Opinn þráður

Það er rólegasta silly season í sögunni í gangi núna, liðið er ekki með neinn stjóra og ennþá með sömu eigendur þannig að það er ekki mikið um að vera þannig. HM reyndar búið hjá Englandi sem gæti gert það að verkum að staða manna eins og fyrirliðans okkar og t.d. Joe Cole fari að komast á hreint, en frændi afa mágkonu Agga sagði honum að hann væri svo gott sem kominn til Liverpool, skv. Twitter.

Eins er Roy Hodgson líklega að fljúga heim núna ef hann er ekki þegar kominn og mun hann vonandi staðfesta ódauðlega ást sína á Fulham og skrifa undir nýjan samning hjá þeim.

En orðið er frjálst…

45 Comments

  1. Ég veit fyrir víst að frændi afa mágkonu Agga er áreiðanlegri heimild en mörg ensku blaðanna, þannig að ég leyfi mér bara að trúa því að J. Cole sé á leiðinni (a.m.k. þar til annað kemur í ljós).

  2. Hodgson er ekki að fara að taka við Englandi held ég, ætli Capello haldi ekki áfram og við fáum Hodgson ef hann nær að kreista fram peninga til leikmannakaupa eins og sagt er að séu hans skilyrði.

  3. Ég hef lengi verið á því að Lahm væri Liverpool-efni, og nú held ég að fleiri þýskir myndu sóma sér vel. Eina spurningin er hversu vel þýskurum gengur að aðlagast landinu og boltanum. Man ekki eftir mörgum sem hafa gert það svo vel sé.

  4. Það hlýtur að fara að koma botn í “Hodgson”málið fljótlega í vikunni og vona ég að hann verði stjóri Liverpool innan 34.5 klukkustunda. Það er kominn tími á að fá UK-stjóra eftir 12 ár af varnarsinnuðum meginlandsþjálfurum.

    Fyrsta verk Hodgson verður að losa okkur við Mascherano enda krabbamein í fæðingu. Þegar Argentína tapar fyrir Þjóðverjum í næstu umferð getur hann fengið að fara á 30-35m en ekki penny minna. Ef Argentína vinnur gullhlunkinn er ljóst að 50m sem Benitez mat hann á yrði nærri lagi.
    Vonandi kemur síðan Hodgson með Dempsey með sér frá Fulham og kaupir Podolski og Donovan í leiðinni. Einnig fín markaðssetning að ná í einhvern asíubúa enda veitir ekki af yenum í kassann.

  5. Já það yrði æðislegt að fá Donavan og Dempsey vei . Nei takk.
    Og Hodgson er seinast þegar ég vissi frekar varnarsinnaður líka.

  6. maður er ekki yfir sig spenntur fyrir Hodgson, síðan veit maður ekki hvort verið sé að leka upplýsingum um viðræður við aðra til að þrýsta á Hodgson eða hvort eitthvað sé raunverulega á bak við þetta… eitt er samt víst að eftir HM er meira af “high-profile” mönnum á lausu (amk Lippi, Eriksson, Le Guen og mögulega Capello) sem á væntanlega eftir að virka sem olía á eld á slúðursögurnar

  7. Ég vildi óska að þessir fávitar mundu selja klúbbinn fyrst. Vona að það sé einhver fótur fyrir því að það sé áhugasamur kaupandi frá Dubai. Þá fyrst er hægt að ráða stjóra, og hann mun þá líka vita hvort hann hefur fjármagn til leikmannakaupa.

    Ég held að það vilji fáir stjórar taka við liði sem þessir hálvitar frá USA eiga.

  8. Auðvitað vilja menn fá tryggingu fyrir því að þeir geti unnið sína vinnu og ef að þessir drullusokkar geta ekki lofað þessu þá fáum við ekki þjálfara í B klassa ef svo gott.
    Mér finnst nú alveg komið gott af leiðinlegum fréttum í kringum þetta félag og maður fer að gefast upp á að leita að slúðri allan daginn.

  9. Það verður enginn ráðinn strax. Þegar HM lýkur verður tilkynnt að einhver sádi sé búinn að kaupa liðið og þá fara hjólin að snúast. Mark my words.

  10. Ég er allavega með þá kenningu að DIC séu tilbúnir að kaupa liðið. Þeir hafa bara sett það sem skilyrði að Benitez yrði látinn fara áður því þeir vilji koma með sinn eigin mann í starfið. Vildu bara að kanarnir tækju hitann og þungann af brottvikningu Benitez áður. Ég styð þá kenningu mína með því að á sínum tíma þegar valið stóð á milli DIC og kananna þá vildu DIC losna við Benitez. Þannig að ekki vera hissa ef að DIC séu að kaupa Liverpool á næstu vikum með tilheyrandi ofurfjármagni til leikmannakaupa ! Djöfull vona ég að það sé eitthvað til í þeirri kenningu minni !

    Ég styð svo að fá fleiri þjóðverja í liðið. Özil og Klose væri tilvalið :=)

  11. Á DIC einhverja peninga í dag? Riðað ekki Dubai á barmi gjaldþrots fyrir nokkrum mánuðum síðan þannig að ég stór efast um að DIC sé að fara að kaupa Liverpool.

  12. Góð pæling hjá Auðunn. Er DIC ekki bara íslenskir útrásarvíkingar í dauðakippunum? Reyndar á sterum skuldalega séð.

  13. Donovan og Dempsey! Hló vel að þessum brandara, gott að hlæja að málefnum Liverpool, nóg er sorgin samt.

    Ég er sammála þeim hér sem vona að Hodgson verði ráðinn til enska landsliðsins og það er auðvitað hlægilega augljós staðreynd að allir stjórar í heimi sem eitthvað hafa komið nálægt boltanum vita að það vantar 5 klassaleikmenn í hópinn til að gera liðið samkeppnisfært. Meira að segja menn eins og Hodgson sem hefur síðustu árin þjálfað stórliðin Fulham, Finnland og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin veit það.

    En aðeins af enskum.

    Enn eina keppnina stilla þeir liðinu sínu upp eins og apakettir, spila 442 sem ekkert toppliðanna hefur spilað og því vonlaust að ætla að fá út úr leikmönnum Liverpool, Chelsea og Scum því allra besta. Hlægileikinn varð svo augljós þegar ljóst var að Upson karlanginn var settur í byrjunarliðið. Miðjusamsetningin með Barry og Lampard er með ólíkindum og besti leikmaður liðsins á miðsvæðinu var settur út á vinstri kant. Frammi var svo Rooney sem ekki hefur spilað í tveggja sentera kerfi og Jermain Defoe sem er einfaldlega ekki nógu góður.

    4231 kerfi hefði að mínu viti mögulega virkað með því að setja upp Johnson sem sókndjarfan bakvörð með Milner á móti vinstri væng með passívum bakverði fyrir aftan Ashley Cole, jafnvel hefði mátt kreista Carra í þá stöðu. Djúpur miðjumaður eins og Barry með Gerrard með sér og Lampard undir Rooney hefði mögulega skilað einhverju.

    Skipulagslaus og ósamæfð vörn, kjánaleg uppstilling á miðju og léleg framlína var það sem birtist mann í enska liðinu og ég varð fyrir SVAKLEGUM vonbrigðum með Capello.

    Viðtal hans eftir Slóveníuleikinn og viðbrögð enskra eftir þann leik voru eins og þeir hefðu unnið Brassa 5-0 – grátbrosleg í meira lagi. Á meðan þögðu Þjóðverjarnir og niðurlægðu þá!

    Enska deildin er sterk vegna útlendinganna sem þar leika og eftir afhroð franska, ítalska og nú enska liðsins spái ég því að háværari verði kröfur um “heimakvóta” í deildunum.

    Vonandi skikka þeir líka Englendinga til að ráða enska þjálfara og þá mætir Hodgson vonandivonandivonandi þar!

    Sorry, er EKKERT spenntur yfir honum á Anfield.

  14. Það er reyndar eitthvað smáræði af olíu þarna austur frá, menn fá smá aur fyrir hana alltaf 😉

  15. Langaði aðeins að koma inn á umræðuna um tækninýjungar í boltanum þar sem allt virðist stranda á gamla frethausnum Sepp Blatter.

    Persónulega þá hef ég verið mjög íhaldssamur hvað varðar nýjungar í knattspyrnunni þar sem ég hef haft endalaust gaman af að horfa á og spila fótbolta s.l. 25 ár (frá 5 ára aldri). Undanfarið hafa dúkkað upp nokkur atvik sem hafa ýtt undir umræðuna um auka dómara fyrir aftan mörkin, auka myndavélar, skjá fyrir 4. dómarann, 3 áfrýjanir fyrir hvort lið í hverjum leik og þar fram eftir götunum.

    Mig langaði bara til þess að skapa smá umræðu um hvaða stefnu skuli taka því þó það sé ljóst að einhverju þarf að breyta að þá nöldrar íhaldsseggurinn inni í mér sífellt að það megi ekki breyta of miklu (sjáið Ameríska fótboltann sem dæmi).

    Af hverju er ekki hægt að gera nákvæmlega eins og í íshokkí þar sem skynjari er í pökkinum og um leið og hann fer yfir línuna að þá kviknar á ljósi fyrir ofan eða aftan markið. Alveg er ég viss um að þetta væri hægt að innleiða í fótboltann án mikilla vandræða. Önnur vafaatriði, s.s. rangstöðu þarf mannlegt eftirlit en þetta með hvort boltinn hafi farið yfir línuna eður ei er nokkurs konar lágmarks krafa fyrir sanngjörnum leik.

  16. Gylfi #19. þessi breyting sem þú nefnir er ágæt að því gefnu að lítið mál sé að setja þetta upp alls staðar. Ég er algjörlega á móti breytingum sem gera það að verkum að fótbolti verði ekki að sama og fótbolti. Reglurnar og leikurinn á að mínu mati að vera eins sama hvort það er í EPL, CL, HM eða á Pæjumóti 5.fl kvenna.

  17. Fínn punktur hjá þér Gylfi, ég held að það mætti leysa þetta á einfaldan hátt, leyfa dómurunum að sjá endursýningarnar á riaskjánum sem eru á flestum völlum á Englandi, reyndar ekki á Anfield en með þessu þá gæti dómarinn séð þetta á augabragði og dæmt rétt.
    Mér finnst of mikið í húfi að þetta velti allt saman á því hvort að dómarinn sjái hlutina á sekundubragði.
    T.d þá hefðu Írar verið á HM en ekki Frakkar og markið hjá Lampard hefði staðið. Það er orðið allt allt of mikið af dómaramistökum og ég held að þessi .ausn væri virkilega einföld og myndi ekki tefja leikinn neitt.

  18. Nr. 19 Gylfi Ef þetta væri kosning þá segi ég klárlega nei takk, halda fótbolta ómenguðum og þar af leiðandi allir að spila sama leikinn.

  19. virðist sem að naðran Purslow

    Er semsagt búið að dæma Purslow sem “nöðru”? Hvað hafa menn fyrir sér í því nákvæmlega?

  20. Babu, ég var og er sama sinnis, mannleg mistök eru náttúrulegur hluti af fótboltanum. Það er bara þetta með að löggilt mörk, þar sem engin vafaatriði eru til staðar, engin brot framin, enginn rangstæður en það vildi svo til að enginn af dómurunum þremur sá boltann fara inn í markið…bara hljómar ekki rétt. Ef það væri hægt að leiðrétta þetta án þess að það komi niður á hraða leiksins þá held ég að allir gætu verið sáttir og réttlætinu væri fullnægt.

  21. Bjarki Már #20

    Ég hef aldrei skilið þessa röksemdafærslu, þ.e.a.s að vilja ekki gera breytingar á reglum og öðru fótboltatengdu, nema það sé hægt að hafa það eins allsstaðar, frá unglingaliði á kópaskeri til úrslitaleiks HM.

    Má þar t.d. benda á að nú þegar er þónokkur munur á reglum og umgjörð eftir því hvar er spilað. Yngstu flokkarnir spila t.d. á minni völlum, þar er engin rangstöðuregla (allavega ekki þegar ég var pjakkur), ég efast um að allsstaðar sé fjórði dómari viðstaddur, líklegast eru dómaratríó ekki með fjarskiptabúnað allsstaðar.

    Þetta tal um að breyta engu, til að menga ekki fótboltann ber helst vott um algjöran skort á hugmyndaauðgi og ímyndunarafli. Auðvitað vill enginn notast við tækni sem spillir leiknum, veldur töfum og dregur úr skemmtun leiksins. En að vera á móti lausnum sem skera úr vafaatriðum án þess að skaða flæði leiksins er bara stórundarlegt. Hver segir að mistök dómara eigi að vera hluti af leiknum? Hvaða jákvæðu áhrif hefur það á fótboltann?

    Mér finnst nokkuð líklegt að ef mennirnir sem fundu upp þetta sport og gerðu það að þeim leik sem við þekkjum í dag hefðu haft aðgang að þeirri tækni sem nú er til staðar, þá hefði verið gengið þannig frá hlutunum að sem allra minnst væri á vafaatriðum. Enda væri það best fyrir leikinn.

  22. Jæja þá eru City að styrkja liðið fáranlega mikið, þeir fá sennilega Robinho til baka ef hann fær ekki að fara frá þeim og svo eru þeir sennilega að fá David Silva frá Valencia og núna í vikunni ganga þeir frá kaupum á Toure frá Barcelona. Er þetta ekki bara nýja Chelsea liðið ? Næsti vetur ætti að verða ansi erfiður fyrir okkur Liverpool mennina.

  23. “Reglurnar og leikurinn á að mínu mati að vera eins sama hvort það er í EPL, CL, HM eða á Pæjumóti 5.fl kvenna.”

    Bjarki, ætlar þú að redda línuvörðum og fjórða dómara á öll Pæjumót?

    Annars það sem Toggi sagði. Það bara mjög auðvelt að að auka réttlæti á kostnað ranglætis án þess að draga úr hraða leiksins. Vitið þið hvað fara margar mínútur af hverjum leik í EPL í það að bíða eftir að markverðir taki útspörk? Yfirleitt er búið að sýna síðasta marktækifæri 5 sinnum á meðan markvörðurinn er að bisast við að koma boltanum í leik.

    Mannlegi þátturinn og dramatíkin … einhverjir vilja ekki að það tapist. Bendi viðkomandi á Bachelorette sem fer vonandi bráðum að byrja á Skjá1.

  24. Hvaða góðir þjálfarar eru í lausu eftir þeirra lið duttu úr HM og líka glugganum en maður ekki nokkuð leiður yfir hvaða þjálfari sé að fara taka við Liverpool FC margir segja það verði Roy hodgson en ég held að hann muni taka við Enska landsliðið ef þeir reka Capello svo þarna fer Capello sem heimsklassa þjálfari þótt hann náði sérstaklega vel með Enska landsliðið veit um sem þjálfari en væri alveg til skoða það

  25. Las twitterfærslu frá frænda afa mágkonu Agga að fyrstu kaup Hodgson væri Bjarni Guðjónsson. Ætlar að spila sambabolta í vetur karlinn.

  26. Djöfull er ég hrottalega sammála þér Toggi, hef aldrei skilið þetta “áaðveraeinsallsstaðar” dæmi. Fótboltinn ER EKKI eins alls staðar, það eru menn dæmdir í bönn eftir á hægri vinstri í stóru deildunum, áfrýjanir og annað. Ætla menn virkilega að halda því fram að 5. flokks leikur á pæjumóti sé sá sami og á lokakeppni HM í fótbolta? Get real, þetta er nánast sitthvort sportið, mis margir dómarar og ýmislegt sem er ekki það sama. Ef hægt er hjálpa dómurum við að ná réttlætri niðurstöðu án þess að fara Amerísku leiðina og trufla/tefja leikinn of mikið, því ekki? Ég vil sjá færri dómaramistök í boltanum, þó bara ekki á kostnað þess að tefja leik og þetta er algjörlega vel hægt í dag.

  27. Einar Örn #25, maður er kannski ekki endanlega búinn að dæma hann sem nöðru, en það er orðið ansi margt sem bendir til þess að hann sé nú ekki allur þar sem hann er séður og sé ansi langt frá því að gera hlutina “The Liverpool Way”.

  28. Af hverju eru menn að tala um að Liverpool fái Lahm eða J.Cole. Eru menn ekkert í sambandi við veruleikann ? Nýbúnir að kaupa Shelvey frá Charlton í englandi og það er engin tilviljun, með fullri virðingu þá er ekki líklegt að margir leikmenn sem spila á hærra plani en Shelvey og hvað þá þeir sem spila reglulega meistaradeildarknattspyrnu hafi nokkurn áhuga á því að koma til liðsins. Hvað þá þegar enginn veit fyrir hvaða mann þeir gætu þurft að vinna.

    Hvað tæknina varðar er ég fyllilega sammála því að taka upp vídeóin, alveg eins og er gert þegar spjöld eru tekin af mönnum eða menn settir í bann, því ekki að láta 4.dómarann tala við aðaldómarann og hjálpa honum. Þeir sem eru á móti þessu eru margir hverjir þeir sömu og voru á móti rangstöðureglunni þegar hún kom fyrst fram, þeir þegja þunnu hljóði í dag.

  29. Um að gera að taka pointið og snúna því við, redda línuvörðum og öðru á 5.flokksleiki er ekki það sem ég er að tala um. Fótbolti er allstaðar spilaður án þess að tækni komi við sögu á meðan leikurinn er í gangi. Leikmenn gera mistök og þau telja yfirleitt mikið meira en mistök dómara og mér finnst það partur að fótboltanum að rífast um vafaatriðin og er á því að heilt yfir jafnist þetta út. Hvar vilja menn svo draga línuna? Um það eru mjög skiptar skoðanir og þeir sem vilja ganga lengst vilja ekki einskorða það við “mark eða ekki mark” heldur um ýmsa aðra hluti í leiknum og ég er hræddur um að þegar menn fara af stað í þessa ferð verði ekki aftur snúið.

  30. Sælir peyjar,
    Ég hef nú ekki kommentað hérna áður, enda United maður, en lít þó við einstöku sinnum enda margt gott og skemmtilegt rætt.
    En það sem mig langaði segja er mín skoðun varðandi hvort það eigi að innleiða tækni inn í fótbotlann eða ekki. Eins og kemur fram hér að ofan þá er það staðreynd að fótboltinn er ekki eins á öllum stigum hans, t.d stærð vallarins, stærð markanna, fjöldi leikmanna, rangstaða, fjöldi dómara, gul spjöld, rauð spjöld, leik bönn o.s.v.fr…. Þetta er draumaveröld og sæt rómantík sem er einfaldelga ekki til staðar hvort sem er!
    Að því sögðu þá myndi ég halda að því hærra sem þú ferð og því “meira” (það vilja auðvitað allir vinna, hvaða stigi það er) sem er undir þá hlítur það að vera krafa að leikurinn sé eins skilvirkur og hægt er. Því myndi ég vilja koma inn tækninni í nútíma knattspyrnu á tvenna/þrenna vegu, 1)bolti inn fyrir marklínu, 2)rangstaða (kannski erfitt að útfæra) 3)og jafnvel hvort bolti fari út fyrir völlinn.
    Menn eru kannski hræddir um að það verði þá ekkert til að þræta um en eiga þessi tilvik sem hafa komið upp á HM síðustu daga að vera aðal þrætuefnið? Að mínu mati er alveg nóg að þræta um hvort það sé brot, leikskipulag og ákvörðun leikmanns í einhverri stöðu. Sem dæmi í leik Englands og Þýskalands þá eru það efni í góðar umræður hvort Glen Johnson og Barry hefðu átt að brjóta í seinustu tveim mörkum Þjóðverja og hvort að Englendingar hefðu átt að leggja svo mikla áherslu á sókn á þeim tímapunkti í stöðunni 1-2.
    Önnur tækni eins og sjónvarpsupptökur drepa einfaldlega leikinn alveg eins og þegar leikmenn “skríða” út af og þurfa að taka í höndina á helst öllum þegar þeim er skipt út af í vinningsstöðu.
    Mannlegi þátturinn er og verður alltaf hluti af leiknum og sjónvarpsupptökur eyða því ekkert, menn hafa oft (og kemur jafnvel fyrir í hverjum einasta leik) séð brot á leikmanni í 5 endursýningum frá mismunandi sjónarhornum en geta samt ekki verið vissir um brot eða verið sammála um hvort brot eigi sér stað. Þannig að fara að dæma eftir sjónvarpi væri óþarfi að mínu mati.
    Aðrir hlutir sem geta bæt skilvirkni leiksins eru eins og ég nefndi áðan við skiptingar. Afhverju ekki að banna skiptingar í uppbótartíma og að hver skipting meigi ekki taka lengur en 15/20 sec? Ef leikmaður liðsins sem er einu marki yfir í lok leiks og er verið að skipta út af er ekki farinn af velli innan þess tíma þá fellur skiptingin upp fyrir, þ.e ef þetta er 3 og síðasta skiptingin þá fær liði ekki að skipta. Einnig væri jafnvel leyfilegt að fara út af hvar sem er af vellinum.
    En ég er kannski kominn smá út fyrir efnið hérna, en pointið er að það er kannski kominn tími á að fara í smá endurskoðun á leiknum til að viðhalda flæðinu í honum og koma í veg fyrir að mótherjinn geti nýtt sér skiptingar t.d sér í vil fyrir utan að fá ferskar fætur inn á völlinn ásamt því að koma í veg fyrir “augljósleg” mörk sem eru ekki dæmd eða rangstöður sem eru ekki rangstöður og rangstöður sem augljóslega eru rangstöður sbr. Tevez með Argentínu.

  31. Sælir peyjar,

    Ég hef nú ekki kommentað hérna áður, enda United maður, en lít þó við einstöku sinnum enda margt gott og skemmtilegt rætt. En það sem mig langaði segja er mín skoðun varðandi hvort það eigi að innleiða tækni inn í fótbotlann eða ekki.

    Eins og kemur fram hér að ofan þá er það staðreynd að fótboltinn er ekki eins á öllum stigum hans, t.d stærð vallarins, stærð markanna, fjöldi leikmanna, rangstaða, fjöldi dómara, gul spjöld, rauð spjöld, leik bönn o.s.v.fr…. Þetta er draumaveröld og sæt rómantík sem er einfaldelga ekki til staðar hvort sem er!

    Að því sögðu þá myndi ég halda að því hærra sem þú ferð og því “meira” (það vilja auðvitað allir vinna, hvaða stigi það er) sem er undir þá hlítur það að vera krafa að leikurinn sé eins skilvirkur og hægt er. Því myndi ég vilja koma inn tækninni í nútíma knattspyrnu á tvenna/þrenna vegu, 1)bolti inn fyrir marklínu, 2)rangstaða (kannski erfitt að útfæra) 3)og jafnvel hvort bolti fari út fyrir völlinn.

    Menn eru kannski hræddir um að það verði þá ekkert til að þræta um en eiga þessi tilvik sem hafa komið upp á HM síðustu daga að vera aðal þrætuefnið? Að mínu mati er alveg nóg að þræta um hvort það sé brot, leikskipulag og ákvörðun leikmanns í einhverri stöðu.

    Sem dæmi í leik Englands og Þýskalands þá eru það efni í góðar umræður hvort Glen Johnson og Barry hefðu átt að brjóta í seinustu tveim mörkum Þjóðverja og hvort að Englendingar hefðu átt að leggja svo mikla áherslu á sókn á þeim tímapunkti í stöðunni 1-2.

    Önnur tækni eins og sjónvarpsupptökur drepa einfaldlega leikinn alveg eins og þegar leikmenn “skríða” út af og þurfa að taka í höndina á helst öllum þegar þeim er skipt út af í vinningsstöðu. Mannlegi þátturinn er og verður alltaf hluti af leiknum og sjónvarpsupptökur eyða því ekkert, menn hafa oft (og kemur jafnvel fyrir í hverjum einasta leik) séð brot á leikmanni í 5 endursýningum frá mismunandi sjónarhornum en geta samt ekki verið vissir um brot eða verið sammála um hvort brot eigi sér stað. Þannig að fara að dæma eftir sjónvarpi væri óþarfi að mínu mati.

    Aðrir hlutir sem geta bæt skilvirkni leiksins eru eins og ég nefndi áðan við skiptingar. Afhverju ekki að banna skiptingar í uppbótartíma og að hver skipting meigi ekki taka lengur en 15/20 sec? Ef leikmaður liðsins sem er einu marki yfir í lok leiks og er verið að skipta út af er ekki farinn af velli innan þess tíma þá fellur skiptingin upp fyrir, þ.e ef þetta er 3 og síðasta skiptingin þá fær liði ekki að skipta. Einnig væri jafnvel leyfilegt að fara út af hvar sem er af vellinum.

    En ég er kannski kominn smá út fyrir efnið hérna, en pointið er að það er kannski kominn tími á að fara í smá endurskoðun á leiknum til að viðhalda flæðinu í honum og koma í veg fyrir að mótherjinn geti nýtt sér skiptingar t.d sér í vil fyrir utan að fá ferskar fætur inn á völlinn ásamt því að koma í veg fyrir “augljósleg” mörk sem eru ekki dæmd eða rangstöður sem eru ekki rangstöður og rangstöður sem augljóslega eru rangstöður sbr. Tevez með Argentínu.

  32. Hvaða endemis þvæla er þetta með fótboltinn þurfi að vera eins allstaðar. Eru þetta ekki sömu reglur sem spilað er eftir. Það eina sem breytist með því að nýta tæknina að það verður auðvledara að framfylgja þeim.

    Á HM veljast væntanlega bestu dómarar heims til þess að framfylgja þessum reglum og lágmarka mistök. Þurfa þessir sömu menn þá ekki að dæma líka á pæjumótinu í Vestmanneyjum svo þetta sé nú alveg eins.

  33. Það að nýta tæknina með skynsömum hætti eykur gæði dómgæslunar. Og að gæði dómgæslunar á HM eða Ensku úrvalsdeildinni megi ekki vera meiri en á pæjumótinu eru fáránleg rök.

  34. “Former Real Madrid boss Manuel Pellegrini was offered to Liverpool a month ago, but, according to a source close to him, never met with Kenny Dalglish. He has been offered the Chile job as Bielsa will not continue – but would like to coach in Europe. Olympiakos and Fenerbahce are waiting to hear from him.”

    Frá Guillem Balague.

    Þetta er athyglisvert ef satt reynist, og virðist þá vera sem hann hafi verið fyrsti kostur til að taka við en ekki haft áhuga. Segir kannski margt að hann vilji ekki taka við Liverpool en er að bíða eftir svari frá Olympiakos og Fenerbahce? Ekki líklegt að margir vilji þá taka við liðinu, hvað þá menn eins og Deschamps eða Capello.

    Dalglish er alltaf að verða betri og betri kostur, sér í lagi ef hann fengi menn í “Maradona-factor,” það er hrein unun að sjá hversu mikið Argentínumenn elska að spila fyrir hann. Kannski ólíklegt að það yrði þannig með Dalglish, en kannski í áttina.

    Dalglish til bráðabirgða þar til eigendamálin eru komin á hreint? Lang besti kosturinn sýnist mér.

  35. Ja hérna skil ekki að sumir hérna vilji fá Roy hodgson ef þið viljum ná 10 sæti eða neðar þá er hann ykkar maður… og er samála því að Dalglish sá rétti maðurinn til að snú þessu liði við!

  36. 23 Babu: Það er erfitt að halda fótboltanum ómenguðum því leikmenn sjálfir eru að eyðileggja hann með leikaraskap. Það er ótrúlegt að sjá fullvaxta karlmenn engjast um að kvölum eftir að einhver tók á þeim, fór í brjóskassan en þeir grípa svo um andlitið.

    Leikaraskapur er að eyðileggja þessa yndislegu íþrótt.

  37. Ég vil bæta því við að ég er hlynntur myndavélatækni. Það eru orðnir svo gríðarlegir peningar í spilunum fyrir klúbbana í dag og hreint ótrúlegt að það sé ekki búið að breyta þessu á einhvern hátt.
    Sjáið t.d. íshokkí þar byrjuðu menn með ljósið á markinu á 7 áratugnum heyrði ég. Tek það fram að ég er ekki 100% viss á þessu. En í íshokkí var t.d. í fyrsta sinn notaður “mark” dómari ef svo má á orði komast 1877 og var það í Montreal. Knattspyrnan er því nánast 135 árum á eftir íshokkí.

    Hvað með svona skynjara í marki sem sýnir grænt ljós ef boltinn fer inn fyrir línuna? Þannig þarf ekkert að skoða og engar tafir heldur er bara treyst á þessa tækni sem með öllu ætti að “fúnkera” í nútíma samfélagi.

Didier Deschamps?

Hodgson skal það vera – Uppfært)