Málið…. (uppfært x5 – búið í dag)

Ákvað að búa til nýjan link á þessum örlagaríka degi.

Samkvæmt fréttum Sky Sports í gær er orðið ljóst að Hicks hafði ekki leyfi til að reka Broughton, Purslow og Ayre því klásúlan um það að Broughton einn geti rekið og ráðið stjórnarmenn standi. Það auðvitað styrkir málatilbúnað félagsins gagnvart málaferlum dagsins.

Mér sýnist því málaferlin snúast um það hvort viðkomandi klásúla standist lög og stjórnin geti tekið ákvarðanir þvert gegn vilja eigendanna. Þeir RBS-menn munu sveifla samningnum frá því í vor þar sem frestur var gefinn á endurgreiðslu lánanna í stað umræddar klásúlu. Því sýnist mér að mál RBS gegn Hicks verði það sem ræður úrslitum og væntanlega gera mál Hicks gegn Liverpool bara töf á lokapunktinum. Þar er hann væntanlega að reyna að snúa ákvörðun stjórnar Liverpool að taka tilboði NESV.

Svo skyndilega er Singapúrinn Lim búinn að dreifa sínum hugmyndum um félagið, hann ætlar að kaupa það á 320 milljónir og setja strax 40 milljónir í leikmannakaup í janúar. Ég held ennþá að þarna sé nýr Kirdi á ferð, sem þjónar engum tilgangi að fá.

En þeir sem vilja hafa nákvæmar upplýsingar af deginum geta best sýnist mér farið á This is Anfield sem ætla sér að birta fréttir jafnóðum.

Ég ætla núna að reyna að halda áfram að vinna!

Uppfært

Hicks og Gillett VIÐURKENNA að hafa brotið á klásúlu í samningi sínum við bankann þegar þeir reyndu að reka P & A, en segja það hafa verið því ekki hefði þurft að taka viðkomandi tilboði svo snemma. Ekkert hefði legið á!!!

Bankinn minnti þá lauslega á að næsta föstudag þarf að greiða lán upp á rúmar 200 milljónir.

Flott blogg úr réttarsalnum í Guardian í dag sem hægt er að skoða líka!

Uppfært x2

Í ljós er komið að þeir félagar H & G eru fyrst og síðast að tala um að félagið hafi tekið slakara tilboði en möguleiki var á. Síðastliðinn fimmtudag vildu þær að félagið talaði við Mill Financial (sem hafa verið að lána Gillett) um kaup þeirra á félaginu sem þeir segja að hafi ætlað að kaupa félagið OG leggja 100 milljónir punda strax í völlinn en Broughton á að hafa neitað.

Fulltrúar þeirra segja líka að verið sé að draga upp dökka mynd af þeim félögum, þeir vilji alls ekki setja klúbbinn í “administration” og skilji að þeirra tími hjá liðinu sé liðinn.

En stjórnin hafi ákveðið að taka kolröngu og of lágu tilboði án þess svo mikið að kalla til almennilegs stjórnarfundar um söluna til NESV.

Svo eins og SSteinn benti á áðan má telja líklegt að dómarinn vilji borða áður en lengra verður haldið! Ekki reikna með úrskurði fyrr en eftir kl. 13.

Eftir því sem líður á daginn finnst mér ólíklegra að liðið endi í stigasviptingu og svoleiðis vanda, málið snúist um ágreining um hver á að fá að kaupa klúbbinn!

Uppfært x3

Hicks sendi bréf til réttarins, þar sem hann talar um það að “heimaliðið” í stjórninni hafi unnið gegn upprunalega sölusamningnum við RBS með því að taka einungis eitt tilboð til almennilegrar skoðunar og hann hafi viljað reka Ayre og Purslow þess vegna og ganga til viðræðna við þrjá aðila með það fyrir augum að fá “besta mögulega tilboðið fyrir klúbbinn”.

Nú er orðið klárt hverjir þessir þrír aðilar eru:

NESV

Þeir sem fengu tilboð sitt samþykkt af stjórn, kaupa klúbbinn á 300 milljónir þar sem ekki penní verður veðsett í klúbbnum og án nokkurra fyrirheita annarra en að fara vandlega yfir allt í kringum félagið og loforð um að skuldir verði ekki settar á félagið.

Meriton

Þetta félag er í eigu singapúrska (orðskrípið maður) bareigandans Lim, sem hefur auðgast á að setja upp Manchester United – bari (já takk fyrir!) í Asíu. Hann tjáir sig fjálglega í dag, segist hafa ætlað að borga 320 milljónir fyrir félagið og setja 40 milljónir í leikmannakaup í janúar, nefnir ekki völlinn og/eða hvernig hann hyggst fjármagna. Allt bendir til lána með veðsetningu í félaginu. Broughton á að hafa talað við hann og valið NESV.

Mill Financial

Vogunarsjóður sem ræður nú yfir hlut Gillett í félaginu, svo virðist sem H & G hafi viljað taka tilboði þeirra upp á X milljónir fyrir félagið og tafarlausa skuldbindingu upp á 100 milljónir í völlinn. Broughton á að hafa neitað að ræða við þennan sjóð, nokkuð sem bendir til þess að um hafi verið að ræða skuldsetningu félagsins á móti. Talið er að sjóðurinn sé að stærsta

Enn er ekkert komið um hvort dæmt verður í dag eða hvort málið dregst á langinn. Meistari SSteinn bendir svo á í athugasemdum hér að neðan að boðað hefur verið til stjórnarfundar félagsins í kvöld, væntanlega til að fara yfir mál dagsins, hver veit nema að málið verði útkljáð þar!!!

Annars, mynd tekin utan við dómsalinn nú í hádeginu!

2wzlje+

Lögfræðingur Gillett og Hicks segir nú að í gildi sé samkomulag milli H & G og RBS um að frestur til sölunnar á félaginu sé í raun til 1.nóvember. RBS leggja svo til að H & G samþykki söluna nú þegar en fari svo í skaðabótaviðræður við bankann og Liverpool ef þeir telji á sér brotið með vali á kaupendum. Jafnframt er ljóst að Hicks yngri hefur unnið sem stjórnarmaður í stað föður síns, án samþykkis annarra stjórnarmanna!

Uppfært x4

Dómarinn telur það “frekar mikla bjartsýni” að telja málinu geta verið lokið á föstudag. RBS benda strax á að þeir eigi að fá rúmlega 200 milljónir greiddar þann dag og þrýsta á lausn málsins.

RBS tala um að hafa verið tilbúnir til afskrifa tugmilljónagreiðslur til að auðvelda sölu klúbbsins.

Umræðan nú í lok dags er að staðfesta þurfi bann við því að H & G reki stjórnarmenn, því annars verði klúbburinn ekki starfhæfur!

Enn eru engar staðfestar fréttir, bara slúður, um stjórnarfund kvöldsins. Búast má við að vel verði farið yfir málið þar og ég spái því að Broughton muni sveifla einhverjum karamellum frá RBS í andlit Kananna því mikil pressa er að klára málið fyrir helgi!

Lokauppfærsla

Samkvæmt vef Guardian verður dómur í málinu kveðinn upp kl. 09:30 að íslenskum tíma, þá er verið að tala um hvort RBS var í rétti með að koma í veg fyrir brottrekstur Purslow og Ayre og svo það að salan á NESV standi.

Meira á morgun…

93 Comments

  1. Nei nei, það liggur ekkert á að selja klúbbinn…þvílíkir trúðar þessir menn…

  2. Legg til að nýr heimavöllur Everton verði skýrður “The Stadium of Hicks and Gillet” svo að þessir hálfvitar fái þá nafnbót sem þeir eiga skilið!

  3. Menn geta auðvitað fylgst með beinu lýsingunum sjálfir og því óþarfið afrita of miklu hér inn. Gat samt ekki staðist að setja inn þennan texta af Guardian:

    “Representative for Hicks and Gillett claims case against them paints ‘misleading picture of the issues’. This case is not about, he says, the owners trying to maintain their ownership of the club. They accept reality that their ownership will shortly come to an end. It’s also not about owners trying to put spanner in the works regarding a sale. The owners accept that some sort of sale will have to occur. They are not intent on stopping sale to NESV. The owners’ issue is that the board did not properly enter into the NESV agreement in that the directors did not properly consider alternative offers and so it is they who are in breach of the terms of the sale agreement with RBS.”

    Þeir viðurkenna a.m.k. loksins að vera á leiðinni burt. Ljótu hálfvitarnir.

  4. Ekki líkja þessum fávitum við Ljótu Hálfvitana!!!

    Annars höfum við beðið í nokkur ár eftir nýjum eigendum og núna loksins þegar búið er að samþykkja nýja eigendur og allt ætti að vera klappað og klárt er ekki þverfótað fyrir hugsanlegum kaupendum!! Allavega skv. þeim sem fara með málið fyrir hönd H&G.

  5. Málsvörn H&G er að það hafi tvö betri tilboð verið á borðinu, annars vegar (sennilega) frá Lim og hins vegar frá fyrirtækinu sem keypti eignarhluta Gillett. Það hafi verið skylda stjórnarinnar að finna besta tilboðið og með því að skoða þessi tilboð ekki betur og m.a. ákveða að taka tilboði Boston-gengisins án þess að ræða það almennilega á stjórnarfundi hafi Broughton og co rofið samninginn milli RBS og G&H. Úff… þetta gæti farið á hvorn veginn sem er…

  6. Mikið grunaði mig að þetta Mill Financial væri stærri partur af þessu en af var látið! Vill ekki sjá neinn sem tengist þessum mönnum koma nálægt klúbbnum og er alveg sama hvað þeir hafa að bjóða. Eins hefur maður ekki heyrt af neinu tilboði frá þeim og ég bara trúi ekki öðru en að málsvörn H&G verði blásið frá.

    Tilboð og yfirlýsingar frá Lim núna á rúmlega elleftu stundu hljóma svo eins og slappur farsi og hreint alls ekki trúverðugt dæmi, lyktar sterklega af Tom Hicks.

  7. Þriðja tilboðið víst á borðinu !! Einhver hedge found sem vill borga 200 millur plús 100 í átt að nýjum velli !! BBC Radio 5 Þetta flækist og flækist bara.

  8. Þetta þriðja tilboð er það sem Babu er að vísa í hér að ofan, Mill Financial sem eru lánadrottnar Gillett, hljómar afar illa verð ég að segja.

  9. Eigendurnir eru eflaust reiðir af því hæsta tilboðinu var ekki tekið, heldur því besta. Mér sýnist að hin tvö boðin, frá Mill og Lim séu leppar frá G&H, þannig að Broughton hafi áttað sig á þessu og valið rétt…

  10. Það virðast vera tveir pólar hér.
    Broughton tók besta tilboðinu fyrir klúbbinn eins og hann var ráðinn að gera. Hann er því ekki að gera neitt nema vinna vinnuna sína. Hinsvegar er áhyggjuefni ef það reynist rétt að hann hafi haldið þeim frá stjórnarfundum því hann vissi að þeir hefðu aldrei samþykkt tilboð NESV. Hann er bara með sjónarmið Liverpool í huga hér.

    G&H hafa hinsvegar rétt að mótmæla því að lægra tilboði sé tekið. Hver hér mundi ekki vera reiður yfir því að ef þeim bærist nokkur tilboð að því hæsta yrði ekki tekið. Þeir brutu þó samninginn og það gæti orðið stór faktor hjá dómaranum. Þeir eru einnig að reyna troða inn þarna tilboði þar sem tengsl við G er alveg greinileg.

    Mjög spennandi og gæti farið á hvorn veginn.

  11. Eftir því sem ég skil þetta best snýst málið um hvort Broughton hafi haft leyfi til að selja klúbbinn án sérstakt samþykki G&H. G&H vildu meina að þeir þyrftu að samþykka tilboðið en Broughton segist hafa skriflega samning um að þeir geti selt klúbbinn ef viðunandi tilboð bærist í hann. Þessvegna reyna G&H með öllum ráðum og dáðum að benda á að betri tilboð hafa verið upp á borðinu. Spurning hvort dómstólar falla fyrir þeim rökum og alvarleika öðrum tilboðum. Það er borðleggjandi að Broughton hafði leyfi til að selja klúbbinn og mér sýnist að það þurfa sterk rök til þess að halda fram að tilboð NESV sé ekki viðunandi.

  12. Eins og flestir treysti ég G og H ekki fyrir túkalli og svei mér þá ef ég held ekki bara að ég væri til í að róa yfir Atlantsála til að hjálpa til við að stoppa amerískan vogunarsjóð sem er í tengslum við Gillett frá því að eignast klúbbinn.

    Auðvitað mótmæla þeir lægra tilboði, en ég held að þetta sé bara enn ein myllan, MF ætla bara að eiga klúbbinn stutt og alveg sannfærður um að H & G eru með þessu að reyna að ná í afskriftir á skuldum í Ameríku.

    Burt með þá og allra þeirra fingraför! Hef verið skeptískur á að Boston-menn eignist LFC (Lakers-maður dauðans hér á ferð) en ef H & G vilja ekki að NESV eignist klúbbinn eru það meðmæli með Henry og félögum í mínum augum!!!

  13. LFC case about to resume after lunch – we’re about to find out if it’ll be settled today or goes to trial later this week or next

    tekið af twittersíðu dan roan

  14. Guardian súmmerar það sem gerðist í morgun svona:
    RBS: it is an open and shut case, that Broughton is empowered to make the decision. H&G were wrong to try to sack the board members.

    Hicks and Gillett: there are three rival offers on the table – NESV, Meriton (Lim) and Mill Financial – and the board should compare these rival offers. A decision should not be rushed because all these offers should be considered.

  15. og hvað þýðir það að búið sé að boða til fundar?????
    að klúbburinn verðui seldur eða ný stjórn taki við sölumálum?

  16. hahaha…. nú er hicks að væla um að honum og gillet hafi fundist eins og verið væri að skilja þá útundan varðandi sölu á klúbbnum af hinum stjórnarmeðlimunum 3! Hringjum á vælubílinn fyrir þetta gerpi.

  17. 14:28 – @23_CarraGold on Twitter: Hold on, now The Greek says Paul Gascoigne has walked into the courtroom with a 4-pack and some fried chicken.

    Ha ha ha gott að menn hafa húmor í miðjum klíðum. Þetta er tekið af thisisanfield.com

  18. nú verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu 2 vikum. Erum við öruggari núna með að missa ekki 9 stig? vonandi. missum við af Boston liðinu og fáum einhverja leppi frá the dicks með tilboð? Hugsanlega

  19. Bíðum aðeins róleg, þarna er eitt trompið komið sem H & G settu upp, eitthvað samkomulag sem aldrei hefur komið fram og er væntanlega eitthvað sem RBS mun svara fyrir….

    Shit hvað það væri mikið bull að bíða til 1.nóvember og velta nafni félagsins enn lengur upp úr skítnum!!!

  20. Ég verð að segja að mér líst afar illa á þennan sínga-united-púng og einhvern vogunarsjóð

  21. Hvaða andskotans rugl er í gangi, er þessi helvítis réttur að setja félagið í gíslingu G&H fram í nóv.

  22. Lord Grabiner frá lögfræðistofunni Slaughter & May er kominn í málið fyrir “heimaliðið”. Þá hlýtur þetta að klárast, menn með svona nöfn þekkja ekki annað en sigur!

  23. Held ég sé búinn að eyðileggja refresh takkann! Er amk. að verða búinn með kvótann fyrir mánuðinn.

  24. Hicks var rétt í þessu að skjóta einu skoti í fótinn á sér, lögfræðingur hans kom inná að Mack Hicks hafi setið stjórnarfund (ekki partur af stjórninni).

  25. Rétt Steini, og Grabiner segir nákvæmlega það sem liggur beinast við: 2.57pm: Lord Grabiner QC is now speaking on behalf of the Liverpool board. He tells the court the two alternative offers for the club are “besides the mark” as it is the role of the board to find a buyer, so if they decide to go for NESV then so be it.

    Þeir eru ráðnir til að selja klúbbinn, en þegar það gerist eru eigendurnir allt í einu reiðir. Þetta virðist vera orðið ansi desperate hjá Hicks…

  26. Lord Grabiner að fara hamförum, kallar Hicks Junior: “Hicks Minor” Snilld!!!
    Virðist vera að salla niður allan málsflutning H&G.

  27. Sá þetta á Twitter hjá Tomkins
    “RT @smullo: Ive just heard Roy Hodgson has turned up at court & told our QC he’s attacking too much & needs to sit back and defend deeper”
    Þykir þetta nokkuð gott. 🙂

  28. Getur einhver sagt mér hvað er að gerast í fljótu bragði? Er hér í sirka 5min, hef ekki tima til að lesa einhverjar Live-update síður 🙂

  29. Sindri ég myndi nota þessar 5 mín til þess að lesa uppfærslurnar efst á síðunni.

  30. Frábært, dómarinn segir núna að það sé ólíklegt að niðurstaða náist í þetta mál fyrir föstudag.
    Arrg

  31. 4.04pm: JUDGE SAYS IT WOULD BE A “LITTLE AMBITIOUS” FOR THE CASE TO BE SETTLED BY FRIDAY. (In reply to Broughton’s QC saying board would desperately like a verdict by then).

  32. Dómarinn segist reyndar einungis telja það bjartsýni að ná að klára þetta mál fyrir föstudaginn. Það segir í sjálfu sér ekki mikið, en eitthvað þó…

    C.B

  33. Nei þetta er nú ekki alveg svoleiðis að við séum að fara sömu leið og Portsmouth. Dómarinn hefur ennþá aðeins sagt að hann telji bjartsýni að salan geti farið fram en hefur ekki borið upp neinn dóm (ég get allavega ekki lesið það).
    Martin Broughton sagðist einnig vera með Plan B ef þetta færi á versta veg. Hann valdi að mínu mati tekið réttar ákvarðanir í öllu sem hann hefur gert hvað varðar þessa sölu og ég segi að við treystum honum fyrir því að þetta fari á þann hátt sem við getum unað okkar við.

  34. Reuters news agency tells us: “If the Oct. 15 deadline for a refinancing of Liverpool’s debt is missed, lawyers believe RBS could take control of the club and conduct the sale itself.

    “That could result in the holding company of the five-times European champions briefly being put into administration, which would result in the points deduction under Premier League rules.”

  35. Rólegir félagar, RBS eru þeir sem eru að reka málið gegn G&H og á sama tíma þeir sem setja félagið í þrot ef þeir gjaldfella lánið á föstudag. Það verður væntanlega settur frestur á það meðan málareksturinn er í gangi. Hugsanlega er nú þegar búið að reka þann varnagla (1. nóv?).

  36. JUDGEMENT ON THE CASE IS TO BE GIVEN AT 10.30AM TOMORROW (WEDNESDAY) MORNING segir í Guardian

  37. Varðandi þessi 9 stig þá er það þannig í reglunum að lið sem getur ekki borgað skuldir sínar og hafa engin úrræði til að borga skuldirnar geta verið sett í administration (er ekki með íslenskt orð yfior þetta) og í kjölfarið misst 9 stig.

    Í reglunum er ekki talað um sjálfkrafa 9 stiga missi heldur metur FA hvert mál fyrir sig.

    Liverpool er EKKI í þeirri stöðu að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar þar sem það er kaupandi klár sem búið er að samþykkja af FA og þar af leiðandi mun Liverpool ekki missa þessi umræddu 9 stig.

  38. það er aldeilis að það á að halda manni í taugatitringi hehe
    þó að maður hefði nú allveg geta sagt sé það sjálfur að þetta væri aldrey að fara að klárast í dag 😀

    En ég held að við getum allveg adað rólega félagið verður selt og við munum ekki missa 9 stig
    ég held að ég geti alllveg fullyrt það.

    Afhveju eru allair svona mikð á móti þessum frá singapúr hann er bara fótbolta áhugarmaður, gerði nokra man utd bari, það sér hver maður af ef þú ætlar að gera sportbar í Asíu þá græðiru mest á utd enda eiga þeyr lang flesta aðdáendur þar.
    Þessi gaur á allveg böns af pening og er mjög áhugasamur um að fá að kaupa klúbinn þar að seyja ef þetta er raunverulegt tilboð en ekki eitthvað útspil frá þessum tveim sem má ekki nefna hehe

  39. Ég vona bara að þetta mál verði klárað að fullu fyrir fimmtudaginn. Allra síst vill maður að félagið fari í administration en ég held ef að félagið fær einhverjar undanþágur og lengri frest þá bíða lið í röðum sem hafa lent í svipaðri aðstöðu með málsóknir. Ég bara meika ekki meira drama í kringum klúbbinn, þetta er komið gott.

  40. 5.15pm: As John Riordan has just emailed: “If judge says it would be a “little ambitious” for the case to be settled by Friday – why is there to be a judgement at 10.30am tomorrow?”
    Perhaps the Judge has taken on board the RBS/board view that the decision must be made immediately? Although there is no guarantee that there will be a definitive judgement at 10.30am tomorrow (Wednesday)

  41. Hvað var dómarinn að meina með að hann væri ekki bjartsýnn á að þetta kláraðist fyrir föstudaginn? Segjum að málið falli okkur í hag á morgun, er þá nokkuð annað eftir en að selja klúbbinn til NESV? Eða á þá eftir að dæma um það hvort að stjórnin hafi útilokað aðra möguleika en NESV eins og Hicks vill meina?

  42. Magnað … eini dagurinn þar sem ég hefði viljað getað setið límdur við tölvuskjáinn og þá var það að sjálfsögðu mest brútal vinnudagur ársins. Náði bókstaflega að kíkja einu sinni á netið í dag, gafst ekki einu sinni tími til að skoða Twitter í símanum.

    Frábærar uppfærslur hjá Magga og ummælendum hér. Ég nánast missti af deginum þannig að það er snilld að geta notað ummælin til að rifja upp atburðarás dagsins. Svo er stóri dagurinn á morgun, þá vonandi fáum við botn í þetta mál og getum horft fram á veginn.

  43. Sammála Bjarna hver er þessi kirdi???

    Leppur sem H&G notuðu til að segjast vera að koma með risaboð í klúbbinn en ekkert var á bak við það. Notið google til að grafa meira upp um þann glaumgosa.

    og er það klárt að lokaniðurstaða liggi fyrir í fyrramálið???

    Nei það er ekki öruggt.

  44. Held að þessi grein á fótbolti.net sé ein sú verst skrifaða sem ég hef séð, lítur út fyrir að hafa verið þýdd með google og svo giskað á það sem uppá vantaði, hef allavega ekki séð neitt um þetta á erlendum féttamiðlum

  45. … og Agger og Kuyt eru farnir útaf meiddir í sínum landsleikjum, snemma í fyrri hálfleik. Frábært. Bara frábært.

    Carra aftur í vinstri bak gegn Everton, einhver? Mikið hlakka ég til.

  46. Seems Kuyts Injury much more serious than expected,just seen him being sent to the hospital,Seemed very very bad 🙁

    Frábærar fréttir sem við erum alltaf að fá til okkar.

  47. Hvað er málið með Kuyt, höfum bara ekki efni á að missa þennann dreng og hvað þá á móti Everton. Einn af þessum náungum sem er alltaf heill en nú er hann ný stiginn uppúr meiðslum og beint aftur sömu leið !! Helv landsleikir !

  48. Poulsen og Maxi eru það slakir að stuðningsmenn Liverpool eru farnir að sakna Lucas og Kuyt….ekki beint góð gagnrýni á þann danska og argentínska, hehe

  49. Spurning hvort að Kuyt gæti verið eitthvað lengi frá, ath. hef engar heimildir fyrir því eða neitt bara að spá, þar sem að hann fer út af vellinum á börum og beint á sjúkrahús. Ætli þetta sé bráka/brot í ökkla? Alls ekki gott!

  50. Það er bara tímabilið í hnotskurn að Kuyt, sem aldrei meiðist, sé búinn að hljóta tvö alvarleg meiðsli. Og það er bara fokking október.

    Síðustu fréttir á Twitter eru að hann hafi slitið eitthvað í ökkla og við séum að tala um mánuði frekar en vikur. Hver er lausn Hodgson ef Kuyt er úti fram á næsta ár? Meireles á kantinum áfram? Og Carra í bakverði? Frábært.

    Það liggur við að ég vilji frekar halda áfram að hugsa um lögfræðihluta Liverpool heldur en næsta leik. Get ekki sagt að ég sé sigurviss.

  51. Kristján… Aurelio er orðinn heill, gæti vel verið með á móti Everton. Smá svona fótboltafrétt varðandi Liverpool. Slæmt samt að missa Kuyt.

    Ég hef annars voðalega litlar áhyggjur af sölunni, hún mun ganga í gegn. Hicks er bara að reyna að fá meira fyrir sinn snúð, sem er í sjálfu sér alveg skiljanlegt. Það kemur heldur ekkert á óvart að Hicks og co. falli með látum.

  52. vonandi þá að Aurelio standi sig sem ég efast reyndar stórlega um þar sem hann er ekki búinn að spila heilan leik ég veit ekki hvað lengi.
    Held að carra sé þá bara betri kostur, leyfa Auralio að koma inn á ef við erum að vinna snemma í seinni til að koma honum í form sem ég efast reyndar líka stórlega um..
    úff hvað það er erfit að vera poollari þessa dagana :/ en það eru bjartari tímar framundan það er allveg á hreynu ! get ekki beðið eftir Janúar glugganum okkur vantar sárlega kanntara, bakvörð miðvörð og framherja og það verður gaman að sjá hvað Hogdson fær að kaupa.

  53. okei nú var ég að koma af landsleiknum og ég vona að hodgson hafi verið að horfa.. gat séð það eftir svona 2 mín að meireles á að vera mjög djúpt á miðjunni fyrir aftan Gerrard og það hefði verið fínt að geta verið með aquilani með honum. Poulsen á bara að vera á karíoki barnum fremst á strikinu (sams bar) fullur að horfa á Liverpool leiki í mesta lagi ég held ég gubbi ef ég sé poulsen aftur í liverpool treyju !

  54. 77
    Ég stórefa að Aurelio sé kominn aftur úr meiðslunum. Hann spilaði þrjátíu mínútur í “varaliðs” æfingaleik í dag og á held ég nokkuð eftir til að komast í ástand til að spila en það er hins vegar mjög flott að maður sér að hann er allur að koma til enda mjög góður leikmaður ef hann er heill.

    79
    Já, þetta er klárlega eitthvað sem að maður vill sjá til að hægt verði að ná sem allra mest úr honum. Hann spilar aftarlega á miðjunni hjá Portúgal með sóma, spilaði í þremur mismunandi stöðum í þriggja manna miðju Porto (varnarsinnaður, leikstjórnandi, sókndjarfur) og gerði það allt mjög vel. Hann getur spilað í mörgum stöðum á miðjusvæðinu en hægri kantur er ekki sú staða sem að við sjáum hæfileika hans nýtast best, mjög flott að hann geti spilað þar í neyð eða til að breyta til eða eitthvað en hann á ekki að vera hugsaður sem fyrsti eða annar kostur í þá stöðu.

    Ég vil sjá Lucas og Meireles á miðri miðjunni og Gerrard í holunni með Torres (Ngog/Jova/Babel) í leiknum á móti Everon. Poulsen vil ég ekki hafa í byrjunarliðinu, þetta er leikur þar sem ekki má við leikmanni sem á við sjálfstrausts erfiðleika…

  55. ég skil ekki afhverju við spillum ekki sona

                    Torres  Jova
     Babel  Gerrard Meireles  Cole
     Johnson Soto Agger Charrager 
                       Reina
    
  56. Þetta lítur ekki vel út með Kuyt ….

    Word has it that Kuyt’s initial diagnosis is torn ankle ligaments (similar to Robin Van Persie last season I’d imagine). #LFC

  57. Nokkuð tengt þessu og þó ekki, en Kiddi hvað varstu að googla þegar þú lentir á þessari frétt? 🙂

    Annars súmmar það tímabilið FULLKOMLEGA upp að Dirk Kuyt sem aldrei er frá meiðist mjög alvarlega (eða það er allavega óttast). Það sem verra er að við komum til með að sakna hans alveg skelfilega, svo slappir hafa okkar menn verið. Svo má ekki vanmeta hvað það er hrikalegt að missa Agger út því að ef Hodgson verður jafn hörmulegur áfram fer hann fljótlega og svona 97% þjálfara í heiminum myndu setja Agger fyrstan á blað í vörnina af því sem er í boði hjá klúbbnum.

    Það á að gefa leikmönnum Liverpool frí frá landsleikjum, ástandið er alveg nógu slæmt fyrir.

  58. Það myndu ekki bara flestir þjálfarar setja Agger fyrstan á blað, ég held að það myndu allir gera það nema Roy “what’s football, isn’t it just kick and run” Hodgson!

  59. 83
    Við getum þá reiknað sterklega með því að Kuyt spili ekki meira á þessu ári, sem er virkilega slæmt!

  60. Það kæmi mér nú ekkert á óvart að Kuyt væri kominn á fullt fyrir lok þessa mánaðar. Þessi maður er bara eins og vél, ekkert getur stoppað hann.

  61. “Dirk wanted to play on but our doctor prevented that and told me to substitute him,” Netherlands coach Bert van Marwijk told a news conference after his side’s 4-1 win. (gfdb.com)

    Karlinn er harðjaxl; samur við sig í þeim efnum.

  62. Tók eftir því í Dana leiknum hvað Agger er svakalega framsækinn. Hann var bara með fremstu mönnum í annarri hverri sókn. Maður sér núna hvað hópurinn er í raun þunnur og hvað það vantar mikil gæði í þetta lið okkar.

  63. 🙂 😉 😀 svona líður mér í dag, LFC komið úr klóm helv… 8 Chile námumenn komnir upp, vinir og ættingjar fagna afmælum, stórum stundum og fl. fl.

    AVANTI LIVERPOOL – http://WWW.KOP.IS – THE HOME OF RED SOX NATION

Enginn nýr Roman – hvað með leikmennina?

Dómsmálið: Tom Hicks tapar! (staðfest)