Mascherano til Barcelona (STAÐFEST!)

Staðfest: LiverpoolFC.tv // FCBarcelona.com.

Javier Mascherano er farinn frá West Ham til Barcelona þökk sé eigin ágæti og persónutöfrum. Hann millilenti hjá Liverpool í millitíðinni en það er allt honum að þakka að hann komst til Barcelona.

Vonandi líður konunni hans vel á Spáni þar sem menn tala ekki eeeeensku.

83 Comments

 1. Vælukjóinn farinn í vælubílnum til spánar. Ég gæti ekki verið sáttari.

 2. Frábærar fréttir að þessu rugli sé lokið, nú væri gaman að vita hversu mikið Barcelona borguðu fyrir kappann.

 3. Þetta eru frábærar fréttir. Það hefði verið hræðilegt ef liðin hefðu ekki komist að samkomulagi um verð og Mascherano hefði verið áfram hjá liðinu í einhverri fýlu og stríði við klúbbinn. Víst hann vildi fara og við vildum selja, þá er þetta góð lausn.

  Þetta þýðir að frá júní 2009 höfum við farið frá miðju, sem innihélt (ef við teljum Joe Cole sem sóknarmann)

  Gerrard
  Xabi Alonso, lykilmaður á miðju heimsmeistara spánverja
  Javier Mascherano, fyrirliði Argentínu
  Lucas Leiva

  Í miðju, sem inniheldur

  Gerrard
  Lucas Leiva
  Poulsen

  Fyrir Mascherano og Xabi höfum við sennilega fengið 55 milljónir punda og á móti keyptum við Aquilani fyrir 18, sem er nú hjá Juventus og Poulsen fyrir einhverjar fjórar.

  Ég ætla rétt að vona að Hicks og Gillett njóti peninganna.

  En hvað ætli Hodgson geri núna nokkrum dögum fyrir lok gluggans? Ég trúi varla að hann fái ekki að eyða þessum peningum í nýja leikmenn.

 4. Hann stökk frá sökkvandi skipi. Þetta er skref uppá við fótboltalega séð að flestra mati og það er mikilvægt að hafa konuna ánægða. Liverpool þarf að horfa fram á veginn og hætta að vorkenna sjálfum sér. Við mistum heimsklassa mann og nú reynir á Poulsen.

 5. Hafliði, samkvæmt Guardian þá var það nálægt 25 milljónum punda. Þannig að Barca koma nokkurn veginn á sléttur útúr þessum skiptum á Yaya og Mascherano.

 6. Hann stökk frá sökkvandi skipi

  Þetta er kjaftæði. Mascherano byrjaði að væla um að fá að fara frá Liverpool þegar liðið hafði lent í öðru sæti í deildinni í fyrra.

  Ég skil alveg að hann vilji fara til Barcelona – ég mun alltaf skilja það innst inni, þetta er frábær borg og frábært lið (sama hvað má segja um aðferðir þeirra við leikmannakaup). En hegðun Mascherano mun alltaf setja svartan blett á hans feril hjá Liverpool.

 7. Óska honum “velfarnaðar” hjá Barca og vona ég að hann fái að verma bekkinn sem mest hjá þeim.

  Við þurfum virkilega á því að halda að kaupa almennilegann 20 milljóna mann til Liverpool. Hvort sem það væri í senterinn, miðjuna eða vörnina þá veitir okkur ekkert af meiri gæðum í þetta lið okkar.

  Hef nú ekki mikla trú á að slíkur maður fáist núna á þessum síðustu og verstu tímum og kannski við verðum að bíða fram í Janúar.

 8. Glaður.

  Losa sig við rusl, svo einfalt. Ekki verra að skammarlegir tilburðir Internazionale og Benitez ýttu undir það að Barca borgaði það sem er uppsett.

  Þessi leikmaður verður snemma gleymdur, vann enga titla með félaginu, ég minnist margra dapra leikja, rauðs spjalds fyrir kjaft á Old Trafford og mótþróaþrjóskuröskunar hans í fyrrasumar og aftur þetta. Blessaður og sæll, good riddance!

  Svo sammála Einar Erni hér að ofan, Hodgson þarf núna að kaupa. Með stuttum fyrirvara eins og í fyrra með Xabi. Alls ekki víst að við náum að verða heppnir þar. Ég vona að við séum ekki að fara að kaupa annan varnarmiðjumann og legg til að við kaupum Scott Parker til að bakka upp Gerrard í sóknartengiliðnum.

  Nú eða bara gera atlögu á Ashley Young og færa Maxi inn á miðsvæðið…..

  Gott að þetta mál er úr sögunni!

 9. Góður leikmaður horfinn, en hann má fara til fjandans fyrir mér. Svona framkoma er ófyrirgefanleg.

  Á sínum tíma þegar Bosman-málinu lauk og nýjar reglur litu dagsins ljós, þá var maður feginn því að leikmenn væri komnir undan ægivaldi félaganna. Félögin gátu ekki lengur haldið mönnum gegn þeirra vilja og eyðilagt heilu leikferlana með því að leyfa “óknyttastrákum” bara að æfa með unglingaliðum og þess háttar.

  Þetta mál finnst mér vera nýr flötur á því valdi sem leikmenn hafa á félögum sínum. Á það bara að vera í lagi að leikmaður komist upp með að neyða út sölu á sjálfum sér með barnaskap? Ég held að sitthvað í þessu máli hafi ekki endilega komið uppá borðið, og það gæti vel verið að Mascherano líti á gjörðir sínar sem réttlátar, en ég get ekki annað en séð lítinn strák í frekjukasti, rauðan í framan, kastandi leikföngunum sínum og öskrandi: “ÉG VILL FÁ NAMMI!!!!”

  Góður leikmaður sem gerði góða hluti oft á tíðum en ónýtur persónuleiki. Punktur.

 10. Í mínum huga eru þetta slæmar fréttir, ég vildi óska að hann hefði aldrei verið sjálfur með svona vesen og vanvirða klúbbinn okkar ástkæra, en núna erum við að missa besta varnarsinnaða miðjumann í heimi. Ég held að það muni sjást vel í vetur því hann er miklu betri en Yaya Toure og á eftir að gera þetta Barcelona lið að enn öflugri maskínu en þeir eru! Hann er akkuratt maðurinn fyrir þetta lið.
  Þessar breytingar á Liverpool liðinu hins vegar eru alls ekki nógu bjartar og vonandi náum við að fá til okkar annan heimsklassa-kaliber leikmann sem allra fyrst.

 11. Nenni ekki að ræða M, svo fór sem fór. En er þessi víxlun á “fyrst” og “víst” eitthvað djók sem ég skil ekki?

  Víst hann vildi fara?!?
  Alls ekki fyrst að við náum?!?

  Þetta hlýtur að eiga að vera:
  Fyrst hann vildi fara…
  Alls ekki víst að við náum…

  Vona að enginn taki því nærri sér þótt ég sé með leiðindi. 🙂

 12. Jæja þá eru liðin búin að koma sér saman með kaupverð, og það væri gaman að komast að því hvað það eru miklir peningar sem fást fyrir manninn.

  Núna á bara konan hans eftir að skrifa undir samninginn við Barcelona og þá ætti allt að vera klappað og klárt.

  (nú væri sterkur leikur hjá Barcelona að bjóða honum bara svona 15.000 evrur á viku í laun.. sjá hvað hann segði við því;)

  Insjallah… Carl Berg

 13. Maður veltir því fyrir sér hvort Benítez hafi komið okkur til hjálpar með því að koma með formlegt boð í hann í gær til þess að neyða Barca til þess að hækka sig.

 14. góðar fréttir m.v. það sem á undan er gengið, ef hann hefði drullast til að spila þennan City leik þá hefði maður kvatt hann í sátt… spurning hvað verður gert við peninginn sem fæst fyrir hann sennilega um 20-25 milljónir punda, m.v. fréttir undanfarnar vikur þá virðist framherji vera efstur á innkaupalistanum (að ógleymdum Konchesky 🙂 ). Spurning hvort Hodgson lætur Poulsen duga til að fylla skarð Masch eða hann fái einn miðjumann í viðbót.

 15. Nú fagna Kanarnir væntanlega, komnir með 30M í leikmannasölum í sumar sem þeir geta borgað inná lánið og endursamið…

 16. Ég trúi ekki öðru en Roy sé með a.m.k 2 leikmenn klára til að kaupa núna. Það verður að styrkja liðið.

 17. Enginn pungur lengur í þessum fótboltamönnum. Var það ekki Roy Keane sem kvartaði undan því sem stjóri Sunderland að hann gæti ekki fengið neina leikmenn því kellingarnar vildu allar búa í London. Svona er þetta bara í dag, konurnar ráða hvert leikmennirnir fara.

  Annars langar mig að nota tækifærið og benda á mjög áhugaverða greina á sammarinn.com um eyðslu félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Sjá: http://sammarinn.com//index.php?option=com_content&task=view&id=2183&Itemid=2#JOSC_TOP

 18. Hvað önnur leikmannakaup varðar skil ég slúðrið nokkurn veginn svona:

  Vinstri bak: Paul Konchesky verður keyptur um leið og Fulham tryggja sér Carlos Salcido í staðinn. Bæði þessi kaup ættu að klárast fyrir lok leikmannagluggans. Paul Konchesky er allavega maðurinn sem verður í vinstri bak í vetur, ásamt Aurelio (með Agger og Kelly til vara). Insúa hefur verið frystur skv. heimildum fyrir að neita að yfirgefa félagið. Hann neitaði bæði Fiorentina og Genoa því þeir buðu honum lægri laun en Liverpool.

  Miðja: Christian Poulsen hefur þegar verið keyptur í stað Mascherano en það er óljóst hvort hann verði sá eini sem kemur inn. Aquilani fór jú líka, ekki bara Masch, og menn hafa eitthvað slúðrað um Scott Parker en ég stórefa að af því verði því West Ham vilja fáránlegar upphæðir fyrir hann (15m punda plús).

  Sókn: Slúðrið segir að Hodgson setji, auk Konchesky, mesta áherslu á að redda sóknarmanni fyrir lok gluggans og hefur mest verið talað um Ola Toivonen og Carlton Cole þessa vikuna. Báðir stórir og sterkir framherjar sem myndu skila svipaðri vinnu hjá Liverpool og mig grunar að ef annar þeirra kemur gæti verðmiðinn ráðið úrslitum. Þ.e. að við kaupum þann sem er ódýrari. Mögulega gæti reynst erfitt að fá þá báða og þá væri spurning hvort Hodgson myndi panikka og taka ódýrari/lakari kost.

  Við sjáum hvað setur næstu fjóra daga, en það er samt alveg ljóst að ef t.d. Konchesky og Toivonen koma erum við enn að eyða minnu en við fáum í félagaskiptaglugga OG, að mínu mati, að veikja mannskapinn (og ekki að auka breiddina). Maður verður þó að bíða með alla slíka dóma fyrr en glugginn lokar.

 19. Það er næsta víst að það verði að kaupa því Poulsen er bara hálfdrættingur á við Mascherano, ætli Van der Vaart sé á lausu ?

 20. Alonso fór og Aquilani átti að fylla skarðið. Nú er Aquilani farinn, og staðan er því sú að Alonso fór og við fengum engan í staðinn. Nú er svo Mascherano farinn og Poulsen kominn í staðinn. Það er töluverð afturför.

  Ég man fyrir tímabilið 2008 – 2009 hvað maður var bjartsýnn. Þetta var gríðarlega sterkur hópur á pappírunum. Síðan þá höfum við misst Alonso, Mascherano og Keane, og höfum ekki fengið neinn mannskap í staðinn, þrátt fyrir að þessir skili um 70 milljónum punda í kassann. Ég skal lofa því að þessi peningur sem fæst fyrir Mascherano fer beint í vasann á könunum. Þetta er frábært ástand. Takk kærlega fyrir þetta G&H.

 21. Víst að við seldum Mascherano verðum við fyrst að kaupa annan sterkan miðjumann… og sem víst.

 22. Ættla ekki að eyða mörgum orðum í þennan hund,og fyrir fram vill ég byðjast afsökunar á ljótum orðum mínum….” en vonandi rotnar hann þarna í Barcelona og fari lengra en heilvíti nær ”

 23. Sindri says:
  27.08.2010 at 08:51

  Nenni ekki að ræða M, svo fór sem fór. En er þessi víxlun á “fyrst” og “víst” eitthvað djók sem ég skil ekki?
  Víst hann vildi fara?!? Alls ekki fyrst að við náum?!?
  Þetta hlýtur að eiga að vera: Fyrst hann vildi fara… Alls ekki fyrst að við náum…

  Vona að enginn taki því nærri sér þótt ég sé með leiðindi. 🙂

  Kann ekki þetta quote kerfi þannig að c/p þetta bara.

  Er sammála Sindra, nenni ekki að ræða Masch því hann er vesalingur í mínum augum og við erum blessunarlega lausir við hann.

  En hvað er þetta með víst og fyrst? Sry strákar en þetta stakk mig í augun og ég vona að þetta sé einhver fíflalæti í ykkur hehe, fer alveg hrikalega í mig að lesa svona. :o)

 24. Það sem einkennir góð fótboltalið er samheldni og að allir stefna að sama markmiði. Það þarf bara eitt skemmt epli til þess að skemma fyrir og Mascherano var klárlega eitt slíkt. Nú sýnist manni að allir þeir sem spila fyrir félagið séu þar af heilum hug og nú er hægt að stefna framá við án þess að þurfa eyða tíma og orku í að díla við einhvern fýlupoka.

  Vonandi nær Hodgson að bæta við tveimur leikmönnum fyrir lok gluggans þ.e. einum miðjumanni og einum sóknarmanni en á móti má maður spyrja sig hvað fær hann að fjárfesta í miklum gæðum? Voanndi er hann búinn að spotta einhvern út þannig að það verði ekki einhver panic kaup eins og þegar Aquilani var keyptur.

 25. Verði Macherano að góðu. Keyptur var góður leikmaður en skítakarakter sem komið hefur í ljós. Hann fékk þó sitt fram og lítur eflaust á ákvörðun sína að neita að spila sem nauðsynlega fyrir ferlið. Mér er alveg sama, svona hagar atvinnumaður sér ekki. Því er ákveðinn léttir prinsipplega (og peningalega) að þetta mál er frágengið en knattspyrnulega þá held ég að þetta verið þungt högg fyrir liverpool að glíma við í vetur.

  Kristján minntist á að Insua hefði verið frystur. Það er annað mál (Aquilani hitt) sem ég skil ekki. Hvað gerði Insua til þess að fá sér fleygt svona gjörsamlega útúr öllum metum hjá klúbbnum. Væri fróðlegt að vita það. Að mínu mati er það mál strike two hjá Hodgson hingað til (Aquilani málið hitt), tel að Insua hefði átt að fá þessa stöðu ásamt Aurelio sem bakcup og við mátt eyða peningum í annað en vinstri bakvörð.

 26. Skrítið hvað dvergurinn Messi sleppur vel hérna. Framkoma hans í þessu öllu saman hefur ekki verið betri en hjá Mascherano.

  Hversu mikið er þetta ógeð búið að tjá sig opinberlega um hvað það sé best fyrir Mascherano að koma til Barca.

  Ef að Real Madrid hefði staðið svona að málunum þá hefði allt orðið vitlaust hérna en Barca fá einhvern veginn að sleppa.

 27. Ég er núþegar búinn að gleyma þessum manni og mun ekki ræða hann meira ! Óvirðing og frekjuskapur hjá Argentínumönnum á sér engin takmörk greinilega !

  Varðandi kaup þá verður ekkert keypt meira hugsa ég. Þessir peningar fara beint inn á reikning RBS og fara ekkert þaðan út aftur !!

 28. Helgi sagði:

  „Ef að Real Madrid hefði staðið svona að málunum þá hefði allt orðið vitlaust hérna en Barca fá einhvern veginn að sleppa.“

  Það er satt að við höfum á tímum gagnrýnt Real Madrid á þessari síðu, sérstaklega þar sem ég og Einar Örn erum stuðningsmenn Barcelona líka, en það er engin spurning að Barcelona á skilið talsvert mikla gagnrýni fyrir það hvernig þeir hafa staðið að sínum málum í sumar. Einhverra hluta vegna hefur verið svo mikið um að vera hjá Liverpool eftir HM að maður hefur varla komist í að fjalla um önnur lið.

  Ég get samt alveg tekið undir það, sem stuðningsmaður Barca, að eltingarleikur þeirra og skrípalæti í kringum Fabregas og svo Mascherano í sumar hefur farið út fyrir öll velsæmismörk og álit mitt á klúbbnum er talsvert minna en það var í vor. Því miður. Ég myndi segja það sama ef Liverpool höguðu sér svona (sjáiði t.a.m. Liverpool-leikmenn í fjölmiðlum annan hvern dag að biðla til PSV um að leyfa Toivonen að fara?). Barca hafa hagað sér ömurlega í sumar.

  Breytir því ekki að þeir verða enn og aftur með skemmtilegasta liðið í Evrópu í vetur.

 29. Það má samt segja það að Gerrard kemur í staðinn fyrir Alonso Þar sem að Joe Cole fer í stöðuna hans Gerrards. Svo gæti ég séð fyrir mér að Pacheco muni leysa Cole af þegar hann meiðist eða þarf hvíld.
  En að mínu mati þarf ennþá að fá annan sóknarmann með töluverð gæði og svo sóknarmiðjumann t.d VDV eða Defour.

 30. Góður leikmaður en skítakarakter – gott að vera láus við slíkan mann

 31. Ásmundur, ég verð að vera ósammála þér. Gerrard er enginn staðgengill fyrir Alonso. Ef þú biður Gerrard um að gera það sem Alonso gerði fyrir liðið erum við að veikja þá stöðu verulega. Og fyrir mitt leyti erum við ennþá með vængbrotna miðju eftir að Alonso fór, hann var sá besti í Evrópu (ásamt samlanda sínum Xavi Hernandez) í því sem hann gerir og við keyptum meiðslapésa í staðinn. Sá maður, Aquilani, er núna farinn og ef menn ætla að biðja Gerrard um að stíga upp og stjórna umferðinni og halda skipulagi í taktíkinni eins og Alonso gerði er laaangur vetur í vændum.

  Svo ég vitni í Arrigo Sacchi í frábærri greiningu á leiknum við Manchester City á mánudag:

  “When I was director of football at Real Madrid I had to evaluate the players coming through the youth ranks. We had some who were very good footballers. They had technique, they had athleticism, they had drive, they were hungry.

  “But they lacked what I call knowing-how-to-play-football. They lacked decision making. They lacked positioning. They didn’t have the subtle sensitivity of football: how a player should move within the collective. And for many, I wasn’t sure they were going to learn”.

  “You see, strength, passion, technique, athleticism, all of these are very important. But they are a means to an end, not an end in itself. They help you reach your goal, which is putting your talent at the service of the team and, by doing this, making both of you and the team greater.

  “In situations like that, I just have to say, Gerrard’s a great footballer, but perhaps not a great player.”

  Nákvæmlega. Gerrard er frábærlega hæfileikaríkur knattspyrnumaður en hann er bestur í stöðum þar sem hann getur notið góðs af góðri, taktískri vinnu leikmanna í kringum sig. Eins og í holunni eða á kantinum. Að biðja hann um að stýra taktíkinni? Sorrý. Það að vera góður leikari er ekki það sama og að vera góður leikstjóri.

  Við getum svo verið sammála um að Lucas, þótt hann sé betri taktískt séð en Gerrard, er enginn Alonso heldur, og því síður Christian Poulsen. Að mínu mati söknum við Alonso enn fáránlega mikið. Miklu meira en við munum nokkurn tíma sakna Mascherano.

 32. Hvernig nenna allir að vera svona bitrir og sárir og láta eins og þeir séu bara sáttir að einn allra besti varnarmiðjumaður heims sé að fara frá liðinu okkar?

  Ótrúlega öflugur leikmaður að fara, og við getum ekki verið sáttir við það.

 33. af öðru…. mig langar í alvöru riðil í Europa: Sampdoria, Dortmund og Young Boys 🙂

  1. flokkur: Atlético Madrid, Liverpool, Sevilla, Porto, Villarreal, CSKA Moskva, PSV Eindhoven, Zenit St.Pétursborg, Juventus, Sporting Lissabon, Stuttgart, AZ Alkmaar.

  2. flokkur: Steaua Búkarest, Lille, Dynamo Kiev, Anderlecht, Bayer Leverkusen, París SG, Club Brugge, Palermo, Getafe, Besiktas, Manchester City, Sampdoria.

  3. flokkur: Sparta Prag, AEK Aþena, Metalist Kharkiv, Levski Sofia, Rosenborg, Salzburg, CSKA Sofia, OB, Napoli, Dortmund, Dinamo Zagreb, BATE Borisov.

  4. flokkur: Aris Saloniki, Rapid Vín, PAOK Saloniki, Lech Poznan, Karpaty Lviv, Young Boys, Utrecht, Gent, Lausanne-Sport, Sheriff, Debreceni, Hajduk Split.

 34. Kristján, menn verða bara að fara að sætta sig við það að Alonso er löngu farinn og kemur ekki aftur, og miðað við núverandi stöðu á félaginu þá er enginn í liðinu betri en að dreifa spilinu heldur en Gerrard (mitt mat) en það væri mjög gott ef að Hodgson myndi finna annan leikstjórnanda til þess að koma til okkar. En á meðan að staðan er svona þá er Gerrard sá maður (aftur mitt mat).
  Ég hefði viljað halda Aquilani en fyrst að Hodgson gat leyft sér að láta hann fara þá hlýtur maðurinn að vera með eitthvað backup plan.

 35. Þvílíkt forkastanlegt rugl hjá Sacchi. Greinilegt að Sacchi var að sjá Gerrard spila fótbolta í fyrsta sinn. Áður en að Alonso kom var Gerrard að spila á miðri miðjunni og stjórna spilinu hjá Liverpool og gerði það frábærlega. Á þessum árum var hann að festa sig í sessi sem einn besti miðjumaður í heiminum og fékk mikið lof frá flestum stöðum. Það er því tómur þvættingur að Gerrard geti ekki spilað vel á miðjunni, hann getur gert það betur en flestir. Við höfum Liverpoolmenn höfum margoft séð það í gegnum árin og ættum að vita þetta best af öllum.

  Gerrard færði sig framar á völlinn þegar Alonso kom, og þar hefur hann sprungið út enda frábær sóknarmaður. Með Alonso og Mascherano fyrir aftan sig með frelsið til að sækja var hann frábær. Gerrard er mjög fjölhæfur fótboltamaður sem getur leyst allar stöðurnar á miðjunni vel, á kantinum fyrir aftan sóknarmanninn eða á miðri miðjunni. Þetta gerir það að verkum að hann hefur verið einn allra besti fótboltamaðurinn í heiminum undanfarin ár.

 36. Ef að þessar tölur eru réttar þá er verið að gefa Masch ,út af hverju gefum við alltaf frá okkur bestu mennina enn kaupum alla dýru verði!

 37. það er K riðillinn sýnist mér…. drátturinn í beinni á visir.is

  Insjallah.. Carl Berg

 38. LLiverpool vantar leikmenn einsog Bastian Schweinsteiger og Xavi , Alonso svo líka ég hefði vilja’ selja Masch fyrir þá hefðum við getað fengið Diego fyrir bara 12 milljóna punda en hann nú að fara til Wolfsburg. Við þurfum mann sem hefur hátt Football IQ eða einsog t.d. einsog Diego Forlan og Özil

 39. Megum ekki við því að fá fleiri miðlungsleikmenn annars mun liverpool breytast í plebbapool.

 40. Liverpool

  Steaua bucharest

  Napoli

  FC Utrecht

  Gæti verið verra 🙂

 41. K-riðill Evrópudeildarinnar með Steua Búkarest, Napoli og FC Utrecht. Nokkuð fínn riðill, sterkur þó.

  Vona að Kelly, Spearing og co. fái að leiða liðið í þessari keppni, allavega þangað til komið er í síðari umferðirnar (ef liðið kemst þangað).

 42. ég spái að Liverpool og Napoli fara upp þennan riðill og þetta gæti vera gott skoðun á Marek Hamsik og kannski Lavezzi

 43. Ahh hvað er nú gott að vera búið að losa sig við hann! Frábær leikmaður og allt það, en djöfull er hann búinn að koma illa fram við okkur! Á ekki skilið að vera í Liverpool treyju.
  .
  Þá er það bara að vera bjartsýnn og vonast til að við fáum góðann pening fyrir Sauðinn og fáum að nota þann pening til að kaupa okkur allavega 1 stykki heimsklassaframherja.
  Ég veit, mjög ólíklegt að við fáum að nota peningin til að kaupa leikmenn. En meina maður verður nú að vera bjartsýnn og brosa, enda ekki annað hægt þegar maður heldur með svona fallegu félagi 🙂

  YNWA

 44. Það er auðvitað staðreynd að við erum að missa enn einn frambærilegan fótboltamanninn. Nú eru Benayoun, Aquilani og Mascherano allir farnir og við höfum fengið Cole og Poulsen í staðinn. Burtséð frá allri vitleysunni í Mascherano erum við að veikja liðið verulega með þessari sölu. Við erum hreinlega með þunna og slaka miðju sem er varla fær um að vinna boltann af sterkari andstæðingum og hvað þá að stýra leikjum gegn þeim.

  Ég held samt að maður verði að leyfa glugganum að lokast áður en maður tekur endanlegt æðiskast gagnvart þessum hörmungareigendum. Við erum að selja miklu meira en við kaupum fyrir enn einn gluggann. Þetta er ekkert annað en áskrift að meðalmennsku, Everton fer meira að segja upp fyrir okkur með þessu áframhaldi. Það er ekkert sem bendir til þess að Torres, Gerrard og Reina verði lengi í viðbót hjá liðinu ef þeir sjá fram á basl um miðja deild. Helvítis!

 45. Sælir félagar

  Hver er þessi Mascherano sem menn eru að tala um. Ef ég hefi einhverntíma vitað hver hann er(var) þá hefi ég gleymt því. Og ég hefi takmarkaðar áhyggjur af því.

  Nú verður fróðlegt að sjá hvað RH fær mikið til leikmannakaupa og hvað hann kaupir. Það er málið í dag og næstu daga.

  Það er nú þannig

  YNWA

 46. Er einhver án gríns sem tekur mark á Henry Birgi? Maður sem heldur að hann sé svaka töff en er frekar langt frá því að vera það

 47. Ég skil ekki þetta tal um að halda með Barcelona líka. Það hefur sýnt sig að menn geta ekki haldið með tveimur stórum liðum, því þau eru í bullandi samkeppni um leikmenn og auðvitað líka í Evrópukeppninni. Hvað þá þegar liðin beita þessum skítaaðferðum til að sækja leikmenn, hvetja menn til að standa ekki við gerða samninga og beita fjölmiðlum óspart þarna á spáni.

 48. Mikið er gott að þetta endalausa rugl með Mascerano er á enda og nú er bara að vona að RH fái að nota peningin til að kaupa leikmenn… ætli kana vittleisingrnir svíki það loforð ekki eins og önnur sem þeir haf gefið, verður fróðlegt að sjá hverja við kaupum fyrir lokin á félagsskipta glugganum….

 49. Ég er bara ekkert sáttur við að Barselona hafi unnið Inter í kaupunum, engöngu fyrir framkomu þeirra í þessu máli. Síðan er ég nokkuð viss um að við sjáum ekki stór nöfn koma inn, ef þá nokkur, núna fyrir gluggalok. Meiri líkur á að peningurinn fari í bankaskuldir Knoll & Totts.

  Síðan leikur mér forvitni á (eins og fleirum) að vita hvað liggi á bak við þennan orðaleik “víst” og “fyrst” ?? Ekki að fatt’ann og verð að viðurkenna að ég læt svona málvillur trufla mig :þ
  [til dæmis eru ekki til pulsur……heitir mamma þín nokkuð Brundís?] 😉

  Sævar Sig: linkurinn sem þú varst með á move Owens til okkar er frétt um ágóðaleik Carraghers sem Owen tekur þátt í :þ ekki raunveruleg skipti

 50. Að vitna í skrif eftir Henrý Burger er fyrir mér ekki ólíkt því að vitna í Breskan skítasnepil sem verður ekki nefndur á nafn hér.

  Annar eins geðþótta penni finnst ekki auðveldlega í Íslenski pressu.

 51. “Vonandi líður konunni hans vel á Spáni þar sem menn tala ekki eeeeensku.” Held að það sé lítið vandamál.. Hann hefur t.d. Messi til að eiga samskipti við.

 52. Frábært að þetta mál sé úr sögunni þó ég hefði auðvitað hest viljað að Mascherano hefði verið alsæll í Liverpool og verið þar næstu árin. Stórefa samt að Barcelona sé að borga 25 milljónir semmér finnst samt alltof lág upphæð, 35 milljónir hefðu verið sanngjarnt, spái að þeir séu að borga um 20. Hefði viljað fá peninga og Hleb með í kaupunum, það er leikmaður sem ég er mjög hrifin af og hefði svo sannarlega getað gagnast okkur.

  Ég held nú samt að það sé alveg á kristaltæru að Hodgson fái hverja krónu af þessu til að eyða og sé með eitthvað uppí erminni nú þegar, helst að klára Konchesky og fá svo alvöru klassa senter í hvelli fyrir lok gluggans.

  Eigum við ekki reyna að hafa þetta bara jákvæða helgi og gleyma þessum neikvæðu fréttum, vinna wba 5-0 á sunnudag og vera við það að kaupa klassasenter fyrir helgarlok????

 53. Hann vissi að hann væri til sölu, það eina sem vantaði var tilboð….

  Í stað þess að spila sinn 100 leik fyrir Liverpool í deildinni og kveðja með stæl. Þá ákvað hann að snúa bakinu gegn liðinu sem hlúði að honum og bjó til leikmann í heimsklassa og kveðja með alla stuðningsmenn pirraða.

  Það er stutt á milli að vera hetja eða skúrkur hjá okkur Liverpool mönnum þessa dagana

 54. Er staðfesta að hann hafi neitað að spila á móti City? Hodgson talaði um að hann hefði ekki verið með hugann við efnið, en ég hef ekki séð staðfestingu á að Mascerano hafi neitað að spila.

  Get nefnilega alveg trúað núverandi stjórn Liverpool til að breiða út slíka sögu til að réttlæta sölu á leikmanni.

 55. Er staðfesta að hann hafi neitað að spila á móti City? Hodgson talaði um að hann hefði ekki verið með hugann við efnið, en ég hef ekki séð staðfestingu á að Mascerano hafi neitað að spila.

  Dominic King, sem er nú enginn sérstakur aðdáandi núverandi eigenda fullyrti þetta í grein, sem ég vísaði á. Ég held að við fáum það aldrei betur staðfest en svo, því Mascherano mun ábyggilega neita því.

  • til dæmis eru ekki til pulsur.

  Djöfulsins kjaftaði, ég borða pulsur ekki pylsur 🙂

  Annars gott að losna við svona skítakarakter þó ég sé ósáttur við að selja til skítaklúbbs eins og Barca, álit mitt á þeim er alveg við frostmark, smá eftir þetta JM mál en þó aðallega eftir framkomu allra sem tengjast félaginu á einhvern hátt þegar kom að því að setja pressu á Arsenal að selja Fabregas (á útsöluverði). Ætli þeir fari ekki að huga að Reina næsta tímabil!!

  En þó það sé gott að þetta leiðinda JM mál sé frá þá breytir það því ekki að við erum að missa rosalega stóran part af byrjunarliðin sl. ár og Poulsen er ekkert að fara fyllaþað skarð. Tala nú ekki um eftir þetta illskiljanlega lán Aquilani til Juve. Okkur vantar quarterback a la Alonso og hávaxinn sóknarmann. Við höfum akkurat ekkert að gera við Konchensky enda með 2 (Aurellio og Insúa) bakverði fyrir og 2-3 sem geta leyst þessa stöðu í hallæri (Agger, Wilson og Kelly).

  Það þarf mikið að gerast í dag og á mánudaginn og reynslan af Liverpool undanfarin á kennir manni að búast ekki við of miklu.

 56. eigum við bara ekki að falast eftir Adebayor ?

  stór,sterkur og góður klárari og svartur eins og nóttin. Hann er ósáttur hjá City og vill bara vera hjá liði sem hann fær að spila. Deginum ljósara að hann fengi það hjá okkur. Sérstaklega þegar Torres tekur uppá því að meiðast aftur.

 57. ég held bara að city se aldrei að fara að selja Liverpool einhvern leikmann! þeir þurfa ekki á peningunum að halda og munu frekar selja leikmenn til annars lands fyrir minni pening ! en ég er svo hjartanlega sammála Babu, við þurfum stóran og sterkan striker og góðan miðjumann ! væri ekki bara sniðugt að henda tilboði í defour. hann er ungur enn samt með fína reynslu. svo er einhvað búið að vera að slúðra um hatem ben arfa frá fance. veit ekki alveg með hann en vissulega betra en ekkert! svo með senter gætum við ekki alveg fengið bobby zamora eða c. cole á fínan pening þeir eru sterkir og gætu nýst mjög vel vo eru þetta líka englendingar og vilja ábyggilega mjög mikið spila fyrir Liverpool. en eru ekki vælandi um veðrið og landið eins og þessi litla argentínu drulla! en gæti allavega trúað að það væri hægt að fá tvo af þessum fjórum fyrir sanngjarna upphæð sem félagið ætti að eiga til

 58. freysi ég vildi að ég væri að grínast en því meiður nei.. en ef við horfum til þess að það eru 4 dagar eftir af glugganum og að torres þurfti að klippa sig stutt og þeir þurftu að lána aquilani því þeir eiga ekki pening fyrir hárböndum fyrir þá ! bobby zamora virðist bara vera í hörkuformi miðað við hvernig fulham á síðustu leiktíð og hverju hodgson náði úr honum þar. eeen ég skil þig alveg og kannski væri c.cole skárri er allavega 4 árum yngri. við eigum allavega ekki pening fyrir drogba,zlatan, adebayor eða robinho. þannig að maður verður að reyna að vera raunsær og horfa á hvaða leikmenn gætu mögulega komið og það eru ekki margir enskir sem ég get ýmindað mer kannki heskey 🙂

 59. mascherano farinn, nu er ekkert eftir nema að nota pengenn sem við fengum að kaupa adebayor!

 60. Minn draumur væri að negla Luis Fabiano það er eitthvað sem væri smá glæta á að gæti gengið upp annað en til dæmis Adebayor. Fabiano er sagður hafa áhuga á að fara til Tottenham svo ég sé ekki annað í stöðunni en það að hann væri líklega alveg eins líklegur á að vilja fara til Liverpool. Harry Redknapp segir að hann sé of dýr og kosti 24-25 milljónir sem ég er sammála að sé full mikið kannski en það má kannsko afgreiða hann fyrir 20 milljónir og þá værum við klárlega með 2 heimsklassa framherja….

 61. og hér segir sky einnig frá þessu:

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11681_6342196,00.html

  ég hefði frekar viljað sjá slúður um kaup á alvöru senter, miðjumanni eða kantmanni. Það er einnig í fyrri fréttinni talað um að lucas leiva sé að fara.

  ef eitthvað er til í þessu er spurning hvort liverpool ætli að spila án miðjumanna þennan veturinn ?

 62. Bíddu átti Dalla Valle ekki að vera einhver mest spennandi ungi striker síðan Owen ?

  Vona að þetta sé bara einhvert rugl.

 63. Ætli Konchesky og Poulsen hafi verið leikmennirnir sem sannfærðu Torres um að vera áfram, gleymdist reyndar að segja honum að við mundum losa okkur við Masch og Aqualini. Vonandi fer restin af peningnum í almennilegan playmaker og kannski einn varnarmiðjumann og svo góðan framherja.

  Annars þyrfti líka nauðsynlega að fá hraða tekníska kantmenn (eða hraða og tekníska leikmenn yfir höfuð sem hafa líka leikskilning). Sé það samt ekki gerast. Mesta lagi einn framherji og einn miðjumaður í miðlungsklassa, gæti samt endað í bara einum leikmanni í viðbót, því miður.

  Ekki einu sinni bjartsýnasti stuðningsmaður gæti reynt að blekkja sig eða aðra með klassísku möntrunni að við séum einum leikmanni frá því að meika það eða þetta tímabil sé tímabilið.

 64. Á goal.com hljómaði þetta eins og Dala Valle og Kacaniklic færu á láni til Fulham. Ef það er málið þá er það ekki svo slæmt, þá koma þeir með reynslu til baka fyrir næsta tímabil. Ég ætla allavega að vona að Dala Valle sé ekki að fara!

 65. Hvað er eiginlega í gangi ??????
  Hvurslags rusl er eiginlega erið að orða við klúbbinn. ef Hodgson ætlar að fara að umbylilta öllu og taka inn tóma PAPPAKASSA frá Fulham and family þá held ég að við sjáum fram á ansi langan vetur.
  Mér er alveg steinhætt að lítast á blikuna varðandi þá leikmenn sem orðaðir eru við klúbbinn og spilamennskuna í þeim leikjum sem er búið að spila, mann langar mest að grafa hausin í sandin og láta eins og maður hefði ekki orðið vitni að þessum hörmungum, með sama áframhaldi megum við þakka fyrir TOP TEN finish og Hodgson við stjórn um ókomin ár, þakklátan í lok hvers tímabils að hafa sloppið við fall.
  BARA MITT MAT.

 66. Sorry, á ekki til eitt aukatekið orð yfir þessu. Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan að við værum að kaupa Poulsen (30 ára) og Konchesky (29 ára) til liðsins fyrir hátt í 10 milljónir punda, þá hefði ég talið viðkomandi aðila galinn, ekki flókið.

 67. Hvað hefur breyst síðan Rafa hætti? Meira fé til leikmannakaupa? Ehhhhh nei. Nýr stjóri sama ástand. Rafa fékk ekki þá leikmenn sem hann vildi vegna fjármagnsskorts, keypti oft mun lakari menn en hann hafði í huga. Roy er bara kominn í sömu rullu reynir sitt besta með hendur bundnar fyrir aftan bak. Þess vegna er verið að orða okkur við mjög óspennandi leikmenn. Roy er bara að kaupa leikmenn sem hann þekkir og teystir sbr. Poulsen og Konchesky. Hvað í helvítinu á hann að gera annað ég bara spyr? Kannski getur hann eitt núna í einn góðan striker ef við fáum eitthvað af þessum peningum sem kemur við söluna á Javier ég er vælandi kelling sem var bjargað af Rafa frá bekkjarsetunni hjá West Ham go fuck your self Mascherano.

  Góðar stundir áfram LFC

 68. Mér sýnist sem að Hodgson sé búinn að finna arftaka masch.
  http://www.guardian.co.uk/football/2010/aug/27/liverpool-sign-raul-meireles-porto

  • Roy Hodgson acts quickly to sign 27-year-old midfielder
  • Portuguese seen as ideal replacement for Javier Mascherano

  Liverpool have moved quickly to replace Javier Mascherano by agreeing a £10.7m package with Porto tonight for the Portugal international Raul Meireles.

  Meireles, one of Portugal’s more impressive players in the World Cup, is understood to have agreed personal terms and, if everything goes according to plan, the deal will be completed over the weekend, dependent on the 27-year-old passing a medical examination.

  The transfer was rushed through this evening after Mascherano finally got his wish to leave Anfield, joining Barcelona in a £20m deal that freed up the money for Liverpool to bring in a cheaper replacement.

  Meireles is available for a low fee because he is in the final year of his contract and Porto have been trying to sell him rather than risk losing him on a free transfer next summer.

  The player has been prominently linked with Manchester United over the past month but does not fit into the club’s policy under the Glazer family of not signing players for big money if they are aged 26 or above, Dimitar Berbatov being the exception to the rule.

  Liverpool do not operate with such restrictions and the manager Roy Hodgson will hope Meireles can make his debut in the league game at Birmingham City tomorrow week.

 69. Úr því sem komið er þá er gott að litli nautabaninn sé farinn. Takk Javier fyrir allar góðu stundirnar en ég mun eiga mjög erfitt með að fyrirgefa þér hvernig þú komst fram við klúbbinn minn á síðustu metrunum. Það mun því miður skyggja á minninguna um frábæran varnar miðjumann. Alveg sama hvað öllum vangaveltum líður um framkomu og fara/ekki fara þá er stóru fréttirnar að hópurinn hjá okkur veikist til muna við þessa sölu. Svo einfalt er það. Það er ekki góðar fréttir.

  Tveir öflugustu miðjumennirnir Mascherano og Aquilani farnir frá okkur í sumar (Gerrard er ekki miðjumaður!) … Verður þetta flokkað öðruvísi en reiðarslag fyrir liðið?

  YNWA

Trabzonspor 1 – Liverpool 2

Mótherjar í Evrópudeildinni