Christian Purslow hættur sem framkvæmdarstjóri

Dagur án stórfrétta? Nei, ekki í Liverpool-landi. Í dag berast þær fréttir að Christian Purslow er hættur sem framkvæmdarstjóri Liverpool FC.

Purslow var framkvæmdarstjóri í á annað ár, tók á sínum tíma við af hinum umdeilda Rick Parry og reyndist ekki síður umdeildur. Á sínum stutta tíma setti hann mark sitt á félagið og þá aðallega með tvennu, fyrst þegar hann leiddi stjórnina í því að reka Rafa Benítez og ráða Roy Hodgson í staðinn í sumar og svo lék hann lykilhlutverk í því að losa félagið við þá Hicks og Gillett. Það var þekkt vitneskja að Purslow var á sínum tíma ráðinn með það sem aðalmarkmið að selja klúbbinn í hendur nýrra eigenda og því var alltaf ljóst að hann myndi hætta eftir eigendaskipti.

Nú tekur við leit sem blaðamenn ytra segja að muni vera algjört lykilatriði fyrir NESV-menn, það er að finna rétta manninn í að reka félagið og keyra það áfram til velgengni. Í þeim málum er þeim eflaust best allra treystandi því þegar þeir keyptu Red Sox réðu þeir manninn sem átti eftir að bylta því liði: hinn 29 ára Theo Epstein. Ég mæli með að menn lesi aðeins um hann og ráðningu hans. Ef þeim tekst jafn vel upp með að ráða nýjan framkvæmdarstjóra Liverpool gæti það skipt sköpum fyrir félagið.

Þá er vert að minna á það að ráðning framkvæmdarstjóra er lykilatriði í því að skipa í nýja stjórn og það er mjög ólíklegt að leitin að nýjum knattspyrnustjóra, fari svo að Hodgson missi starfið, hefjist fyrr en í fyrsta lagi þegar ný stjórn undir leiðsögn nýs framkvæmdarstjóra er reiðubúin að gera það almennilega.

Fyrst, nýr framkvæmdarstjóri. Svo, nýr knattspyrnustjóri. Við bíðum róleg eftir þessum tveimur mikilvægustu ráðningum félagsins um langt skeið. Um leið þökkum við Purslow fyrir hlutverk sitt í að bjarga félaginu og koma því í eigendur nýrra eigenda. Get ekki sagt að ég þakki honum jafn mikið fyrir þjálfaraskiptin í sumar.

113 Comments

  1. Meinti hann ekki ráðinn 29 ára.

    Svo er búið að reka Frank Rijkard… Hann væri ágætis biti held ég.

  2. Er þakklátur honum fyrir að hafa losað okkur undan Rafa og svo auðvitað H&G…er ekki eins ánægður ef hann átti stóran hlut að máli í ráðningu Roy

  3. Comment 1 og 2 er það fyndnasta sem ég hef lesið í langann tíma. Ég grenjaði úr hlátri..

  4. Las wikipediu eins og motherfocker, skjátlaðist aðeins. sorrý Kristján Atli. Gaman að menn geta hlegið af kommentunum hehe……

  5. Purslow skilaði því sem til var ætlast og ég er honum ævinlega þakklátur að koma hræ ætunum í burtu. Ég vona bara að nýju eigendurnir séu ekki keisarinn í nýju fötum keisarans.

    Eðlilegt er að þeir hjá NESV komi með sinn mann í brúnna sem tekur áfram þeirra áherslur.
    Vona bara að sá aðili hafi áhuga á fótbolta, ekki bara einhver pjúra ebidtu rekstrarsmellur.

  6. Jóhann: þetta er ekki þér að kenna. Það er hægt að skilja þetta á tvennan hátt með aldur þessa manns sem var einu sinni 29 ára en er 37 ára í dag.
    Kristján Atli: Það þarf nú að vernda lesendur síðurnar gegn sterkri stöðu þeirra sem rita pistla inn á hina frábæru síðu Kop.is.

  7. Benitez drullar yfir Purslow í fjölmiðlum í gær og hann rekinn í dag.

    Nei maður veltir því bara fyrir sér….

  8. Nokkrir molar af Twitter en það virðist vera sem að einn leikmaður vilji ekki spila undir stjórn Hodgson og amk. einn í viðbót sem er farinn að íhuga framtíð sína því hann hefur ekki miklar mætur á aðferðum hans. Persónulegt gisk þá er Torres mögulega annar af þessum leikmönnum.

    Annars:

    LFCGlobe
    We have recieved reports that Roy Hodgson won’t remain as Liverpool manager beyond this week.

    JimBoardman
    One senior player is said to have made it clear that he no longer wants to play under Roy Hodgson.

    JimBoardman
    Another is said to have started to consider his future amidst claims he is completely disillusioned with new coaching methods.

  9. Vá … skyndilega logar allt á Twitter í sögusögnum um að Hodgson muni hætta eftir Napoli-leikinn og að það sem sé að gera útslagið sé að nokkrir leikmenn séu þegar búnir að fá nóg af honum og einn hafi gengið svo langt að neita að spila lengur undir hans stjórn (myndi giska á Agger þar). Nokkur tvít:

    @anfieldroad : Purslow leaves the club as rumours emerge of serious breakdowns in the relationships between manager Roy Hodgson and key players.

    @JimBoardman : One senior player is said to have made it clear that he no longer wants to play under Roy Hodgson.

    @JimBoardman : Another is said to have started to consider his future amidst claims he is completely disillusioned with new coaching methods.

    @LFCGlobe : We have recieved reports that Roy Hodgson won’t remain as Liverpool manager beyond this week. (LFCGlobe voru þeir sem héldu því fram í gær að leitin að nýjum knattspyrnustjóra væri þegar hafin – innsk. KAR)

    @JimBoardman : To those asking, there is no suggestion I’m aware of that Gerrard or Carragher are considering their futures or reluctant to play under Roy.

    @paul_tomkins : Don’t know if Roy resigning/sacked is true, but after two stories I heard earlier today (before the Purslow one) he’s on very borrowed time.

    Vá. Þetta virðist vera að koma úr mörgum áttum og fregnir af því að Kenny Dalglish hafi ekki ferðast með liðinu í morgun, eins og hann er vanur, þykja ljá þessu enn meira vægi. Dalglish þyrfti væntanlega að vera eftir til að hjálpa til við leitina að eftirmanninum ef þetta reynist rétt.

    Varðandi þá sem gætu verið búnir að fá nóg af því að leika undir stjórn Hodgson, þá held ég að við getum horft á þá sem sitja eftir heima og leika ekki á morgun. Ef það er síðasti leikurinn undir hans stjórn gæti ég ekki ímyndað mér að menn sem hefðu neitað að leika fyrir hann myndu leika þann leik. Af þeim sem sitja heima eru Gerrard, sem Jim Boardman segir að sé ekki einn þeirra sem eru í andstöðu við Hodgson, og Kuyt sem er nokkuð örugglega meiddur.

    Þá eru eftir Agger og Johnson, sagðir meiddir (þó gæti það verið yfirvarp) og Meireles, Lucas og Torres.

    Ef ég ætti að giska myndi ég segja að Agger sé ekki meiddur heldur neiti að leika undir stjórn Hodgsons og að Johnson og Torres séu að íhuga alvarlega framtíð sína ef hann verður áfram mikið lengur. Það er að segja EF eitthvað af þessu er satt, þetta er allt slúður eins og er.

    Það gætu verið áhugaverðir dagar framundan.

  10. 12

    Afhverju dettur mér Agger í hug þegar þú segir þetta…… kannski af því að hann er veikur, tilviljun?

  11. Ókei, Daniel Agger er ekki einn af þessum sem um ræðir samkvæmt @JimBoardman. Þá myndi ég segja nokkuð pottþétt að þetta séu Johnson og Torres. Stórefa að Meireles eða Lucas líti nógu stórt á sig í þessu liði til að fara í verkfall.

  12. Haha, já þetta var fyndið í gær en er orðið frekar gruggugt núna! ;D

  13. Ætli Hodgson verði beðinn um að taka Paulsen og sköllótta vinstri bakkinn með sér á leiðinni út?
    En þessir nýju eigendur eru greinilega ekkert að tvínóna við hlutina og það getur stundum verið gott alla vega þar sem allt er í rúst eins og hjá okkar klúbbi í augnablikinu.

  14. paul_tomkins
    RT @JenChang88: Reina’s unhappy he’s been asked to adopt a more English goalkeeping style

    Spurning hvort að þetta eigi við um Reina, ég man einmitt eftir því að hafa heyrt eitthvað um þetta fyrr í haust og mögulega gæti hann verið sá sem er ekki að kunna að meta aðferðir hans.

  15. Hér á RAWK er spjallþráður þar sem verið er að ræða þessar slúðursögur beint í æð. Slúðrið er nokkurn veginn svona:

    1. Hodgson hefur verið sagt að hann megi segja upp eftir Napoli-leikinn, hvernig sem sá leikur fer. Að öðrum kosti verði hann rekinn, en eins og venjan er með LFC-stjóra er honum boðið að halda virðingunni og segja upp.

    2. Torres, Gerrard og Dalglish urðu eftir í Liverpool til að ræða við Frank Rijkaard sem verður að öllum líkindum næsti stjóri Liverpool. Dalglish til að ganga frá samningum við Rijkaard (munið, það er engin stjórn starfhæf þannig að væntanlega myndu Broughton og Dalglish sjá um þessi mál fyrir klúbbinn ásamt NESV-mönnum) en Gerrard og Torres til að geta rætt við Rijkaard sem vill sannfæra þá um að vera áfram og vinna með sér.

    3. Rijkaard verður tilkynntur stjóri Liverpool á föstudag, eða um leið og Hodgson hefur sagt af sér.

    Spennandi … auðvitað er þetta frábær tími til að koma með gróusögur og það þarf ekkert að vera til í þessu. Við reynum að fylgjast með og sjá hvað er varið í þetta en þetta er allavega slúðrið sem er í gangi.

    Óli Haukur ég mana þig til að setja þetta inn á undan mér!!!

  16. Hvað er átt við með “adopt a more English goalkeeping style”? Á hann að verja færri skot og gera fleiri mistök eða? Reyndar þegar ég hugsa út í það þá hefur hann spilað þannig síðan RH tók við…

  17. „Hvað er átt við með “adopt a more English goalkeeping style”? Á hann að verja færri skot og gera fleiri mistök eða?“

    Ég hló upphátt þegar ég las þetta. En já, Reina hefur víst verið hundfúll með að það sé verið að fokka í því hvernig hann spilar. Ef það var eitthvað sem þurfti ekki að breyta/laga eftir stjórnartíð Rafa þá var það markvarslan hjá Pepe.

    Annars er slúðrið á flugi, LFCGlobe heimasíðan heldur því fram að NESV-menn hafi fundað í dag um framtíð Hodgson og í kjölfarið sé þetta slúður að leka út. Ég legg til að menn taki þessu sem algjöru slúðri þangað til eitthvað kemur í ljós. Það góða við þetta slúður er að við ættum að vita svarið eftir í mesta lagi tvo sólarhringa.

  18. Hahah þú náðir að setja þetta á undan mér Kristján, það hlaut að koma að þessu en ég dvel ekki lengi á þessu og mun grípa tækifærið um leið og það gefst! 😉

  19. <

    blockquote cite=”„Hvað er átt við með “adopt a more English goalkeeping style”? Á hann að verja færri skot og gera fleiri mistök eða?“”>
    Hvað í fjandanum eiga menn við með þessu. Enskir markmenn hafa ekki beint berið að brillera.

  20. Það er auðvitað algerlega frábært að sjá að nýjir eigendur eru ekki að eyða einni sekúndu í rugl heldur vaða af stað í lífsnauðsynlegar breytingar.

    En varðandi þetta hér “’im aware of that Gerrard or Carragher are considering their futures or reluctant to play under Roy.” Þá verð ég að bæta því við að mér finnst það fyndið að halda þessu fram með Carra í ljósi þess að hann var að skrifa undir nýjan samning fyrir tæpri viku síðan : )

    Svo vil ég bara þakka fyrir þessa frábæru fréttavakt sem er í gangi hér, bæði frá síðuhöldurum og mörgum þeim sem kommenta hér, snilldar þjónusta.

    Spennandi tímar annars.

  21. Ég þoli ekki Roy Hodgson og vill fá hann í burtu alveg eins og skot, en ég hef áhyggjur af leikmönnum sem neita að spila fyrir þjálfarann og líklega mega þeir líka fara í burtu.

  22. Bið forláts á þumli niður hjá Sindra 23. Hitti ekki á upparann. Hló hátt. En djöfull eruð þið góðir að feeda, maður missir alla löngun til vinnu og dettur í kjaftakjellingagírinn.

  23. Bíddu, bíddu. Er ekki Manuel Pellegrini á lausu. Hann væri snilldarkostur, held ég.

  24. Svona í takt við þróunina hjá Liverpool undanfarið, þá langar mig aðeins aftur í ummæli 1 og 2 sem og fréttina. Það er að ræða aldur þessa blessaða Theo Epstein og er ég ekki hissa á ruglingi hérna varðandi það.

    En í greininni sem Kristján Atli linkar á í fréttinni stendur að “On November 25, 2004, the Red Sox made him the youngest GM in the history of Major League Baseball by hiring him at the age of 28”

    Samt stendur á nokkrum stöðum í sömu grein að maðurinn sé fæddur 1973. Get ég fengið leiðbeiningar um það hvernig maður fæddur ´73 heldur sér undir þrítugsaldri svona lengi??

  25. Það er nú samt ekki gott mál að leikmenn liðsins séu farnir að fara í verkfall bara ef þeir eru ósáttir við stjórnina á liðinu.
    Þessir menn eru með samning við félagið og eru með hrikalega há laun og þeim ber skylda að ber hag LiverpoolFC í fyrirrúmi og hugsa um félagið og stuðningsmenn þess.
    Vissulega gæti þetta hjálpað til að losna við Hodgson en þetta er ekki rétta aðferðin finnst mér.
    Þá væri nær að fá fund hjá eigendum félagsins og koma skilaboðum þannig á framfæri.
    Svona players powerplay á ekki að viðgangast hjá liverpool.

  26. Leikmenn hafa fundað með eigendum að mér skilst og kom þetta ekki bara upp þar?

  27. Hvernig væri að henda inn könnun um hvern menn vilja sjá sem næsta manager? Þ.e. fari svo að RH láti af störfum eftir Napoli leikinn.

  28. lýst vel á þessa hugmynd hjá 37. Koma þá með svona smá profile líka þegar menn fara i Continue reading.. aðeins um manninn og mynd með. Gera þetta skemmtilegt.

  29. Poppið er komið í Öbbann og Pepsi-ið komið í glas. Eins fáránlegt og það er þá er skemmtilegra að fylgjast með þessum féttum heldur en að horfa á okkar ástkæra lið spila fótbolta.
    Hef þá trú að NESV hafi ermarnar brettar upp og láti verkin tala sem er gott. Alveg þörf á að gera eitthvað róttækt með þetta lið okkar til að hefja gönguna upp töfluna. Fyndið reyndar að pæla í því að það eru 11 stig upp í annað sætið í deildinni. Hvað um það. Það er þörf á leiðtogum í félagið okkar og vonandi erum við að sjá einhverja leiðtoga koma inn í ýmsar stöður.
    Varðandi það að leikmenn vilja ekki spila fyrir núverandi stjóra. Gerist þetta ekki alltaf með nýjum stjóra og nýjum áherslum? Sumir eru sáttir á meðan aðrir eru það ekki. Kannski gott í okkar tilfelli að við erum að lesa um þetta sem slúður en ekki í blaðaviðtölum við leikmenn okkar. Það á víst að vera svona Liverpool style.

  30. Yrði líka skandall að sjá Roy Hodgson fá fulla buddu til að versla í Janúar, það er það versta sem gæti gerst síðan Greame Souness var og hét.

  31. No. 34 – Ég er fæddur 1973 og ég er 28 ára – skil ekki hvað vandamálið er. 😉

  32. Nr. 39 Jói#5 – ,,Varðandi það að leikmenn vilja ekki spila fyrir núverandi stjóra. Gerist þetta ekki alltaf með nýjum stjóra og nýjum áherslum?”
    Einu mennirnir sem eru að fíla þennan mann eru Nýliðarnir tveir, Pulans og Skallapopparinn.

    Já, þeir sem töluðu hérna að ofan um það að skemmtilegra / meira spennandi er að fylgjast með fréttum utan vallar en innan vallar, þeir hitta naglann beint á höfuðið held ég. Maður er spenntari yfir því hvað er að gerast í eigenda og stjóra málum en því að það er leikur rétt að skella á. Ég vona innilega að RH sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrst að leikmenn eru ósáttir með hann sem og flestir stuðningsmenn held ég, taflan segir sitt (því miður)!

    Frank Rijkaard – það yrði verulega áhugavert!

    YNWA! – Come on REDS!!!

  33. Frank Rijkaard myndi annaðhvort blómstra eða skíta á sig. Tel hann áhættunar virði. Fá Pako Aysterian bara með honum aftur en þeir eru báðir á lausu.

  34. Player power er slæmt, en það er tvennt ólíkt núna og með Benitez. Við skulum nú ekki gleyma því að Carragher neitaði að spila hægri bakvörð gegn Boro og öskraði á Benitez fyrir að biðja hann um það “I’m not playing right-back, it’s your fault for buying shite in the summer!”(staðfest af Tomkins), þá vorum við í titilbaráttu. Sá leikur síðan tapaðist og mögulega kostaði okkur titilinn. Það að leikmenn eins og Reina og Torres séu að fara til stjórnarinnar, sumarið eftir að þeir urðu heimsmeistarar og segjast vera ósáttir við Hodgson þar sem hann hefur 1) Breytt æfingum Reina og 2) Reynt sitt allra besta að gera Torres að Bobby Zamora. Þetta er gert þegar við erum í fallbaráttu, niðurlægðir af Blackpool á heimavelli og fucking Northampton, stjórinn búinn að segja að Evrópudeildin skipti hann ekki máli að því ógleymdu að Hodgson sagði “I’m a great admirer of Everton”! Ég meina það eitt og sér ætti að duga til þess að maðurinn kæmi aldrei aftur nálægt Everton.

    Eins og ég sagði þá er ég mótfallinn “player power” en í fyrsta lagi þá er það mun mikilvægara fyrir okkur núna að halda Reina og Torres fyrir “commercial appeal” og fótboltalega séð. Auk þess á Reina hvað 10 ár eftir á toppnum, Torres 5-7. Þeir eru undirstaðan í því “dynasty”, svo ég sletti aðeins, sem Liverpool var og getur orðið aftur. Roy Hodgson hefur þegar sýnt á nokkrum mánuðum að hann hefur engan áhuga á hvað verður um Liverpool eftir að hann hættir.

    Í mínum augum eru þetta bara jákvæðar fréttir fyrir félagið.

  35. Það er eitt mjög mikilvægt varðandi hugsanlega ráðningu á Frank Rijkaard. Nú geta menn haft sína skoðun, eins og gengur, sjálfur er ég ekki alveg ákveðinn með þetta. En eitt er mjög mikilvægt. Liverpool F.C. myndi spila hreinræktaðan sóknarbolta í fyrsta skipti í langan tíma.

    Houllier var varnarsinnaður, Benitez gat verið bæði, en þótti oft tiltölulega varnarsinnaður, Roy er, tja.. varnarsinnaður er eiginlega ekki nógu sterkt lýsingarorð til að lýsa leikstíl hans (væri hugsanlega hægt að kalla hann “harðlífið”).

    Auðvitað skiptir mestu máli að vinna titla og ef Liverpool kæmist á toppinn, þá mættu þeir spila kick and run fyrir mér (sem er reyndar þversögn í sjálfu sér, þar sem slíkur leikstíll kæmi okkur aldrei á toppinn). En ef valið stendur á milli varnar- og sóknarbolta, að öðru óbreyttu, þá þarf ekki að spyrja tvisvar.

  36. Eins og staðan er núna er bæði varnar- og sóknarleikurinn hrikalegur. Hvort sem Hodgson er að reyna að spila varnar- eða sóknarbolta þá er það augljóslega ekki að ganga upp:)

  37. Sfinnur @44: Ekki misskilja mig, var ekki að verja RH á neinn hátt 🙂 bara sagði svona almenn þegar nýr stjóri kemur þá verða einhverjir sáttir á meðan aðrir eru ósáttir. Tek algerlega undir flest komment á netinu sem segja, því miður, að það sé fátt jákvætt sem RH hefur gert á þeim stutta tíma sem hann hefur verið hjá okkur. Hann er, eins og margir segja, næs gæji en í röngu starfi.

    Er líka sammála því að það gegnur ekki upp hjá okkur að ákveðnir leikmenn séu þeir sem ráða því sem er gert. Auðvitað á að hlusta á menn og allt það en á endanum verður það að vera stjórinn sem ræður. Fáum mann með harðan púng. Þoli ekki soft ball.

  38. Smá Twitt:

    paul_tomkins RT @pkelso: #lfc commercial director Ian Ayre offered his resignation to NESV yesterday but it was declined. Told he has a future at club

  39. Tók saman árangur Rijkaard sem þjálfara til gamans.

    2000: Holland undanúrslit á EM.

    2002: Sparta Rotterdam. 17. sæti í deildinni, fall.

    2003-2008: Barca.

    La Liga: 2. sæti; 1. sæti; 1. sæti; 2. sæti; 3. sæti.

    UEFA Cup: 2004 16-liða úrslit.

    CL: 2005 16-liða úrslit. 2006 Sigurvegarar. 2007 16-liða úrslit. 2008 Undanúrslit.

    Galatasaray 2009-2010
    Deildin: 3. sæti; 9. sæti (núv. tímabil)

    Europa League: 32-liða úrslit; ekki í riðlakeppnina (núv. tímabil)

  40. Kannski að sagan segi okkur hver er næstur…
    1. GH
    2. RB
    3. RH
    … sem sé allt er þegar þrennt er, þannig að sá sem á eftir að bjarga okkur er
    GB… En hver er þessi GB ?

  41. Gordon Brown… var hann ekki í boltanum hérna í gamla daga… Gæti varla gert verr en RH.

  42. Næsti Framkvæmdastjóri : King Kenny og Manager : Frank Rijkaard

    og með þetta að Reina eiga adopt a more English goalkeeping style ertu grínast á hann fara apa eftir Robert Green og David James eini góði sem getur spilað Enskan stílin í Dag er Joe Hart þarsem hann er nógu stór.

  43. Heldur betur allt að gerast! Vá hvað ég vona að þetta sé satt með að Roy segi upp / rekinn eftir Napoli leikinn..

    En víst það er verið að spá í Frank Rijkaard, þá er ég einmitt eins og flestir smá efins og eins og var sagt hér að ofan þá á myndi hann blómstra eða skíta á sig ef hann tæki við Liverpool. En væri ekki bara pæling að fá Daglish sem hans aðstoðar mann þá ef Rijkaard kæmi?

  44. Finnst ótrúlegt og eiginlega bara útúr korti að tala um að Hodgson verði látinn fara eftir Napoli leikinn. Það er enginn framkvæmdastjóri hjá klúbbnum í dag og enginn starfandi sjórn !! Það væri verulega vitlaust að fara og rjúka til og ráða nýjan stjóra í þessari viku eins og staðan er í dag þegar það getur alveg eins gerst á næstu tveim, þrem vikum að vel athugaðu máli.(erum í sama skítnum hvort er eð)

    Held því miður að Hodgson lifi af í smá tíma í viðbót en verði farinn innann tveggja til þriggja vikna.

  45. Ég verð nú bara að spyrja eins og sá sem ekki veit: Hvernig er “Enskur markvörslustíll”?

  46. Ég myndi segja, tefja leikinn, alltaf lengi að öllu, alls ekki vera sparkviss og gera mistök reglulega.

  47. @ketilbstensrud : @ketilbstensrud: My sources claim Ten Cate would be interested in teaming up with Rijkaard at Liverpool. Truly exciting.

    Það yrði magnað að sjá Rijkaard og Ten Cate saman hjá Liverpool. Mér litist ca. helmingi betur á það heldur en að fá bara Rijkaard. 🙂

  48. Þráðrán.
    Rooney ákveður að yfirgefa manutd þar sem hann telur klúbbinn ekki geta unnið titla og keppt við stóru liðin. Þetta hljómar eins og tónlist í mínum eyrum 🙂

  49. Ingó, það myndi hljóma eins og tónlist í mínum eyrum líka … ef hann væri að tala um Liverpool. Hann er hins vegar að tala um Man City og Chelsea. Því miður. 🙁

  50. Veit ekki hvað ten Cate á að hafa mikið meira til málanna að leggja . Var með Rijkaard hjá Barcelona, var reyndar nálægt því að vinna titilinn með Ajax en gerði ekki, aðstoðarþjálfari hjá Chelsea, rekinn frá Panathinaikos (His constant fighting with players on the team and Panathinaikos’ loss to rivals Olympiakos led to his dismissal), segir á Wikipedia auk þess sem hann var gagnrýndur fyrir að breyta liðinu stöðugt ofl) fór til Al-Ahli í Dubai en hættir eftir mánuð og fór svo til Umm Salal í UAE.

    Wikipedia segir þó líka: “Despite the criticism and some bad results from minor teams, ten Cate insisted on an attacking style of play based on possession, direct game, and the use of full backs in 4-2-3-1 and 4-3-2-1 formations.”

    Það eina spennandi við þetta er að það er alltaf spennandi að fá nýjan þjálfara. Rijkaard heillar mig ekki neitt, hvort sem ten Cate er með honum eða ekki…

  51. Vek athygli á þessu góðgæti: http://www.anfieldroad.com/news/201010204148/the-potemkin-league-essential-viewing-for-reds.html/?

    “In the wake of the takeover of the Liverpool Football Club by New England Sports Ventures comes a film that was being made throughout the final months of uncertainty that led up to that change of ownership.

    The movie, from Queue Politely, has been split into four parts for viewing on YouTube. It covers the topics we all – as Liverpool fans – grew to know far more about than we ever should have done. Few of us knew what “LBO” stood for four years ago, none of us thought the club would lie 2nd from bottom in the Premier League by now either.”

  52. varnarsinnaði Benitez og félagar að valta yfir tottenham 3-0 og manni fleiri… Ef samt aldrei sé inter spila svona vel eins og þessar fyrstu 14mín

  53. 4-0 á 35 min, Eto minnir mig á gamla torres .Mikið djöfull sakna ég Benitez :…(

  54. Ég verð bara hálf sorgmæddur að sjá Inter spila gamla Liverpool/Valencia pressuboltann hans Rafa. Og svo Rafa og Pellegrini að ræða hlutina af alvöru á bekknum, grimmir og ekki ánægðir með 3-0 stöðu, vilja meira. Á meðan undirbýr Hodgson sig undir enn eina varnarstellinguna gegn Napoli á morgun. Allir í vörn nema Ngog, koma svo strákar!

    Í alvöru. Ef við beitum rökum stjórnarinnar og segjum að Rafa hafi verið rekinn fyrir lélegt gengi í fyrra (7unda sæti, undanúrslit Evrópudeildar, féll úr bikar gegn Arsenal og Reading) … hvernig er þá hægt að verja það að Hodgson sé með þetta lið í 19da sæti? Hvernig var hægt að reka Rafa af því að hann átti að ná betri árangri en sjöunda sæti með þetta lið og svo verja Hodgson fyrir að vera í nítjánda sæti með sama lið með því að segja að Benítez hafi skilið svo lélegt lið eftir sig?

    Já, staðan er orðin 4-0. Eto’o að skora grimmt, enda með gamla sóknarþjálfarann hans Torres með sér. Þið vitið, “varnarsinnaða Rafa”.

    /Pirringur

  55. Ég er alveg viss um að við erum ekki einu pirruðu stuðningsmennirnir. Ég er alveg viss um að þeir í Liverpool borg séu nokkuð sammála okkur og vilji kallinn burtu. Persónulega tel ég þetta vera fyrstu þraut NESV. Þeir sögðust ætla hlusta á aðdáendur og láta þá taka meira þátt! Við köllum eftir breytingum! Leyfum Hodgson að ná 0-0 jafntefli eða tapa 2-0 annað kvöld, koma svo í fjölmiðla og tala um hversu vel liðið stóð í öðrum hvorum hálfleiknum og að þetta sé bara óheppni. Síðan má hann segja upp!

  56. Það sem ég á við Kristján Atli er að nú eru manutd að lenda í vandræðunum sem maður er búinn að spá þeim í 2 ár þar sem ekkert hefur verið keypt en leikmenn seldir á meðan aðrir eldast. Nú treystir Rooney sér ekki að vera þarna lengur því framtíð klúbbsins er engin….
    Erum við að tala um að Ferguson hætti ??

  57. Torres skoraði lágmark 17 mörk á tímabili undir stjórn Rafa (og það tímabil var hann mikið meiddur, lék aðeins 38 leiki). Nú er hann að leika án Rafa og er kominn með 1 skitið mark.

    Samuel Eto’o skoraði 16 mörk í öllum keppnum í fyrra, í 50+ leikjum. Nú er hann að leika undir stjórn Rafa og er að verða kominn með fleiri mörk … í október.

  58. Úfff Harry greyið minnir mann nú bara á Hodgson í síðasta leik. Stendur á hliðarlínunni alveg stjarfur og skilur ekki upp né niður í þessu !! Já kallinn minn, velkominn í deild hinna stóru liða ! Nú sér maður hversu fáránlega vel Benitez stóð sig með Liverpool í Meistaradeildinni. (langt yfir getu liðsins)

    Hinsvegar er Rafa enn að miklu leiti með liðið hans Mourinho, þrefaldir meistarar osfr þannig að ég ætla nú ekki að gefa honum allt kredit fyrir þessa spilamennsku.

    Smá kenning hérna: Held að Rafa eigi eftir að snúa til baka innann þriggja ára og klára þá vinnu sem hann var aðeins hálfnaður með. Hann hefur sagt það sjálfur að hann muni snúa aftur til Liverpool, á enn húsið sitt þarna ofl ofl Ekki skemmir fyrir að við erum búnir að losa okkur við manninn sem hann vildi kenna að einhverju leiti um ófarir sínar, Purslow.

    PS: það er eins og Barcelona menn séu á æfingu, sjaldan séð annað eins og þó bara 1 0 yfir í hálfleik.

  59. Benitez hatar væntanlega ekki að jarða Spurs í kvöld eftir ummæli Redknapp um daginn 🙂

  60. StjániBlái

    Sástu Inter spila í fyrra?

    Hefur þú séð Inter spila í ár?

    Mourinho hefur EKKERT með spilamennsku Inter að gera eins og þeir hafa spilað í ár.

  61. Roy Hodgson var í kvöld spurður í Napolí hvað honum fyndist um það að Man Utd vildu kannski reyna að kaupa Torres í stað Rooney í janúar. Hvað haldiði að hann hafi sagt? Hér eru nokkur möguleg rétt svör:

    • Liverpool mun aldrei selja Torres til Man Utd.
    • Torres er ekki að fara neitt. Hvers lags spurning er þetta eiginlega?

    Hvað sagði Hodgson svo?

    Svar: “Við tökum á því þegar þar að kemur.” (Á ensku: “We’ll cross that bridge when we get to it.”)

    ÞEGAR. WHEN. Ekki ef (if) heldur ÞEGAR.

    Maðurinn er bjáni sem ræður engan veginn við þetta starf. Torres til United? Það hefðu ALLIR Liverpool-stuðningsmenn svarað því með því að éta blaðamanninn lifandi. Hodgson var bara djollí kurteis og útilokaði það ekki einu sinni.

  62. Paul Tomkins á Twitter með einföld skilaboð til Hodgson: “If United want our best player, Roy, you say “over my dead body”.

    Þetta ætti ekki að vera flókið.

  63. Fréttin um Pellegrini er hérna. Umboðsmaður hans segir:

    “We had some contacts, but as the club is in the process of change, and no one knows who is boss, no progress on the topic.”

    Ætli þetta þýði að Purslow, eða Hicks/Gillett, hafi verið búnir að setja sig í samband við hann áður en eigendaskiptin komu til og nú sé þetta í lausu lofti? Ég les það allavega þannig.

  64. StjániBlái: Skv. Tomkins eru bara 4 leikmenn í byrjunarliði Inter leikmenn sem Mourinho keypti, þannig að það er svolítið langsótt að tala um að Rafa erfi lið Mourinho. En vissulega tók hann við lið sem var á toppnum og fullt sjálfstrausts, sem hefur mikið að segja.

  65. Gummi:
    StjániBlái: Skv. Tomkins eru bara 4 leikmenn í byrjunarliði Inter leikmenn sem Mourinho keypti, þannig að það er svolítið langsótt að tala um að Rafa erfi lið Mourinho. En vissulega tók hann við lið sem var á toppnum og fullt sjálfstrausts, sem hefur mikið að segja.

    Hvort sem Mourinho hafi bara keypt fjóra leikmenn sem eru í byrjunaliðinu þá eru þetta lið enn meira og minna liðið sem Mourinho gerði að þreföldum meisturum. Eins og þú líka segir þá tekur hann við liði sem er Evrópumeistari, ítalíumeistari og Bikarmeistari !! Hann er búinn að vera með þetta lið í 2-3 mánuði og því gef ég honum ekki ALLT kredit fyrir spilamennskuna og liðið.

  66. Þetta…..
    “Maðurinn er bjáni sem ræður engan veginn við þetta starf. Torres til United? Það hefðu ALLIR Liverpool-stuðningsmenn svarað því með því að éta blaðamanninn lifandi. Hodgson var bara djollí kurteis og útilokaði það ekki einu sinni.”

    Og þetta…
    “If United want our best player, Roy, you say “over my dead body”.

    Burt með þig Roy Hodgson… Þú fékkst þitt tækifæri. Þetta er útslagið. Urrrrrrrrr………

    YNWA

  67. eruð Þið svona desperat eða eruð þið eitthvað ruglaðir ?
    þið vilduð hann allir burt í sumar.
    Ég vil ekki sjá hann aftur hjá lfc, mannin sem eyddi 300m í meðal dúdda fyrir utan torres, alonso og mascharano, manninn sem var löngu búinn að missa buningsklefan mannin sem gat ekki skypt fyrr á 85 min allveg sama hversu mikið við vorum að drulla upp á bak.
    Ég seygi nú bara NEI TAKK ! það skyptir engu hvort að hann sé að standa sig með inter núna.

    Mér fynnst að þið ættuð nú bara aðeins að slaka á og leyfa Henry og félögum í NESV að fá smá vinnu frið til að mynda stjórn og smá tíma til að líta í kringum sig til að finna rétta stjóran fyrir Liverpool ekki bara stökva á næsta mann til að gera bara eitthvað núna strax.

    Ég skil vel að þið séuð pirraðir yfir stöðunni, hver er það ekki ? Enn það síðasta sem við þurfum núna eru eitthver fljótfærnismistök í hornsteininum á uppbygingu okkar ástkæra félags.
    Við verðum bara að sætta okkur við það að við erum ekki að fara að vinna neitt á þessu tímabili, ekki á næsta og líklega ekki næsta á eftir því heldur.
    Hér er að fara af stað uppbygging sem tekur tíma og við verðum bara að gefa NESV allan þann tíma sem þeyr þurfa því að ég held að ef að þeit fái hann þá munu við uppskera vel á næstu árum. Ég treysti þeim fullkomlega fyrir uppbyginguni því þetta er ekki í fyrsta skypti sem þeir gera svonalagað með góðum árangri.

    Síðan ætti ég kanski að nota tækifærið til að slást í för þeyrra sem hafa þakkað ykkur kop strákum fyrir að nenna þessu, þetta er nátúrulega bara frábært að geta farið inn á eina síðu og fengið þetta á 90% íslensku þið eruð frábærir. takk takk takk 😉

  68. Dabbi: það vildu ekki allir Benitez í burtu og það voru menn sem vöruðu við því að svona gæti farið.
    2. sætið, Fa cup, deildarbikarinn og meistaradeildin.
    Sýndu manninum virðingu.

  69. Viðurkenni ekki sigur Chelsea í deildarbikarnum 2005. En ef maður gerir það þá vann Benitez ekki deildarbikarinn.

  70. eruð Þið svona desperat eða eruð þið eitthvað ruglaðir ? þið vilduð hann allir burt í sumar. Ég vil ekki sjá hann aftur hjá lfc, mannin sem eyddi 300m í meðal dúdda fyrir utan torres, alonso og mascharano, manninn sem var löngu búinn að missa buningsklefan mannin sem gat ekki skypt fyrr á 85 min allveg sama hversu mikið við vorum að drulla upp á bak.

    Hér er smá samanburður hjá Paul Tomkins á þeim Rafa og Hodgson (eins langt og hægt er að bera þá saman eftir svona stuttan tíma). En málið er að mýtur eins og þetta með skiptingarnar, sem hafa oft verið blásnar upp af fjölmiðlum (HBG á visir.is anyone?) eru í mörgum tilfellum einfaldlega rangar.

    Progress? Roy 2010/11 vs. Rafa 2009/10

    Það er þó ekki fyrr en núna þegar maður er (í fyrsta lagi orðinn virkari að fylgjast með á Twitter, sem er btw. algjör snilld, en einnig…) farinn að geta borið saman fjölmiðlaumfjöllun núna með Hodgson í 19. sæti og tímabilin á undan með Rafa (þegar 7. sæti var hryllingur) að það er ekki eðlilegt að Hodgson sé að fá öllu ljúfari meðferð en RB, með þennan hræðilega árangur á bakinu.

    En alveg óháð Rafa, þá er ég kominn með upp í kok af Hodgson. Hann er farinn að segja vitlausu hlutina hvað eftir annað og ég upplifi hann sem einhvern sem er nákvæmlega sama um klúbbinn. Og hreinlega finnst mér hann vera að fremja skemmdarverk í hvert skipti sem hann opnar munninn. Það segir mér að hann þurfi að fjúka sem allra allra fyrst. Eftir það verður að treysta NESV til að taka réttar ákvarðanir.

  71. coce zero
    Reyndar þá vann hann CL nánast með liðinu hanns Houllier en ég skal samt sýna honum virðingu fyrir það. Hvað gerðist svo ?
    Hann misti Alonso frá sér út af því að hann reyndi að selja hann árið áður, keypti meiddan miðju mann og tala nú ekki um alla meðal mennina sem hann keypti.
    Þó svo að Egendamálinn hafi kanski spilað þar eitthvað inn í þá er bara ekki hægt að kenna þeim um allt saman og sömuleiðis Benítes.
    Hann misti klefan og klúðraði tímabilinu á eftir þessu frábæra tímabili árið áður

  72. Rafa fékk haug af peningum og eyddi þeim illa. Hann vann vissulega við erfiðar aðstæður en hann vann einstaklega illa úr þeim. Mér finnst í raun ótrúlegt að menn skuli vera lofsyngja Rafa Benitez hér, hann var látinn fara og það réttilega. Það að Roy Hodgson sé að standa sig illa hefur ekkert að gera með réttmæti þess að Rafa var látin gossa!

  73. Hallór Bragi: Það hefur víst eitthvað með það að gera að Benitez var látinn fara. Það tekur nýjan þjálfara alltaf tíma að komast í gírinn.

  74. reka hodgson strax áður en hann eyðileggur klúbinn ,shit hvað þetta er mikið fífl !!!

  75. Dabbi Guðjóns: 86 stig hjá Benitez. Það er erfitt að leika það eftir. Hvaða þjálfri telur þú geta náð þeim stigafjölda?

    • þið vilduð hann allir burt í sumar.

    Hrottalega ósatt. Nenni annars ekki að taka þessa umræðu einu sinni enn og segi því bara að ég er ósammála flestu því sem Dabbi Guðjóns hefur að segja um Rafa í þessum þræði. Mikið djöfull vildi ég óska þess að hann væri að undirbúa liðið fyrir Napoli núna, ekki Roy Hodgson.

  76. ef að Benítes er svona frábær afhverju fygldi hann þá ekki tímabilinu eftir ?
    það var út af hanns eiginn fokkoppi þess vegna vill ég ekki sjá hann hjá lfc.
    mér er allveg sama þó að eitthver sé ekki sammála mér. ég mun aldrey breyta um skoðun.
    og það að halda því framm að einginn nema rafa geti náð 86 stigum með Liverpool er bara þvæla
    ég ætla ekki að rífast eitthvað við ykkur út af skoðunum okkar en við greinilega verðum bara að vera sammála um að vera ósammála 😀

  77. “Roy to resign after Napoli game,whatever the result
    Frank Rijkaard to be confirmed as manager at Press Conference Fri Morning.Torres and Gerrard have already met with Rijkaard to sort out their Future.”

    Make of that what you will…

  78. Ég var einn þeirra sem vildi ekki að Rafa yrði rekinn – amk ekki fyrr en ég las það sem Elisha_Scott sagði, það voru þó nokkrir leikmenn sem voru ekki tilbúnir að spila áfram undir stjórn Rafa. Þar á meðal Torres.

    En það “frelsi” sem menn héldu að liðið fengi þegar “krumla” Benitez færi af liðinu hefur heldur betur ekki sést, þvert á móti. Vörnin er lélegri en fyrir tíma Houllier og sóknin er … ekki til staðar, svo slök er hún… held ég hafi ekki nægilega sterk lýsingarorð til að segja það öðruvísi. Höfum aldrei verið eins geldir framá við.

    Rafa var því ekki krabbameinið eftir allt – eflaust átti hann sína rullu í þeim vandamálum sem klúbburinn stóð frammi fyrir. En ef þú ætlar að losa þig við stjórann, þá verður þú að vera nokkuð viss um að betri maður í starfið sé til staðar. RH er það klárlega ekki.

  79. Tony Barrett i The Times sem er einna best upplýsti blaðamaðurinn í því sem er í gagni í LFC hverju sinni staðfestir sögusagnir í kvöld um að Torres vilji fara ef “Paulsen-aðdáandinn” heldur áfram! Kannski þess vegna fór Torres ekki með til suður Ítalíu og einnig talar Tony um að Reina hafi látið í ljós óánægju sina með Hudgson til æðstu stjórnenda LFC.
    Hættum að hugsa um Hudgson og Benites því ég tel það nokkuð ljóst að þeir báðir heira fortíðinni til þó svo að sá gamli lifi í “núinu” nokkra daga í viðbót. Orðrómur um Pellegrini og Rijkaard verða sífelt ágengari og verður, held ég, ekki stoppaður úr þessu! Hver verður næsti stjóri er spurningin?!

  80. Eyþór Guðj

    eflaust átti hann sína rullu í þeim vandamálum sem klúbburinn stóð frammi fyrir. En ef þú ætlar að losa þig við stjórann, þá verður þú að vera nokkuð viss um að betri maður í starfið sé til staðar. RH er það klárlega ekki.

    þarna er ég 100% sammála

    þess vegna tell ég að við þurfum að róa okkur aðeins niður og gefa NESV smá tíma til að koma dótinu fyrir á nýju skrifstofunni og leyta eftir RÉTTUM manni fyrir félagið.

  81. Nú er ég nýr á þessu twitter dóti, er einhver til í að gefa mér upp nöfnin á þessum köllum sem þið eruð að fylgjast með þar? Fann svona áttatíu Paul Tompkins þarna og vissi ekkert hverjum ég ætti að adda!

  82. Óli B

    Ég er með @babuemk, kíktu á það og sjáðu hverjum ég er að fylgjast með, þarna eru flestir sem eitthvað vita um okkar menn og rúmlega það. Sama á við um Kristján Atla og Einar Örn og fleiri.

    Annars gaman að sjá þetta

    Ekki eins óvnisæll og af er látið meðal allra púllara!

  83. Ekki bara er þessi “var Rafa gaur eða saur” umræða leiðinleg heldur líka tilgangslaus. Margir voru ánægðir þegar hann hætti í sumar á meðan aðrir voru á því að þar færi maður sem varð fórnarlamb aðstæðna.

    Að óska þess að hann komi aftur til að taka við Liverpool nú þegar við erum lausir við afæturnar sem áttu liðið er algerlega tilgangslaust, alveg sama hvaða guðs þið biðjið, hann er kominn til starfa hjá öðrum klúbbi og þar við situr.

    Nú er bara að vona að sá sem tekur við af RH geti tekið liðið í rétta átt til framtíðar, hvort sem hann heitir Frank Rijkaard eða Ali Baba, eitt er víst að það verður ekki Rafa Benitez.

  84. that was great, cos it was in response to some London journo twat who would NOT shut up about Queen Maureen in the LIVERPOOL press conference. It was a very ungracious way to behave in front of a very succesful coach as Benitez – basically trying to put him in a position to say that Queenie was a better coach than him, thats what the journo wanted. He hadn’t quite bargained for the response he got from Rafa. The whole dialog was along the lines of:

    LondonJournoTwat: Is Maurenho the best manager in the world?

    Rafa: He’s one of the best.

    LondonJournoTwat: But is he the best?

    Rafa: He’s one of the best

    LondonJournoTwat: But he’s not stopped winning.

    Rafa: Until tomorrow

    LondonJournoTwat: speechless
    http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=51093.40

  85. Ég er algjörlega sammála Hafliða hér að ofan. Svo virðist sem þeir sem vildu Rafa áfram séu að reyna toga þessa umræðu aftur upp á yfirborðið til að geta sagt(i told you so). Ákaflega sorglegt. Rafa var hluti af vandamálinu en auðvitað var hann ekki allt vandamálið. Það að Roy hafi verið ráðin gerir hlut Rafa að vandamálinu ekkert minni. Það gerir ráðningu Roy vafasama, í raun forkastanlega.

    Held að við ættum að hætta þessum hártögunum um Rafa, hann er farinn, og standa nú allir sem einn saman um liðið og með næsta stjóra sem kemur. Eitt það versta sem gerðist með Rafa var sundrung stuðningsmannanna og það er eitthvað sem má ekki gerast, við verðum að standa allir saman sem einn á bakvið liðið okkar. Skítt með Rafa, G&H, Houllier, Souness og hvað þessir kallar heita, þeir eru farnir og við þurfum ekki að spá í þeim meira. Horfðum saman framávið og styðjum liðið allir sem einn og sem aldrei fyrr! Næsti stjóri er málið og saman verðum við að styðja hann!

  86. Halldór Bragi: Það þarf að minnast á Benitez því menn virðast ekkert hafa lært. Það að reka Hodgson er engin lausn. Það er alveg sama happdrætti næsti þjálfari eins og Hodgson. Menn voru farnir að tala um að reka Hodgson þegar hann var tveimur sigurleikjum frá 4 sæti.

    Ég hef enga áhyggjur af einhverjum sem þú kallar ‘sundrung’ milli stuðningsmanna Liverpool. Það er engin sundrung heldur menn sammála um að vera ósammála.

    Það sem ég hef áhyggjur af er að við styðjum ekki nægilega vel við þjálfara liðsins. Hvort sem hann heitir Houllier, Benitez eða Hodgson.

    Þegar ég minnist á Benitez þá er ég að benda mönnum á þau mistök sem leiddu okkur í þá stöðu sem við erum í dag. Ég tel að ef við rekum Hodgson þá lendum ennþá verr í því en núna.

    Ég minnst þess ekki að þú hafir haft áhyggjur af ‘sundrung’ í fyrra þegar þú talaðir sem verst um Benitez.

    • Ég er algjörlega sammála Hafliða hér að ofan. Svo virðist sem þeir sem vildu Rafa áfram séu að reyna toga þessa umræðu aftur upp á yfirborðið til að geta sagt(i told you so). Ákaflega sorglegt. Rafa var hluti af vandamálinu en auðvitað var hann ekki allt vandamálið. Það að Roy hafi verið ráðin gerir hlut Rafa að vandamálinu ekkert minni. Það gerir ráðningu Roy vafasama, í raun forkastanlega.

    Það er keppst við að reyna að kenna Benitez um ALLT sem aflaga fór hjá klúbbnum á meðan mjög margt bendir til að hann var alls alls ekki raunin.
    Við sem aldrei vildum missa Rafa frá klúbbnum mótmælum þessu auðvitað, skárra væri það nú. Svo þegar við bendum á þá staðreynd að það var fengið í geng að losna við “krabbameinið Rafa” þá endanlega hrundi klúbburinn! 19.sæti og tap gegn Northamton er hrun í minni orðabók.

    Þetta virðist snerta viðkvæma taug hjá einhverjum enda vildi auðvitað enginn að þetta myndi gerast við brotthvarf Benitez, en margir óttuðust eitthvað þessu líkt.

    Ráðning hins þægilega og enska Hodgson sýnir bara víst aðeins hvað við misstum frá klúbbnum þó það veiti mér enga ánægju núna að ganga manna á milli með eitthvað I told you so skilti. Það var ekkert mikið merkilegra en Hodgson í boði fyrir klúbbinn eins og staða klúbbsins var í sumar og afleiðingarnar eru þær hræðilegustu sem ég hef séð sem stuðningsmaður Liverpool. Meira að segja þjálfari Marseille sagði nei við Liverpool.

Napolí – Liverpool

Napoli á morgun