Liðið gegn Everton

Svona er það:

Reina

Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Lucas – Mereiles
Maxi – Gerrard – Cole
Torres

Bekkurinn: Jones, Aurelio, Jovanovic, Babel, Ngog, Spearing, Kelly.

Þetta líst mér helvíti vel á. Lucas kemur inní liðið eftir að hafa víst átt mjög góðan leik fyrir Brasilíu og Poulsen sem kúkaði á sig fyrir Danmörku kemst ekki einu sinni í hóp. Þetta er nokkurn veginn óska uppstilling mín miðað við þann hóp sem við erum með í dag.

Nýjir eigendur, sömu leikmenn og sami þjálfari. Menn gátu kannski notað eigendamálin sem afsökun fyrir slæmu gengi en EKKI LENGUR. Nú dugar ekkert nema almennileg spilamennska og sigur gegn Everton. Annars mun Hodgson ekki vera lengi í náðinni hjá NESV.

91 Comments

  1. Óskaplegur léttir er að sjá ekki Poulsen í byrjunarliðinu – en nú þurfa aðrir að sýna sína bestu hlið.

    Aftur á móti er þetta ekki flókið, ef við liggjum aftarlega í dag og leyfum Everton að gefa sendingar inn í teig er hætt við því að þeir skori. Reyndar er Kyrgiakos traustari í fyrirgjöfum en aðrir varnarmenn okkar, þannig að hann gæti bjargað þessu. Liðið verður bara að hætta að hleypa öllum sendingum í teiginn.

  2. AF HVERJU ER MAXI Í BYRJUNARLIÐINU?
    Við verðum einum manni færri allan leikinn.

  3. “Poulsen is out because of family reason”

    Poulsen, vi vil ikke at du skal emerasser vores familie med et sikkert spillemensker hos Liverpool FC.

    Ætli þetta sé ekki bara fjölskyldumálið?

  4. að vana spilar Roy þetta 4-5—————————————-1

    Torres virkar ekki í standi og með ENGA þjónustu nema lúxusboltarnir frá Skrtel, Kyrgiakos og Carragher

  5. Jæja,,,nú mega menn fara byrja leikinn, Everton menn virka tveimur fleiri inná vellinum þar sem Liverpool er í endalausum eltingaleik.

  6. Er að velta fyrir mér uppá hvað leikskipulagið hjá Roy hljóðaði fyrir leikinn… mín ágiskun er NAUÐVÖRN!!!

  7. Gaman að sjá að eigendurnir sýna tilfinningar á bekknum eru greinilega áhugamenn

  8. Lucas og Konchesky… hvernig væri að geta stoppað einn mann saman? Er það til of mikils ætlast?

  9. Fína vörnin þarna hjá Lucas og Konchesky í markinu. Robson burt!!!!!!!

  10. Það hefur nákvæmlega ekkert breyst og áður en Hodgson nær að smita þetta lið endanlega af sínum hugmyndum þarf að senda hann sem lengst frá LFC. Jesús kristur þetta lið er hrein hörmung á að horfa.

  11. Hodgson er bara enn eitt krabbameinið sem LFC hefur fengið undanfarin ár.

  12. Þáttur Skrtel í markinu var nú ekki minni en hjá Konchesky.

    Stóð bara og horfði á og lét Cahill alveg vera einan þarna. Skelfilegur varnarmaður

  13. Svei mér þá, ég bíð gríðarlega spenntur eftir 88. mínútur, þegar Hodgson ákveður að fleygja varkárninni upp í vindinn.

  14. Rauðklæddu mennirnir algjörlega stjarfir og ráðalausir inni á vellinum. Æi Hodgson, ertu ekki til í að sýna klúbbnum smá virðingu og segja af þér?

  15. hHvernig er það eigum við ekki einhverja unga og ferska leikmenn sem eiga skilið tækifæri í liðinu?

  16. Þessi spilamennska er til skammar !!! Burt með Hodgson straxxxxxxx…. úfff

  17. Getur Henry ekki notað leikhléið til að reka Royson svo við eigum einhvera möguleika á að ná einhverju úr þessum leik. Torres er ekki týpa til að vera einn fremstur að berjast um skallabolta við 5 varnarbuff!
    Fáum aðeins öflugri mann við stjórnvölinn. PLÍS!

  18. Þvílíka ruglið.
    Hver veit emailið hjá nýja eigandanum. Þetta gengur ekki svona með þennan framkvæmdastjóra.
    Carrager og Konchesky eru sorglegir bakverðir.
    Skrtel og Kyriagos tala klárt ekki sama tungumálið.
    Miðjan er alveg tjónuð og Torres er einn á móti þremur frammi.

  19. Á sama tíma, annars staðar í Evrópu:

    AQUILAAAANI! WHAT A STRIKE! Marchisio feeds the ball to him 25 yards out and he hits it with venom low into the right hand corner of the goal. Liverpool are 1-0 down in the Merseyside derby but one of their players is having a good day!

  20. Fyllilega verðskulduð forusta hjá Everton, hjá þeim er baráttuandinn og uppskeran eftir því.
    Liverpool í mestu vandræðum með sendingar og þurfa kraftaverk til að komast fram yfir miðju.

    Skammarleg frammistaða í fyrrihálfleik því miður.

  21. Og djöfull sem ég er orðinn heiladauður af þessum blessaða Kick’N´Run bolta! hvaða fáviti fann upp þessa tacktik?
    -Þó Torres sé góður, þá er hann ekki galdrakall

  22. Reka Hodgson strax í hálfleik, mér er óglatt yfir þessari spilamennsku.

  23. Remember incumbent Red Sox manager survived 7 days after John Henry takeover.. (I am jumping the gun?) #LFC

    Góði guð (Fowler)….

    Annars á Hodgson nákvæmlega ekki neinn aðdáanda meðal stuðningsmanna LFC og meðan staðan er þannig er ekki séns að hann haldist lengi í starfi.

  24. Hvað er að? Ég bý í dk þar sem að enski fótboltinn er langt frá því að vera jafn vinsæll og á íslandi… Ég mæti alltaf á pubbið í liverpool treyjunni minni fullur sjálftrausts… Efast um að ég geti það mikið lengur:/…. Héllt aldrei að það myndi koma sá tími þar sem að ég myndi skammast mín fyrir mína menn, en ef eitthvað breytist ekki bráðum veit ég ekki hvað ég geri :s

  25. Sjá hvað Torres leiðist inná vellinum,, og ekki dettur mér í hug að blóta honum fyrir það þó hann fái himinhá laun. Ég bara trúi því að hann er maður sem þráir árangur og skemmtilegan fótbolta meira en peninga. Hann hefur bara ekki úr neinu að moða og þetta er með öllu hörmung hjá liðinu í heild,, Kenni Hodgson um það.

  26. NEI NÚNA ER ÉG KOMINN ALGJÖRLEGA MEÐ NÓG AF ÞESSU HELVÍTIS RUGLI!

    ps ég er farinn að vaska upp!

  27. Hreinsunarstarfið í Liverpool borg er bara hálfnað. Fyrst eigendurnir, næst Hodgson ásamt slatta af leikmönnum!!

  28. Nú er næsta verkefni nýrrar stjórnar Liverpool að finna stjóra sem hæfir liði sem á að berjast um toppsæti, ekki botn til miðjusæti.

  29. Hann fékk minn séns,sénsinn er búinn,byrja með hreint borð á öllum sviðum
    nýjan mann í brúnna takk,hvernig er hægt að láta svona góða leikmenn spila svo hörmulega knattspyrnu?
    Koma Henry hlustaðu nú á stuðningsmennina

  30. Það er rökrétt framhald að nýjir eigendur ráð knattspyrnustjóra til framtíðar. Hodgson er klárlega ekki stjóri hjá Liverpool til næstu 5 ára, þannig að í raun er tilgangslaust að halda honum. Verkefni næstu viku er að skanna þjálfaramarkaðinn og fara byggja upp til framtíðar!

  31. Þetta getur ekki versnað!!! Hvað ætli Hodgson sé að hugsa hmmmm 2-0 undir og hvað nú?????? Já! Ekki breyta neinu…… What a twat! Gerðu einhverjar breytingar strax helvítis steingervingur.

  32. 47 held að það þurfi nú ekkert lið að berjast um botnsæti nema þá kanski í NBA.

  33. 10 mínútur frá því everton komst í 2-0 og karluglan ekki enn búnað skipta… þetta er nefnilega að ganga svo vel hjá okkur… alveg steingeldir

  34. Gaman að geta þess að maður sem Roy gat ekki notað er búin að setjan fyrir juventus Aquilani skoraði á 11 mín í dag
    Hann er víst ekki nogu góður fyrir Liverpool sagði ROY

  35. Torres verður nú bara að fara að spila fast og dirty á móti þessum drulluhölum. Þýðir ekkert að láta toga sig niður og tækla í hvert einasta skiptið og fá ekkert og gera ekkert í því. Spýta í HELVÍTIS lófana núna!!!

  36. Hvernig væri nú að taka Maxi og Cole útaf og setja Babel og Ngog inná og spila bara 4-3-3. Babel -Torres – Ngog fremsta. Cole og Maxi eru hvort eð er ekkert að gera neitt að viti í dag.

  37. Heldur Hodgson ennþá að hann hafi fundið hina fullkomnu uppstillingu fyrir leikinn? Eftir hverju er maðurinn að bíða???

  38. Jæja nú slekk ég á þessu helvíti og fer út með krakkana. Ég er hér með stokkinn á burt með Roy Hodgeson vagninn, þetta helvíti er ekki mönnum bjóðandi.

  39. Nú segi ég bara burt með Roy. Ekki nóg með það, að ekkert gangi upp hjá honum, heldur stendur hann alltaf bara þarna með hendurnar í vösunum. Ég held svei mér þá að það sé það sem pirrar mig mest við hann.

  40. Og svo tekur hann eina skapandi manninn útaf ! Lucas er eini sem er líklegur til að skora !

  41. Afhverju gefur maðurinn ekki Babel séns á hægri kantinum þegar hann horfir upp á Maxi gera ekki neitt allan leikinn?????????

  42. Spurning hvort Henry setur ekki hafnaboltaliðið sitt inn á. Spila eflaust betur.

  43. Síðast þegar lið lenti 2-0 undir á Goodison þá var jafnað á síðustu sekúndunum, við getum alveg gert það.
    .
    .
    .
    .
    DJÓK!

  44. Hodgson fékk pressulausa viku og rúmlega það meðan eigendasápan náði hámarki!! GLÆTAN að það gerist aftur og ef hann verður ennþá hjá okkur þegar Blackburn mæta á sunnudaginn verð ég fyrir miklum vonbrigðum.

  45. Jæja var ekki bara eina breytingin að Gerrard datt niður þar sem Lucas var að spila og Ngog kom inn í svæðið hans Gerrard… Og Torres enn einn uppi á toppnum 🙂

  46. Ég hafði allt á hornum mér þegar Hodgson var ráðinn og færði fyrir því ýmis rök. Því miður hafði ég ekki rangt fyrir mér eins og svo margir aðrir hérna.

  47. Er Maxi að fara að fá 90 mínútur?

    Hvernig getur Royson svarað fyrir það?

  48. Enn og aftur finnst mér Hodgson gera skiptingu á kolvitlausum tíma! Eftir 65 mínútur vorum við loksins búnir að ná ágætis posession og vorum að pressa á Everton… þá gerir hann loksins skiptingu á 70. mínútu og hvað gerist? Jú botninn datt út pressunni og þetta létti helling á Everton. Af hverju var hann ekki löngu búinn að gera skiptingu… t.d. í hálfleik, strax eftir að við fengum á okkur 2. markið eða á 60. mínútu. Þetta er of mikið…! Burt með manninn!

  49. Þetta hlýtur að vera síðasti leikur RH. Það er það eina jákvæða við þennan leik.

  50. Það lítur allt út fyrir að Yossi hafi verið betri kaup en J.Cole… og Yossi er frá í 6 mánuði!!

  51. ótrúlegt að Maxi sé enn inná, við gætum alveg haft lítinn vegg á hjólum í staðinn.

  52. Við gátum nú ekki búist við að allt myndi breytast um leið og nýjir eigendur tækju við. Skipulag og spilamennska þarf að breytast og það tekur tíma.
    Ég vona að nýr þjálfari taki mjög fljótlega við því Roy er ekki að höndla þetta og það væri ágætis byrjun að byrja hreinsunina þar.
    Það er hægt að skipta um konu en maður skiptir ekki um lið. Nú verðum við bara að standa á bak við okkar félag og vona innilega að þessir eigendur séu með eistu og hæfileika til að breyta þessu ástandi sem allra allra fyrst.

  53. Maðurinn hlýtur að vera rekinn eftir þennan leik.
    Við höfum varla skapað okkur færi á þessu seasoni. Allt annað og miklu verra vandamál heldur en fyrri tímabil þar sem við óðum í færum en nýttum þau ekki. Þurfum að fara pressa meira og vinna boltan miklu hærra á vellinum.
    Þetta er náttúrulega bara fáránlegt.

  54. Ég vorkenni Hodgson að þurfa að þjálfa þessa aumingja sem eru úti að skíta leik eftir leik.

  55. Ef að Hogdson ber hag klúbbsins í brjósti þá segir hann af sér eftir þennan leik.

  56. Við getum ekki rassgat ,ég skil ekki hvað við vorum að gera nýjan samning við Carrahger hann getur ekki rass, held að ég snúi við liverpool treijunni minni og skrifi á hana Valur.

  57. Út með þennan ömurlegasta framkvæmdastjóra sem Liverpool hefur haft.

  58. Vildi svo innilega að ég hefði misst af þessum leik!

    Hver er afsökunin þessa vikuna fyrir tapi?
    -Getur það í alvöru staðist að Roy Hodgson, þessi “frábæri” þjálfari fulham síðasta tímabil sé að halda drullutussu ræðu fyrir leiki og í hálfleik, velji lélegasta liðið sitt og skelfilegustu taktíkina leik ef fokking leik????
    -EÐA! eru þessar blessuðu kellingar sem eiga að heita LEIKMENN allir þunglindir af hæðsta stigi og eru allir mænuskaddaðir!
    …Hélt ég mundi aldrei segja þetta, en þá held ég að ég labbi frekar einn! 🙁

  59. Ég er sammála kommenti 83. Ef leikmennirnir geta ekki mótiverað sig sjálfir fyrir leik eins og þennan þá hafa þeir ekkert erindi í rauða búninginn. Hvað gerði Hodgson rangt í þessum leik? Liðsuppstillingin var einmitt eins og við vildum hafa hana. Okkar sterkustu leikmenn inná og fínir leikmenn í öllum stöðum. Það sem gerðist í dag var það að leikmenn Everton vildu þetta meira en við. Jafnvel þótt Morinho hefði verið á hliðarlínunni í dag þá hefði það sama gerst. Það voru 11 kellingar í Liverpool búning inná vellinum í dag.

Everton á morgun

Everton 2 – “Liverpool” 0