Fantasy leikur árgerð 2010/2011

Jæja, nýtt tímabil og ný Fantasy deild. Við höfum verið með deild síðustu ár og árangur okkar sem skrifum á þessa síðu hefur verið afskaplega misjafn. Ég hef nánast undantekningalaust verið á botninum eða við hann.

Allavegana, hérna er deildin okkar í ár og það á að nota kóðann 485515-118014 til að taka þátt í deildinni. Við hvetjum auðvitað alla til að taka þátt. Verðlaunin verða 10 gjafabréf á hinn ljómandi skemmtilega mexíkóska skyndibitastað Serrano (hvert bréf er fyrir 1 stk burrito eða quesadilla).

37 Comments

  1. Flott mál. Ég var einmitt búinn að stofna svona deild á Liverpool.is sem heitir einfaldlega Liverpool og er líka með I know the score þar. :o)

  2. ahh… mér finnst ég ekki getað startað neinu því ég er svo spenntur að sjá hvort við fáum einhverja nýja leikmenn áður en glugginn lokast!

  3. Kristó – Þú getur breytt liðinu öllu alveg fram að næstu helgi. Keypt og selt eins og þú sért Roberto Mancini!

  4. The Eddie Vedders komnir í loftið.

    Renndi aðeins yfir matseðilinn á Serrano áðan, bara svona til að vera klár í þetta í maí 🙂

  5. Það má breya liðinu endalaust áður en tímabilið byrjar en eftir fyrstu umferðina þá má að ég held bara gera einhverjar 2-3 breytingar, ef það er gert meira þá eru það mínusstig.

  6. ja ok er að skoða reglurnar og þar segir að maður getur gert eina fría breytingu á viku, hvert tranfer umfram það þá er dregið 4 stig af manni

  7. Simbi. Það hefur síðan verið þannig síðustu ár að í einni umferð að maður má breyta öllu liðinu með því að nota wildcard.

  8. Heilir piltar og stúlkur.
    ég veit ekki hvort að ég sé eitthvað bældur en ég veit ekki hvernig maður stofnar lið!
    Er einhver fagmaður sem getur gefið step by step intel um hvernig maður stofanr lið, hef aldrei tekið þátt og ég ætla að fokking busta ykkur í ár

  9. Smá þráðarán…. Stórfréttir.

    Crouch og Poulsen done deal – verða orðnir leikmenn LFC í næstu viku.

    Heimild: Elisha Scott (YNWA.tv) – aldrei klikkað hingað til !

    Ég hoppa nú ekki hæð mína vegna kaupa okkar á Poulsen, en Crouch er klassa fótboltamaður – við höfum saknað hans, ef verðið er sanngjarnt þá er ég sáttur =)

  10. Crouch. Sama og þegið. Málaliðið sem má vera einver annar staðar en í Liverpoolbúningi.

  11. Ég verð nú að segja að ég sé frekar sáttari með Poulsen heldur en Crouch, tel að við ættum nú að geta fundið betri striker en það.

  12. Er virklega ekkert betra sem Liverpool hefur efni á en menn sem eru á síðustu metrunum í efsta flokki. Að mínu mati eru þetta ekki framfarir í leikmannakaupum. Crouch þó betri tíðindi en Poulsen. Vonandi verða þeir þó báðir frábær kaup þegar upp er staðið.

  13. Þetta kemur reyndar ekki frá Elisha Scott eftir því sem ég best veit, það er einhver þarna sem segir að Elisha Scott sé búin að staðfesta þetta en það kemur ekki frá honum sjálfum.

  14. Ok, ég var búin að reyna að finna þetta en sé þetta greinilega ekki, ég er ekkert hrikalega sáttur við þetta. Crouch er ágætur leikmaður en hann fór frá liðinu þar sem að hann fékk ekki nægan spilatíma og hann fær örugglega ekki meiri tíma núna NEMA að Hodgson muni spila 4-4-2.

  15. Æjj ég veit ekki með þessi kaup, þekki ekki mikið til poulsen, en crouch er finn en ekkert meira en það

  16. okkur vantar afar mikið stóran larf upp á að hlaupa í sóknina og Crouch er flottur í það hlutverk. Með danann veit ég ekki, þekki ekki mikið til þessa leikmanns en hann hefur spilað undir stjórn RH áður og var undir smásjá Liverpool áður líka.

  17. Eitt sem má heldur ekki vanmeta, en það eru þau mórölsku áhrif sem Crouch virðist hafa á liðsfélaga sína. Allavega sýnist mér hann vera mjög vel liðinn og mikill grínisti og það er alltaf frábært að hafa þannig mann í hópnum. Einnig ef hann er notaður sem sem striker no. 2 með t.d. Torres þá skapar hann alveg svakalegt pláss fyrir þann sem spilar með honum í strikernum. Ekki myndi ég vilja vera sá varnarmaður sem þyrfti að kljást við þetta framherjapar, Torres og Crouch. Sóknarsinnaðir miðjumenn gætu einnig fundið fullt af glufum þar sem þessir tveir skapa svo rosalega hættu við markið. Bara hæðin hjá Crouch og sá möguleiki á að senda inn á hausinn á honum þar sem hann stendur “dekkaður” af dvergum opnar öll svæðin allt í kringum hann 🙂

  18. Ég veit ekki alveg með þetta. Poulsen hægur og orðin 30 ára svo ekki er tíminn að vinna með honum. En maður getur sætt sig við þetta ef verðið er ásættanlegt og hann hugsaður til að auka breiddina en ekki í byrjunarliðið.

    Líst ágætlega á Crouch þó það sé ekki nema bara fyrir róbotafagnið

  19. eg veit ekki með poulsen kannski fínt ef hann fæst á undir 5 kúlum en hefði frekar viljað defour eða litla diarra fyrir aðeins meiri pening. eg er alveg ágættlega sáttur með crouch, það vantar allavega klárlega striker !! en ef hann kemur þá vona eg bara að það taki hann ekki 17 leiki til að skora aftur. frekar að hann endurtaki þá þrennuna á móti arsenal í fyrsta leik 🙂

  20. Þetta eru nú ekki nýjar fréttir varðandi Poulsen þar sem umboðsmaðurinn hans sagði fyrir nokkrum dögum að það yrði gengið frá félagsskiptunum í þessari viku! Ekki mikið “inside information” í gangi þarna.

    Mér líst ágætlega á að fá Peter Crouch aftur. Öflugur framherji að mínu mati.

    Soccernet eru að segja að Liverpool hafi spurst fyrir um Charlton Cole, en hafi misst áhugann þegar WH báðu um 12 milljónir punda fyrir hann. Ég verð nú að segja að mér finnst 12 milljónir punda ekkert svo ósanngjarnt verð fyrir Charlston Cole. Fréttin er hér.

    http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=812847&sec=transfers&cc=5739

    Hvar eru annars allir peningarnir? Echo sögðu að Hodgson féngi 12 milljónir punda + leikmannasölur til að eyða. Broughton staðfesti á blaðamannafundinum þegar Hodgson var ráðinn að allir peningar úr leikmannasölum færi í leikmannakaup. Riera 5 miljónir, Yossi 5,5 milljónir + þessar 12 milljónir gera 22,5 milljónir punda. Svo ætti salan á Masch að gefa 20-25. 5-6 milljónir fara í Poulsen. Við ættum þá að hafa í kringum 40 milljónir punda til að eyða! Höfum við virkilega ekki efni á að borga 12 milljónir punda fyrir Charlton Cole?

  21. 12m punda fyrir C.Cole – maður sem hefur átt ein leiktíð sem getur flokkast sem góð á sínum knattspyrnuferli, ásamt því að vera töluvert mikið meiddur síðustu misseri? Nei takk, maðurinn hefur verið varaskeifa stærsta hluta ferilsins, þá vil ég frekar “málaliðan” Crouch eins og hann er kallaður, maðurinn sem fékk ekki að spila og skipti því um lið, þvílík hræsni … eða þannig.

    Ég myndi nú flokka þetta sem inside information – þar sem þetta kemur frá aðila sem er með inside information, skil ekki hvernig þú flokkar þetta sem eitthvað annað. Það eru eflaust 50+ leikmenn verið á leiðinni til okkar í allt sumar – verið vitnað í þá sjálfa, facebook síður þeirra og síðast en ekki síst umboðsmenn, en það hefur nú ekki gengið eftir. Hlaut að koma að því (tölfræðilega séð) að ein fréttin reyndist á rökum reist.

    En annars tek ég undir með Halla – það á að vera nóg af peningi eftir til að eyða ef af sölu Masch verður. En á móti kemur, fær R.H. að eyða mikið korteri fyrir sölu á klúbbnum ?

  22. Ég fékk martröð í nótt að Hogson ætli að snúa sér einungis að því að kaupa fyrrverandi leikmenn Liverpool. Í martröðinni var hinn ógurlegi Voronin búinn að skrifa undir langtímasamning við okkur. Ég varð svo óttasleginn að ég gat ekki sofið inn í herberginu mínu og það endaði með því að ég skreið upp í til mömmu og pabba. Og hvort ég sá ekki glugga í Phil Babb… getur ekki boðað gott

  23. Það sem ég á við Eyðþór er að þegar umboðsmaður Polusen er búinn að segja það þetta sé frágengið þá finnst mér það ekki beint vera breaking news að að segja það nákvæmlega sama nokkrum dögum seinna. Við vissum það allir að Poulsen væri á leiðinni. Svo minnist ég þess ekki að nokkur annar umboðsmaður hafi sagt það í sumar að leikmaður á hans vegum væri að ganga til liðs við Liveppool eftir nokkra daga. Hinsvegar er þessi Elisha Scott mjög áræðanlegur þegar kemur að fréttum eins og þessum menn geta tekið mark á honum. Gott mál bara að staðfesta þessar fréttir um Poulsen eins og hann er að gera.

    Við verðum svo bara að vera ósammála um Charlton Cole. Miðað við það hvernig leikmannamarkaðurinn er orðinn þá finnst mér ekki ósanngjarnt að borga 12 milljónir punda fyrir hann. Mér finnst þetta góður framherji og ég væri til í að fá hann til Liverpool. Það er hinsvegar rétt hjá þér að hann hefur verið mikið meiddur undanfarið og því væri þetta áhætta.

    En ef að Peter Crouch fæst á töluvert minni pening þá myndi ég að sjálfsögðu velja hann.

  24. Peter Crouch var ekki fyrsti valkostur hjá liði sem notaði bara einn framherja. Þegar fyrsti valkostur var Fernando Torress.
    Crouch fór til Portsmouth þar sem peningar voru af skornum skammti og þar fékk hann að byrja 38 sinnum í úrvalsdeildinni.
    Svo fór hann til Tottenham þar sem hann fékk að spila færri leiki en hjá Portsmout -umtalsvert færri leiki en aðeins fleiri hjá Liveprool. Hjá Tottenham fékk hann hærri laun en hjá Liverpool.

    Benitez fékk Crouch til Liverpool á þeim tíma sem hann var ekki búinn að sýna neitt sérstakt. Spilaði allt í lagi hjá Southhamton en kom til Liverpool en gat lítið til að byrja með. Skoraði ekki í fjölda leikja í röð. En Benitez gaf honum séns þangað til að hann skoraði.
    Ég held að Crouch eigi Liverpool og Benitez margt að þakka. Liverpool er stór klúbbur með gott net af njósnurum. Þess vegna held ég að stjarna Crouch hafi skinið hærra vegna Liverpool, Benitez og landsliðsferill Crouch hafi ekki verið eins ‘farsæll’ án tengsla hans við Liverpool.

    Crouch sýndi Liverpool og Benitez lítilsvirðingu þegar hann fór til Tottenham eftir Portsmouth. Liverpool er stærra lið en Tottenham þannig ég get ekki annað séð en hann hafi farið til Tottenham vegna peningana. Ef hann er svo á leið frá Tottenham og aftur til Liverpool sýnir hann endanlega að hann er málaliði sem sýnir enga hollustu.

    Crouch er ágætis leikmaður. Hann hentar frekar liðum sem spila long ball og eiga erfitt með að halda bolta. Ég kæri mig ekki um slíka spilamennsku.

    Það kæmi mér ekki á óvart að hann væri ótrúr kærustu sinni í þokkabót.

  25. Hollusta Crouch kemur málinu ekkert við… hvað þá í hverja hann stingur stykkinu sínu. Hann er ekki uppalinn og fór vegna þess að hann vildi spila meira, sem hann svo gerði. Hvernig er svo hægt að álasa honum að færa sig til Tottenham frá P’mouth.

    Hann er sterkur spilari, góður í loftinu og ef hann fæst fyrir lítinn pening er hann velkominn, svo lengi sem hann gerir sér grein fyrir því að Torres er og verður númer 1,2 og 3. Ég tel það mistök hjá Tottenham að selja Crouch því hann er að mínu mati mun betri en Pavluchenko og Keane eins slappur og hann er orðinn…

  26. Myndi ekki vilja sjá Charlton Cole, einfaldlega miðlungs meiðslapési. Ef maður skoðar tölfræði hans þá finnst mér 38 mörk í 185 leikjum ekkert stórkostlegt afrek af senter.
    Crouch er skárri kostur en ég er þó ekki hrifinn af því að fá menn aftur sem hafa farið frá félaginu. Persónulega fyndist mér slíkt ekki vera skref framávið.
    Ef málið er að fá enskan leikmann væri ég til í að fá Andy Carroll hjá Newcastle sem er aðeins 21 árs og mikið efni. Vissulega á hann við tognun á heila að stríða sem leiða til sífelldra vandamála utan vallar en það er spurning hvort að læknateymið á Anfield kunni ekki ráð við því. Er heldur ekki viss um að Newcastle vilji selja kappann.

    Mér sýnist allt í að Poulsen sé á leiðinni í Liverpool og ég stekk nú ekki hæð mína yfir því, ekkert sérstaklega skemmtilegur leikmaður. Ef eitthvað er að marka fréttaflutning af Liverpool undanfarna daga þá eru ekkert sérstaklega spennandi bitar á leið til félagsins. En það er enn slatti í að glugginn lokar og ekkert útilokað að það komi eitthvað stórt nafn til félagsins.

Trabsonzpor í næstu umferð

Opinn þráður (Uppfært) O´Neill hættur hjá Villa