Damien Comolli ráðinn til Liverpool

Liverpool hafa tilkynnt að Damien Comolli hafi verið ráðinn til liðsins til að vera “Director of Football Strategy”. Comolli mun hafa umsjá með leikmannakaupum og þá sérstaklega að leita að ungum leikmönnum.

Henry segir um þetta í fréttatilkynningu:

> Damien has a proven track-record of identifying exciting young footballing talent and we are delighted that he has agreed to join Liverpool. Working closely with Roy Hodgson and the coaching staff, I know he will make a valuable contribution to strengthening the Club and the squad as we move forward.

>”Today’s announcement is just the first step in creating a leadership group and structure designed to develop, enhance and implement our long-term philosophy of scouting, recruitment, player development and all of the other aspects necessary to build and sustain a club able to consistently compete at the highest level in European football.

>”We intend to be bold and innovative. We will not rest until we have restored Liverpool Football Club to the greatness Liverpool fans expect.”

Comolli er franskur, 38 ára gamall og hefur unnið fyrir with AS Monaco, AS Saint-Étienne, Arsenal og Tottenham. Í kommentum við síðustu færslu var bent á þessa góðu grein um starf Comolli hjá Tottenham. Margir voru neikvæðir á tímabil hans hjá Tottenham, en þeir leikmenn sem töldust flopp þegar hann fór frá liðinu hafa heldur betur reynst góðir.

25 Comments

  1. Mér líst mjög vel á hann, sérstaklega á kaupin hjá Tottenham, voina að hann geri jafn góða hluti hjá Liverpool :).

  2. Þessi ráðning er mjög skiljanleg, Henry talaði einmitt um það í viðtali fyrir stuttu síðan að það væri mjög mikilvægt að vera skynsamir í leikmannakaupum. Ég er ekki hrifinn af tímabundnum lausnum.

    Poulsen er t.d. mjög gott dæmi um mjög slæma “framtíðar” fjárfestingu. Liðið á að vera blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og heimsklassa leikmönnum. Við höfum ekkert að gera við einhverjar meðalsultur sem kæmust ekki í liðið hjá neinu öðru toppliði.

  3. Mér líst vel á manninn, og vel á fyrstu ráðningu Henry. Maðurinn er að byrja á réttum enda. Ég tel að Hodgson eigi enga framtíð með Liverpool undir eignarhaldi Henry og að hann verði jafvel farinn fyrir jól burstéð frá árangri.

  4. Hvað verður þá um King Kenny? Þessi maður á að detta nokkuð inn á hans verksvið.

  5. Það er allt gott og blessað að kaupa unga og efnilega leikmenn til liðsins ef það þá eru leikmenn sem smella samt beint í liðið og byrja að spila en týnast ekki bara í vara eða unglingaliði félagsins. vona samt að Henry átti sig á því að það þarf líka og jafnvel fyrst að kaupa 4-5 klassaleikmenn sem eru meira en tilbúnir til þess að spila á hæðsta plani strax og þessir leikmenn gætu alveg kostað slatta af peningum hver og einn…

  6. Mér líst vel á þennan kappa og ég hef trú á að hann eigi eftir að gera góða hluti hjá okkur.
    Hann var njósnari hjá Arsenal og Wenger var ekki sáttur að missa hann skilst mér, en hann átti hlut að máli að fá Clichy, Eboue og Kolo Toure til Arsenal.
    Svo fékk hann marga efnilega leikmenn til Tottenham sem eru að gera flotta hluti fyrir þá.
    En stóra spurningin er kannski sú, mun hans fyrsta verk vera að finna nýjan stjóra fyrir Liverpool ?
    Þegar hann kom til Tottenham þá var eitt af hans fyrstu verkum að losa félagið við Martin Jol og ráða Juande Ramos sem reyndar gerði vægast sagt slaka hluti fyrir Tottenham.
    En eins og ég sagði áður þá er ég sáttur við þessa stefnu hjá Henry og hans félögum og liðið á eftir að fara aftur í hæstu hæðir innan fárra ára.

  7. Ég held að spurningin sé ekki um að að kaupa aðeins réttu ungu leikmennina, heldur að kaupa réttu ungu leikmennina og leyfa þeim að spila!
    Við eigum leikmenn á borð við Pacheco, Shelvey og Suso sem mér finnst vera mjög efnilegir og gætu komið inn í liðið fljótlega.
    Að kaupa leikmann eins og Poulsen er auðvita bara heimskulegt þegar við getum farið að einbeita okkur að því að ala upp leikmenn eins og Pacheco og Shelvey!

    Lýst vel á þetta og vona að hann geti fært okkur leikmenn sem verða framtíð Liverpool.

  8. Afhverju erum við að fá mann sem var rekinn frá Tottenham?
    Og hvaða snillinga hefur hann fundið upp aðra en Gareth Bale?

  9. Séð á Twitter:

    @bensmith_times : It would seem Hodgson may not be quite as happy with the arrival of Comolli as he pretended to be today.

    Hmmm. Við bíðum eftir blaðagreininni frá Ben Smith um málið.

  10. Nr. 8

    Comolli, Poyet og Ramos voru reknir á einu bretti, Comolli var kennt um að kaupa lélega leikmenn, en svo virðist nú sem að þeir hafi bara verið lélegir undir stjórn Ramos. Þetta er meira og minna lykilmenn í liði Tottenham í dag og bara ekkert svo lélegir.

  11. Mér finnst það ekki skrýtið að Hodgson sé ekki sáttur við komu hans enda hefur Comolli verið duglegur að reka eða láta reka þá stjóra sem hafa verið til staðar hjá liðunum.

    Og einnig virðist sem að hann sé alfarið að fara að sjá um leikmannakaupin hjá Liverpool, sem er ekki ólíkt því sem gerist á Spáni þar sem að það eru forseta félagana sem sjá um að kaupa leikmennina en þjálfararnir um að þjálfa liðið.

    During his time there he had several disagreements with coach Martin Jol, who after his departure from Spurs complained several players had been signed by Comolli without his agreement

    On 9th November 2008, it was announced that he would return to Saint-Étienne as sporting director.[10] His appointment led to the departure of manager Laurent Roussey

    Sem sagt þar sem hann hefur farið þá hafa þjálfararnir fengið að fjúka og hann séð meira og minna um leikmannakaupin.

  12. Mér sýnist alltaf hafa verið eitthvað vesen á milli Comolli og þjálfara hjá klúbbnum hverju sinni. Það er eitthvað sem segir mér að Hodgson eigi ekki eftir að vera mikið lengur hjá Liverpool

  13. Ég hef reynt að lesa mér til um strák sem mest í dag og held að það sé ljóst að margir verri möguleikar voru til í stöðunni en að fá reyndan mann í þessa stöðu.

    En ég hlakka til að sjá hvað er í gangi á næstunni. Ég held að John W. Henry og félagar séu að bræða margt með sér og Hodgson getur ekki verið glaður með ummælin um ranga stefnu félagsins í átt að því að semja við gamla leikmenn.

    Insua út en Aurelio inn. Aquilani út en Poulsen inn. Carragher að fá nýjan samning. Skulum ekki gleyma því að búið var að klára Shelvey og Wilson áður en Hodgson mætti. Ég get ekki séð það að ummæli Henry séu neitt annað en skýr tilmæli um það að breyting verði á og við sjáum það á næstunni hvort hann og félagar hans telja Hodgson rétta manninn.

    Bæði hann og Comolli eru vanir að skipta um stjórn og átt. Comolli er ekki að fara að leita að leikmönnum til að fitta inn í fótboltakerfi sem byggir upp á varnarleik og skyndisóknum.

    Það skulum við öll hafa á hreinu!!!

  14. Ég myndi nú alls ekki gráta það ef Comolli myndi sannfæra Didier Deschamps um að taka við þjálfun Liverpool. Maðurinn er búinn að vinna titla með öll (reyndar bara 3) lið sem hann hefur þjálfað og er ekki nema 42 ára.
    Hann er vanur því að vinna undir stjórn “Sporting Director” þó hann hafi reyndar hætt hjá bæði Monaco og Juventus vegna ósætti við stjórn. Fyrir utan það var hann frábær leikmaður, leiðtogi og helst af öllu sigurvegari.

  15. Það fór um mig allan notaleg tilfinning að lesa þetta hjá þér Maggi : )

    Vona að þetta reynist allt rétt.

  16. Góður punktur Alexander. Mikið væri það nú flott ráðning að fá Deschamps til Liverpool !! Það býr alveg örugglega eitthvað undir með ráðningu á þessum manni og reiknar maður fastlega með að þetta sé upphafið að endalokum Hodgsons. Bara spurning um tima því eins og Maggi segir þá er ekki verið að fara að leita að ungum vel spilandi leikmönnum til að spila kick and run undir Hodgson.

  17. Þessi ráðning hljómar vel og gefur manni enn eina ástæðuna til að trúa því að Henry & co snúi félaginu til betri vegar !

  18. Vona að það verði hans fyrsta verk að finna nýjan stjóra og svo að kaupa Gylfa Sig

  19. bara til að undirstrika fótboltalega fávisku mína á klúbbum öðrum en liverpool….. en getur einhver sagt mér hvaða leikmenn comolli fékk til tottenham sem eru að meika það í dag….. sá að einhver talaði um g.bale sem nota bene þaggaði svona skemmtilega í benitez í gær….. en hvaða fleiri fékk hann????
    þetta er ekki eitthvað diss…. bara forvitinn

  20. eehheemmm var að lesa greinina sem einar örn linkaði inná þar kom þetta allt fram……
    þetta er nú nokkuð impressive hjá kallinu að hafa fengið alla þessa gaura inn sko…… við gætum alveg notað svona leikmann einsog berbatov og pavluchenko
    vona að þessi gaur sé með bein í nefinu…….

  21. Hmmm….Soldið mikil saga af brottrekstrum og leiðindum með þessum gæja og það hentar venjulega illa. Ætli hugsunin sé “mix things up” með þessu?

Pub Quiz og bjórkvöld á Players 12.nóv

Napoli á morgun