Kop-gjörið í leikviku 5

Fimmta umferð ensku deildarinnar hófst með leik Stoke og West Ham. Sá leikur var mest áhugaverður vegna þess að Eiður Smári fékk mínútur í 1-1 jafnteflisleik þar sem West Ham komst á blað á stigatöflunni. Innkoma Eiðs var ekki löng eða merkileg, hann er augljóslega ekki í neinu leikformi og ljóst að margra ára bekkjarsetu þarf hann að vinna upp áður en hann nær sér á almennilegt strik. Vonum það besta. Hins vegar verð ég að lýsa gremju minni því besti maður vallarins var Jermain nokkur Pennant sem Rafa þorði aldrei að hafa áfram. Væri þódáldið þokkalegur munur að hafa hann á hægri vængnum miðað við marga sem fá mínútur hjá okkur þessa dagana. Stanslaus keyrsla framhjá bakverði og góðir krossar allan leikinn, þar af einn frábær kross sem skilaði marki Stoke.

Leikir laugardagsins enduðu þrír með jafntefli, helst ber þar að nefna 1-1 jafntefli Sunderland og Arsenal þar sem Fabregas skoraði skrautlegt mark og heimamenn jöfnuðu eftir að viðbótartímanum lauk, nokkuð sem pirraði Wenger, og væl fylgdi! Evertonmenn héldu áfram að valda vonbrigðum og mér gleði þegar þeir töpuðu heima fyrir Newcastle 0-1 og W.B.A. vann granna sína í Birmingham 3-1 í góðum leik. Tottenhammenn náðu að sigla yfir Wolves á lokakaflanum í sínum leik og færast ofar í töflunni.

Á sunnudag lékum við (pistill enn á kop.is um þann leik), áður en Chelsea bakkaði yfir Blackpool 4-0 og City vann Wigan 0-2 örugglega. Eftir helgina má segja að fjögur efstu liðin séu orðin þau líklegu (Chelsea, Arsenal, Scum og City) og það sem óvæntast er mun væntanlega vera liðið í 16.sæti.

Kop.is deildin

Fyrst skulum við líta á þá fimm leikmenn sem hæst skoruðu um helgina:

1.sæti: Dimitar Berbatov (MUtd) 17 stig
2.sæti: Steven Gerrard (Liv) 14 stig
2.sæti: Florent Malouda (Che) 14 stig
4.sæti: Ashley Cole (Che) 11 stig
5.sæti: Carlos Tevez (City) og Salomon Kalou (Che) 11 stig

Þessi vika var sú fyrsta þar sem við áttum leikmann í topp 5!

Deildin á nú nýtt topplið, FC Malbik, lið Tryggva Páls Tryggvasonar fékk 71 stig í þessari viku og er með 321 stig í heildina. Kanill (Júlíus Arnarsson) datt úr toppsætinu niður í það annað en í þriðja sæti situr lið Valdimars K. Sigurðssonar SoccerMonkeys. Ég myndi vilja biðja liðseigandann, sem ég spái að sé markahæsti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu, sá geðþekki Skagamaður/Borgnesingur og Spursari, að svara mér hvort nafngiftin er í höfuðið á gleðisveitinni The Blow Monkeys??? Bíð spenntur svars.

Við Kop.is – pennar þokumst sumir hærra.

Fyrirliði Sigursteins DIDIER DROGBA skilaði honum miklum árangri, 75 stigum í þessari viku og hann situr nú okkar efstur í sæti númer 125 með 245 stig. Maggi er í sæti 131, Babu liggur í númerinu 170 og Aggi er í sæti nr. 250. Við leitum ekki neðar, ég treysti því að KAR og Einar Örn leiðrétti mig ef ég fann þá ekki………

10 Comments

  1. Varðandi þetta væl hjá Wenger. Ég held að hann og flestir aðrir skilji ekki alveg hvernig þessar reglur eru. Stoke skoraði eftir 94 mínútur og 15 sekúndur. Tilkynnt hafði verið að ‘added time’ væri 4 mínútur. Reglan varðandi viðbótartíma er sú að ‘added time’ er a.m.k. það sem tilkynnt er. Eingöngu dómarinn veit hvort þetta voru 4:00 eða 4:59 !

    Þetta er bara helvítis væl hjá kallinum !

  2. Össs, svaðalega fín Fantasy helgi að baki. Get ennþá stoltur sagt að ég hef aldrei valið Everton eða Man.Yoo mann í mín lið og það eina sem ég klikkaði á var að halda Stevie ekki sem fyrirliða. Var búinn að ýta ansi oft á “next” til að leita að ritstjórum síðunnar í Kop.is deildinni, en hreinlega gafst bara upp 🙂

  3. Held þetta sé pottþétt ekki hann Valdi vinur minn spursari, þar sem þessi gefur upp Liverpool sem uppáhaldslið.

  4. Þú sagðir það Steini, treysti því að þeir félagar svari!

    Svo er eitt að velja Drogba……. En FYRIRLIÐA?

    😉

  5. Verandi með Reina í markinu og Berbatov í sókninni þá var þetta ekki alveg eins góð helgi og ég hefði viljað – en 39 stig skila mér í 102. sæti (ég fell að vísu niður) og við vonum eftir uppgangi í næstu umferð.

  6. Ég tók Martin O´Neill á þetta og treysti á sama lið!! Þetta var líklega ekki tíminn til að treysta á Agger, Gomes og Rooney!

    Annars held ég að Steini ætti að hætta að hrósa sér fyrir að hafa engan United eða Everton mann í sínu liði! Veit maðurinn ekki hver Didier Drogba er? 🙂

  7. Babú, held að maður sem stillir Nani upp í sínu liði ætti bara að halda sig til hlés og vera bara almennt ekki að tjá sig á opinberum vettvangi 🙂

  8. Ég er enn í vandræðum. Hef aldrei lagt jafn mikinn tíma í Fantasy og í ár en held áfram að skíta á mig. Ég sem hélt ég hefði eitthvað vit á enska boltanum… 🙁

United – Liverpool 3-2

Northampton á morgun