Tom Werner nýr stjórnarformaður Liverpool FC

Þá er búið að ákveða hver verður nýr stjórnarformaður Liverpool, sem er auðvitað ein mikilvægasta staða innan félagsins. Við stjórnartaumunum tekur Tom Werner sem einnig er stjórnarformaður NESV, fjárfestingahópsins sem keypti klúbbinn og því ljóst að um er að ræða mikla kanónu innan þeirra raða og ætti það að vera fagnaðarefni fyrir okkar menn að því leyti.

Martin Broughton sem tók við formennsku fyrr á þessu ári með það sem sitt aðalmarkmið að selja félagið lætur af störfum 1.des og því ljóst að NESV færast ávallt nær því að vera tilbúnir í að geta látið til sín taka af fullri alvöru. Broughton gerði vel fyrir klúbbinn þegar kom að sölunni og verður ávallt minnst fyrir frábæra staðfestu í því ferli. Hinsvegar kann ég honum engar þakkir fyrir afskipti sín af stöðu framkvæmdastjóra félagsins þó ég hafi ekki mikla hugmynd um það hversu þáttur hans var stór í ráðningu núverandi stjóra.

Hér má lesa síðasta viðtalið sem opinbera síðan tekur við Broughton, allavega sem stjórnarformann félagsins.

En ég fagna því að búið sé að ráða nýan stjórnarformann enda afleitt til lengri tíma litið að hafa mann í þeirri stöðu sem heldur með einum af helstu andstæðingum Liverpool (Broughton er ársmiðahafi á Stamford Bridge). Að því leiti fagna ég ráðningu Tom Werner, en MJÖG varfærnislega þó því hann er jú þrátt fyrir allt bandaríkjamaður sem veit afskaplega lítið um fótbolta.

Það er aldrei að vita að einhver okkar bæti aðeins við þessa grein þegar líður á daginn og grafi þá dýpra ofan í ferilsskrá Werners.

39 Comments

  1. Ég er ánægður með að það sé kominn nýr maður til þess að stjórna þessu öllu en ég ætla ekkert að vera sérstaklega ánægður fyrr en ég sé hvað þessir menn ætla sér að gera.
    Það er voðalega auðvelt og þægilegt að tala mikið en þegar þarf að opna veskið þá getur það orðið erfiðara.
    Það eru samkvæmt kosningum úti yfir 90% stuðningsmanna Liverpool sem vilja t.d losna við Hodgson en hann er ennþá hjá liðinu og hvað ætla eigendurnir að gera í þessum málum og munu þessir menn opna veksið þegar á þarf að halda.

    Ég vona að Werner sé klár á því sem þarf að gera hjá Liverpool FC og muni ganga hratt og örugglega í þau mál.

  2. Ánægjulegt að ein af stóru byssunum í vopnabúri eigendanna taki við þessari stöðu…

    en að allt öðru…

    Ég fór inná lfc.tv áðan og ég lenti í óskemmtilegu atviki… mér var vísað beint á aðra síðu án þess að ég hafi getað stjórnað því nokkuð sjálfur og þá hófst niðurhal á trójuhesti sem öflug vírusvörn í vinnunni stöðvaði og gaf til kynna að hættunni hefði verið afstýrt og enginn skaði hafi hlotist af…

    Vildi bara láta ykkur vita, menn eru með misgóðar varnir og gætu því hugsanlega lent í veseni…

    Annars hef ég ekki hundsvit á svona málum og kannski var þessi detour af lfc.tv bara tengdur minni vél eða local netkerfi…

    Afsakið þráðránið…

  3. Í alvöru Babu?

    “Að því leiti fagna ég ráðningu Tom Werner, en MJÖG varfærnislega þó því hann er jú þrátt fyrir allt bandaríkjamaður sem veit afskaplega lítið um fótbolta.”

    Enn einusinni kemur þessi viska, af því hann er Bandarískur þá veit hann afskaplega lítið um fótbolta, þetta er löngu hætt að vera fyndið, nema að þú þekkir hann persónulega og sért því með þetta á hreinu, en einhverrahluta vegna efast ég um það.

    Vona að Tom Werner gangi allt í haginn í þessu mikilvæga hlutverki og býð hann velkominn til starfa.

  4. Hafliði í alvöru?

    Hann og John Henry hafa nú bara ítrekað tekið það fram að þekkja ekki fótbolta! En þeir þekkja íþróttir.

    Svo sagði ég þetta líka þegar síðasta sending frá Ameríku kom til klúbbsins og AFSAKIÐ ef ég er smá skeptískur eftir þann bölvaða sirkús. Mér líkar ágætlega við NESV og það sem þeir segjast ætla að gera en ég fagna ekkert mikið að bandaríkjamenn séu farnir að snúa sér að fótbolta í meira mæli.

  5. Já í alvöru : )

    Þetta er að mínu mati óþarfa viðbót við þær alhæfingar sem alltof oft hafa verið settar fram hér á síðunni varðandi bandaríkja menn og vanþekkingu á knattspyrnu.

    En þetta er bara mín skoðun.

  6. Svo er þetta auðvitað bara kapítuli útaf fyrir sig:

    “en ég fagna ekkert mikið að bandaríkjamenn séu farnir að snúa sér að fótbolta í meira mæli”

    Af hverju?

    Mér finnst persónulega bara stórkostlegt að sjá hversu hratt knattspyrnan hefur vaxið í Ameríku, alltaf jákvætt þegar stórþjóðir sjá ljósið : )

  7. “en ég fagna ekkert mikið að bandaríkjamenn séu farnir að snúa sér að fótbolta í meira mæli.”

    Einhver xenóphóbía að gera vart við sig á kop.is?
    Djók.

  8. Sælir félagar, ég vona einsog Babu að NESV verði betri við stjórnvölin en fyrrum eigendur okkar. Sem er reyndar ekki mikill mælikvarði, verð ég að segja…
    Annars var ég að spá þar sem það styttist í Janúar-gluggan hvort það væri ekki sniðugt að fara yfir hugsanleg kaup sem framundan eru, smá svona slúðurhorn.

  9. Eins skemmtilegt og það er að slúðra aðeins þá finnst mér sögusagnirnar um “ofurjanúargluggann” fara töluvert yfir strikið.
    Í nánast hverri einustu erlendu frétt sem maður les um liðið þá er talað um að Hodgson fái 35 milljónir punda til að eyða í janúar, sem er mjög ólíklegt

    Raunveruleikinn er bara sá að janúarglugginn er yfirleitt frekar rólegur. Leikmennirnir sem ganga kaupum og sölum eru í flestum tilvikum leikmenn sem eru óánægðir hjá félaginu sínu eða squad players sem liðin eru tilbúin að láta frá sér.
    Það eru allavega ekki mörg lið sem vilja láta frá sér bestu leikmennina sína á miðju tímabili.

    Með þeirri undantekningu að við hittum á einhvern óánægðan klassa leikmann þá eru líkur á því að eina sem við verslum í janúar verði einhver ungur og efnilegur á borð við Wilson og Shelvey.

    Við erum bara að leggja grunninn að grútleiðinlegri febrúar byrjun ef við ætlumst til að stórstjarna verði keypt í janúar.

  10. Ef eitthvað er að marka ummæli á Twitter og í slúðrinu þá verð ég frekar ósáttur með þá sem ráða þarna hjá Liverpool því það er talað um að það verði að lækka launakostnaðinn hjá Liverpool og því verði leikmenn eins og Babel, Milan Jovanovic, Pacheco og Agger sennilega látnir fara frá liðinu.
    Já endilega seljum þessa menn og kaupum fleiri Koncheskey og Poulsen leikmenn það ætti að skila okkur titlum.

  11. Ég er nú bara sammála Babu. Ég hef ekki séð neitt sem segir mér að Bandarískir eigendur geti gert stóra hluti. Þeir virðast aðalega hugsa um peninga fram yfir árangur eins og má sjá hjá Aston Villa t.d. Ég veit líka ekki um neitt lið þar sem eru aðdáendur eru ánægðir með sína bandarísku eigendur. En það er rétt að gefa þeim séns á að sanna sig en ef það er rétt sem Ásmundur er að segja þá er nú töluvert í það að Liverpool verði eitthvað meira en meðallið.

  12. Ásmundur – þessi kaup sem þú nefnir skilar okkur auðvitað ekki tiltlum. En ég leyfi mér að efast um ágæti þeirra sem þú telur upp þarna á undan, Babel, Jovanovic, Pacheco og Agger.

    Babel hefur verið vonbrigði ár eftir ár síðan eftir hans fyrstu leiktíð með liðinu. Vissulega ekki fengið að spila eins mikið og margir hafa viljað en nýtt tækifæri sín (sérstaklega undanfarið) einstaklega illa.

    Jova var alltaf keyptur til þess að auka upp á breiddina – hefur ekki sýnt í þeim leikjum sem hann hefur fengið að hann sé nægilega góður til að gera eitthvað meira en það.

    Pacheco er leikmaður sem ég er virkilega spenntur fyrir og vona svo sannarlega að hann fái fleiri tækifæri í þessum “litlu” leikjum. Stóðs sig hrikalega eins og fleiri í deildarbikarnum en það gerðu nú fleiri. Aftur á móti efast ég stórlega um að hann verði seldur “af þeim sem ráða þarna” til þess að lækka launakostnað, hann er eflaust með helmingi lægri laun en aðrir sem eru nefndir með honum – þar að auki gefa NESV sig út fyrir að aðhyllast svipaða stefnu og Arsenal hvað varðar unga og efnilega leikmenn … ef Pacheco flokkast ekki sem slíkur þá veit ég ekki alveg hver gerir það.

    Agger – ekki miskilja mig, ég er aðdáandi. En það fer að koma að þeim tíma sem maður spyr sig hvort hann sé ekki of dýr fyrir félagið. Peningurinn sem hann fær m.v. spilaða leiki er án vafa það hæsta í liðinu. Maðurinn hefur verið meira meiddur en Rio Ferdinand s.l. tvö tímabil sem já …. er mikið.

  13. Agger er samt á besta aldri og það hlýtur að koma að því að hann komist yfir þessi meiðsli, hann hefur verið hrikalega óheppinn með meiðsli og þegar hann er heill þá er þetta okkar langbesti miðvörður by far.

    Pacheco er gullmoli sem að Hodgson virðist vera að ýta í burtu með einhverjum fáranlegum ummælum og frystir hann vegna einhverra smámuna.

    Babel er vissulega með hæfileika en virðist kannski ekki hafa nýtt sér þá nægilega vel en hann ætti að geta gert betur en ég myndi þó skilja það ef hann yrði seldur.

    Milan kom frítt og ætti að geta nýst sem backup en Hodgson hefur ekki trú á honum og virðiast nota Ecclestone frekar en Milan og þá er nú mikið sagt en samt kvartar Hodgson um að hann sé með lítinn hóp WHAT hver man ekki eftir ummælum þessa bján fyrir tímabilið þegar hann sagði að Liverpool væri með allt of marga leikmenn og losaði okkur við Insua á láni og svo fóru 2 efnilegir strákar í skiptum fyrir Konceskey plús fullt af peningum og Fulham eru ennþá hlæjandi að þessum viðskiptum.

    Ég skil ekki hvernig það á að byggja til framtíðar með svona viðskiptum og losa okkur alltaf við ungu og efnilegu strákana.

  14. Hef ekki eina einustu trú að það sé eitthvað að marka það að Pacheco verði seldur, algjört kjaftæði myndi ég halda.

    Getum alveg losað okkur við Babel, Jovanovich, Konchelsky, Maxi, Poulsen og eflaust einhverja fleiri. Allt meðalmenn sem ég sé engann tilgang í að halda í hjá Liverpool.

  15. Fyrsta verk Warner ætti að vera að reka Hodgson! En ég er alveg á því að það er allt of mikið af meðalrusli í Liverpool. En þvi miður er Roy Hodgson ekki rétti maðurinn í að finna góða menn, því að hann hefur nú keyft tvo af lélegustu mönnum sem nokkurntíman hafa spilað með Liverpool, þar að segja Konchesky og Poulsen. Þannig að ég vona að Commolli sjáu um kaupin, ef þar að segja Hodgson verður enþá stjóri í Janúar

  16. Nokkuð skondnar pælingar þarna á sammaranum, en ég skora á Babú að koma með mynd af sér frá því hann var 2-4ára myndin af krakkanum eftir Liverpool umföllunina er svo skuggalega lík honum.

  17. ég held að Liverpool eigi ekki reka Roy Hodgson því þótt hann byrjað illa hefur liðið verið ná stig og Liverpool er nú bara 6 stigum eftir 4 sæti og annað held ég Konchesky hafi verið ágæt en ég hefi haldið Insúa sem er í láni hjá Galatasaray svo gætum alveg séð Insua spila næsta tímabil hjá Liverpool en kaup á Raul Merelis held sé bestu kaup hans svo bið Liverpool Reka Roy hodgson eftir tímabilið nema ef Liverpool sér þeir eiga litla möguleika í 4.sæti

  18. http://www.sporten.dk/fodbold/agger-faerdig-i-liverpool
    BT sem er Danmrks besta dagblað þegar kemur að sporti hefur eftir Ronny Welan að Agger sé ferdig í Liverpool og að það sé ekki gott að Hodgson vilji ekki nota hann þar sem hann hafi upp á annað að bjóða heldur en hinir hafsentarnir. En vandamálið er ekki bara Hodgson heldur eru nýju eigendurnir farnir að pressa Hodgson um að skera niður launakostnað og þá er þaqð alveg kristalklart í mjínum haus að Liverpool er ekkert að fara að blanda sér í neina toppbaráttu og það særir mig. Ég er sko farinn að hafa talsverðar áhyggjur af þessum nýju eigendum og það hefur ekkert með það að gera að þeir séu amerikanar,heldur sú staðreind að þeir vita ekkert um fótbolta og svo á að skera niður launakostnað sem þýðir bara eitt að liðið verður lélegra. Og svona í lokin,til hverrs kaupa menn sem vita ekkert um fótbolta eitt af frægustu fótboltaliðum heims, hefði ekki verið betra fyrir þessa menn að byrja á einhverju léttara liði t.d Newcastle eða Blakcburn?? Spyr sá sem ekki veit.

  19. Kannski eru Kanarnir að horfa á þetta svona: Hvers vegna að vera að borga mönnum sem spila aldrei, t.d. vegna þess að þeir eru alltaf meiddir, ofurhá laun? Ekki það að ég vilji missa Agger, en í mínum huga er þetta nú farið að verða gott með hann, hann er alltaf meiddur! Og ég get alveg skilið eigendurna ef þeir vilja ekki vera að borga honum laun fyrir að vera alltaf hjá sjúkraþjálfaranum, þá er nú betra að selja hann og kaupa einhvern sem kemur til með að spila, þó það væri nú ekki nema 20 leiki á ári.

  20. Þið gerið ykkur samt grein fyrir að Twitter er ekki beint heilagur sannleikur

  21. Þú vitnar amk í það og ert ósáttur vegna þess sem þar kemur fram (sbr póstur 13). Að vitna í “eitthvað slúður” og einhver comment af twitter frá ónafngreindum aðila er lítið merkilegri heimild – og ætti varla að skipta skapi eftir slíkan lestur.

  22. Í fjárfestingum er stundum greint á milli “stupid money” og “smart money”. Dæmi um það fyrrnefnda eru lið eins og ManC og Chelsea. Bæði þessi lið vaða í peningum sem eru notaðir til að kaupa sér árangur. Sjeikinn sem á ManC og oligarkinn í Chelsea hafa hins vegar ekkert annað að færa þessum félögum en peninga. Þessi fornfrægu ensku félög eru leikföng forríkra manna sem leiðist.

    Síðan eru það “smart money” sem eru peningar þar sem fjárfestingunni fylgir þekking á rekstri. Mennirnir sem koma með peningana eru atvinnumenn sem eru í vinnunni sinni. Þeir hafa mikla kostnaðarvitund og eyða ekki peningum í óþarfa.

    Fyrri eigendur LFC voru raunar í mjög sérstökum aukaflokki með mönnum eins og Eggerti Magnússyni sem mætti kalla “stupid no money” en ræðum ekki þau ósköp frekar.

    Ég hefði satt best að segja ekki haft neitt á móti því að forríkur pabbadrengur hefði komið ríðandi á kameldýrinu sínu með fullan poka af peningum. Þá værum við kannski að spjalla um hvort Messi kæmi í vor stað þess hvort eigi að nota Pacheco meira eða ekki.

    En við fengum NESV og framtíðin sem blasir við er hægfara uppbygging þar sem hverri evru skal vel varið. Ef vel tekst til fáum við harðsnúið og samkeppnislið eftir nokkur ár en varla fyrr. Ég sé enga ástæðu til að efast um hæfni Werners sem hefur verið í framkvæmdastjórn sigursælla íþróttafélaga í 20 ár. Þetta er allt á réttri leið en persónulega finnst mér ekki alveg nægilega skýrt hvað nýju eigendurnir ætla sér. En með þessari formgerð valdaskiptanna hlýtur það að standa til bóta. Nú þarf að láta verkin tala, hreinsa út og byggja upp.

    Mjög mikilvæg ummæli eru höfð eftir Pepe Reina í dag. Reina er bersýnilega að tala til nýja stjórnarformannsins. Ef þeir sýna ekki markverða viðleitni til að styrkja hópinn segir Reina allar líkur á að stjörnurnar fari í sumar. Reina er heilsteyptur karakter og á mikla virðingu skilið fyrir að segja þetta hreint út.

    Óskandi er að nú verði hlustað.

  23. Vá þú bara veist allt Eyþór. Viltu ekki bara taka við af véfréttinni í delfí?

  24. Já, bara föstudagur í mönnum….hvað er þetta “allt” sem ég veit, já eða þykist vita hr “úlli” með litlu ?

  25. Ég held að síðasti maður sem ég vil sjá hverfa á brott frá Liverpool er Reina. Svona maður gefur miklu miklu meira en bara að standa sig vel í marki. Maður sér metnaðinn, hvernig hann fagnar, brjálast osfr
    Þetta er maður með hjarta og kannski einna helst, maður sem er með eitthvað á milli eyrnanna (semsagt ekki á babel kvarðanum)

    Varðandi þetta viðtal við hann þá hef ég ekki séð það á ensku en þyðingin á Visi.is (reyndar yfirleitt ömurleg og vitlaus) þá talar hann nú ekki um næsta sumar sem einhvern vendipunkt fyrir stjörnur að yfirgefa klúbbinn heldur talar hann um í framtíðinni.

    Ég hef fulla trú á þessum nýju eigendum okkar. Þeir tjalda ekki til einnar nætur. Það að fá eigendur inn sem eru ekki í PS fyrir fullorðna og hafa langtíma markmið er ómetanlegt. Það væri fölsk gleði að vinna enska titilinn með einhverjum Arabanum sem væri búinn að eyða 500 mills í einhverjar fáránlegar stósjörnur.

    Ég er búinn að bíða í 20 ár eftir titli hjá Liverpool og get alveg beðið í nokkur ár í viðbót, tala nú ekki um ef maður sér markvissa stefnu og framför á næstu tveim þrem árum.

    PS: eftir síðustu vikur og mánuði er ég algjörlega steinhættur að hlusta á sögusagnir um að hinn og þessi séu að fara, eða koma. Þetta er 99% kjaftæði og það er bara staðreynd.

  26. Ef Real pungaði 82 fyrir Ronaldo, hvað ætli þeir pungi ut fyrir dönsku pulsunni?

  27. Ég fæ örugglega þumla niður fyrir að nefna þetta, en Reina sagði líka eftirfarandi: “Rafa [Benitez] was really beloved in Liverpool,” added Reina. “But I think it’s about time that the fans get behind Roy and support Roy 100 percent. I don’t think it is heavy criticism out there anyway.”

    Getur verið að það myndi kannski gera meiri skaða heldur en gott að fara að skipta um þjálfara núna í miðju brimrótinu? Roy er greinilega ekki framtíðarmaður, hann spilar neikvæða taktík og kemur oft galgopalega fram í viðtölum. En getur verið að hann sé líka að einhverju leyti fórnarlamb aðstæðna.. smá pæling.

    NB, ég vil ekki sjá Roy fyrir mér sem framtíðarstjóra, en er ekki spurning um að allir viðloðandi klúbbinn standi nú saman, í.þ.m. fram að áramótum?

  28. Eitt annað. Mér finnst leiðinlegt að horfa upp á hvernig margir hérna gjörsamlega drulla yfir Christian Poulsen hérna og uppnefna hann dönsku pulsuna ítrekað. Já, hann hefur valdið vonbrigðum, já hann hefur átt marga slaka leiki og nokkra alveg hræðilega. En hann er einn af okkur, hann er einn á liðinu og hefur ekkert gert af sér annað en að spila illa. Hann gerir sér örugglega jafn mikla grein fyrir því og við hér og hugsar örugglega um það á hverjum degi að bæta sig. Hann er gamall leikmaður, past his prime og er að koma úr miklu hægari deild, Serie A og ber ekki ábyrgð á kaupunum á sjálfum sér.

    Gagnrýni er nauðsynleg og ein af ástæðum fyrir að síða eins og þessi þrífst, hún er vettvangur fyrir gagnrýni. Það væri líka mjög skrýtið ef Poulsen væri ekki gagnrýndur, því hann hefur verið mjög slakur. En að pósta hérna aftur og aftur, kallandi hann dönsku pulsuna, meira að segja þegar hann hefur ekki spilað í margar vikur, finnst mér fullmikið af hinu góða. Það var eitt sinn máltæki sem fjallaði um að menn myndu aldrei ganga einir, þótt allt gengi illa og framtíðin virtist vera dökk. En hjá sumum Liverpool aðdáendum þá virðist þessi krítería bara gilda um suma, ekki alla. Eitt er víst, að með því að uppnefna menn og niðurlægja viku eftir viku þá mun ekki skapast uppbyggileg stemmning í kringum liðið.

    P.S. Ég veit fullvel að Poulsen mun aldrei lesa þetta og þið munið aldrei særa hann persónulega. Ég er meira að benda á að menn ættu að líta sér nær og íhuga aðeins hvaða mórölsku prinsipp þeir hafa gagnvart sínu uppáhalds liði og leikmönnum þess.

    P.S.S. Ég er ekki skyldur CP á neinn hátt, en verð þó að taka fram að ég er 1/8 bauni :- )

  29. Hjörtur ég hef búið í DK í mörg ár og get vitnað um að gagnrínin sem Paulsen fær á dönskum spjallborðum er miklu verri og persónulegri en á Kop.is og Agger fær líka sinn skerf frá dönskum Liverpool mönnum. Og mikið leiðist mér svo þegar Liverpool aðdáendur þykjast vera eitthvað betri en aðrir og segjast aldrei ganga einir,vor herre bevare os . Give me a brake. Það að halda með fótboltaliði er fyrir karlmenn en ekki heilagar kerlingar og ef þú trúir mér ekki farðu þá á leik t.d Liverpool og UTD. Christjan Paulsen voru misheppnuð kaup alveg eins og það voru stór mistök að ráða Hodgson og þeir verða báðir að þola það að vera gagnrýndir hér og allstaðar þar sem fólk kemur og ræðir um Liverpool á meðan þeir eru í klúbbnum,en hvorugur þeirra félaga virðist hafa gert sér neina grein því hverrsu miklar kröfur eru gerðar til manna sem klæðast rauðu treyjunni og verða því vonadi farnir sem allra fyrst báðir tveir.

  30. Algjörlega sammála Hirti. Ég held að menn mættu rifja upp Kop Pledge öðru hvoru í stað þess að tæta í sig leikmenn og stjóra liðsins.

    Always support the team, no matter how bad they are playing.
    If the team is doing badly, cheer even louder as they need your support more.
    If a player is struggling, sing his name louder and more often as he needs it.
    If the opposition are the better side and perform well, appreciate it and give them the credit they are due.

    There has always been a “Liverpool Way” of doing things, and there are certain standards the club and its supporters strive to uphold as best they can.
    The Kop Pledge is an unwritten code of conduct that has been passed from generation to generation and was put in place to ensure that Liverpool supporters remained the best in the world.

Velkomin aftur enska deild!

Tottenham á morgun