Liðið gegn West Ham

Þá er liðið komið og það er eins og talað var um í gærkvöldi.

Glenda kemur inn í bakvörðinn og hefur Kuyt með sér á kantinum sem ætti að vera fínt combo. N´Gog fer fram með Torres sem er líka fínt enda kemur hann til með að skora 1-2 mörk í dag. Kyrgiakos fer á bekkinn og Carragher víkur LOKSINS LOKSINS úr bakverðinum. Að lokum kemur svo Poulsen inn í liðið til að gefa West Ham meiri séns enda liðið á botninum og svona.

Svona er þetta:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Meireles – Poulsen – Maxi

Torres – N´Gog

Bekkur: Jones, Eccleston, Kyrgiakos, Aurelio, Shelvey, Kelly, Babel

Ef við vinnum ekki í dag fer ég fram á að það verði búið að reka Hodgson áður en hann hefur séns á að fara í viðtal eftir leik. (Annars að gera það bara á morgun;)

Fokkings koma svo…

81 Comments

  1. Mér líst vel á að nota 2 sóknarmenn á heimavelli en ætli það sé ekki bara nauðsynlegt hjá honum í dag þar sem að bæði Gerrard og J.Cole eru meiddir og geta ekki spilað fyrir aftan Torres.
    Ég hefði viljað sjá Babel eða Milan á köntunum en vonandi mun þetta lið spila vel og skila okkur þessum 3 stigum sem við verðum að fá.

    2-1 sigur.

  2. Repeat : Gangi ykkur vel i dag ! Megi Gud gefa ykkur anæjulegt laugardagskvøld og forda eigikonum og børnum fra thunglyndi og fylu 🙂

  3. Gæti verið verra. En Pacheco er greinilega alveg úti í kuldanun núna.

  4. Ég get bara ekki skilið hvers vegna Skrtel er í byrjunarliðinu frekar en Kyrgiakos. Grikkinn er eini miðvörðurinn sem hefur staðið í lappirnar í haust og getur að auki ógnað í föstum leikatriðum. Eitthvað sem hinir tveir geta alls ekki, nema kannski Skrtel með klaufalegum varnarleik í eigin vítateig.

  5. Ég get ekki sagt að ég sé sérlega bjartsýnn en á móti kemur að þegar væntingarnar eru hvað minnstar þá gerist eitthvað jákvætt. Ég spái því markalausu jafntefli til að tryggja 4-0 sigur þar sem Torres 2, Kuyt og Maxi skora.

  6. Þetta er algjört Win/Win situation. Ef við náum sigri erum við að narta í meistaradeildarsæti. Ef við töpum þá hlýtur þetta að vera síðasti leikur RH. Jafntefli er ekki inni í myndinni!

  7. Mikið rosalega hefur hópurinn farið aftur á síðustu tveimur árum. Þetta er svakalegt!
    Höfum ekki styrkst í neinni stöðu, en höfum veikst í hægri bakverði, miðverði, vinstri bakverði, miðjunni og fengið mun verri stjóra.

    Vildi óska þess að við gætum spólað til baka og farið til 2008 og gert hlutina rétt eftir það tímabil.

  8. Krulli, það er nú fleira sem þyrfti að spóla til baka en bara árangur og leikmenn LFC !
    En kva … það er smáatiriði ….

  9. Fyrir þá sem hafa verið að spyrja um Pacheco þá er Woy sko með plan fyrir hann:

    “http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/roy-s-pacheco-plan-revealed”

    Og Sammy Lee er hér á sömu nótum:

    “http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/lee-on-pacheco-claims”

  10. „Þá er liðið komið og það er eins og talað var um í gærkvöldi.”

    Nei?

  11. Rétter það Árni Jón. En það er bara svo stutt síðan við vorum með eitt af bestu liðum Evrópu og það er sorglegt. Erum ekki einu sinni á topp 32 núna.

  12. Fínt lið, hefði verið fullkomið ef Kyrgiakos hefði verið i vörninni í stað Skrtel og Shelvey eða Pacheco í stað Poulsen…

    Enn hlakkar til að sjá þrennu frá Torres á eftir

  13. Þrír varnarmenn á bekknum í á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar segir allt sem segja þarf!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    ÚT MEP STJÓRANN NÚNA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  14. Jónas, það er mikið um meiðsli ef þú hefur ekki tekið eftir því. Hópurinn er ekki breiðari en þetta.

  15. Frænka mín, sem er spjótkastari ætti að vinna West Ham í núverandi ástandi. Því er mín vænting að við tökum þetta 4-0 og ekkert minna. Þessi uppstilling er hinsvegar brandari að öllu leyti nema að Raul fær að spila sína stöðu.
    en 4-4-2 er rétt uppstilling gegn West Ham en það eru bara ekki réttir menn inni á vellinum.

  16. Skrtel-Kyrgiakos á að vera miðvarðarpar númer eitt. Endurtek að Carra verður að fara að víkja. Hann er gjörsamlega búinn auk þess sem hann er með nægilegt sjálfstraust til að telja sig geta sýnt einhverja sóknartilburði. Ef ég væri Grant myndi ég segja: leyfi Carra að vera með boltann og málið dautt.

  17. Hjalti Þór

    Jova, Pacheco, Amoo eru t.d. sóknarsinnaðir leikmenn sem ekki eru meiddir og hefðu sómað sér vel á bekknum í dag í stað allra þessara varnarmanna !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  18. Annað hvort er west ham svona ógeðslega lélegir eða þá að menn eru búnir að vera í reitar bolta 24/7 síðustu vikuna. Mikiið er gaman að sjá þetta samba spil loksins.

  19. Liðið með þvílíka pressu, boltinn að fljóta og Johnson með mark… yndislegt.. en fagna ekki of snemma samt =).

  20. Nú er að halda þessari pressu áfram og fá annað mark, ekki detta niður í handboltavörnina eins og í síðasta leik…

  21. Flott mark hjá G. Johnson, og flott hjá honum að svara gagnrýni stjórans með þessum hætti!

  22. Ég verð nú að segja að West Ham eru að gera svo margt vitlaust með því að liggja svona aftarlega gegn þessu Liverpool liði.

    Vörn og miðja Liverpool með fullt af plássi og tíma á boltanum.

    En ég kvarta ekki… Liverpool mun rústa þessu og töluverð hætta á skemmtilegum leik 🙂

  23. Var maðurinn að þræta við dómarann fyrir hendina….eða hendurnar öllu heldur??

  24. Liverpool tekur þetta með amk fjögurra marka mun og þar með verðum við ekki aftur með markatöluna í mínus á þessar leiktíð (og vonandi aldrei aldrei aftur héðan í frá!!)

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!

  25. Týpískt að missa af leik akkúrat þegar liðið virðist vera að geta eitthvað!

  26. Styrmir þú verður bara að passa þig á því að missa ekki af heimaleik, það eru útileikirnir sem þú átt að forðast.

  27. Eitt mark í viðbót og markatalan er á núlli. Núna er maður farinn að vonast eftir 5-6 marka sigri 😀 😀 😀

  28. Mig dreymdi 8-0 í fyrri nótt, veit ekki hvaða leik en ætli það sé þessi?

  29. Fyrir mér er ekki spurning að miðjuparið ætti að vera Meireles og Lucas. Ótrúlegt að sjá muninn á Meireles þegar hann er ekki á fokkings hægri kanti….

  30. Svakalega líta Hammers ílla út. Ekkert í gangi þar. Um að gera að láta kné fylgja kviði og taka góðan sigur á þetta. Bara að passa sig að detta ekki niður á þeirra level 🙂

    Er pulsan annars inn á?

  31. Við skulum spara lýsingarorðin. Liverpool liðið er ekki orðið heimsklassa lið þrátt fyrir ágætis frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta West Ham lið er bara gjörsamlega með skitu upp á bak. Sáuð þið vörnina í markinu hans Maxi? Hann var í miðjum vítateignum með held ég 5-6 West Ham menn í teignum og hann þurfti ekki að hoppa til að ná boltanum en samt er hann ekki nema 1,75 á hæð. Þetta er ótrúlegt.

    Tek það samt ekki af Glen Johnson að hann er búinn að vera frábær, gegn reyndar skelfilegum vinstri bakverði West Ham.

  32. Loftur, spara lýsingarorðin. Má ekki lýsa yfir ánægju með það þegar mörkin detta inn? Það er alveg augljóst að hérna er slakt West Ham lið á ferðinni en eigi að síður ánægjulegt. Ekki spara lýsingarorðin 😉

  33. Merkilegt, í ljósi þess að við ráðum algjörlega ferðinni og Meireles er að spila eins og Gerrard á góðum degi, þá hefur Poulsen ekki sést allan leikinn, og hann er að spila á miðjunni.

  34. Frábært að sjá liðið spila í dag. Hvers vegna í ósköpunum getum við ekki spilað svona á útivelli?
    Hodgson þarf bara að hætta að horfa á útileikina sem eitt unnið stig , en ekki tvö töpuð. Og þarf auk þess að átta sig á því að hann er að stýra Liverpool en ekki Fulham.

    Þessi sigur bjargar samt ekki áliti mínu á Hodgson. Hann þarf að vinna margt til baka og framhaldið þarf að vera þessu líkt. En engu að síður glæsilegur leikur í dag!

  35. Mikið var þetta skemmtilegur fyrri hálfleikur! Johnson kominn til baka, Meireles í sinni réttu stöðu og Poulsen lítur vel út! Snilldin ein.

    Það er líka mjög skemmtilegt að sjá að framherjarnir okkar hafa verið mjög líflegir og líklegir þrátt fyrir að ekkert markanna þriggja hafi komið frá þeim. Ég er handviss um að Torres á eftir að setja eitt að minnsta kosti og það kæmi mér ekkert á óvart að N’gog setti eitt líka. Nú þurfum við bara að halda áfram og valta yfir WH!

  36. Strákar þetta er lið í neðsta sæti deildarinnar.. ekki missa ykkur, ef við værum að standa okkur illa gegn þessu liði þá værum við án efa með versta lið í áratugi. En skemmtilegur leikur en e-h sem mátti alveg búast við, WH er skelfing og Grant er að fara kolvitlaust að þessu taktiklega séð, þegar það hefur sannað sig að þegar lið pressa liðið okkar i drasl þá skittöpum við. En vinnum stærra keep going! 5-0.

  37. Fín staða, en mótherjinn? Hef ekki séð jafnt slakt lið í úrvalsdeildinni lengi,lengi.

  38. Tek á mig allann heiðurinn af þessum fyrri hálfleik og vonandi enda niðurstöðu leiksins… ég tók að mér skýrsluna fyrir Einar Örn!!

  39. Ég sé ekki betur enn að leikmennirnir séu ekki alveg að fara eftir skipulaginu hjá vini okkar, WH. Hann virðist stundum pirraður á hliðarlínunni. Þessi leikur gæti vel endað 10-0, svo slakir eru hinir auðmjúku gestir okkar og vinalegir í vörninni.

  40. Þetta er nú ekki áferðarfallegur fótbolti. Um leið og menn eru að lenda í smá vandræðum gefa þeir umorðalaust boltan til baka. Sendingar eru ónákvæmar og það er hálfkák í leiknum hjá okkar mönnum. Almennilegur mótherji myndi taka mun fastar á okkar mönnum en við getum þakkað fyrir hvað Hamrarnir eru deigir.

    Poulsen, Johnson og Konselsky eru iðulega að gefa boltan til baka í staðinn fyrir að reyna að sprengja. Torres er á hálfum hraða og hinir eru að reyna. En virkar ….

  41. Hansi Bjarna að brillera í íþróttafréttum. Minnist ekkert á stöðu í leik Liverpool þessa stundina en passar að segja frá því að Rooney hafi fengið frábærar viðtökur eftir 1mána fjarveru.

    Mjög skemmtilegt.

  42. Góður leikur hjá Maxi. Væri til í að sjá Eccleston og Shelvey. West Ham eru hrikalega slakir.

  43. Bjartmar..
    Ég held að allir viti hversu lélegir fjölmiðlamenn bæði Hansi og Henry Burger eru.. Þeir nota hvert tækifæri í starfi sínu til að gera lítið úr því sem Liverpool gerir og mikið úr því þegar það lítur eitthvað neikvætt úr fyrir liðið.

  44. kommasvo skora 2 í viðbót á móti slaku liði og koma okkur uppi 8 sæti kommasvo 😀

  45. Ngog út fyrir Aurelio..?
    Í stöðunni 3-0 hefði ég viljað sjá Eccelstone eða Jonjo koma inn á frekar og fá smá reynslu…

  46. Það er ömurð að fara í gengum þennan seinni hálfleik og skora ekki mark.

  47. Aurelio hlýtur að hirða stöðuna af Konchesky… ég hef aldrei séð hann jafn fit sjálfstraustið virðist vera í lagi í lagi. Hefði geta orðið frábær leikmaður.

  48. Hrikalega var ég ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkar mönnum í kvöld. Boltinn gekk frábærlega á milli manna og West Ham áttu engin svör…3-0 yfir og all was good…….

    En svo kom seinni hálfleikurinn. Allt liðið farið að hugsa um ekkert annað en að fá ekki á sig mark og verjast verjast verjast….Hljóma kanski svoldið heimtufrekur en við eigum að sigla þetta lið í kaf og laga markatöluna okkar enn betur!!!

  49. Frábær sigur og ég ég naut þess í botn að sjá Raúl “nokkurn” Meireles stýra spilinu á miðjunni.
    En það er verk framundan og við verðum að fylgja þessum sigri eftir og hananú!

  50. 3-0 en samt sem áður algjörlega óásættanleg spilamennska.

    GUÐI SÉ LOF FYRIR MÓTHERJA EINS OG WEST HAM

  51. Svosem ágætur sigur – enda skyldusigur!

    En það þarf meira til að rífa mann upp úr neikvæðni og tortryggni síðustu mánaða.

    Dapurt að ná ekki að bæta við þetta í seinni hálfleik 🙁

West Ham United birtast á Anfield

Liverpool – West Ham 3-0