Liðið komið á “Roy Hodgsons’ D-Day”!

Ræðum umræðu og viðburði gærdagsins eftir leik, því ég held enn að Hodgson eigi séns um sinn með sigri.

Uppstilling dagsins er:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Aurelio

Kuyt – Lucas – Meireles – Maxi

N’Gog – Torres

**BEKKUR:** Jones, Cole, Babel, Kelly, Poulsen, Gerrard, Kyrgiakos.

Gerrard tæpur eftir Wolves og fer á bekkinn, hann tekur Konchesky af lífi með því að setja hann alveg út úr hóp sem er ömurleg framkoma gagnvart leikmanni, óháð því hvort mér finnst sá drengur góður eða ekki. Það er verið að stilla upp 4-4-2, hans leikkerfi og það þrátt fyrir að það hafi ekkert gengið. Hrokafullt að mínu mati. En það er gott að sjá Agger í liðinu á ný!

Viðurkenni það að alveg að það er bara vegna óstjórnlegar ástar á klúbbnum Liverpool sem ég vonast eftir þremur stigum í dag, sem verður afar erfitt gegn dúndurspræku Bolton-liði.

99 Comments

  1. Ég held að við séum ekkert að fara að vinna Bolton í dag en ég er sáttur að sjá Agger og Aurelio í liðinu en hefði vilja sjá Skrtel á bekknum og Soto með Agger í miðverðinum.
    1-2 tap því miður.

  2. Maggi ég sé ekki hvernig það er ömurleg framkoma gagnvart koncheski að fleygja honum úr liðinu hann er buinn að vera skelfilegur og því eðlilegt að taka hann úr hóp vissulega eithvað sem hefði mátt gerast fyrr

  3. Ég held að það hljóti að vera að Konni sé veikur eða meiddur.
    Hann tekur ekki sinn mann úr vörninni nema að það sé eitthvað að.

  4. 1-1 í enn einum skítaleiknum.

    …og svo eru manchester united hægt og bítandi að verða að sigursælasta liði englands… ógeðslegur raunveruleikinn nagar mann í punginn 🙁

  5. bolton eru með sterka menn í loftinu sem þeir munu nýta í dag eins og Davies, Cahill, Elmander og Knight.. hefði ekki verið gáfulegra að hafa Kyrgiakos þarna með Agger

  6. Jú það hefði verið gáfulegra að hafa Soto með Agger í vörninni…

  7. Ég er ekki að verja Paul Konchesky sem slíkan. Mér finnst einfaldlega Hodgson nú reyna að nota hann til að fá einhvern smá plús frá okkur.

    Það var heigulsskipting hjá honum síðast að skipta út bakverði fyrir annan bakvörð, eingöngu til þess fallinn að reyna að fá athyglina af sjálfum sér og fá klapp fyrir eitthvað eftir að N’Gog skiptingin var bauluð af áhorfendum.

    Paul Konchesky hefur ekkert gert af sér sem mér fannst ástæða til að koma svona fram við hann, enda var skiptingin marklaus, Aurelio gerði ekkert merkilegt og leikskipulagið var áfram jafn víðáttuvitlaust. Svo það núna að taka hann út úr hópnum en hafa vin sinn Poulsen á bekknum með Kelly þýðir auðvitað bara það að Hodgson er að reyna að vinna sér inn aðdáendur með því að ráðast á leikmann.

    Því Konchesky er hinn nýi Lucas okkar aðdáendanna. Hann var töluvert betri í síðasta leik en margir, t.d. hinn HANDÓNÝTI Martin Skrtel sem hefur gefið mörk í allt haust án þess að fá nokkra gagnrýni. Hvernig hann er í liðinu umfram Kyrgiakos er auðvitað rannsóknarmál!!!!!

  8. Þetta er gott lið sem karlinn teflir fram í dag og ætti að vera skildu sigur en við vitum hvernig veturinn er búinn að vera ÖMURLEGUR.
    Hefði viljað Soto í stað Skrtel annas sáttur með liðið.

  9. Skrtel og Soto eru báðir mjög léégir varnarmenn og það hefur sést í allan vetur, Skrtel hefur verið að hanga í leikmönnum alla leikina og stálheppinn að fá ekki á sig víti í hverjum leik en hann gerir mistök í hverjum einasta leik.
    Soto er líka frekar slakur varnarmaður sem gerir mistök en hann hefur þó allavega þann kost að hann er feykilega sterkur í loftinu bæði í vörn og sókn en góður varnarmaður er hann ekki.
    Ég er ótrúlega sáttur að fá Agger til baka en hann gæti verið frekar ryðgaður í dag eftir langa fjarveru en hann er okkar langbesti varnarmaður og vonandi er hann nú laus við þessi leiðindarmeiðsli.
    Ég óska svo eftir einum klassamiðverði í janúar og að Skrtel verði gefinn eða seldur ef einhver vill hann.
    Hangeland, G Cahill eða einhver annar með reynslu úr Ensku deildinni.

  10. Held að Owen Coyle hrósi sigri hér, því miður. En held hann eigi eftir að gera það oft því hann verður vonandi ráðinn stjóri Liverpool eftir þennan leik.

  11. Ég get varla sagt að ég vonist eftir sigri því sigur lengir mögulega tíma Hogdson í starfi. Ef tap er það sem þarf til að losna við hann – so be it. 🙁

  12. Það er nóg að hafa 3 varamenn mátt bara skipta þremur inná

    Liverpool vinnur 3-1
    YNWA

  13. Hárrétt að taka Konchesky út úr hópnum. Fáránlegt að vera með mann á bekknum sem getur bara spilað eina stöðu það vinstri bakk. Fín uppstilling og vonandi tökum við þetta.

  14. Djöfullinn , Maxi gæti verið kominn með 2 mörk í dag með smá heppni.

  15. Ensku þulirnir eru að hrauna yfir Torres og ég er bara nokkuð sammála þeim. Gaurinn er algjörlega off.

  16. Kuyt fór til hans og sagði “Ég skal kenna þér að taka á móti bolta”. 🙂

  17. úr því staðan er orðin svona þa svona ég bara að þetta haldist…. Bless roy….

  18. ARGGGAASTA HELV!!! Ég get ekki meir ég ætla að halda með Rochdale!

  19. Við kennu ekki bara RH um þetta mark. Einbeitingaleysi hjá leikmönnum.

  20. Jesús minn, hvernig tókst Lucas að brenna þarna af! Það er afrek útaf fyrir sig. Þvílík hörmung.

  21. Einhver með tengil… þó ég þori eiginlega ekki að horfa!

  22. 28 ég undra mig á ástæðu þessa einbeitingaleysis! Hver á að setja menn í rétt hugarfar fyrir leik enn er sennilega of upptekin við að prumpa í hendina á sér?

  23. Nennir einhver að hringja í Fabio í hálfleik og spyrja hvern fjandann hann var að hugsa að tækla manninn þarna úti við hliðarlínu þegar það var engin hætta og gefa þeim þannig stórhættulega aukaspyrnu??

  24. Hættiði þessu væli!!!! Hvort eruð þið aðdáendur eða stuðnigsmenn????

  25. Þessi staða er óverðskulduð að mínu mati, Liverpool búnir að vera sterkari aðilinn í þessum leik en með eindæmum óheppnir að vera að tapa þessu.
    Lucas með DAUÐAFÆRI og Maxi með skalla í slánna og bjargað á línu frá honum.
    Ég trúi ekki öðru en að við setjum 1-2 mörk í seinni hálfleik.

  26. Ömurlegar fyrstu 45 mínútur.

    Ég svosem læt þetta ekki koma mér á óvart lengur, það er svo augljóst að þetta gengur ekki upp að hálfa væri nóg. Dúndrað fram og engin pressa í gangi neins staðar.

    Aurelio skítlélegur og brýtur fáránlega af sér, sama skíta”maður á mann” dekkingin að klikka eins og svo oft áður í vetur. Ef eitthvert væri vitið myndi strax verða breytt um tempó og fjölgað á miðjunni og reynt að spila boltanum í fætur.

    En það er svo augljóst að karlinn er búinn á taugum að hann þorir engu. Verður kvaddur eftir leik, sama hvað gerist næstu 45. Bara hlýtur að vera!!

  27. Gerrard bara klæddi sig úr treyjunni á leiðinni útaf. Nú er bara spurning hvort að RH nái “sanngjörnu jafntefli” en þar sem kallinn er ekki með neitt sem líkja má við pung að þá verður hann bara rekinn með skömm eftir leikinn.

    Annars fannst mér vera batamerki á liðinu fram að markinu. (annað væri nú reyndar bara ekki hægt) og óheppni hjá Lucas að jafna ekki í restina.

    Vonandi gerast kraftaverkin í síðari hálfleik.

  28. Veit einhver um aðstöðu þar sem maður getur horft á Liverpool-leiki í litlu herbergi með púða-veggum og í spennitreyju. Í alvöru!

  29. Ég veit að þetta lítur ekki vel út þessa stundina hjá ykkur en það ætti að gleða alla LFC fans að núna er G.Neville alléleagsti leikmaður englands og þó víðar væri leitað 🙂

  30. jæja þetta er bara síðasti naglinn í kistuna hjá RH. Eins og ég hélt þá eru rosalega blendnar og skrítnar tilfinningar við að horfa á þennan leik…grunar að leikmönnum líði eins. vita ekki alveg hvort þeir eru að koma eða fara og kallinn í brúnni er í raun Drekinn!!!

    Mikið væri gaman að vera í búningsklefanum og heyra hvað er sagt og hver talar 🙂

  31. Hey lítum á björtu hliðarnar ef við töpum þá hljóta þeir að reka Woy Horribleson

  32. Höfum alveg áður á lífsleiðinni lent undir, komið til baka og unnið. Sé svo sem ekkert í spilunum að slíkt sé ómögulegt í dag. Vona bara að okkar menn komi með hausinn rétt skrúfaðan á í seinni hálfleik og klári þetta með stæl og byrji árið þannig sem það skal vera. Með sigri.

  33. Það gengur ekkert upp þegar menn eru svona pirraðir.. Þeir eiga bara að girða sig í brók lauma inn tveimur mörkum, reka síðan þjálfarann og láta Daglish klára út tímaibilið og vona að við náum 4. sætinu annars missum við okkar bestu leikmenn …..PÚNKTUR…..

  34. Átti svo einhver í alvöruni von á einhverju öðru ég stend við mína spá 0-2 fyrir Bolton

  35. Hvað er að frétta af Fabio? Þvílík vitleysistækling, algjörlega óþörf!
    Flott varnarvinna hjá Glen Johnson, og laus maður í þokkabót fyrir aftan hann. Glæsilegt.
    Torres að gera góða hluti. Pirraður, ekkert sjálfstraust, augljóslega ekki andlega tilbúinn. Hann er off. Ég veit ekki hvort ég muni sakna hans þegar hann fer.

    Ég ætla að endurtaka eitt stórkostlegasta komment sem ég hef séð á þessari síðu.
    Man ekki hver sagði þetta, but here it goes:

    Þetta tímabil eru jafn mikil vonbrigði og að fara heim með feitri stelpu með lítil brjóst.

  36. því miður verð ég að vona að við töpum þá verður þessi helvítis ugla öruglega rekin!

  37. Annars er það að frétta að ég er að vinna Chelsea í Football manager 3-0 þar sem Romelu Lukaku er kominn með 2 ob Gylfi Sig 1 mark.

  38. Það er ekki nema von að við séum í þessari stöðu, við erum með drasl stjóra og sem lætur miðlungslið verða að draslliði, ef að við værum með heimsklassa stjóra þá væri hann búin að gera þetta miðlungslið að góðu liði.

    Það er hver einn og einasti leikmaður að spila undir getu hjá Hodgson og það mun ekki breytast, við föllum ef að hann fær að stýra liðinu í 4-6 vikur í viðbót, þá verður bara of seint í rassinn gripið til að fara bjarga einhverju. Hann þarf að fara núna í hálfleik, þá fer þetta kannski að ganga betur!

  39. Ja hérna,ekki að þetta komi nokkuð á óvart. Liðið gjörsamlega týnt,varnarleikurinn hver sér um að skipuleggja hann? Glen að dekka Davies haha gott grín, agger á hann gerrard á cahill, kuyt á knight er þetta flókið?

    En 45 eftir og einu sinni gafst Liverpool aldrei upp en þetta lið Roy kemur sjaldan til baka.

    Vill samt 3 stig alltaf sama hver stjórnar,KOMA SVO

  40. Tho lidid hafi spilad skar heldur en i sidasta leik, tha er ekkert sjalfstraust til stadar og nokkrir, t.d. Torres sem vildu vera einhversstadar allt annarstadar en inni a vellinum. Menn eru hraeddir, pirradir og med hugann fyrir utan vollinn. Eg se ekki karakter tharna inna I dag sem getur unnid leikinn fyrir okkur I dag.

  41. Ég hef aldrei á æfinni heyrt jafn þrúgandi þögn á Anfield Road. Þetta er átakanlegt þótt þetta sé mun skárra en gegn Wolves. Ég tek undir þetta Konchesky mál, hvernig Skrtel fær að halda sæti sínu leik eftir leik og á sök á marki í leik. Spyrnurnar hjá Reina eru að versna, Torres er mikið í boltanum en er kominn með fæturna hans Kuyt. Við þurfum Istanbul-turn-around ef Hodgson á að halda starfi sínu, ekkert minna.

  42. Hvernig er hægt að þumla niður að Dirk Kuyt sé búinn að vera bestur… Hann er búinn að leggja upp tvö (áttuaðvera) mörk og með þrautseigju sinni búinn að búa til sókn sem endaði með annað dauðafæri…

    Væri alveg til í að heyra frá öðrum hver hefur verið sterkari en Kuyt í rauðri treyju á Anfield í dag?

    Finnst Agger líka hafa komið sterkur tilbaka úr langri fjarveru.

    Torres og Ngog búnir að vera slappir.

  43. Af hverju er Wilson ekki notaður, hann einfaldlega getur ekki verið verri en Skrtel eða Soto.
    Setja Johnson á hægri kantinn og Kelly í bakvörðinn. Og Wilson og Agger í miðverðinum.

  44. Torres þarf að lita sig aftur ljoshærðan, þá gat hann eitthvað.

  45. Það er naumast að menn nenna að hrauna yfir Aurelio út af þessu marki, þó svo að hann hafi álpast til að brjóta af sér þá var það ekki hann sem skildi K. Davis eftir óvaldaðan inní teig!!!!!!!!!!!!!!

    Að mínu mati hefur hann bara verið nokkuð fínn í leiknum fyrir utan þetta brot, allavega margfalt skárri en Konni uppá sitt besta.

  46. Athyglisvert að hugsa til kaupa Hodgeson í sumar. Varamarkmaður sem engin þörf var fyrir, Konchesky sem skortir getu sem og Paulsen, Cole á bekknum og er allur í mínus, Meireles (sem er gæðaleikmaður) farinn útaf og endurnýjaður samningur við Aurelio sem er einfaldlega búinn að vera. Glæsileg kaup og styrkja liðið mikið!!!!

  47. ekki búinn að geta blautan í dag og kemur síðan með þetta flotta finish

    • ekki búinn að geta blautan í dag og kemur síðan með þetta flotta finish

    Gefið honum smá þjóustu og hann skilar sínu, það hefur aldrei verið vandamálið.

  48. Svakalegur munur að hafa Agger í vörninni. Hef ekki enn séð hann gera háloftasendingu.

  49. Sammy Lee hlýtur að hafa troðið sinnepi upp í rassg….. á torres í hálfleik!

  50. Ástæðan fyrir þessu góða spili í seinni hálfleik er að ég held sú að Hodgson tilkynnti afsögn sína í hálfleiksræðu sinni.

  51. Torres hefur alls ekki verið vandamál liðsins heldur skortur á þjónustu til hans.

  52. Það er nú mikill munur á leiknum núna og úlfaleiknum. Enda færri leikmenn að spila út úr sinni stöðu en síðast. Það er mikill munur á Agger í vörninni, Maxi á kantinum o.s.frv.
    Leikmenn vita alveg að það er verið að finna nýjan stjóra, en það breytir því ekki að þeir þurfa líka að standa sig. Leikurinn í dag heldur ekki lífi í Roy þrátt fyrir sigur eða mögulegan sigur.
    Bolton er ekkert rosalega gott í dag, mjög auðvelt að sprengja upp vörnina þeirra og þeir eru bara sterkir fram á við í set pieces.
    Þeir ættu að geta klárað leikinn okkar menn. Myndi vilja sjá Babel eða Cole koma inn á fyrir NGog fljótlega.

  53. Besta twitter færsla dagsins

    I’m not one for starting rumours, but I believe Owen Coyle has been spotted at Anfield.

  54. Ef það er einhver sem ætti að fara af vellinum þá er það Kuyt, mér finnst N’Gog vera búinn að vera ágætur í dag.

  55. Ætlar helvítis boltinn ekki í markið, þetta er búið að vera sennilega besta frammistaða liðsins í vetur fyrir utan chelsea leikinn.

  56. Þetta er nú búið að vera ágætt í seinni hálfleiknum, og ég er nú ekki sammála með Kuyt, hann er búinn að vera ágætur.

    Gerrard er líka nær sínum standard.

    En koma svo – klára þetta 🙂

  57. Ætli RH hafi ekki sagt leikmönnum í hálfleik að hann ætli að segja af ser eftir thennan leik… Það er allt að lifna við í seinni hálfleik 😛

  58. ágætir í seinni hálfleik… en alveg eins heppnir að vera ekki 2-1 undir…

  59. 2-1! Ef að Gerrard hefði ekki komið inn á þá hefðum við aldrei skorað þessi tvö mörk.

  60. Jæja, örugg þrjú stig í hús 🙂

    Æviráðning hjá Hodgson.

    2011 verður frábært ár fyrir Liverpool.

    …eða ekki?

  61. Sá sem þumlaði niður póst nr. 45 hjá mér. Sá má stinga þeim þumli upp í r***gatið á sér 🙂 þetta er alveg hægt. Góður og mikilvægur sigur. Alls ekki sá fallegasti en sigur og 3 stig eru það í hús. Áfram svo – helst án Roy.

  62. Fín spilamennska í dag. Vorum að yfirspila þá á kafla í fyrri hálfleik en áttum erfitt með að skapa okkur færi. Fannst við síðan taka öll völd í seinni hálfleik og það var bara tímaspursmál hvenær boltinn færi inn. Mér fannst ég sjá það bara á Gerrard þegar hann kom inná að hann myndi vinnan þennan leik fyrir okkur, sem hann gerði svo.

    Eigum tvo leiki til góða á Sunderland og Bolton og einn leik á Stoke. Ef við vinnum þessa tvo leiki þá erum við komnir í 6 sætið!

  63. Til hamingju með sigurinn við,svona er þá tilfinningin….

    Vonandi fer Roy samt fyrir mánudaginn.

  64. Gerrard átti frábæran seinni hálfleik. Sannur leiðtogi. Tveir – þrír í glugga, nýr stjóri og við verðum í baráttunni um 6. sætið.

  65. Nú hugsa þessir Kana aumingjar ja hann er nú ekki svo vonlaus hann Roy og sleppa því að reka hann. Ef hann verður ekki rekin á næstu 48 tímum þá vil ég sá bakið á þessum Könum og fá einhverja inn sem hafa raunverulegann metnað til þess að koma Livepool aftur á toppinn.Þessi sigur breytir engu Roy verður að fara.

  66. Tveir – þrír í glugga, nýr stjóri og við verðum í baráttunni um 6. sætið.
  67. jeij

Bolton á morgun

Liverpool 2 – Bolton 1