United – Liverpool 3-2

Fyrir mót var ljóst að leikjaprógramm Liverpool til að byrja með yrði eins og vanalega svívirðilegt í uppphafi móts. Í dag var komið að erfiðasta leiknum í því prógrammi, United á útivelli og ljóst að liðið var sannarlega ekki búið að fylla mann miklu sjálfstrausti í leikjunum áður og ekki gerðu þeir mikið til að laga það í dag.

Fyrir leikinn var hent Meireles í djúpu laugina fyrir framan Poulsen og Gerrard á miðjunni, Joe Cole kom úr banni og fór á vinstri kantinn og Torres var upp á topp.

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Konchesky

Poulsen – Mereiles
Maxi – Gerrard – Cole
Torres

Bekkur: Jones, Agger, Jovanovic, Kyrgiakos, Babel, Lucas, Ngog.

Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið hrein hörmung hjá okkar mönnum og ég hef áhyggjur af þeim sem halda öðru fram. Liðið bara lagði rútunni mjög aftarlega á sínum vallarhelmingi og bauð United mönnum í heimsókn. Torres var einn upp á topp og sá ekki mikið af boltanum nema rétt á meðan Carragher eða Reina bombaði fram á Vidic eða Evans. Við sáum ekki einu sinni skot frá Liverpool manni fyrr en á 25.mín er Johnson átti skot vel framhjá.

En þegar við virtumst nú ætla að halda þetta út fram að hálfleik án þess að leyfa United að ógna markinu að ráði tókst okkur sýna hvernig ekki á að verjast horni sem endaði með marki frá manni leiksins, Dimitar Berbatov. Torres af öllum mönnum var með vonlausa dekkningu á hann, vitlausu megin og varð því að gefa honum auðan skalla að marki. Konchesky var með stöngina en hélt líklega að hann væri í marki í hornum og stóð því bara fyrir aftan Reina í miðju markinu. Hvorugur náði að komast fyrir boltann sem maðurinn á stönginni átti allann tímann að eiga og fullkomnaði þetta sannarlega ömurlegan fyrri hálfleik hjá Konchesky. Enn eitt skiptið var eins og við nennum ekki að spila fyrri hálfleik og það var svo augljóst að Hodgson var að reyna að sækja stigið að það var sársaukafullt á að horfa.

Okkar menn komu mun grimmari út í seinni hálfleik og fóru að draga sig mun meira fram á völlinn. Það stóð þó ekki lengi yfir og fljótlega var United aftur komið með undirtökin og var Nani rétt búinn að skora er hann bombaði í stöngina í eitt skiptið.

Fimm mínútum seinna var Nani aftur á ferðinni enda líklega gaman hjá honum í dag með Konchesky á eftir sér, hann sendi fyrir á Berbatov sem náði að taka boltann á sig og síðan smellhitta hann langt yfir getu með bakfallsspyrnu í slánna og inn. Frábært mark hjá Berba og í takt við Liverpool undanfarið að svona komi gegn okkur.

Þetta virðist þó loksins hafa komið okkar mönnum í skilning um að við værum í raun ekki Fulham heldur Liverpool og frammistaðan fyrstu 60.mín með öllu óásættanleg og það sem líklega skellfdi Hodgson mest að nú þyrftum við að sækja.

Torres sem ekki hafði sést fékk víti eftir að hafa fíflað Evans innan teigs og Gerrard skoraði af öryggi. Stuttu seinna var Torres kominn í gegn en var kippt niður af John O´Shea rétt fyrir utan teig. Reglurnar þegar kemur að svona brotum eru alls ekki flóknar en Howard Webb sem oft hefur verið talinn með þegar leikmannahópur United er lesinn upp þorði ekki að dæma víti og svo rautt á innan við fimm mínútum á Old Trafford enda myndi það gera Ferguson reiðan og það má víst ekki. Þetta var klárt rautt og klár hagnaður fyrir United, það var ekki Webb að þakka að Gerrard afgreiddi þessa aukaspyrnu listavel og jafnaði metin 2-2.

En þar með virtist Hodgson vera orðinn himinlifandi með stöðuna og liðið gjörsamlega pakkaði rútunni aftur og bauð United í heimsókn. Pressan jókst og jókst þar til á endanum að O´Shea sem ætti að vera upp í stúku kom með sendingu fyrir á fokkings Dimitar Berbatov sem skallaði í netið, þriðja mark hans í þessum leik, annað skallamarkið hans og þriðja markið eftir fyrirgjöf. Hvar er Hyypia þegar við þurrfum hann?

Þetta varð niðurstaðan, hundlélegur leikur hjá okkar mönnum og gríðarlega leiðinleg frammistaða fyrir utan tíu mínútna kafla þar sem Gerrard og Torres hrukku í gang. Sá kafli reyndar átti að duga og því endalaust pirrandi að tapa þessum leik.

Núna höfum við spilað þessa erfiðu byrjun tímabilsins og eins og margir óttuðust var þetta ekkert minna en martröð, 5 stig eftir fimm leiki, einn góður hálfleikur gegn Arsenal og varnarsinnaðara lið heldur en Houllier bauð uppá.

Þetta þarf svo sannarlega að fara lagast og þetta lið og stjórinn þarf að fara átta sig á því að hann er ekki að stýra Fulham og stig á útivelli er aldrei æðislega ánægjuleg úrslit.

Eins verð ég að segja að ég sakna þess að stjóri Liverpool nenni ekki að detta í´ða með Fergie eftir leik, svarar honum fullum hálsi og vinnur leikina gegn honum.

Ég verð pirraðari með hverjum leik en lifi í voninni að framundan séu nokkrir sigurleikir í röð. Til þess að svo verði þarf að taka liðið úr handbremsu.

137 Comments

 1. Sælir félagar

  Því miður verður að skrifa þetta tap á vörnina fyrst og fremst. Minn góði vinur Carra var slakur í þessum leik og lét Berba taka sig í nefið. Hörmung að tapa þessu eftir að hafa náð að jafna eftir
  2 – 0 stöðu MU í vil. Sóknar tilburðir LFC voru ekki merkilegir í leiknum og menn eins og Cole sýndi lítið. Cole átti þó sendinguna sem gaf vítið en hann gerði lítið annað í leiknum.

  Vörnin var afar taugaveikluð og átti erfitt með Berba sem eki á að vinna marga skalla gegn þessari vörn. Því miður verður að viðurkennast að betra liðið vann þó við hefðum getað stolið jafntefli með betri varnarvinnu.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Sorglegt og nú er ástandið svart, ánægður með Hodgson að hafa reynt að sækja þarna í seinni hálfleik en fyrri hálfleik vil ég ekki eignast á DVD disk sko. 5 stig í 5 leikjum er SKELFILEGT og gallinn er sá að við græðum ekkert á að reka Hodgson fyrir lélegt gengi heldur held ég að það séu eigendamálin og þær rjúkandi rústir sem félagið eru í sem eru stór ástæða fyrir þessu gengi, núna verða aðdáendur Liverpool að berja þessa eigendur út og það strax, hætta kannski að mæta á völlinn og gefa þessum aumingjum okkar peninga, þessir menn verða að fara og það STRAX… Þeir eru klárlega að hafa áhrif menn eins og Gerrard, Carragher og fleiri…

  ég óskaði eftir því í gærkvöldi að Gerrard færi að mæta til leiks og það gerði hann í dag og vil ég þakka honum fyrir það og megi hann mæta til leiks í næstu 33 deildarleikjum ef ekki á mjög illa að fara.

  Torres fékk úr engu að moða en sýndi hversu frábær hann er með því að fá þetta víti og aukaspyrnuna sem gaf jöfnunarmakið…..

  Ég er drullufúll en verð alltaf púllari þó það verði jafnvel svartara en þetta. Sat á Bar í steinkjer i Noregi í dag sem er 30 þús manna bær eftir minum heiildum, er á leið til Þrándheims að sækja fjölskylduna mína sem kemur á morgun og fann loksins einn stað sem sýndi leikinn, þangað mættu heilir 16 manns, 14 í nýju Liverpool treyjunni, einn með Liverpool húfuna og svo konan mín með tölvuna mína sem ég skrifa úr núna…

  Youll Newer Walk Alone…..

 3. Sorglegt og nú er ástandið svart, ánægður með Hodgson að hafa reynt að sækja þarna í seinni hálfleik en fyrri hálfleik vil ég ekki eignast á DVD disk sko. 5 stig í 5 leikjum er SKELFILEGT og gallinn er sá að við græðum ekkert á að reka Hodgson fyrir lélegt gengi heldur held ég að það séu eigendamálin og þær rjúkandi rústir sem félagið eru í sem eru stór ástæða fyrir þessu gengi, núna verða aðdáendur Liverpool að berja þessa eigendur út og það strax, hætta kannski að mæta á völlinn og gefa þessum aumingjum okkar peninga, þessir menn verða að fara og það STRAX… Þeir eru klárlega að hafa áhrif menn eins og Gerrard, Carragher og fleiri…

  ég óskaði eftir því í gærkvöldi að Gerrard færi að mæta til leiks og það gerði hann í dag og vil ég þakka honum fyrir það og megi hann mæta til leiks í næstu 33 deildarleikjum ef ekki á mjög illa að fara.

  Torres fékk úr engu að moða en sýndi hversu frábær hann er með því að fá þetta víti og aukaspyrnuna sem gaf jöfnunarmakið…..

  Ég er drullufúll en verð alltaf púllari þó það verði jafnvel svartara en þetta. Sat á Bar í steinkjer i Noregi í dag sem er 30 þús manna bær eftir minum heiildum, er á leið til Þrándheims að sækja fjölskylduna mína sem kemur á morgun og fann loksins einn stað sem sýndi leikinn, þangað mættu heilir 16 manns, 14 í nýju Liverpool treyjunni, einn með Liverpool húfuna og svo konan mín með tölvuna mína sem ég skrifa úr núna…

  Youll Newer Walk Alone…..

 4. Vörnin var mjög slök og Torres var ekki beittur frammi. Hann virkar þungur, hægur og áhugalaus. Miðjan var ágæt, Poulsen flottur og Gerrard góður.

  Eftir að maður sá leikjaplanið fyrir tímabilið hjá Liverpool var það ljóst að það biði Liverpool erfið prófraun. Heimaleikur gegn Arsenal og svo útileikir gegn City, Birmingham og Manutd. Liverpool hefur fallið á öllum þessu prófum.

 5. Ætla að hafa þetta eins og að vanda, stutt og lagott. Liverpool sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og hefðu átt að gera það fyrr, kominn tími á Maxi að hann fari, Liv áttu varla skot að mark m u í fyrri hálfleik en leikurinn hefði getað farið verr, þessi djöf,,,, leikur.

 6. getur einhver sagt mer af hverju Howard Webb fær alltaf að dæma stóru leikinna????? hann var að dæma í síðasta leik þegar Valencia fékk víti fyrir utan teig og hann fékk að dæma úrslitaleik HM þar sem hann drullaði í ræpuna á sér. svo fær hann enn og aftur að dæma í dag og þorir ekki að reka O´sea útaf sem hefði breytt leiknum það var hann sem átti fyrirgjöfina í 3 markinu hjá man u. þetta er mesti gúngu dómari sem ég veit um!! hann þorði ekki að dæma á hendina á Fabregas á 90mín á Emirates á síðustu leiktíð !! ferguson hlítur að vera að totta einhvern hjá þessu knattspyrnusambandi til að fá þetta fífl til að dæma !! ég vissi að hann myndi hafa áhrif á þennan leik þegar ég sá að hann væri flautuleikari í dag !

  ég var nú ekkert rosalega bjarsýnn fyrir þennan leik en sorglegt að sjá þetta enda svona !

 7. Svona fór þetta.
  Við erum bara ekki betra en þetta
  Við vonum bara að Tottenham og City tapi líka stigum það eru liðin sem við erum að keppa við um 4 sætið. Tottenham er nu með 8 stig og við 5 svo þetta eru bara 3 stig.
  Enga svartsýni Vinnum bara rest

 8. heitasta helvítii… hættið að kenna eigendamálum um slakt gengi. Það á ekki að koma leikmönnum liðsisn rassgat við hverjir eiga þennan klúbb sem þeir spila fyrir. Þeir eiga bara að mæta 100% í hvern einasta leik sama hver borgar þeim laun. Hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik. O´Shea átti klárlega ekki að vera inná þegar hann átti þessa sendingu á Berba en það þíðir ekki að væla um það. Leikur liðsins fer klárlega batnandi þó það sé enþá margt sem hægt sé að laga. Skil ekki afhverju Mereiles var ekki færður aftar á miðjuna og Gerrard framar. YNWA

 9. Tökum bara næsta leik. Áttum aldrei neitt skilið út úr þessum leik.

  YNWA

 10. Hvað var Konchesky að gera í fyrsta markini af hverju fór hann á bakvið Reina en var ekki á stönginni ef hann hefði verið þar hefði hann komið í veg fyrir 1 markið.
  Þetta er mér hulin ráðgáta því þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hann gerði þetta var búin að vera fylgjast með þessu í smá tíma hann flakkaði á milli stanga stundum á nær stöng og stundum á fjær.
  Hvað er í gangi vita menn ekki hvað þeir eiga að gera þegar það er horn???????????

 11. Hryllilegt að ná ekki betur að jafna leikinn því þá virtist þetta vera að snúast okkur í hag. Að spjaldaleysinu slepptu þá fannst mér leikmenn united bara hungra meira í sigur. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Gerrard sýndi smá ákafa í að fara í boltann einn manna. Svo var átakanlega litlir sóknarburðir í fáránlega hægum fyrri hálfleik púllara. 
  En hvenær ætlar einhver að taka kæfuna hann nani almennilega í gegn? Klárlega leiðinlegasti leikmaður deildarinnar. 

 12. Ég segi nú bara að ég saknaði Kuyt þarna á hægri kantinum, Maxi gat ekki rassgat og ekki var Milan betri þegar hann kom inná.
  Vörnin hrikaleg og sóknarþunginn enginn. En Hodgson má eiga það að hann breytti liðinu snemma og setti meiri sóknarþunga í liðið en ég hefði viljað sjá Babel inná frekar en Milan.

 13. Það þýðir lítið að ætla að benda eitthvað á Howard Webb Lóki #7. O’Shea var ekki að ræna Torres færi og því ekki augljóst að þar hafi átt að vera rautt. Carra hefði svo getað fengi á sig víti í fyrri hálfleik fyrir að rífa í Vidic og var heppinn að fá ekki dæmda á sig hendi rétt fyrir utan teig stuttu síðar.

  Liðið einfaldlega bakkaði alltof mikið eftir að ná að jafna og vörnin var úti á þekju stóran hluta leiksins. Sóknarleikurinn var auk þess alls ekki nógu góður stóran hluta af leiknum. Mark úr víti og aukaspyrnu en utan þess voðalega lítið að gerast í sókninni.

 14. Sammála Kristján (#9). Það er ekki eigendum að kenna hvernig menn spila á vellinum. Dagskipunin var morgunljós, ákveðnir menn máttu bara varla fara fram yfir miðju. Í seinni hálfleik líkt og oft áður á þessari leiktíð mætir algjörlega nýtt lið á völlinn. Poulsen var lélegur í fyrri hálfleik en óx ásmegin í leiknum og var einn okkar besti maður ef tekið er mið af seinni hálfleik. Menn sem ég vil sekta um viklaun eru Johnson, Maxi og Carragher. Þeir voru með öllu SKELFILEGA LÉLEGIR. Carragher var flengdur í 2 mörkum Man Utd og Maxi sýndi nákvæmlega ekki neitt. Lægstu einkunn í dag fær alveg 100 % Glen Johnson. Það að maðurinn geti komist í enska landsliðið er í besta falli brandari. Hvað kom eiginlega fyrir þann ágæta mann. Hangir á boltanum, gerir ekkert sóknarlega og er bakaður af Ryan Giggs hvað eftir annað, og Giggs er kominn á fimmtugsaldurinn.

  Howard Webb er samt aumingi dagsins. Hann skeit svo fáránlega í heyið þegar að hann rak John O’shea ekki af velli fyrir brotið á Torres. Fyrst Webb er að dæma aukaspyrnu þá auðvitað á hann að reka manninn útaf þar sem O’Shea var aftasti varnarmaðurinn. Helber aumingjaskapur hjá Howard Webb. Hann er slakasti dómari Englands að mínu viti.

  Ég vissi samt alltaf að Liverpool myndi tapa þessum leik því miður. Ég var að vonast eftir jafntefli en þegar um 10 mín voru eftir en þá rétt Carragher Berbatov sitt 3 mark á silfurfati. Leiðinlegt að segja það en maðurinn er gjörsamlega sprunginn. Fá helst Danny Wilson og Agger í miðvörðinn í næsta leik. Gerrard, Poulsen, Meireles og Torres menn leiksins og það í þeirri röð.

 15. Svo er eitt annað. Af hverju er varnarmenn LFC alltaf svona langt frá sínum mönnum ?? Þegar að einhver Utd maður fékk boltann þá gáfu þeir þeim alltaf 2 metra til að athafna sig. Carragher og Skrtel voru þar verstir þeir fóru aldrei almennilega í mennina heldur bara gáfum þeim pláss. Virkilega athyglisverð varnarvinna því frá því ég byrjaði að spila þá hafa allir þjálfarar hamrað á því að vera nálægt mönnum þegar þeir eiga að vera verjast.

 16. tek undir með nr. 7, oshit hefði alltaf átt að fá beint rautt fyrir þetta brot á Torres sem var fremsti maður og hann aftasti varnarmaður í goal scoring opportunity. Þetta var key moment í leiknum, United hefðu aldrei sótt af þessum þunga hefðu þeir misst mann útaf og staðan 2-2. Öllum líkindum hefði leikurinn þá endað með jafntefli eða liverpool sigri miðað við sóknina sem var að þyngjast. Sorglegt að sjá dómarann með slaka dómgæslu á svona stundum. Þess utan er óþolandi að horfa á Nani spila fótbolta, leikaraskapur hans og væl er að slá sjálfan Ronaldo út með þessu áframhaldi. Ég hefði skammast mín hefði ég séð mann í Liverpool treyju haga sér svona.

 17. Egill: Í dæminu þar sem Vidic átti að fá víti þá átti að dæma á hann fyrst þar sem hann ýtti á Liverpoolmanninn

 18. Biggi # 19

  Nei ég var augljóslega ekki að horfa á sama leik og þú og e-r aðrir. Í leiknum sem ég var að horfa á var Torres ekki í „augljósu“ marktækifæri, svo ég vitni í knattspyrnulögin.

 19. Carra er löngu útbrenndur.. það mun kannski sjást best á þessu tímabili, kallinn getur ekki einu sinni unnið skallabolta, þá fer maður að spyrja sig spurninga

 20. Sælir félagar

  Það er ekki hægt að kenna eigendum um að RH hefur ekki pung til að sækja sigra á útivelli.

  Það er ekki hægt að kenna eigendsirkusnum um að RH lætur liðið leggja rútunni í eigin vítateig og reynair ekki á láta liðið sækja fyrr en nánast í óefni er komið.

  Það er ekki hægt að kenna eigendafíflunum um að RH spilar með þetta lið eins og miðlungslið sem á að reyna að halda jöfnu á útivelli og reyna að vinna 1 – 0 á heimavelli.

  Það er ekki hægt að kenna amerísku angurgöpunum um að RH skuli ekki spila upp á vinning í hverjum einasta leik. Því það er það sem við viljum vinna eða tapa með sóma.

  Það er nú þannig

  YNWA

 21. Ég er nú ekkert svo ósáttur með þessa byrjun á tímabilinu, brjótum þetta niður:
  Jafntefli á móti Arsenal einum manni færri allan seinni hálfleik; ágætt.
  Tap á móti City á útivelli; ásættanlegt.
  Sigur á móti WBA á Anfield; að sjálfsögðu(samt slæmur leikur.)
  Jafntefli á móti Birmingham á St.Andrews; ÖLL lið í Premier league sætta sig við jafntefli þar.
  Og að lokum tæpt tap á Old Trafford; Við gátum nú ekki búist við sigri þar!

  Nú eru eftir minni leikirnir, sem við ættum að vinna og koma okkur ofar á töfluna, að minnsta kosti í 4.sæti því að hey, maður getur ekki búist við hærra með þessa eigendur.

 22. Virkilega sammála Sigkarli hérna. Mér finnst allt of margir Liverpool aðdáendur nota þessa þægilegu afsökun að eigendurnir eigi sök á öllu. Megi þessir eigendur fara fjandans til sem allra fyrst en stjórinn og leikmenn verða að bera ábyrgð á spilamennsku og úrslitum. Þoldi ekki þegar Benitez var að fela sig á bakvið eigendurna og þoli heldur ekki þegar Liverpool aðdáendur gera það. Liðið virðist algjörlega sóknarlega gelt en við höfum alveg nokkra heila góða sóknarþenkjandi menn í liðinu. Það er alveg ferlegt að vera búnir að falla á öllum þessum 4 erfiðu prófum í upphafi leiktíðar. Maður var ekki að ætlast til að við næðum þeim öllum með stæl en að falla á þeim öllum er hrein hörmung hjá liðinu og stjóranum. Erum í botnbaráttu eftir 5 umferðir,, vuhúú

 23. Ég verð nú að viðurkenna að ég finn fyrir ægilegri minnimáttarkennd bæði í skýrslugerð og í kommentum hér á eftir. Liverpool var að spila sinn skásta leik í langan tíma. Miðjan var að virka nokkuð ágætlega og það tel ég mikilvægast í þessum leik. Hinsvegar var alveg morgunljóst að við myndum aldrei geta stoppað sóknir á meðan Konchesky og Johnsons væru bakverðir. Konchesky er náttúrulega fyrst og fremst brandari sem Liverpool maður (allavega lækkaði standardinn einhversstaðar fyrst að hann var tekinn inn og Dalle Valle býttaður upp í og við borguðum á milli)
  Johnson er mjög flottur sóknarlega en hann er ægilega veikur varnarlega og hefur alltaf verið. best væri fyrir Liverpool að gera hann að kantmanni og gefa Kelly þessa bakvarðarstöðu. kOnchesky átti hinsvegar tvö mörk og hefði getað átt fleiri. Eftir 25 mínútur var alveg morgunljóst að gallinn okkar lá í bakvörðunum. svo margar fyrirsendingar á svo fáum mínútum eru óafsakanlegar og því ber stjóranum að gera eitthvað í málunum hið fyrsta. Ef hann hefur þá eistun í það. Agger kom of seint inn á. sem skásta svarið við afleitum varnarleik Konchesky. Svo vita það flestir Liverpool áhangendur að Carragher/Skrtl miðvarðarpar hefur alltaf verið skelfing. Skrtl slapp hinsvegar ágætlega frá þessum leik á meðan Carra lét Berbatov gjörsamlega stjórna teignum. Hvað varðar Maxi þá er óskiljanlegt að hann sé látin hita upp inn á leikvellinum í 70 mínútur á meðan leikurinn spilast. Allir aðrir hita upp fyrir utan hliðarlínu. Hann hefur ekkert að bjóða þessu liði. En eins og undanfarin 4 ár, þá bráðvantar okkur kantmenn, ætlar enginn að skilja það, okkur vantar kantara áður en við fáum okkur nýjan senter. Og þegar ég tala um kantmenn þá meina ég kantmenn sem sækja upp kantana, opna miðjuna og koma bolta fyrir, inn í teiginn. Djöfull væri gaman að hafa svoleiðis kantmann. Bara kantmann sem er ekki uppalin center eða miðjumaður. Þó það væri ekki nema hinn norski Huseklepp þá væri ég tiltölulega sáttur.
  Það er ákveðin áhætta fólgin í því að Hodgson vilji sýna að hann hafi verið að kaupa rétta leikmenn því það er það sama og forveri hans gerði. Hann má ekki hanga á Konchesky og Poulsen. Við erum t.d. búnir að eyða 2 tímabilum í að gera Lucas að knattspyrnumanni innan PL og því er algjör vitleysa að fara að eyða svipuðum tíma í að gera Poulsen að PL manni. Skömm dagsins fá Johnsons og Konchesky. Hrós dagsins fær Steven Gerrard fyrir mikinn áhuga og að sinna varnarsinnuðu miðjuhlutverki sjöhundruðfalt betur en Lucas eða Poulsen nokkurntímann.

 24. 19

  Þetta eru sömu rök og voru notuð fyrir því að Carra átti ekki að fá rautt þegar hann braut á Owen á Anfield í fyrra…

  Hefði verið fallegt að taka 1 stig í dag en slappur varnarleikur og besti leikur ever hjá Berbatov komu í veg fyrir það

 25. Jæja er þetta Roy Hodgson grín ekki að verða búið?

  Á ekkert að fara að ráða alvöru framkvæmdastjóra?

 26. Setja Glendu á kanntinn og kelly í bakvörðinn. Maxi er ekkert max hann er prump getur ekki blautann.

 27. Ég er nú ekki alveg sammála svartnætti leikskýrslunnar. Liverpool er búið að spila við Manchester liðin á útivelli og Arsenal heima í 3 af fyrstu 5 leikjunum. Þessi leikur líkast til sá fyrsti sem RH stillir upp sínu sterkasta liði. Mér fannst liðið spila ágætis fótbolta og í raun lofa góðu fyrir framhaldið. Raunhæft markmið liðsins hlýtur að vera að komast í meistaradeildina og tap á þessum útivelli skiptir ekki sköpum. Meireles bætir miklum gæðum við miðjuspilið, sem og Cole. Það er hins vegar nokkuð ljóst að Agger verður að stíga upp og hirða aðra miðvarðarstöðuna.
  Nú er bara að vonast til að menn haldist heilir og raði inn stigunum í komandi leikjum.

 28. Thvi midur sa eg ekki leikinn en greinilegt er ad leikurinn var mun fjørugri en menn spadu i gær her i upphituninni. Thetta verdur erfitt timabil hja LFC , thad var ljost fyrir mot. Hinsvegar er engin astæda til ad fara a taugum , LFC hefur att faranlega erfitt leikja program so far.
  Thad er ekki annad ad sja en Chelski muni stinga af og titillinn verdi komin i hus hja theim i lok mars 🙂

 29. Sá nú bara síðasta hálftímann af leiknum en í mínum huga var miðjan algjörlega ósamstillt.
  Enda ekki nema von, það var enginn á miðjunni með reynslu af því að spila saman.
  Mér finnst það stórundarlegt hjá stjóranum að gera þetta. Menn tala um að það eigi og þurfi að vera leikmenn sem þekkja inn á hvorn annann og viti hvernig hinir hugsa inná saman. Þeir voru jú í samlita búningum en það var ekki mikið meira.

  Leikurinn snérist um að countera á United og þeir höfðu völdin.
  Vorum góðir að nýta þessi tvö færi sem ég sá en ó mæ god Jamie fokking Carrager.
  Kann sá náungi ekki að hoppa og skalla? Hvar varstu drumburinn þinn í síðasta markinu?
  Síðasti söludagur er klárlega kominn á hann.
  Bakverðirnir voru sorglegir báðir tveir og svona gæti ég haldið áfram lengi lengi.

  En koma svo með næsta leik fljótlega. Og hvernig væri þá að vinna !

  • Besti leikur Liverpool á tímabilinu og ekki skrítið að Hodgson hafi viljað byrja leikinn af varkárni.
  • Var algjörlega sammála liðsuppstillingunni í byrjun þó ég hafi áhyggjur af bakvörðunum okkar eins og aðrir.
  • Það var ekki greinilegt að Torres hefði náð boltanum þegar O’Shea braut á honum og því var gult sanngjarnt.
  • Þessi miðja er nokkuð sterk hjá okkur, Paulsen var fínn en er óþægilega hægur. Gerrard var mjög góður í dag og Meireles er mjög góður spilari en var orðinn mjög þreyttur í lokin.
  • Kantarnir eru áhyggjuefni. Við höfum ekki átt kantara sem koma með hættulega krossa í mörg mörg ár. Í dag eigum við engan þannig kantmann. Hvað eru Manjú og Chelsea búnir að skora mörg mörk undanfarin ár með hröðum kantmönnum brjótast upp að endamörkum eða eiga fyrirgjafir sem skapa mörk. Þetta verður Hodgson að laga fyrir næsta tímabil.
  • Sé ekkert sem Hodgson hefði getað gert til að lífga upp á leik Liverpool. Skil ekki alveg þessar plammeringar á hann miðað við prógrammið í byrjun. Það eina sem ég get gagnrýnt hann fyrir þessa fyrstu leiki er að spila með Paulsen og Lucas saman í leiknum á móti WBA. En auðvitað sér hann sjálfur að það samstarf gengur ekki upp. En nota bene, það voru 4-5 nýjir leikmenn í Liverpool liðinu í dag auk þess nýr þjálfari. Með snefil af raunsæi er hægt að sjá að liðið var að spila nokkuð vel miðað við það.
  • Ef ekki hefði verið fyrir besta leik Berbatov frá upphafi þá hefðum við náð góðum úrslitum í dag. Það er nú bara vel af sér vikið.
 30. Helvítis fokking fokk!!

  Ég sætti mig við tap í báðum leikjonum gegn united, ef við vinnum deildina í staðinn.

  YNWA

 31. Þetta tap skrifast bara á lélega taktík og fátt annað.

  Vona svo innilega að Kyrgiakos og jafnvel Aggerinn fái miðvarðastöðurnar þar sem hinir líta út eins og skólastelpur í hvert skipti sem það kemur fyrirgjöf.

 32. Jæja, fyrri hálfleikur var til skammar hjá okkar mönnum og ekkert minna en það. Paulsen og Maxi voru ömurlegir og Konchesky hefur enga afsökun, hann hefur verið að spila í úrvalsdeildinni í mörg ár en performar eins og amatör. Glen Johnson þarf að fara að kynnast tréverkinu, Kelly á að fá sénsinn eftir hverja skíta frammistöðuna á fætur annari hjá Glennaranum.
  Þetta tap var fyllilega verðsluldað, við áttum ekkert í þessum leik ef frá eru taldar 10 mín þar sem við setjum þessi tvö mörk, Torres er ekki kominn í fullt form það er alveg ljóst, af hverju veit ég hins vegar ekki en hann átti samt stóran hlut í því að við komumst aftur inní leikinn.

  Nú er Liverpool búið með einhvert erfiðasta leikjaprógram í byrjun leiktíðar sem ég man eftir í mörg ár og uppskeran er 5 stig úr 5 leikjum. Er ástæða til að fríka út? Nei alls ekki. Við vorum óheppnir að fá ekki 3 stig úr leik gegn Arsenal þar sem við vorum manni færri stóranhluta úr leiknum, svo skitum við uppá bak gegn Man City sem er auðvitað fúllt en ef við horfum með raunsæjisgleraugum á þann leik þá munu ekki mörg lið gera betur á City Ground. Svo koma 3 stig gegn W.B.A. sem öllum þykja sjálfsögð, að því loknu tökum við 1 stig gegn Birmingham á mjög erfiðum útivelli þar sem heimamenn hafa ekki tapað leik í 1 ár eða meira. Svo þessi leikur í dag á útivelli gegn Man Utd þar sem ekkert stig fékkst.

  Næstu leikir eru svo heimaleikur gegn Sunderland þar sem við krefjumst þess að fá 3 stig, svo er það heimaleikur gegn Blackpool þar sem við eigum að taka 3 stig líka.

  Ef við verðum ekki komnir með 11 stig eftir leikinn gegn Blackpool skal ég stökkva á pirringsvagninn, en í dag sé ég enga ástæðu til að brjálast, þó svo að mér finnsist ekkert töff við það að vera í 16 sæti eftir 5 umferðir.

  YNWA !

 33. Að mínu mati er þetta daprasta leikskýrsla sem ég man eftir hér á síðunni og hálf ömurlegt að lesa hvernig tapinu er leynt og ljóst klínt á Hodgson. Við vorum ekki að spila á Upton Park, og það lið sem leggur upp að spila sóknarbolta á Old Trafford getur bókað að tapa. Að ná stigi á þessum velli er víst eitthvað til að spila uppá og ekki munaði miklu að það tækist. Berbatov var með mann á sér í tveimur mörkum og nær hreinum skalla, og skrifast alfarið á þá sem voru að dekka hann. Hjólhesturinn var ekkert annað en rugl, og að þetta hafi þurft að gerast gegn okkur er helvíti svekkjandi. Þessi leikur var svosem skárri en sá síðasti á Old Trafford.

  Ég var þó undrandi að Cole hafi ekki fengið að spila í holunni, sem varð til þess að hann var mun minna í spilinu. Maxi er líka eitt spurningarmerki,,, þessi leikmaður hefur leikið 20 leiki fyrir Liverpool og aldrei verið góður. Sorglegt að vita til þess að við eigum enga góða kantmenn. Ljósi punkurinn er þó að Meireles virðist geta spilað allar stöður á miðjunni.

  Við erum með sama stigafjölda séu sömu leikir samanbornir við síðasta tímabil nema þá töpuðum við heima gegn Arsenal, en náðum stigi úti gegn Man City. Framundan eru leikir gegn Sunderland, Blackpool, Everton og Blackburn. Gera ber kröfu um sigur í þeim öllum.

 34. Er ekki búinn að sjá leikinn og kommenta um hann á morgun.

  En ég er afar ósáttur við að RH skuli fyrir það fyrsta neita að gagnrýna dómarann og neitar svo að gefa komment á svívirðileg ummæli Rauðnefs um að Torres hafi verið að reyna að fiska O’Shea útaf.

  Ef ég væri leikmaður hans væri ég fúll að hann stóð ekki með mér og greinilega þorir ekki í gamlan vin sinn. Þetta pirrar mig ÓTRÚLEGA!!!

 35. Ég vil byrja á að segja að sigur United var sanngjarn og ekkert við því að gera núna. Við áttum tvö markskot og 6 marktilraunir. Sbr þá átti Real Madrid ufir 30 marktilraunir í einum leik um daginn. Þetta var dapurt í dag og ég get ekki hrósað neinum manni ef frá er talinn Gerrard. Hann var sá eini sem gerði eitthvað í þessum leik. Vörnin er hriplek og guð minn góður hvað Nani lék sér af Paul Konchensky. Herfileg kaup á þeim manni og svo var maður að kvarta yfir því hvað Insua væri lélégur varnamaður. Sást greinilega í dag að Konchensky er ekki í gæða klassa SORRY !! Dómarinn Webb hefur oft verið að dæma á móti okkur en í þessum leik er ekkert við hann að sakast þannig. Auðvitað hefði hann getað rekið O´Shitt útaf og raun var þetta ekkert annað en rautt spjald í mínum huga. Annar leikmaður sem að hefði átt að fá rautt spjald hjá United var Nani. Það eru 4 atriði í leiknum sem hann leikur og lætur sig detta. Ef ég man rétt þá er gult spjald fyrir leikaraskap. Þvílík kelling !

  Þetta byrjar ekki vel og eins og einhver hér að ofan nefndi þá hefur Liverpool fallið á prófinu herfilega í upphafi tímabilsins ! Strákar við erum bara ekki betri en þetta ! Held að menn séu að ofmeta leikmenn okkar ! Framkvæmdastjórinn gerði ekkert vitlaust í þessum leik held ég. Stillti upp sínu sterkasta liði að mínu mati og gerði réttar skiptingar að mínu mati. Maxi var ekki með í þessum leik. Það má segja að við höfum verið einum færri allan fyrri hálfleikinn með Maxi inná. Konchensky gat ekki neitt, Carra var arfaslakur, hægur og vitlaus. Cole átti ekki sinn besta leik, Torres var að reyna að það kom ekkert frá honum og Johnson var á jogginu allan tíman fannst mér !!

  Er ekki sáttur
  YNWA

 36. Maggi #41 er með þetta. Algerlega ömurlegt að Rauðnefur fái að bulla á allra athugasemda frá okkar mönnum.

 37. Maggi, geturu bent mér á viðtalið við Ferguson? En annars hljóp Torres beint að dómaranum og var greinilega að suða um rautt spjald.

 38. Smá leiðindi, en Berbatov er fyrsti united maðurinn, í 64 ár, til að skora þrennu á móti Liverpool.

 39. Óþarfi að skella öllu á Roy Hodgson. Þið vitið að ef Liverpool hefði fengið sömu 5 fyrstu leiki og Chelsea, þá gætuði vel verið á toppnum með 15 stig og Hodgson væri Guð.

 40. Ég er ekki stuðningsmaður Konchesky en það er magnað að sjá menn drulla yfir hann endalaust og frá því að hann kom til klúbbsins og svo sá ég að mig minnir 2 komment um getuleysi Johnson.

  Johnson er hreint út sagt sorp varnarlega. Menn tala um að Nani leiki sér af Konchesky, hvað komust margir krossar inn? 1 kross sem skilaði sé í síðari hálfleik frá Nani? Svo var mest blokkað frá honum í innkast og horn, já sei,sei Nani hafði hann í vasanum allan leikinn.

  Eigum við eitthvað að ræða hvernig Giggs, sem er btw að verða 37 ára fór með Johnson í dag? Hann gjörsamlega tætti hann í sig trekk í trekk og eftir að hann fór af velli tók Rooney við.
  Að Johnson skuli ekki vera kjöldreginn skil ég ekki því þessi maður er gjörsamlega handónýtur bakvörður.

  Veikasti hlekkurinn í vörn Liverpool, klárlega.

  Konchesky átti kannski engan stjörnuleik en það er alveg ljóst að mínu mati að Carra og Jonhson eru mun stærra vandamál.
  Vil fá vörnina svona í næsta leik. Kelly–Agger-Soto-Konchesky

  Svo ef það á að nota Johnson þá er það á kantinum en ekki í vörn.

 41. Þeir dæma sig sjálfir, sem kalla Konchesky djók og skrifa fyrstu 2 mörkin á hann. (Verst að það var búið að taka hann útaf þegar 3. markið kom). Vissulega gerði hann mistök eins og aðrir, en ekki verður horft framhjá mjög góðum varnarleik oft á tíðum. Í heildina séð var hann þokkalegur miðað við að hafa lent í slæmri tæklingu snemma í leiknum og var greinilega sárþjáður lengi á eftir og líklega tekinn útaf vegna þess að hann var ekki í standi til að klára leikinn. Tvímælalaust skárri bakvörðurinn í dag. Auk þess er það farið að pirra mig (sérstaklega þegar við erum undir) hvað Glen Johnson er áberandi upptekinn af hárgreiðslunni og þarf að laga hana til í hvert einasta skipti sem bolti er úr leik.

 42. mjog athyglisvert ad horfa a leikinn i portugal… helt uppi stemmningu i potugolsku kaffihusi.. kyldi gamlan gaur i oxlina thegar gerrard jafnadi i 2-2… menn attudu sig ekki alveg a thessum fanatiker.. veifadi hondum i attina ad lokalnum thegar Nani trykkti sig i jordina…their nadu skilabodunum!!! og Meireles er borid frad Merehssss ..

 43. Júlli, þetta er þér að kenna. Þú vildir Benitez í burtu. Þetta fékkstu í staðinn, Liverpool í fimmta neðsta sæti deildarinnar.

 44. algjorlega sammala thvi thegar menn gagnryna Konchesky – fylgist med Johnson – thvilkt kludur ad kaupa thennan naunga…getur gjorsamlega ekki rassgat…

 45. Sælir félagar

  Johnson getur ekkert varnarlega en hvar eru gæðin sóknarlega. Mér finnst drengurinn hreint út sagt búinn að vera ömurlegur í haust. B´ði sóknar- og varnarlega. Carra minn maður var arfaslakur í þessum leik og virðist leika verr með Skertl en Agger og Kyrigiakos. En Carra er betri en hann sýndi í dag en eins og fleiri átti hann einn sinn slakasta í dag. Sama má segja um Konchesky. Ég ætla ekki að taka hann af lífi fyrir leik sinn í dag en hann var alveg skelfilegur og á hiklaust sök á tveimur mörkum en Carra á einu. Maxi er brandari sem enginn getur hlegið að.

  Annars var miðjan nokkuð góð og GogT fínir en Torres fékk úr afskaplega litlu að’ moða. Meirales lílítur vel út en hefur ekki þol í heilan enskan leik. Mikill hraði og hlaup miðjunnar voru búin að draga úr honum allan mátt. Inn á skiptingar komu á eðlilegum tíma en varamennirnir bættu litlu sem engu við.

  Sem sagt MU spilaði betur, var betri aðilinn í leiknum en bakverðir og vörnin í heild (fyrir utan Reina) töpuðu leiknum ásamt því að láta liðið tjalda í teignum og ætla að halda stiginu sem er einhver ömurlegasta leikaðferð sem til er. Og sæmir ekki alvöruliðum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 46. Maggi #41

  Ég er sammála þér í því að RH átti að taka upp hanskann fyrir Torres og jafnvel hrauna tilbaka yfir Nani því það var portúgalinn sem gat ekki staðið í lappirnar og var að væla og fiska. Það getur verið samt að RH tali einslega við Torres og þeir séu sáttir en ég vill að stjóri Liverpool sýni stjórum annarra stórliða enga miskunn. Þú getur verið harður og óvæginn án þess að vera dónalegur eða hálfviti.

  En að leiknum þá fannt mér við yfirspilaðir nánast allan leikinn og bjóst aldrei við öðru fyrir leik. Ég saknaði Kuyt gífurlega mikið því það var aldrei neinn að pressa með Torres.

  Ef við lítum á United þá er John O’shea hægra megin með Nani. Sem sagt varnarsinnaður bakvörður með últra sóknarsinnuðum kantmanni. Á vinstri kanti er Evra sem er sóknarsinnaður bakvörður og Giggs er auðvitað líka sóknarsinnaður í í þessum leik var hann aldrei jafn framarlega og Nani nema ef Evra var skilinn eftir.

  Okkar vandamál var það að Johnson er kantmaður í bakvarðarstöðu, miðað við varnargetu allavega og Maxi sem skilar lítilli varnarvinnu er með honum á hægri. Þegar Kuyt er með Johnson, á Johnson mun auðveldara með að sleppa af sér beislinu því Kuyt er alltaf mættur til að hlaupa í skarðið. Auk þess að Kuyt pressar ALLTAF og mótherjinn leikur því minna inn á Johnson.

  Það hefur farið mikið í taugarnar á mér hvað Liverpool leyfir mótherjanum að spila mikið og þessar endalausu fyrirgjafir eiga einfaldlega ekki að vera svona margar. Við fengum miklu færri sekúndur á botlanum en United og það er vegna þess að þeir voru alltaf mættir sem lið til að pressa.

  Fyrsta og þriðja markið hefðu aldrei átt að koma því Torres er óskiljanlega að dekka Berba röngu megin og í þriðja markinu átti Konchesky bara að vera á stönginni og ná þessum bolta!

  Í dag töpuðum við naumlega fyrir betra liði á þeirra heimavelli og er ekki yfir úrslitunum að væla. Rífa upp um sig buxurnar og byrja að spila almennilegan fokkings fótbolta. Henda svo Skrtel í eitthvað glímulið því hann kann greinilega ekki reglurnar í fótbolta!

 47. Varðandi #53

  “Fyrsta og þriðja markið hefðu aldrei átt að koma því Torres er óskiljanlega að dekka Berba röngu megin og í þriðja markinu átti Konchesky bara að vera á stönginni og ná þessum bolta!”

  Í fyrsta lagi var enginn Konchesky inná vellinum þegar þriðja markið kom og set ég enn meiri spurningarmerki við dekkningu Carragher sem stekkur upp með Berba. Sama með fyrsta markið, þó Torres sé sóknarmaður þá er hann atvinnumaður í knattspyrnum og á að geta dekkað menn og auðvitað átti hann að stökkvað með Beratov í boltann. Spurning með Konchesky í því marki, hann hafði jú fært sig frá stönginni.

 48. Vill benda mönnum sem finnst að John O’shea hafi átt að fá rautt að það eru sömu rök fyrir því að þetta eigi að vera gult og þegar Charrager braut á Owen og fékk bara gult þrátt fyrir að hafa verið aftasti maður og Owen með boltann

 49. Mér er skítsama hvaða leiki Liverpool hefur átt hingað til.

  Mér finnst bara gjörsamlega óásættanlegt að þjálfari Liverpool skuli hvað eftir annað tala um að við eigum ekki séns í hitt og þetta.

  Gegn Birmingham var hann sáttur með stigið af þvi að “hann átti hvort sem er ekki von á miklu fyrir leikinn”

  Síðan segir hann að Liverpool geti ekki unnið titilinn (gott og vel ég er sammála honum þar en algjör óþarfi að tala um það opinberlega. Þó að menn hafi ekki mikla trú á því þá á það samt að vera markmiðið í upphafi móts – ekki eins og við séum eingögnu með ömurlega knattspyrnumenn í liðinu)

  Og í dag segir hann á SkySports rétt fyrir leik þegar hann á að vera að peppa sína menn upp að leikurinn í dag muni einfaldlega snúast um það að halda Man U mönnum í skefjum. Alveg glórulaus ummæli frá honum.

  Í fyrsta lagi þá er Man U ekki búnir að vera að spila einhvern glimrandi fótbolta þannig að menn gera í buxurnar.

  Í öðru lagi þá er þetta Man U – Liverpool. Þar skiptir engu máli hvar menn eru staddir í deildinni þetta eru alltaf leikir upp á líf og dauða sem geta endað hvernig sem er. Þjálfarinn á að gíra menn upp í leikinn, æsa menn upp og það á að vera lítið mál.

  En hvernig eiga leikmenn Liverpool að hafa trú á verkefninu þegar þjálfarinn sem stjórnar liðinu hefur enga trú á þessu og talar eins og hann hafi fullt lið af miðlungsmönnum?

  Sama hvað menn röfluðu yfir varnarsinnuðum Benitez þá talaði hann ALLTAF um að sigra leikina.

  Þurfum að fara að fá alvöru kall í brúna sem getur náð því besta úr þeim leikmönnum sem Liverpool hefur upp á að bjóða.

  Það er Roy Hodgson ekki að fara að gera með því að tala niður til þeirra hvað eftir annað.

 50. Birgir #54

  Það er rétt hjá þér, ég ruglaði aðeins saman mörkum. Klúður Torres og Konchesky var í sama markinu.

 51. Fékk þetta sent í sms áðan og verð að deila með ykkur.

  Hvað eiga börn alkahólista og Púllarar sameiginlegt?

  Bæði kvíða helginni : )

  Walk on.

 52. Bara lesa þau flest “ég sjálfur”, sénsinn að ég ætli að búa til link á viðtal við Rauðnef! Hodgson er að svara ekki fyrir okkur á opinberu Liverpoolsíðunni…

  Hveitibrauðsdagar stjórans eru taldir, Martin O’Neill nefndur sem arftaki í blöðunum í dag og Gerrard farinn að verja hann, eftir fimm leiki í mótinu.

  Hins vegar er auðvitað rétt að við höfum engan rétt til að reikna með betra gengi gegn þeim liðum sem við nú höfum leikið við. En það lætur manni ekkert líða betur í 16.sætinu! Bullruglið síðasta ár um vandann eina er auðvitað komið í ljós og vonandi líta allir Liverpoolmenn og aðdáendur nú á aðalatriðið sem þarf að verða í vetur.

  Deildarárangur eða Evrópa er í aukaatriði. Liðið er á brauðfótum á meðan eigendaskipti verða ekki og verstu fréttir helgarinnar voru fréttirnar af tilraun Hicks til að eignast félagið einn, það meira að segja skyggði á ömurlegt tap dagsins!

  Það er skylda klúbbsins að vinna næstu tvo deildarleiki og spila almennilegan fótbolta. En höfuðskyldan er að færa liðið úr höndum vitleysinganna sem hafa múlbundið það niðri endanlega síðan sumarið 2009,

 53. kannski ætti Liverpool að hafa skipta kelly fyrir Maxi og færa Glen Johnson í stöðu Maxi þarsem hann nýttist best.

 54. Mér finnst það klárlega framför hjá liðinu að geta rifið sig upp úr því að vera 2-0 undir og mikið slakari aðilinn í það að ná að jafna. Þar sýndi liðið mikinn karakter. Mér fannst Paulsen vinna vel á og eiga góðan seinni hálfleik. Við erum hins vegar í miklu veseni með kantmenn. Maxi er bara ekki að sýna neitt og Jova er ekki heilla mig sérstaklega. Enn og aftur spyr ég hvar Babel sé? Ekki að segja að hann hefði breytt öllu en mér finnst hann a.m.k. eiga skilið tækifæri. Mereiles fannst mér góður í seinni hálfleik og hann lofar býsna góðu. Ef ekki hefði verið fyrir stjörnuleik Berbatovs hefðum við náð a.m.k. jöfnu úr þessum leik. En ljóst er að við þurfum að fara að hala inn stig ef ekki á illa að fara.

 55. Erfitt að byrja, mjög slakur leikur og alveg ljóst að eyðimerkurganga liðsins verður lengri en bara þetta tímabil.

  Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega arfaslakur. Aðeins örsjaldan náðist upp spil og a.m.k. tvisvar lauk Konchesky því með því að missa boltann frá sér. Van der Saar sást fyrst í mynd eftit 25 mínútur þegar hann sótti boltann eftir arfaslakt skot frá Johnson. United hefði getað skorað fleiri mörk því varnarleikur liðsins var til háborinnar skammar. Legendið Carragher nálgast það að vera á síðasta söludag og réði engan veginn við Berbatov og Skrtel er einfaldlega ekki háklassa varnarmaður. Hann þarf endalaust að hanga í mönnum, nær illa að tækla og hefur ekkert sérstaka skallatækni. Það að Torres hafi átt að dekka Berbatov er líka dæmi um mjög slaka taktík, burtséð frá því að Konchesky eigi að vera á stönginni. Það má alveg skamma Torres líka fyrir þá dekkningu, hún var fáránleg.

  Miðjan virkaði ekki, kantarnir virkuðu ekki, varnarleikurinn virkaði ekki og sóknin virkaði þar af leiðandi ekki. Liverpool var að spila við algjöra ofjarla í dag og kippurinn sem kom eftir að N´Gog kom inn á dó fljótlega út eftir að Man U voru búnir að gera sínar breytingar í kjölfarið.

  Þetta var aldrei rautt spjald á O´Shea, Torres átti eftir að gera mjög margt, aðrir varnarmenn og markmaður voru líklega á undan honum í boltann og því er ekki verið að ræna augljósu marktækifæri.

  Ljósu punktarnir í leiknum voru Torres, N´Gog og Gerrard. Meireles og Cole voru svosem í lagi líka og með betri leikmenn í kringum sig myndu þeir virka ansi vel. En vandamálið er einfalt, Varnarlínan öll er slök og kantarnir virka illa. Meðan ekki verður skipt út þessum mannskap eða að liðið nær að spila sig mun betur saman verður 5-8. sæti hlutskipti liðsins. Við erum á pari við Birmingham, Everton, Fulham, Sunderland, Aston Villa og slík lið.

 56. Ég er sammála Helga #56 í einu og öllu.. Meðalmennskan sem er í gangi hjá liðinu er alveg hræðileg, það vantar allan sigurvilja í menn og vonleysið skín í gegn. Áfram Liverpool og vonandi fara hlutirnir og detta með okkur

 57. Nú vil ég meina að Hodgson sé kominn upp við vegg. Hann verður að sýna það að það sé kominn nýr stjóri á Anfield. Ég sé nákvæmlega enga breytingu á spilamennsku liðsins frá því í fyrra. Sama varnarsinnaða taktíkin og ráðleysi framá við og verið hefur undanfarin ár. Liðinu gengur ekkert að stjórna leikjum gegn lakari liðum og að því virðist þá virðast leikmenn ekki hafa gaman af því sem þeir eru að gera.

  Vissulega er prógramið búið að vera erfitt og vafaatriði alls ekki að falla með liðinu en engu að síður myndi maður vilja sjá amk einhverjar framfarir á einhverjum sviðum. Það að fá á sig 3 mörk í leik þar sem lagt er upp með að halda hreinu segir manni að liðið er engan veginn að ná tökum á því sem lagt er upp með.

  Annars er það að koma á daginn það sem maður óttaðist að Hodgson er etv ekki maður til þess að stjórna stórliði. Það sem ég hræðist líka er hvaða hugsunarhætti hann er að innleiða í leikmenn. Það skiptir engu máli hvaða liði Liverpool mætir á útilvelli, markmiðið er alltaf 3 stig. 1 stig er kannski ásættanlegt á móti stóru liðinum en 1 stig á móti Birmingham, Bolton eða hvað þau heita eru tvö töpuð stig og eiga eftir að reynast ansi dýrkeypt þegar uppi staðið.

 58. Með nýja menn á miðjunni og nýjan mann í vörninni…Þetta kemur.Mér fannst við standa okkur ágætlega og ætla að vera bjartsýnn…vil svo endilega taka undir með honum hér að ofan sem var að tala um Glen Johnson,hann er að mínu mati eitt stærsta spurningarmerkið í þessu lið…en þetta kemur og RH kemur okkur í Meistardeildina að ári…ps.þessi pistill hér að ofan er ömurlegur og ekkert sem við þurfum á að halda…

 59. Varðandi #56
  “Sama hvað menn röfluðu yfir varnarsinnuðum Benitez þá talaði hann ALLTAF um að sigra leikina”.

  Eins og það skipti einhverju máli? Árangur hans heilt yfir í deildarkeppninni var heilt yfir ekki ásættanlegur, þá aðallega sökum þess að hversu oft honum mistókst ætlunar verk sitt “að sigra”, og ná einungis jafteflum gegn okkur lakari liðum.

  Hveitibrauðsdagar RH eru vissulega taldir. Nú höfum við einu stigi minna en ég taldi raunsæjar kröfur í upphafi móts. Næstu 4 leikir eru þeir sem skipta hvað mestu máli, því ófrávíkjanlegar körfur eru að vinna sigra á þeim liðum sem maður álítur lakari en Liverpool. Fari þetta að detta í jafnteflisfarveginn aftur þá erum við ekkkert betur settir með RH heldur en RB.

 60. Vissulega sárt að tapa þessum leik, en ýmsir góðir punktir sem hægt er að taka til:

  Raul Meireles var góður og hann lofar virkilega góðu
  Poulsen átti sinn besta leik í Liverpool treyjunni
  Gerrard átti sinn besta leik á þessu tímabili og var klárlega besti maður okkar
  Við áttum okkar bestu spretti eftir að N’gog kom inn á

 61. 68

  Já það skiptir bara heilmiklu máli.

  Sama hvað þér fannst um árangur Benitez (sem fékk 72 stig að meðaltali í deildinni) þá fór hann samt með það hugarfar í leikina að vinna þá.

  Tókst það alltaf? Nei. En markmiðið var samt sem áður það að vinna leikinn sem farið var í.

  Kallaðu mig klikkaðan en mér finnst það stjarnfræðilega röng nálgun að fara í leik með liðið sitt með það markmið að vonast til þess að fá eitthvað úr leiknum og hvað þá að tala um það í fjölmiðlum.

  Það hefur Roy Hodgson ítrekað gert.

  Finnst þér ekkert athugavert við það?

  Eitt er að tala niður væntingar. Annað er að lemja það í hausinn á leikmönnum þínum að þú þjálfari liðsins hafir litla sem enga trú á þeim.

 62. Í Biskupstungum leit leikurinn svona út…

  • Hvað í dauðanum var Gerrard að gera þarna inn á miðri miðjunni? Það var augljóst að mennirnir fyrir framan hann voru ekki að finna nein svæði til að hlaupa í. Þar af leiðir var enginn nákvæmlega enginn sóknarleikur fyrr en Nog kom inná. Gerði Gerrard eitthvað þarna sem Lucas hefði ekki getað gert?

  • Maxi er bara ekki að gera sig…

  • Voða lítið hægt að segja yfir mörkunum sem við fengum á okkur.

  • Ég skil ennþá ekkert í því hvað Poulsen er að gera þarna, ég held samt að ég skilji það betur en Poulsen sjálfur.

  • Framkomu leikmanna eins og Nani verður bara að stöðva!!!!!

  Góðar stundir og áfram vegin…

  p.s.
  @ hafliði #58
  Hvað eiga börn alkahólista og Púllarar sameiginlegt?

  Bæði kvíða helginni : )

  Spurðu börn Alkahólista. Þeim finnst þetta örugglega drepfyndið.

 63. 70

  Ég dæmi stjóra eftir stigatöflunni í lok hvers tímabils, með hliðsjón af árangri í öðrum bikarkeppnum, í bland við væntingar auðvitað. Hvað þeir segja við fjölmiðla þarf ekki að vera það sama og þeir leggja uppmeð í búningsklefanum fyrir leiki. Og ekki vitum við hvernig RH eða RB undirbjuggu/búa deildarleiki (og sá undirbúningur fer ekki fram í fjölmiðlum), en ég leyfi mér þó að efast um að RH reyni að sannfæra leikmenn liðsins í klefanum fyrir leiki um að hann hafi enga trú á þeim þó vissulega hafi hann talað niður væntingar í fjölmiðlum.

  Óþarfi er að taka nokkur dæmi en Ferguson, Wegner og þá sérstaklega Mourinho hafa oft hagað sér kjánalega við blaðamenn, burtséð frá árangrinum sem þeir hafa náð.

 64. 71

  “Spurðu börn Alkahólista. Þeim finnst þetta örugglega drepfyndið.”

  Sclaaaaaka Sigurjón sclaaaaaka

 65. Þrátt fyrir á köflum dapran fyrri hálfleik er þetta þó það skásta sem maður hefur séð af liðinu þetta tímabil. Fyrsta mark United kom eftir skelfilega dekkningu Torres og ekkert meira um það að segja. Annað markið frábær afgreiðsla þar sem varnarmenn voru reyndar aðeins of langt frá sóknarmönnum. Í þriðja markinu þá hreinlega klikkar vörnin illa og ef svona heldur áfram þá munu liðin dæla inn háum boltum því við hreinlega höfum ekki menn til að skalla þetta frá. Einn stór veikleiki liðsins eru öll þessi föstu leikatriði þar sem reynir á skallagetu manna, hvort sem er í vörn eða sókn.
  En á köflum var miðjuspil manna fínt og betra en á síðasta tímabili oft á tíðum og gæti skapað okkur nokkur mörk. Þó fannst mér vanta að kantmenn eða bakverðir liðsins myndu hlaupa meira í eyðurnar og dæla boltanum fyrir því við munum hafa mikla möguleika til þess ef miðjan mun spila líkt og hún gerði á köflum í þessum leik. Eftir sigur í næstu þremur leikjum þá verður andi liðsins mun betur og að sjálfsögðu munum við ná meistaradeildarsæti í vetur.

 66. jæja komin næsti dagur og eins og allir aðrir er ég ekki sáttur en hvað er til bragðs að taka????

  er virkilega eitthvað til í því að Gillett sé að reyna að kaupa Hicks út??? getur ekki einhver sem ég tek mark á kommentað á það, helst vinur minn hann Steini Brynjólfsson eða Einar Örn, sem ég tek að öllu jafna mest mark á þessari síðu… treysti þessum mönnum hvað best til þess að svara mínum spurningum þegar Pabbi er ekki viss annars er hann með þetta…

  væri líka gaman að fá alvöru svar frá þessum mönnum um það hvort það sé raunhæfur möguleiki á að Liverpool missi ein 9 stig KANNSK í október eða hvernig það kjaftæði allt saman virkar… ( reyndar erfitt að missa 9 stig þegar maður hefur þau ekki heheh )

  með von um góð svör og ég óska eftir svari frá sérstaklega Steina eða Einari…..

 67. Ég vil bara algerlega skella þessu tapi á RH. Það sást frá fyrstu mínútu í hvað stefndi það átti að pakka í vörn og þessi fáu skipti sem að möguleiki gafst á því að sækja og boltinn inn á vallarhelmingi united þá gerðist akkurat ekki neitt. mér leið á köflum eins og það væri verið að sýna sóknirnar í slow motion. Og það reyndi ekki á varnarmenn united í fyrri hálfleik svo um leið og þeir skora annað markið þá er loksins tekið úr handbremsu og við ekki lengi að jafna en nei í staðin fyrir að halda áfram og gera út um leikinn og herja á slaka vörn united þá lagðist liðið eins og skot aftur í vörn til að reyna hanga á jafnteflinu. Hann verður nú bara að fara átta sig á því að hann er ekki lengur stjóri Fulham Þar sem svona spilamennska hefði verið skiljanleg. Ég vil sjá þetta lið fara í leiki til þess að vinna þá ekki með það markmið að byrja á því að spila upp á jafntefli. Mér fannst þetta bara slakt í alla staði og liðið að spila leiðinlegan fótbolta. Það þarf eitthvað að fara skoða þessa varnarlínu verulega líka þar sem hún var nú bara hlægileg á stórum köflum sérstaklega í þessum mörkum þeirra. En varðandi þessi ummæli alex um Torres væri honum nú nær að þegja og líta sér nærri. Það lá nú enginn eins oft í grasinu og Nani ömurlegt að horfa á hann láta sig detta trekk í trekk hefði ekkert verið hægt að segja þó hann hefði verið komin útaf með 2 gul. En ég vona að þetta sé ekki leikskipulagið sem á að spila í hvert skipti sem við mætum stóru liðunum.

 68. Styð Biskupstungnaútgáfuna og tek undir það að brandarinn með Púlara og börn á alls ekki við, ekki nokkur séns að bera svona saman. Við eigum alla vega ekki að setja þetta upp sem brandara.

  En svo langar mig enn og aftur að lýsa undrun minni á því að Hodgson tjái sig á þann hátt sem hann gerir um Torres eftir leik. Árás Ferguson á Spánverjann er að mínu mati ömurlegur viðbjóður eins og sá maður gerir verst, segir einfaldlega að Torres hafi ofleikið atvikið í aukaspyrnunni til að fá O’Shea rekinn útaf. Og Hodgson segir bara “aðrir framkvæmdastjórar mega hafa sína skoðun i friði mín vegna”. Sama þegar hann á að svara því að Rauðnefur taldi United hafa átt að skora tíu mörk.

  Ég þoli ekki svona undirlægjuhátt. Þetta heitir ekkert annað í mínum bókum, bara sorry!!!

  En það er alveg á hreinu að klúbburinn er kominn með bakið upp við vegg og versta deildarbyrjun okkar í sögu úrvalsdeildarinnar er staðreynd. Ef einhver var að gera sér vonir um að neikvæða umræðan og þyngslin yfir klúbbnum myndu lagast með breytingum sumarsins þarf allavega ekki að velta því fyrir sér lengur. Það er alveg ljóst að þessi staða gleður lítið þá sem að tóku ákvarðanir sumarsins í stjórninni, þó auðvitað þeir eigi stærstu sökina.

  Og svo er kominn tími til að leikmennirnir sýni okkur þá gleði sem hefur risið svona óskaplega í sumar, því ekki sér maður það á þeim inni á vellinum.

  Horfði á leikinn í nótt og er sammála því að við áttum lítið skilið út úr leiknum, það var jákvætt að vinna sig til baka úr vonlausri stöðu og sigurmark United er þess eðlis að maður hefði skammað varnarmennina sína í 6.flokki. Ég viðurkenni mikinn pirring yfir því að enn var Agger hent í bakvörð sem hann á engan séns að spila gegn fljótum mönnum og eina ráðið í gær hefði verið að setja Carragher í bakvörðinn og Agger í hafsent. Þessi úrlausn með Agger er algerlega vonlaus og hefur verið frá byrjun. Ég viðurkenni að vera arfabrjálaður yfir því að varamaðurinn í vinstri bakverði þiggi enn laun fyrir að vera í nuddi og lyftingagræjunum – það er sú ákvörðun sem eiginlega pirrar mig mest við stjóratíð Hodgson, vegna þess að það fannst mér týpísk ákvörðun fyrir mann sem er “out of his depth”.

  Árangur liðsins og leikur hingað til er í anda þess, mítan um að með breytingu á þjálfara komi góður kafli er allavega alls ekki nálægt því að eiga við í okkar tilviki.

  Ef ég má skjóta inní til Viðars Skjóldal þá las ég í gegnum gærdagsblöðin og það er alveg ljóst að Hicks er að reyna að komast inn í söluferlið einn. Ég var búinn að heyra af þessu að utan á mánudaginn, í slúðurspjalli, og nú eru traustir miðlar búnir að staðfesta þetta. Með því að hann fái lán hjá ákveðnum fjárfestingarsjóði fyrir allri skuldinni við RBS tekur hann einfaldlega liðið úr því söluferli og borgar upp lánið þar, en fer til fyrirtækis með hærri lánavexti með minni áhuga á Liverpool. Ef hann fær þetta fjármagn verður hann eigandi LFC og sonur hans sem sagðist verða óglatt þegar hann talar við Liverpoolaðdáendur kemur aftur í stjórn félagsins.

  Hinn kosturinn sem hefur verið ræddur er svo að hann geti greitt stóra summu inn á skuldina og þá fengið hluta af hlut Gillett og orðið meirihlutaeigandi. Það þarf þá RBS og stjórnin að samþykkja.

  Báðir kostirnir þýða einfaldlega áframhaldandi niðursveiflu félagsins sem er klárlega ekki í “top four” lengur, fyrst, síðast og algerlega vegna ömurlegrar framkomu eigenda þess við það!!!

 69. Það sem mér fannst ömurlegast í þessu öllu var að sjá Ferguson allt að því leiða Hodgson inn á völlinn og hrósa honum í viðtölum um leið og hann drullar yfir Benitez. Það sýnir aðeins að hann hræðist Hodgson og Liverpool undir hans stjórn á engan hátt! Það er algjörlega ömurlegt!!! Minnir mig á hvernig Morinhio var við Benitez fram að leiknum fræga í meistaradeildinni. Þá breyttist tónninn.

 70. Svolítið spes hvernig Hodgson og Benitez nálgast þessi nýju verkefni sín. Annar ákveður að breyta akkúrat engu hjá liði sem hefur ekki unnið neitt og hinn ákveður að breyta öllu hjá liði sem að vann allt.

 71. Stutt útgáfa af því sem ég var að tala um með eigendurna:

  http://www.imscouting.com/global-news-article/Liverpool-face-two-more-years-of-ownership-strife-as-Hicks-closes-on-deal/10711/

  Blackstone er fjárfestingasjóður sem hóf göngu sína í New York. Samkvæmt því sem slúðrað er um og kemur reyndar fram í þessari frétt er að Hicks fengi lán fram á sumar 2012 sem yrði þá endurgreitt, en einungis greiddir vextir fram að því.

  Sannarlega ömurleg framtíð sem það býður uppá!

 72. Annað, hér má sjá meint ummæli Agger sem ég hef smá áhyggjur af http://www.clickliverpool.com/sport/liverpool-fc/1210783-daniel-agger-refuses-to-adapt-to-new-liverpool-fc-style.html

  Veit einhver hversu áreiðanlegur miðill þetta er?

  Trúi varla að hann hafi sagt þetta í blöðin og þar með tekið smá Riera á þetta. Ef þessi ummæli eru orðrétt eftir Agger þá er hann að skjóta fast á stjórann og er það að verða fjandi pirrandi ávani hjá leikmönnum Liverpool og þeir sem þetta gera endast ekki lengi hjá félaginu.

  Ennþá verra er að ég er sammála honum og vona innilega að staðan sé ekki alveg svona og hugmyndafræði Hodgson svona helvíti takmörkuð þó allt bendi til þess í þessum fyrstu leikjum ársins. Ef svo er þá vill ég frekar missa Carragher og Skrtel og þann varnarleik sem þeir standa fyrir í dag heldur en Agger.

 73. Daniel Agger has admitted that he is frustrated by Roy Hodgson’s style of play at Liverpool.

  He said: “The manager’s philosophy is that we play football in attack, but not at the back. That’s not my style.

  “I’m not that type of player. I like to keep the ball on the ground, and that’s what I’ll keep doing. Time will show if he [Hodgson] doesn’t want to play me because of that”.

  “I’ll try to change myself, but I will never be a player who offloads the ball at every opportunity.”

 74. Af hverju tala allir bara um Nani og hans aumingjahátt. Það vita allir að þetta er leiðinlegasti leikmaður deildarinnar og hann mun alltaf vera vælandi. Ég er löngu hættur að pirra mig á honum.

  Hins vegar henti Vidic sér 3 niður í teignum út af engu og var að reyna að fiska víti (Ferguson var líklega alltaf að fá sér tyggjó þegar þetta gerðist miðað við kommentið um Torres). Maður sem er dásamaður fyrir harðræði af stuðningsmönnum sínum ætti frekar að vera gagnrýndur fyrir svona rugl en Nani sem er með lægri tilfinningaþröskuld en systir Dexters.

 75. Ég ætla á engan hátt að fara að fegra hlutina undir stjórn RB en sú óskhyggja um að allt myndi breytast þegar hann færi er bara ekki að rætast. Grasið virðist ávalt grænna hinumegin.

  Ég tek undir með skýrsluhöfundi, liðið fór á OT til að reyna að ná í eitt stig og það sést ef tölfræði leiksins er skoðuð. Við reyndum ekki að sækja til sigurs utan þessi tvö atvik sem skiluðu sér í tveimur mörkum. Við vorum með 10 manns fyrir aftan boltann allann leikinn og með Gerrard og Cole svona aftarlega var það afskaplega vonlítið að ætla að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann.

  Ég geri nú ekki kröfu um 3 stig á OT ár eftir ár og enn síður þá kröfu að við séum að fara spila total football á þeim velli, en ég geri samt sem áður kröfu um að við spila til sigurs í okkar leikjum. Þegar við erum farnir að stóla á Kick and run gegn B´ham og spila með tvo afturliggjandi miðjumenn á Anfield gegn nýliðum WBA þá er það ansi svart – þess má svo geta að á milli þessara leikja stillti RH upp 4-4-2 gegn City á útivelli.

  Ég ætla ekki að fara að gagnrýna hann of mikið, enda tímabilið nýhafið, hann fær minn stuðning út þetta tímabil hið minnsta – en sú bylting sem menn vonuðust eftir þegar klær kölska (RB) losnaði um liðið hefur ekki hafist, þvert á móti erum við hugmyndasnauðari og varnarsinnaðri en við höfum verið í langan tíma.

 76. Það segir nú bara allt sem segja þarf um Tyggjóskrímslið að hann finnur það út að Torres hafi verið að reyna að fiska O´Shea útaf (sem átti btw að vera rautt fyrst hann dæmdi) en minnist ekki á Nani!! Meira að segja flestir United menn er komnir með ógeð á þessum leiklistartilþrifum Nani.

 77. Það var margt jákvætt í þessum leik, en ég held að Torres sé búinn að fá nóg hjá klúbbnum og best væri að selja hann og kaupa í staðinn nýja framherja. Goggi er að skora og vinna með hjartanu, en ekki Torres. Vörnin var mjög léleg í leiknum. en þetta er allt að koma.

  áfram LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 78. Rautt eða ekki rautt!? Ef það hefði verið rautt væri mun minni eða engin umræða í gangi um það hvort það hafi verið réttmætt eða ekki! Annars ekki hægt að velta sér upp úr því endalaust hvað ef….? heldur hvar við getum bætt okkur og það er kúnstin. Ýmis atriði sem má bæta eins og dekkning á stöng í fyrsta marki, spil og krossar inn fyrir bakvarðarstöður andstæðinga, hraði sókna ofl.ofl. Ég vil Kelly inn í bakvörðinn í stað Johnson í næsta leik/leikjum og virk samkeppni um stöður mun bæta menn! Vil enda þetta á því sem mér fannst jákvæðast við þennan leik en það var miðjuspilið og að halda bolta innan liðs. Það gékk betur en oft áður undanfarin misseri… meira að segja Skurtel spilaði boltanum undir pressu á samherja og það oftar en hann hefur gert lengi lengi! Áherlurnar eru að breytast en vantar aukið flæði í leikinn sem mun koma… alveg sannfærður!

 79. Verið ekki að hjálpa Ferguson með því að pirra ykkur yfir ummælum hans. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera og Maggi og Co. leyfa honum það. Það besta sem maður gerir við athyglissjúkt fólk eins og Ferguson er að ignora það. Það er nákvæmlega það sem Hodgson er að gera og hárrétt ákvörðun hjá honum að fara ekki niður á sama skítaplan. IGNORE!

 80. Ef að liðið hefði haft ,,passion” og trú á að geta unnið, hefðum við unnið. Gerrard var að reyna en aðrir spiluðu með litlu sjálfstrausti. það var þó gaman að sjá Aggerinn koma inná, hann sýndi baráttuanda og að honum væri ekki sama! Hann óð í leikmenn United og lét þá heyra það – það var gaman að sjá. En við áttum ekki meira skilið úr þessum leik. Ég sé samt hellings séns fyrir þennan mannskap til að ná langt í deildinni, en þá þurfa allir leikmenn að fara að spila með Liverpool hjartanu og trúa því að þeir geti unnið ALLA leiki!

 81. Þetta var alls ekki rautt spjald á O’shea. Ef það var rautt þá var brot Carraghers á Owen í fyrra 2 rauð.
  Torres var aldrei að fara ná þessum bolta. Svovorum við bara á hælunum allann leikinn. Carragher heppinn að sleppa með hendi, og sömuleiðis Konchelsky sem munaði engu að hann næði að stoppa boltann í markinu með höndinni(fyrir utan að það hefði átt að vera víti á torres í fyrsta markinu)

  Annars er þetta rosaleg erfitt prógramm hjá okkur þessa fyrstu leiki en samt enga síður óásættanlegt

 82. Ok nú er sólahringurinn liðinn og runnin af manni reiðin. Varðandi brot Oshitt þá er hægt að líta á þetta bæði sem rautt eða gult spjald. Brotið er klárt og það deilir enginn um það. Þetta er bara spurning um litinn á kortinu. Reglur segja til um það að reka eigi mann að velli sé hann aftasti maður og ræni andstæðing sinn marktækifæri með því að brjóta á honum. Van der sars er mun nær boltanum en Torres og þess vegna ekki séns að Torres hefði náð til boltans á undan honum. Þetta er sagt eftir að hafa skoðað þetta betur. Þannig að aukaspyrna og gult spjald er sanngjörn niðurstaða. Enda skorum við gott mark úr henni ! Það féllu dómar með okkur og á móti í þessum leik þannig að ég get ekki kvartað yfir dómgæslu að öðru leiti en því að Nani átti að fjúka útaf með 2 gul spjöld fyrir leikaraskap. Það sem meira er að Webb fékk marga sénsa til að gefa honum spjöld í leiknum. Ef að Nani er maður með mönnum þá myndi hann biðjast afsökunar á ófyrirleitum hegðunum sínum !!!!

  Varðandi ummæli Ferguson, maðurinn er vangefinn og svona er nú bara það. Þegar ég hugsa út í það þá er kannski sniðugt að vera ekki að segja neitt og leyfa honum bara að gaspra eins og smábarnið sem hann er. Hann er hundur og kann þetta alveg en það er kannski nýtt fyrir honum ef að menn svara ekki, hann veit þá aldrei hvort hann er að ná undir húðina á mönnum !

  Verið slakir strákar það koma betri tíðir með blóm í haga !

 83. Mér fannst fyrri hálfleikur alveg sorglegur.En seinni mun betri og mjög góður þarna frá 60-70 mín.En maður getur ekkert annað en að hrósa Berbatov kallinum búin að vera gagnrýndur alveg á fullu að hann væri ekki peninganna viirði en þarna sýndi hann og sannaði að hann sé hágæða leikmaður sem allir ættu að óttast.En hvað um það Gerrard far frábær í leiknum bæði sem leikmaður og fyrirlyði.Far ú um allan völl að drífa alla áfram. Enn einn bjartasti punkturinn í gær var meireles líst mjög vel á hann.Og svo átti Poulsen mjög góðna leik þarna á miðjunni.

  Var að lesa í powerade SLÚÐRNU að O’neill tæki óvænt við þegar það væru komnir nýjir eigendur.

 84. Vandamálið er að RH spilar taktík sem hentaði síðasta liði sem hann stjórnaði, ekki liðinu sem hann er að stjórna núna. Mér þykir satt að segja pínlegt að fylgjast með liðinu.

  Lokatölur leiksins gefa ekki rétta mynd af honum, það er rétt hjá Fergusson að sigur þeirra hefði átt að vera miklu stærri.

  Það sama gildir um síðasta útileik á móti Birmingham, þar gáfu tölurnar ekki rétta mynd af gangi leiksins.

  Í bæði skipti valtar heimaliðið yfir Liverpool lið sem spilar aftarlega og þröngt, bakverðirnir halda næstum í hendurnar á miðvörðunum. Lið eiga því alltaf fína sénsa á að gefa fyrir mark Liverpool þar sem Carragher er einfaldlega búinn að vera. Samt hrósa menn honum alltaf vegna þess að hann virðist hafa þurft að hafa fyrir hlutunum, sem er rétt. Góðir varnarmenn líta aftur á móti ekki út fyrir að þurfa alltaf að hafa svona fyrir öllu.

  Mér þykir hver leikur sýna að RH er ósköp einfaldlega alltaf slakur stjóri fyrir lið eins og Liverpool.

 85. Mér fannst því miður ekki margt jákvætt í þessum leik, ef ég á að segja alveg eins og er. Skelfilegir í fyrri hálfleik, en smá lífsmark í þeim seinni. Jákvæðir punktar voru til að mynda Poulsen, sem mér fannst vaxa mikið eftir því sem á leið leikinn. Eins var Stevie meira eins og hann á að sér að vera. Svo fannst mér Raul eiga góða spretti inn á milli, en ljóst að hann er ekki mikill “holu” maður.

  Þá að því neikvæða. Bakverðirnir okkar voru alveg hreint fanta lélegir báðir tveir, og þó svo að það ætti að vera erfitt að toppa Glen í lélegheitum, þá skildi Konchesky hann eftir í reiknum. Þvílíkur hörmungans leikur hjá kappanum. Trekk í trekk á hælunum, boltanum spilað fyrir aftan hann, fyrirgjafir slakar og ein náði því að rota mann í efstu röð í stúkunni og svo þetta stangar ævintýri hans er bara með ólíkindum. Jú, klárlega átti Torres að gera margfalt betur, maður botnar ekki alveg af hverju hann er látinn í að dekka Berbatov í svona föstu leikatriði. En hvurn sjálfan fjárann var Paul að gera beint fyrir aftan Reina á línunni? Það er eitt að spila ekki með menn á stöngunum í svona föstum leikatriðum, en annað þegar menn spila með slíkt en leikmenn standa á línunni fyrir miðju marki. Ég gjörsamlega froðufelldi af reiði þegar ég sá þessi ósköp.

  Mótherjar okkar voru sífellt að ógna á hægri kantinum, og greinilegt að það var lagt upp með það fyrirfram. Þessi gjörsamlega óþolandi Portúgali þeirra, hann átti bara að vaða á Konchesky, og það gekk algjörlega upp hjá þeim. Ferlegt alveg að tapa 3-2 fyrir Þessu liði, og Rooney ekki á svæðinu heldur að huga að næstu verslunarferð sinni (þið megið geta hvað sé á innkaupalistanum hans).

  En eins og áður sagði, þá fannst mér Glen vera virkilega slakur líka og það sem fer mest í taugarnar á mér með hann núna er sóknarleikurinn. Hann virðist bara ekki geta beitt neinum hraðabreytingum, er bara á jogginu allan leikinn. Maxi var algjörlega í hlutlausum gír allan leikinn, og þá er ekki skrítið þótt menn haldi lítt áfram (Mikið djö… saknaði ég Dirk Kuyt í þessum leik. Hefði alveg viljað hafa hann dýrvitlausan þarna á hægri kantinum allan leikinn). Cole var einnig mjög týndur úti vinstra megin og Torres…já Torres blessaður. Hann skapaði nú þessi tvö mörk okkar, en ég var orðinn ansi pirraður á honum á tímabili. Þetta er stór og sterkur strákur og á að láta þessa gutta finna fyrir sér, hætta þessu tá tippli og beita skrokknum meira. En hann er alltaf hættulegur eins og sást í leiknum.

  Ég ætla svo ekki að tjá mig um þetta freak sem stjórnar liði mótherja okkar, margir bera óhemju virðingu fyrir honum, ég fell ekki í þann flokk, ber akkúrat ENGA virðingu fyrir honum og mér er nokk sama þótt einhverjir fussi og svei-i yfir því. Í mínum huga á hann bara enga virðingu skilið, enda hefur hann sýnt okkur litla virðingu í gegnum tíðina. Vildi óska þess að sjá það ekki í framtíðinni að stjóri Liverpool sé einhver “buddy” þess rauðvínslegna. Fékk ælu upp í kok þegar Roy labbaði nánast í faðmlögun við hann inn á völlinn.

  Nú er bara ekkert sem heitir, nú þarf liðið að fara að hala inn stigum í algjörum massavís, ekkert elsku mamma neitt lengur, fókus, fókus og fókus. Það þarf að hrista duglega upp í þessu, manni finnst leikgleðin ekki vera mikil (ekki frekar en fyrri daginn) og við bara verðum að koma okkur í gírinn. Ég mun algjörlega fyrirgefa þetta tap ef við tökum þessa gutta og flengjum þá á Anfield í vetur. Það hafa sko margir margt að sanna hjá okkur, sanna það að þeir séu þess verðugir að klæðast Liverpool treyjunni. Allt of margir hafa ekki geta réttlætt það ennþá að þeir eigi það skilið.

  Roy má hreinlega ekki falla meira í þá gryfju að sætta sig við eitt útivallarstig þótt verkefnið fyrir framan hann virðist erfitt. Mér fannst hollningin á liðinu í gær, innkoman og allt slíkt, vera alveg bara ferlega slök. Fyrir svona leiki þarf ekki motivation, en samt komu menn inn á eins og ragar geitur. Þessu þarf að breyta og það hið snarasta.

 86. Viddi, Maggi svarar þessu vel hér í kommenti á eftir þér. Hicks rembist nú eins og rjúpan við staurinn að fá endurfjármögnun, svo hann hafi einhver áhrif á söluferlið, þ.e. ná að ráða verðinu á félaginu. Nái hann því og geti borgað upp RBS lánin, þá virðist fátt koma í veg fyrir að hann haldi félaginu næstu 2 árin og það þýðir bara eitt, við eigum eftir að hrapa neðar og neðar bæði í töflunni og bara virðingarstiganum almennt. Spilamennska liðsins og einstaka persónur og leikendur eru svo fáránlega mikið smámál við hliðina á þessum hlutum sem snúa að eignarhaldinu, að hálfa væri svona c.a. 13.000 sinnum meira en nóg.

  Ef honum tekst þetta ekki (sem maður vonar svo innilega) þá hefur RBS tækifæri í að framlengja 6. október frestinum sínum um einhverja daga eða stuttan tíma, til að framlengja leitina að nýjum eigendum. Þeir munu væntanlega aldrei taka sénsinn á 9 stiga frádrættinum, því í raun og veru, þá eru þeir með öll völd innan félagsins í gegnum þá Bakkabræður Purslow, Eyre og Broughton.

 87. Jákvæðar fréttir!

  Ameríski fjárfestingarsjóðurinn ætlar ekki að lána Hicks pening:

  http://www.guardian.co.uk/football/2010/sep/20/tom-hicks-liverpool-blackstone

  Nú er alveg að verða ljóst að þeir félagar ná ekki að endurfjármagn sín lán og bankinn þarf nú að ákveða hvað þeir ætla að gera. Trúi ekki öðru en að það verði lausn þeirra að gjaldfella lánin og eignast klúbbinn um stund á meðan þeir finna kaupendur….

 88. Algjörlega ósammála þessum pistli og finnst í raun og veru ótrúlegt hvað þið á þessari síðu drullið mikið yfir RH. Liðið hefur sjaldan eða aldrei átt jafn fínt spil á milli manna þó svo að á síðasta þriðjungi hafi gerst lítið. Það er allt annað að sjá liðið frá því í fyrra miklu betra spila og betri holning. RH er að gera góða hluti keypti miklu betri menn heldur en Benitez fyrir utan Torres og Alonso.

 89. Liðið hefur sjaldan eða aldrei átt jafn fínt spil á milli manna þó svo að á síðasta þriðjungi hafi gerst lítið.

  Þetta er náttúrulega bara vitleysa. Vissulega komu kaflar í leiknum þar sem boltanum var spilað milli manna nokkrum sinnum, en það höfum við oft séð undanfarin ár. Við höfum ekki oft séð liðið jafn hrikalega bitlaust, sennilega vegna þess að með Gerrard framar á vellinum var iðulega (þó ekki á síðsta tímabili) einhver ógn frammi.

  Mér þykir eins og menn séu að endurskrifa söguna ef þeir trúa því að við höfum séð betri spilamennsku en oft áður í gær.

 90. Það er nokkuð ljóst að ég var ekki að horfa á sama leik og Gunni Sig.

 91. Babu: Þú hefur sennilega ekki verið að horfa á sama lið og ég enda finnst mér allt önnur holning á liðinu, mun betri leikmenn sem geta t.d tekið við boltanum og látið hann ganga saman ber meireles vs lucas og saman ber poulsen vs masha. Þið eruð t.d búnir að drulla hressilega yfir Konchesky sem mér hefur nú bara þótt nokkuð fínn miðað við t.d riise og eða aurelio sem er auðvitað enginn varnarbakvörður, þó hann hafi verið stirður í upphafi leiks. En mér þykir nú mjög gaman að lesa pistlana ykkar og kíki alltaf strax eftir leik og einnig ef maður missir af leik frábært framtak. Auðvitað er maður ekki sammála öllu en ég kýs frekar að líta svo á að þessar heilmikllu breytingar sem hafa átt sér stað séu jákvæðar frekar en neikvæðar. Sem dæmi langar mig að taka að liverpool að mínu mati getur ekki spilað fótbolta þegar Lucas, Kuyt, Ngog eru í liðinu það einfaldlega getur ekki haldið boltanum því þessir menn geta hvorki fengið hann í fætur né spilað honum frá sér. Mash og lucas sem voru meira og minna miðjan okkar á síðasta tímabili snúa alltaf baki í markið og eigum við þar af leiðandi aldrei neitt uppspil sem byggist á því að sækja en það gerir poulsen og meireiles mjög vel. En misjafnar skoðanir eru bara jákvæðar.

 92. Matti: Mér fannst spilið oft á tíðum fínt en auðvitað vill maður sjá meira. Þetta gefur mér þó góða von um hversu fínt það getur orðið miðað við hraðann sem var á spilinu í gær versus oft áður. Torres var einfaldlega mjög slakur og greinilega ekki alveg dottin í gírinn og fyrir utan það var verið að spila við man u sem eru einfaldlega með töluvert betra spilandi lið en við og ógna af köntunum annað en við gerðum með maxi sem var eins og keila allan leikinn. Þeir fara létt með það að halda boltanum og mér fannst við geta gert það ágætlega miðað við oft áður það er það sem ég átti við .

 93. @Gunni Sig. Það var vissulega tímabil í leiknum sem að gerði gott en það sem þú talar um að liðið hafi verið að halda boltanum vel er kannski rétt en kom eitthvað út úr því ?? Áttum við einhver færi í fyrri hálfleik sem dæmi ?? NEI það gerðist ekkert og það að menn geti spilað boltanum aftur á Reina sem dúndrar honum fram á næsta United mann kallast ekki góð spilamennska …. Sorry !

 94. Nei enda sagði ég að: fínt spil á milli manna þó svo að á síðasta þriðjungi hafi gerst lítið. En þetta gefur þó góð fyrirheit um framhaldið eins og ég sagði einnig. Skorðuðum 2 fín mörk á móti sterku liði sem þýðir að eitthvað kom út úr spilinu sem var að myndast og það á móti töluvert betra liði.

 95. Haukur: Og í fótbolta skiptir máli að geta haldið boltanum. Þannig byrja flestar sóknir hjá góðum liðum eins og Gerrard sagði réttilega þá þarf að halda boltanum á móti liði eins og Man u og liverpool var vissulega að reyna það og mér fannst það takast ágætlega á köflum.

 96. Í fótbolta skiptir líka máli að hleypa ekki andstæðingnum óáreittum trekk í trekk upp kantana.

 97. Hárrétt nafni eins og ég sagði þá erum við með keilu á kantinum sem heitir maxi getur ekki varist og ekki sótt. Og

 98. Gunni Sig.

  Allt það spil í leik gærdagsins (og í raun í vetur utan við seinni hálfleik gegn Steua) sem gekk upp og rann ljúflega voru sendingar til hliðar og til baka. Um leið og senda þurfti meira en 10 metra fram á við fór allt í steik.

  Enda eru öll lið búin að átta sig á þessu, planta bara djúpum miðjumanni á Gerrard, tvídekka Torres með hafsentum og binda bakverðina aftarlega. Ekki bara í gær, heldur líka Birmingham og W.B.A. Skulum ekki gleyma því að við áttum lítið skilið að vinna W.B.A. á Anfield!

  Sat í dag og ræddi við mikinn Púlara til 50 ára og við vorum algerlega sammála um að sendingar liðsins í gær hafi verið aumar og síðasta sending sem skapar hættu er bara varla til! Johnson og Konchesky voru afleitir sendingalega í gær og sá eini sem náði að búa til í kringum sig var Meireles og auðvitað SG.

  Við vorum “found out” í fyrra þegar sköpunin hvarf af miðjunni með Alonso og liðum varð ljóst að í flestum tilvikum þurfti bara að binda niður bakverðina sína til að koma í veg fyrir að við kæmumst upp kantana. Okkar kantmenn, Babel, Benayoun og Kuyt í flestum tilvikum komust ekki framhjá bakverði utanvert heldur leystu inn á miðjuna þar sem djúpur miðjumaður og hafsentar átu okkur.

  Þess vegna gargaði ég , og garga enn, á skapandi miðjumenn og kantmenn sem geta tekið menn á og krossað.

  Við erum búin að vera meira með boltann síðustu tvö ár í flestum leikjum en sköpum ekkert á síðasta þriðjungnum, sem lagast ekki með að taka Gerrard þaðan! Spil til hliðar eða aftur á vörn mun engu skila!

  En auðvitað er gaman að fá fleiri skoðanir, ég ætla að fá að vera ósammála þér að gleðjast með leik liðsins, utan 15 mínútna kafla í seinni hálfleik. Og uppleggið þoli ég ekki!

 99. Þó stjórinn og liðið eigi vissulega skilið sanngjarna gagnrýni þá leyfi ég mér að vera bjartsýnn fyrir Sunderland leikinn vegna þess að:

  *Torres er rétt að komast í leikform.
  *Konchesky, Poulsen, Meireles, Cole & Jovanovic eru aðeins farnir að kynnast hvor örðum og hinum leikmönnunum.
  *Erfiðu leikjahrynunni er lokið og við erum með betra lið en Sunderland og þurfum nauðsynlega á sigri að halda. Skiptir mig engu þó Steve Bruce hafi oftar en ekki náð jafnteflum á Anfield.
  *Gerrard virðist vera að vakna úr dvala.
  *Maður les að leikmönnunum líki vel við nýja stjórann og andrúmsloftið sé mun betra á æfingasvæðinu en á sl. leiktímabili.
  *Roy Hodgson hefur alltaf haft gott heimavallarecord og mun alls ekki spila uppá jafntefli.

 100. Ég er nú alveg sammála Gunna hérna að ofan. Fannst ég sjá meira spil í þessum leik en maður hefur séð lengi hjá Liverpool. Hér áður fyrr á hinum svokölluðu gullaldarárum þá voru Liverpool þekktir fyrir að halda boltanum vel, spila endalaust sín á milli og svo að lokum sprengja upp varnir andstæðinganna.

  Þetta sér maður lið eins og Barca gera oft á tíðum, halda oft boltanum sín á milli löngum stundum án þess að ógna neitt sérstaklega. Svo allt í einu kemur árás og mótherjinn er orðinn hálf dofinn. (tek það skýrt fram að ég er alls ekki að bera saman Liverpool og Barcelona bara svo það sé á hreinu)

  Þetta er nú bara rétt að byrja hjá okkur en eins og Gunni sagði þá voru þarna nokkuð góðir sprettir á móti mjög góðu liði þó við höfum ekki náð að vera mjög beittir fram á við að þessu sinni. (vægast sagt)

 101. Í Sunnudagsmessunni var Þorkell Máni á svipaðri skoðun og Gunnar hér að ofan. Það eru allir sammála um liðið hefur ekki verið að spila vel en átt þokkalega spretti inn á milli.
  Þannig var það í gær líka og ég tek undir með Gunnari og Þorkeli, mér finnst það skref fram á við að reitarboltinn á miðjunni gekk ágætlega þó ennþá sé greinilega mjög langt í land. Við erum ekki bara með nýjan stjóra heldur líka mikið af nýjum leikmönnum. Menn þurfa tíma til að slípast saman og svo þarf að berja sjálfstraust í liðið. Mér sýnist að margir stuðningsmenn eigi ennþá eftir að skrúfa væntingar vel niður. Ég bjóst a.m.k. ekki eftir betri byrjun en þetta þó ég hafi auðvitað látið mig dreyma um annað.

 102. Já, það var merkilegt að eftir ennþá verri frammistöður á sl. tímabili vildu margir líta á björtu hliðarnar og síst beina of mikilli neikvæðni að fyrrverandi stjóra. Hinir sömu virðast nú fljótir að þefa uppi höggstað á Hodgson og blammera nýkeyptan vinstri bakvörð sem helsta sökudólg tapsins (gegn MAn Utd á útivelli) þegar Carragher, Johnson og Maxi áttu allir áberandi verri leik.

 103. kannski vegna þess að hann náði aðeins 63 stigum á síðustu leiktíð, og nokkrir leikmenn voru ósáttir með hann.

 104. Benayoun, Riera?

  Alonso? Sem varð að reyna að selja til að fjármagna neysluna?

 105. Voru ekki Torres og Gerrard ósáttir líka? Torres sagði allavega að það hafi verið rétt að láta hann fara og svipbrigði Gerrards þegar Torres var tekinn af velli sögðu ýmislegt. En ég veit það svosem ekki.

 106. Það þarf ekkert að velta Benitez sem slíkum fyrir sér lengur, hans þáttur er búinn. Sumt var gott og annað ekki.

  Í sumar ákvað félagið að söðla um. Fair deal. Margir stórir sammála því.

  En ég fer enn ekki ofan af því að ENGUM var greiði gerður með að skipta BARA um stjórann. Roy Hodgson náði góðum árangri með Fulham í Evrópu í fyrra og deildinni þar á undan. En ég sá ekki og sé ekki enn í honum neitt sem gaf mér ástæðu til að ætla að hann spilaði betur úr því sem Rafa var rétt.

  En með því að reka Rafa sýndi stjórnin það að þeir töldu hann vera ástæðu þess að illa gengi, og eru þar sammála yfirfroðu enskrar knattspyrnu sem var svo ánægður að hafa ekkert fyrir athyglinni um helgina, hvorki fyrir eða eftir leik.

  Þegar lélegar knattspyrnudeildarstjórnir reka þjálfara er það yfirleitt til að breiða yfir eigin vandræði og vonast til að fá stundarfrið. Þá telja þær betra að ráða nýjan mann inn á þeim forsendum sem hinn fyrri ekki sætti sig við, með því að tala niður það sem gerðist á meðan að hann var við störf.

  Það var akkúrat það sem gerðist á Anfield í sumar. Óhæf stjórn rak mann og réð annan sem þeir vissu að væri til í að vinna á þeirra forsendum og væri minna pirrandi. Fyrir þá og aðra í enska boltanum. En var það rétt spor?

  Nei segi ég á meðan að sá nýji fær engin verkfæri til að ná betri árangri. En þetta veit Roy eftir helgina, það er strax farið að tala um að hann verði rekinn. Mascherano fór og kallar hann kurteislega lygara, svo í dag kemur Agger og lýsir vanþóknun sinni á því hvaða augum Hodgson líti á hlutverk varnarmanna. Ekki má gleyma “ranti” Ferguson um helgina, sem vafalítið hefur sært karlinn þó ekki hafi hann viljað svara.

  Nú er búið að henda honum í jörðina og nú er það spurningin hvort hann hefur það í sér að standa upp. Það verður hann að gera á eigin kröftum, því ekki munu eigendurnir eða stjórnin teygja sig í áttina til hans og rétta hjálparhönd.

  Þeir hugsa nefnilega meira um eigin skinn en klúbbsins.

 107. Sælir félagar! Nú get ég ekki orða bundist. Nokkuð reglulega fer ég inn á þennan spjallvef en hef ekki gert mikið af því að blanda mér í umræðuna enda tel ég mig ekki hafa mikið til málanna að leggja þegar kemur að hinni fræðilegu hlið. Það eru aðrir sem hafa fulla trú á sér í þeim efnum. En mér þykir vænt um mitt gamla félag og fylgist því með. Og gengi okkar nú í byrjun tímabils slakara en sumir hafa greinilega vænst. Alls ekki svo að ástæða sé til að fyllast örvæntingu. Ég hef verið stuðningsmaður og aðdáandi LFC í nokkra áratugi. Það hafa auðvitað skipst á skin og skúrir. En nú er umræðan hér með þeim hætti að hún er hreinlega ekki samboðin sönnum stuðningsmönnum þessa merka félags. Við megum ekki missa okkur í þessu botnlausa svartsýnistali og bölmóði. Og orðbragðið er oft svo langt frá því að vera sæmandi stuðningsmönnum LFC. Þetta er félag sem á skilið umræðu á hærra plani en þá sem hér fer oft fram. Þessi vefur hefur alla burði til að vera vettvangur upplýstrar umræðu en ég veit að til eru þeir sem hreinlega þora ekki eða kæra sig ekki um að blanda sér í umræðu sem er að mestu á þessum árásargjörnu og dómhörðu nótum. Það er nefnilega full þörf á að breikka þann hóp sem tjáir sig því mér sýnist þetta vera fremur fámennur hópur sem fer mikinn og reynir þar hver að toppa annan í stóryrðum. Á þessu eru sem betur fer ánægjulega undantekningar og sumir eru bæði fræðandi og kurteisir. Annað hvort væri nú – við erum stuðningsmenn merkilegasta knattspyrnufélags í heimi. Og eigum að vera stoltir af því.

 108. Þumlakerfið er hannað fyrir ummæli eins og Nr. 122 og ekki hægt annað en splæsa einum. Það er rétt að umræðan má oft vera á hærra plani þó á móti komi sú staðreynd að það er mismunandi hvernig hver og einn setur sitt mál fram og eins hvernig menn túlka ummælin.

  Ég er þó á því að umræðan hafi verið á mikið hærra plani núna í upphafi árs heldur en oftast í fyrra, þó auðvitað megi gera betur. Núna í upphafi árs hefur afskaplega lítið gerst til að gleðja mann og því mjög eðlilega ekki margir til í einhverja halelúja umræðu um Liverpool liðið, stjórann eða stjórnina, liðið er í 16.sæti eftir 5 leiki og það er aldrei ásættanlegt og alltaf mikið áhyggjuefni. Þetta voru vissilega fimm erfiðir leikir og margir reyna að sjá bara það jákvæða út úr þeim. Þó er nokkuð ljóst að fleiri eru afar ósáttir eftir þessa byrjun og ef Liverpool bloggið er ekki vettvangur til að ræða það þá veit ég ekki hvar maður ætti að gera það frekar?

  Skýrslan sem ég skrifaði strax eftir tap á Old Trafford og fjórða leikinn af fimm sem ekki endar með sigri eða góðum leik er niðurtónuð útgáfa á því sem mér fannst um leik okkar manna. Augljóslega ekki allra og nokkuð kómískt að sjá marga helstu andstæðinga fyrrverandi framkvæmdastjóra skamma mann núna fyrir að vera ósáttur við leikskipulag liðsins og sumt af því sem nýr stjóri hefur verið að gera í byrjun síns ferils hjá klúbbnum. Alls ekki búinn að afskrifa hann samt ennþá og vona heitt og innilega að leikur liðsins fari að sannfæra mig um ágæti Hodgson fyrir klúbbinn.

  Við þurfum auðvitað ekkert að örvænta strax en við þurfum heldur ekki að tala liðið niður og láta eins og stig á útivelli sé flott niðurstaða burtséð við hverja við erum að spila. Við erum að tala um Liverpool FC og þó stjórn klúbbsins og eigendur vilji að maður lækki væntingarnar og slaki á kröfunum þá er ég bara ekki til í að tóna þær jafn langt niður og þeir virðast vera að fara fram á. 16.sæti þegar 13% af mótinu er lokið er alls ekki ásættanlegt, ALDREI. Það er í eðlilegt að ræða stöðuna þó þessi partur sé góður:

  Við megum ekki missa okkur í þessu botnlausa svartsýnistali og bölmóði. Og orðbragðið er oft svo langt frá því að vera sæmandi stuðningsmönnum LFC. Þetta er félag sem á skilið umræðu á hærra plani en þá sem hér fer oft fram. Þessi vefur hefur alla burði til að vera vettvangur upplýstrar umræðu en ég veit að til eru þeir sem hreinlega þora ekki eða kæra sig ekki um að blanda sér í umræðu sem er að mestu á þessum árásargjörnu og dómhörðu nótum.

  Þetta er góður punktur og ég skal reyna að taka þátt í að laga þetta hjá mér þó líklega sé fljótlegra að kenna gömlum hundi að fá sér sæti heldur en að fá mig til að láta af þeim helvítis ósið að blóta 🙂

  Það var oft í fyrra sem maður hreinlega sá ekki tilganginn í að rökræða sama rifrildið þráð eftir þráð og raunar hefur þetta oftar verið svona og ég veit t.d. um einn félaga minn sem var settur í bann fyrir einstakan hæfileika í þessu (sem hann hefur ennþá).

  Kop.is á held ég engan sinn líkan hér á landi og okkar að halda því þannig, það gerist t.d. með því að laða að fleiri penna eins og Júlíus hér að ofan.

 109. Nokkrir á þessu spjalli sem koma auðveldlega til greina sem leiðinlegustu menn menn internetsins. Hvað er t.d. málið með að taka brandarann í #58 alvarlega? Magnað alveg.

  Menn ættu að hafa í huga að af fyrstu fimm leikjunum voru þrír þeirra við Arsenal, ManUtd (úti) og ManCity (úti). Svo vannst einn skyldusigur og náðist skítsæmilegt jafntefli í Birmingham. Í guðanna bænum slakið á.

 110. Sammála þér Dóri, sumir virðast bara þrífast á neikvæðni.

  Walk on.

 111. 124: Þessi athugasemd á fyllilega rétt á sér. Ég bið alla Liverpool aðdáendur afsökunar á því að ég hafi ekki fylgt YNWA. Maður á ekki að ráðast á þjálfara Liverpool, það eru aðrir sem sjá um það.

  Raunhæf markmið að mínu mati fyrir Liverpool er að vinna Arsenal, gera jafntefli við Man city, Man utd og vinna minni liðin.

  Þessi markmið náðust ekki og ég sé ekki að við náum svipuðum þeim í náinni framtíð. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

  E.s. Jafntefli á útvöllum topp fimm liða er ásættanlegt. Tap fyrir hvað liði sem er óásættanlegt. Sigur í hinum leikjunum er krafan.

 112. Ég er búinn að vera að benda á það sama og Dóri og svo er færsla 122 toppur.

  Ég var sjálfum mér til skammar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar með ummælum mínum í garð Rafa og hef sagt það áður.
  Ég ákvað að sama hver yrði nýr stjóri að hann fengi séns hjá mér og sama má segja um nýja leikmenn liðsins.

  Auðvitað byrjar þetta ekki eins og við óskuðum en eins og menn hafa komið inná þá þarf ekki að örvænta strax, tímabilið var bara að hefjast.

  Nú hljómar þetta eins og hræsni þar sem ég gagnrýndi Rafa gríðarlega en ég tek þó fram enn og aftur að ég hef séð að mér hvað það varðar og óska honum góðs gengis hjá nýju félagi þó ég vilji nú ekki sjá Inter hampa dollunni enda Napoli maður. :o)

  En Roy Hodgson var skotinn í kaf daginn sem hann var ráðinn af nokkrum. Þeir sömu hafa notað hvert tækifæri við að skjóta að honum endalaust þann tíma sem hann hefur verið og virðast ekki vilja gefa honum tíma til að byggja upp liðið. Mér finnst nú í lagi að gefa gamla fram að áramótum.

  Konchesky var hengdur af mörgum daginn sem hann var nefndur við klúbbinn. Er þetta einhver klassa leikmaður? Nei en hver veit, kannski mun hann smella inn í liðið en það tekur tíma.

  Jovanovic er t.d. leikmaður sem ég er ekki spenntur fyrir en hann á auðvitað að fá sinn séns líka.

  Þetta snýst ekki alltaf um að hafa heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Við höfum 3 slíka þá Reina, Gerrard og Torres og svo mjög frambærilega leikmenn, unga sem aldna.

  Þetta snýst um liðsheild, liðsheild sem við sáum í Meistaradeildinni 2005. Við höfðum ekki marga heimsklassa leikmenn þá og vorum með menn eins og Dudek( í miklu uppáhaldi hjá mér) Riise, Cisse, Smicer, Biscan, Finnan osfrv. Ekki stórt skrifuð nöfn á pappírum en samt tókst Rafa hið ótrúlega og skapa gríðarlega góða liðsheild í meistaradeildinni það ár.

  Það þýðir heldur ekkert að gráta það sem er liðið. Rafa er farinn, Alonso fór, Yossi fór o.sfrv og nú er bara að vinna að því að byggja upp liðið að nýja enda tel ég að Rafa hafi verið kominn á endastöð með liðið.

  Að menn séu að dásama stigafjölda er í raun hálf kjánalegt ef hugsað er út í það. Var ekki Real Madrid með 96 stig á Spáni í fyrra eða 93 stig og enduðu 3 stigum á eftir Barcelona? Frábær stigafjöldi en ekki nógu góður árangur því deildinn vannst ekki. 100 stig eða ekki, ef það skilar þér ekki fyrsta sæti þá er það ekki nægilega gott. Þetta snýst um 1 sætið, ekkert annað og ef deildinn vinnst á 58 stigum þá er það vel gert hjá liðinu sem vinnur deildina.(Veit mjög öfgafullt dæmi).

  Allavegana horfi ég bjartsýnn á framtíðina, einn svartsýnasti maður síðari ára og ef ég get gert það þá geta það allir ;o)

 113. Þessi síða er í raun ekki knattspyrnusíða. Hérna koma menn inn til að létta af sér neikvæðni og biturleika. Liðið er bara ekki betra. Ekki kenna eigendum eða öðrum slíkum um. Liðið fékk flotta leikmenn í sumar og er Meireles örugglega besti leikmaðurinn sem kom til englands í transferglugganum. Joe Cole og Jovanovic eru líka flottir. Það er bara engin heild í þessu liði. Margir nýjir. Þetta tekur smá tíma. Svo eitt hérna, hvernig nenna menn að pirra sig á því að Roy H og Alex F hafi labbað saman inná völlinn ? Þetta eru mestu mátar og miklir vinir. Rígurinn á milli liðanna er til staðar þótt svo RH sé ekki að babla um eitt og annað sem hann ætti eða ætti ekki að segja. Svo er ekki alltaf hægt að gera þessar kröfur. Liverpool var stórveldi en er í lægð núna og eru búnir að vera í lægð. Árangurinn síðustu 20 ár talar sínu máli. Auðvita vilja menn vinna allt en menn verða að vera raunsæir. Það má þó gleðja sig með einu. Lið sem hafa að meðaltali verið að fá stig á leik hafa sloppið við fall 🙂 Anda með nefinu gott fólk.

  Góðar stundir

 114. Skil ekki alveg Agger. Hann er að koma sér í ónáð hjá danska landsliðinu eftir ummæli hans um daginn varðandi fyrirliðastöðuna og nú gagnrýnir hann Liverpool.

 115. Ef menn taka ekki bara út eina setningu úr viðtalinu líkt og DV gerir í linknum hér að ofan, þá sést nú að Agger er nú ekki alveg jafn gagnrýninn og af er látið, sjá hérna.

  Hann segir síðar í viðtalinu:

  But it won’t keep me from playing my chance. And I will get my time. I know what I represent as a player and I believe the gaffer knows as well. I fully respect that the manager makes the decisions and I will comply. That’s the bottom line. The players are curious and want to learn from him because he has new ideas.

 116. Agger á að vera í byrjunarliðinu á kostnað Skrtel, eða bara Carra! Þetta er besti miðvörðurinn í liðinu að mínu mati. Svo hefur hann líka boltatækni og er frábær skotmaður sem gerir hann hættulegan fram á við. Hann getur byrjað sóknir og dreift spilinu. Þetta er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, og ég skil ekki af hverju hann er ekki í byrjunarliðinu. Þetta fer harkalega í taugarnar á mér.

 117. Hann segir samt að Hodgson vilji að menn komi með langa bolta fram völlinn en hann vilji ekki breyta sínu leikstíl.
  Hvað þýðir það, að hann komi ekki til með að spila eins og Hodgson vilji að hann geri ?
  Allavega virðist sem að Hodgson vilji frekar nota Skrtel heldur en Agger og það bara skil ég ekki enda er Skrtel arfaslakur leikmaður og Carragher er alls ekki að eldast eins og ostur eða rauðvín enda orðinn einn veikasti hlekkurinn í Liverpiool liðinu.

 118. Alveg dæmigert hvernig þessar fréttir eru búnar til. Hann úskýrir þetta mjög vel í þessu viðtali og alveg merkilegt hvað er hægt að búa til úr svona málum. Kennir manni að trúa helst engu nema að maður hreinlega geti hlustað á viðtöl og meint ummæli manna !

 119. Maður verður samt enn og aftur að hrósa opinberu síðunni fyrir skjót viðbrögð. Síðan hefur verið mjög öflug sl. mánuði. Annars gott að sjá að þetta var sem betur fer ekki rétt haft eftir Agger enda hefði hann þar með svo gott sem stimplað sig út úr klúbbnum.

  Núna er svo málið að fara nota Agger á sínum stað svo liðið einmitt hætti að negla boltanum eins mikið fram á miðverði andstæðinganna.

 120. Ég sá nú þetta viðtal við Agger og þar sagði hann á dönsku(sem er mál sem ég kann bara ansi góð skil á eftir ára langa dvöl og vinnu í DK) að Hodgson vildi að varnarmenn ættu ekki að hugsa um að hjálpa sókninni með því að spila boltanum upp völlinn en það væri þannig sem Agger vildi spila fótbolta og þar væru þeir því ósamála um það hvernig ætti að spila leikinn. Þetta fór ekkert á milli mála,en Agger bætti svo við að það væri þjálfarinn sem réði og þannig ætti það að vera. Sennilega er þetta ástæðan fyrir að Agger er ekki valinn í liðið þó að flestir sjái að hann er betri leikmaður en bæði Charrager og Skertl. Svo er bara spurningin hvort hann verði þá ekki seldur í janúar því að hann er orðinn 25 ára og kemur ekki til með að sætta sig við bekkjarsetu fyrir Charrager og Skertl sem yrði bara sorglegt því að hann er einn af örfáum leikmönnum sem við höfum sem kæmist beint inni hvaða stórlið sem er.

Liðið gegn United

Kop-gjörið í leikviku 5