Liðið komið – Pacheco og Shelvey byrja

Jæja, erfiður útileikur á skítköldum velli framundan í kvöld. Vegna stöðu okkar í riðlinum megum við við því að tapa þessum leik en auðvitað viljum við ná a.m.k. jafntefli í kvöld og klára okkur inn í 32ja liða úrslitin.

Roy Hodgson hvílir talsvert af lykilmönnum í dag (réttilega) og gefur leikmönnum á borð við Shelvey, Pacheco, Jovanovic og Babel stóran séns til að sýna sig í kvöld. Þetta er byrjunarliðið:

Reina (C)

Kelly – Kyrgiakos – Wilson – Aurelio

Pacheco – Shelvey – Poulsen – Cole

Babel – Jovanovic

**BEKKUR:** Jones, Skrtel, Flanagan, Robinson, Lucas, Eccleston, Ngog.

4-4-2 eða 4-2-3-1 skiptir ekki öllu máli, þetta er ágætlega sókndjarft lið. Ungt og óreynt, vissulega, en margir af þessum leikmönnum þurfa á því að halda að minna Hodgson á að þeir geti gegnt hlutverki í Liverpool-liðinu í desember. Fyrir suma (Babel, ég er að horfa á þig), er þetta nær örugglega síðasti séns.

Koma svo, áfram Liverpool!

YNWA!

68 Comments

  1. gæti líka tippað á að Jova verði vinstra megin og J. Cole fyrir aftan Babel

  2. Lýst vel á þetta.. Cole og Gríska trollið með sitthvort 1 mark fyrir okkar menn, 1-2..

  3. Bjútí. Þetta verður flottur leikur og já, jeg er mjög svo ánægður með bjartsýnina og gleðina í þessari fallegu grein um hópinn. YNWA

  4. Ég verð að segja að ég er bara drullu ánægður með þetta lið! Við þurfum ekki nema eitt stig úr næstu 2 leikjum til að tryggja okkur áfram þannig að það er um að gera að gefa pjökkunum tækifæri til að sýna sig og sanna. Vonandi er Pacheco kominn í gegnum þessa erfiðleika sína (ég held að þessi saga um að hann hafi verið settur út af sakramentinu fyrir að mæta seint séu ekki sannar, eða allavega ýktar. Ég las að hann hafi bara dottið úr formi og ekki alveg verið að gera eins vel og hann getur, þangað til núna nýlega.) og vonandi skorar hann mark eða mörk.

    Svo eru held ég Kyrgiakos og Wilson okkar hættulegasta miðvarðarpar sóknarlega. Það sem ég hef heyrt og lesið og séð til Wilson bendir allt til þess að hann eigi eftir að vera drjúgur í markaskorun næstu árin.

    Svo verður gaman að sjá hvort Shelvey geti ekki þröngvað sér inn í byrjunarliðið með góðum leik, og hvort Babel og Jova geti sýnt að þeir eigi skilið að spila með LFC.

    Ég er allavega orðinn sæmilega spenntur og held við getum alveg fengið mjög fínan leik!

  5. mig langar til að sjá jovanovic í senternum í þessum leik. vona að hann fái að hanga soldið frammi maður hefur enn ekki séð hvað hann getur þar! Reyndar finnst mer hann hafa fengið of lítin séns á að sýna hvort hann geti einhvað.

  6. Fyrir þá sem hafa fylgst með Liverpool síðastliðin ár þá er nokkuð ljóst að þetta er fyrsti sjens sem Babel fær í sinni stöðu. Verst að hann fær ekki fullorðins lið til að bakka sig upp í þessum fyrsta sjens.

    Hinsvegar eru þarna haugur af efnilegum mönnum sem ættu að geta gert betur en margir af leikreyndari mönnum. Menn eins og Kelly, Pacheco, Wilson og Shelvey.
    Ég er hinsvegar skíthræddur um að kallinn sé að setja Pacheco á kantinn og þar með rústa ferli þessa frábæra drengs en vonandi er þetta drengur sem getur spilað hvaða stöðu sem er fyrir framan miðju.

    flott og ferskt lið að byrja á móti Steaua að öðru leyti

  7. Kennedy #7 segir:

    „Fyrir þá sem hafa fylgst með Liverpool síðastliðin ár þá er nokkuð ljóst að þetta er fyrsti sjens sem Babel fær í sinni stöðu. Verst að hann fær ekki fullorðins lið til að bakka sig upp í þessum fyrsta sjens.“

    Kjaftæði. Í fyrsta lagi hefur hann spilað eitthvað af leikjum sem framherji, en þó ekki undir stjórn Hodgson. Í öðru lagi var hann nærri því fastamaður í liðinu á fyrsta ári sínu en um leið og Riera kom réði hann ekki við samkeppnina og hefur aldrei verið samur síðan. Í þriðja lagi spilaði hann sem vinstri útherji hjá Ajax og hefur alla tíð spilað þar með hollenska landsliðinu, þ.m.t. U-21 liðinu sumarið 2007 á HM (minnir mig) þar sem ég fylgdist með honum slá í gegn áður en við keyptum hann.

    Babel er búinn að vera hjá Liverpool í þrjú og hálft ár og fá fullt af sénsum. Hann er á síðasta séns í kvöld og getur engum kennt um nema sjálfum sér. Ekki reyna þetta „hann var eyðilagður af vondu Roy og Rafa“-kjaftæði.

  8. Ég er ánægður með þessa jafnteflis uppstillingu, 986 evru seðill á betsson og lykillinn að honum er jafntefli. Ef Lfc vinnur og ég tapa honum þá er það bara gott mál líka.

  9. Mikið rosalega lýst mér vel á þetta byrjunarlið, ekki þannig að ég haldi að við vinnum leikinn, heldur flott fyrir óreynda menn að sýna sig við erfiðar aðstæður.

    Vona að einhver demanturinn fái smá slípun í kvöld : )

  10. 1-0! Babel með fína fyrirgjöf utarlega úr teignum og Jovanovic skallar hann niður í fjærhornið.

    Af hverju höfum við ekkert verið að nota Jovanovic aftur? Skilidiggi.

  11. Svo fór fagnið hans ekkert á milli mála 🙂 Vel gert hjá báðum Babel og Jovanovic.

  12. Ótrulega vel gert hjá Jovanovic og þá er ég ekki bara að tala um skallann. Babel á einnig hrós skilið.

  13. Það er margt sem maður skilur ekki… en ég er samt hæstánægður með liðið í þetta skiptið. Er ekki viss um að ég hefði geta gert betur sjálfur 🙂

  14. Mig minnir nú að Babel hafi verið í senternum í fyrri leiknum á móti Trabzonspor og skoraði þar mark, en þótti annars ekki eiga góðan leik.

  15. VÁÁÁ COLE… þarna hefði Babel með réttu átt að fá annað assist skráð á sig!

  16. Dauða dauða færi hjá Joe Cole. Hann þarf að fara að finna sig drengurinn

  17. Jova fær plús í kladdann fyrir að knúsa merkið okkar… og snilldar vel skallað hjá honum.

  18. Babel er enginn framherji. Þegar hann fær boltann efst á toppnum með miðvörð í bakið getur hann ekkert, hefur lélega fyrstu snertingu og missir boltann jafnan í stað þess að skila honum á samherja. Í þau skipti í kvöld sem hann hefur hins vegar fengið boltann úti við hliðarlínu hefur hann skapað stórhættu. Lagði upp mark Jovanovic frá hægri kantinum, stútaði svo varnarmanni á hægri hliðarlínunni nokkrum mínútum síðar og keyrði svo upp vinstri vænginn og lagði boltann innfyrir á Joe Cole sem hefði átt að skora en klúðraði því.

    Babel er að spila vel í kvöld, en hann er enginn framherji.

  19. Já… það sem Jónas sagði.

    En ég verð nú að segja þrátt fyrir hrósið áðan um liðsvalið að mér finnst við vera að detta frekar aftarlega. Okkar fremstu menn eru að verjast rétt aftan við miðju hringinn. Það finnst mér of mikið!

    …enda næstum því búnir að fá á okkur mark í þessum töluðu…

  20. Babel er búinn að eiga fína spretti í þessum leik. En nær alltaf af kantinum. Hann er bara búinn að sýna mér í dag að hann eigi að spila á kantinum, og þá jafnvel á hægri frekar en vinstri.

  21. Fínn fyrri hálfleikur.

    Finnst liðið alveg ótrúlega agað miðað við marga unga menn og reynslulitla víða um völlinn. Virkilega fallegt mark hjá Jovanovic sem hlýtur að vera að minna á sig í kvöld.

    Babel búinn að vera fínn þegar hann fær pláss á köntunum en vondur með bakið í markið og fyrsta touchið ekki nægilega gott.

    Og svei mér þá, Christian Poulsen er að leika varnarmiðjustöðuna bara býsna vel. Flottar 45 mínútur og maður leyfir sér að vera bjartsýnn á það að í þessu liði séu bara margir Liverpoolmenn framtíðarinnar!

  22. Jónsi: jújú, nema hvað Babel leitar mikið út á hægri kant og tekur þess vegna plássið frá Pacheco…

  23. Eru þetta alveg flottar fyrstu 45 mín eins og nafni minn segir? Sá bara smá áðan og þá voru þeir bara með boltann. Sé að posession er 61% – 39% og við átt 2 færi, 1 á ramman.

    Ok, 1-0 yfir en ef þetta er flottur fyrri hálfleikur og við að liggja mjög aftarlega eru menn þá almennt farnir að sætta sig við að vera ekki undir óháð hverjir eru andstæðingar og þessa ultravarnartaktík Hodgson?

  24. Babel langbesti maðurinn inná vellinum, sá eini sem virðist hafa áhuga og getu framávið. Gagnrýnin sem hann fær hérna inni frá mönnum finnst mér í besta falli ósangjörn.

  25. maður vorkennir mönnum sem þurfa að spila sóknarleik liverpool. það er bara dúndrað fram og vonað það besta. þetta er sorglegt hjá okkar mönnum. Joe cole, Babel og pacheco þurfa að vinna háloftarbolta á móti stærri mönnum af hverju sér Hodson þetta ekki. drullast til að spila boltanum í staðinn fyrir að gefa þeim hann bara aftur með því að skjóta fram

  26. Halldór Bragi (#39) – hvaða gagnrýni? Ég gagnrýndi hann fyrir leikinn, sé engan annan gagnrýna hann yfir þessum leik. Hann er búinn að vera okkar besti maður.

    Oh … klaufaskapur hjá Pepe og þeir búnir að jafna.

  27. 1-1 og það er miklu meira en verðskuldað hjá Steaua. Ákveðnum mönnum hérna tekst örugglega að kenna Babel um þetta mark…

  28. Hversu kaldhæðið er það að sennilega hæfileikamesti leikmaður liðsins sé svo sá sem klikkar. Hefði nú kannski átt að flagga, en þetta var samt slappt hjá konungi markmannanna….

  29. Það var bara tímaspursmál hvenær þeir myndu jafna og ef þetta heldur áfram þá töpum við þessum leik.
    Cole, Babel, Pacheco og Jova ekkert verið með í seinni hálfleik, enda boltanum bara puðrað upp í loftið.
    Svo hafa Poulsen og Shelvey bara ekki mætt til leiks hafa ekkert sést og gjörsamlega tapað miðjunni…

  30. Dómaraskandall… Reina hefði alltaf tekið þennan bolta örugglega ef það væri ekki fyrir rangstæða leikmann Steuea!! :/

  31. 1-1 þetta lág í loftinu. Við erum að spila hræðilega… og við erum að bjóða uppá þetta með að liggja svona aftur og ætla bara að taka þetta á þessu eina marki sem við vorum yfir.

    Efast um það að við förum að sækja núna… Það er ekki það sem Hodgson hefur sýnt okkur hingað til því miður

  32. Anskotans, djöfulsins helvíti… hvernig væri að drullast til að verjast ofar?

  33. þetta er enginn dómaraskandall þar sem aurelio og vilson eru báðir fyrir innan sóknarmanninn, bara klaufalegt hjá reyna og ekki fyrsta skipti í tímabilinu.

  34. Hvernig er það er það ekki þannig að ef leikmaður er í rangstöðunni og kemur ekkert við boltann en er fyrir markmanninum þá er dæmt á það ? Gaurinn var klárlega í beinni línu milli þess sem skallaði boltann og Reina.

  35. hvenær ætlar þessi froðuhaus að reyna að hætta að hanga alltaf á þessu eina marki sínu ! Um leið og þeir fá mark á sig eru þeir í fyrsta skipti farnir að sækja í seinni hálfleik.

  36. Mér sýndist nú bæði Kelly og Hercules vera fyrir innan manninn sem stóð fyrir framan Reina, voru bara langt úti í teig og rétt sáust í mynd…

  37. Þetta var skalli beint í fangið á Reina, en hann veit ekki á hverju hann á von þegar gæji stendur beint fyrir framan hann og gerir sig alveg jafn líklegan til að skalla boltanum afturábak einsog að hoppa frá.

  38. greinilegt að “english goalkeeping style” æfingarnar eru að skila sér…. Robert Green hefði verið stoltur af þessu

  39. Jæja Lucas, Ngog og Eccleston inná, lífga aðeins uppá þeessa hörmung…

  40. Skiptingar Roy…? Hressa aðeins upp á þetta, það er verið að yfirspila okkur í augnablikinu!

  41. Það er búið að yfirspila okkur allan seinni og restina af fyrri hálfleik. Og því miður efast ég um að skiptingar geri engin kraftaverk þegar leiksskipulagið er eins og það er.

  42. ég ætla klárlega að kenna reina um þessi ömurleg mistök, rangstaða já klárlega! en hvernig væri að klára aðgerð 1 áður en aðgerð 2 er framkvæmd. Reina var bara byrjaður að hugasa hvað hann ætti að gera við boltan áðun en hann var búinn að ná honum. Þetta eru alveg eins mistök eins og á móti arsenal. Hann verður klárlega að bæta þetta. Ömurlegt að tapa stigum á svona mistökum.

  43. 60 Það er einmitt málið, það skiptir engu máli hverjar skiptingarnar verða. Ef maðurinn skiptir ekki um áherslur í leiknum þá er þetta dæmt til þess að verða svona til loka leiksins.

  44. Ef maður tekur hljóðið af þá má alveg ýminda sér að liðið sé að spila við Barcelona. Jafnvel að spila bara CL stefið undir.

  45. Það eru 9 leikmenn sem hafa lítið sem ekkert verið að spila með liðinu. Annað hvort vegna meiðsla eða þá vegna þess að þeir eru í “B” liðinu.

    Liðið virðist ekki vita hvort það er að spila 4-4-2 eða 4-2-3-1. Hvora taktíkina sem við erum að spila þá eru 2-4 leikmenn að spila í annarri stöðu en þeir eru vanir og bestir í.

    Leikmenn sem með reynslu sinni og aldri ættu að vera að halda þessu liði uppi eru gjörsamlega týndir.

    Vandamálið við liðið í kvöld er að það eru allt of margir sem þurfa að sýna sig og standa sig vel. Það er alveg óhætt að eftir þennan leik þá fái Pacheco og Willson ekkert að spila meira. Shelvey fær að spila því hann er enskur. Jova og Babel gætu fengið eitt og eitt tækifæri en ekkert meira en það.

    Það er vitað mál að það er miklu auðveldara að koma ungur inn í lið þar sem eru 8 byrjunarliðs leikmenn og þú ert að fylla upp í 11 manna liðið. Þá er ekki ætlast til þess að þú haldir uppi liðinu og þú í raun spilar með litlar kröfur og litla pressu á þér.

  46. Þegar Babel er að dribbla á kantinum og er í fínum sénsum fyrir góða krossa þá kemur bara enginn inn í teig. Allt liðið situr aftur og ég það er að gera mig crazy. Sækja til sigurs strákar!!

  47. Jæja ég er bara sáttur við þessi úrslit.

    Komnir áfram uppúr riðlinum og fínt að ná jafntefli með algjört varalið á útivelli í 10 stiga frosti úfff!

    Það voru í raun bara Reina og Kyrgi sem að eru X11 og hinir að fá fína hreyfingu og séns til að sanna sig, hitt er svo annað mál hvort að menn hafi nýtt þennan séns. Það voru nú ekkert alltof margir sem voru eitthvað að sýna snilldartakta.

    Fannst Stója fá alltof mikin frið í seinnihálfleik til að spila boltanum inná okkar vallarhelming og menn þurfa að sýna smá pung og pressa og vilja vinna boltan, sumir leikmenn voru bara eins og keilur á tímabili bæði í sókn og vörn en eins og ég sagði….. ég er sáttur.

FC Steaua á morgun í Búkarest.

Steua 1 – Liverpool 1