Opinn þráður: Kuyt og Aquilani á förum?

Tökum eitt stykki opinn þráð á þetta. Það er framundan heil helgi af enskum bolta áður en okkar menn spila á mánudagskvöld.

Roy Hodgson staðfesti eftir leik í gær að Alberto Aquilani mætti yfirgefa félagið á láni í vetur. Í kjölfarið slúðrar Daily Mail um að Juventus muni reyna að kaupa hann og bjóða okkur Felipe Melo í skiptum.

Þá birtu hollenskir miðlar í morgun fréttir þess eðlis að Liverpool og Inter væru að ræða um mögulega sölu Dirk Kuyt til Ítalíu. Umboðsmaður hans hefur nú staðfest þetta en segir jafnframt að Kuyt hafi ekki ákveðið hvort hann vill vera eða fara. Þetta virðist því vera möguleiki en engan veginn öruggt að hann fari.

Spennandi dagar framundan.

17 Comments

 1. Aquilani var meiddur mestallt síðasta tímabil. Það verður að leyfa honum að sanna sig.

 2. Þetta Aquilani-mál er bara sorgarsaga frá A-Ö. Ótrúlegt að það sé hægt að eyða jafnmiklum peningum í meiddan leikmann. Það er stundum ótrúlegt að leikmenn sem alltaf eru heilir og spila 95% af leikjum á tímabili skuli ekki vera 100% dýrari en leikmenn sem geta bara spilað annanhvern leik.

  Varðandi Kuyt (sem er aldrei meiddur), að þó svo að hann sé mikilvægur hlekkur í liðinu okkar að þá er primetime að selja hann núna. Hann er 30 ára, við getum líklega fengið eitthvað almennilegt fyrir hann núna (hann og Rafa eiga í undarlegu ástarsambandi, hann var í byrjunarliðinu í úrslitum á HM o.s.frv.), en ekki að ári og Jovanovic virðist geta tekið við kyndlinum sem duglegur sóknarmaður. Ég persónulega vill ekki sjá þá saman inná vellinum.
  Hinsvegar myndi maður ekkert gráta að hafa Kuyt enn í hópnum þó svo að maður geti verið svolítið pirraður á honum.

 3. Nýjir tímar, fínt að losna við kærustu Rafa.
  Samála Ólafi að þetta er rétti tíminn til að selja og fá eitthvað fyrir Kuyt.

  Aquilani er hins vegar önnur saga, finnst að það mætti gefa honum sénsinn þetta season, getur ekki verið lélegri en Lucas t.d.

  Áfram Liverpool

 4. Ég vil endilega losna við Alberto Aquilani. Ég hef enga trú á því að hann geti staðið sig í þessarri deild enda mikil fjaðurvigtarmaður og ekkert sérstaklega góður íþróttamaður heldur.

  Best væri að selja hann sem fyrst til Ítalíu því hann hlýtur að hafa e-ð verðgildi þar í landi ennþá.

 5. Ég vil engan veginn að Dirk Kuyt fari frá klúbbnum. Hann er algjör lykilmaður í þessu liði eins og kom berlega í ljós í fyrsta deildarleiknum á móti Arsenal.

 6. Ég næ þessu engan veginn. Vil alls ekki sjá Kuyt fara og Aquilani verður að fá tíma til að sanna sig

 7. Fyrir mitt leyti vil ég halda bæði kuyt og aquilani, Kuyt vegna þess að hann vinnur vel og hefur verið lykilmaður, maður sem má treysta á, aldrei meiddur osfrv. Ég myndi hins vegar ekki gráta það að Kuyt færi og ég held að Liverpool geti jafnað upp þann missi með auðveldari hætti en ef margir aðrir leikmenn liverpool færu. Ef Kuyt færi hins vegar myndi ég vilja algjört toppverð fyrir hann, hvað þá ef Benites er að kaupa hann.

  Aquilani vil ég halda vegna þess að við höfum ekki séð neitt af þeim Aquilani sem við vorum að fjárfesta í og sé hann heill tel ég að hann gæti verið magnaður leikmaður. Mér finnst því fúlt að við séum að selja mann sem keyptur var meiddur áður en hann fær tækifæri til að sanna sig í sínu toppformi. en skv. Benites var Aquilani keyptur til að nýtast á næsta tímabili (sem er núna) og á næstu árum en ekki síðasta þar sem vitað var að hann var að glíma við meiðsli. Skil svo sem vel möguleikann á að lána hann út í eitt ár en ég er ansi hræddur um að sé hann lánaður á annað borð er bara verið að reyna halda uppi verði á honum svo unnt sé að selja hann, ekki verið að spila hann í gang til að nýtast í liði Liverpool. Ég vil því halda Auquilani og láta hann spila sig upp með liverpool og fá sénsa í leikjum eftir frammistöðu á æfingum og uppstillingu liðsins.

 8. Hodgson virðist hafa séð nóg til Aquilani í júlí/ágúst til að ákveða að hann sé ekki vænlegur kostur fyrir okkur í vetur. Spurningin er bara hvort menn eru að reyna að losa sig við hann endanlega eða hvort verið er að hleypa honum í reglulegan fótbolta annars staðar í hálft eða heilt tímabil og vona að hann snúi aftur betri.

  Persónulega, úr því að Aquilani virðist ekki ætla að ganga hjá Liverpool akkúrat núna (skv. mati Hodgson, greinilega), myndi ég vilja selja hann og nota féð í staðgengil. Lán gæti gert hann betri fyrir næsta vetur eða hækkað verðmiðann á honum en það gagnast okkur ekkert núna. Og þetta tímabil sem er framundan skiptir of miklu til að við tökum sénsa.

  Hvað Kuyt varðar held ég að það sé engin spurning að Hodgson vill hafa hann og honum líður sjálfum vel í Liverpool, enda sagði hann það eftir HM að hann vildi ekki fara. En við vitum að hann átti mjög gott samstarf með Benítez og hann er sennilega bara prófessjónal í því að skoða hvað Inter hafa að bjóða. Þeir eru jú Evrópumeistarar, geta boðið Meistaradeildarbolta og kannski launahækkun (eða allavega útborgun við félagaskipti). Kuyt er þrítugur og þetta gæti verið síðasta tækifærið hans til að prófa annað land áður en hann heldur heim til Hollands.

  Ég veit ekkert hvað hann ákveður. Eitthvað segir mér að Inter þurfi að vera ansi sannfærandi til að hann vilji yfirgefa Liverpool og ég á von á að hann verði kyrr í vetur, en ef einhver gæti sannfært hann um að færa sig um set er það Benítez. Þá gildir það sama um hann og aðra, ef Kuyt fer er lykilatriði að setja þann pening strax í annan leikmann af hans kalíberi svo að liðið veikist ekki fyrir veturinn, og styrkist helst.

 9. Á meðan hálft liðið okkar er selt / orðað við önnur lið þessa daganna , þá fer lítið fyrir orðrómi eða kaupum á leikmönnum – öðrum en meðalljónum í besta falli, vonandi er þetta ekki það sem koma skal.

 10. Annars væri kannski rétti tíminn núna að byrja að byggja upp lið með ungum strákum með LFC hjarta. Sætta sig við 2 til 3 tímabil um miðja deild. Menn verða að vilja spila fyrir klúbbinn af öllu hjarta og ganga til leiks með stolt og hungur í huga.

 11. held að hann se að láta aquilani á lán fram í janúar til að ná upp verðmiða á hann og hann verður seldur í næsta glugga. nema að hann verði of góður þá notar roy hann eftir áramót

 12. Þetta fer ekkert sérstaklega vel í mig. Hvað er planið hjá Roy í leikmannamálum? Kuyt hefur verið stór partur af liðinu (t.d. miðað við Maxi) og það virðast flestir hafa trú á Aquilani (nema kannski hann sjálfur?). Maður veit svo sem ekkert hvað er í pípunum, fyrir utan slúður sem er 90% tilbúningur fjölmiðla a la Daily Mail, en það eru bara 10 dagar eftir af “glugganum” og mótið byrjað.

 13. Fáranlegt að láta Aquilani fara. Hann var auðvita að stíga uppúr meiðslum á síðasta tímabili og mér fannst ég sjá snilldar takta inn á milli. Ég væri til í að hafa hann hjá okkur áfram.
  Ef J.Cole er meiddur eða í banni þá vill ég sjá Gerrard fyrir aftan Torres og Aquilani á miðjuna fyrir Gerrard.
  Svo ef við erum að spila á móti liðum sem pakka í vörn á Anfield og reyna varla að sækja þá vill ég sjá Aquilani, Gerrard og Cole í liðinu því að þeir eru skapandi leikmenn.

  Ég vill ekki misst Kuyt frá Liverpool, hann býr yfir nokkrum þáttum sem margir nútímafótbolta menn vantar. Dugnað og vilja. Hann er ekki sá teknískasti en hann bætir það upp með öðrum þáttum og svo virkar hann sem góður liðsfélagi innan vallar sem utan.

 14. Persónulega þá vill ég fá að sjá Aquilani spila er nokkuð viss um að hann geti nýst okkur vel. Hvað Kuyt varðar þá finnst mér hann vera mjög mikilvægur hlekkur í okkar liði, þrátt fyrir að maður hafi annsi oft hárreitt sig yfir hans frábæru töktum, en ef hann verður seldur er mikilvægt að fá gott verð fyrir hann.

  Annað mál nú eru 11 dagar eftir af félagskiptaglugganum og enn ekki komið neitt fast með eigendur, ef ég man rétt þá þarf FA 10 daga til þess að samþykkja nýja kaupendur, þannig að eins og ég skil þetta þá er það orðið úti lokað að við náum þessum félagsskiptaglugga með nýjum eigendum. Eða er ég að misskilja og er ekkert gefið upp fyrr en FA eru búnir að samþykkja nýja kaupendur?

  YNWA

 15. Mér finnst þetta einstaklega fróðlegt að heyra hvort sem er rétt eða rangt ! Aquilani hefur ekkert sýnt ennþá hjá Liverpool en maður einhvernveginn vill samt ekki losa sig við hann því að hann hefur jú kannski ekki fengið þann spilatíma sem að þarf til við að komast inn í enska boltann. Hvað Kuyt varðar þá held ég að þetta sé bara bull. Hann á nóg eftir af sínum samning og ef að Inter vill kaupa hann þá þurfa þeir að punga út vænni summu held ég ! Þeir virðast ekki hafa efni á að kaupa Mascherano á 20 – 25 millur og ég sé Kuyt alveg fyrir mér fara á svipaða upphæð. Hann er landsliðsmaður sem spilaði í úrslitum HM. Hann fer ekkert á einhverju tombólu verði sérstaklega þar sem að Hodgsons vill ekkert selja hann !

 16. Þvílíkt vitleysa að láta Aquilani fara. Loksins þegar hann komst í hópinn á síðasta tímabili þá spilaði Liverpool skemmtilega knattspyrnu, one touch football, og virkilega góð hreyfing án bolta.
  Skoraði og gaf fleiri stoðsendingar í þessum fáu leikjum sem hann spilaði heldur en Lucas gerði allt tímabilið. Hann er frábær staðgengill ef Gerrard meiðist, líka fyrir Cole.
  Af hverju fær maðurinn ekki tækifæri til að sanna sig í þessum þremur leikjum sem framundan eru í deildinni, þar sem Joe Cole verður ekki með vegna frábærar byrjunar á tímabilinu.
  Poulsen og Lucas er það málið?

Liverpool 1 – Trabzonspor 0

Almennt um leikmannakaup og sölur