann í Liverpool treyju.

    • Eru menn ekkert spenntir fyrir Luis Suarez

    Einhver verður að koma með þetta… en hann getur vissulega bitið frá sér 🙂

  15. Ég spái því að Roy hvíli Gerrard og Torres í bikarleiknum. FA Cup, Keppni sem skiptir ekki máli. Comon, þeir þurfa hvíld. Torres hefur t.d. hlaupið eins og héri á 10 fm frímerki þá leiki sem hann hefur leikið, right. Gerrard virðist vera að ná upp hraða og einbeitingu í siðasta leik, það er stórhættulegt, hvíl’ann. Þeir fá nú ekki það mikið borgað að það sé hægt að þræla þeim út.

    Ekkert kemur manni á óvart, ef Mereles hefði ekki meiðst á móti Bolton þá hefði Roy tekist að hanga á jafntefli. Hvernig væri að þetta staff á Anfield og leikmenn fari að vinna vinnuna sína, geri sig klára milli leikja þó þétt sé spilað og haldi fókus í f****** 90 mínútur.

  16. Þó svo að það sé ekki mikið slúður í gangi þá gæti helling verið að gerast á bakvið tjöldin, hversu margir voru búnir að sjá Meirales orðaðan við Liverpool áður en hann kom svo í læknisskoðun.
    En með þennan Elía þá er ég ekki sammála mörgum hérna með samlíkingu með hann og Babel,
    Elía er miklu meiri kantmaður en Babel og miklu útsjónarsamari og annað en Babel þá ræður þessi strákur við sinn eiginn hraða.
    Kíkið á þetta hérna: http://www.youtube.com/watch?v=NRVPShrs8MQ&feature=fvst

    Stats for 09/10

    Games Started – 20
    Subs – 4
    Goals – 5
    Assist – 7
    Shots – 29
    Shots on Target – 11
    Fouls Committed – 49
    Fouls Suffered – 46
    Yellow Cards – 4
    Reds Cards – 0

    1. Jú, ég er mjög spenntur fyrir Suarez. Hef lengi viljað fá hann frá Ajax og senda Babel + pening til Hollands.
  17. Sammála Ásmundi og raunar hef ég það á tilfinningunni að því meira sem þessar helstu slúðursíður orða okkur við leikmenn án þess að hafa haldbærar heimildir, því ólíklegra finnst manni það vera. Þar er ég t.a.m. að meina mann eins og Elia sem ég efast um að sé að koma til okkar.

    Efa ekki að FSG/NESV vilji vinna svonalagað í hljóði en núna er svo sannarlega tíminn fyrir þá að sýna okkur að þeir ætli sér eitthvað með þetta félag. Það er öllum ljóst að það þarf sannarlega að styrkja liðið og þetta félag þarf svo nauðsynlega á einhverjum jákvæðum og spennandi fréttum að halda. Meðan það er ekki nýr stjóri er nýr leikmaður ágætis byrjun.

  18. Ef Hodgeson fer ætli hann kaupi þá ekki upp samningin hjá Konchesky svo þeir geti hafið nýtt líf saman í Svíþjóð.

    Það væri allaveganna draumur einn

  19. Höfum ekkert með nýja leikmenn að gera nema Hodgson fari.
    Getum alveg eins keypt menn úr neðri hluta Úrvalsdeildarinnar og/eða 1. deildinni ef hann á að vera áfram með liðið. Leikmenn sem kosta 1-2 milljón pund og þiggja 10-20 þúsund pund í viku.

    Til hvers í ósköpunum að kaupa heimsklassa leikmenn með hraða, tækni og getu til að spila “kick & run” fótbolta?

    Menn einsog Zamora, Heskey, K. Davies og fleiri henta svona fótbolta og ef Hodgson á að vera áfram þá yrði árangursríkara að hafa svona menn í liðinu. En ekki J. Cole , Torres og fleiri.

    Hinsvegar viljum við sjá fótbolta á Anfield. Og þess vegna er fyrir bestu að reka þennan mann, fá stjóra sem getur skemmt stuðningsmönnunum og náð árangri.

  20. Sky Sports halda því núna fram að við ætlum að reyna að fá Adebayor að láni frá City.

    Hvað eru það þá orðnir 20 eða svo leikmenn sem við höfum verið orðaðir við fyrir þennan glugga? Og flest allt framherjar eða vængmenn? Emanuel Adebayor, Alex Kherzakov, Carlton Cole, Luis Suarez, Connor Wickham, Adam Barton, Sylvain Marveaux, Gervinho, Eden Hazard, Yann M’Vila, Eljero Elia, Ashley Young, Adam Johnson … og eflaust einhverjir fleiri sem ég man ekki eftir núna.

    Ætli fyrstu kaup okkar séu ekki einhver af þessum lista? En hver?

  21. Þoli ekki svona samlíkingar eins og “næsti Van Basten” einu sinni vorum við með “næsta Zidane” í okkar liði en hvar er hann nú?

    En mikið djöf vona ég að þessi Ricky Van Wolfswinkel frérr sé rétt 🙂

  22. Liverpool On 24 December 2010, FC Liverpool and FC Utrecht came to terms regarding the transfer of Van Wolfswinkel to the Reds side in January 2011. Van Wolfswinkel travelled to Liverpool on 7 january 2011.

    Í dag, 4.janúar ætti að gefa þeim sem skrifaði þetta einhverskonar verðlaun!

  23. Vonnd er eitthvað til í þessu með Suarez, alveg til í það dæmi sko.

    Hvernig er það er ekkert á netinu verið að ræð tilboð í Ashley Young? Það er frábær leikmaður sem ég tel að sé hægt að fá núna í Janúar og það ekki fyrir morðfjár, Okkar menn eru fávitar ef þeir skoða það dæmi ekki alvarlega. Maður væri nú ekkert lítið sáttur ef okkar menn næðu Young og Suarez í janúarglugganum, það ætti að lífga aðeins uppá að geta spilað smá sóknarbolta.

  24. Það er nokkuð ljóst að Luis Suarez gæti lagt hönd á plóginn í Liverpool á þessu tímabili og þeim næstu.

    orðagrín > allt annað grín

  25. Í seinustu gluggum höfum við verið orðaðir við marga leikmenn og þar á meðal ýmsar stórstjörnur.
    Oftast eru þetta í kringum 50 nöfn enda keppast slúðurblöðin um að orða leikmenn við Liverpool.
    En síðan virðist enginn af þessum leikmönnum koma. Heldur koma menn sem ekkert hefur verið skrifað um fyrr en þeir eru mættir í læknisskoðun.

    Ég held að það verði það sama uppá teningnum núna í janúar…

  26. Meigum ekki brenna okkur á þessum hollensku jojo gaurum, hver man ekki eftir Kezman.

  27. @ 27
    @ 38

    Get ekki annað en bent mönnum á að “media watch” á official Liverpool síðunni er bara slúðurdálkar teknir saman fyrir lesendur síðunnar.

    Held að menn séu að misskilja þetta sem eitthvað öruggt bara útaf því að þetta er “inná” official síðunni.

    En eins og ég hef sagt áður þá væri ég alveg til í Wolfswinkel og Honduna líka 🙂

  28. Vil benda mönnum á að þær fréttir sem koma í Media Watch á liverpoolfc.tv eru bara slúðurfréttir sem eru teknar upp frá öðrum sorpmiðlum, ekki taka meira mark á þessu en einhverju öðru þó að þetta sé á offical síðunni.

  29. Keisuke Honda (?? ??, Honda Keisuke?, born 13 June 1986) is a Japanese footballer who currently plays for English Premier League side Liverpool FC and the Japan national football team. Þetta er inn á wiki.

  30. Ég get líka breytt wiki og sagt að þú sért að spila fyrir Val eða hvað sem er.
    Wikipedia er alls enginn sönnun á einu eða neinu.

  31. Það er alveg ljóst hvaða leikmaður kemur til okkar ef Hodgson fær að ráða. C. Cole er klárlega sá leikmaður sem hann myndi vilja fá og þess vegna vona ég að hann fái ekkert að ráða hverjir verða keyptir.

    Mér fannst ég bara sjá gamla Heskey þegar Cole klúðraði færinu á móti Wolves um síðustu helgi.

  32. Er sammála því sem kemur hér fram í fyrsta pósti með að FSG ætla fyrst að ráða CEO, áður en þeir fara í þjálfarann og ég held að Dalglish liggi undir þeim feldi núna. Hins vegar er ljóst að staða liðsins og gríðarlegar óvinsældir Roy Hodgson á meðal stuðningsmanna LFC, vegna þess fyrst og síðast að sá ágæti maður virðist EKKERT fatta hvað þarf til að vera vinsæll hjá Scouserum er að valda þeim vanda.

    Boas er auðvitað einhver sem fittar að mörgu leyti vel við hugmyndafræði NESV og er virkilega flottur með fráhneppta skyrtu, en ég er ennþá alls ekki viss um að lærisveinn Mourinho sé rétti maðurinn til að byggja ofan á það sem þó er í lagi á Anfield. Það eru að koma upp spennandi leikmenn og mér finnst þurfa að fá menn sem hafa þekkingu á ensku deildinni og vita nákvæmlega það sem þarf til að vinna í Blackpool í -9° frosti. Vissulega var Boas með Mourinho, en þá vona ég að hann fái leyfi til að versla töluvert.

    Við ætlum að keppa við Manchester City, Chelsea, Arsenal, Tottenham og Manchester United. Ef við ætlum að gera það þá þurfum við að fá mann sem finnur “demanta í ruslinu”, því að mínu mati munum við ekki fá fjármagn til að kaupa 6 – 8 “risaleikmenn” í liðið. Ég held ennþá og mun gera um sinn að Owen Coyle sé besti kosturinn og í raun finnst mér öll þau nöfn sem um er rætt ennþá vera einstaklingar sem að þurfa að hafa Dalglish eða annan REYNDAN Liverpoolþjálfara með sér.

    Svo finnst mér dýrðlegt að þrekþjálfarinn Paco sé enn nefndur, stórkostlegt með öllu tilheyrandi!!!

    1. Babú
      Þú talar um að það þurfi nýjan þjálfara sem fyrst, ég skil það sjónarmið vel en ég get því miður ekki verið 100% sammála því. Ég myndi telja það ódýrasta kostinn og um leið þann besta að láta Hodgson klára tímabilið, en auðvitað láta hann fara strax eftir síðasta leik. Til vara að ráða Dalglish til að klára fram á sumarið. Ef að Dalglish verður ráðinn má það alls ekki vera lengur en fram á sumarið því þá verða stuðninsmenn Liverpool löngu búnir að missa trúna á hann og snúast gegn honum sem þjálfara. Þá þurfa eigendurnir að reka enn einn þjálfarann til þessa að stuðningsmenn verði ekki andsnúnir þeim, með tilheyrandi kostnaði.

    Ég tel þetta ákjósanlegasta kostinn þar sem Comolli fer líklega að sjá mun meira um að velja leikmenn sem á að eltast við að kaupa, amk til jafns við þjálfarann. Það eitt að ráða nýjann þjálfara lagar hlutina ekki á 2-3 vikum. Það þarf ansi mikið meira til að færa klúbbinn í fremstu röð aftur og í raunveruleikanum má gera ráð fyrir nokkrum árum í það ferli. Hvort sem að einum öflugum penna á íslandi finnist það of langur tími eða ekki.

    Þessi setning hér að neðan fer fyrir brjóstið á mér:
    “Annars hef ég nú alltaf gefið frekar lítið fyrir þetta kvabb um að bíða eftir rétta stjóranum. Þegar við erum að tala um stjórastöðuna hjá Liverpool FC þá er það eitthvað sem telst nógu stórt til að lokka þjálfara frá sínum verkefnum á vel flestum stöðum, á þeim tíma sem það hentar Liverpool FC. Þessi stjórastaða er eitthvað sem býðst ekki á hverjum degi og það gera þjálfarar Dortmund, Marseille, Porto o.s.frv. sér alveg grein fyrir.”

    Ég verð að biðja menn um að koma aftur til raunveruleikans, ef það er svona eftirsótt að stýra þessu liði, af hverju var þá ráðinn þjálfari sem endaði með lið sitt í 12.sæti ensku deildarinn á síðustu leiktið ? Klúbburinn er því miður ekki nógu stór til að ráða stærstu nöfnin í bransanum, eða menn frá stærstu liðum í bransanum.

  33. Erum við samt ekki enn í svolítið einkennilegri stöðu. Við erum með stjóra sem flestir ef ekki allir segja að sé ekki framtíðarstjóri Liverpool. Það er ekkert rosalega skynsamlegt að eyða kannski 20 millum og rjúka til og kaupa einhverja menn eftir hugmyndafræði Hodgson til að spila fyrir hann í mesta lagi 5 mánuði og við náum kannski 6 sætinu í staðinn fyrir það 7 !!

    Fáum svo nýjan þjálfara inn í sumar sem hefur aðrar áherslur og vill kannski ekki notast við þessa leikmann/menn.

  34. Svo minni ég okkur öll á það hér að við erum í dag með 10 “heimalinga” í hópnum okkar vegna þess að við teljum Stephen Darby ennþá með…

    Við getum viljað fá alla heimsins leikmenn, en vandinn er sá að í dag erum við bara með Brad Jones, Carra, Glen Johnson, Gerrard, Cole, Konchesky og Spearing sem senior leikmenn í þeim 10 manna hópi sem ekki er útlendingur en 13 útlendinga. Við eigum semsagt bara tvö pláss laus fyrir “óenska” leikmenn sem eru eldri en 21s árs. Þannig að ef að við ætlum að kaupa fleiri en tvo slíka leikmenn þurfum við að selja í staðinn.

    Miðað við það sem Hodgson segir að hann ætli ekki að selja þá er ljóst að töluvert af þessum kjaftasögum er hrein vitleysa, því ekki verða keyptir leikmenn sem ekki fá að vera í hóp!!!

    Svo gaman þætti mér að heyra hvaða tvo við viljum sjá fá útlenska stimpilinn. Ég vill sjá Mertesecker í hafsentinn og Van Wolfswinkel í senterinn, en eyða fullt af peningum til að kaupa Ashley Young á vænginn hjá okkur. Í draumaheiminum seldum við líka Martin Skrtel og fengjum Gervinho á hinn vænginn, en ég er ekki viss um að það tækist. Æðsti draumurinn er auðvitað að losa Poulsen, en það mun okkur alls ekki takast…

    En, þegar þið ræðið um hvaða leikmenn þið viljið sjá, þá er ágætt að minna sig á “útlendingakvótann” hjá liðinu og stöðuna á þeim kvóta. Ég held að sá kvóti hafi átt stóran þátt í kaupum á Konchesky og einfaldlega réð kaupunum á Brad Jones.

  35. Mig dreymir um frið á jörð….Og það er mun líklegra er nýr stjóri á Anfield og einhverjir snilldarleikmenn í LFC núna í janúar…..En það kemur vor bráðum og þá vænkast aðeins hagur ykkar.

  36. Slagsmál á æfingu Man City í morgun á milli Kolo og Ade.
    Þar með held ég að sá síðarnefndi hafi endað feril sinn hjá City. En spurningin er bara hvort hann fari til Real Madrid, Liverpool eða eitthvað annað.
    Ég væri t.d. ekki á móti því að fá hann fyrir rétt verð enda Úrvalsdeildarleikmaður í heimsklassa.

  37. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að mest spennandi orðrómurinn sem virðist ekki algjörlega út í bláinn er Mertesacker. Klárlega maður sem okkur vantar í liðið. Mertesacker og Agger væru brilliant miðvarðarpar.

    Og ef við gerum ráð fyrir, eins og Maggi bendir á hér að ofan, að við getum bara keypt tvo erlenda leikmenn þá langar mig mest í Mertesacker og einhvern sóknarmann, helst Suarez eða Van Wolfswinkel.

    Hvernig er það, ef við fengjum Adebayor á láni, telst hann þá með í okkar hóp?

    Af enskum leikmönnum þá held ég að Young sé besti bitinn á markaðinum í þessum glugga. Ég vil allavega ekki sjá Carlton Cole eða einhvern slíkan.

  38. Af hverju eru menn svona spenntir fyrir Wolfswinkel ?
    Eru menn búnir að fylgjast eitthvað með þessum strák.

  39. Mér líst ótrúlega vel á þennann Ralf Rangnick. Er á lausu og getur komið með sýnar áherslur í leikmannagluggann strax. Þekkir þýskaland út og inn þar sem fullt af spennandi molum leynast og menn þaðann eflaust tilbúnir að koma og spila fyrir hann hjá Liverpool. Svo smellur hann að hugmyndum NESV.

    Í staðinn fyrir að ráða framtíðar mann í sumar sem tekur svo hálft næsta tímabil að komast inn í hlutina hjá Liverpool þá ráðum við hann strax. Með því að ráða framtíðar stjóra strax þá getur hann tekið restina af þessu tímabili til að byrja að móta sínar áherslur og venjast ensku deildinni aðeins. Þá kæmi hann sterkur inn í leikmannaglugga sumarsins og væri tilbúinn með sitt lið (nokkurnveginn) næsta haust er deildinn hefst. Þetta tímabil er hvort sem er hand-ónýtt. Win Win situation !

    • Hvernig er það, ef við fengjum Adebayor á láni, telst hann þá með í okkar hóp?

    Stutt og laggott. Já

  40. Líst vel á að BBC sé komið í þetta vonandi þýðir það eitthvað alvarlegt þó að blessaður umboðsmaðurinn hans sé núna að vinna fyrir bónusnum sínum.

    Er sammála væri svoo til í þennan sem knattspyrnustjóra og Kenny sem CEO bara sem leiðir allt áfram og sér til þess að Ralf litli geri nú ekki svona mörg sjálfsmörk og Roy Whodgson..

  41. Hodgson sagði í viðtali í síðustu viku að hann vildi fá 1-2 leikmenn en hann væri ekki viss hvort það væri hægt að fá réttu leikmennina á réttan pening í janúar og ef að það yrðu keyptir leikmenn þá yrði það seint í janúar… þannig að ég held að maður eigi ekki að vera of bjartsýnn ! líka ef litið er til síðustu leikmannaglugga sem hafa verið ömurlegir !

  42. Mér hefur alltaf sýnst vera samansem merki milli Adebayor og eitthvert vesen, svo nei takk.

  43. Sammála nr. 59 Ásmundi, skil ekki þetta hype um Wolfswinkel, ég held að hann sé nú ekki jafn góður og margir halda.

  44. Verð að vera sammála 59 og 65, eru menn að linka Wolfswinkel við okkur bara vegna þe3ss að hann var skársti maður annars slaks liðs Utrect? Common

    Annað:

    Ég verð að biðja menn um að koma aftur til raunveruleikans, ef það er svona eftirsótt að stýra þessu liði, af hverju var þá ráðinn þjálfari sem endaði með lið sitt í 12.sæti ensku deildarinn á síðustu leiktið ? Klúbburinn er því miður ekki nógu stór til að ráða stærstu nöfnin í bransanum, eða menn frá stærstu liðum í bransanum.

    Ertu ekki að grínast? Þetta er eitt af síðustu skemmdarverkunum sem tókst að framkvæma í eignartíð Knoll og Tott og á þeim tímapunkti var öllum ljóst að maðurinn sem yrði ráðinn til starfans væri farinn út fljótlega upp úr sölu félagsins. Þar af leiðandi var ekkert stórt nafn tilbúið til að koma, ef af sölunni hefí ekki orðið hefí sá sami stjóri þurft að vera undir Knoll og Tott og það er síðri kostur, af tveim slæmum.

    Hvað leikmannamál varðar, með tilsjón af commenti Magga um skammtinn af erlendum leikmönnum þá væri ég heitur fyrir Ashley Young, David Bentley og/eða Andy Johnson á kantana. Adebayor vil ég ekki vegna allra leiðindanna í kring um hann, þegar hann kvaddi stuðningmenn Arsenal með skítkasti missti ég allt álit á manninum.

    Af þjálfurum eru “ungu” mennirnir líklegastir til að fitta inn í hugmyndafræði NESV held ég. Þar væri ég alveg tilbúinn að skoða Owen Colye, BOAS ogRalf Rangnick en heldt mundi ég vilja Didier Deschamp.

  45. David bentley getur nátturulega ekki rassgat. Erum með nóg af svoleiðis leikmönnum fyrir.

  46. Og Owen Coyle? Viltu þá semsagt fá annan þjálfara sem skilar liðinu sínu í 12 sæti eða neðar.

  47. 63, sammála því að hann sagði það. En hvað var City að gera ? Þetta þarf ekki að taka svona langan tíma !

    Þeir verða bara að vita hverja þeir vilja og kaupa, einfalt ! Það þarf ekkert að bíða til loka janúar, City eru alveg búnir að sýna það. Punktur.

  48. Gunnar ”precious” var örugglega að meina Adam Johnson kantmann Man Shitty!

  49. Hvað þessa útlendinga varðar þá sé ekkert að því að kaupa eins og 6 stk og selja bara 5-6 stk í staðinn, af öllu ruslinu sem við eigum er það ekkert vandamál, nefnum engin nöfn en mundi ekkert syrgja menn eins og Konchesky,Poulsen, Skrtel, Babel, Jovanovich og þess vegna Kuyt ef annars betri kantari kæmi í staðinn.

  50. Auðvitað er Konchesky enskur en það má selja hann samt sem áður.

    Held að það sé alveg klárt að 5-8 leikmenn verða seldir ekki seinna en í sumar og kannski eithvað í janúar, Babel, Jovanovich og kannski poulsen

  51. Sammála þér Viðar að marga væri hægt að losa af útlensku mönnunum. Skrtel, Kyrgiakos, Aurelio, Kuyt, Babel, Jovanovic, Poulsen og jafnvel Maxi mættu fara mín vegna og fá í stað þeirra töluvert betri menn. Agger skoraði nú ekki stig hjá mér heldur með ummælum í dag með að hann færi ef hann verður ekki í liðinu. Svo ég held að mikil hreinsun verði í “útlensku” deildinni í liðinu því Comolli er búinn að fara víða um Evrópu að leita fanga.

    En því miður held ég að það verði erfitt að losna við þá í janúar….. En vonum samt!

    Van Wolfswinkel finnst mér einfaldlega flottur leikmaður sem gæti náð mjög, mjög langt, en svo væri ég líka alveg til í Elia. Svo mætti alveg selja Konchesky og fá bara Insua aftur, hann er skilgreindur “heimalingur” í kerfunum öllum…

  52. 50 Grezzi..Þú talar um að hafa Hodgson út tímabilið??..Ja mér finnst ekkert útlokað að þá gæti liðið alveg eins fallið um deild…Það er akkúrat ekkert sem segir að árangur liðsins eigi eftir að batna það sem eftir er af tímabilinu..En auðvitað ekki heldur með nýjum stjóra..En hvort myndi maður veðja á ef maður ætti að leggja pening undir?..Bara smá pæling..

  53. Væri þvilikt spenntur fyrir Ralf Rangnick, við höfum alltaf verið goðir með þjoðverja i liðinu, hvað þa ef hann vill fa sinn besta miðjumann fra Hoffenheim til Liverpool GYLFA SIGURÐS… Er þetta bara draumur eða?

  54. Nr. 50 Grezzi

    Ég myndi telja það ódýrasta kostinn og um leið þann besta að láta Hodgson klára tímabilið, en auðvitað láta hann fara strax eftir síðasta leik.

    Er alveg öruggt að það sé ódýrasti kosturinn og ertu að grínast með sá besti? Maður sem hefur allann sinn feril byggt sín lið upp á fullkomlega öndverðu meiði við hugmyndir FSG er ekki líklegur til að verða langlífur í starfi og eins og ferill Hodgson sýnir þá hefur hann jafnan verið í 2-3 ár hjá þeim félags- eða landsliðum sem hann hefur verið að stýra. Núna síðast var hann hjá Fulham og skilaði af sér eldgömlu liði með lítið endursöluvirði. Þar fyrir utan eru okkar menn í basli með að halda sér í efri hluta deildarinnar og það er ekkert öruggt að það komi til með að breytast núna í seinni hálfleik tímabilsins, það er ansi dýrt spaug.

    Ef að Dalglish verður ráðinn má það alls ekki vera lengur en fram á sumarið því þá verða stuðninsmenn Liverpool löngu búnir að missa trúna á hann og snúast gegn honum sem þjálfara. Þá þurfa eigendurnir að reka enn einn þjálfarann til þessa að stuðningsmenn verði ekki andsnúnir þeim, með tilheyrandi kostnaði.

    Ég er reyndar ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá Dalglish í þetta starf og væri frekar til í að sjá framtíðarstjóra taka við. Staðan er samt þannig núna að liðið ÞARF annan mann í brúnna og það ætti ekki að vera mikið mál fyrir FSG að semja við Dalglish til loka þessa tímabils. Að fullyrða eins og þú gerir (líklega óvart) að stuðmingsmenn Liverpool verði fyrir löngu búnir að snúast gegn honum er í besta falli fáránlegt enda maðurinn sá næstvinsælasti í sögu klúbbsins og með því ertu alveg að útiloka þann möguleika að hann geti komið með smá neista í þetta lið og náð að rífa þetta aðeins upp (svo ekki sé talað um stuðningsmenn félagsins).

    Dalglish á mikið meiri virðingu skilið sem þjálfari en svo að menn hafi ekki trú á því að hann geti bætt það sem boðið hefur verið uppá það sem af er þessu ári. Sérstaklega frá stuðningsmönnum Liverpool. Það er augljóslega langt síðan hann þjálfaði en það er ekki eins og hann sé ekkert tengdur boltanum í dag… hann er meira að segja starfsmaður Liverpool.

    Þetta þarf alls ekki að vera svo dýr lausn og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann myndi gera betri hluti en Hodgson sem þjálfari hjá sama félagi.

    Það eitt að ráða nýjann þjálfara lagar hlutina ekki á 2-3 vikum. Það þarf ansi mikið meira til að færa klúbbinn í fremstu röð aftur og í raunveruleikanum má gera ráð fyrir nokkrum árum í það ferli. Hvort sem að einum öflugum penna á íslandi finnist það of langur tími eða ekki.

    Einhversstaðar þarf að byrja og það liggur alveg fyrir að þarna er byrjunarreiturinn þegar kemur að því að byggja liðið upp aftur. Auðvitað tekur þetta tíma en sl. 15 ár hefur þetta 3-5 ára plan verið í gangi og núna síðast var því slaufað á sjötta ári um leið og á móti blés. Maður er alveg í raunveruleikanum þegar maður óskar eftir því að sjá miklar breytingar hjá félaginu núna enda nýjir eigendur komnir inn með háleit markmið og að hefja sinn fyrsta leikmannaglugga. Hvað þetta hrokafulla skot á mig um að það skipti engu hvort einhverjum einum penna á íslandi finnist það langur tími eða ekki er svosem rétt…en mig grunar að það skipti aðeins meira máli þegar flest allir aðrir sem styðja liðið eru að tala á svipuðum nótum.

    Ég verð að biðja menn um að koma aftur til raunveruleikans, ef það er svona eftirsótt að stýra þessu liði, af hverju var þá ráðinn þjálfari sem endaði með lið sitt í 12.sæti ensku deildarinn á síðustu leiktið ? Klúbburinn er því miður ekki nógu stór til að ráða stærstu nöfnin í bransanum, eða menn frá stærstu liðum í bransanum.

    Það að Roy Hodgson hafi verið ráðinn mun ég aldrei skilja, að Benitez hafi verið rekinn og félagið borgað andvirði sæmilegs leikmanns til að gera það einungis til að enda uppi með Roy Hodgson er glæpsamlegt. En það hefur voðalega lítið með stærð félagsins að gera. Mig grunar að fyrri eigendur og þeir sem sáu um þessi viðskipti í sumar hafi bara vitað svona lítið um fótbolta.

    En Liverpool er ennþá alveg nógu stórt til að heilla stærstu nöfnin í bransanum og var það alveg í sumar líka. Núna er síðan bara kominn allt önnur staða upp en var uppi á tengingum í sumar. Nýjir eigendur, mikið bjartari framtíð og meiri metnaður.

    Við erum ekkert að fara næla í stjóra stærstu liðanna í Evrópu sem eru samningsbundnir núna, ekki frekar en þau lið geta tekið stjórana frá okkur. Á Englandi erum við ekkert að fara taka stjóra af United, Chelsea, Everton, City, Spurs eða Arsenal. Sama má segja um t.d. Real, Barca, Milan liðanna og Bayern. Svona þessara helstu risa (vantar auðvitað inn í þetta). En plús þeir sem eru þegar á lausu þá ætti Liverpool að geta haft alveg nægjanlegt aðdráttarafl fyrir aðra spennandi kosti.

    Það er erfitt að lesa í það hvað FSG er að hugsa í þjálfaramálum og þeir gefa ekkert upp. En það er fráleitt að tapa sér svo rosalega í bölsýninni að halda því fram að Liverpool hafi ekkert aðdráttarafl lengur.

  55. Hann er buinn að koma Hoffenheim upp um að mig minnir 4 deildir a 4 arum og endaði i 3 sæti a siðasta timabili, hann er einfaldlega snjall þjoðverji

  56. Hann kom því upp um tvær deildir á tveimur árum… þá var það komið í Bundesliguna. Þar endaði liðið fyrst í 7. sæti og svo í því 11. núna á síðasta tímabili.

  57. Þetta er ansi góðar pælingar sem ég sá á Newsnow rúntinum, sem er orðinn ansi tíður þessa dagana. Þetta fjallar um vandamálið sem John Henry og co. standa frammi fyrir ef þeir ákveða að láta Roy taka pokann sinn.

    http://www.footballfancast.com/2011/01/football-blogs/a-huge-decision-resting-on-the-shoulders-of-john-w-henry?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed:+ffc_Premiership_Blogs+(FFC_Premiership_Blogs)

    Einn sérstaklega góður punktur sem mig langar að benda á.

    One problem which might occur, is the appointment of someone who may become too powerful. The man who springs to mind is obvious; Kenny Dalglish. The child inside me pines for the return of the king, the atmosphere and energy he would bring back for those initial games would be worth every penny. The concern however, and maybe I’m being a bit too cautious, is what if Kenny doesn’t work out?

    Say, for instance, Kenny gets us playing half decent football but by the summer we still languish in 5th or 6th. Could we bring ourselves to replace him? What contacts does Dalglish have in the modern game? Could he work with Comolli? Will he be able to establish a modern sports science approach which is essential these days? Would the fans be able to see common sense if it wasn’t working out? However, most importantly, if a relationship broke down with the board, the fans would inevitably come down on Kenny’s side. The board must see the potential for trouble here.

    Persónulega vil ég sjá Kenny taka við út tímabilið og ráða svo framtíðarstjórann í sumar þegar fleiri möguleikar eru í boði en eins og bent er á í þessari grein þá er það ekki áhættulaust.

  58. Maggi [74]:

    Ég er sáttur við Aggerinn. Láta vita af sér. Það sást í síðasta leik hvað munar mikið um hafsent sem bombar ekki beint fram undir pressu eins og Skrtel og Soto gera svo gjarnan ásamt höfðingjanum Carrager. Það er ekki heldur eins og Roy sé með kveikt á öllum perum með liðsval eins og við höfum orðið varir við.

    Líka eins og m.v. uppleggið í Guardian sem ég trúi alveg, hefur hans nafn verið á “trúnaðarlistanum” svokallaða yfir leikmenn sem væru til sölu eða í skiptum fyrir rétt verð. Alonso fór á þennan margumtalaða lista fyrir nokkru með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur. Kallinn sá heimski hefur sennilega ætlað að gera góðan díl með því að selja besta varnarmanninn okkar sem er þó meiðslahrakinn ….. Aggerinn svarar bara fyrir sig og heimtar spilatíma ef hann er heill. Og ég skil hann vel.

  59. Maggi, þessi ummæli Agger ( sem þó skal taka með fyrirvara eins og öll kvót sem lesast úr blöðum) eru það eina rétta í stöðunni. Hann virðist hafa verið 3-4 kostur í hafsentastöðuna hjá RH. Látinn spila úr stöðu í bakverði og virðist eiga að sparka boltanum eins langt og hátt og hann getur sem hann hefur líkast til neitað að gera og því ekki verið meiri lykilmaður á tímabilinu ( fyrir utan meiðslin en fyrir þau var augljóst að Rh var ekki að fíla hann).

    Besti miðvörður liðsins á að gera þá kröfu að hann sé í liðinu ef hann á það skilið.

    Þessi ummæli hans eiga aftur á móti ekkert skylt við ef t.d. Babel hefði komið fram og sagt það sama. Agger hefur unnið fyrir því að eiga greiðari leið í liðið en margir þó hann eigi ekki að eiga það í áskrift.

  60. 77.Babú

    “Er alveg öruggt að það sé ódýrasti kosturinn og ertu að grínast með sá besti?”

    Nei, það er ekki öruggt, þess vegna sagði ég “Ég myndi telja”. Sú setning þýðir “ég held að”. Ég veit vel að ekkert að því sem maður veltir fyrir sér um framtíðina í boltanum er öruggt. Ég vona svo sannarlega að þú haldir ekki að allt sem þú skrifar sé svo gott sem öruggt, ég geri það amk ekki. Í póstinum sagði ég að ég væri því sammála að R.H væri líklega ekki rétti maðurinn til framtíðar. En að mínu mati er rangt að fastráða mann í janúar með öllum þeim breytingum og róti sem því fylgir en líklega gæti Dalglish leyst það. En aftur að mínu mati, sem þýðir að ég held að hann næði alls ekki betri árangri en R.H. Til að mynda eru Arsenal og Chelsea bæði búin að tapa 5 leikjum gegn 8 tapleikjum Liverpool, er það svo mikill munur að hann fái ekki sénsinn að klára tímabilið ? Aftur held ég þetta bara, ekkert öruggt með það svo sem.

    Hvernig þú færð það út að ég sé hrokafullur af því að ég slæ þig gullhömrum og kalla þig öflugan penna skil ég ekki alveg. Ég er ekki alltaf sammála þér en mér þykja skrif þín vel skrifuð og ég veit að þú skrifar m.a líka á fótbolti.net. Ég skal samt auðmjúkur biðja þig afsökunar á því að kalla þig þetta.

    Ég skal líka viðurkenna að mér varð á að fullyrða að allir stuðningsmenn Liverpool myndu gefast upp á Dalglish strax í febrúar, það var rangt af mér. Mig grunar að nýr þjálfari, af þeim sem eru raunhæfir í starfið hafi ekki nægan tíma til að koma sýnum áherslum að og um leið kalli á frekari ósátt um þjálfarann. Hver svo sem það verður. Aftur eru þetta bara vangaveltur og ekkert öruggt.

    „En Liverpool er ennþá alveg nógu stórt til að heilla stærstu nöfnin í bransanum og var það alveg í sumar líka.“

    Ég er bara alls ekki sammála þessu hjá þér. Ef samkeppni er um leikmenn, heldur þú að þeir kjósi Liverpool út af einhverri fornri frægð, frábærri sögu, bítlunum, velli, lagi eða einhverju álíka ? Ef svo er held ég líka að þú hafir illilega rangt fyrir þér um það. Ef að Liverpool getur ekki borgað fyrir betri þjálfara en Hodgson, betri leikmenn en Jovanovic, Konschesky og Poulsen sýnist mér að Liverpool sé ekki nógu stórt til að heilla stærstu nöfnin í bransanum. Mitt mat er það að ætli Liverpool að heilla stærstu nöfnin í bransanum verði þeir að borga sömu laun eða betri en topplið englands og evrópu.

    Eins verð ég að spyrja þig hvort að þú sért að grínast með að spyrja mig hvort að ég sé að grínast. Af því að þú ert ekki sammála því sem ég skrifa, tekurðu því þá sem einhverju gríni ? Er þetta ekki nær því að vera hroki spyr sá sem ekki veit ?

  61. Varðandi Agger, þá hefur nú duglega heyrst frá bæði Liverpool og Danmörku að anginn sá sé búinn að eiga erfitt í kollinum nú um sinn, svo mér finnst nú boltinn liggja kyrfilega við fætur hans.

    Sýndu á æfingum og í leikjum að þú sért besti kosturinn í hafsentastöðuna og láttu blöðin í friði. Það eru ekki margir dagar síðan Hodgson sagði allt söluferli hans vera bull og hrósaði honum sérstaklega eftir síðasta leik.

    Ef Agger kann að lesa á ensku veit hann að það sem Liverpool FC vantar EKKI er neikvæð umfjöllun. Mér finnst yfirleitt vera bein tenging milli þess að menn telji viðtal í dagblöðum skila sér í byrjunarlið og þess að eitthvað sé að í einbeitingu viðkomandi leikmanns. Það má vera meiri aulaþjálfarinn sem lætur blaðaviðtal skipta máli hver er í liðinu….

    En Agger er frábær leikmaður EF hann er heill og EF kollinn á honum er í lagi.

  62. Grezzi

    Ég vona svo sannarlega að þú haldir ekki að allt sem þú skrifar sé svo gott sem öruggt, ég geri það amk ekki.

    Haha nei ég hef nú ekki haldið því fram…ennþá. En miðað við þetta tímabil á ég erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá það út að Hodgson sé besti kosturinn næstu mánuði og því vissara að spyrja hvort um grín hafi verið að ræða, enda flestir sem segjast vera á þessari skoðun að grínast. Svarið hjá mér kom þó að vissu leiti í kjölfar þess að mér fannst þú gera heldur lítið úr möguleikum Dalglish að gera betur.

    En ég skil hvað þú ert að fara með þessu og flest öll önnur ár hefði ég verið sammála þér. Það er alls ekkert alltaf lausnin að reka þjálfarann í skyndi og breyta alveg um stefnu hjá félaginu.

    Hvað Hodgson varðar samt þá er ég alls ekki á þessari skoðun því ég er alls ekki hrifinn af hans stefnu eða fyrri verkum (ekki þegar við erum að tala um hans CV dugi til að fá að stýra Liverpool), hef enga trú á að hann verði hjá félaginu til frambúðar og óttast að hann geri meira ógagn en gagn fái hann að koma sínum stimpli á liðið. Því myndi ég telja besta kostinn að skera strax á þennan hnút. Neikvæðnin í kringum liðið er engum til góða og hún hættir líklega ekki fyrr en RH er farinn frá klúbbnum. Ég efast t.d. um að stuðningsmönnum félgasins hafi fjölgað um meira en 1 á árinu enda orðið erfitt að plata krakka meðan spilamennskan er svona.

    Hvað stigafjöldan og tapleiki varðar þá er mér nokkuð sama hvað Arsenal og Chelsea eru að gera, en jafnvel á slæmu tímabili hjá þeim eigum við ekki séns í að ná þeim. En það er þó ekki öll sagan. Liverpool hefur tapað fleiri leikjum en það hefur unnið og er með mínus markatölu þegar tímabilið er hálfnað. Þetta væri kannski hægt að reyna að fyrirgefa ef liðið hefði á einhvern hátt verið óheppið, bæði á vellinum og með meiðsli. Hvorugt á þó við núna og spilamennskan sem boðið hefur verið uppá er sú versta í marga áratugi og árangurinn nálægt þeim sem var upp á teningnum þegar liðið féll um deild síðast. Ég get ekki nefnt eitt tímabil í sögu félgasins sl. 50 ár sem það hefði ekki þýtt brottrekstur þjálfarans. Við erum að tala um töp á heimavelli sem verður minnst næstu áratugi gegn liðum eins og Blackpool, botnliði Wolves og sjálfu stórveldi Northamton. Þetta ásamt mörgum fleiri álíka lélegum frammistöðum hefur skapað eitt erfiðasta og vandræðalegasta tímabil sem stuðningsmenn félagsins hafa upplifað í seinni tíð og ég er allavega á því og hef verið mjög lengi að einhverju þarf að breyta og það strax. Þá erum við ekki farnir að ræða hvað maðurinn er metnaðarlaus er hann talar niður væntingar liðsins og er jafnan í besta falli undarlegur þegar kemur að samskiptum við fjölmiðla. Núna síðast með því að fullkomna vitleysinga og ráðast á The Kop. En við erum þá bara smá ósammála hérna, þó það sé ekki mikið.

    Hvernig þú færð það út að ég sé hrokafullur af því að ég slæ þig gullhömrum og kalla þig öflugan penna skil ég ekki alveg.

    Þetta hef ég þá misskilið hjá þér og biðst innilega afsökunar á því. “Hvort sem einum penna á íslandi finnst það eða ekki” var það sem orsakaði það.

    Ég er reyndar sammála þér með að Dalglish er ekki nein draumaráðning hjá mér og best væri að FSG myndi ákveða sinn framtíðarmann nú þegar en hann er að mínu mati mikið skárri kostur en Hodgson, þó ekki væri nema til að létta andrúmsloftið í kringum félagið þar til þeir endanlega ákveða sig.

    Við erum svo bara ósammála með trúna á að Liverpool geti laðað til sín stærstu nöfnin í framkvæmdastjórabransanum. Það er mikið minni markaður en leikmannamarkaðurinn og ég held mig við fyrri útskýringar hvað þetta varðar. En nýtt eignarhald og mikið betri horfur til framtíðar eru að auki algjört lykilatriði hvað þetta varðar. Þetta er ekki sama félag í dag og þeir Gillett og Hicks voru að sigla í strand fyrr á árinu.

  63. Babú – takk fyrir frábær svör, svona eiga menn að ræða hlutina. Það er greinilegt að það er hægt að horfa á sömu hlutina frá nokkrum sjónarhornum og virkilega gaman að ræða svona mismunandi vinkla á stöðu og næstu skrefum klúbbsins. Það er nánast öruggt að það eru bjartari tímar framundan hjá Liverpool og mig grunar að sá tími sé ekki langt handan hornsins, en jú þá verður liðið að fara að spila betur og sigra leiki. Það er líka öruggt að það er alltaf spennandi að sjá hvernig nýjir eigendur takast á við sinn fyrsta leikmannaglugga þegar ansi mörgum stuðningsmönnum vantar e-ð jákvætt og spennandi að tala um.

  64. Sælir, nú er verið að tala um þennan 203 cm háa Traore sem gerir mig mjög smeykan að einu leyti. Þýðir það ekki enn meiri háloftabolti hjá Hodgson? :/

Þumlakerfið

Blackburn Rovers á Ewood Park