Fabio Aurelio til Liverpool á ný!

Ja hérna. Eftir óvænta frétt á Sky Sports fyrr í dag hefur opinbera síðan nú staðfestFABIO AURELIO hefur skrifað undir nýjan, tveggja ára samning við félagið, eftir að hafa heillað þjálfarateymi Hodgson og læknateymið undir stjórn Brukner.

Að mínu mati eru þetta frábærar fréttir. Það er ljóst að við þurfum annan vinstri bakvörð líka, fyrst Insúa er að fara og Aurelio hefur ekki beint verið duglegur að spila heilu tímabilin, þannig að vonandi hjálpar það að halda Aurelio (í stað þess t.d. að eyða fé í Luke Young) Hodgson að setja pening í annan klassa bakvörð vinstra megin.

Fabio Aurelio, leikmaður Liverpool. Óvænt. Hér er að sjálfsögðu skyldumyndband með broti af því besta:

Ef eitthvað er að marka YouTube-tilþrifin hans er hér á ferðinni gæðaleikmaður fyrir Liverpool. 😉

43 Comments

  1. mér finnst þetta mjög fínt, góður bakvörður þarna á ferð.vonum bara að meiðslin séu búin;)

  2. Þetta er án efa ein óvæntustu “kaup” sem maður hefur séð lengi. Nú vantar bara að Insúa hætti við að fara til Fiorentina og þá höfum við sparað okkur nokkrar millur og getum þar af leiðandi eytt meiri pening í aðrar stöður.

  3. Þetta er nú bara til að kóróna dramatíkina í kringum þetta félag. Hann er vel þeginn á Anfield þar sem Insua er farinn. Klárlega ekki síðri leikmaður en Insua þegar hann er heill en því miður er það allt of sjaldan. Hjálpar mikið að ekki þarf að eyða takmörkuðu fjármagni í tvo vinstri bakverði……….maður spyr sig eiginlega hvað næst, Julian Dicks eða Jason McAteer?

  4. Snildar síða,(skoða kop.is daglega) þið strákar sem sjá um síðuna og skrifa pistlana eruð snillingar

  5. Ok það er hægt að taka neikvæða pólinn í hæðina og benda á að Luke Young (af fokking öllum) hafi hafnað liðinu og að næsti kostur á eftir hafi verið að ná í meiðslahrjáðann fyrrv. leikmann sem ekki var talinn nógu góður (eða heill) til að verðskulda nýjan samning en…

    Glasið er hálffullt og þetta er virkilega fínn leikmaður sem að undir venjulegum kringumstæðum ætti að vera með betri bakvörðum í deldinni. Sannarlega ekki jafn góður og A.Cole eða Evra en langtum betri en það sem býðst hjá flestum öðrum liðum.

    Liðið býr við augljósan peningaskort þannig að hver svona “kaup” eru mikilvæg því að með þessu er hægt að setja pening annað.

    Haldist hann heill verða þetta bestu kaup sumarsins, ég fullyrði það.

  6. Miðað við meiðsli síðustu leiktíðar þá verður þetta eins og að semja við nýjan leikmann 🙂

  7. ef hann meiðist í mest einn mánuð á tímabilinu er þetta góður díll en ef hann byrjar bara hvað 7 leiki eins og síðast (minnir mig) þá eru þetta hræðileg kaup og sýna að benitez var með betra læknateymi en ef hann spilar allavega meira en helming þá er ég ánægður því mer finnst hann mjög góður ! en ég vil fá annan bakvörð til viðbótar !!!

  8. Óvæntar en gleðilegar fréttir. Ef hann er heill þá er þetta hörkuleikmaður. Væri til í Figuroa eða Bridge þarna með honum. Þá tel ég að við værum vel covered með þessa stöðu.

  9. Það er einnig spurning hvort að Insúa sé að fara. Hann allavega ferðaðist með liðinu til Þýskalands, hvað svo sem það segir okkur…

  10. Þetta er eitt af þeim kaupum sem kemur einsog elding úr heiðskíru lofti eitt er ég vona að þeir ungu einsog Dani Pacheco, Chris Mavinga sem stóðu sig vel í EM undir 19 fái tækifæri spila þetta tímabil og að Fabio verður heill þetta tímabil svo væri ég alveg til stela Steven Defour fyrir framan Man utd sem er mjög fínn replacement fyrir Masch

  11. Uhhh HA??? Hvað er í gangi, veit ekki betur en 90% lesenda hérna hafi verið dauðfegnir að hann væri farinn, maðurinn tók þátt í 14 deildarleikjum á síðasta tímabili enda var hann meiddur nánast allt helvítis tímabilið. Skref aftur á við því miður !

  12. Jæja.

    Horfði á vikuupprifjunina á Liverpoolsjónvarpsstöðinni í dag og þá sá ég bæði Insua og Aurelio á þriðjudagsæfingunni. Insua m.a. á spjallinu við Hodgson.

    Ekki spurning að þetta er ágætis kostur ef heill verður, en að mínu viti þarf að kaupa vinstri bakvörð þrátt fyrir þetta. Ég hef alltaf sagt að Insua væri fínn með öðrum bakverði en fyrst Aurelio kom er málið að selja Insua og fá öflugan aðalmann í bakvörðinn.

    En heill Fabio er góður leikmaður, vandinn er að maður treystir ekki alveg á heilindin…..

  13. Ég held að það efist enginn um getu Aurelio á knattspyrnuvellinum… en vonandi eru meiðslin að baki.

  14. mér finnst þessi Insua sala eitthvað voðalega skrítin eitthvað, það er komin smá tími frá því að það var fyrst sagt frá þessu en svo er einsog ekkert hafi gerst síðan. Er maðurinn að fara eða hvað? Hann er á æfingum og spjallar við Hodgson.

    Ætli ég hafi ekki Jinxað þetta með því að skrifa þetta comment og hann sé akkurat að skrifa undir hjá Fiorentina núna. Jæja við sjáum til.

  15. hehehe…ég elska það að vera stuðnigsmaður Liverpool….love it 🙂

  16. Ég er sammála mörgum hérna, djöfulli fínn player á ferð, en ég held að ég sé meiri bakvörður en Aurelio…. hann er náttúrulega bara pjúra kantmaður á miðjunni og með flotta krossa og aukaspyrnur….
    Ég segi heyr, heyr

  17. Hvað ætli Babel segi núna á Twitter eftir þessi nýjustu tíðindi !!

  18. Mjög góðar fréttir, algjör sturlun að ætla láta bæði Aurelio og Insua fara og búast við því að ekkert mál yrði að redda nokkrum vinstribakvörðum.

  19. Ég frétti af einum bakverði sem hægt væri að fá á sanngjarna upphæð. Hann heitir John arne Riise og er 29 ára og spilar fyrir Roma á Ítalíu. Lýsingarnar af honum hljóma ágætlega en ég er alltaf hálf efins með norðmenn eftir reynslu okkar af þeim.

  20. Annaðhvort er Insúa að fara og að Aurelio verður í samkeppni við eða backup fyrir nýjan leikmann eða að Aurelio og Insúa verða báðir áfram. Þrátt fyrir að hafa alltaf vonað að Insúa verði framtíðarleikmaður hjá félaginu þá verð ég bara að segja að ég vona að það komi sterkari leikmaður inn í þessa stöðu. Sýndi sig einfaldlega á seinasta tímabili að þetta er staða sem þarf að styrkja. Ef að Aurelio heldur sér hins vegar heilum allt tímabilið þá gæti hann alveg komið á óvart enda fínn bæði í vörn og sókn og með helvíti góðan vinstri fót.

  21. Eins og Kristján Atli bendir á þá er mjög varasamt að dæma leikmann út frá youtube mynböndum. Tökum þessu með stóískri ró og dæmum hann miðað við spilamennsku. 🙂

    Annars verður einhver að halda læknaliðinu á tánum…

  22. Frábært vona að hann haldist heill. Þurfum samt klárlega annan bakvörð til að bakka hann upp víst Insúa sé að fara.

  23. hodgson veit að hann er að fara að selja macherano og það gefur honum pening til leikmannakaupa. af hverju er hann að fá aurelio til baka sem hann veit að er alltaf meiddur. af hverju heldur hann ekki frekar Insua sem er home grown og meðist ekki mikið og er miklu yngri. og kaupir svo annan fyrir söluna á macherano og riera.. mer fynst þetta rosalega skrítið! ætli það se stefna felagsins að selja leikmenn og taka bara inn free transfer.. þeir eru allavega búnir að taka cole, jova, og aurelio inn á free transfer en eru að selja benayoung, riera, Insua og svo mascherano. hvert eru þessir peningar að fara spyr ég??? ég veit að það þurfti að borga benitez fyrir að drulla ser í burtu. en hvert fóru peningarnir fyrir dossena?? það fór ekki alllt í laun fyrir maxi

    dossena fór á 6, benayoun á 5,5, riera á 3,5, og Insua á 5 ! þetta gera 20 milljónir og svo + hvar er peningurinn sem átti að vera til fyrir leikmannakaup eins og frá þessum banka sem átti að vera feittasti styrktarsamningurinn. það fóru 2 milljónir til benitez og 2 til rangers fyrir wilson hvar er restinn var þetta allt lagt fyrir fyrir launum leikmann næstu mánuði?? ég trúi því ekki. þeir hljóta að vera með áætlun fyrir það af innkomu fyrir hvert ár! dossena, riera, insua, aurelio, benayoung, benitez og svo macherano? eru allir dottnir af launaskrá. cole, maxi, hodgson, jova, hljóta að fara bara inn í þau áætluðu laun + einhvað af söluféi kannski…

    mér fynst þetta skrítið! á hann eftir að koma með nokkur sterk kaup? eða er bara verið að taka þennan pening í skuldir?? það lítur þannig út allavega !!! en ég vona svo innilega ekki !!

  24. Þetta eru Stórkostlegar fréttir….. Nú erum við komnir með joe cole, aurilio, torres, spurning að fá inn owen, kewel hargraves, krikland…
    Þetta er náttúrulega bara eitthvað grin.
    Það voru allir að segja þegar fabio fór… já flott mál, víst hann hafnar pay as you play samningi við félagið þá má hann bara fara, það er eina sem hann á skilið…
    Eruði svona fljótir að gleyma?
    Eg hef persónlega ekkert út á þetta transfer að setja, mundi nú frekar vilja halda inni manni sem getur spilað alla leiki (insua) en helmingi betri manni sem spilar 1 af 15 (fabio)
    Væri allveg til í að sjá smá metnað í kaupum, jova og cole voru frabærar færslur, sjá meir í þeim dúr

  25. Leikmenn vildu losna við það að hafa RB sem yfimann sb, Yosse B og fl, ég held að Aurelio hafi viljað fara vegna RB, en kemur ferskur til Hodgson og Liverpool . Stundum þarf bara nýjan yfirmann svo að menn verði betri og hafi gamann af vinnuni sinni

  26. Ég er spenntur fyrir að fá Carlton Cole, West ham var að hafna 9 miljón punda tilboði frá Stoke.
    Fáum Carlton á 10-11 mills, ensku framherji, sterkur, og á BESTA aldri aðeins 27 ára alveg að fara að blómstra sem leikmaður….. gætum alveg selt Kuyt á 11 -12 til Inter kallinn orðinn 30 ára

  27. Ég var ekki ánægður þegar ekki var samið við Aurelio aftur.Þegar hann er heill þá er þetta heimsklassa leikmaður góðar aukaspyrnur og krossar svo þarf bara að horfa á leikina aftur á móti Real og united fyrir 2.árum og skoða hvað Ronaldo og Robben komust lángt á móti honum þeir komust ekkert áfram.Svo var hann ekki eini maðurinn sem var mikið meiddur á síðasta tímabili.En nú er bara að vona að hann og fleiri verði heilir þetta tímabil og þá verður þetta pottþétt mun betra en síðasta.

  28. Lóki sagði það sem ég hef verið að hugsa lengi; Ætli Roy Hodgson hafi nokkurn pening til leikmannakaupa? Ætli peningarnir fari ekki bara allir í að greiða niður skuldir? Ég vona allavega ekki.

    Mér finnst koma Aurelio hið besta mál enda góður leikmaður – talsvert betri en allir þeir vinstri bakverðir sem við höfum fyrir 🙂

  29. Insua í byrjunarliðinu, Aurelio kominn aftur. Er ekki búið að leysa vandræðin með vi. bakvörðinn?

  30. las einhverstaðar að það se búið að slitna upp úr viðræðum við fiorentina þannig að hann er ekki að fara neitt! ekki strax allavega. þannig að það kemur ábyggilega bara ekki neinn nýr vinstri bak. það er mjög greinilegt að allir peningar eru teknir til að borga upp vexti af lánum !!!!!! af hverju er ekki búið að fokking selja!! maður heyrir ekkert um það

  31. Sammála Lóka það er ekkert að frétta af hugsanlegri sölu klúbbsins, maður er farin að halda það að menn séu bara ekkert að reyna að selja félagið.

    og já það virðist engin peningur fara í leikmannakaup þetta sumarið sem er ömurlegt, ef Hogson hefði eitthvað af þeim peningum sem hann hefur selt fyrir og kannski eitthvað umfram það væri hann sennilega búin að kaupa eitthvað. En það er ennþá von trúi bara ekki öðru en að það komi einhverjir leikmenn annað en af free transfer.

    En ég virðist ekki ná leiknum á eftir í Noregi svo ég spyr er einhver með góðan link á leikinn???
    Vill helst ekki missa af því að sjá Joe cole spila í dag

  32. það eru alltaf hægt að finna alla íþróttaviðburði her http://www.atdhe.net/

    ég gat meir seigja horft á kr-basel á laugardalsvellinum á þessum link í fyrra á grískri stöð eða einhvað

  33. Finnst ykkur Aurelio í alvöru heimsklassa leikmaður!!??
    Varnarvinna hans var vægast sagt mjög kaflaskipt, hann átti jú góða leiki en það er nákvæmlega ekkert heimsklassa við þennan leikmann. Það er ekki nóg að horfa á eitt myndband af honum að taka aukaspyrnur. Þegar Rafa fór að nota hann á miðjuna á síðasta tímabili fyllti það mælinn hjá mér gegn Rafa. Mjög gott að fá hann sem backup en ef Liverpool ætlar að treysta á Aurelio (og Agger) þá erum við í vondum málum.

    Jákvæðast við þessi kaup er að nú verður Agger ekki notaður í bakvörðinn (þ.e.a.s. ef það verður keyptur alvöru bakvörður) heldur fær hann að einbeita sér að miðverðinum því HANN er mjög nálægt því að vera heimsklassa miðvörður.

  34. Mikklar gleði fréttir… og nú erum við með besta lækna lið í enska boltnaum og vonandi að þeir haldi honum heilum…. mikið er ég ánægður að þetta sé komið í gegn og svo er Insua að snúa aftur… bara góðar fréttir….

  35. Bara góðar fréttir. Við vitum öll hvað Aurelio getur. Hef fulla trú á að þetta verði leiktíðin hans. Spennandi tímar framundan.

  36. Bara sattur við að kallinn sé kominn til baka, ekki síst fyrir það að núna fær þetta uber læknateimi næg tækifæri til að sanna sig :þ

    Dóri stóri sagði:
    “Þetta er án efa ein óvæntustu “kaup” sem maður hefur séð lengi. Nú vantar bara að Insúa hætti við að fara til Fiorentina ”
    hehe góður :Þ

  37. Sælir
    Ég vill byrja á að þakka fyrir þessa flottu síðu og góða pistla hér inni en ég les hana daglega en hef ekki kommentað áður.

    Mér finnst ég samt þurfa að segja að menn hérna eru farnir að verða helst til vælugjarnir, eigum við ekki bara að treysta þeirra staðreynd að Roy Hodgeson veit mikið betur hvað gera skal og hvað hann er að gera við sem sitjum upp í sófa með tölvuna og lesum þessar fáránlegu “gossip” fréttir daginn út og inn.

  38. Valdi: það er alveg rétt sem þú segir, auðvita á stjórinn að vita hvað hann er að gera, en samt eru þessir stjórar ekki alltaf að gera rétt, eins og Rafa B sem vildi vinn allt á þrjóskuni einni sama, og nú eru menn að segja að lífið var ekki dans á rósum undir stjórn R B. Ég vona að Roy H sé mennskur en ekki járnkall eins og sumir.

  39. Már: vissulega það sem hann Roy kallinn þarf líka er tími til að fá að gera það sem hann hefur gert vel í gegnum árin – gleymum ekki að hann er varla búinn að taka við liðinu og ég hef aldrei verið eins bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd míns liðs og ég er núna. Held að þessi snillingur (Roy Hodgeson) sé ákkúrat það sem þarf til að VIÐ verðum loksins meistarar aftur

    YNWA

FC Rabotnicki 0 – Liverpool 2

Borussia Mönchengladbach í dag