Þumlakerfið

Ok, það er alveg ljóst að þumlakerfið við ummælin hjá okkur er ekki að gera góða hluti þessa dagana. Til að mynda eru allar óvinsælar skoðanir við síðustu færslu þumlaðar niður þannig að þær hverfi.

**Uppfært (ég og Kristján höfum ákveðið að taka út “niður” þumalinn og prófa hvernig það virkar í smá tíma).**

Það gengur ekki að ef að menn lýsa yfir stuðningi við Roy Hodgson eða Martin O’Neill að þeirra skoðanir séu þumlaðar niður í gríð og erg. Þumlakerfið er EKKI SKOÐANAKÖNNUN. Ef að einhver færir góð rök fyrir því að O’Neill sé góður kostur, eða að Hodgson sé að gera góða hluti þá eiga þau komment að fá að standa. Það verður óþolandi að lesa síðu þar sem að aðeins vinsælasta skoðunin fær að standa óhreyfð. Ef þú vilt ekki fá O’Neill til liðsins, settu þá inn þína skoðun á því í sér ummæli.

Þetta eru einfaldar reglur varðandi þumlakerfið, sem við biðjum alla að hafa í huga.

1. Það þarf ekki að gefa öllum ummælum annað hvort þumal upp eða niður, og í raun á alls ekki að gera það. Þumalinn skal nota sparlega, gefið bara þumal upp ef ykkur finnst ummæli frábær eða niður ef ummælin eru verulega slæm (“Hodgson er fáviti” eru slæm ummæli til dæmis). Sparið þumlana! Ef allir þumla öll ummæli annað hvort upp eða niður verður úr bara þumlasúpa og góðu ummælin týnast og fá ekki verðskuldaða athygli innan um öll hin.

2. Þumallinn er ekki skoðanakönnun. Hérna er til dæmis einhver sem bendir á Ronaldihno slúður í ágætu kommenti. Það þumla það 10 manns niður – eingöngu af því að menn virðast nota þumlakerfið sem skoðanakönnun um hvort þeir vilji fá Ronaldinho til liðsins. Þumlarnir eru ekki skoðanakönnun. Ef menn vilja fá Ronaldinho eða ekki, svarið því þá með ykkar eigin ummæli – en gerið ekki lítið úr upphaflega kommentinu með því að þumla það niður. Þumallinn er bara til að verðlauna þá sem skrifa mjög góð og innihaldsrík ummæli (ekki einnar setningar ummæli sem þú ert sammála, heldur góð greinarskrif) eða til að “refsa” þeim sem setja inn slæm ummæli.

3. Vinsamlegast skiljið skoðanir á persónum sem rita ummælin eftir við dyrnar. Allt of oft lendir maður í því að einhver “þekktur” ummælandi á síðunni, annað hvort einhver okkar eða reglulegur spjallari, skrifar eitthvað virkilega gott og svona 40-50 manns gefa þumal upp … en tveir eða þrír gefa þumal niður. Þar eru menn klárlega bara að gefa þumal niður af því að þeim er illa við manninn sem skrifaði ummælin, ekki af því að þeir eru ósammála ummælunum. Við viljum biðja menn vinsamlegast að halda persónuáliti fyrir utan þumlunina. Ef einhver ritar góð ummæli en þú vilt ekki hrósa af því að þér er illa við kauða, slepptu því þá bara að þumla. Ekki þumla góð ummæli niður af því að þér er illa við ummælandann, það er bara barnalegt.

Vinsamlegast hafið þessi tilmæli í huga. Ef það heldur áfram einsog það hefur verið síðustu vikur að vel ígrunduð komment, sem lýsa óvinsælum skoðunum, eru þumluð niður – þá munum við einfaldlega hætta með þetta kerfi.

80 Comments

  1. Ég held að þarna hafið þið ágætu síðuhaldarar kallað yfir ykkur gang rape á þumlakerfinu.

  2. Hvernig væri að fjarlægja bara þumal niður og halda þumal upp? Þegar það eru 150 comment eftir leik þá nennir maður ekki að lesa allt og þá væri fínt að 10+ “thumbs up” commentin væru highlightuð.

  3. Hver er að þumla kommentið hans Hjalta (#1) niður? LÁSUÐ ÞIÐ EKKI ÞAÐ SEM EINAR ÖRN SKRIFAÐI?!

    Staðan er einföld: hættið að ofnota þumlana, hættið að nota þá sem skoðanakannanir og hættið að þumla alltaf niður það sem einhver sem ykkur er illa við skrifar. Ef það er ekki hægt að fylgja þessum einföldu beiðnum tökum við kerfið út.

  4. Mikið var:)
    Mér hefur lengi þótt þumlakerfið vitlaust notað. Ekki fyrir svo löngu þegar fréttafundu NESV var í gangi gerði ég mig sekann um að þumla niður upplýsingar frá KAR (minnir mig) þegar hann sagði frá því sem gerðist, ég hafðu ekki hugsað það til enda að ég væri að gera fínt komment ósjáanlegt. Ég baðst afsökunar í kommenti eftir þetta og benti einnig á að ég hefði verið að gera hlut sem ég gerði annars ekki……viti menn ég var þumlaður niður fyrir það að útskýra mitt mál og biðjast afsökunar.
    Vona framvegis að kerfið nái að virka eins og það á að gera.

  5. Ég skil ekki vandamálið, það er ekki eins og pósturinn sem þumlaður er niður glatist að eilífu.
    Ef fólk vill sjá pósta sem eru þumlaðir niður eins og engin sé morgundagurinn þá einfaldlega er ýtt á póstinn og menn geta lesið hann.
    Ég viðurkenni að ég hef notað þetta oft sem bara sammála og ekki sammála og ýti þá á annaðhvort upp eða niður enda aldrei séð neinar reglur sem ætti að fara eftir, þó gæti verið að þær hafi komið hingað inn en farið framhjá mér.

  6. Ég skil ekki gremju þína út í hvernig menn nota þumlakerfið Einar. Persónulega finnst mér þau ganga bara ágætlega eins og þurfa ekki “ritstýringu”. Ég sé ekki fyrir mér að Mark Zuckerberg myndi koma með leiðbeingar fyrir Facebooknotendur á hvernig ætti að nota like, hvernig ætti að nota comment og hvað ætti að skrifa inn í statusa!!

    Ef stjórnendur kop.is líkar ekki hvernig þumlakerfið þróast á þessari síðu þá skrúfið fyrir það. Ekki reyna að stjórna hvernig menn kjósa að nota það. Ég held að lesendur á kop.is vilja nota þumlakerfið á sínun eigin forsendum eða það er mín skoðun allavegana!

  7. Skil alveg pælinguna með þetta þumlakerfi og í grunninn er það góð pæling sem liggur þarna á bakvið. Skil líka vel að það gangi ekki að nota það eins og síðuhaldarar vilja enda gengur það varla upp sökum fjölmennis hér og ólíkra skoðanna og meininga fólksins. Fín samlíking sem Fói @8 setur með Like á Fésinu.

    Skil samt varla yfir höfuð til hvers það er verið að nota þumal niður yfir höfuð. Ég les allt sem hefur verið þumlað niður og er oftar en ekki sammála því að þetta sé með þumal niður en ég les það samt. Held að ef menn vilja hafa þumla þá væri nærtækara að hafa bara þumal upp og hvatinn fyrir menn til að skrifa eitthvað af viti verður til staðar.

    Virðingaverð tilraun engu að síður með að impra á þessu með þumlakerfið.

  8. Ég skil Einar. Er ekki hugmyndin að hvetja til betri umræðu og halda lélegum pennum og vanheilu fólki utan síðunnar, já eða all caps fólki. Þó getur verið freistandi að niðurþumla þegar maður er ósammála óháð vel rökstuddum málflutningi hins aðilans.

  9. Ég sá þetta bara fyrir mér þannig að hægt væri að láta komment frá asschester mönnum og þeim sem rita með rassgatinu hverfa. Algjör óþarfi að renna yfir öll komment, mynda sér skoðun á þeim og láta hana í ljós með vel völdum þumli.

    Ég á það samt til að lesa hidden komment vegna óstjórnlegrar forvitni.

    Persónulega er mér alveg sama hvernig mínir póstar eru þumlaðir. Því fleiri sem þumla (upp eða niður, skiptir ekki) því fleiri lesa þína skoðun og þá er takmarkinu náð.

  10. Einfaldast væri að henda út þessu þumlakerfi (lækkerfi). Hefur ekkert upp á sig annað en að kitla hégómagirnd þeirra sem skrifa komment.

  11. Strákar er þetta ekki bara spurning um að breyta uppsetningunni á þessu þumlakerfi þannig að það sem er þumlað niður verði highlightað rautt í stað þess að hverfa ???

  12. Strákar er þetta ekki bara spurning um að breyta uppsetningunni á þessu þumlakerfi þannig að það sem er þumlað niður verði highlightað rautt í stað þess að hverfa ???

    Það er í dag þannig að umdeild komment (sem eru með mikið af þumlum upp og niður, en þó aðeins fleiri niður) eru rauð. Ef við gerðum verstu kommentin líka rauð, þá værum við að draga enn frekari athygli að slæmum kommentum.

  13. sammála 13

    Þrátt fyrir að þetta “læk” sé á facebook þá sé ég ekki tilganginn í því að það sé annarsstaðar hvort sem það er hér, á mbl eða annarsstaðar

  14. Verð að vera sammála mönnum um að þumlakerfið sé ofnotað og styð þá hugmynd um að taka bara niður þumalinn út. Þá geta menn ennþá verðlaunað góð comment með þumli en þumlastríð á milli manna með því að þumla allt niður sem hinn segir verður úr sögunni. Kop.is stjórnendur geta svo bara fjarlægt glórulaus comment, (er ekki að tala um comment sem eru ósammála öllum hinum, heldur comment sem eru bara sett inn til að pirra aðra) td. þegar stuðningsmenn annara liða koma hérna inn til þess eins að drulla yfir liðið. Annars finnst mér í fullkomnu lagi að stuðningsmenn annara liða commenti hérna inná ef þeir eru með málefnalegar umræður eins og “MW” hefur oft gert.

  15. Ég nota nú sjaldan eða aldrei þetta þumlakerfi og ef einhverjir eru ekki sáttir við það sem ég skrifa þá mega þeir alveg þumla mig niður !!

    En hvað er samt að gerast á leikmannamarkaði ?? Engin slúður í gangi ?

  16. Mér finnst þetta bara fínt einsog þetta er……… þó að í einstaka tilvikum eru fín comment þurrkuð út,,, þá er nú í flestum tilvikum sem niðurþumlarnir eiga alveg rétt á sér…

  17. Kerfið er byrjað að snuast gegn eigendum

    Það gerist nú afskaplega sjaldan að okkar komment eru þumluð niður svo svakalega að þau hverfi.

  18. Mér hefur oft þótt þetta “Like” á Facebook takmarkað að því leiti að oft er maður sammála hlutum, þó manni líki ekki við það sem þar kemur fram.
    Persónulega þætti mér betra að hafa svona sammála takka hér, en tel ekki þörf á ósammála takka, frekar að ritstjórar síðunar áskilji sér að “fela” færslur sem fara yfir strikið í skítkasti og skortir allan rökstuðning.

  19. Ég er sammála Ásmundi ég skil ekki hvað er vandamálið. Ég les flest öll komment þegar ég á annað borð er að lesa færslur. og les þá jafnvel sérstaklega þau sem eru þumluð niður. Menn eru nú oftast að þumla upp pistla sem þeir eru sammála og eru vel skrifaðir og þumla niður pistla sem þeir eru ósammála og eða eru illa gerðir. Þetta er ákveðið tæki sem er þægilegt að nota þeas að sýna með þumlunum hver skoðun mans er.

  20. Spurning hvort hægt væri að setja inn smá skript-u þannig að ef einhver skrifar blótsyrði (helst svæsið) og Manchester United í sömu setningu þá fái hinn sami 10 þumla upp án tafar.

  21. Finnst það rangt hjá greinarhöfundi/síðuhöldurum að þumlakerfið eigi ekki að nota sem skoðanakönnun… Ég held að kerfið sé einmitt notað þannig í 90% tilfella.

    Það er hinsvegar eins og notendur skjóti oft sendiboðan með því að þumla niður einhvern sem er að vísa í grein eða slúður eða að segja frá nýlegri frétt eins og: “Það bendir allt til þess að Hodgson verði ekki rekinn samkvæmt þessari grein: http://www.bullshitgrein.tld” – Svona færslur á þumlakerfið að láta í friði

    Svo á þumlakerfið líka mjög erfitt með að díla við kaldhæðni eða djóki eins og: “Ég elska Roy Hodgson” og fleiri frábær komment… Fólk ætti helst að láta svona líka í friði.

    Annars er ég sammála fleirum hérna inni að þumall niður er í raun engin þörf á… þetta föttuðu hönnuðir Facebook vegna þess að þeir vita að ef það væri til dislike takki þá væri hann eflaust notaður meira heldur en Like… Fólk virðist hafa mikla þörf fyrir því að tjá sig um neikvæða hluti, því sem það er ósammála, það sem angrar fólk… frekar en að benda bara á hið jákvæða, því sem fólki er sammála.

  22. Einar: Ég er algjörlega sammála ykkur með tilgang þumlakerfisins, en staðan er sú að menn eru farnir að nota þetta í fjölbreyttari tilgangi. Það getur verið erfitt að banna mönnum eitthvað sem þeir eru vanir að gera, og því oft auðveldara að aðlaga kerfi að breyttum aðstæðum.

    Í dag held ég að það þurfi 10 niðurþumla fram yfir uppþumla til að ummæli hverfi (?), mætti ekki hækka þennan þröskuld?

    Hvað hefur það oft gerst að “gott” komment sé með 50 fleiri niðurþumla en upp? Hinsvegar fara mjög vond komment (sem má alveg þumla niður) oft upp fyrir 50 negatíva þumla.

    Væri þá ekki fínt að setja þröskuldinn í 50? Eða einhverja aðra tölu sem ykkur finnst passa til að ná markmiðinu fram?

    Og þó ég segist vera sammála ykkur þá get ég líka verið smá sammála þeim sem nota þumlana sem “skoðanakönnun”, það getur alveg verið sniðugt. Það vilja ekki allir skilja eftir komment. (Og svo væri djöfulli leiðinlegt ef allt myndi fyllast af stuttum “Já, sammála” og “Nei, ósammála” kommentum.

    Enn og aftur takk fyrir skemmtilega síðu – merkilegt hvað hún er skemmtileg miðað við gengi liðsins.

  23. Svo er annað; Nú veit ég ekki hvort þetta þumlakerfi sé einhver 3rd party viðbót við WordPress og þið kunnið kannski ekki mikið að breyta til og bæta. En ef menn myndu vilja “sparsamari” notkun á þumlum þá mætti alveg hugsa sér svipaða aðferð og margar “crowd-sourcing” síður nota, þ.e að þú færð X marga þumla á dag til að “nota”. Þú veist eins og ég Einar að menn fara sparlega með takmarkaða auðlind 🙂

  24. Ég hallast að því að hugsanlega sé besta lausnin við þessu að taka burt “niður” þumalinn. Þegar menn eru farnir að skrifa komment einsog “ég veit að þetta verður þumlað niður” bara af því að þeir lýsa óvinsælli skoðun, þá erum við komin á hálann ís með þessa umræðu.

    Kannski er best að hafa þetta bara einsog á Facebook – bara “like” takka.

    Og já, þetta er bara WordPress viðbót við kerfið – þótt hugmyndin um takmarkaða auðlind sé ágæt, þá er ég ekki alveg að nenna slíkum pælingum. 🙂

  25. Er ekki bara málið að hætta með þetta þumlakerfi og síðuhaldarar fjarlægja þá bara óviðeigandi ummæli ef þess þarf?

  26. Við ætlum að prófa að taka niður þumalinn af í smá tíma og sjá hvort það virki betur þannig. Þeim sem ekki líkar við þetta geta þumlað þetta komment niður. 🙂

  27. Ein spurning, finnst ykkur ekkert fáir blökkumenn í Liverpool ? Finnst þeir líka voða sjaldan orðaðir við Liverpool… Þetta lið okkar lítur út eins og e-ð nýnasistalið. Flestir burstaklipptir og útúr tattooeraðir. Ég vill fleiri blökkumenn til Liverpool. Held að það geti komið jafnvægi á hlutina 🙂 Ljónharða blökkumenn inn !! Líst vel á þennan Eljero Elia.
    Yeah ! koma svo ! YNWA ! Vona að ég verði ekki bannaður fyrir þessi ummæli.

  28. http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/reds-move-for-dutch-world-cup-star Hérna er þetta komið inná aðalsíðuna eins og bent er á í # 29 að vísu er þetta ekki alveg staðfest af klúbbnum eins og segir neðst í fréttinni.

    En þetta eru virkilega spennandi fréttir, þessi drengur er öskufljótur og teknískur kantspilari og getur leikið ýmsar kúnstir til að koma sér í færi, vonandi verður hann komin í rauða treyju fyrir jan lok.

  29. enn þessi elia það hefur verið sagt að hann hafi ekki staðist væntingar hjá Hamburg og að þessum leikmanni sé oft líkt við hæfileika Ryan Babel. erum við bara að fara kaupaa einhvern babel?? hef reyndar trú á að þessi se betri enn þetta hlítur að þýða að Babel sé á útleið !

  30. Það væri nú spennandi að sjá Eljero á vinstri kantinum og Babel á hægri, sérstaklega ef við fáum inn stjóra sem getur fengið það besta útúr ungum leikmönnum.

  31. Sammála að breyta þessu þumlakerfi,það mætti bara hætta með það mín vegna,fólk getur bara tjáð sig um færslur og komið sýnum skoðunum á framfæri þannig,mér finnst þumlakerfið álíka vitlaust og ”LIKE” á facebook.

  32. Ef ég er að skilja þetta rétt þá hefur Eljero Elia byrjað 6 leiki af 17 (í deilinni) og komið 4 sinnum inn sem varamaður. það þykir mér ekkert rosalegt og þess má geta að Hamburg er í 9. sæti í deildinni.

  33. Hver er eiginlega tilgangurinn í að kaupa Babel 2 og frysta hann svo á bekknum næstu 3 árin. Hafa þessir menn ekkert lært? Eina leiðin til að fá e-h úr þessum mönnum er að leyfa þeim að spila og ég er ekki að sjá það fara gerast með RH á hliðarlínunni.

  34. Góð hugmynd hjá ykkur að taka það neikvæða í burtu og skilja það jákvæða eftir, þetta snýst ekki um að rakka niður manninn… 😀

  35. Þetta er ekki góð breyting að mínu mati. Skil tilganginn, en hitt kerfið var skemmtilegra.

  36. Svo hjartanlega sammála þessarri breytingu. Held þetta sé lang farsælasta lausnin í þessu máli, og sniðugasta um leið. Mjög þægilegt að geta skannað síðuna, lesið það sem fólki finnst almennt standa uppúr án þess þó að það sé verið að þumla menn niður í gríð og erg fyrir ekkert annað en mismunandi skoðanir. GLÆSILEGT !

  37. Mér finnst þetta ekki góð breyting að meiga ekki þumla menn niður,ég sjálfur fæ oft nokkra niður þumla og tek það nú ekki mjög nærri mér. Ég bý reyndar erlendis og er því fyrir löngu hættur að taka sjálfann mig of alvarlega, mér finnst stundum íslendingar vera ansi viðkvæmir fyrir gagnrýni og það er eitthvað sem margir mættu laga hjá sjálfum sér . Ég þekki vel til í DK og þar er oft skifts á skoðunum og stundum harkalega en danir hafa það fram yfir okkur íslendinga að þeir virða skoðanir hvors annars og fara hreint ekki í fýlu þó að þeir séu ekki sammála og eru ekki heldur langræknir sem er eitthvað sem við íslendingar mættum læra af þeim.
    En er ekkert að ske með Roy, á hann virkilega að fá einn útileik í viðbót?

  38. 33 – Ég hef oftar en einu sinni rætt þetta við vini mína.

    Þetta er auðvitað engin markviss stefna, en þetta sýnir okkur að við erum til dæmis að hundsa leikmenn frá Afríku – eru engir menn að scouta leikmenn þar?

    Á meðan að Chelsea eru með Drogba og Obi Mikel og Arsenal hafa verið með slatta af leikmönnum frá Afríku, þá höfum við ekki verið með neina leikmenn þaðan. Þetta mun kannski aukast með áhrifum frá Comolly, sem þekkir auðvitað vel til í Frakklandi þar sem að margir afrískir leikmenn byrja sinn feril í Evrópu.

  39. Ég verð að fá að spyrja, voru einhverjir að kvarta yfir því að það væri verið að þumla fólk niður ?
    Ég tók eftir því að það var verið byrjað að þumla Babu aðeins niður en það er varla ástæðan er það ?

  40. 33 – ég er svo 100% sammála, með allt sem þú sagðir og Elia, Síðan væri ekki verra að fá einhvern nautsterkan svartan framherja sem getur hlaupið hraðar en flestir!

  41. Hvað segirðu tommi, varstu þumlaður eitthvað niður? Sennilega rétt hjá þér að það sé vegna þess að Íslendingar eru svo glataðir.

  42. Mér líst ágætlega á Elia fyrir rétt verð, gæti komið komið hraða og ógn í sóknarleikinn. Skiptir ekki öllu hvort hann hafi náð sér á strik í með Hamburg eða ekki. Hann hefur klárlega hæfileika sem sprungið gætu út við réttar aðstæður. Ekki gleyma því að Henry hrökklaðist frá Juventus sem voru búnir að afskrifa hann áður en hann fór til Arsenal.

    Ég gæti trúað að reglur um fjölda enskra og uppalinna leikmanna muni koma til með að takmarka fjölda erlendra leikmanna hjá Liverpool. Ekki hjálpar Afríkukeppnin til sem haldin þar sem stjórar vilja helst ekki sjá á eftir mörgum leikmönnum á slæmum tíma. Það er hins vegar alveg klárt að leikmenn á borð við Drogba, Essien og Etoo myndu klárlega bæta lið Liverpool. Vona félagið sé nú ekki búið að loka á þann markað þrátt fyrir að síðasta verlsunarferð þangað hafi algjörlega floppað, var kannski einhver búinn að gleyma Diouf og Diao 😉

  43. Varðandi umræðuna um blökkumenn, þá finnst mér ekki skipta máli hvort menn eru brúnir, svartir, ljósir, gulir o.s.frv., það á að horfa á gæði leikmanna en ekki lit. M.ö.o. á ekki að taka upp einhverja stefnu varðandi blökkumenn frekar en þá sem eru ljósir á hörund.

  44. Leitt að menn hafi ofnotað þennan þumal að ykkar mati … en ég verð að viðurkenna að ég las mikið í þessa þumla á komentum… t.d komment sem voru með mikið af þumlum í báðar áttir voru oft á tíðum skemtilegustu vangavelturnar o.s.fr … hvernig væri frekar að hækka úr 10 í 20 þumla áður en kommentið verði falið??

  45. Ég veit ekki afhverju, en ég er mjög óánægður með þá breytingu að taka ‘thumbs down’ í burtu. Ég skrifa venjulega ekki mikið hér inn en kíki samt daglega og gott betur inná þessa síðu, les öll kommentin og þumla upp og niður eftir hentisemi. Núna get ég bara þumlað upp?! Mér finnst einkar óþægilegt að lesa komment sem ég er mjög ósammál og ekki geta gert neitt til að sýna að ég sé ósammála.

    Ég veit ég get skrifað góð og uppbyggjandi ummæli með góðum rökum á móti, en ég bara.. Ég bara nenni því ekki!

  46. Hefðu frekar átt að hækka hámarkið á þumlum niður til að comment hverfi í stað þess að taka þumalinn burt.

  47. Fínt að það er búið að breyta þumlakerfinu.
    Af því tilefni langar mig að leggja það til að Souness taki við liðinu aftur.
    Ef ég man rétt þá var ástandið skárra undir hans stjórn.

  48. Skil ekki afhverju þumlar upp eða niður voru að bögga nokkurn mann.
    Held að þumall niður hafi aldrei verið neitt persónulegt.
    Held að þetta hafi verið fínt eins og það var…..Þeir sem eru ósammála geta þumlað niður ….æ sorry það er ekki hægt lengur

  49. @ 33 🙂

    Væri ekki best að fá góða leikmenn til LFC…..Skiptir kannski ekki öllu máli liturinn á liðinu….Nema hvítt fer betur með rauðu en svart eða gult…lol…Kannski mætti nota fleiri blökkumenn þegar spilað er í varabúningunum 🙂

  50. Ég er svosem sáttur við þessa breytingu og hvort hún skili betri umræðu, en hefði verið hægt að halda NIÐUR þumli inni og sama hversu margir þumlar niður koma helst kommentið. En ef komment eru ekki við hæfi eru þau einfaldlega fjarlægð af síðuhöldurum?

  51. Hverjum er ekki sama um þetta þumlakerfi? Einbeitum okkur bara að okkar liði og vonandi fer leiðin að liggja upp á við

  52. hvernig væri að við þumluðum okkur allir og einbeittum okkur að fótboltanum?

  53. Hið besta mál og ykkur síðuhöldurum til framdráttar. Ef ég man rétt þá var þessi síða stofnuð til að halda uppi málefnalegri umræðu og þetta eru skref í þá áttina.

  54. Mér finnst þetta vera breyting til hins betra.

    Með þessu er öllum skoðunum gert hátt undir höfði en samt er hægt að þumla upp allra bestu athugasemdirnar þegar það á við, very good!

  55. Það má allavega ekki taka út þumall upp möguleikann fyrr en eftir að maður hefur fengið tækifæri á að þumla upp þann fyrsta sem kemur með Roy Hodgson rekinn (staðfest) link.

  56. Það er búið að opna fyrir leikmanna gluggann og hér er verið að ræða um þumla upp og niður, hversu spennandi er þetta.

  57. Er það útgefið af hálfu LFC að versla leikmenn núna í janúar glugganum ????

  58. Smá útúrdúr kannski en væru þið ekki til í að uppfæra leikina hérna til hliðar…Wolves leikurinn er löngu búinn og enginn vill minnast á hann 😉

  59. Eitt sem ég skil ekki varðandi þjálfaramálin. Menn tala um það sem neikvæðan kost við King Kenny að honum gæti kannski gengið vel og þá myndi hann mögulega vilja vera áfram – og þá væri ekki hægt að fá nýjan stjóra í sumar.
    Væri það í alvörunni svona vont? Að við fengjum stjóra sem myndi ná til liðsins, og hann myndi vilja vera áfram?

    Sé ekki vandamálið.

  60. þumlakerfið veldur mér litlu hugarangri, þrír útileikir í röð með Hodgson í brúnni valda mér hins vegar miklu hugarangri

  61. Verð að segja að þessi Ralf Rangnick er virkilega áhugaverður. Hann virðist að mestu smell passa inn í hugmyndafræði NESV og er á lausu (verður það varla lengi) og því verður hann að teljast líklegur í huga NESV. Hann myndi sennilega endunýja þetta lið okkar að mestu leiti á næstu tveim þrem árum og kaupa einungis unga stráka líkt og hann gerði hjá Hoffenheim.

    Ég tippa á kauða.

  62. Michael Owen kemst ekkert neðar í mínum bókum svo það skiptir engu hvort hann fari til Toffees eða ekki.

Stjóramálin – tímabundin eða varanleg lausn

Opin umræða