Hodgson ráðinn (Staðfest)

Jæja, þá er það komið á opinberu síðuna: Roy Hodgson verður næsti framkævmdastjóri Liverpool.

Hodgson segir í samtali við LFC.tv

This is the biggest job in club football and I’m honoured to be taking on the role of manager of Britain’s most successful football club. I look forward to meeting the players and the supporters and getting down to work at Melwood.

Það verður haldinn blaðamannafundur seinna í dag þar sem Hodgson verður kynntur. Þá er óvissu um þjálfaramálin allavegana eytt og Hodgson getur byrjað að huga að leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Það er mikið verkefni að ná utanum þau mál, en við vonum auðvitað að Hodgson takist vel upp í því verkefni. Við munum auðvitað styðja Hodgson í þessu starfi og ég vona heitt og innilega að hann verði farsæll sem framkvæmdastjóri Liverpool. Það virðast allir sammála um að þetta sé frábær náungi, sem nái vel til sinna leikmanna.


Uppfært – Babu: Hér má svo sjá flott fyrsta viðtal sem opinbera síðan tók við Hodgson.

45 Comments

  1. Já mér líst svo sem ágætlega á þetta, ég veit að þetta er engin framtíðarlausn en vonandi að hann nái því besta úr þessum mannskap sem hann hefur og vonandi fær hann smá pening til þess að styrkja liðið.
    Velkominn Roy.

  2. What is done is done. Þá er bara að óska þess að hann eigi nokkur kraftaverk uppí erminni og skíti ekki uppí hana.

  3. Ég er bara sáttur (ekki ánægður) að það sé kominn manager á Anfield!!!

    Mun ekki dæma RH fyrr en hann hefur fengið einhvern tíma. Velkominn.

  4. Ég vill bara bjóða hann velkominn til Liverpool og vonandi verður hans fyrsta verk að fá Danny Murphy aftur til okkar.

  5. Ég er ánægður með þetta, þó hann sé 63 ára á hann alveg að geta þjálfað liðið í 3-5 ár. Er ánægður með að það sé Englendingur í starfinu, sennilega næst besti enski þjálfarinn sem völ er á á eftir Redknapp og er ánægður með það að þessi maður er viðkunnanlegur náungi.

    Það sem stuðningsmenn Liverpool þurfa að gera er að flykkja sér á bakvið nýjan þjálfara og láta gott heita í með og á móti þjálfara umræðum sem hafa einkennt klúbbinn síðustu 9 mánuði.

  6. Góðir tímar, þessi maður er snillingur. Nú er bara að láta þá sem ekki vilja spila fyrir Liverpool drulla sér burt svo maðurinn fái vinnufrið.

  7. Velkominn til Liverpool Roy Hodgson!!! Ég styð þig 110% og hlakka til að fylgjast með þinni vinnu. Þú varst ekki sá þjálfari sem ég vildi helst til félagsins en troddu efasemdunum þversum ofaní mig og alla hina sem hafa efast um þig. Gangi þér vel með þetta erfiða verkefni og ekki láta kana fíflin traðka á þér. Áfram Roy Hodgson og enn frekar áfram LIVERPOOL!!!!!
    P.s. Eins gott að hann lesi þetta þar sem þessu var beint til hans 🙂

  8. Þetta eru góðar fréttir fyrir Liverpool. Hodgson er hæfur þjálfari með mikla reynslu og góða þekkingu á enska boltanum. Staðreyndin er sú að bestu stjórar í heimi voru ekki í biðröð eftir að taka við félaginu og Roy Hodgson fær nú það erfiða verkefni að bjarga því sem bjargað verður – einhvers konar rústabjörgun. Tel að við munum fljótlega sjá batamerki á leik liðsins og móralnum innan leikmannahópsins.

  9. Þá er Roy Hodgson orðinn stjóri hjá Liverpool og mun ég styðja hann heilshugar,hann er kannski ekki stæsta nafnið í boltanum en nýtur mikilla virðingar víðsvegar í Evrópu,frábært að það sé kominn enskur stjóri,vonandi nær að sannfæra Gerrard og Torres að vera áfram.

  10. Friðgeir nr. 6: Það er allavega tveir sem spila ekki fyrir Liverpool og þeir heita George og Tom. Vonum bara að þeir drulli sér burt sem fyrst.

    Er ekki annars bara að bjóða Hodgson velkominn og styðja hann til góðra verka með liðið. Guð veit að hann á stórt verkefni fyrir höndum. Vonum bara að stærstu stjörnur liðsins stökkvi ekki fyrir borð og setji allt í uppnám.

  11. Þá liggur það ljóst fyrir.

    Roy Hodgson skal það vera og þar með er óþarfi að snúa hlutunum í neitt annað en jákvæðar áttir. Beina allri orkunni núna í átt að því að lykilmenn liðsins verði áfram (Gerrard, Torres, Reina, Carra, Agger, Johnson og Aquilani) og finna það út hverjir þeirra sem utan þess hóps standa eru tilbúnir að leggja sig 100% í það sem framundan er.

    Drífa sig að selja þá sem eru 99% eða minna til í að taka á því og fara að versla!

    Manni er létt að þessari vitleysu, því að LFC sé án stjóra, sé lokið!

    Velkominn Roy Hodgson, hlakka til að heyra af blaðamannafundinum, sáttastur er ég við þann part hans ráðningar að hann er snillingur að höndla pressuna og ég styð það heilshugar að klúbburinn ráði Breta með mikla þekkingu á deildinni.

  12. velkominn var ekki sáttur fyrst en eftir að hafa kynnt mér manninn held ég að hann sé bara allt að því frábær fyrir Liverpool

  13. Það er að minnsta kosti gott að það sé kominn maður í brúnna. Ekki alveg mín draumaráðning, en hey, þetta er alls ekki slæmur kostur. Reyndar öfunda ég hann ekki af þessu vinnuumhverfi, en þetta er fagmaður og ég ætla að leyfa mér að vera temmilega bjartsýnn á að hann nái að rífa hópinn upp. Bíð spenntur eftir fyrsta leik !

  14. Velkominn Roy Hodgson…..!!
    Er hrikalega skeptískur og hef áhyggjur af klúbbinum mínum. En kannski ertu hárrétti náunginn fyrir starfið. Kannski tekst þér það sem allir stuðningsmenn eru búnir að bíða eftir í 20 ár! Kannski ertu eftir allt saman það sem við höfum beðið eftir…. 🙂 Hver veit! En úr því sem komið er.. þá færðu að njóta vafans.

    YNWA

  15. Fyrir minn hatt er þetta algjörlega óásættanleg ráðning. Þetta er eins og ef eigendur aflaskipsins Sigurðar VE, sem hefur landað meiru en milljón tonnum af fiski, shanghæjuðu aldraðan meðalmann af netapungi og gerðu hann að skipstjóra. Sem er vitanlega óhugsandi og myndi aldrei vera gert!

    Þetta lýsir ofboðslegu metnaðarleysi frá hendi eigandanna á tilgangurinn með þessari fáránlegu ráðningu ekkert skylt við fótbolta. Liverpool er stórveldi í knattspyrnu hvað sem líður slæmri síðustu leiktíð. Félagið er einhver mesta áskorun sem knattspyrnustjóra býðst. En hvað gera eigendur Liverpool; þeir draga upp á dekk einhvern minnipokamann úr grárri forneskju sem hefur helst sér til frægðar unnið að þjálfa smálið á Norðurlöndunum. Árangur Hodgson gefur nákvæmlega engin fyrirheit um betri tíð enda er hann ekki ráðinn til að ná árangri á knattspyrnusviðinu.

    Ráðning Hodgson er lokastigið á ótrúlegri framkomu eigenda Liverpool og virðingarleysi fyrir heiðurskrýndu, göfugu, sögufrægu og ótrúlega sigursælu fótboltaliði sem skiptir hundruðu milljóna manna um allan heim máli og á stað í hjörtum þess. Nú á að reka smiðshöggið á níðingsverkið. Hodgson er ráðinn af sömu ástæðu og Benitez er rekinn. Í stað þverplankans og keppnismannsins Rafa er Roy garmurinn ráðinn. Hodgson er ráðinn til að engin fyrirstaða verði þegar helstu stjörnur Liverpool verða seldar í sumar og vetur.

    Þetta er sorglegt, sorglegt, sorglegt og ég mun aldrei sætta mig við þessa ráðningu.

  16. Já, nú er þetta orðið staðreynd. Fór yfir það í gær hvert mitt álit væri á þessari væntanlegu ráðningu, en þar sem þetta er orðið opinbert, þá er bara eitt að gera. Velkominn Roy Hodgson, þú hefur minn 100% stuðning og vona ég svo sannarlega að þú eigir eftir að troða öllum efasemdum þvert ofan í kokið á mér og öðrum sem efuðumst um ráðninguna.

  17. Velkominn til Liverpool Roy Hodgson. Ég styð hann heilshugar.

    Þá er það bara að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Þessir leikmenn hafa lýst því yfir að þeir verði áfram: Carra, Reina, Agger, Insúa, Aquilani og svo er Jovanovic gengið til lið við okkur.

    Þessir fara pottþétt: Yossi, Mascherano.

    Þá er bara að bíða eftir yfirlýsingum frá fleiri lekmönnum. Okkur vantar 5 til að ná í lið fyrir næsta tímabil!

  18. Jæja, þá er þetta staðfest. Mér líst í sjálfu sér ágætlega á Hodgson en stóra spurningin er hvað gerist eftir HM þegar “silly season” fer á skrið. Nær hann að sannfæra lykilleikmenn um að vera áfram og fær hann kannski einhvern pening til að styrkja liðið?

    Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef Torres fer. Og Grótta líka á botninum…what life!

  19. Gerrard búinn að tjá sig um nýja stjórann. Tekið af opinberu síðunni:

    “Roy is hugely experienced and I believe he is the right man for Liverpool.

    “I think it’s been worth the wait and I’m sure he’s just keen now to get on with it and start to quickly put in place his plans for the new season.”

    Gott mál!

  20. Hann kemur okkur vonandi skemmtilega á óvart en það sem heillar mann einna mest í fari hans er að hann þykir einstaklega fær í man-management og er nánu sambandi við leikmenn. Eitthvað sem ekki hefur þekkst á Anfield lengi. Þó að ég hafi ekki verið æstur í að sjá Rafa fara þá er ég mjög spenntur að sjá hvernig menn eins og Babel, Aquilani ofl., sem fengu skrýtna meðferð hjá Rafa, bregðast við nýjum aðstæðum. Kannski verður Kuyt bara settur í strikerinn og finnur markaskónna sína, Lucas fær frelsi á miðjunni til að finna samba-taktana, Jovanovic horfir illilega á boltann sem hrökklast undan og skríður inn í markið. Þetta er allt mjög spennandi.

    Hugsanlegt byrjunarlið á móti Arsenal: Reina, Johnson, Agger, Hangeland, Insua, Maxi, Gerrard, Aquilani, Jovanovic, Torres, Kuyt? Allir spólgraðir og léttleikandi? Þetta verður bara gaman.

    YNWA Roy!

  21. ég las einhverstaðar að gilberto silva, brede hangeland og rafael van der vaart væru efstir á óskalistanum á 15m budget, masch og benayoun eru samt að fara…

  22. Stevie G hefði mátt bæta því að hann sjálfur væri ekki að fara neitt til að eyða allri óvissu um framtíð hans fyrir fullt og allt.

    Einhverra hluta vegna er ég að verða jákvæðari og jákvæðari fyrir þessari ráðningu eftir því sem ég les meira um Hodgson. Mér finnst óþarfi að vera með svartsýni og fordóma um að hann verði einhver strengjabrúða eigendanna svo hægt sé að selja stórstjörnurnar án mótþróa stjórans. Gamall refur eins og Hodgson lætur varla vaða yfir sig. Hann virðist njóta mikillar virðingar á Bretlandseyjum og í flestum greinum sem maður les bera menn honum vel söguna.

    Spiluðu ekki einhverjir Íslendingar undir stjórn hans hjá t.d. Viking, spurning um að fá álit þeirra á kappanum 🙂

  23. Roy er líklega eini maðurinn sem getur byggt þetta upp aftur eftir hörmungatíma Benitez. Hann var bara of lengi og skilur eftir sig sviðna jörð.

    Áfram Liverpool, það er að birta hjá okkur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  24. Einhvernvegin held ég að sama hvort Torres langi í burtu eða ekki þá sé klúbbnum á þessu stigi málsins eiginlega ekki stætt á að selja hann, staðan er mjög viðkvæm núna svo vægt sé til orða tekið en ef þeir selja okkar skærustu stjörnu og langsamlega vinsælasta leikmann efast ég ekki um að það yrði einfaldlega allt snarvitlaust. Boycott á söluvarning, miða á völlinn og slíkt. Hann er gæti ég trúað í svipaðri stöðu og Batistuta var hjá Fiorentina í den, guð og þú lifir það ekki af að selja hann.

    Hef ekki teljandi áhyggjur af því að við missum hann eða Gerrard, meiri áhyggjur af því að þeir taki lýsið sitt og mæti tilbúnir til leiks og verði með megnið af tímabilinu.

    Eins er óskandi að Hodgson nái að kveikja á túrbínunni á Gerrard, með hann í lagi er liðið til alls líklegt.

    Ef ég les mig rétt til um Hodgson þá lætur hann menn spila í sínum stöðum og færir þá ekki mikið í önnur hlutverk, Reina verður því áfram markmaður 🙂 Lucas fær vonandi skýrt hlutverk á miðjunni, Gerrard fær vonandi skýrt hlutverk á miðjunni, líklega aftar en hann hefur verið að spila hjá Benitez, Babel hefur líklega ekki vit á að læra nema eina stöðu á ári og verður því vonandi ekki mikið færður og Kuyt fer vonandi í sína bestu stöðu… á bekkinn.

  25. Velkomin Roy, hefur minn 100 % stuðning.

    Núna má öll jákvæð orka fara til Roy og liðsins en öll neikvæð til kananna og að þeir fari sem allra fyrst !

  26. Hörmungarnar undir Benitez voru vissulega svakalegar. Sigur í meistaradeild og annar úrslitaleikur 2 árum síðar. FA cup meistara og úrslitaleikur í deildarbikarnum. Kom liverpool aftur í þá stöðu að vera eitt sterkasta lið evrópu og eitt af þeim liðum ef ekki bara það lið sem aðrir vildu síst mæta. Vissulega var árangurinn í deildinni ekki eins góður og menn vonuðust eftir en hann var að mínu mati ásætanlegur fyrir utan seinasta tímabil.

    Einnig fékk hann til liðsins leikmenn eins og Torres, Alonso, Garcia, Masch og marga fleirri sem ég hef skemmt mér vel yfir að horfa á undanfarin ár.

    Ef þetta eru Hörmungar þá hlakka ég mikið til góðu tímanna 🙂

  27. árangur Benitez hefur verið margræddur hér, hans sérsvið var Meistaradeildin og árangur liðsins þar til fyrirmyndar í hans stjórnartíð…. árangurinn í deildinni var heilt yfir ásættanlegur, tvisvar slakur, tvisvar góður og tvisvar frábær… í innlendu bikarkeppnunum var árangurinn arfaslakur ef frá er talið að komast í úrslit 2005 og vinna FA Cup 2006… minnir að liðið hafi oftast fallið mjög snemma úr leik í þessum keppnum af þessum tveimur skiptum undanskildum

  28. 29. Þú lítur bara á björtu hliðarnar, sem betur fer voru margar. Ég er samt ansi smeykur um að Rafa hafi verið kominn á endastöð með þetta lið. Engin dolla síðan 2006, hrun liðsins í vetur þar sem world class leikmenn voru skugginn af sjálfum sér o.fl. o.fl. Roy hefur ekki verið ofarlega á mínum lista yfir nýja stjóra en því betur sem ég skoða málið þá sýnist mér að karakter eins og Roy geti mögulega verið svarið, amk næsta árið eða tvö. Síðan þarf auðvitað að koma eigendamálum á hreint. Ég ætla allavega að gefa Roy séns og trúi því að með rétta baklandinu og bakkup-inu að þá geti hann náð okkur aftur á top 4.

    Nú setur maður bara upp sólgleraugun og reynir að ýta neikvæðninni til hliðar…

  29. Miðað við allt það sem ég hef lesið þá er Torres ekki að fara frá Liverpool í sumar. Hann sagði það nú sjálfur í viðtali við soccernet í vor minnir mig að hann yrði pottþétt hjá Liverpool á næsta tímabili. Finn ekki þetta viðtal í augnablikinu. Einnig sagði umbinn hans að hann yrði áfram og svo sagði Reina að hann yrði áfram eftir að hafa spjallað við hann. Ég hef ekki lesið neitt sem hefur gefið til kynna að hann vilji losna frá Liverpool. Torres er ekki að hugsa um peninga, það hefur margoft komið fram. Hann lýsti því yfir síðasta sumar þegar Ronaldo og Kaká voru að fara til Real Madrid að hann skildi það að fyrir suma fótboltamenn væri það mikill heiður að spila fyrir Real Madrid, en fyrir honum þá væri mesti heiðurinn að klæðast rauðu treyju Liverpool.

    Með Gerrard, þá segi ég það sama og með Torres, ég hef bara ekki lesið neitt sem gefur það til kynna að hann ætli að fara. Ég er nokkuð viss um að Gerrard myndi aldrei sjálfur fara fram á sölu frá Liverpool. Það myndi fjúka í Liverpool aðdáendur ef hann myndi gera það og ég er viss um að hann það vill hann ekki eftir að hafa eytt öllum ferlinum hjá Liverpool. Gerrard hefur áður sagt að hann hafi ekki áhuga á að vinna titilinn með neinu öðru liði en Liverpool, og hann myndi ekki yfirgefa félagið nema honum yrði sparkað þaðan. Þetta sagði hann eftir allt ruglið sumarið 2005. Hann lofaði því að Liverpool aðdáendur þyrftu aldrei aftur að hafa áhyggjur af því að hann væri að fara. Gerrard virðist svo vera sáttur við að fá Roy Hodgson sem stjóra.

    Eigendurnir og stjórnarformaðurinn hafa lýst því yfir í sumar að það komi ekki til greina að selja þessa tvo.

    Það er bara ekkert sem bendir til annars en að Gerrard og Torres verði í herbúðum Liverpool á næsta tímabili.

  30. Gerrard segist mjög ánægður með ráðninguna, væntanlega verða þá allir ánægðir.
    Líst vel á þetta!

  31. Sælir félagar

    Ég er sáttur, óvissu og blaðri lokið og svo er bara að vona að RH takist að gera leikmannahópinn að einni samverkandi heild.

    Getan í hópnum er hafin yfir allan vafa. Þó er ljóst að einhverjir muni fara (Benayoun, Masca) en engar líkur eru á að Torres og Gerrard fari á þessu tímabili. Hodgson hefur lýst því yfir að Joe Cole sé á óskalista hans og það íst mér vel á.

    En sem sagt. Hodgson á allan minn stuðning núna þegar hann er orðinn stjóri okkar ástkæra klúbbs. Trúum og treystum, styðjum og berjumst saman öll sem ein heild með liði og stjóra. Áfram Liverpool.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  32. Athyglisvert í þessu viðtali við Hodgson á LFC.tv er að hann segir að honum hafi verið gert ljóst að ef við seljum leikmenn þá mun hann fá peninga í staðinn til leikmannakaupa. Það er mjög jákvætt, þar sem Yossi og Masch gætu farið frá liðinu fyrir tugi milljóna punda (að ég tali ekki um þá hörmung ef Torres og Gerrard fara). Hinsvegar segist hann einnig ekkert hafa rætt um transfer budgetið sem slíkt.

    Einhver var að spyrja hérna um íslenska leikmenn sem hafa spilað undir stjórn hans, þá er það líklega Hannes Þ. Sigurðsson. Gaman væri að fá einhvern til að taka viðtal við Hannes.

  33. 25 Magnús Ólafsson

    Var Rafa ekki líka eitthvað að ferðast nálægt Eyjafjallajökli rétt áður en mest öll askan kom? Skilst hann hafi líka kíkt við á olíuborpalli í mexíkóflóa ekki fyrir löngu. Þetta er engu lagi líkt!

  34. Benitez átti líka að fá 50 milljónir punda í fyrra.

    Trúa menn virkilega einhverju sem kemur úr kjaftinum á þeim sem eiga og reka klúbbinn?

    Menn eru blindari en ég hélt.

    Og að lesa kjaftæði eins og það sem #25 Magnús Ólafsson lætur út úr sér: “eftir hörmungatíma Benitez”

    Þú varst örugglega brjálaður þegar við unnum Meistaradeildina, FA-bikarinn, vorum alltaf í Meistaradeildinni og fórum yfirleitt langt og líka þegar við vorum nálægt því að vinna titilinn í fyrra.

    Já þvílíkir hörmungartímar.

  35. Skal játa það að ég hef nokkuð blendnar tilfinningar í þessu máli. Kýs að horfa á jákvæðu hlutina sem Hodgson hefur uppá að bjóða.

    • Reynslumikill þjálfari.

    • Hefur sýnt fram á góðan árangur við erfiðar aðstæður eins og hjá Inter.

    • Er enskur og þekkir ensku deildina mjög vel.

    • Er virtur þjálfari sem lætur verkin tala en er ekki að gaspra í fjölmiðlum.

    • Margir af fyrrum leikmönnum og samstarfsmönnum bera honum vel söguna.

    • Ráðning hans gerir það e.t.v. að verkum að væntingarnar og pressan verður kannski í hófi fyrir næsta tímabil sem ætti að auðvelda leikmönnum lífið og auka leikgleði þeirra.

    Hugsanlega virkar þessi ráðning sem vítamínsprauta á félagið, það var alveg vitað að það yrði erfitt að fá “stórt” nafn til að skrifa undir samning hjá félaginu í því ástandi sem þar ríkir. Nú er ekkert annað í stöðunni en að fara einbeita sér að deildinni sem byrjar í næsta mánuði og vona að Hodgson nái að kveikja neistann í liðinu sem slokknaði á síðasta tímabili, þannig að liðið komi sér í CL á nýjan leik og nær vonandi að lyfta einhverjum titli.

  36. The owners have stepped aside, stepped down. I’m overseeing the process and Barclays Capital are running the process.
    “The owners can’t block the sale of the club. I read all too frequently numbers being floated about in the media, normally associated with Tom Hicks’s name

    Magnað að lesa þetta og vonandi er þetta rétt !

    • Einhver var að spyrja hérna um íslenska leikmenn sem hafa spilað undir stjórn hans, þá er það líklega Hannes Þ. Sigurðsson. Gaman væri að fá einhvern til að taka viðtal við Hannes.

    Maggi er búinn að smíða, leggja rafmagn í og fá góða veg að nýjum pistli sem tekur vel á hvernig þjálfari Hodgson er. Hann á bara eftir að mála hann og kemur hann hér inn í kjölfarið.

  37. Mér finnst þetta magnað viðtal við Brougton, og sérstaklega þar sem hann segir að Gillet og Hicks geti ekki stoppað mögulega sölu á félaginu, þeir komi ekkert þar nálægt. Og svo þetta hérna
    The best bidder may not be the highest bidder. It’s about more than just money. It’s about stadium development, the team and the whole piece.
    “Once we’ve been through the process, the best bidder gets it.”

Hvernig lýst mönnum á Hodgson?

Broughton vongóður með sölu á klúbbnum