Liðið farið til Sviss í æfingaferð

Eftir mánuð af skemmtilegu uppfyllingarefni er alvaran byrjuð að nýju og okkar menn mættir til æfinga. Þeir sem ekki fóru á HM í sumar og tóku eðlilegt sumarfrí eru farnir til Sviss í æfingabúðir og í þeim hópi eru efnilegir kappar á borð við Guðlaug Victor Pálsson og nokkra aðra úr varaliðinu. Restin bætist síðan við jafnt og þétt á meðan dvölinni í Sviss stendur en þeir sem fóru lengra með sínum liðum eins og Gerrard og Carra fara bara beint á Melwood að æfa.

á LFC.TV eru myndir af liðinu og nýjum stjóra í action

Roy Hodgson er greinilega með þetta allt á hreinu, sérstaklega hárið og hann virðist njóta virðingar innan herbúða Liverpool.

Þarna má m.a. sjá Sammy Lee sem virðist ætla að vera áfram hjá Liverpool undir stjórn Hodgson sem er vonandi bara jákvætt. Eins sést þarna Degen alveg þræl áhugsamur og hann virðist ekki einu sinni vera orðinn meiddur ennþá!

Hér síðan sjá hópinn sem fór með til Sviss: Diego Cavalieri, Alberto Aquilani, Albert Riera, Lucas Leiva, Emiliano Insua, David Ngog, Jay Spearing, Philipp Degen, Stephen Darby, Martin Kelly, Peter Gulacsi, Steven Irwin, Nathan Eccleston, Daniel Ayala, Martin Hansen, David Amoo, Lauri Dalla Valle, Thomas Ince, Jonjo Shelvey, Victor Palsson, Sotirios Kyrgiakos, Milan Jovanovic.

Líklega sparnaður í gangi enda hjólar hópurinn alltaf á æfingar! 🙂 Verðum að fara fá nýja eigendur maður.

Þarna má sjá líklega mest spennandi leikmannainn í hópnum Aquilani sem á að vera 100% heill núna, maður sér það nú ekki alveg fyrir sér haldast fram í ágúst.

Jovanovic er kominn úr gryfjunni sem hann stökk í eftir að hann skoraði gegn Þjóðverjum og virðist vera þræl spenntur alveg fyrir þessum nýja klúbbi sínum, enda á hann það sameiginleg líklega með Hodgson að þetta er líklega hans síðasta tækifæri hjá mjög stórum klúbbi. Hann sagði líka að það var aldrei spurning um að hann myndi koma til Liverpool.

En það er síðan leikur um helgina (laugardag) gegn stórliði Al Hilal frá Saudi Arabíu sem eru meistarar í heimalandinu.

9 Comments

  1. Þó maður er ekki alveg sáttur við hvernig sumarið sé búið að þróast þá er maður óneitanlega spenntur eftir að hafa lesið þetta… bjóst ekki við því. 🙂

    Flottur Babú

  2. mer finnst nú eins og að degen se soldið íllt einhverstaðar í líkamanum miðað við mynd numer tvö.. en váá djöfull er hodgson gamall ! mynnir mig á afa 🙂 en jáá maður er að verða soldið spenntur að sjá hvað gerist á næstu vikum þegar þessir HM leikmenn fara að skila ser á æfingar. og vonandi fer maður að fara að sjá fleiri ný andlit, það tel ég allavega vera nauðsynlegt..

    svo vil ég fara að sjá nokkrar (staðfest) fréttir á þessari síðu ! svona einsog kannski fimm nýrra leikmanna staðfestingar, nýrra moldríkra eiganda staðfestingar og frétt um að byrjað væri að byggja nýa völlinn ! djöfull væri það gaman ! já mig dreymir… en þetta er fínt í bili babu..

    • fimm nýrra leikmanna staðfestingar, nýrra moldríkra eiganda staðfestingar og frétt um að byrjað væri að byggja nýa völlinn

    Hjóla í þetta, hringi nokkur símtöl og svona!

  3. já okei flottur.. þá get ég farið glaður að sofa. takk fyrir að redda þessu

  4. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst nú að Degen eigi að vera með hjálm á hjólinu.

  5. Skúbbið.

    ,,Paddy Power have suspended bets on Joe Coles next club after a flurry of big bets on him joining Liverpool.”

Insúa á leið til Fiorentina

Búið að bjóða í Loic Remy?