Kop-gjörið, leikvika 2

Leikvika 2 í enska boltanum um helgina var að mörgu leyti ansi skrautleg.

Wigan sýnast ætla að verða slakasta lið sögunnar, eftir stórtap gegn mulningsvél Chelsea, 0-6 á heimavelli. Martinez karlinn virðist vera í djúpum á meðan að Chelsea virðast alveg troðfullir sjálfstrausts og lang líklegastir í ágúst :).

Blackpool voru dregnir niður á jörðina eftir stórtap á Emirates, fengu á sig vafasamt rautt spjald og steinlágu líka 6-0 þar sem Arsenal virkilega hrukku í gír. Þetta var óvenjuleg helgi með þremur 6-0 sigrum því Newcastle sem voru ömurlegir í fyrstu umferð rústuðu Aston Villa sem voru virkilega góðir í fyrstu umferð 6-0!

United slapp með skrekk gegn Fulham, 2-2 þó auðvitað Nani hefði getað klárað leikinn fyrir þá, en klikkaði á víti og gaf því Hangeland möguleika á að kvitta fyrir sjálfsmarkið sitt.

West Ham byrja illa og Bolton vel, en auðvitað er þetta bara rétt að byrja. Ætla ekki að fjalla um okkar leik, öflugur þráður enn í gangi um þá hörmung alla.

Draumaliðsleikurinn

Frammistaða í stigum er auðvitað í anda helgarinnar. Byrjum á öflugustu leikmönnum helgarinnar, þeim fyrstu fimm.

1. Theo Walcott (Ars) 21 stig
2. Andy Carrol (NU) 17 stig
3. Gareth Bale (TH) 15 stig
4. Kevin Nolan (NU) 15 stig
5. Johan Elmander (Bol) 14 stig

Í kop.is – deildinni fylgist að gengi leikmanna og draumaliða (staðreynd)

Sigurvegari leikviku 2 var hraðlestin, sem hirti ótrúlega mörg stig, 102 talsins. Í 15 manna hópi þess liðs er enginn Liverpoolmaður á ferð, frekar en í liðinu sem náði næstbest í vikunni, Team Aron. Það lið hlaut 91 stig.

Í heildarstöðu er þetta röðin:

1. Hraðlestin (Palli Mikael) 176 stig
2. 1,2 Selfoss (Atli Fannar Bjarkason) 153 stig
2. FC Malbik (Tryggvi Páll Tryggvason) 153 stig

Í þessum liðum eru samtals 45 sæti leikmanna, enginn Liverpoolmaður er í þeim sætum

Efsta liðið sem er með Liverpool-leikmann í byrjunarliði situr í 6.sæti, Kite FC sem er lið Arnars Gauta Haukssonar.

Pennarnir já!

Nú fór ég rækilega í gegnum okkar raðir og það er auðvitað í samræmi við gengi okkar liðs. Efstur okkar félagana, 80 stig frá toppsætinu eru MelarSport stjórnað af honum Agga sem situr í sæti 156.

Röðin þaðan frá er: Kristján, Einar Örn, Babu, Maggi og Steini.

En auðvitað komum við til baka, eins og liðið….

Ein athugasemd

  1. Helvítis Aggi! Ég var fyrir ofan hann á þessum tíma í gær. Svo hefur hann skorað einhver stig með City í gærkvöldi.

    Þessu er ekki lokið, Aggi. Hvergi nærri!

Man City 3 Liverpool 0

Mascherano bað um að spila ekki