Aðeins um Kuyt

Hvað svo sem má segja um taktína hans Hodgson í leiknum gegn City, þá fær hann 10 í einkunn fyrir viðtöl í blöðum hingað til.


Hann segir að Rafa Benitez hafi heitið því að reyna ekki að ná til sín leikmönnum Liverpool. Þrátt fyrir það virðist umboðsmaður Dirk Kuyt vera að gera sitt besta í að koma Hollendingnum til Inter (ég mæli með því að fólk lesi Guardian greinina fyrir alveg mögnuð kvót í umboðsmann Kuyt). Hodgson er pirraður og segir

>”At this late stage in the transfer window it would be remarkably unusual for us to accept an offer for a player we don’t want to leave for money we don’t need. I need the player. I don’t need the money. I would suggest, with all due respect, that if the agent had a serious plan to move him (Kuyt) from the club he should have been working on it four or five weeks ago, not with a few days of the window remaining, because it is very unlikely that we would receive an offer from any club that we would entertain now.

>”When Benítez left the club he signed an agreement he would not poach players from Liverpool and I think that still applies. As far as I’m concerned, the agreement with Moratti still stands.”

Amen, Roy. Þetta skot á umboðsmann Kuyt er verulega gott. Menn geta deilt um Dirk Kuyt, en að selja hann 6 dögum fyrir lok sölugluggans væri einfaldlega fáránlegt.

46 Comments

  1. Ég sveifllast frá því að vera hissa á að fólk vilji í alvörunni borga fyrir að fá Kuyt í sitt lið og í það að vilja ekki missa hann. En eins og Hodgson segir þá væri fáránlegt að selja hann núna! Sama á auðvitað við um Mascherano en það er önnur staða enda held ég að jörðin fari að snúast hinn hringinn áður en Kuyt verður eins ófagmannlegur og Litla Dekurdósin hans Maradonna.

    Hodgson er annars búinn að vera frábær í viðtölum og sérstaklega þegar kemur að þessum leikmönnum sem hafa verið orðaðir frá okkur.

  2. Það væri alveg hægt að selja þennan vinnuhest ef við gætum fengið eitthvað efnilegt trippi í staðinn.

  3. Svona eru bara umboðsmenn í dag. Þeir eru blóðsugur á knattspyrnunni í dag. Ef þeir fengju að ráða, þá mundi leikmaður aðeins spila eitt tímabil hámark með hverju liði.

  4. Mér finnst þetta skrýtið hjá Dirk Kuyt. Umboðsmaðurinn hans segir að Kuyt hafi beðið um að verða seldur? Þetta er þvert gegn því sem Dirk Kuyt hefur sagt sjálfur. Hann gaf sér tíma fyrir úrslitaleikinn á HM til að segjast vilja vera áfram hjá Liverpool. Hann er alltaf að tala um það hvað hann sé ánægður með lífið í Liverpool, dýrki stuðningsmennina, elski að spila fyrir félagið og að fjölskyldan hans sé mjög ánægð þarna. Hann talaði um það fyrir stuttu í viðtali hvað hann væri stoltur af því að börnin hans væru kominn með scouse hreim. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á flest öllum öðrum í liðinu biðja um sölu á undan Kuyt. Kuyt hefur mjög oft farið í taugarnar á mér, en ég hef alltaf haldið dálítið upp á hann því að hann er báráttuhundur sem hengir aldrei haus og virtist, miðað við viðtöl hingað til, vera með stórt Liverpool hjarta. Ég er því eiginlega gáttaður á þessum fréttum.

  5. Kuyt var nú ekki ódýr.

    Það var einvher með samanburð á verði Mancity og Liverpool. Hví ekki að bera saman Tottenham og Liverpool? Er Harry Redknapp snillingur? Eða eru þetta peningar sem hafa skilað Tottenham í meistaradeildina. Mér sýnist á þeim að það verði ekkert vesen á þeim í vetur og eigi eftir að standa sig vel í deildinni go í meistaradeildinni?

  6. Konchesky á leiðinni, Insúa ekki farinn og Aurelio kominn aftur. Ekki eru margar vikur síðan Liverpool átti ekki neinn vinstri bakvörð. Núna veltir maður því fyrir sér hvað á að gera við alla vinstri bakvarða hersveitina.

  7. Ég hreinlega trúi því ekki að Kuyt sé tilbúinn að fara fyrr ég sé hann segja það beint út. Hann getur alveg treyst á það að hann hefði hvergi fengið jafnmikinn stuðning og jafn mikla tryggð frá neinum aðdáendum og hjá Liverpool fyrir þá frammistöðu sem hann hefur sýnt hjá Liverpool. Ég tel að aðdáendur Liverpool eigi alveg inni eitt gott tímabil frá Kuyt fyrir þá þolinmæði og stuðning sem þeir hafa sýnt honum.

    Ég vil myndi alls ekki vilja missa hann á þessum tímapunkti. Hann er vinnuhestur og skorar oft í mikilvægum leikjum. Hefur vissulega sína galla en er engu að síður þessi leikmaður sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Leikmaður sem verður aldrei sakaður um að leggja sig ekki fram. E.t.v. er þetta síðasti séns fyrir Liverpool að fá einhvern pening fyrir hann en Hodgson svarar vel fyrir þau rök þegar hann segist ekkert við peningana að gera, heldur þurfi hann á leikmanninum að halda. E.t.v. er þetta bara örvæntingafull tilraun umboðsmannsins til þess að fá vænlega söluþóknun fyrir leikmanninn áður en hann byrjar að falla í verði sökum aldurs.

  8. Þetta staðfestir endanlega það að Rafa var svo sannarlega ekki búinn að missa búningsklefann.

    Það að Liverpool FC hafi látið Rafa skrifa undir þess eðlis að hann mætti ekki fara á eftir leikmönnum LFC sýnir að þeir óttuðust það mikið að leikmenn myndu vilja fylgja honum.

    Ég man ekki eftir að hafa heyrt um aðra stjóra skrifa undir slíkt.

  9. Torres lýsti því reyndar yfir í viðtali að það hefði verið best fyrir alla að Rafa hafi farið.

  10. Ég fatta þetta ekki alveg. Seinast þegar ég vissi var knattspyrnustjórinn Rafa Benitez kolómögulegur, ópersónulegur, leikmenn þoldu hann ekki og víst löngu búinn að missa búningsklefann þegar hann var loks rekinn.

    En samt sá Liverpool FC sig knúið til þess að láta hann kvitta sérstaklega undir það að hann tæki ekki leikmenn með sér til Ítalíu. Og samt sem áður er einn af okkar sterkari leikmönnum á leiðinni þangað. Skrýtið allt saman.

  11. Halli.

    Sami Torres og þurfti nokkra fundi til að láta sannfæra sig um að vera áfram hjá Liverpool eftir að Rafa fór?

    Hann sagði að stjórnin hefði gert alltof háar kröfur á Rafa og þess vegna var kannski best að hann færi. Eftir þetta þurfti Purslow nokkra fundi (samkvæmt Roy Hodgson) til að sannfæra Torres um að vera áfram.

  12. afsakið að ég sé að halda áfram með þráðarán, en smá pæling. Það er oft verið að orða Zlatan til ítalíu, og masc til barca. Er ég sá eini sem mundi glaður taka skipti á zlatan og masc. og steja faith í poulsen. þá gætum við spilað á heimavelli með zlatan og torres, með joe cole, gerrard fyrir aftan sig sem gætu komið lömuðum manni í dauðafæri. Og á útivelli gætum við spilað öðrum hvorum því ég held að það sé mjög leiðinleg staðreynd en torres er að fara meiðast á þesu tímabili það er bara þannig. Væri allveg til í feedback á þetta, ég veit að zlatan vill ekki fara, og ef hann færi þá færi hann til milan. En er þetta ómögulegt?

  13. Ég held að launakröfur Zlatan (bara guts feeling) séu langt fyrir utan velsæmismörk sólkerfisins og að við gætum trúlega aldrei mætt þeim. Ein skemmtileg staðreynd þó um hann. Hann hefur verið landsmeistari í öllum þeim löndum sem hann hefur spilað. Sá frétt um það um daginn. Að því leiti væri ekki leiðinlegt að fá hann 🙂 en einhvernveginn finnst mér hann vera of mikil primadonna sem ég veit ekki hvort fólk nenni að hana (Mascherano einhver?). Veit svo sem ekki hvað hann er verðlagður á vs. Mascherano og held að Barca muni láta eins og enn meira fífl í svoleiðis viðskiptum.

  14. Umboðsmenn segja margt en auðvita vilja þeir að leikmaðurinn sinn skipti sem oftast um lið til að frá prósentur. Manni finnst of þessir leikmenn eins og hálf gerð verðbréf í höndum á verðbréfasölum.

    Áfram LFC

  15. Ég lít svo á að þetta sé slúður þangað til að Kuyt biður um sölu. Persónulega held ég að það séu meiri líkur á því að stór hlutur hópsins biðji um sölu á undan Kuyt, hann hefur mjög stórt Liverpool hjarta.

    Varðandi samningin við Benitez þá væri í góðu lagi að gera undantekningu í tilfelli Mascherano. Ég væri miklu frekar til í að sjá hann fara til Inter fyrir 20-25 milljónir heldur en til Barcelona. Ófagmannleg vinnubrögð Börsunga verða til þess að maður vill ekki sjá þá ná sýnu fram í þessum kaupum.

    Krizzi

  16. Helgi ég hef nú aldrei heyrt neitt um þetta með að Torres hafi sagt að stjórnin hefði gert alltof háar kröfur á Rafa og þess vegna var kannski best að hann færi. Ertu með heimild á þetta? Í viðtali á HM fyrir leikinn gegn Portúgal lýsti Torres því það hefði verið best fyrir alla að Rafa færi. Það var engu bætt við þar. Hinsvegar hef ég oft heyrt þá sögu að Torres hefði pottþétt farið ef Rafa yrði áfram. Hef lesið það í nokkrum miðlum. Maður veit reyndar aldrei hvað er satt í þessu.

    Ég er þó 100% viss um það að Torres var ekki á leið í burtu frá Liverpool í sumar. Hann hefði aldrei fagnað með Liverpool trefilinn eftir sigurinn á HM ef svo hefði verið. Svo hef ég aldrei heyrt Hodgson tala um ítrekaða fundi milli Torres og Purslaw til þess að sannfæra Torres um að vera áfram. Hodgson sagði í eftir einn fund við Torres í sumar að hann væri sannfærður um að Torres yrði áfram, og svo bætti hann því við að Purslaw og Torres ætluðu að ræða eitthvað saman eftir fundinn. Ég hef ekki heyrt um fleiri fundi milli Torres og og Purslaw, en fyrir þennan eina fund sagði Torres eitthvað við Hodsgon sem gerði Hodgson viss um að Torres yrði áfram. Ég efast því um að einhver hefði þurft að sannfæra Torres. Hann var aldrei á leiðinni í burtu.

  17. Ha? Breska pressan að taka bara það sem selur blöðin best en ekki viðtal í heild sinni. Sláandi fréttir

    “At this point I think it was best for everyone,” Torres said in the Spanish daily AS.
    “He won everything, and last year they demanded too much from him.”

    Liverpool remain hopeful of convincing Fernando Torres to spurn the advances of Chelsea and Barcelona and committing his future to Anfield after the club’s manager, Roy Hodgson, revealed managing director Christian Purslow has spent two days locked in talks with the forward.
    “Christian Purslow has been talking to him for the last two days, so there have been lots of words,” said Hodgson.

  18. Hvað sem gerist þá skulum við ekki selja Kuyt og kaupa Carlton Cole, við þurfum ekki enn ein meðalmennsku sentervonbrigðin í viðbót.

  19. Sama hvað menn seigja um hæfileika Kuyt, þá tel ég hann mikilvægan leikmann á þessum tímapúnkti þar sem margt er í lausu lofti og pirringur í mönnum.
    Kuyt hefur sýnt það að hjarta hans slær með liðinu og hann berst ávalt til hins ýtrasta fyrir liðið sama hversu vel eða illa gengur.
    Það er margir hæfleikaríkari leikmenn í röðum LFC enn alltof margir af þeim hafa sýnt það að þeir eru afar fljótir að hengja haus þega illa gengur og haga sér einsog prímadonnur.
    Fyrir mér á Kuyt að eiga byrjunarliðssæti ávallt þega hann er heill því hann berst fyrir málsstaðinn og nennir að vinna fyrir þessum ofurlaunum sem knattspyrnumenn hafa í dag.
    Þar að auki mættu margir leikmenn LFC taka Kuyt sér til fyrirmyndar og nálgun hans við leikinn, enda er Kuyt ekta atvinnumaður kvartar aldrei spilar þar sem þjálfarinn biður hann um að spila og reynir ávallt að skila sínu hlutverki.

  20. Var ekki búinn að sjá þetta viðtal Helgi, þarna stendur þetta allt eins og þú sagðir. Ég hef samt sem áður heyrt það á nokkrum stöðum að framtíð Torres var ekki bundið við Rafa Benites. Balague hefur t.d. talað um þetta. Það sem fer í taugarnar á Torres á að vera metnaðarleysið í stjórninni þegar kemur að leikmannakaupum. Ég stórefast um að þessir fundir með Purslaw hafi snúist um róa Torres útaf brotthvarfi Rafa, ég held að það hafi varla verið rætt. Ég held að þessir fundir hafi snúist um að sannfæra Torres um að klúbburinn muni rétta sig af og leikmannahópurinn verði bættur.

    Ég veit ekkert um það hvort Rafa hafi verið búinn að tapa búningsklefanum. Ég skynja það þó að ákveðnir leikmenn hafi verið sáttir með brotthvarf hans og mjög ánægðir með ráðningu Hodgson. Auðvitað gildir ekki það sama um alla leikmenn. Eflaust hefðu einhverjir viljað gefa honum lengri tíma. Skoðanir Dirk Kuyt á málinu virðast allavega skýrar. Skoðanir hans koma kannski ekki á óvart í ljósi þess að hann var áskrifandi að byrjunarliðssæti í tíð Rafa Benites.

  21. Af hverju er Kuyt notaður fram sem hreinræktarður senter? Ég væri alveg til í að sjá Torres og Kuyt frammi saman.

  22. Halli, Torres pottþétt farið ef Rafa hefði verið áfram? Get real.
    Merkilegt að enn sé verið að ræða slíka hluti þegar vandamálið er algjörlega augljóst, eigendurnir!!
    Sérðu þetta fyrir þér: Torres að velta framtíð sinni hjá Liverpool fyrir sér.. “ég verð að losna frá þessum stjóra sem fékk mig til liðsins og ég varð einn besti framherji í heimi undir” eða.. “Ég sagði að við þyrftum 4-5 leikmenn í VIÐBÓT til að verða samkeppnishæfir og ekkert gerist”.

    Ef ekkert gerist í eigendamálum þá er ég hræddur um að Mascherano sé bara fyrstur af mörgum, tel ég hafi séð fleiri comment hérna með reiði í garð Mascherano á 2 dögum en í garð eigendanna frá því þeir komu til sögunnar. Tel að við séum með Torres á síðasta séns, ef hann fer þá dettur mér ekki í hug að skella skömmunum á einhvern stjóra eða Torres sjálfan, hann mun hafa verið illa svikinn af eigendunum eins og við öll.

  23. Ath, gerði þetta comment áður en ég sá síðara commentið frá þér Halli. 🙂

  24. Ég verð að segja það að Hodgson hefur sagt allt sem segja þarf við fjölmiðla. Í raun hefur hann komið mun betur út en ég þorði að vona sýnt og sannað að hann er alvöru maður. Hreinn og beinn og ekkert múður.

    Ef ég væri hann myndi ég svo ganga á hvern einasta leikmann, Kuyt fyrstan og spyrja hvort sá hinn sami vilji spila fyrir Liverpool. Þeir sem vilja fara verða svo frystir þangað til þeir seljast fyrir rétt verð. Og þá er ég að tala um rétt verð, enginn skal fara á afslætti.

    Kuyt hlýtur að geta svarað því sjálfur hvort hann vill vera eða ekki. Bara að fá þetta á hreint eitt skipti fyrir öll.

    Sápuóperan með Mascherano er að breytast í martröð af því að menn tóku ekki rétt á því í upphafi. Miljónamæringur eins og Masch. getur vel búið með fjölskylduna sína í Liverpool eins og aðrir. Get vel ímyndað mér að það væsir ekki um hana. Það átti einfaldlega að segja við Masch. að á meðan hann væri á samningi hjá Liverpool spilaði hann með liðinu. Hann færi ekki nema rétt verð kæmi. Í mínum huga er 25 m. punda bara rétt tæplega nóg verð fyrir leikmanninn og á meðan aðrir vilja ekki borga uppsett verð verður hann í Liverpool.

    Ef þeir sem stjórna Liverpool láta leikmenn komast upp með það trekk í trekk að þeir geta vælt sig frá liðinu þá verður þetta aldrei annað en fíaskó frá upphafi til enda.

    Síðan myndi ég senda út yfirlýsingu um að Morinho muni aldrei koma til með að stýra Liverpool. ALDREI. Hann sé kominn yfir toppinn og héðan í frá verði þetta einingus niður í móti hjá honum. Maður sem hraunar yfir Liverpool á ekki annað skilið en að honum sé svaraði í sömu mynt og rúmlega það.

    Áfram svo Liverpool!

  25. Ég er alveg til í að selja Dirk Kuyt ÞEGAR við höfum mann tilbúinn til að leysa stöðuna hægra megin. Það höfum við ekki núna og því væri að mínu mati óráðlegt að selja hann í ágúst.

    Dirk Kuyt finnst mér ekki í “must keep” klassa, bara langt frá því. En það sem Hodgson segir er hárrétt, við þurfum að fá mann / menn í stað þeirra sem fara en ekki bara fækka í hópnum okkar.

    Rafamálin þarf ekki lengur að ræða, hann er óvinur sem andstæðingur og er strax farinn að reyna að kaupa okkar leikmenn. Það var alltaf ljóst að hann hafði menn með sér og á móti í klefanum. Alveg eins og Hodgson og allir stjórar heims.

  26. Svo vona ég, eins og Hössi, að mesta niðurlægingarumræða sögunnar sé nú að baki.

    José Mourinho á ALDREI NOKKURN TÍMA að tengjast umræðu um starf hjá okkur. Treysti því að þeir sem trúðu á hann í blindni átti sig á því að það er eins og að ætla að láta mink inn í hænsnabú…

    Mótormunnurinn hefur alltaf talað niður til LFC og mér verður það alltaf óskiljanlegt hvernig nokkrum dettur í hug að ráða hann þar í vinnu!!!

  27. José Mourinho hefur ekki þá mannlegu kosti að mínu mati sem þarf til að þjálfa okkar lið. Hroki og yfirlæti er það sem einkennir þennan blessaða mann. Engu að síðu kann hann sitt fag en það þarf meira til. Það að fara svara honum eftir þessi ummæli væri bara til að kæta hann, hann þrífs á orðaskaki. Þess vegna eiga menn bara að láta hann í friði og vera ekki sömu fíflin. Þögnin er oft besta vopnið.

    Dirk Kuyt er annar kapituli. Einhvern veginn hef ég enga trú á að hann sé að fara. Er þetta ekki bara eitt að því slúðri sem að í gangi er? En hvað um það, ég treysti gamla til að tækla þetta mál á sem besta veg fyrir okkur.

    Að lokum finnst mér þessir milljóna drengir ekki ganga á öllum, nú er Messi að blanda sér í umræðuna og biðja um mannúðlega meðferð á trúðnum honum Mascherano. Hvaða helvítis kerlingar eru þetta, skilja þeir ekki að það þarf að borga uppsett verð til að fá vöruna???
    Þetta sem og margt annað í þessum málum er mér óskiljanlegt og þakka ég guði fyrir að þurfa ekki að díla við þessa aula enda yrðu þeir allir kjöldregnir…….

    Nú er bara að girða sig í brók og berja á tuskuhausunum í kvöld!

    Með visemd og virðingu/3XG

  28. Ég held að þetta hljóti að vera kjaftæði með Kuyt. Hann er nýbúinn að koma fram í viðtali þar sem hann hlakkar til nýja tímabilsins og geti ekki beðið eftir að það komist almennilega af stað. Ef að jafntefli á móti Arsenal og tap á móti Shitty hefur farið svona illa í hann allt í einu þá er eitthvað að. Hann vonandi kemur fram og lýsir yfir að hann sé ekki að fara neitt og svo að hann sé búinn að skipta um umboðsmann !

    varðandi Mourinho þá er ekkert við því að segja. Hann hefur einfaldlega ákveðna andúð á Liverpool af ástæðum sem hann vill ekki segja. Eflaust eitthvað ómerkilegt og barnalegt og þess vegna vill hann ekki segja neitt. Sammála því að það er allt í lagi að svara honum í sömu mynt og láta hann bara vita af því að hann sé ekki velkominn á Anfield. Komi hann þangað sem andstæðingur einhverntímann í náinni framtíð þá ætla ég að gera mér ferð til Liverpool til þess eins að grýta hann eggjum og tómötum !!

  29. Selja Kuyt og Mascherano og kaupa eitthvað af viti einu sinni !! Gætum verið að taka einhverjar 40 millur fyrir þessa drengi. Það væri vafalaust hægt að kaupa eitthvað fallegt fyrir það í dag.

  30. Þið verðið bara að fyrirgefa en á meðan það er verið að linka inn fréttir þaðan sem heimildirnar koma frá skítasnepplinum s** þá get ég enganveginn lesið, hvað þá tekið mark á upplýsingunum.
    Hef enga trú á að Kuyt sé að fara fram á sölu, leifi mér jafnvel að efast um að umbin sé að segja þetta, gæti einna helst ímyndað mér að þetta sé skáldað upp frá grunni.

  31. Afsakið lélegt background tékk hjá mér, varð bara svo brugðið við lesturinn 😛

    • Afsakið lélegt background tékk hjá mér, varð bara svo brugðið við lesturinn 😛

    Þar súmmaðir þú The S*n upp fullkomlega! Sláandi fyrirsögn, 2 línu frétt og algjörlega uppspuni frá rótum. Er ekki að meina þessa frétt endilega, bara allar sem þeim tengjast.

  32. Þeir sem tala um að menn óttist að leikmenn vilji fylgja Rafa þá er eingöngu búið að tala um son hans, Kuyt og svo viðbjóðin hann mascherano. Það vantar bara Lucas í þetta og þá eru allir fjölskyldumeðlimir Rafa orðaðir við Inter.
    Það er alveg sama hvað Rafa hefði farið að gera eftir Liverpool, Kuyt hefði verið líklegur til að fylgja honum. þeir hefðu þess vegna getað endað á því að reka gistihús fyrir smala í Afríku.

  33. Var að sjá á Sky News rétt í þessu bæði Roy Hodgson tala um þetta heiðursmannasamkomulag sem gert var við Rafa, og svo viðbrögðum Rafa við þessum ásökunum Hodgson og co. Þar segir Hodgson að þeir gerðu samkomu lag við Rafa um að kaupa ekki leikmenn frá Liverpool og í kjölfarið kom Rafa með ræðu um að hann sé þjálfari en ekki sá sem kaupir leikmenn, og því er hann ekki að kaupa leikmennina!
    Þetta nokkurn veginn lýsir Rafael Benitez í hnotskurn! Hann er ekki bara þrjóskur heldur líka útsmoginn, en það sorglega í þessu öllu er þetta samkomulag sem Liverpool gerir við Rafa. Afhverju í andskotanum er verið að gera samkomulag við Rafa um að taka eitthvað af þessu rusli sem hann keypti í fyrsta stað, sérstaklega ef við fáum góðan pening í staðinn??

    Hodgson hlýtur að vera búinn að setja upp lista af leikmönnum sem honum langar að kaupa þegar hann selur þannig að þessi tímasetning er ekkert verri en hver önnur. Ég elska að sjá muninn á viðtölum Hodgson og Rafa en þar liggur einn af hæfileikum Hodgson.

    Svo fer ég að verða dálítið áhyggjufullur yfir Hodgson og hans skilning á leiknum ef hann ætlar að halda áfram að hrúga rusli inn (Konschesky) og spila áfram með leikmenn úr stöðum eins og gegn Man. City. Liverpool er stórt lið og við eigum ekki að sætta okkur við meðalmennsku sama hvort peningar séu af skornum skammti eður ei.

    Svo er ég skíthræddur fyrir þennan leik í kvöld, en vonandi tapa krakkarnir ekki stórt þarna í Helvíti.

  34. Hvernig líst ykkur á að fá M.Diarra frá Real ef að Masch fer frá okkur ?
    Er þetta ekki þrusugóður leikmaður ?

  35. eikifr, við erum þegar búnir að kaupa Christian Poulsen sem staðgengil Javier Mascherano. Sama hvað Hodgson sagði þegar hann kynnti Poulsen, sá maður kemur beint inn sem varnartengiliður fyrir Mascherano.

    Hvað Kuyt hins vegar varðar trúi ég ekki öðru en að klúbburinn sé með allt á fullu nú þegar að leita að manni í staðinn, ef klúbburinn telur raunhæfan séns á að Kuyt skipti yfir á næstu fimm dögum. Aquilani fór fyrir helgina og ef Kuyt færi líka væri sóknarhlið miðjunnar okkar frekar illa mönnuð (eiginlega bara Joe Cole, Maxi og Jovanovic, plús svo Babel/Pacheco og slíkir sem geta fyllt inní) þannig að ef menn telja möguleika á að Kuyt sé að fara hlýtur allt að vera sett á fullt til að finna annan í staðinn.

    Við sjáum hvað setur. Það eru bara fimm dagar eftir af þessum blessaða helvítis glugga, svo getur Hodgson farið að vinna í friði vitandi hvaða mannskap hann hefur.

    Og já, allir helstu miðlar eru að segja frá því að Kuyt sé í byrjunarliðinu í kvöld. Þannig að nei, hann hefur ekki farið í verkfall eins og Mascherano. Enda klár munur á persónuleikum þar, ég held við getum verið nokkuð vissir um það á þessum tímapunkti.

  36. Fyrst leyst mér ekkert á að kaupa Konschesky en síðan fór ég að setja þetta í samhengi við Hodgson og þá sést klárlega hverju hann er að sækjast eftir. Konschesky er á sama kaliberi og Kuyt hvað varðar baráttu og að gefast ekki upp. Hann er kannski glataður sóknarlega en hann er traustur varnarbakvörður og það er það sem Hodgson sækist eftir. Númer 1,2 og 3 hjá honum er að fá ekki mark á sig. Síðan er það að skora, “Vörn er besta sóknin”. Þetta var kannski ekki það sem gerðist á móti City og bíður ekki endilega upp á skemmtilegasta fótboltan en það vinnur leiki. Og vá hvað ég skil Hodgson vel að leita sér að traustum varnarbakverði eftir að hafa horft á Adam Johnson gjörsamlega eyðileggja vörnina á móti City. Þannig að ég er eiginlega búinn að skipta um skoðun varðandi Konschesky – mér líst bara vel á hann. Hvað varðar Kuyt, eftir þessa yfirlýsingu og þetta season má hann gera hvað sem hann vill – það er og verður alltaf greinilegt að hann er með Bítla-rautt-hjarta YNWA

Trabzonspor á morgun.

Liðið gegn Trabzonspor