HM dagur 6 (fyrsta umferð búin)

Leikdagur 6 á HM í knattspyrnu stendur nú yfir og þegar þetta er skrifað eru öll lið búin að spila einu sinni í mótinu. Eftir örfáar mínútur hefst svo síðasti leikur dagsins þar sem Suður-Afríka og Úrúgvæ hefja aðra umferðina með leik sínum.

Það eru öll lið búin að spila einu sinni. Brasilíumenn, Hollendingar, Argentínumenn og Þjóðverjar hafa staðið undir væntingum og unnið sínar viðureignir, á meðan heimsmeistarar Ítala og Englendingar hafa lent í vandræðum og gert jafntefli. Fyrr í dag komu svo fyrstu virkilega óvæntu úrslit keppninnar þegar Svisslendingar skelltu Evrópumeisturum Spánar 1-0. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Spánverjar taka á þessum vonbrigðum.

Ætli Þýskaland sé ekki búið að leika best og geti talist lið fyrstu umferðarinnar. Portúgal, Ítalía, Frakkland og Fílabeinsströndin eru vonbrigði umferðarinnar, léku öll drepleiðinlega knattspyrnu sem gæti fælt jafnvel hörðustu aðdáendur frá íþróttinni. Spánverjar eru svo neikvæðasta sörpræsið og ætli Suður-Kóreumenn séu ekki jákvæðasta sörpræsið enn sem komið er. Sem og Sviss, að sjálfsögðu.

Hvað finnst mönnum? Hefur þessi fyrsta umferð skerpt línurnar eitthvað frekar eða er lítið að marka þetta? Eru menn ánægðir með mótið hingað til eða ekki? Sjálfur er ég frekar ósáttur, finnst svona fjórði hver leikur hafa verið skemmtilegur eða rétt það. Of mikið af varnartaktík og hugmyndaleysi, of mikið af liðum sem reyna að hanga á jafnteflum gegn sterkari liðum, og lítið af mörkum. Og þessir blessuðu lúðrar eru ekki að bæta stemninguna heima í stofu, því miður, það er bara svoleiðis.

En svona er HM. Dramatík, vonbrigði, eitthvað óvænt og svo býst maður við að stóru liðin fari á flug á næstu dögum. Get ekki kvartað.

39 Comments

  1. Ottmar Hitzfeld? er þetta nafn sem liverpool menn ættu að vera að skoða?

  2. Ítalía vonbrigði umferðarinnar? Þvílíka bullið. Yfirspila Paragvæ (sem nota bene er mjög hátt skrifað og áttu að vinna S-Ameríkuriðilinn) sem átti eitt færi í leiknum.

    Spánn að tapa á HM óvænt? Kanntu annan KAR? Nokkuð ljóst að þú þekkir lítið sem ekkert til sögu HM. Spánn skítur ALLTAF á sig á HM, því ætti það að vera e-ð öðruvísi nú? Af því þeir unnu EM? Sem Grikkir og Danir hafa gert líka, Hef nú sjaldan séð neinn stórkostlegan árangur frá þeim á HM.

  3. Tryggvi allavega finnst mér það óvænt að lið með gæða menn í öllum stöðum, liði sem rústaði undankeppnini og vann síðustu 12 leikina á undan Sviss leiknum tapaði á móti Sviss.

  4. Bíddu, og hverju skiptir hvað Spánn gerði áður? Þetta er HM og þar gilda allt önnur lögmál. Spánn klúðrar ALLTAF sínum málum þar. Lestu þig bara til.

  5. Hvaða máli skiptir það þá Tryggvi hvort Spánn hafi alltaf klúðrað sínum málum á HM, ef það skiptir eingu hvað spánn gerði áður ?

    Þetta var bara frekar illa ígrunduð athugasemd hjá þér, á hundleiðinlegum nótum !

    Auðvitað kom það mönnum á óvart að Spánn skuli hafa tapað fyrir Sviss í þessum leik, og vertu ekki með þetta rugl drengur.

    Eru það einhver rök að Spáni hafi ekki gengið sem skyldi á Hm, áður ? Hefur Sviss sem sagt gengið alltaf svona vel á HM, hingað til ? Spánn er með betra lið en oftast áður, og því eðlilegt að álykta að þeir eigi að geta unnið Sviss. Það nægir að bera þessi tvö lið saman, til að átta sig á því hvort liðið er sterkara.

    Annars fór þetta full-rólega af stað fyrir minn smekk, og ég vona að það fari nú að koma smá búst inní þetta. Mínir menn Hollendingar fara uppúr sínum riðli en það er spurning hvað þeir komast langt, en þeir þurfa að bæta margt, ætli þeir í gegnum tvo til þrjá útsláttarleiki.

    Þjóðverjar mæta gríðarlega tilbúnir til leiks, og ég verð hissa ef þeir fara ekki í undanúrslitin, þó ekki væri nema af gömlum vana, en einna helst af því að þeir eru með skipulagt, sterkt fótboltalið.

    Við sjáum hvað setur.. ég tel línurnar ekki vera farnar að skýrast ennþá..

    Insjallah.. Carl Berg

  6. Tryggvi númer 4 er í hrópandi mótsögn við Tryggva númer 2. Þú lýsir því yfir að það ætti ekki að koma óvart að Spánn tapi því þeir hafa alltaf gert það áður. Svo segirðu “Bíddu, og hverju skiptir hvað Spánn gerði áður?”. Gaman að þessu.

    Að öðru. Það var augljóst að Torres er ekki kominn í form, og miðað við hvernig Villa var að spila í dag þá urfa Spánverjar á Torres að halda.

  7. Þessi fyrsta umferð hefur valdið mér dálitlum vonbrigðum, aðallega út af markaleysi, en fyrst og fremst út af varfærnislegum leik margra liðanna. Og hundleiðinlegum. Frakkarnir voru ógó leiðinlegir, Ítalirnir óheppnir, ég var hrifinn af Argentínu, Spánverjar hefðu átt að gera betur (3 – 5 – 1 uppstilling???), Brassarnir sýndu góða takta, Þjóðverjarnir voru æðislegir, Englendingar stirðir en ég spái þeim áfram ásamt USA (sem unnu Englendinga víst 1:1 🙂 )…

    Hvað varðar skarpar línur þá er það alls ekki svo að mínum dómi … fyrsta umferðin leiddi lítið í ljós. Ég vil sjá meiri gleði, og sigur Úrúgvæ á S-Afríku-mönnum gefur vonandi fyrirheit um markaleiki framundan.

  8. Með rökum Tryggva má segja að það hafi ekkert komið á óvart að Sviss hafi haldið hreinu þar sem liðið hefur ekki fengið á sig mark á HM síðan 1994 😉
    Spánn hefur haft það fyrir venju að skíta á sig á stórmótum síðustu áratugi og það á líka við um EM. En þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar og það með talsvert öðrum hætti en Danir og þá sérstaklega Grikkir þar sem það var fátt óvænt við það sigur og Spánverjar yfirspiluðu alla sína andstæðinga. Því held ég að það hafi allir búist við miklu af þeim á þessu móti og ég held að við megum alveg enn búast við þeim öflugum.

    Þessi fyrsta umferð var frekar slöpp satt best að segja. En yfirleitt fara nú leikar að æsast í 2.umferð þar sem allir leikir eru úrslitaleikir. Ég hef enn trú á þessu móti en þá þarf eitthvað að fara að gerast fyrir framan mörkin. Ég er allavega orðinn leiður á 1-0 leikjum.

  9. Las þetta fyrst svona… „Spánverjar eru svo neikvæðasta sorpræsið og ætli Suður-Kóreumenn séu ekki jákvæðasta sorpræsið…“

    Annars er alltaf gaman að spá í þessu, sum lið koma mikið á óvart í riðlakeppninni, komast jafnvel áfram en síðan er úrsláttarkeppnin auðvitað allt annað mál. Sama á við stóru liðin sem spila illa, rétt svo komast áfram og blómstra í úrsláttarkeppninni. Það er þetta sem gerir mót eins og HM svo ótrúlega skemmtileg.

  10. 5 :

    Var að vitna í Jóhann #3 þegar hann talaði um undankeppni Spánverja. Spánverjar hafa alltaf rúllað upp sínum undankeppnum og skitið síðan á sig á HM.

  11. HM hingað til = frekar leiðinlegt.

    Getur ekki annað en batnað og ég er sannfærður um að þetta verði legendary þegar upp er staðið.

  12. Ömurleg byrjun að mínu viti.

    Mér fannst einungis fjögur lönd verð þess að ræða um. Þýskaland og Argentína voru best, mér fannst Ítalirnir grimmir og þolinmæði Brassanna dugði þeim vel.

    Hin 28 liðin voru meira og minna auglýsing um ömurlega þróun fótboltans í átt til endalausrar varkárni og þeirrar ferlegu rökfræði að það sé “vont að tapa fyrsta leik”.

    Hvernig lið eins og Slóvakía, Nýja Sjáland, Norður Kórea og Hondúras ná að fanga athygli heimsins finnst mér fáránlegt í raun.

    Vonandi gefur stútun Úrúguay í kvöld fyrirheit um betri tíð. En þetta er leiðinlegasta byrjun á HM sem ég man eftir….

  13. Tryggvi ef að Spánn hefði tapað á móti Færeyjum á HM myndirðu segja að það hefði ekki verið óvænt?

    Spánverjar voru að keppa á móti Svisslendingum og auðvitað er það óvænt að Spánverjar hafi ekki unnið.

  14. Færeyjar munu aldrei komast á HM svo spurning þín er fáránleg. Sumir virðast bara ekki skilja að allt önnur lögmál eiga við þegar um HM er að ræða. Svo lætur þú einsog Svisslendingar séu einhverjir aular. Erum að tala um hörkulið með rosalegan þjálfara. Það var bara EKKERT óvænt við þessi úrslit ef þú horfir aðeins í söguna.

    HM og EM eru tveir ólíkir hlutir svo það sé á hreinu. Á HM bera 4 þjóðir af og munu ávallt gera ; Ítalía og Þýskaland frá Evrópu og Brasilía og Argentína frá S-Ameríku. Önnur lið eiga bara ekki séns. Frakkar hafa verið að fikra sig í átt að þessari elítu en eru ekki komnir þangað enn.

    Spánverjar eru bara með hugarfar aumingja og munu þ.a.l. ALDREI ná árangri á HM, eru með sama hugarfar og enskir sem unnu sína einu keppni á svindli. Það eru bara siguvegarar sem vinna HM.

  15. Það að Spánverjar tapi fyrsta leik sínum í riðlakeppni HM síðan í Frakklandi, gegn liði sem er lakara er ekkert óvænt. Tryggvi, ég get ekki séð annað en þú sért að djóka, því svona vitlaus ertu ekki. Sviss er með gott varnarlið en að viðurkenna ekki að þetta séu óvænt úrslit er merki um eitthvað sem ég skil ekki. Saga liðanna á HM hefur lítið sem ekkert að segja þegar í leikina er komið, dagsform liðanna er það sem skiptir máli og Spánverjar eru bara með of marga leikmenn sem spiluðu lítið í lok tímabilsins.

    En annars að keppninni. Það sem ég hef séð er ekkert mjög skemmtilegt en mínir menn skemmtilegasta liðið, og ég sem er búinn að bíða í mörg ár eftir því að geta komið þeim orðum að.

  16. Semsagt þegar kemur að Hm þá eiga allir sömu möguleika Tryggvi??

    Hvort sem það er Japan eða Kórea, Ísland eða Færeyjar, skiptir engu máli hvað undan hefur gengið, Spánn á móti Ísland, ef þetta er HM þá eiga þessi 2 lið jafn mikla möguleika??

  17. Haha Tryggvi þú ert snillingur. Ég vona að Spánverjar rúlli þessari keppni upp svo þú þurfir að éta allt þetta kjaftæði ofan í þig.

  18. ég get ekki sagt að sviss hafi verið skemmtilegt surprice! ósigur fyrir fótboltann þessi leikur, spánverjar var eina liðið á vellinum sem spilaði fótbolta

  19. 13 Maggi og #19 brói. Maggi segir: “Hvernig lið eins og Slóvakía, Nýja Sjáland, Norður Kórea og Hondúras ná að fanga athygli heimsins finnst mér fáránlegt í raun.” og brói segir “spánverjar var eina liðið á vellinum sem spilaði fótbolta”

    Í fyrsta lagi, áttum við virkilega að ætlast til þess að N-Kórea spilaði leiftrandi sóknarbolta gegn Brasilíu? Þeir vörðust virkilega vel, einkum í fyrri hálfleik og þetta var svo skipulagt og “taktískt” að á tímabili var það eins og skák. Í öðru lagi fór sjálft sambaliðið Brasilía mjög varlega inn í leikinn, svo til allan fyrri hálfleik spiluðu þeir göngubolta, þeir reyndu varla að keyra á N-Kóreumennina með hraða og trixum fyrir utan örfáar rispur Robinho með skærum. N-Kóreumennirnir eru þarna sem fulltrúar sinnar þjóðar og “lægst skrifaðasta” (FIFA-listinn) lið mótsins. Að sjálfsögðu vilja þeir ná sem bestum árangri og til þess að ná því markmiði finnst mér fullkommlega eðlilegt að þeir spili eins og þeir gerðu, væntanlega svipað og þeir gerðu í undankeppninni. Menn nota auðvitað þær aðferðir sem efni og aðstæður standa til.

    Svipað gildir um Sviss gegn Spáni, væntanlega vilja Svisslendingar ná sem mestum árangri úr þeim mannskap sem þeir hafa úr að moða og þetta var sú aðferð sem var í boði að því marki.

    Hins vegar hefði ég gjarnan viljað fleiri mörk í fyrstu umferðinni, þótt skortur á þeim hafi ekki bara verið vegna “varfærni” liðanna eins og sumir vilja halda fram. Líka vegna þess að ógrynni færa fór í súginn, t.d. hjá Argentínu og Spáni.

    Að lokum vil ég segja að ég er nokkuð spenntur fyrir leik N-Kóreu og Portúgal 21.júní. Þar vonast ég eftir sigri N-Kóreu 1-0, helst 2-0 þannig að Portúgalarnir verði svo gott sem sendir heim. Einhver púki í mér vill gjarnan sjá sjálfumglöðu dramadúkkuna C.Ronaldo grátandi í lok þess leiks…yfir óréttlæti heimsins.

  20. Byrjum á Arsenal heima og svo úti gegn ManCity í öðrum leik. Endum úti gegn Aston Villa

  21. Svo getum við reynt að setja okkur í þeirra spor og hugsað okkur að Ísland hefði verið að leika gegn Brasilíu í lokakeppni HM, þar sem þeir hefðu með smá heppni getað náð jafntefli (sbr. N-Kó.). Væru þið þá að tala um “ósigur fótboltans” eða “fáránlega athygli” sem úrslitin fengju?

  22. Hver fann það upp að láta það heita “taktískt” þegar lið spila upp á 0-0 jafntefli.

    Það hlýtur að vera alveg eins taktískt að leggja upp sóknarleik.

    Einfaldlega bull. Það á að breyta fótboltareglum til að koma í veg fyrir árangur leiðindanna. Engin stig fyrir 0-0 jafntefli væri fín lausn til að byrja á, sem og að hætta að dæma rangstöðu upp úr föstum leikatriðum, alveg eins og upp úr innkasti. Það gæfi fleiri sóknarfæri.

    Trúi því ekki að nokkur maður í heimi vilji sjá Norður-Kóreu ná langt í HM. Eða Sviss. Utan þeirra heimalanda auðvitað.

    Körfuboltinn var að staðna vegna þess að menn héngu endalaust á boltanum og þá var sett upp skotklukka. Svo áttu menn undir 1,90 lítinn séns og þá var búin til þriggja stiga lína. Ímyndið ykkur körfubolta ef þessum reglum hefði ekki verið breytt.

    Mér finnst fótboltinn í dag einfaldlega um 40% leiðinlegri en hann var fyrir 12 árum á HM 1998 í Frakklandi og um 80% leiðinlegri en hann var á HM 1986 í Mexíkó sem var stanslaus skemmtun frá fyrsta leik.

    Menn eiga að vera óhræddir að breyta þegar algengustu úrslit eru orðin 1-0!!!

  23. Vissulega er þarft að breyta reglunum Maggi, en ég vil sjá breytingu á viðskiptaleguhliðinni á íþróttinni. Eins og þú sérð þetta eiga bara litlu liðin að beygja sig fram fyrir þeim stóru og leyfa þeim að valta yfir sig. Hvað eiga eiginlega lið eins og N-Kórea að gera gegn Brasilíu eiginlega ? Þetta er einfaldlega vandamál sem peningamennirnir hafa búið til. Hagsmunirnir eru svo gríðarlegir og eitt tap getur þýtt að einhver lendi einfaldlega bara á kúpunni.

    Sama vandamál og í ensku deildinni. Við kvörtum og kvörtum eftir leik gegn B’ham en hvað eiga svona lið að gera þegar launareikningur Torres og Gerrard er hærri en verðmæti þeirra liðs. Þetta er bara svona týpískur elítu “topp 4” hugsunarháttur. Þegar eitthvað lið vogar sér að komast þar inn annað en þessu stóru þá verður allt vitlaust og menn vændir um leiðinlegan bolta og þar fram eftir götunum.

  24. Mér er nú nokkuð sama um alla puttana sem ég fæ niður núna en það gleður mitt litla hjarta að Spánn hafi tapað.
    Spánn er eins og Utd fyrir mér, hreinlega þoli þá ekki og er gríðarlega ánægður með Sviss.
    Vona innilega að Chile og Sviss fari uppúr riðlinum. 🙂

  25. Maggi #25: Ég setti líka orðið “taktískt” í gæsalappir í fyrri aths. Þetta er svona orð sem er mikið notað af knattspyrnuspekingum. Í notkun minni fólst ekki að sóknaráherslur gætu ekki verið “taktískar”.

    Þessar tillögur að breytingum sem þú nefnir hljóma nokkuð vel, engin stig f. 0-0, engin rangstaða eftir föst leikatriði o.s.frv., einmitt í því skyni að auka skemmtanagildi fyrir áhorfendur. Ég væri reyndar til í að sjá N-Kóreu fara upp úr riðlinum, a.m.k. frekar en “listamennina” og stórstjörnurnar hjá Portúgal, þannig að þá er a.m.k. kominn einn maður utan N-Kóreu sem vill sjá þá ná árangri. Tek síðan heilshugar undir það sem Brúsi #26 segir.

  26. En svo er líka slatti af liðum sem maður saknar í þessari keppni. Tékkland, Tyrkland (sem ég hafði mjög gaman af á EM ’08), Króatía og Rússland svo dæmi séu tekin. Allt lið sem maður reiknar með að spili nokkuð skemmtilega, kann þó að hafa breyst með árunum.

  27. 16 :

    “Saga liðanna á HM hefur lítið sem ekkert að segja þegar í leikina er komið, dagsform liðanna er það sem skiptir máli og Spánverjar eru bara með of marga leikmenn sem spiluðu lítið í lok tímabilsins.”

    Rangt, heldurðu virkilega að það sé tilviljun að það séu sömu liðin sem vinna alltaf mótið? Og ekki nóg með það, það eru alltaf sömu liðin sem komast í úrslitin. Þetta er einfaldlega elíta 4ja liða síðastliðin 40 ár með franskri undantekningu 2x og hollenskri 2x.

    HM er fyrir þá sem kunna að vinna, Spánverjar hafa og munu aldrei kunna það.

    Ef þið viljið láta mata þetta ofan í ykkur enn frekar þá er hér listi :

    1970 : Brasilía – Ítalía : 4-1
    1974 : V-Þýskaland – Holland : 2-1
    1978 : Argentína – Holland : 3-1
    1982 : Ítalía – V-Þýskaland : 3-1
    1986 : Argentína – V-Þýskaland : 3-2
    1990 : V-Þýskaland – Argentína : 1-0
    1994 : Brasilía – Ítalía : 0-0 (BRA í vító)
    1998 : Frakkland – Brasilía : 3-0
    2002 : Brasilía – Þýskaland : 2-0
    2006 : Ítalía – Frakkland : 1-1 (ÍTA í vító)

  28. Tryggvi 16:
    Færeyjar munu aldrei komast á HM svo spurning þín er fáránleg

    Það er líka fáranlegt hjá þér að segja að það sé ekki óvænt að Spánn hafi tapað á móti Sviss. Ég veit að Sviss eru með þrusugott lið. Þetta er svipað og að segja að það sé ekki óvænt að Barcelona tapi á móti Fulham.

    Spánn er líka með betri sögu á HM en Sviss þannig að rök þín að þannig að á þann hátt er það líka óvænt að Spánn hafi tapað á móti Sviss

  29. Gott hjá þér Jóhann að halda að Spánverjar muni geta eitthvað á HM. Þitt val að lifa í blekkingu. Ég er allavega búinn að vara ykkur við.

  30. Hverskonar endemis idióti ertu Tryggvi ?? Algerlega án gríns ? Þú ert að reyna að halda því hérna fram, að Spánn geti ekki gert neinar rósir á HM, af því að þeir hafa aldrei getað það, og ert að reyna að telja mönnum trú um að úrslitin á móti Sviss hafi ekki verið óvænt í ljósi þess. Viltu ekki bara skoða hvernig Sviss hefur gengið á HM áður en þú kemur með svona fáránlegan póst. ??

    Í þessari heimatilbúnu upptalningu þinni, þá nefnirðu bara það sem hentar þínum fáránlega málfutningi, en ekkert annað. þú nefnir ekki að England hafi orðið heimsmeistari, eða Urugay, eða að í öðru sæti (sem oft hefur talist ágætis árangur) hafi Tékkar orðið, Ungverjar, eða Svíar ?

    Allt tal um að Spánverjar séu dæmdir til að drulla uppá bak á HM, eru hjákátleg, og það hefur ekkert með það að gera, hvernig þeim kemur til með að ganga á HM, þetta árið.

    Svo ertu í hrópandi mótsögn við sjálfan þig að flestu leyti.. skoðaðu aðeins þessi ummæli þín ;

    “Bíddu, og hverju skiptir hvað Spánn gerði áður? Þetta er HM og þar gilda allt önnur lögmál. Spánn klúðrar ALLTAF sínum málum þar. Lestu þig bara til. “

    Hverskonar ummæli eru þetta ?? Það skiptir engu máli hvað Spánn gerði áður, en samt reynir þú eins og rjúpan við staurinn að telja öllum hérna trú um, að Spánn geti ekki gert vel á þessu móti, vegna þess sem þeir hafa gert áður !!

    Taktu þessi þvermóðskulegu innihaldsríku rök þín, troddu þeim í pípuna þína og reyktu !!! Þetta er eins bjánalegt og það getur verið, og þú veist það vel.. og það hefur ekkert með það að gera, hvort Spánverjum hafi gengið, eða komi til með, að ganga vel á HM.. þessi rök halda bara ekki vatni og eru fáránleg !!

    Spánverjar eiga að geta farið langt í þessu móti, og ég hef trú á því að þeir komist allavega í 8 liða úrslit, hvað sem svo tekur við þá.

    Þetta er nóg í bili… Insjallah..

    Yanks OUT !!!
    Carl Berg

  31. Þakka hlý orð í mín garð #33.

    Þú hefur greinilega ekki lesið þegar ég talaði um að enskir hefðu unnið einu sinni á svindli. Mín upptalning var síðastliðin 40 ár, tókstu kannski ekki eftir því heldur?

    Aftur hefurðu ekki lesið ummæli mín þegar þú ritar :

    Svo ertu í hrópandi mótsögn við sjálfan þig að flestu leyti.. skoðaðu aðeins þessi ummæli þín ;

    “Bíddu, og hverju skiptir hvað Spánn gerði áður? Þetta er HM og þar gilda allt önnur lögmál. Spánn klúðrar ALLTAF sínum málum þar. Lestu þig bara til. “

    Hverskonar ummæli eru þetta ?? Það skiptir engu máli hvað Spánn gerði áður, en samt reynir þú eins og rjúpan við staurinn að telja öllum hérna trú um, að Spánn geti ekki gert vel á þessu móti, vegna þess sem þeir hafa gert áður !!

    Hér var ég að vísa í fyrri ummæli þegar einn að ofan var að tala um undankeppni og síðustu 12 leiki. Tók það m.a.s. fram áður, en það þarf víst að mata allt ofan í menn eins og þig.

    Spánverjar munu ekki gera neinar rósir, einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki sigurvegarar, svo einfalt er það.

  32. Ha ha, Tryggvi er alveg með þetta. Spánverjar núverandi Evrópumeistarar en eru ekki sigurvegarar. Er Evrópukeppni landsliða bara eitthvað pollamót eða hvað?

  33. Samkvæmt sömu rökum urðu Frakkar ekki heimsmeistarar ’98. Þeir höfðu ekki sögu í keppninni, voru ekki í 4-liða elítunni, höfðu bara unnið grínmótið EM og ekkert annað. Hins vegar er annað mál hvort Spánverjar muni fara langt í keppninni. Þeir gætu það, hafa mannskap og að mörgu leyti spilamennskuna til þess. Hins vegar þurfa þeir meiri brodd inni í teignum. Já ég veit, með Villa, Torres, Silva ofl. hljómar það undarlega. En þeir eiga ekki að breyta leik sínum. Nóg um það.

    Aðalvonbrigðin fyrir mína parta eru Frakkar. Og þó, þjálfarinn þeirra er ekki að meika það og er í tómu rugli með þetta lið. Þeir eru á leið út og með þennan sóknarleik sem þeir bjóða upp á er ekki annað hægt. Fá varla færi gegn Uruguay og Mexíkó.

    Litlu liðin spila þetta eins og þau eiga að gera, góður og skipulagður varnarleikur, engin vonbrigði þar. Rétt sem Maggi segir, ef menn vilja ekki svona fótbolta þá þarf að breyta reglunum. Portúgal og Fílabeinsströndin hefðu vissulega getað verið grimmari í sínum leik en samt skiljanleg varfærni.

  34. 36 :

    Tók nú fram fyrr að Frakkar væru svona að reyna að teygja sig yfir í Elítuna (með því að fylgja eftir sigri á HM með úrslitaleik 8 árum síðar), þeir eiga þó langt í land en eru mörgum klössum ofar en nokkurn tímann Spánverjar.

    Frakkar voru rændir úrslitaleiknum ’82 þökk sé Schumacher og hinum hollenska dómara Charles Corver. Spánverjar þar á heimavelli enduðu neðstir í milliriðli. Spánverjar hafa bara aldrei gert nokkurn skapaðan hlut á HM.

  35. Og Frakkar spiluðu á heimavelli ’98, sem hjálpar til auðvitað, sjá England ’66 (svindl auðvitað) og Argentína ’78.

  36. Tryggvi, þú hlýtur þá að telja tap Þjóðverja fyrir Serbum gríðarlega óvænt úrslit þar sem Serbar eru nýgræðingar á HM, og því ekki hátt skrifaðir sögulega, á meðan Þjóðverjar tilheyra hinni fjögurra liða elítu 🙂

Hugleiðingar um félagið okkar

Leikjalistinn. Úff!