Kop-gjörið eftir 10 vikur

Þá er kominn tími á að fara í smá Kop-gjör í kjölfar helgarinnar og fínt að skoða hvernig staðan er þegar rúmlega fjórðungur (26,3%) er liðinn af tímabilinu.

Helgin má segja að hafi verið hefðbundin. Klassísku “Big four” liðin unnu leikina sína, þó fæst þeirra hafi spilað vel. Chelsea og United riðu á vaðið, Blackburn geta verið hundsvekktir að hafa ekki fengið stig hið minnsta gegn þeim bláu sem vonandi verða jafnslakir á Anfield um næstu helgi! United voru ekki að spila vel og seinna markið sem þeir fengu gefins undirstrikar enn hvað enskir dómarar eru arfalélegir. Auðvitað er hægt að bíða eftir flautunni en þarna sést svo augljóslega að röð mistaka hefur átt sér stað að í 99% tilvika hefði dómari ekki látið þetta mark standa. En enskir dómarar eru týpurnar “ég er alvitur og ræð” og því stóð markið. Ég horfði á þættina á BBC og Sky um helgina og þar var gríðarleg umræða um þá meðferð sem United hefur fengið undanfarin tímabil og þá þurfti ekki að horfa nema á þetta bull og síðan þá svínvitlausu ákvörðun að reka ekki Gary Neville útaf á Brittania Stadium. Ég spái því að nú bráðum verði þetta “leiðrétt” því þannig finnst mér hlutir virka í Englandi…

Manchester City töpuðu svo sanngjarnt gegn Úlfunum. Liðið það er að sýna það að þar er á ferð ofspillt og sálarlaust lið þar sem hlutir eru í miklu ólagi. Joe Hart, Adam Johnson og Gareth Barry nýkomnir úr drykkjusvallferð á heimavist í Glasgow um síðustu helgi, Tevez farinn heim með heimþrá og Kompany og Adebayor gerðu allt nema slást inni á vellinum. Roberto Mancini virðist ekki ráða við það að stjórna liðinu og hans árangur núna er töluvert verri en hjá Erikson og Hughes á sama tíma. Ekki kæmi mér á óvart þó Frank Rijkaard poppi þar upp á næstu vikum.

Fulham og Everton unnu sína leiki og Arsenal unnu West Ham í blálokin áður en kom að sunnudeginum. Aston Villa er að sýna merki Houllier, komnir aftan á völlinn og Houllier var glaður með að halda hreinu í 0-0 jafntefli á heimavelli gegn Birmingham. Svo kom að okkar sigri sem á annan stað hér á síðunni en líka slátrun Newcastle, 5-1 gegn erkifjendum þeirra í Sunderland. Mánudagsleikurinn var svo eyðilagður með kolrangri ákvörðun dómara á ný sem gaf rautt spjald og víti til Blackpool sem unnu W.B.A. 2-1 og halda áfram að koma á óvart.

Eftir 10 vikur er komið ákveðið “shape” á deildina. Þar kemur án efa mest á óvart gott gengi nýliðanna, Blackpool, W.B.A. og Newcastle og dapurt gengi okkar manna og West Ham. Skulum vona að þetta lagist allt á næstunni.

Svo er komið að því að skoða stöðuna í leiknum okkar eftir 10 umferðir!

Töluvert er síðan við litum yfir stöðuna og ég held því að best sé að við byrjum á að skoða Draumalið deildarinnar. Því er stillt upp með 3-4-3 leikkerfi. Samkvæmt þessari skoðun á frammistöðu leikmanna hafa þessir staðið sig best:

Markvörður

Peter Cech (CHE) – 54 stig

Varnarmenn

Ashely Cole (CHE) – 67 stig

Nemanja Vidic (MUtd) – 48 stig

John Terry (CHE) – 47 stig

Miðjumenn

Nani (MUtd) – 75 stig

Florent Malouda (CHE) – 67 stig

Kevin Nolan (NEW) – 60 stig

Charlie Adam (B´Pool) – 55 stig

Sóknarmenn

Didier Drogba (CHE) – 71 stig

Dimitar Berbatov (MUtd) – 60 stig

Carloz Tevez (MCity) – 58 stig

Bara í anda þess sem er í gangi í deildinni, kemur mér þó á óvart að sjá að Nani er með flest stigin af öllum og sennilega reiknaði enginn með að Charlie Adam væri þarna. Líklegt verður að teljast að hann verði ekki í appelsínugulum búning Blackpool mikið lengur!

Af okkar leikmönnum er Steven Gerrard efstur með 45 stig og Torres er með 39 stykki.

Svo kemur að því að skoða stöðu okkar Kop.is-deildar.

Þar sitja nú í fimm efstu sætum:

1. A-liðið – stjóri Eyþór Guðjónsson: 582 stig

2. Kanill – stjóri Júlíus Arnarsson: 573 stig

3. FC Malbik – stjóri Tryggvi Páll Tryggvason: 568 stig

4. WannaB – stjóri Arnar Jónsson: 567 stig

5. Haga-MelGibson – stjóri Leifur Arnkell Skarphéðinsson: 564 stig

Þessi lið eiga það öll sameiginlegt að vera varla með nokkurn Liverpoolmann í sínum hóp og flest með fullt af Unitedmönnum. Einungis Kanill inniheldur mann úr okkar röðum, Martin Skrtel. Eyþór situr í 13.sæti yfir íslensk lið í heildina, 27 stigum á eftir efsta sæti.

Deildin okkar er í 621.sæti allra deilda í leiknum af rúmlega 967000 deildum sem er fínn árangur auðvitað. Gaman þætti mér nú að vita hvort við erum með fjölmennustu deildina á Íslandi, bara þekki það ekki og finn ekki leiðir til að skoða það.

Pennarnir

Fæst orð bera minnsta ábyrgð, við höfum þá afsökun að vera að nota okkar Liverpoolmenn í liðin okkar og þar með bara tel ég okkur upp í réttri röð:

166.sæti – Melar Sport (Aggi) 453 stig

174.sæti – Babu (Babu) 451 stig

184.sæti – Hellissandur City FC (Maggi) 447 stig

238.sæti – Stoney’s Angels (SSteinn) 431 stig

285.sæti – Fimleikafélag KAR (KAR) 419 stig

406.sæti – eoe-kop (EÖE) 355 stig

Sýnist við þurfa að einbeita okkur frekar að okkar innbyrðiskeppni heldur en að berjast um toppsætin.

En ég endurtek og ítreka það að ég mun ALLTAF hafa þrjá Liverpoolmenn í mínu liði og ALDREI leikmenn United, Everton eða Chelsea og læt gengi mitt í þessum leik fylgja gengi Liverpool í deildinni.

Og því er ég bara nokkuð sáttur að vera fyrir ofan miðja deild 🙂

21 Comments

  1. Flottur póstur hjá þér.
    En rakst á eina virkilega góða staðreynd sem hljómar svona:
    Kenny Dalglish has won more medals than Hodgson has won Premiership away games

  2. Ég ætla að taka nettan Hodgson á þetta og ekki breyta liðinu fyrr en á 85. mínútu – þegar svona 4 umferðir eru eftir af deildinni. Ef ég verð enn í neðsta sætinu þá, þá verður það bara að vera svo.

  3. Ég get ekki beint sagst vera sáttur með gengi liðsins míns, og geri ég þó breytingar og ligg yfir þessu á hverjum föstudegi. Það eru þó bara 34 stig á milli mín og Agga sem er efstur okkar pennanna. Hugga mig við það.

  4. Er í sæti 218 og á niðurleið – yikes! En ekkert svakalega ósáttur … stend mig betur í næstu umferðum vonandi!

  5. Verð bara að fá að segja þetta vegna þess að ég naga mig í hvert skipti þegar að ég sé manninn…….AF HVERJU KEYPTUM VIÐ EKKI Van Der Vaart?????????? Almáttugur….í staðinn sitjum við uppi með Helvidesgangbeljapiss Poulsen og vinstri bakvörðurinn okkar er geimvera!

  6. Ég er nú ekki viss um að VDV hefði valið Liverpool eins og ástandið hefur verið undanfarið.
    Í dag er Tottenham því miður bara með miklu betri leikmannahóp heldur en Liverpool.

  7. Menn sem eiga erfitt með að skilja að raunveruleika og tölvuleiki eiga alltaf erfitt uppdráttar 😉

  8. Djöfull er Bale orðinn hrikalega öflugur, hann er að eiga stórleik á móti Inter.

  9. Bale var ótrúlegur á móti Inter. Hann átti þennan leik algerlega og átti algerlega tvö markanna. Minnir mig á MacManaman í sínum árum hjá Liverpool. Mikið sakna ég svona leikmanna hjá okkur.

  10. Vááá shiiiit hvað Bale er svakalegur.
    Var ekki G. Bale upphaflega vinstri bakvörður?
    Spurning um hvort Glen Johnson gæti blómstrað sem kanntmaður hjá okkur!

  11. Þetta var djöfulli magnað á að horfa. Gareth Bale tók Maicon og gjörsamlega pakkaði honum saman í 90 mínútur. Ekki 30 mínútur eins og á San Siro fyrir tveimur vikum, heldur í heilar níutíu. Maicon var eins og smástrákur sem hafði aldrei spilað fyrir aðalliðið áður og undir lok leiksins sást að sjálfstraustið hjá honum var bara farið. Hann panikkaði þegar Bale nálgaðist hann, aftur og aftur.

    Ótrúlegt. Bale virtist ekki ætla að ná í gegn sem bakvörður og var víst næstum því farinn á láni til Burnley í janúar síðastliðnum. Svo komu meiðsli sem urðu til þess að Redknapp prófaði hann á kantinum, hann brilleraði og hefur verið þar síðan. Og eins og hann er að spila núna er hann ekki bara einn besti leikmaðurinn í Englandi heldur Evrópu.

    Eftir þetta hreinlega langar mig að sjá Johnson á kantinum hjá okkur. Bara upp á forvitnina. Ef hann getur verið jafn stórkostlegur framar á vellinum og Bale er finnst mér það vera áhættunnar virði að prófa það.

  12. Bale fékk reyndar tækifæri í Tottenham í vinsti bakverði vegna þess að Ekotto var meiddur. Það var ekki fyrr en Ekotto kom tilbaka að Bale fór á kantinn.

  13. Mig hefur langað að setja Johnson á kantinn í rúmt ár, það er bara staðreynd að hann er hræðilegur í varnarleiknum en þegar að Liverpool hefur pressað hátt upp á völlinn og Johnson tekið þátt í sóknarleiknum þá hefur hann oftar en ekki verið stórhættulegur. Hann er alveg sæmilega fljótur, ekki jafn fljótur og bale samt, en hann hefur allavega góða tækni miðað við bakvörð og fer yfirleitt mjög auðveldlega fram hjá andstæðingnum og erm eð góðar fyrirgjafir.

    Vonandi getur einhver persónulega bent Hodgson á þetta því hann virðist ekki átta sig á þessu sjálfur að Johnson gæti alveg svínvirkað sem kantari, það sakar ekki að prófa.

  14. Skipta á Johnson og Kuyt !! Johnson er bara góður sóknarlega en Kuyt er bæði góður sóknar og varnarlega og hann getur hlaupið endalaust upp og niður kantinn !! Kuyt verður bara að vera í liðinu

  15. @8

    Van der Vaart gaf það út eftir að hann skrifaði fyrir Tottenham að Hodgson hefði sagt við hann, að hann væri ekki að leita að leikmanni eins og honum fyrir liðið sitt.

    Hodgson responded by telling reporters:”Those stories can get very irritating.

    “First an agent rings you up and asks you if you want to sign Rafael van der Vaart, you say ‘no’ and the next minute you are one of the ones trying to sign him.”

    Ein af ástæðum þess að þessi maður á að vera farinn.

    http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Hodgson-Liverpool-turned-down-Van-der-Vaart-article576259.html

  16. Gott að sjá að Roy sættir sig við 4 af 9 stigum úr þeim 3 evrópuleikjum sem eftir eru. Þetta er það sem maður vill heyra

  17. Kristinn Hallur (#19) – Þú ert að tala um þessi ummæli Hodgson:

    “I think if we can get four more points we’ll be pretty much secure for a place in the next round as I can see the other games being tight.”

    Hann er ekki að segja að hann telji raunhæft að ná í aðeins fjögur stig af níu. Hann er að tala um að það sé lágmarkið fyrir það sem nægi til að komast upp úr riðlinum. Auðvitað hlýtur hann að stefna hærra en það, stefnan hlýtur að vera á níu stig af níu mögulegum.

    Við höfum allir gagnrýnt karlinn mikið undanfarnar vikur en það er óþarfi að gera úlfalda úr mýflugum líka. Mér fannst ekkert að þessum ummælum hjá honum.

  18. Ég var reyndar ekki að reyna að gera úlfalda úr mýflugu og hef ekkert gagnrýnt kallinn hér áður. Ég vil bara að takmarkið sé sett hátt. Ef það hljómar sem þú setjir alltaf lágmarkskröfur á mannskapinn þá er það kannski bara það sem þú færð. Mér finnst einmitt vanta að heyra frá honum hver stefnan er en ekki hvert lágmarkið er.

Fernando Torres

Pub Quiz og bjórkvöld á Players 12.nóv