Liðið gegn Chelsea

Tvær áhugaverðar breytingar á liðinu í dag, Kelly kemur inn í liðið, Carra fer í miðvörðinn og Kyrgiakos á bekkinn, eitthvað sem Drogba er að fagna núna. Eins kemur Dirk Kuyt aftur í liðið nokkrum mánuðum á undan áætlun enda vitað að hann er ekki alveg eins og fólk er flest og drekkur aðeins mjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna.

Setjum þetta upp sem 4-4-1-1 þó eitthvað rót verði á þessu og spurning hvort Kuyt sé á kantinumm eða frammi með Torres, og Meireles þá hægra megin.

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Lucas – Meireles – Maxi
Gerrard
Torres

Bekkurinn Hansen, Wilson, Spearing, Poulsen, Shelvey, Ngog, Jovanovic.

Eins er kannski stór frétt í þessu að Joe Cole er ekki með gegn sínum gömlu félögum. Eins er Johnson ekki í hóp en reyndar bjóst maður við því þar sem hann spilaði allann leikinn á fim. Hercules hlítur svo bara að vera meiddur eða eitthvað sem þó er afar ólíklegt…enda Hercules.

Come on you reds.

122 Comments

  1. Kelly var ekki nógu þroskaður til að spila gegn Blackburn…

    En hann virðist geta spilað á móti Chelsea?

    Gott mál… 🙂

  2. Kyrgiakos hlýtur að vera meiddur fyrst hann er ekki einu sinni í hóp. Meikar ekki sens að skilja einn okkar besta mann eftir annars.

  3. Þeir hljóta bara að vera meiddir Kyrki of Johnson. Menn geta ekki verið það heimskir að skilja markahæsta mann liðsins eftir heima ef hann sé ekki meiddur.

  4. Sotirios Kyrgiakos is out with tonsillitis and Glen Johnson missed out with a minor adductor injury.

  5. Johnson er væntanlega eitthvað tæpur ennþá fyrst hann er ekki í hópnum. Mér líst nokkuð vel á þetta lið, og er mjög ánægður með miðjuna og að sjá Kuyt aftur!

  6. Sotirios Kyrgiakos is out with tonsillitis and Glen Johnson missed out with a minor adductor injury.
    Stendur á LiverpoolFc.tv

  7. andskotinn, er ekki alveg að treysta Skrtel og Carra fyrir þessu :/ en þá verðum við bara að skora fleiri en þeir

  8. það eina sem skiptir máli er að Poulsen er á bekknum, víst svo er þá eigum við séns.

  9. Hvort sem liðið sé eins og maður vill hafa það eða ekki skiptir kannski öllu en hef það á tilfinningunni að Meireles eigi eftir að vera örlagavaldur leiksins í dag

  10. Drogba á bekknum.

    Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Cole, Ramires, Mikel, Zhirkov, Kalou, Anelka, Malouda. Subs: Turnbull, Drogba, Bosingwa, Ferreira, Sturridge, Kakuta, McEachran.

  11. Maður var orðinn spenntur að sjá Johnson á kanntinum. Ætli menn séu búnir að prófa það á æfingum og hann sé ekki að gera sig þar ?

    Jæja Kuyt er nú varla í mikilli æfingu og vona ég nú bara að hann meiðist ekki aftur. Frábært reyndar að fá hann í svona leik því þar er hann yfirleitt bestur.

    Hef enga trú á að við höldum hreinu í dag. Spái að þetta fari 1 – 1 og Meireles setur sitt fyrsta mak fyrri klúbbinn.

    PS: Arsenal annars að tapa fyrir Newcaslte á heimavelli, hverjum ætli Wenger kenni um þann ósigur.

  12. Liðsvalið fyllir mig ekki trausti en það verður að vera svo.
    Agger, johnson og Kyriagos meiddir í vörninni. Ekkert betra í boði sýnist mér.
    Annars er þetta sennilega besta liðið okkar í dag, því miður.
    Hef trú á því að Drogba lími sig við Carrager….. ekki alveg skemmtileg hugusn.
    Vonandi gengur þetta upp.

  13. Það sem er svolitið áberandi hjá báðum liðum er hve margir kjúklingar eru á bekkjunun.

    Annars er ég feginn að Hodgson hafi hreðjar í að skiljaam Poulsen eftir á bekknum

  14. Djöfull hefði ég frekar viljað sjá liðið eins og menn settu það upp fyrr í dag en kannski erfitt þegar menn meiðast eða eru veikir, vinnum samt 1-0 og Gerrard smellir einum seint í leiknum

  15. Sakna Grikkjans i byrjunarliðinu og synist að við munum eiga undir högg að sækja i föstum leikatriðum sem og i haum boltum a miðjunni. Vonandi reynist það þo ekki rett hja mer. Þa mun það ha liðinu að bera boltann upp ef chelsea pressar hatt þvi Carragher og Skrtel munu vera með kylingar fram að venju. Kelly gæti þo hjalpað til hægra megin ef hann hefur kjarkinn til þess. En heilt yfir eru þetta agætis fotboltamenn og eg er bara bjartsynn a að við vinnum 1-0.

  16. Það vantar fleiri fastamenn í Chelsea en Liverpool svo að okkar menn eiga séns og vonandi setur Torres einn bolta inn fyrir okkur. En þetta er gott lið og Kelly getur vonandi hjálpað til á hægri kantinum,ég reikna ekki með miklu á vinstri vængnum.

  17. Miðað við þann mannskap, sem er heill, þá get ég ekki sett útá þetta liðsval. Ég myndi hugsanlega setja Jovanovics inná fyrir Maxi, en ég skil líka alveg að Maxi sé Þarna – sérstaklega þar sem hann reddaði okkur um síðustu helgi.

    Við eigum alveg að geta klárað þetta Chelsea lið á Anfield.

  18. Úff, þetta er alls ekki nógu sterk vörn, vona bara ad Drogba sé of veikur til þess að spila.

    Þessir bakverðir eru einfaldlega ekki nógu góðir fyrir svona leik. Held að kalou og Maluda eigi eftir að fara illa með þá félaga, því miður.

    Annars er mjög jákvætt að fá Kuyt inn og maður stendur alltaf með sínum mönnum

    YNWA

  19. Frekar sérstakt að sjá 4-4-2, sérstaklega miðað við varfærnislegar uppstillingar á móti minni liðum. En fróðlegt að sjá hvernig þetta verður.

    Líklega er Kuyt ekki í formi til þess að vera hlaupandi eins og hann er vanur á hægri kantinum.

    MARK!!!!!

  20. Sendingin frá Kuyt var frábær, nú þegar búinn að réttlæta byrjunarliðssætið

  21. Vá þvíliíkur leikmaður sem þessi drengur er. Flott sending frá Kuyt og þvílí afgreiðsla.

  22. “Sælar stelpur, Torres hérna. Þið munið kannski eftir mér?”

  23. Kanski var það bara fjarvera Kuyt sem hefur valdið þessu slæma formi hjá Torris? Mjög óeigingjarn leikmaður hann Kuyt og Torres þarf gæði með sér til að fá tækifærin og þjónustuna eins og núna

  24. hættið að hæla kyut. Hann heldur engum bolta þarna uppi. Búinn að skemma fullt af sóknum þegar með dúlli og kæruleysi. Gef honum samt assist

  25. la la la la la la Liverpool´s nr 9……. ég er ekki hommi sko en ég elska þennan dreng ; )

  26. Djöfull eru Gerrard, Lucas og Mereiles farnir að ná vel saman… lofar afar góðu!

    Og af hverju hefur Kelly verið á bekknum undanfarið???

  27. Mér finnst þetta eina vitið, þeas að hafa Gerard á miðjunni og stjórna leiknum fyrir okkur. Cole á svo eftir að koma flottur í holuna og Maxi og Kuyt á kanntana. (þar til eitthvað verður keypt)

    En þvílikt sést hvað okkur vantar betur spilandi varnarmenn í þetta lið, maður er alveg með hjartað í buxunum þegar þessir menn eru að vandræðast með boltann.

  28. Hann heitir ekki Chuck Norris, heldar Fernando Torris! YNWA.

    Kelly er frábær leikmaður og í fyrsta skipti þá finnst mér Lucas vera orðinn öflugur tappi. Magnað.

  29. Hvar hefur þetta lið verið þangað til núna???? jæja síðustu leikir hafa líka verið góðir en gamla góða gæsahúðin er að breiðast yfir mann 🙂

  30. Ég held að það sem J. Henry sagði í vikunni hafi kannski ýtt við mönnum. Komið þessum prímadonnum á jörðina. Play football or get the fuck out!

  31. Þessi leikur er hrein unun að horfa á. Menn eru að leggja sig alla fram, hjálpa hvorum öðrum og berjast um hvern einasta bolta. Vörnin hefur staðið sig vel og mér fynst ég verða að hrósa Konchecsky fyrir góða varnarvinnu, hann hefur lokað vel á kantinn og þegar menn eru að komast í sendingarfæri þarna hægra megin þá er hann kominn fyrir crossinn.

    Sóknarlega erum við að spila frábærlega, menn hlaupa í eyðurnar, boltinn er látinn ganga og við erum að skapa okkur fínustu möguleika fyrir framan markið.

    Me be happy 🙂

  32. John Henry og frú, þið sáuð í síðasta leik hvað Gerrard getur, hér sjáið þið Torres!

  33. Okkar madur komin i gang, nuna er bara ad klara tetta.

    Djofulsins FIFL er John Terry samt, aetladi bara ad meida Torres adan, kannski ekki skrytid raedur ekkert vid hann

  34. Ég hef alla ástæðu til að vera sáttur við þennan fyrri hálfleik. Hinir rauðu eru ákveðnir, allir í liðinu eru að berjast fram í fulla hnefana, láta finna fyrir sér. Ég stoltur af hinum rauðu, í dag eiga þeir fyllilega skilið klæðast okkar heittelskaða rauða búning.

    …og Torres er að klára þetta

  35. Það sem mér finnst stærsta breytingin á liðinu og því sem það hefur verið að sýna er Skipulag. Vörnin er skipulögð sem og miðjan og afleiðingin eru tvö geðveik mörk frá Torres. Seinni hálfleikur verður geðveikur.

    Koma svo Liverpool

    YNWA

  36. Frábær frammistaða fyrstu 45. Taktíkin smellgengur upp og ellefu gæðaleikmenn þarna inná. Torres auðvitað geðveikur, en þeir Gerrard, Lucas og Meireles eru alveg gargandi frábærir þarna inni á miðsvæðinu, gefa miðjumönnum Chelsea engan frið til að spila boltanum og þessir löngu boltar bara étnir hingað til.

    Auðvitað langar 45 mínútur eftir en við erum að tala um að þetta lið er á leiðinni til baka og það er algerlega geðveik tilfinning!!!

  37. Það lang besta sem sést hefur til liðsins síðan 1-4 gegn Utd. Nú verður liðið að passa sig að falla ekki of aftarlega og freista þess að halda forskotinu. Halda áfram að pressa og freista þess að ná 3 markinu.

  38. Þvílíkur fokking fyrri hálfleikur!

    His armband proved he was a red, Torres Torres,
    “You’ll never walk alone” it said, Torres Torres,
    We bought the lad from sunny spain,
    He gets the ball, he scores again,
    Fer-nan-do-Tor-res, Liverpool’s number 9!

  39. Þarna þekkir maður Liverpool : )

    Torres mættur á svæðið og dugnaðarforkurinn okkar Kuyt líka : )

    Nú er bara að halda þessu áfram og laga markahlutfallið ; )

    Liverpool liverpool liiivvvveeerrrpppooolllllll!

  40. Mér finnst aðalbreytinging vera sú að Roy er að spila með tvo frammi.
    Ég er ekki að sjá að kuyt sé einhver kantari.
    Núna er Fernando lausari, hreyfanlegri og klárlega þá hættulegri.
    Þetta er alveg nýtt hjá kallinum.
    Hann finnur greinilega eigendapressuna eins og sumir leikmennirnir !
    Meira svona takk.

  41. Það er að koma betur og betur í ljós að Lucas er ekkert að fara úr þessu liði, búinn að vera frábær í dag ásamt reyndar flestum öðrum það sem af er leik. Þessi þarna spænski sem er frammi er líka ágætur 🙂

  42. Það er frábært að sjá liðið svona samstillt og lítið sem maður getur sett út á í fyrri hálfleik. Kuyt hefur svo gríðarlega mikil áhrif fyrir þetta lið, maður sér bara holninguna breytast þegar hann er með. Svo er Torres eitthvað breyttur finnst mér. Hann er að láta finna meira fyrir sér, fer í tæklingar er að taka öxl í öxl slaginn og er bara drullu grimmur. Það er greinilegt að sjálfstraustið fer vaxandi í okkar liði.

    Nú er bara að passa að Chelsea skori ekki fyrstu 20 mín af seinni hálfleik og þá erum við komnir langleiðina með þetta.

    Koma svo.

  43. Mjög ánægður hingað til. Torres í banastuði og Kuyt kemur eldhress í toppleik, ekki að sjá á honum að hann hafi verið meiddur. Kelly stendur fyrir sínu og Lucas er að eiga stórleik.

    Tók samt einhver annar eftir því að þegar Terry hleypur upp völlinn með boltan heyrist í lýsandanum “og hér kemur John Henry”… Brotið hjá Torres á Terry samt með því grófasta sem sést hefur… Head-to-foot style, How you like it!

  44. Þetta er ekki búið við skulum ekki gleyma því. Drogba á eftir að koma inn á!

  45. Lucas búinn að vera frábær í dag og þessi miðja Meireles – Lucas – Gerrard bara frekar líkleg til að koma jafnvægi aftur á miðjuna sem hefur vantað í svolítinn tíma.

    En jæja, það er heljarinnar vinna eftir í þessum leik og gegn liði eins og Chelsea er ekkert í hendi fyrr en leikurinn hefur verið flautaður af.

  46. Eftir slæma 7 leiki hjá Fulham hrökk vélin loks í gang hjá Roy Hodgson. Gæti það sama verið að gerast hér? Amk, er kallinn ansi klókur í að halda forskoti. Svo maður er bjartsýnn… en það er langt í land. Þeir eru með Drogba á bekknum.

  47. Frabært !!! Bæta svo vid nokkrum mørkum i seinni halfleik !!

    Kv
    United vinur ykkur

  48. Það tók Lucas langan tíma að aðlagast, kannski er góð ástæða fyrir því að það eru ekki margir brassar keyptir í ensku deildina… en guð minn góður hvað biðin var þess virði ef hann ætlar að halda svona áfram. Hann hefur einhvernveginn stökkbreyst úr villtum, ónákvæmum, slökum miðjumanni í mann með gríðarlega yfirferð, nákvæmar stuttar sendingar og gríðarlegt sjálfstraust. Vonandi er þetta það sem koma skal, þá kemst Poulsen aldrei nálægt liðinu aftur í mikilvægum leikjum!
    Það þarf ekkert að eyða svona mörgum orðum í Torres… það vita allir hvað hann getur og það var bara verið að bíða eftir því að hann sýndi það. Ég græt það ekkert að hann hafi ákveðið að sýna það í dag!!!

    ÁFRAM SVO… þetta er enganveginn búið! Chelsea er lið sem getur skorað 6 mörk á 45 mínútum ef þeir detta í gang og við slökum á. Plíííís ekki detta niður ROY… drepum þetta með þrennunni frá TORRES!!!

  49. úff….nú er ég skíthræddur….helv. Drogba að koma inn á. Það er eitthvað djöfullegt bara við nafnið hans…..koma svo, setja þriðja markið og loka þessu !!!!

  50. Þvílik barátta í liðinu, veit ekki hvað Hodgson hefur sagt við mannskapinn en þetta er það sem þarf að gerast, að menn berjist eins og menn fyrir hvorn annann.

  51. Vona bara að Hodgson freystist ekki til að setja Pulsen inná fyrir Kuyt. Efast um að Kuyt spili meira en 60 mín. þar sem hann ekki í leikformi eftir meiðslin.

  52. Þetta brot hjá Martin Sk. leit út fyrir að vera miklu sársaukafyllra fyrir Drogba en þegar Torres fékk hnéð á Terry í hnakkann 🙂

  53. Jæja…nú verða menn að stíga upp. Eitt mark og Chelsea er komið inní leikinn.

  54. Chelsea skorar, bara spurning hvenær !
    Það má ekki leyfa þeim að sækja svona stíft !

  55. virðist oft gerast þegar maður nær forskoti. Er samt mjög hættulegt að liggja tilbaka og leyfa hinum að sækja. Þétta miðjuna kannski með shelvey eða meireles inná miðju og kyut á kannt

  56. Það kemur kannski til góða núna að Hodgson skiptir oftast seint, svo kannski kemur pulsan lítið við sögu

  57. WOOOWW Reina!!!!

    Jæja, spurning hvort að Kuyt sé ekki búinn á því. Fannst eitthvað lítil orkan þegar Terry trítlaði framhjá honum með boltann.

  58. Af hverju fær þessi Terry andskoti ekki spjald fyrir þessar árásir???

  59. Djöfull er ég ánægður með baráttuna í mönnum. Fara ,,full-force” í alla bolta. Svona á þetta að vera!

  60. Ótrúlegt að Terry skuli vera með hreinan skjöld. En það er aukaatriði.
    Nú fer maður að óttast skiptingar þar sem klárlega er farið að draga af mönnum. Þó þær hleypi inn á óþreyttari mönnum gætu þær riðlað því jafnvægi sem er í spilinu.

    Kuyt er klárlega orðinn þreyttur og stutt síðan Gerrard spilaði á fullu gasi í 45 mínútur.
    Spurning hvort Poulsen verði settur inn fyrir Kuyt og Gerrard settur framar, það vantar klárlegar meiri breidd í hópinn.

  61. Reina og Torres búnir að vera frábærir, sem og Lucas og Kelly! KOMA SVO!!! Korter eftir.

  62. Mér sýnist margir fætur vera orðnir ansi þungir….Mætti alveg fara huga að skiptingu

  63. úff…maður skynjar vel þreytuna hjá Kelly og kuyt, enda mjög hraður leikur og þeir ekki spilað lengi. en hvað er hægt að gera….bara skinkur á bekknum

  64. Ekki hefði ég trúað þessari skiptingu… hann hefur klárlega trú á þessum strák.

  65. Það er bara eitt lið á vellinum núna, því miður er það Chelsea.

  66. núna þarf bara að fara að halda boltanum innan liðsins, hætta þessu kick and run rugli…
    Annað í þessu að eftir því sem Chelsea þarf að sækja stífar þá opnast svæði fyrir okkur.

    Og hey….Shelvey að koma inn á fyrir kuyt. Bara alveg eins og ég hefði skipt 🙂

  67. Jæja strákar….eftir þessi ævintýri við markið okkar þá held ég að okkur sé ætlað að vinna þennan leik….phjúúú

  68. Sniðug skipting, Torres orðinn mjög þreyttur. Ngog kemur með ferskar lappir fram.

    Þessi Shelvey skipting er sjálfsagt áhyggjuefni fyrir leikmenn eins og Poulsen og Spearing.

  69. Munurinn í dag er að Liverpool er með besta senter og besta markvörð í heimi!!

  70. jæja núna er ég byrjaður að syngja lagið okkar, þetta er búið við erum búnir að vinna chelsea!!!!
    Koma svo allir saman í kór…..

  71. Lucas maður leiksins, einn af hans bestu leikjum fyrir félagið, hann er að festa sig í sessi á miðjunni okkar!

  72. ohh maxi skemmdi spána mína. Djö hefði verið sweet að setja þriðja markið í lokinn. En frábært engu að síður og þetta var miklu meira en 3 stig. Þessi leikur gerði svo miklu meira fyrir sjálfstraustið og nú má loksins fara í treyjunni sinni aftur á almannafæri. Verst bara hvað það er kalt… af hverju á maður ekki Liverpool dúnúlpu???

  73. Þessi sigur er ótrúlegur, mikilvægi hans er ekkert lítið. Í stað þess að detta aftur í fallbaráttuna sigraði Liverpool efsta lið deildarinnar örugglega og hélt hreinu. Þessi sigur

    Reina: var frábær í þessi þó fáu skipti sem reyndi á hann. Snilldarmarkvörslur
    Kelly: Getur verið stolltur af sínu framlagi, stóð sig mjög vel í erfiðum leik.
    Carra: Flottur leikur.
    Skrtel: ágætur en ekkert meira en það
    Konchesky: Góður leikur, stöðugur varnarlegar og fínn fram á við.
    Meireles: Góður leikur
    Lucas: Stórkostlegur fyrrihálfleikur og frábær seinni hálfleikur. Hans besti leikur fyrir Liverpool.
    Gerrard: Stjórnaði spilinu vel og barðist allan tímann.
    Maxi: Góður en ekkert frábær, hefði átt að gera betur í sumum færum en varðist mjög vel.
    Kuyt: Góður
    Torres: Frábær mörk, virkar mikið betur þegar hann er ekki einangraður á toppnum.

    Shelvey, Ngog og Spearing fengu lítinn tíma en gerðu að minnsta kosti ekkert rangt.

    Maður leiksins: Erfitt að velja ekki Torres en Lucas var bara það góður að hann fær mitt atkvæði.

    Frábær leikur
    Frábær sigur
    Frábært lið

Chelsea er víst að mæta á Anfield – upphitun

Liverpool – Chelsea 2-0