Sumarið 2010

Myndir teknar af bloggsíðunni NBA Ísland, sem er ein besta íþróttabloggsíða landsins. Jafnan með fingurinn á púlsinum.

Annars er þetta sumar búið að vera, eh, týpískt. Liverpool spilar leiðinlega æfingaleiki með kjúklingunum, framtíð Gerrard og besta framherjans eru í óvissu og stórmót landsliða fokkar upp öllu undirbúningstímabilinu hjá okkar mönnum. Og fleirum, vissulega, en United, Chelsea, Arsenal og hin liðin þurfa ekki að spila alvöru leik strax í júlí. Það þurfa okkar menn.

Fimmtudagur. Þá hefst tímabilið, þá getum við byrjað það ferli að reyna að leggja eitthvað mat á fótboltaliðið Liverpool FC undir stjórn Roy Hodgson. Við verðum undir það búnir á þessari síðu. Vonandi verður liðið líka undirbúið.

23 Comments

  1. Framtíð Gerrards enn í óvissu ? Var hann ekki að enda við að taka af allan vafa nú í síðustu viku ?

    Annar er farið að lengja eftir yfirlýsingu frá Torres.

  2. þetta er grútleiðinlegt, það er alltaf eins og það sé allt í fokki hjá liverpool á þessum tíma árs, enginn peningur til að kaupa leikmenn frekar en venjulega,við erum seinir á leikmannamarkaðinum . Bestu leikmennirnir tæpir á að ná fitness fyrir kick off eins og venjulega. Menn orðaðir í burtu og Afsakanir fyrir lélegum undirbúningsleikjum “úrslitin skipta ekki máli” auðvitað skipta úrslitin alltaf máli.
    Vonum að eitthvað fari að gerast með Fernando
    YNWA

  3. Brói

    Úrslitin í t.d. K´lautern leiknum skiptu reyndar akkurat engu máli!!

    En annars afar satt Kristján Atli, þetta er illa svipað sumar og vanalega, nema núna eru mest spennandi kaupin leikmaður sem kom á frjálsri sölu. Reyndar alveg magnað að hann var falur á frjálsri sölu, en það sannfærir mig ekkert meira um fjármálin hjá klúbbnum okkar.

  4. Babu

    ég veit að liverpool stillti upp ungu og óreyndu liði, en samt fær maður á tilfinninguna að þetta verði eins og á síðasta tímabili, liðið lék illa í nánast öllum undirbúningsleikjunum og maður sá á þeim að þeir fóru án confidence inn í tímabilið.
    mér finnst allavega skipta máli að sigra þessa leiki uppá það.

  5. JæjaTorres og Gerrard báðir á förum

    Manchester City hefur staðfest kaup á Fernando Torres framherja Liverpool. á 85 mil_pund

    Gerrard til Chelsea 38 mil_pund

    úff ef þetta færi svona …..hrillingur.
    nei ég held að þeir verði báðir.
    koma svo púllarar.

  6. Sko ef Torres fer til City tha er eins gott ad their borgi almennilega upphaed! Sama med Mascherano, 30 mills er algjord lagmark! Og 50 fyrir Torres!

    Aettum ad geta keypt nokkra goda fyrir 80 millur! Vildi samt ad sjalfsogdu halda Torres hja Liverpool.

    Kv.OB

  7. Þetta lítur nú ekki mikið út einsog hann sé að stjórna þessari Facebook síðu. Hún var stofnuð fyrir tveim vikum.

  8. Mér finnst það með ævintýralegum ólíkindum að einhverjir séu enn að spá í því hvort að Gerrard sé á förum frá félaginu. Er hann virkilega ekki búinn að tala nógu skýrt fyrir ykkur?

    Annars er Torres í frí núna og ekki í sambandi við neina fjölmiðla. Hann er ekkert að fara að tjá sig fyrr en hann kemur aftur. Hann hefur sjálfur aldrei gefið í skyn að hann sé á förum frá Liverpool. Umboðsmaðurinn hans hefur sagt að Torres verði áfram hjá Liverpool. “Fernando’s deal is for the present and the future” sagði hann nýlega. Einnig sendi Torres ansi skýr skilaboð með því að fagna HM titlinum með Liverpool trefil. Hann var eini leikmaðurinn í spænska landsliðinu sem fagnaði með trefil eða öðri tengt sínu félagsliði. Svo finnst mér þetta slúður um Torres til Mancity bara fyndið. Torres myndi aldrei ganga til liðs við Mancity. Hann hefur sagt það sjálfur.

  9. Ég bara skil ekki þetta Man City dæmi um að Torres myndi fara til þá fyrsta lagi afhverju ætti hann að skipta við Lið sem er ekki keppa í meistaradeildinni og svo á hann miklu meiri séns að gera góða hluti hjá Liverpool og kannski myndi eitur gott þrieyki milli Gerrard og J Cole einsog Robben segir getur orðið jafngott of Barcelona en hjá Man City mun líka verða berjast við Adebayor eða Santa Cruz, Bellamy.
    Svo

  10. Á ég að trúa því að stórir miðlar séu farnir að apa eftir þessari facebook síðu eins enginn væri morgundagurinn. Ok, þetta er ekkert útilokað en það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé síðan hans né þess að hann sé að koma.

  11. Við skulum öll anda með nefinu!

    Ensku slúðurblöðin sem staðsett eru í suðurhluta London eru bara enn að reyna og reyna og reyna að blása af stað endalausum leiðindum. Það er t.d. alveg með ólíkindum hvernig þeir túlka orð Hodgson um það að Purslow sé að tala við Torres á þann hátt að “Torres sé ósáttur hjá Liverpool og Hodgson sé bjargarlaus varðandi það”.

    Ég las það í fyrravor að Torres sagði það skýlausa kröfu að LFC keypti 4 – 5 toppleikmenn. Ég var og er sammála því. Ég er sannfærður um það að slíkt er innihald samræðna Torres og Purslow. Purslow þarf að sýna Torres það að LFC ætli sér virkilega að verða það topplið sem honum var selt þegar hann kom til Englands. Ég er algerlega sammála Fernando um þetta og er alveg viss um að með kaupum á alvöru vinstri bakverði, öflugum kantmanni og góðum framherja í viðbót verður Torres áfram.

    Mancini er náttúrulega bara slæmur maður að mínu viti, hlægilegt að koma fram og láta eins og City sé kostur fyrir Torres og bara finnst eðlilegt að tala svona um leikmann annars félags. Fullkominn hroki og virðingarleysi í takt við það sem fram fer hjá sálarlausu milljónaliði City. Ömurlegt að fylgjast með og ég skil ekki að eitthvað verði ekki sagt og gert við svona umræðu um samningsbundinn leikmann annars liðs. Það yrði allavega gert á Íslandi!!!

    Ég bið okkur öll um að halda rónni varðandi dómsdagsumræður Daily Mail, Goal.com, NOTW, Sun, Tribalfootball og þeirra hinna sem reyna að nota öll tækifæri til að hræra í hlutunum. Liverpool var gjaldþrota og allir leikmenn þess til sölu í þessum miðlum í vor. Mér sýnist allt annað vera uppi á teningnum í dag, enda kom ekkert um slíkan dómsdag framundan í t.d. Liverpool Echo. icLiverpool eða BBC.

    Lið sem er á fallandi fót hirðir ekki feitasta lausa samninginn í Englandi og AUÐVITAÐ hafa Gerrard og Torres fylgst með því og eru að tala saman….

    Róleg, róleg, róleg og veljið ykkur miðla til að lesa sem leita frétta hjá traustum heimildum innan félagsins…..

  12. Hér er grein eftir Alex Heneineh á soccerlens þar sem hann virðist vera að leiða líkum að því að Liverpool sé eitt af fimm liðum sem eru líklegust til að vinna deildina í ár. Og hann setur í raun Liverpool í bílstjórasætið 🙂
    Kanski barnaskapur að hrífast af svona en kitlar samt pínu …

  13. Það er eins og margir Liverpool aðdáendur þrífist á skálduðum fréttum slúðurblaðanna svei mér þá, það er örstutt síðan að Gerrard sagði sjálfur að hann væri ekki að fara neitt og svo það að Torres er ekki búinn að neita þessum skáldskap pressunar um að hann sé að fara, þýði að hann hljóti þá að vilja fara?

    Er ekki allt í lagi með menn?

    Ef leikmenn þyrftu alltaf að koma fram sérstaklega til að neita svona bulli, þá hefðu þeir ekki tíma fyrir neitt annað!

  14. Getur Liverpool hafnað 60-80 milljóna punda tilboði í Fernando Torres?

  15. 16 – Lalli
    Auðvitað, af þeirri einu ástæðu að það er ekki hægt að replace-a Torres, jafnvel ekki fyrir 60-80 milljónir

  16. Ég er mjög ánægður með komur sumarsins… hvað þá ef Royston Drenthe myndi koma

  17. Það verður blaðamannafundur á morgun samkvæmt fréttum úti og á spjallborðum hjá Liverpool.
    Liverpool are due to hold a press conference on Tuesday at Anfield to announce the signing of a new player as well as the latest on the takeover situation.

    There have been some suggestions that two groups have made very solid bids in recent weeks for the club.

    Spennandi tímar….

  18. Alveg sammála Ásmundi heldur betur spennandi tímar framundan en það breytir því ekki að klúbburinn mun aldrei taka framfarir fyrr en þeir Amerísku eru komnir frá klúbbnum. Joe Cole eru frábær kaup, bestu kaup síðan Torres. En miðað við allt annað sem hefur farið rangt þá er margt sem þarf að bæta fyrir.

  19. Varla hefði Joe Cole valið Liverpool ef allt væri í klessu á þeim bæ? Trúi því ekki. Ég hef ágætis tilfinningu fyrir klúbbnum og því sem Hodgson er að gera.

  20. Maður á allavega afskaplega erfitt með að trúa því að Cole hefði komið ef allt væri í steik. Finnst það líka líklegt að hann hafi fengið fullvissu frá bæði Gerrard og Torres að hvorugur þeirra sé á útleið. En svo koma viðtöl við menn eins og Daglish og Carra þar sem þeir eru bjartsýnir á að Torres verði áfram en samt ekki vissir, af viðtalinu að dæma þótt það komi ekki beint fram.

    Það verður spennandi að fylgjast með þessum blaðamannafundi. Ég veðja á að ef að verið sé að kynna nýjan leikmann þá sé það Maynor Figueroa frá Wigan. Hann hefur staðið sig vel með wigan og verður eflaust ekki gefins þannig að ef Liverpool á pening til að kaupa leikmenn sama hversu lítill eða stór hann er þá er það allavega eitthvað og gefur til kynna að klúbburinn sé ekkert í eins slæmri stöðu og ´´miðlar´´ í norður London vilja láta vera !

Kaiserslautern á morgun

Uppfærsla