Liðið gegn Bolton

EÖE er eitthvað að gleyma sér svo ég hendi inn liðinu:

Reina

Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Lucas – Meireles
Maxi – Gerrard – Cole
Torres

BEKKUR: Hansen, Poulsen, Jovanovic, Spearing, Kelly, Shelvey, Ngog.

Óbreytt frá síðasta leik sem er kannski vel skiljanlegt þar sem liðið spilaði eins og….já Liverpool í þeim leik. Vonum að svipað verði upp á tengingum í dag.

76 Comments

  1. Ég er mjög ánægður með að hann haldi sama liði og spilaði síðast. Nú er bara að vona að taktíkin verði sú sama.

    Það væri frábært að vinna þenna leik með 3 mörkum því þá dettum við alla leið upp í 10 sæti!

  2. Spái sigri í dag, Grikkinn stæðilegi skallar boltann í netið á 7. mínútu og Maxi (af öllum) bætir við öðru í upphafi síðari hálfleiks. Amen.

  3. Ég er ekkert rosalega bjartsýnn á þennan leik en ef liðið spilar eins og í seinasta leik þá ættum við að vinna þetta.
    Ég vil bara fá 3 stig í dag og ekkert kjaftæði.

  4. Sælir félagar

    Mér lýst ágætlega á þessa uppstillingu og vona að liðið spili eins og í síðasta leik. Ef Carra setur hann (í mark andstæðinganna 😉 Þá er þetta pottþétt.

    það er nú þannig.

    YNWA

  5. Þetta verður klassískur Hodgson bolti og því verða 0-0 lokaúrslit ef allt gengur að óskum hjá gamla. Ætla samt að gerast svo djarfur að spá 1-1 jafntefli.

  6. Hérna er liðið hjá Bolton, Grétar Rafn á sínum stað en vonandi leikur Cole sér að honum.

    Wanderers: Jaaskelainen, Steinsson, Robinson, Cahill, Muamba, Taylor, Holden, Elmander, Knight, K Davies, Lee.

    Subs: Bogdan, M Davies, Klasnic, Ricketts, Moreno, Blake, Cohen.

  7. Vinnum 2-1. Verðum að hugsa um að fá stigin 3! Markatalan lagast seinna.

  8. Það er jákvætt að Hodgson stilli upp sama liði og gegn Blackburn. Vonandi þýðir það að hann ætli að spila svipað jákvæða knattspyrnu í þessum leik og síðast. Við getum allavega ekki kvartað yfir leikmannavali hjá honum.

    Koma svo!

  9. Eins og það er ánægjulegt að sjá Kelly og Shelvey á bekknum þá er það næstum jafn mikil ógleði að sjá pulsuna þarna…

    En ég er með eina spurningu veit einhver um Pacheco?? Leikmanninn sem átti brilliant mót með u19 ára liði Spánverja núna í sumar og hefur verið mikið látið af??

    Er hann meiddur eða er hann bara dottinn í c-liðið hjá roy??

  10. Djöfull eru menn bjartsýnir á sóknarboltann.

    Hodgson er ekki að fara að fórna 35 ára kick and run leikkerfinu sínu út um gluggann svona allt í einu. Það hefur hann marg oft sagt sjálfur. Ef við sjáum sóknarleik er einhver annar að stýra þessu liði á bak við tjöldin.

  11. Jákvætt að RH haldi sig við sama lið. Nú þarf spilamennskan frá síðasta leik eins að halda sér. Ef það gerist þá fáum við 3 stig í dag. 0-1 Cole. YNWA

  12. Roy Hodgson has won just 11 away games in the Premier League since 1997

    Þetta er glæsileg staðreynd hjá nýja Liverpool stjóranum !!

    Svo rakst ég þetta líka á Guardian: )

    Here’s a made up Liverpool stat that might be true, I don’t really know: they might be the baldest, most tattooed team in the Permier League.

  13. Afsakið truflunina kæru vinir, en er einhver með link á leikinn í streymi?
    Þessi á atdhe.net býður aðeins upp á hann ef maður er með vshare plug-in, en ég er í vinnunni og hef ekki admin leyfi til þess að setja það upp, sem er gífurlega frústrerandi.

    Er einhver með aðra lausn (sopcast fer ekki langt með þetta heldur, því miður)?

  14. Er einhver séns að vængmennirnir okkar gætu haldið sig á vængjunum? Það er ekkert pláss á miðjunni fyrir Meireles og Gerrard að athafna sig. Ég myndi bæta Lucas við en hann er ekki beint athafnamaður.

    • Torres alveg búinn að missa það. Gengur ekkert hjá honum.

    Kláraði hann ekki síðasta leik fyrir okkur?

  15. Hvað er Torres að gera í þessum leik klúðra einn á markmann ,klúður sendingar og fer ekki í úthlaupið hjá markmanninum flestir topp sóknarmenn hefðu hent sér fyrir boltan en hann hljóp frá. Ég vona að hann standi sig vel og setji mark eða mörk en hann er langt frá því að vera sami torres og hann var. Vantar allt blóð á tennurnar.

  16. Torres er í ruglinu.

    Ætli hann setji nú samt ekki eitt gott mark í dag.

  17. Mikið afskaplega er þetta andlaust. Ef allir kæmu með grimmd Grikkjans í þessa leiki værum við í betri málum.

  18. Ási: málið er Carra og Maxi á hægri… ekki beint blússandi kant-sóknardúett.

  19. Er einhver að spila vel í okkar liði?
    Nei, allir með lélegar sendingar og spila með hangandi haus.

    Skammarleg frammistaða það sem af er 🙁

  20. Shit… hvað þetta lið er lélegt, nær ekki upp neinu spili og þetta er svona happaglappa fótbolti, er hægt að skipta um stjóra í hálfleik, það er augljóslega mikið að…

  21. Ég er engin aðdáandi RH en ég get ekki séð að þetta sé honum að kenna hvað leikmennirnir eru lélegir. Vinnan þeirra er að spila og æfa fótbolta og ef þeir geta ekki sent boltann á milli sín er eitthvað að þeim ekki þjálfaranum.

  22. Skelfilegt. Enginn að spila vel og ennþá eru háloftspyrnur úr vörninni vinsælastar.

  23. Það eru klárlega leikmennirnir sem eru að klikka hrikalega í dag.
    Ég fæ ekki betur séð en að menn megi alveg sækja að vild en þeir bara hafa ekki sendingargetuna eða móttökuna til þess að gera nokkuð þarna frammi og Torres verður verri og verri með hverjum leiknum, en ég held að hann skori nú eitt í dag.

  24. Hálfleikur, 0-0. Þetta var ekki jafn góður fyrri hálfleikur og gegn Blackburn fyrir viku, en samt fannst mér þetta hvergi nærri jafn slæmt og sumir eru að láta hérna í ummælunum. Bara jafn leikur tveggja sterkra liða og klaufaskapur í okkar mönnum (les: Gerrard, Cole, Torres) í nokrum mjög góðum færum. Bolton hefðu þó átt að fá víti á hendina á Carra seint í hálfleiknum.

    Roy er að láta liðið spila sóknarbolta í dag. Menn pressa, halda boltanum á jörðinni, karlinn á hliðarlínunni að segja “Push up!” í gríð og erg. Miklu betra svona en við erum að spila við sterkt lið og nokkrir leikmenn hjá okkur (Gerrard, Torres, Cole, Konchesky) eru að eiga dapran dag so far.

    Vonandi vinnum við þetta. En í hálfleik er óþarfi að láta eins og þetta sé allt saman ömurlegt.

  25. Vonandi að menn séu að vinna í því bakvið tjöldin að semja við nýjan þjálfara.

  26. Held það megi nú alveg kenna RH um hvað menn eru að spila illa. Er búin að skila liðinu í fallsæti sem er staður þar sem menn eru ekki vanir að vera og kemur með bull ummæli í fjölmiðlum fyrir og eftir hvern einasta leik. Kann engan vegin að motivera menn og það skilar sér í spilamennsku leikmanna.

    BURT MEÐ KALLINN OG ÞAÐ STRAX!!!

  27. Sammála Kristján. Vera bjartsýnir drengir þótt það sé svolítið erfitt.

  28. það er orðinn bitur veruleiki að blackburn leikurinn hefur verið undantkning frá reglunni…..
    svo er statisticið þannig að 51% á vallarhelmingi liverpool 21% á miðjunni og 24% hjá bolton!!!
    en maður vonar það besta……… 0-1

  29. Svenni af hverju heldur þú að RH hafi ekki unnið útileik í 442 daga ,

    heldur þú virkilega að það hafi ekkert að gera með það hvernig hann setur upp leikina.

    Annars þá er þetta bara týpískur fyrrihálfleikur hjá okkar mönnum í vetur, bíðum þangað til við erum 1-2. mörkum undir og förum þá að pressa og sækja.

    Þori að veðja að karluglan sé það ánægður með spilamennskuna að hann geri engar breytingar í hálfleik.

  30. Var Carra inni í teig þegar fyrirgjöfin fór í hendina á honum? Sá það aldrei almennilega.

  31. Við erum einfaldlega heppnir að vera ekki undir í hálfleik, Eins og vanalega er það Reina sem er sá eini sem getur gengið inn í búningsklefa sáttur með sinn leik.

    Kooooma svoooo!

  32. Sem fyrr kemur ekkert annað en markalaust jafntefli til greina hjá Roy “kick and hope for the best” Hodgson!

  33. Hefði verið mjög hæpið að dæma víti í þessu tilviki. Carra var ekki að reyna að setja hendina fyrir heldur að halda jafnvægi í hoppinu.

  34. Okkur vanta almennilega kanntmenn,það er ekkert að koma út úr Maxi og Cole því miður og það verður að fara að styrkja kanntanna í næsta glugga.. En ég er hræddur um að þetta fari illa ef Bolton ná að setja mark það er ekki eins og Torres sé að fara að skora.

  35. Fyrri hálfleikur alls ekkert svartnætti. Mikil barátta í gangi og við alveg líklegir. Þurfum að fá sóknarþrennuna í gang (Gerrard, Torres og Cole) og þá vinnum við þetta.

  36. Tommi enda erum við bara að dæla háum boltum fram og það hefur nú yfirleitt passað betur að senda boltann í fæturna á honum !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  37. Jónas ég er ekki aðdáandi hans RH og vill hann í burtu en að leikmenn skora ekki einn á móti markmanni og geta ekki sent á milli sín sé ég ekki hvað það er honum að kenna. Hann lætur liðið spila hundleiðinlegan bolta en menn þurfa að geta gefið á milli sín. Það er voðalega gott að kenna alltaf þjálfaranum um þegar illa gengur en það er ekki alltaf hægt.

  38. Hár bolti fram, Liverpool tapar skallaeinvígi. Roy er búinn að fullkomna þennan leikstíl.

  39. Svenni það er rétt að Torres hefði átt að gera betur og snertingin hjá honum var slæm.

    EN hvervegna í ósköpunumgerir maðurinn engar breytingar meðan liðið er að spila svona ?????????

  40. Gæti verið að Blackburn hafi bara verið með vanmat í gangi í síðasta leik? Það er ömurlegt að horfa á þetta.

  41. Hvað er orðið um “járnkarlinn” Kevin Davies? Kastar sér niður í tíma og ótíma.

  42. Jæja er ekki kominn tími á að Milan fái tækifæri ?
    Eða Shelvey.

  43. Einhvern veginn tekst okkur að virðast færri bæði í vörn og sókn…

  44. Kalla okkur menn góða ef þeir ná að halda þessu í 0-0. Gera lítið annað en að bjóða Bolton uppá föst leikatriði rétt við vítateig sinn. Gefa þannig Bolton að nýta sér sinn helsta styrkleika.

    Karlinn mætti alveg fara huga að því að hressa uppá sóknarleikinn með tveimur skiptingum. Væri til í að sjá Shelvey og Jovanovic inná.

  45. Það er bara mun meiri barátta í þessu Bolton liði en Liverpool liðinu.

    Jafntefli í dag og svo tapa fyrir Chelsea næstu helgi og við verðum áfram kyrfilega í fallsæti.

  46. Svei mér þá ef sá gamli var ekki með hann beinstífan yfir spilamennskunni þegar hann stóð upp og fagnaði…

  47. 49:

    Mikið er ég ósammála þér. Ef varnarmaður er ekki með hendurnar við líkamann, þá er þetta hrein og klár hendi! Við vorum heppnir að fá ekki á okkur víti þarna.

    Hendur niður með síðum, eða krosslagðar fyrir aftan bak. Annars er þetta víti!

    En til lukku bræður!
    Erfiður, ósanngjarn og mikilvægur sigur fyrir okkur.

  48. Ég held að ég hafi bara aldrei séð jafn hugmyndasnautt Liverpoollið, en unnum samt sem er fínt. Sé samt ekki fyrir mér að RH komist langt með þetta lið.

  49. Þetta var fínn sigur hjá okkar mönnum. Ég skil ekki af hverju menn sjá ekki að liðið er að bæta sig. Bolton hefur oft reynst okkur erfitt en í þessum leik vorum við allan tímann líklegri. Lucas og Maxi áttu báðir góðan leik. Ég hef trú á Maxi, margreyndur landsliðsmaður Argentínu og átti góðan tíma á Spáni.

  50. Góður sigur og það er það sem skiptir máli! Það getur vel verið að Roy hafi ekki unnið í 23 útileikjum í röð, en við unnum í dag og það er það sem skiptir máli!

John W Henry svarar spurningum lesenda RAWK

Bolton 0 – Liverpool 1