Búið að bjóða í Loic Remy?

Sky Sport segist geta staðfest að Liverpool hafi blandað sér í baráttuna um hinn unga frakka Loic Remy sem hefur verið að gera það gott með Nice. Um þennan mann veit ég sama og ekki neitt en það er óhætt að segja að allar viðvörunarbjöllur fóru í gang er ég las þessa samlíkingu við Henry eins og talað er um í fréttinni á Sky.

 

Gaman að þessu engu að síður enda myndum við ekkert segja nei við fljótum og spennandi 23 ára sóknarmanni!

22 Comments

 1. Veit lítið um strák, nema hvað hann er skruggu fljótur… skorar mörk og er sagður næsti Hernry… Ekki slæm samlíking og ef rétt er þá er hann bara velkomin á Andfild…

 2. Ég verð að segja að ég er nokkuð spenntur fyrir þessum, reyndar hefur það ekki reynst okkur vel þegar það er talað um næsta Zidane eða næsta hinn. En ég held að þessi gæti orðið helviti góður.

 3. Ég verð að taka undir með Babú og viðvörunarbjöllurnar. Maður hefur alltof oft brent sig á því að trúa því þegar næsti Zidane, Henry ofl séu að koma. Samt gaman að það sé verið að linka okkur við einhvern sem er ekki á free transfer.

 4. Veit ekkert um hann en er samt spenntur veit ekki af hverju. Kannski bara af því þetta er ekki eitthvað free transfer dæmi og kannski segir manni að Liverpool ætli eftir allt saman að kaupa eitthvað í sumar en ekki bara selja. Væri gaman ef við yrðum heppnir með einn sem kæmi frá Frakklandi, get ekki sagt að við höfum verið það með Cisse og ég er alls ekki heillaður af N,Gog heldur. Væri engu að síður gaman ef einhver hér gæti sagt okkur hinum eitthvað um þennan ágæta dreng.

 5. Mér fannst Cisse t.d bara alls ekkert svo slæmur leikmaður, hann var látinn vera í nýrri stöðu á hægri kantinum en samt tókst honum að skora 19 kvikindi á einu tímabili.
  Hann var ótrúlega óheppinn að brjóta á sér báðar lappirnar en slæmur fannst mér hann ekki vera.

 6. Mér líst bara ekkert á þetta. Þessi kostar örugglega um 12-15 milljónir punda. Ég hélt að það ætti loksins að fjárfesta í enskum leikmönnum núna þegar við erum komnir með enskan stjóra. Roy Hodgson sagði það allavega fljótlega eftir að hann tók við. Miklu MIKLU frekar að eyða þessum pening í Darren Bent.

  Annars væri ég mest til í að sjá Liverpool fara að eltast við SWP og Ashley Young. Young hefur fallið töluvert í verði undanfarið. Komst ekki í landsliðshópinn fyrir HM. Engu að síður er þetta hörkuleikmaður. SWP átti ekki fast sæti í liði City á síðasta tímabili og hefur fallið enn aftar í goggunarröðina eftir stórinnkaup City sumar, sem er örugglega ekki lokið. Það er örugglega hægt að fá hann á viðráðanlegu verði.

  Skv. Echo og fleirum fær Hodgson um 12 milljónir punda til leikmannakaupa + það sem hann selur. Yossi fór á 5,5 þannig að það eru til 17,5. El Zhar er líklega að fara á um 1 milljón svo þá eru komnar 18,5. Svo mætti selja Degen og Riera t.d til að reyna að kreista þessa upphæð hærra upp . Við ættum geta náð að punga út seðlum fyrir þessum tveim.

  SWP og Ashley Young til Liverpool og þá getur Roy Hodgson farið að spila sitt heittelskaða 442 með góðum árangri.

 7. Hver man ekki eftir frönsku gimsteinunum, hinum nýja Zidane og “the Machine” Jean-Michel Ferri 🙂

  Verð að játa að ég hef aldrei heyrt neitt um þennan leikmann en hann hefur skorað ágætlega fyrir Nice 25 mörk í 66 leikjum. Sá einnig að hann var hjá Lyon 2005-8 sem þýðir að Houllier hefur eitthvað komið nálægt honum.
  Ég kíkti aðeins á youtube og sá nokkur mörk með honum. Líst alveg ágætlega leikmannin svo lengi að hann sé keyptur fyrir rétt verð.

 8. Ég fylgist ekkert með franska boltanum og þess þá heldur veit ég hver þetta er. Hann verður vonandi eins góður og samlíkingarnar sem honum fylgja.

  4-4-2 kerfið virkar alveg ennþá en þá verður annar sóknarmaðurinn að vera einhver sem droppar aftur og spilar jafnvel í holunni þegar við mætum liðum sem spila með marga á miðjunni. Svo er Darren Bent fínn leikmaður sem myndi teljast okkur til tekna þar sem hann er enskur og þeir eru fáir slíkir í dag. Nú er að gefa fransmanninum séns ef þetta gengur í gegn.

 9. Margir vefmiðlar ganga svo langt að segja að 12,5 milljón punda tilboð hafi verið samþykkt, og drengurinn sé á leið í læknisskoðun. Loic Remy verður líklega Liverpool leikmaður í næstu viku.

  Þó ég minnist þess ekki að hafa séð leikmanninn spila en youtube myndbönd sem sýna að þetta er mjög fljótur leikmaður og virðist ansi harður af sér, gera þetta óneitanlega meira spennandi kaup en leikmenn eins og Beatty og Zamora sem blöðin hafa verið að orða við okkur.

  Remy á að baki einn landsleik, en mér þykir líklegt að með nýjum landsliðsþjálfara Frakka og brottför Anelka og Henry úr landsliðinu muni þeim tækifærum fjölga.

  Ngog getur farið á lán, Remy gæti myndað baneitrað sóknarpar með Torres.

 10. Maður verður að treysta því að Remy sé góður. Þó Ngog og Cisse hafi ekki kveikt í kofanum þá þýðir það ekki að þessi dúddi geti ekki blómstrað. Okkur vantar striker og ég er mjög feginn ef við erum að fá ungan franskan landsliðsmann í framlínuna. Punktur.

 11. Nr.14
  Ofboðslega er maður nú hissa á því!! Reyndar jákvætt að svona sé þá allavega drepið strax ekki látið okkur spá í þessu í nokkrar vikur. En ástæaðan fyrir því að ég setti þetta sem færslu var að Sky gat staðfest boð frá Liverpool í leikmanninn, kannski að maður taki minna mark á því í framtíðinni.

 12. Já Hodgson má eiga það að hann kæfir hlutina strax og það er virkilega vel gert fyrir okkur sem refreshum allar slúðursíður oft á dag.

 13. Gaman að sjá menn tala um næsta Zidan og næsta Henry og svo Cisse, þegar rætt er um leikmann sem enginn hérna hefur heyrt um áður.

  Næsti Maradona segi ég.

 14. nr 10 hann gæti spilað hans 442 leikkerfi þarsem Loic remy getur spilað kanta og fyrir aftan framherja.
  Nr 14
  Loic gæti alveg koma þarsem Scoutar Livepool hafa verða tala um hann við Roy og hann segir að hann þyrfti sjá hann til vita hvort hann passar svo það eru líkar hann gæti komið.

 15. Mér verður hugsað til Djibrils nokkur Cissé en þessi Henry samlíking kom frá umboðsmanni hans… tek því þess vegna með miklum fyrirvara.

 16. Frábært komment hjá Hodgson á official síðunni. Straight to the point og sýnir manni létt no bullshit viðhorf. Það var verið að skoða manninn, hann hefur fengið upplýsingar frá skátunum en hann er ekkert búinn að skoða hann sjálfur og því er þetta ekkert on þó það hafi verið áður.

Liðið farið til Sviss í æfingaferð

Mika á Anfield? – Mascherano?