Opinberun nýju leikmannanna og nokkrir molar.

Held að við getum ekki litið framhjá blaðamannafundi dagsins á Anfield þar sem að nýju leikmennirnir Cole, Jovanovic og Wilson komu fyrir allra augu í búningunum og á blaðamannafundum á Anfield.

Þeir sögðu allt það rétta, Cole dásamaði félagið upp í hæstu hæðir, sagði stærð þess og sögu hafa lokkað sig norður. Jovanovic barðist í gegnum fundinn með erfiðri ensku en sagðist ekki kvíða hraðanum og nýjum heimkynnum, hann teldi hæfileika sína passa vel í enska boltann. Wilson var ánægður með fyrstu dagana hjá klúbbnum og sagðist alveg treysta sér til að leika stöðu vinstri bakvarðar, hefði gert það áður og væri tilbúinn til að spila hvar sem er fyrir félagið.

Hodgson var ánægður, sagði mörg stór félög hafa verið á eftir þessum drengjum öllum og það sýndi áætlanir félagsins og metnað að þeir væru nú með merkið fallega á brjóstinu. Hann lofaði því líka að við værum að fá fleiri leikmenn á næstu dögum og vikum, liðið ætlaði sér stóra hluti, enginn skildi reikna með öðru.

Já, alveg rétt. Hann sagðist hafa heyrt í Torres og að sá snillingur hlakkaði til að mæta á æfingu næsta mánudag og þess að ná árangri með LIVERPOOL næsta vetur. Vonandi átta blaðamenn ytra sig á þessu, sem og stjórnendur annarra liða.

Fínn dagur á Anfield, væntanlega skýrist svo á morgun hvaða leikmönnum verði treyst fyrir fyrstu leikjum í Europa League.

Svo er að koma í ljós það sem við höfum velt fyrir okkur síðustu daga, salan á Emilano Insua er alls ekki frágengin sökum þess að hann hefur ekki náð samningum við Fiorentina. Ég hef satt að segja ekki áttað mig á þessari sölu, Hodgson talaði um hann sem einn af ungum og efnilegum þegar hann kom og svo allt í einu var hann seldur, en æfði samt áfram á Melwood!

Kemur í ljós fljótlega hvað verður, en ég vill alveg halda honum með reynslubolta rétt fyrir framan hann í röðinni.

Slúðurpressan á Englandi segir svo Maxi vera á leið til Spánar (Espanyol) for good og Pacheco sömuleiðis á láni (Real Sociedad). Enn bara slúður og engin ástæða til að ræða um það sem ábyggilegan hlut ennþá.

Victor Pálsson var svo í viðtali á Lfc.tv, skora á þá sem eiga e-season ticket að skoða það viðtal. Það er tveggja mínútna spjall í æfingaferðinni, þar sem Victor er ánægður með að fá að hafa fengið þau tækifæri sem ferðin gaf og lýsir draumi sínum að fá mínútur með aðalliðinu í vetur. Það er ljóst að strákur er í fínum metum hjá félaginu, hefur nú fengið úthlutað númeri (#44) og er iðulega rætt um hann sem eitt mesta efni varaliðsins. Svei mér, við megum alveg gera okkur vonir um að hann eigi möguleika á að verða fyrsti Íslendingurinn til að leika “alvöru” leik fyrir Liverpool.

18 Comments

  1. Flottir leikmenn. Glæsilegt að fá þá til LFC. Hlakka líka til að sjá hvaða leikmenn við fáum fleiri. Það verður að hafa það í huga með bresku pressuna að SLÚÐUR SELUR BLÖÐ, þannig er það bara. Ég tek ekki mark á neinu frá þessari skítapressu þarna í UK.

    Eins og mig grunaði, Torres vildi bara fá að vera í friði, í fríi. Á meðan reyndu breskir sorablaðamenn að selja blöð, með slúðri.

    YNWA

  2. Er það bara ég eða er Joe Cole nauðalíkur Michael Owen á þessari mynd?

  3. Maður er orðin helvíti spenntur fyrir Fimmtudeginum. Ágætis æfingaferðalag að baki og alvaran að byrja. Jovanovic heillar mig meira með hverjum deginum og er ég nokkuð viss um að hann byrji evrópuleikinn, og að Joe Cole fái nokkrar mínutur. Svo vona ég bara að Torres fái sýna hvíld svo hann geti leikið svona 80% leikjana okkar í vetur.

  4. Ég vona að Roy Hodgson muni standa að það verð meiri kaup og að hann fái mikið kaup fyrir Masch ef hann verður seldur.

  5. Mér finnst það bara snilld hvað hann er líkur Crouch. Getur ekki verið lélegur í fótbolta með þessi gen, enda stór strákur eins og Crouch. 🙂

  6. hahahahaha er allt í einu komin harðindi í umræðuna eða ?? Annars já þeir eru furðu líkir Owen og Crouch. Svo er Milan Jovanvich einnig furðu líkur gamla þrekþjálfaranum mínum í Danmörk hahaha

  7. já, sýnist á þessari mynd að hodgson sé að fá pólskan verkamann, crouch og owen til liðsins. 🙂

  8. Það er líka augljóst að það er ekki verið að kaupa Wilson til að spila með unglinga eða varaliðinu þó hann sé bara 18 ára. Hann hefði aldrei verið kynntur svona á blaðamannafundi með Cole og Jovanovich ef hann væri ekki hugsaður sem leikmaður til að spila með aðalliðinu í vetur.

    • Torres hlakkar til að mæta til æfinga á mánudaginn

    Hver er að trúa þessu bulli? Hvaða heilvita manni hlakkar til að mæta vinnu eftir sumarfrí…og það á mánudegi!!? 🙂

    Mánudagur eftir sumarfrí er eins og helmingur af Þriðjudegi eftir Þjóðhátíð

  9. Já svo má bæta við að Viktor Palsson talar svona rosa fint Scouse. Djöfulli gott!!!!!!!!!!

  10. Sá þennan blaðamannafund (e season ticket) og var bara ánægður… Er viss um að þessir menn eiga eftir að styrkja okkur verulega. Ég hef trú á að Danny Wilson eigi eftir að verða fasta maður í liðinu mjög fljótlega… og svo verður gaman að sjá Cole mata Torres og þar að auki setja nokkur sjálfur…. Gott sem ég last á NewsNow….Milan talar um að hann sér ekki góðru að tala ensku, en það sé í lagi hann ætli að láta fæturnar um að tala þetta tímabilið…. Spennani að sjá hvaða menn koma og hvort Masckerano fari… vill helst að hann fari, vill ekki hafa menn í liðinu sem vilja ekki vera þar…

  11. Ég vona svo innilega að þeir fari nú ekki að taka upp á því að selja Maxi. Hann er góður leikmaður sem á eftir að nýtast okkur vel í vetur.

  12. Masckerano……láta hann í kælingu……varaliðið…….leiðinlegur karakter oft á tíðum ekki gáfulegur á vellinum……finnst hann ekki hafa sýnt félaginu virðingu……svo má selja hann í janúar……

  13. Vita menn eitthvað hvernig hópurinn leit út sem að fór til Makedóníu ???

  14. Er verið að gefa skít í Europa league með þessu liði? 6 first-team regulars í liðinu, aðrir bara kjúllar.

    Annars góð viðbót við hópinn í þessum þremur og eintóm jákvæðni frá klúbbnum þessar vikurnar. Vonandi að það skili sér inn í tímabilið.

    Tvennt svona útlitslegt sem mig langar að nefna: er það bara ég eða virkar Reina alveg hrikalega gay í þessum gráa þrönga galla sínum? Hvíti búningurinn: hvað er málið með hann? Skelfilegur búningur.

Mascherano vill fara

Hodgson að kaupa Luke Young?