Blackburn á morgun

Var lagður af stað í upphitun dagsins þegar ég fékk ábendingu um ummæli stjórans okkur um liðsskipan morgundagsins.

Hafði hætt að lesa upp úr hádegi og var þá búinn að reyna að peppa mig upp í að vera jákvæður. Auðvitað fór ég í að kynna mér uppá nýtt hvaða þankagangur væri upp kominn og fann þá þetta ágæta komment sem einfaldlega tryggir það að Jamie Carragher er að fara að spila hægri bakvörð á morgun, á heimavelli gegn Blackburn!!!

Ekki nóg með það þá bætti mannvitsbrekkan Hodgson við ummælin því að hann vildi eiginlega ekki að Carra væri að spila bakvörð, en það væri óviturlegt að leggja á svo ungan mann eins og Martin Kelly að spila þennan leik!!!

Ég ætla viðurkenna strax að mér eiginlega féllust hendur!

Hér var stundum verið að sletta of karlmannlegum frasa og auglýst eftir ákveðnum líkamshluta þjálfarans okkar sem var, því áhaldi sem framleiðir karlmannshluta samrunans sem býr til börn.

Roy Hodgson er gersneyddur því áhaldi. Það er bara svoleiðis! Enn eitt upphrópunarmerkið. Ég hef yfirleitt alltaf varið stjóra. Byrjaði með Souness, fór svo í Evans, Houllier og Benitez. Ég ætla ekki að verja Hodgson meir, þessir síðustu 10 dagar hafa beinlínis gargað vanhæfni hans til starfsins og þessi fáránlegu ummæli morgunsins að ákveða það að velja reynslu fram yfir sóknahæfileika segir mér allavega að hann muni ekki leysa þann vanda sem við erum í.

Að leik morgundagsins að öðru leyti. Miðað við þetta væl karlsins frá í morgun er ljóst að sama verður uppi á tengingnum og hingað til. Við verðum með passívt lið sem byrjar leikinn hægt, liggur aftarlega og reynir svo að sækja hratt með löngum boltum!

Ef ég reyni að skjóta á liðið útfrá stöðu, hugsun og ástandi í Liverpool myndi ég gera það svona…

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky
Lucas – Meireles
Maxi – Gerrard – Cole

Torres

Bekkur: Jones, Kelly, Aurelio, Babel, N´Gog, Spearing, Poulsen.

Ég fer auðvitað í búninginn og trefilinn á morgun. Þetta er fyrsti heimaleikur klúbbsins undir stjórn NESV og auðvitað vonar maður að það verði stemming á Anfield og sigur vinnist.

En ég hef litla sem enga trú á því.

Hugmyndafræði Hodgson fellur á engan hátt við okkar lið og leikmannahóp og Blackburn Rovers munu án bombardera háum boltum og hápressa vörnina okkar, sem er ekki Englandsmeistari í reitabolta eða að halda bolta innan liðs og við munum verða í vandræðum.

Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að F** Sam fari með þrjú stig og bara þess vegna ætla ég að spá að við gerum 1-1 jafntefli við Blackburn Rovers á heimavelli og það muni að lokum þýða það að John W. Henry átti sig á því að það verður ekki ný byrjun hjá klúbbnum með Hodgson við stjórn.

Og ég sem ætlaði að vera jákvæður!

62 Comments

 1. Góð upphitun, en ég trúi því ekki að Poulsen verði á bekknum fyrr en ég sé það gerast á morgun. Ef Hodgson kýs reynslu fram yfir aðra kosti verður Poulsen alltaf í liðinu hjá honum.

  Ég hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Ég kvíði meira fyrir honum heldur en að hlakka en þó getur alveg eins verið að okkar menn vinni sigur. Vonum það. Ég spái hins vegar tapi í miðjumoðsleik, akkúrat eins og Big Sam vill hafa það.

  Fokking Carra í hægri bakverði…

 2. Er ég einn um að finnast kommentið um Agger dálítið undarlegt, þarna í linknum?

 3. Jú Bragi.

  Sammála því þegar ég les það núna, var svo miður mín út af hinum ummælunum.

  Auðvitað er skrýtið að segja “felt sick” í stað þess að segja “is sick” einfaldlega. Ljóst að Agger er ekki mikill vinur Hodgson….

 4. Að vanda heldur Hodgson áfram að gera nánsast bara allt rangt sem hann hugsalega getur gert rangt, svona “hatur” út í Liverpool mann hef ég ekki upplifað síðan Heskey var í sókninni hjá okkur eða þegar Sissoko var upp á sitt “besta”. Ég þoli ekki manninn og á erfitt með að horfa á viðtöl við hann.

  Agger var veikur þegar við spiluðum gegn Napoli, hvernig útilokar það hann á morgun? Kelly var betri gegn Napoli á útivelli heldur en Johnson hefur verið í allann vetur. Kelly var að spila gegn 4. besta liði Ítalíu með einn klikkaðasta heimavöll í Evrópu og stóð sig vel á meðan Johnson hefur litið út eins og fífl gegn nánast hverjum sem er. Carragher er samt verri kostur ef eitthvað er í hægri bak enda hefur hann aldrei verið góður í þeirri stöðu þó hann geti varist vel. Bakverðir VERÐA að bjóða upp á eitthvað sóknarlega og það er frétt þegar Carrgaher skorar á æfingu. Það er svo ekkert eins og Kelly sé 17 ára og hafi enga leikreynnslu. Blackburn heima ætti einmitt að vera perfect leikur fyrir hann.

  Lifi ennþá í þeirri von að NESV ætli að standa við sitt eina loforð og hlusta á aðdánendur liðsins, þeir eru orðnir svona 95% sammála, voru um 80% sammála fyrir stuttu, kall fauskurinn þarf að hypja sig, STRAX.

 5. Og Maggi hvað varstu að drekka fyrir þessa upphitun? Eitthvað hefur það verið sterkt fyrst að Poulsen er ekki í byrjunarliðinu hjá þér, væri til í að fá vænan skammt að þessu sama.

 6. Ég held að á meðan að Hodgson sé stjóri þá muni Agger ekki spila í liðinu.
  Ætli hann sé ekki þess maður sem var sagður ekki vilja spila lengur undir stjórn Hodgson, og ef svo er þá ber auðvitað að sekta hann um launin hans enda er hann samningsbundinn og ber að spila hvort sem honum líkar það betur eða verr en vonandi er hann bara veikur og verður með í þar næsta leik.
  En að þessum leik þá vildi ég geta sagt að ég væri bjartsýnn en eins og flestir aðrir þá efast ég um að það verði auðveld 3 stig á morgun en ef big sam vinnur á morgun þá er eins gott að Hodgson verði farinn annað kvöld.

 7. Veit ekki hvort maður eigi að vera enn einusinni jákvæður og halda í vonina að þessi krúttlegi Roy Hodgson eigi eftir að koma okkur einhvað áfram, jafnvel vinna kannski 1 leik… eða vera drullupirraður og neikvæður 🙂

  Ég ætla vera jákvæður og segja að þetta fari 3-0, já 3 mörk… Torres þarf að fara kicka inn og það strax, okey í rauninni þarf allt liðið að fara kicka inn og lifna við loksins.
  Torres setur 1-2 og Mireles setur eina svakalega neglu 🙂

  Við getum þetta!
  YNWA!

 8. Það er hreint út sagt ótúlegt að stjóri skuli láta út úr sér svona þvælu!!!!!!
  ,,það er rangt að skilja skrtl og herkúles á bekknum framyfir Kelly,,

  Það er semsagt betra setja ekki unga upprennandi leikmenn inn á völlinn, sem gætu komið með eitthvað nýtt að borðinu. þetta er ekki einu sinni broslegt!
  Það vantar svo illa upp á þorið hjá þessum gamlingja!!!!
  URRRR!!!

  koma svo, Höndla ekki tap fyrir fituhlunknum!
  Það er lágmark að ná jöfnu, segjum 1-1.

 9. Hef grun um að hann kaupi sér frest á morgun með 1-0 eða 2-1 sigri. Ég man ekki eftir því að maður hafi nokkurn tímann viljað að Liverpool tapi en þannig er staðan í dag. Það er bara svoleiðis. Til að Hodgson fari þá þarf Liverpool að halda áfram að tapa. Samt þurfum við á stigum að halda til að koma okkur upp úr fallsæti. Jæja, what happens, happens…

 10. Þetta verður enn einn þunglyndisleikurinn held ég. Held svo að Hodgson sé bara ekkert að fara fyrst hann er ekki nú þegar farin. Nenni ekki að telja upp hversu ömurlegt þetta lið er á morgun sem kallinn mun stilla upp en auðvitað á Kelly bara að vera í bakverðinum og helst N,Gog með Torres uppi á toppi en nei þetta verður sama ruglið og í hinum 8 leikjunum í deildinni til þessa.

  Ætla ég að horfa? já verður maður ekki að láta kvelja sig eina ferðina enn, jú held það…

 11. Sveimérþá held að liðið sem spilaði við Napoli geti gert betur en Gerrard&Torres liðið en þó, Torres&Gerrard eru jú bestir er sagt og Torres verður að koma úr þessari mynnimáttarkennd að geta lítið á H M sem virðist hafa drepið í honum. SVO NÚNA VINNUM VIÐ, leikurinn er víst ekki sýndur á stöð#$#”#$2 Liverpool er ekki NO 1,2,3,eða 4 en verður endursýndur kl 18 Þannig að ekki fjölgar áskifum hjá 365 . Koma svo, Liv 3 blackburn 0 Torres sýnir sitt rétta andlit með Öll mörkin

 12. Enska úrvalsdeildin

  Stöð 2 Sport 3 | 13:55 – 16:00

  Útsending frá leik Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni.

 13. Sælir félagar

  Ég er búin að vera hér að fylgjast ákaflega mikið með umræðum um Roy Hodgson og Liverpool. Mér líður illa þegar ég horfi á Liverpool spila undir hans stjórn og hreinlega byrjaður að kvíða fyrir hvern einasta leik því maður hreinlega trúir ekki hvað er í gangi og hverju sé leyft að gerast þarna í Liverpool. Þessi þjálfari er að rústa öllu sem við stöndum fyrir og NESV er að leyfa honum að gera það og aðrir stjórnendur Liverpool. það er nákvæmlega ekkert jákvætt við spilamennsku liðsins EKKERT sama hvað Hodgson heldur fram og að vera að röfla í fjölmiðlumum gagnrýni á sig sé fáranleg og særandi….en við hverju býst maðurinn??? Hann er að þjálfa Liverpool og vill meina að það sé óheppni hvernig leikirnir hafa verið. Þetta er enginn óheppni þetta ÖMURLEG spilamennska.. Allir sem ég tala við eru óánægðir og botna ekkert í hvað er í gangi og það sést líka í umræðum hér og á liverpool.is. Hver er ástæðan fyrir því að það sé ekkert gert heldur horft upp á hverja ömurlega frammistöðuna á fætur annarri helgi eftir helgi!? ég bara trúi þessu ekki.. ég var ekki sáttur með Benítez en hann er Guð miðað við Hodgson og nálgaðist alla hluti á miklu fagmannlegri hátt.

  T.d. hvað hefði Benítez sagt hefði hann verið spurður hvort Man utd. ætlaði að kaupa Torres? Hann hefði ekki svarað þeirri spurningu neinum öðrum hætti en sagt ,,hann er ekki til sölu,, en hvað gerir meðalmennskumaðurinn hann segist vera hræddur um að hann geti ekki komið í veg fyrir það!!!!!!! Maður dregur ályktun af því að maðurinn haldi að þetta sé fulham og hann geti ekki haldið sterkustu leikmönnum sínum ef gott tilboð berst. En hann hefur líka barað þjálfað þannig klúbba en allavega ég veit ekki hvert ég er að fara með þetta komment en ég er bara orðinn virkilega þreyttur á þessu öllu saman með Hodgson og vona bara að fleiri leikir tapist undir hans stjórn því þessi bolti sem hann spilar er það versta sem ég hef séð. MEÐ VON UM AÐ HODGSON VERði farinn sem allra fyrst
  ynwa

 14. Ég veit ekki hvort einhver þekki þetta betur en ég, en ég hélt að leikmenn fengju reynslu með því að spila leiki? Einnig hélt ég að ef leikmenn standa sig vel þá ættu þeir að halda sæti sínu í liðinu?

  Hodgson sagði fyrir Napoli leikinn að þetta væri tilvalið tækifæri fyrir suma til að sanna sig og brjóta sér leið inn í aðalliðið, svo standa þeir sig vel og er strax hent úr liðinu í næsta leik. Kelly hefur ekki stigið 1 feilspor á þessu tímabili. Hvað hefur Johnson eða Carragher stigið mörg?

 15. Stórskemmtilegt 0-0 jafntefli hjá hinu skemmtilega spilandi Liverpool á heimavelli gegn enn skemmtilegra liði Blackburn þar sem sá skemmtilegasti af öllum, Roydgson er gríðarlega sáttur.

  Segið svo að maður sé ekki jákvæður

 16. Væri það ekki ráð að stilla Cole upp fyrir aftan Torres og láta Gerrard og Meireles tækla miðjuna og td Jova og Maxi á köntunum veit að þetta er sókndjarft en why the hell not hitt er ekki að virka.

 17. Liverpool færist ofar í töflunni án þess að spila leik. Kannski ráð að sleppa leiknum á morgun?

 18. Kallinn fer ekkert af sjálfdáðum. Hann fær feitan tékka ef hann verður rekinn. Það vilja nýju eigendurnir ekki. Roy Hodgson mun stýra Liverpool alveg fram á vor.

 19. Stigataflan: sigur og 3 stig ekki nóg til að komast upp um sæti….og þetta er sex stiga fall slagur!

 20. Ef Carra er í hægri bak á að spila 433 !! Lucas fyrir aftan Gerrard og Meireles. Cole vinstra meigin sem semí kantmaður og svo Ngog hægra meigin framalega og dregur sig út til hægri (þá þarf Torres ekki að gera það) og Ngog á þannig að geta verið framalega því Carra er það góður varnalega en geldur sóknarlega ! Þetta á að skila 3-0 sigri en Hodgson er ábyggilega ekki til í það því honum myndi finnast það of heimskuleg áhætta að eyða svo miklum tima og mönnum í teig andstæðingana! Hann vill bara jafntefli þá verður enginn stjóri eða andstæðingur tapsár og allir vinir !

  Svo vill ég sjá Aurelio í vinstri bak !! ‘Astæðan fyrir því er að hann er miklu betri en Koncesky og ef hann er heill þá á hann að spila þá meiðist hann fyrr aftur og verður heill fyrr aftur og nær þannig fleiri leikjum yfir tímabilið sem þýðir að Konscesky spilar minna !

 21. Pælið í því félagar, að Liverpool þarf að vinna Blackburn með 3 mörkum til að komast úr fallsæti. Sigur dugar okkur semsagt ekki endilega. Hvaða stórlið í Evrópu myndi láta bjóða sér svona vitleysu? Ég verð steinhissa ef kollegar okkar á Englandi fara ekki að láta í sér heyra og mótmæla karluglunni.

 22. n#20
  Viltu virkilega vera 10 gegn 11 í leiknum? Sé ekki ástæðuna fyrir því að hafa Maxi á bekknum hvað þá í byrjunarliðinu.

 23. Ég er rosalega feginn að vera að læra undir próf á morgun !!! Liverpool tapar þessum leik því miður og ég er hræddur um að diouf skori markið ! Svo verður hann rekinn á mánudag. Þá ætla ég að fara að glápa aftur ! DAGLISH í stólinn strax !

 24. Strákar mínir ég er Roy Hodgson og ég held að þið séuð algjörlega að misskilja mig og knattspyrnu yfir höðuð!

  Ég hef verið í þessum bransa í yfir 35 ár! Á þessum árum hef ég lært það að lífið snýst ekkert bara um knattspyrnu, Lífið snýst nefnilega um það að eignast vini og vera vinur vina þinna. Ef ég myndi svara Ferguson,Allyrdice og þessum meisturum fullum hálsi þegar þeir eru að drulla yfir Liverpool þá væri ég engu betri en Benitez,Mourinho og þessir gaukar og hvort haldið þið að ég eða þeir eigi fleiri vini á Englandi? Nákvæmlega.

  Þetta sport snýst heldur ekkert bara um að vinna leiki mér þykir t.d mikklu skemmtilegra að gera 0-0 jafntefli og þá fá allir eitthvað fyrir sinn snúð, bæði lið fá stig og áhorfendur fá að sjá fótbolta! win win win.

  Á mínum ferli hef ég líka tekið eftir því að að of mikil áreynsla getur skemmt fyrir leikmönnum þannig að ég fattaði ef ég segi strákunum bara að liggja afftur á okkar helming og Torres megi bara vera á hinum helmingnum þá smellur þetta allt saman sjáiði til því hitt liðið er alltaf á okkar helmingi að hlaupa og Kanski 1-2 varnarmenn standa uppá toppi og spjalla Við Torres og enginn reynir of mikið á sig.

  Þannig þið þarna sem viljið láta reka mig hlustið á min orð því ég er einn virtasti þjálfari í heimi
  Þótt þú fáir bara 1 stig í kladdan eftir 0-0 leik og leyfir kanski gömlum vinum að hirða öll stigin á þeirra heimavöllum þá færðu það margfalt til baka í lífinu! Ég varð t.d blindfullur með ferguson eftir manjú leikinn og ekki þótti mér 3 stig mikið gjald fyrir það Xo Xo WOY

 25. Hvernig væri nú að hræra upp í liðinu, þó ekki væri nema aðeins?

  Carragher á einfaldlega ekki að vera í bakverðinum. Bara alls ekki. Martin Kelly þangað takk.

  Svo myndi ég vilja Maxi út og Jovanovic inná í staðinn. Hann er fáránlega hraður.

  Já, svo myndi ég vilja sjá Jonjo Shelvey inná, í staðinn fyrir Lucas. Í heimaleik á móti Blackburn þurfum við ekki Lucas.

  Hodgson hlýtur nú að fá að fjúka fljótlega. Það er ekkert að lagast hjá liðinu og það mun svo greinilega ekkert lagast, því hann breytir aldrei neinu!

 26. Kelly í hægri bak, Agger í vinstri bak(nema Aurelio sé góður), Jonjo á miðjuna.. Lucas, Poulsen, Konchesky og Hodgson heima. King Kenny í klefann og bekkinn… Vildi að mínir draumar myndu rætast.

  En þar sem þetta allt er ólíklegt, eða bara alveg útúr myndinni. Agger, Jonjo verða líklega bara skildir eftir heima og Daglish uppí stúkku. Þá fer þetta 1-2 fyrir blackburn (trúi ekki að ég sé í annað skiptið að spá mínum mönnum tapi) Torres skorar langþráð mark, úr víti.

 27. Reina
  Kelly- Sotiris – Skertl – Aurelio
  Meireles
  Gerrard Cole Shelvey
  Torres Jova

  Þetta er ekki flókið Roy Stilltu þessu upp svona sauður.

 28. Woy enn að brillera í viðtölum. telur Frank ekki merkilegan þjálfara finnst að hann var rekinn frá Gala!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  Þessi maður ætti að líta í eigin barm og fara sjálfviljugur áður en allt verður endanlega vitlaust.

 29. Þetta er byrjunarliðið skv. slúðrinu
  Reina
  carragher skrtel kyrgiakos konchesky
  poulsen meireles
  jovanovic gerrard cole,
  .
  .
  .
  torres

  Menn ætla aldrei að læra, Poulsen og Meireles er eitthvað sem gengur ekki upp auk þess sem þetta kerfi virkar ekki með Carra í bakverði og Cole sem kantmann, gerir það að verkum að við verðum fyrirsjáanlegir í sóknaraðgerðum okkar eins og í síðastliðnum 7 leikjum það sem við sækjum eingöngu í gegnum miðjuna : (
  Þvingandi, gelt og gjörsamlega óþolandi að horfa á!!!
  YNWA

 30. Það verður gaman að lesa viðtölin við Carra ef þetta er satt.

  Var það ekki örugglega hann sem að sagði að það væri tími til kominn að stjórar klúbbsins færu að sýna smá klassa þegar þeir kæmu fram opinberlega á meðan þeir væru andlit klúbbsins út á við.

  Miðað við það sem Woy hefur sýnt nýlega þá var Rafa bara byrjandi, en hann hafði þó það umfram Woy að hann stóð með sýnum mönnum og hafði greinilega miklar taugar til klúbbsins og stuðningsmanna hans.

 31. Poulsen er ekki búinn að gera gott mót. Það er klárt. En hann er samt búinn að spila jafnvel og jafnvel betur en the brazilian bag of shite Lucas. Þannig að hann á skilið smá break.
  Að öðru. Mannskapurinn er einfaldlega ekki nógu góður. Þeir sem ættu að geta eitthvað sbr. Gerrard, Torres geta ekki bút og enginn andi. Tækling frá Gerrard? Hefur einhver séð slíkt? Hefur einhver séð Torres rífa sig framhjá 2 mönnum úr engu og skorað eins og hann gerði?
  Miðað við byrjunarliðin hjá öðrum liðum erum við einfaldlega ekki að gera gott mót og hvað þá í hóp þar sem t.d. Tottenham, City, man u (kann ekki að gera man u í litlu letri), Chelsea og fleiri eru miklu breiðari. Everton viðbjóðirnir eru með Cahill og Arteta hvar Arteta er góður spilandi miðjumaður (hvar er okkar?) og Cahill ætti að vera svona tja = Joe Cole sem ekkert hefur getað. Woy er í tómu en það má ekki líta framhjá því að liðið í heild er í tómu.
  Mereiles er fínn, myndi vilja hafa hann bara með Gerrard á miðjunni.
  Ngog þarf að fara að lyfta og læra að taka á móti bolta, hann tapar 3/4 af boltunum sem hann þó fær. (Og talandi um hóp þá er Ngog 2 senter).
  Að lokum. Sama hvað má segja um Carragher þá er hann mjög öflugur varnarlega. Ekki svo sóknarlega en veit sín takmörk. Mikið vona ég samt að Johnson fari að girða sig í brókina sína þar sem hann hefur oft verið með okkar beittustu sóknarmönnum.
  Áfram Liverpool.

 32. Poulsen er ekki búinn að gera gott mót. Það er klárt. En hann er samt búinn að spila jafnvel og jafnvel betur en the brazilian bag of shite Lucas.

  Þetta er kjaftæði. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi.

  Poulsen hefur verið hrikalegur í öllum leikjum sínum með liðinu. Hann hefur ekki átt einn sæmilegan leik, hvað þá meira.

 33. Skil nú ekki að menn séu að missa sig yfir því að Kelly skuli ekki vera í liðinu, finnst hann einfaldlega hafa verið slakur í þessum leikjum. Leit vel út á undirbúningstímabilinu en á langt í land, gæti orðið góð varaskeifa í framtíðini.

 34. Staðan er orðin þannig að ég ætla frekar að horfa á Arsenal – City en að pirra mig yfir þessu blessaða liði. Spái samt 1-0 sigri fyrir okkar mönnum.

 35. Spáið aðeins í einu. Hvernig haldið þið að síðasta tímabil hefði farið án Torres og Gerrard? Við hefðum verið í 15.sæti.
  Tímabilið í ár hefur verið þannig, Torres og Gerrard hafa verið með lélegustu mönnum, hverju sem það er að kenna. Ég held þetta sé miklu flóknara en eitthvað Hodgson-dæmi þó hann hafi vissulega gert einhver mistök.

 36. Já Grilli númer 39 var að segja sirka sömu hluti. Og fær auðvitað slatta af þumlum í hausinn.

  1. og 45. Dóri

  Það getur vel verið að þetta risti eitthvað dýpra en leikskipulag og undirbúningur Hodgson nær… EN það er að mínu mati kristaltært að Hodgson er engan veginn sá maður sem mun koma okkur út úr þessum vandræðum, svo langt frá því!

 37. Karlinn er að ganga frá sér í viðtölum fyrir og eftir leiki. Annað hvort er hann svona hrikalega heiðarlegur eða fram úr hófi ragur. Eins og ég var til í að gefa karluglunni tækifæri í upphafi og það var eitthvað frískandi við að heyra í honum fyrst til að byrja með. Virtist vera svona “no bullshitter”, kom vel fyrir í fjölmiðlum, rólegur, hreinskilinn og heiðarlegur! En guð minn góður hvað þetta rólega og hreinskilna yfirbragð hefur snúist upp í öndverðu sína undanfarið. Held svei mér þá að ég myndi frekar kjósa mótorkjaftinn sem núna dvelur á Spáni heldur en núverandi vælukjóa!!!

  Þessu verður bara að linna og það núna strax. Kenny inn og það strax. Koma svo NESV.. sýna smá eistu og það strax.

  YNWA

 38. Ég er í einhverju bjartsýniskasti og enn er það handboltinn (Akureyrin) sem kemur mér í þann fíling. Ég ætla að spá 1:0 sigri okkar manna og að Poulsen skori markið. Torres mun líta 17 sinnum upp í loftið og dæsa, Carra mun sparka 34 boltum langt fram völlinn, 51 skot myndatökumanna af Hoddddddson verða sýnd í sjónvarpinu og 68 eru prósentin sem við verðum með boltann.

  Áfram Liverpool ávallt!

 39. Ég trúi ekki öðru en að LIVERPOOL vinni þennan leik, annars er R H algjör drullusokkur og leikmenn líka, ég trúi ekki öðru að leikmenn vinni uppá sitt einsdæmi og KOMA nú SVO…… LIV 3 Blackburn 0. Reina má allsekki fá á sig fleiri mörk, það er komið nóg.

 40. stórar fréttir frá liverpool þessa stundinna…. Reina Torres ög Johnson hafa lýst því að þeir vilja fara og hafa lítin áhuga að spila undir stjórn Hogdson. var vitað mál að þetta færi að leka út. einhvern vegin fynnst mér þetta ekki skrítið miðað gang mála frá því sumar Leikgleði eða kerfið hefur ekkert breyst frá því fyrra gekk allt á afturfótunum í fyrra hvað með þetta ár…

 41. Ég þoli ekki lengur að vilja vinna en hugsa alltaf að ég verð fljótur að sjá björtu hliðina ef við töpum(þá styttist í að Hodgson fari)….ég þoli ekki að vera með þessa tilfinningu, hún er svo röng. Ég á að vilja bara sigur sigur SIGUR, no matter what. Farðu nú að koma þér í burtu Roy og taktu dönsku pulsuna og “lélegustu afsökun fyrir vinstri bakverði sem ég hef á ævi minni séð” með þér!

 42. Hodgson heldur áfram að gera sig að fífli. Hroki getur verið töff ef menn hafa efni á honum, en þegar þjálfari sem aðeins hefur unnið titla í Skandinavíu er að skjóta á annan þjálfara sem hefur unnið La Liga og CL þá fær maður kjánahroll.

  RH: “Frank Rijkaard has just been sacked from Galatasaray – he must be a great manager to have been sacked by Galatasaray!”

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_6465139,00.html

 43. RT @SiClancy: Today’s team is apparently: Reina; Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Aurelio; Maxi, Meireles, Lucas, Cole; Gerrard, Torres

 44. Á RAWK-spjallinu vilja menn meina að liðið verði svona: Reina, Carra, Skrtel, Soto, Aurelio, Lucas, Meireles, Gerrard, Maxi, Cole, Torres.

 45. Ég tek undir með þér nr 56 – en persónulega finnst mér Riijkard EKKI spennandi kostur. Hann hefur svo gott sem gert í brækurnar allstaðar sem hann hefur þjálfað, nema tvö tímabil hjá Barca – þar sem nota bene hann var með flesta af þeim lykilmönnum sem eru í liðinnu í dag, og ætla ég að leyfa mér að halda því fram að Óli Jó & Logi Ólafs hefðu getað unnið eitthvað af þeim titilum á þeim tíma með þá leikmenn sem voru/eru í liðinu. (Real var til að mynda ekki jafn sterkt og þeir eru í dag).

 46. Ef þetta er rét sem 52 segir þá fer R H. Betra er að hann fari en að hinir fari

Twitter

Blackburn í dag – liðið komið