Gleðileg jól

Í dag er Þorláksmessa og einn dagur til jóla. Það hefur lítið verið að gerast hjá liðinu síðustu daga vegna frestunar leikja en við höfum skemmt okkur vel þrátt fyrir það með lifandi umræðum á þessari síðu. Ef leikurinn gegn Blackpool á annan í jólum fer fram (vonandi) kemur hér næst inn upphitun á jóladag en þangað til mun síðan taka sér frí til að borða mikið af jólamat og opna örfáa pakka.

Fyrir hönd Liverpool Bloggsins og okkar sem höldum þessari síðu úti óska ég ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, hvar sem þið eruð.

Með kveðju,
Kristján Atli
ritstjóri Kop.is

67 Comments

  1. Vil óska síðuhöldurum og meðlesendum mínum gleðilegrar hátíðar.
    Vonandi fáum við bjartari tíma fljótlega.

    YNWA

  2. Kristján, þið hinir pennarnir hér og þið allir lesendur. Gleðileg jól og takk fyrir að gera þennan vef með þeim betri sem maður heimsækir OFT á dag.

    Það er óhætt að halda því fram að næsta ár verður viðburðarríkt fyrir okkur Liverpool menn og vonandi verður það helst til mikið mikið mikið meira jákvæðara en liðið ár c”,)

    Hafið það öll sem allra best um hátíðirnar,
    Jólakveðja – YNWA

  3. Gleðileg jól til allra poolara og þakkir til síðuhaldara fyrir frábært starf!

  4. Ég þakka fyrir frábæra síðu og fá aðstandendur hennar hrós frá mér. Einnig fá allir þeir sem heimsækja þessa síðu og opinbera álit sitt klapp á öxlina, því þótt menn séu oft á tíðum ósammála hafa allar skoðanir rétt á sér og víkka sjóndeildahringinn hjá manni.

    Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

  5. Megi jólin vera fallega Liverpoolrauð í ár. Gleðileg jól poolarar nær og fjær! Megi Hodgson yfirgefa okkur á komandi ári 😉

  6. Gleðileg Jól allir Púlarar nær og fjær, og þið sem haldið þessari síðu úti þið fáið knús frá sveinka… þið eruð að vinna mikið og gott vek…

  7. Gleðileg Jól allir og takk fyrir frábæra síðu ánægður með ykkur 🙂

  8. Kæru Púllarar nær og fjær, til sjós og lands, sjávar og sveita,

    gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, vonandi verður næsta ár gæfuríkara en það sem nú er að ljúka (m.a.s. almættinu var fyrirmunað að hafa jólin rauð fyrir okkur).

    Guð blessi okkur, YNWA!

  9. Ég óska síðuhöldurum og þeim sem skiptast hér á skoðunum gleðilegra jóla

  10. Gleðileg jól félagar og hafið það gott yfir hátíðarnar.

    p.s. Nr.23 og Nr. 24 góðir linkar (sérstaklega nr.23) en reynum nú að halda Benitez umræðunni og öðru þrasi í síðustu færslu og jólunum hérna 🙂

  11. http://fotbolti.net/fullStory.php?id=101778
    Þurfum að fá svona þjálfara , sem gefur þessum M.U.-ógeðum á baukinn , þorir að standa á sínu og spilar alla leiki til sigurs , hvort sem það sé á móti Manchester United eða Derby , fara í alla leiki 100% sigurvilja . Finnst Hodgson alltof lítill bógur , það er eins og hann sé bara sáttur með 7 sæti , sem er einfaldlega 7 sætum neðar en við stuðningsmennirnir sættum okkur við .
    En samt gleðileg jól – vona að það næsta verði okkur gróskumikið

  12. Gleðileg jól til allra þeirra sem lesa þessi skilaboð. Megi pakkarnir vera veglegir og maturinn ljúffengur.

  13. Benitez flottur í þjálfaraúlpunni 🙂 það yrði gaman að sjá kallinn á Anfield yfir hátíðirnar

  14. Ho – Ho – Ho

    Gleðileg jól kæru félagar. vonum að það snjói ekki meira í tjalla landi svo að við getum allavega horft á eins og einn leik um hátíðirnar 🙂

  15. Gleðileg jól strákar og stelpur… Takk fyrir allt liðið… ( og þá er ég ekki að meina RH fyrir Liverpool liðið)…. takk fyrir fjörlegar umræður þar sem fæstir eru sammála hverjum öðrum, enda eru það skemmtilegustu umræðurnar…. Hvar væri Liverpool án okkar…

    Kv Kristján V

  16. Er búið að selja Reina? Og hver er þessi Santa sem er í búningnum hans? Getur hann eitthvað?

  17. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þetta er klárlega besta blogg-síðan í bransanum. Hérna kem ég alltaf til að gleyma stað og stund í öllu ruglinu.
    Takk fyrir mig og ég vona að þið hafið það gott um hátíðarnar

  18. Gleðileg Jól Liverpool menn nær og fjær og farsælt komandi Liverpool ár 🙂

  19. Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og eigið góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Borðið eins og þið getið í ykkur látið, ég ætla allavega að gera það!

  20. hvað er málið með að setja puttan niður,þegar maður er að óska gleðilegra jóla,greinilegt það er ekki jól hjá öllum,,,en gleðileg jól.

  21. ég vill bara segja takk æðislega fyrir mig og árið og vonandi að þið standið ykkur jafn vel á næsta ári!

  22. ég vill bara segja takk æðislega fyrir mig og árið og vonandi að þið standið ykkur jafn vel á næsta ári! ..

  23. Kæru Púllarar nær og fjær!
    Gleðileg jól! Borða mikið, gera lítið! At the end of the storm there’s a golden sky.

    Takk síðuhaldarar fyrir þessa frábæru síðu – þið eruð allir meistarar með tölu!

    Hvít Akureyrin biður að heilsa! Áfram Liverpool!

    Gleðileg jól!

  24. Takk fyrir frábæra síðu allir sem að henni standa, ómetanlegur partur af fótboltanum og ástkæru liði okkar. Þó gengið hafi ekki verið sem skyldi þá er gott að koma hingað og fá öxl til þess að grenja á eða einhvern til þess að stappa í mann stálinu. Einnig langar mig að þakk lesendum þessarar síðu því án okkar væri þetta ekki hægt:)

    gleðileg Jól Liverpool menn og konur

  25. Kæru félagar

    Gleðileg jól og takk fyrir frábæra síðu og málefnalega umræður á árinu. Hvernig sem gengur þá munum við standa saman og styðja okkar lið. Með samstígu átaki munum við lyfta félaginu á hærra plan og verða enn á ný sigursælasta lið sem um getur í knattspyrnusögunni.

  26. Sælir félagar

    Ég óska öllum púllurum nær og fjær sem lesa þessa síðu gleðilegra jóla og farsældar á ári komanda. Þeim sem halda úti þessarri síðu óska ég sérstaklega velfarnaðar og gleðilegra jóla árs og friðar.

    Að lokum legg ég til að RH verði rekinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Um leið og ég óska öllum gleðilegrar hátíðar þá leyfi ég mér að benda á snilldarlega samansetta lýsingu á hátíð ljóss of friðar, frá liverpool.offside.com:

    “Yippee ki yay, it’s almost time for uncomfortable conversations with in-laws or morosely sitting and wishing you had in-laws to have uncomfortable conversations with. Either way, the liquor companies win.”

    Áfram Liverpool!

  28. Sælir kæru lesendur kop.is. Ég óska ykkur Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári. Það er fyrst og fremst ykkur að þakka að þessi síða hefur vaxið og dafnað undanfarin ár, vonandi verður framhald á því. Það væri óskandi að liðið okkar færi að vaxa og styrkjast svipað hratt. Árið 2011 verður vonandi mun farsælla en þetta ár 2010, sem er sem betur fer núna brátt hluti af fortíðinni.

    Kv,
    SSteinn

  29. Gleðileg jól poolarar.

    og megi skynsamir menn benda á JWH og félögum á mikilvægi þess að nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn hið fyrsta (köllum það þjálfara, taktíker eða hvað sem er), en bara einhvern annann en Roy Hodgson.

    Persónulega get ég varla hugsað mér verri mann en Roy Hodgson til að stýra þessu stærsta og flottasta félagi í heimi þessum.

    Og megi árið 2011 verða alvöru fótboltaár fyrir LFC.

    🙂

  30. Gleðileg jól og kærar þakkir fyrir þraustseigju líðandi LFC bloggárs, gegnum takmarkað magn af gleðilegum skrifum… vonum að komandi ár færu okkur mun fleiri sem tilheyra gleðilegu deildinni :o)

  31. Gleðileg jól öll og gæfuríkt komandi ár.

    Gott að árið 2010 er að klárast, það næsta hlýtur að verða góð beygja uppá við.

    Svo er ekki hægt annað en að þakka lesendum og kommenterum þessarar síðu fyrir ógeðslega flotta frammistöðu, stend við það að það er leitun á málefnalegri umræðu um fótbolta en þá sem hér fer fram!

    Áfram Liverpool, alltaf!

  32. Jæja. Kominn heim. Var í miðbænum í gær og slapp að sjálfsögðu ekki við Jóla-Möllerinn. Annars allt gott.

    Gleðileg jól til allra púlara.

  33. Gleðileg jól allir púlarar nær og fjær og hafið það sem allra best yfir hátiðirnar og vonandi fáum við betra ár en 2010.
    Áfram Liverpol
    You´ll never walk alone

  34. Gleðileg jól Liverpool konur og menn. Hafið það gott um hátíðina.

  35. Gleðileg jól “kopparar”.
    Vonandi verður árið 2011 gæfuríkara fyrir félagið og þar af leiðandi okkur líka.

    Síðuhöldurum [Einari, Kristjáni, Sigursteini, Magga, Magga og Babú] langar mig sérstaklega til að þakka góða ritstjórn og almenn skrif um þetta ótrúlega áhugamál mitt LFC. Ef ég ætti að gefa ykkur einkun fyrir síðuna á bilinu 1-10 gæfi ég ykkur hiklaust 12. Ég er ekki endilega sammála ykkur alltaf en ….

    Takk drengir.

  36. Jólakveðjur úr Biskupstungunum.

    Og reynið nú að vera almennileg við mancara í kvöld!!! En bara í kvöld, það er varhugavert að missa sig í einhverja vitleysu 🙂

    p.s.

    sérstakar þakkir til síðuhaldara og penna. Megi Fowler gefa ykkur og ykkar hin allra bestustu jól

  37. Jæja… klukkan orðin 6 … Gleðileg jól kæru Liverpool vinir og takk fyrir árið sem er senn að liða 🙂

  38. Gleðileg jól kæru Púllarar 🙂 Vonandi að jólahátíðin fari vel í ykkur og okkar menn og við förum með fullt hús stiga út úr jólahátíðinni.

    Áfram Liverpool, alltaf, alla leið!

  39. Veit einhver hvernig veðrið á að vera annan dag jóla í Blackpool?

  40. Gleðilega hátíð allir Púllarar nær og fjær… Hafið það sem allra allra best og vonandi förum við syngjandi kátir inn í nýtt farsælt ár!

    Skál fyrir okkur öllum

Opinn þráður / Könnun Rafa vs. Roy?

Blackpool á morgun! – Leiknum frestað