Liðið gegn United

Liðið kemur ekki mjög mikið á óvart í dag utan þess að Lucas dettur út fyrir Meireles og verður forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út. Ég er ekki alveg viss hvor er titlaður fyrir framan hann eða Gerrard og það skiptir ekki öllu. Joe Cole er loksins kominn úr þessu rándýra banni sem Martin Atkinson gaf honum í debut gjöf og Torres er auðvitað einn upp á topp.

Liðið er svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Konchesky

Poulsen – Mereiles
Maxi – Gerrard – Cole
Torres

Bekkur: Jones, Agger, Jovanovic, Kyrgiakos, Babel, Lucas, Ngog.

Lið United er svohlljóðandi:

Van Der Sar

O’Shea, Vidic, Evans, Evra

Nani, Fletcher, Scholes, Giggs

Berbatov, Rooney


COME ON YOU REDS

37 Comments

  1. Flottur dagur fyrir vonandi flottan fótbolta hjá okkar mönnum. Ánægður með Roy og uppstillinguna Meireles beint í blóðuga baráttu. Er ég einn um að vilja Kelly í stað Glennt Klofssons þarna? Agger hefði verið flottur þarna líka en allt eru þetta Liverpoolmenn svo ég öskra ekkert minna!! YNWA

  2. Lýst ekki nógu vel á þetta byrjunarlið, eingöngu vegna þess að 3 miðvallarleikmenn eru splunkunýir. Meireles og Poulsen er ekki það sem virkar á miðjunni, annað hvort Gerrard eða Lucas hefðu þurft að vera með Meireles. Líka Maxi, hann þarf allavega að sýna verulega betri leik en upp á síðkastið.

  3. Ég hélt að það væri United – Liverpool í dag!!

    Andskotann er Fulham að gera þarna á Old Trafford?

  4. Það væri betra að hafa pappakassa í staðin fyrir Maxi í dag. Hvað er hann að gera?

  5. Átti Koncesky ekki að vera á nær, var í miðju markinu þegar að skallinn kom!!

  6. Damn…týpískt eitt skot á markið og það er mark…..fuck hvað ég hata þetta Utd lið….en Torres svona dekkar maður ekki mann!!!

  7. Af hverju er Torres að dekka Berbatov ? Ég hefði viljað sjá einhvern betri varnarmann á Berbatov. Hávaxinn sóknarmaður sem er fínn í loftinu og framherji liverpool sem greinilega er ekki góður varnarlega er að dekka hann.

  8. Mjög slakur leikur hjá okkar mönnum hingað til, að öðru og merkilegri hlutum, erum við með sköllóttasta liðið í deildinni?

  9. Mér fannst við vera að gera ágæta hluta eftir því sem á leið hálfleikinn. Erfið byrjun en við héldum vel og vorum alveg komnir inn í þetta þegar markið kom. Mér finnst þetta okkar sterkasta lið og það er ekkert slakara en United liðið að mínu mati. Skil ekki hvað menn eru að setja útá Maxi, sem mér finnst mjög góður leikmaður. Eina sem ég gæti sett útá er að mér finnst Poulsen ekkert hafa fram yfir Lucas.

  10. Þetta er svo andlaust þetta Liverpool lið að það hálfa væri nóg og djöfull fer það í taugarnar á mér þegar kellingin hann Gerrard lætur hendurnar á undan sér þegar hann dettur, augljóslega brot en þetta er eins og lítið barna að detta.

  11. Ég er sammála að Maxi sé góður fótboltamaður en hann bara hefur mjög sjaldan sýnt eitthvað af viti hjá LFC.

  12. hvernig væri að byrja leikinn??? það er ekki nóg að senda boltann fram að miðju, þaðan á reina, aftur á miðjuna svo kannski uppí horn og tapa honum þar…

    Skiptir ekki máli hvort við töpum 1-0 eða 4-0 kommon Maxi og Poulsen út, setja í staðinn Cole yfir á hægri og Jovanovich á vinstri og N gog með Torres fram, Gerrard og Meireles tækla miðjuna 2…

    Þetta er ekki búið eigum bullandi séns bara að þora að sækja smá, skorum ekki öðruvísi…

  13. United er langt frá því að vera sannfærandi og eiga töluvert í sitt besta, því miður verður að segja það sama um Liverpool. Myndi vilja sjá Liverpool miklu aggressivara fram á við.

  14. Djöfull er erfitt að halda með þessu liði okkar!!! Ég er að springa úr pirringi:(

  15. Ef þetta á að vera svona þá vil ég sjá Owen koma inn og setja eitt, og síðan má Carragher setja eitt sjálfsmark.

  16. jæja vona að þessi skifting geri sig. og bara mark og nó eftir af leiknum 🙂

  17. Vel gert Cole flott hlaup í markinu.Koma svoooooo við erum að keppa á móti kellingum
    Nani bara hlægilegur

  18. Þetta er búið að vera augljóst frá því liverpool skoraði mark 2… búnir að detta alveg niður í vítateiginn, torres og ngog halda ekki boltanum uppi, miðjan komin niður á vítateig… biðum bara eftir marki frá united…

  19. Átti þetta ekki að vera rautt spjald á O’Shea. Aftasti maður og togar í Torres í aðdraganda jöfnunarmarksins

  20. Ég veit að það er guðlast á þessari síðu en Cara er ekki nógu góður í þessa stöðu sorry.

  21. og hver leggur upp sigurmarkið? John o´fokking Shea sem átti að vera farinn útaf með rautt
    !!!!!!!!!!!!!!!!!!

  22. Hjartanlega sammála Geira. Carra er að verða kominn á síðasta séns og ef þetta væri einhver annar þá vær hann sjálfsagt ekki í liðinu. Þessi vörn hjá okkur er ekki alveg að gera sig en það er erfitt að eiga við hann Berba í svona stuði. Torres átti þó að dekka hann í fyrsta markinu en svo er ekkert hægt að gera í svona one in a million marki sem hann skoraði eftir það.

    ManU voru heilt yfir sterkari i þessum leik eins og við er að búast á Old Trafford. Áttu þó klárlega að vera einum færri í seinni hálfleik, þarf ekkert að rífast um það.

    Vona bara að menn fari ekki að detta í eitthvað þunglindi yfir þessu. Við erum með tvo þrjá menn þarna sem hafa nánast aldrei spilað saman og það tekur kannski smá tíma hjá Hodgson að raða liðinu saman. Sjáum hvernig okkur gengur næsta mánuðinn og þá er kannski hægt að fá einhverja mynd af þessu.

  23. Ég er svona nokkuð sáttur við síðari hálfleikinn, Poulsen varð betri eftir því sem leið á leikinn, Pol Konséskí var svona lala, eins mikil kelling og Nani er þá er hann drullu góður. En mér finnst að það hafi átt að kippa Maxi út í hálfleik, gat ekki neitt í dag. Carra og Skrölti eru bara ekki að gera sig þessa dagana, Aggerinn hlýtur að fara að taka stöðuna af öðrum hvorum þeirra.

Man U á sunnudaginn

United – Liverpool 3-2