Hugleiðingar um félagið okkar

Það má með sanni segja að maður hafi ekki beint verið upprifinn undanfarið þegar kemur að hlutum tengdum Liverpool FC. Í mínum huga þá hefur ekki verið EIN jákvæð frétt byggð á einhverju solid, í égveitekkihvaðlangantíma. Jú einhverjir vilja meina að brotthvarf Rafa hafi verið góðar fréttir, en ég er ekki sammála því, engan veginn. Menn vildu meina að ef hann færi ekki, þá færu helstu stjörnur liðsins í burtu. Hefur fréttaflutningur eitthvað minnkað um brotthvarf þeirra eftir að Rafa fór? Nei, heldur betur ekki, hann hefur hreinlega aukist talsvert og fleiri og fleiri nú nefndir til sögunnar þegar kemur að brotthvarfi okkar lykilmanna.

Þegar ákvörðun er tekin um að skipta um stjóra, þá er afar mikilvægt að eyða allri óvissu sem allra allra fyrst, sér í lagi þegar mikið rót er í kringum félagið. Svo virðist ekki vera raunin. Hlutirnir virðast lítið hreyfast og það eina sem maður sér í dag er sterkur orðrómur um Roy Hodgson, ROY HODGSON for crying out loud. Það er eitt að hafa átt dapurt tímabil og endað í 7. sætinu, en annað er að stjóri sem nefndur er til sögunnar sé þessi títtnefndi Roy. Mér hefur fundist það í besta falli hjákátlegt að sjá menn sem vildu Rafa út, no matter what, vegna þess að hann spilaði leiðinlegan bolta, kalla síðan eftir stjórum eins og Martin O’Neill, Jose Motormouth eða Roy Hodgson. Ja hérna hér, segi nú ekki meira.

En hvað sem hver segir, þá er Rafa farinn, það er fact og það þýðir bara akkúrat ekkert að ræða það meira. Það verða svo sannarlega skiptar skoðanir um réttmæti þessarar ákvörðunar, en þetta er bara staðreynd. Þá þýðir ekkert annað en að horfa fram á veginn og reyna að spá í það hvað sé framundan. Ég verð að viðurkenna það, eins mikill bjartsýnismaður og ég er nú, að ég sé nú ekki beint bjarta tíma þegar kemur að liðinu okkar, því miður. Það eina sem gæti bjargað þessu fyrir okkur og skapað flottar framtíðarhorfur, væri sala á félaginu. Ég held að hún sé bara ekkert handan við hornið og að það verði bráðabirgðaráðning á stjóra og ekkert horft til framtíðar að öðru leiti en því að lifa af næsta mánuðinn eða mánuðina og vona það besta.

Setjið þið ykkur í spor Fernando Torres. Hann er eftirsóttasti framherji heims, stórkostlegur knattspyrnumaður. Gæti farið og tvöfaldað launin sín og farið í félag sem væri að berjast um stærstu titlana hægri vinstri. Þú ert hjá félagi sem var að reka stjórann sem fékk þig til liðsins og það er algjör óvissa um það hver tekur við. Það er algjör óvissa um það hversu lengi nýr stjóri verður við völd og algjör óvissa um það hvort hann fái að styrkja liðið eitthvað. Það er algjör óvissa um fjölda lykilmanna sem með þér spila, þ.e. hvort þeir verði áfram eða ekki. Það er algjör óvissa um það hver muni eiga félagið. Myndir þú hugsa þig um ef það kæmi flott boð frá Barcelona, sem er í þínu heimalandi og eitt besta lið veraldar? Ef þú ættir að velja um alla vissuna þar á móti allri óvissunni hjá Liverpool, hvort myndir þú velja? Ég er ekki að segja að Barca sé að fara að bjóða í Torres (þó fréttirnar séu á þá leið), en væri það skrítið þótt hann Fernando okkar myndi hugsa sig um? Nei, það er sko ekki skrítið, það væri í rauninni skrítið ef hann gerði það ekki.

Nei, ástandið er ekki gott. Fernando, Stevie G, Glen Johnson, Mascherano, Babel, Benayoun, Agger, Kuyt og Riera hafa allir verið orðaðir frá okkur undanfarið og af þessum mönnum þá er það bara Riera í mínum huga sem má skella fast á eftir sér hurðinni og ég vil ekki sjá nálægt rauðu treyjunni aftur. Reyndar er Javier farinn að reyna svo mikið á þolrifin í mér að ég er algjörlega tilbúinn að láta hann fara, í rauninni þá vil ég hreinlega losna við hann vegna þess hvernig hann hefur komið fram núna undanfarið og eins síðasta haust.

Því miður þá held ég að trúðarnir sem eiga félagið telji að með því að minnka skuldirnar (með sölu leikmanna) þá verði vænlegra að selja Liverpool FC. Ég fékk sendan tölvupóst í morgun þar sem Martin Broughton var að svara þekktum stuðningsmanni Liverpool. Broughton var tímabundið ráðinn sem stjórnarformaður og átti að einbeita sér að því að selja félagið. Hann hefur þó verið með puttana mun meira í hlutunum en hann talaði sjálfur um að hann yrði. Það hefur farið í pirrurnar á mörgum að Broughton þessi er gallharður Chelsea stuðningsmaður og menn hafa sett stórt spurningamerki við að hann og Purslow sjái um sölur leikmanna, eins og virðist vera raunin með Benayoun til Chelsea og svo jafnvel Torres líka (Fowler forbid). En hann svaraði spurningu Jim Boardman svona:

I’m sorry you think like that but you are entitled to your opinion. I note your opinion doesn’t seem to be shared by the media.

Það sem sagt skiptir meira málli hvað þessi gula London pressa hefur um málin að segja, heldur en rödd stuðningsmanna félagsins. Það er allavega morgunljóst að það verk sem framundan er hjá þeim Purslow og Broughton er mikið. Þeir verða undir smásjá stuðningsmanna félagsins og þurfa heldur betur að spýta í lófana til að rétta skútuna við. Ég hef aldrei orðið jafn mikið var við almenna svartsýni hjá stuðningsmönnum liðsins, ALDREI. Þetta er versti tími sem ég hef nokkurn tímann upplifað sem stuðningsmaður félagins, og það er ekki tengt ákveðnum persónum og leikendum, heldur er það heildarmyndin, yfirlitsmyndin og allt niður í rótina.

Nú er silly season í gangi og allajafna er það nokkuð skemmtilegur tími. Allir að spá í hugsanleg kaup á leikmönnum, hvernig liðið verður þegar flautað verður til leiks í haust, hvernig nýjir menn spilast inn í liðið og hvaða leikmenn þarf að losna við. Það segir allt um ástandið að þetta er fjarri hugsunum flestra stuðningsmanna liðsins í dag. Nú er bara spurning um hvaða stjóri er tilbúinn í að koma inn í Sirkusinn og reyna að setja upp sýningu og fá einhverja skemmtikrafta til að trekkja fólk að, á meðan verið er að fá einhverja til að kaupa sirkustjald og græjur til að gera þetta eftirsóknarvert. Varla eru margir sýningarstjórar við stóru sýningarnar tilbúnir til að hlaupa frá núverandi starfi yfir í þetta bráðabirgðadæmi. Kannski eru menn að bíða eftir að Fílabeinsströndin falli úr leik svo hægt sé að ráða stjóra. Kannski er verið að ræða við King Kenny (sem í augnablikinu er að mínum dómi það lang besta í stöðunni) eða kannski eru þessir kappar sem eru part time starfsmenn LFC, uppteknir við annað, kannski bara í fríi. Hver veit. Ég veit þó fyrir víst að áhugi minn og passion fyrir Liverpool Football Club mun aldrei þverra eða minnka. Þessir tímar sem við erum að upplifa núna eru því hrikalega sársaukafullir og vona ég svo heitt og innilega að einhverjar jákvæðar fregnir berist úr herbúðum okkar manna fljótlega. Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn á það, en ef maður hefur ekki vonina, hvað þá?

YANKS OUT

34 Comments

 1. Erfiðir tímar, það er rétt. Það verður samt að hafa það í huga með allar þessar fréttir af hugsanlegum leikmannaflótta frá Liverpool, að oft er þetta bara algjört slúður. Þetta er jú það sem selur blöðin.

  YNWA. Burt með YANKS

 2. Sammála hverju einasta orði.

  Roy Hodgson hefur ekkert það fram að færa sem fyrri stjóri hafði ekki og eina vonarglætan fyrir félagið er að maður taki við sem ber hag klúbbsins fyrir brjósti.

  Eigendum og formanni er skítsama um klúbbinn og það væri ekki til neins að ráða varnarsinnaðri stjóra en Rafa sem er upp með sér að fá að stjórna stórum klúbbi.

  Ég hef aldrei lifað ömurlegri tíma sem LFC stuðningsmaður nú frá brottrekstri Rafa og það á ekkert skylt við brotthvarf hans. Staðan er einfaldlega sú að ég tel bara Reina og Carragher pottþétta á að vera hjá klúbbnum og flestir hinna myndu fegins hendi labba burt úr sirkustjaldinu.

  Hvernig nokkur stuðningsmaður getur verið sáttur og spenntur þessa dagana er svo algerlega ofvaxið mínum skilningi. Ég geri ENGA kröfu aðra um næsta season í dag en að liðið verði ekki sundurliðað og gert að næsta Newcastle eða Leeds.

  Ég tel raunverulega hættu á því og ENGAR líkur á árangri í nokkurri keppni. Ekki einu sinni Europa League þó varnarsnúðurinn Hodgson tæki við.

 3. Fínar pælingar SSteinn, hvað mig varðar þá er ég búinn að búa mig andlega undir hrun klúbbsins, já ég veit að þetta er mjög dramatíst hjá mér en ég er ekki að grínast 🙁 Ég sé bara ekki að þessi von sem maður hefur haft í byrjun hvers tímabils um mögulega titilbaráttu verði til staðar í byrjun ágúst. Það er einfaldlega búið að kýla mig svo fast í magann með þessu rugli öllu saman að það er allur vindur úr mér. Auðvitað vonar maður að ástandið sé ekki svona slæmt, en með þessa helvítis trúða sem eigendur get ég ekki verið bjartsýnn.

 4. Sælir félagar

  Frábær pistill SSteinn og ég tek undir hvert orð. Áyggjur manns af framtíð klúbbsins eru ómældar og þessir útsendarar andsk… frá “Guðs eigin landi”(?!?!) Ameríku eru að mínu mati réttdræ… hvar sem til þeirra sést.

  Ég spyr að því sem ég hefi spurt að áður. Er ekki hægt að koma af stað einhverri hreyfingu stuðningsmanna sem vinnur málin þannig að kanadruslurnar selji klúbbinn sem fyrst til að sleppa sem minnst skaðaðir frá leiknum.

  Það á ég við að stuðningsmenn loki vellinum við Anfield Road og geri eigendum skiljanlegt að enginn áhorfandi fái að fara inn á völlinn fyrr en nýjir eigendur eru komnir til skjalanna. Ef sýnt verður að nánast enginn áhorfandi verði á vellinum á næstu leiktíð er klúbburinn einskis virði því það eru áhorfendur sem reka klúbbinn, amk. yfir vetraratímann þó fleira komi til.

  Eitthvað slíkt verður að koma til svo núverandi eigendur sjái sitt óvænna og selji meðan þeir sjá fram á að fá eitthvað fyrir skepnuna. Fyrir hana dauða fá þeir ekki einu sinni fyrir huslunarkostnaði.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Maður er náttúrulega gríðarlega svartsýnn eða bara hræddur á ástandið og ekki getur maður sagt að það hafi skánað við þennan lestur, þegar Steini skrifar eins og hann sé logandi hræddur við ástandið, maður sem er nú yfirleitt ekkert nema jákvæður á allt saman þá skána nú seint hugsanirnar hjá mér allavega. Annars gæti ég ekki verið meira sammála öllu í þessum pistli held ég bara…

  En eruð þið eitthvað að skilja það af hverju einhver frá þessum klúbbi hefur ekki getað drullast til þess að koma með eins og eina yfirlýsingu um það hver stefnan sé hjá þessum klúbbi í sumar og næstu mánuðina, mér finnst aðdáendur þessa klúbbs sem eru hreinlega flestir skelfingu lostnir yfir þessu ástandi sem er að eiga sér stað hjá klúbbnum sem við elskum eiga það skilið…

 6. Slúðurblöðin ensku treysta á að stuðningsmenn LFC séu að fara á taugum til að selja sneplana og dæla þessvegna út sögusögnunum. Þótt bjartsýnin sé svosem ekkert að drepa mann, þá held ég að við verðum að anda rólega fram yfir HM enda ræðst framtíð margra stjóranna og leikmannana þegar líður á mót.

 7. Það er nú ekki góðar fréttir um Roy Hodgson þar sem eigandi Fulham segir að hann mun ekki láta hann fara

  Hér frétt sem segir að Liverpool á eftir að opinbert tilboð í Roy
  http://www.goal.com/en/news/9/england/2010/06/14/1976398/fulham-insist-liverpool-have-yet-to-make-an-official

  Hér frétt sem segir að Eigandi Fulham sé að gera Tilboð til Roy um kaup á leikmönnum
  http://www.goal.com/en/news/9/england/2010/06/13/1974818/fulham-to-offer-roy-hodgson-bonus-to-stay-at-craven-cottage

  Hér er frétt sem segir um skoðun eiganda Fulham um að Roy Hodgson væri ekki að fara
  http://visir.is/al-fayed–hodgson-verdur-afram-hja-fulham/article/2010870046662

  Og er hann virkilega það Þjálfari sem Liverpool ættu að leita sem eftirmann Rafa sem ekki óvíst að hann sé að koma en nú er HM og maður getur gleymt þessi mál í minnsta kosti mánuð.

  YNWA

 8. strákar, strákar…. staðan hjá Rafa var þannig í síðasta leik…. að við erum 7. besta liðið á Englandi. og ekki qualified í Champions leage, né varla í UEFA keppninni…….. þetta er staðan með Rafa sem stjóra…….. það þýðir ekkert að horfa til 2005…
  allt of margir leikmenn í byrjunar liðinu kæmust ekki í Portsmouth
  og hvernig fannst ykkur síðast ruglið hjá honu….Masch í hægri bakvörð !!!!!!
  og leiðréttið mig, hvað hefur hann keypt marga leikmenn ? einhver sagði 77 kvikyndi!!! ég trúi því ekki … 7 heil lið!!!
  Insúa, Skrtel, Kyrgiagoli, Lucas,Macherano, Degan, Maxi, Babel, Riera,El Nabir Zhar, Daniel ayala…burt með þá alla
  ég er svo glaður að Rafa sé farin, að ég næ ekki smælinu af mér, sáuð þið Reading leikina, Portsmouth leikina,Hull leikinn, Meistaradeildar leikina, UEFA leikina,hvernig getið þið haldið uppá þetta?

 9. Ég held að ég þurfi allavega ekki að taka mark á þínum skriftum aftur Siguróli, Insua er efnilegur leikmaður sem á eftir að verða betri. Skrtel er sterkur miðvörður. Soto er flottur sem 4 miðvörður. Maxi kom virkilega sterkur í liðið á stuttum tíma. Babel hef ég trú á að blómstri undir stjórn nýs þjálfara. Lucas hef ég bullandi trú á. En restin af þessum köllum má fara.

 10. Siguróli er kannski ekki með fallegasta ritstílinn en hann hefur nokkuð til síns máls. Ég skil einfaldlega ekki hvað menn eru að gráta brotthvarf Benitez og bölva meintri ráðningu. Það hefur jú enginn verið ráðinn ennþá. Við skulum bara anda með nefinu og leyfa slúðurpressunni að orða alla okkar menn í burt , það er jú heldur enginn farinn frá okkur ennþá.

  Rafa var búinn að missa það og andrúmsloftið orðið mjög skrítið á Anfield og árangurinn hræðilegur.
  Hættum að gráta spánverjann. Ég meina Liverpool var lið áður en hann kom til sögunnar og það verður það eftir hans tíð líka.

 11. Ég er ekkert, ekkert að gráta brotthvarf Rafa sem þjálfara.

  Hins vegar er fullkomlega og algerlega ljóst að brotthvarf hans hefur einfaldlega ýtt undir vitleysuna hjá félaginu, Masch, Torres og Kuyt augljóslega ekki sáttir við brotthvarfið og í dag er meira að segja farið að bendla Johnson við brotthvarf, þá bætist hann í hóp Aquilani, Gerrard, Insua og LUCASAR á kjaftabylgjunni af þeirri brunaútsölu sem er í gangi.

  Meðan enginn er stjórinn er það staðreynd að þeir sem taka ákvarðanir um sölu eru eigendurnir (fæðingarsauðir), Chelseamaður (season ticket holder) og Purslow sem virðist hafa verið úlfur í sauðagæru. Þessum mönnum treysti ég ekki.

  Svo skil ég ekki, skil ég ekki, skil ég ekki, hvað í ósköpunum bendir til þess að Roy Hodgson geri liðið að keppinautum um enska titilinn. Maðurinn er með um 40 % record í ensku deildinni, var hluta úr ári hjá Inter og náði bara ekki sérstökum árangri með landsliðin að undanförnu.

  Auk þess sem að hann hefur í 35 ár lagt höfuðáherslu á varnarleik sem aðalatriðið. EKKERT réttlætir það að ráða hann í kjölfar Rafa.

  En fíflin sem eru að stjórna loka augum og eyrum fyrir því sem um 98% aðdáenda vilja, þ.e. að ráða King Kenny strax til starfa. Það að enn hefur ekki verið tilkynnt um þá ráðningu segir manni bara enn meira það að þessir vitleysingar vilja ekki fá mann sem ber hag klúbbsins ofar öllu, líkt og Rafa gerði (óháð árangri á vellinum).

  Það er ergelsið. Og Ingi T. Mínar áhyggjur eiga EKKERT skylt við Rafa Benitez sem er nú Inter-maður, það er einmitt spurningin um hvernig lið er að verða til að honum gengnum.

  Í dag þurfum við fimm klassaleikmenn til að ná árangri. Sölur á klassaleikmönnum og engin kaup í staðinn munu einfaldlega færa okkur neðar og það finnst mér allavega áhyggjuefni.

  Minni menn á að Rafa var að koma úr þriðja samtalinu við stjórnina þegar allt sprakk. Hvers vegna segir hann “I didn’t want to go but I had to”?

  Vilja menn eitthvað kannski velta sér upp úr því…..

  Var verið að láta hann vita að hann fengi engan pening til leikmannakaupa? Eða var kannski verið að láta hann vita af því að selja yrði leikmenn?

  Endilega koma með hugmyndir um það hvers vegna Rafael Benitez ákvað að hann gæti ekki lengur unnið í því starfsumhverfi sem ríkti á Anfield.

  En það að verið sé að tala um arftaka eins og Hodgson ætti að vera sterk vísbending um metnað stjórnar og eigenda, og það metnaðarleysi hugnast mér fullkomlega ekki!!!

 12. Þetta eru gríðargóðar pælingar og eins og staðan er núna er akkúrat ekkert sem gefur okkur tilefni til bjartsýni. Ég myndi helst vilja lesa pistlana um stöðurnar bara núna, svona með HM…

 13. Halló. halló… Anda inn og síðan út.

  Góður pistill og ath.verðar pælingar. Ég græt nú engan og síst eftir þennan vetur, þvílí hörmung aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur., og alltaf sat maður við kassann og bölvaði….

  Fyrir mér er þetta einfalt, menn hljóta að verja tilvonandi fjárfestingu eins vel og kostur er. Að selja bestu bitana og ætla síðan að fá topp verð fyrir bixið gengur ekki og það sér hver hálfvita maður. Það sem er það versta nú er ÞÖGNIN og af henni sprettur slúðrið. Ég reyni að trúa því að menn séu með plön og séu að vinna af krafti bak við tjöldin, það er kannski erfitt að opinbera einhvað þegar að mál eru á viðkvæmu stigi?

  Mín skoðun á öllu þessu er að þessir blessuðu leikmenn skulda okkur hollustu og sönnun á að þeir séu launanna, stuðnings mannanna og klúbbsins virði, annars geta þeir tekið pokann sinn. Það kemur væntanlega í ljós núna hverjir eru virkilega Púllarar og tilbúnir að standa með okkur í gegnum súrt og sætt, hinir meiga fara fjandans til…..
  Eigenda tuskurnar meiga svo rotna í helv………

  Með vinsemd og virðingu/ 3XG

 14. Komment Siguróla hér að ofan auðvitað skotið í kaf.
  Ég er ekki alveg að ná þessum elífu dómsdagsslúðurfréttum sem skyndilega birtast hér á síðunni. Rafa er farinn sem er plús. Torres finnst það plús líka held ég ólíkt greinarhöfundi. Félagið er í einhvers konar söluferli og menn að reyna að verðmeta félagið. Magnað hvernig einhverjir gæjar á íslandi virðast hafa miklu betri hugmynd um virði félags en bankastofnanir úti í heimi. Láta svo eins og þeir reyni allt til að rústa félaginu og fá þannig örugglega sem minnst fyrir það.
  Ég auglýsi eftir einhverjum ritfærum einstaklingi sem er á öndverðum meiði við síðuhaldara til að skrifa smá grein um ástandið. Alltof einlitir hlutir hérna í gangi.

 15. lalli: eru menn eitthvað sárir yfir þessari grein? Hvað ef þetta er hárrétt hjá greinahöfundi, hann er natturulega ekki að staðfesta neitt né eitthvað slíkt, einfaldlega að pæla og hugsa ‘what if’.

 16. Eru menn bara gjörsamlega búnir að missa trú á þessu yndislega liði? jahérna hér…

 17. Það er óhætt að segja að það nálgast boiling point þegar kemur að Liverpool FC. Reiðin meðal stuðningsmanna er að magnast gríðarlega og ekki hvað síst úti í borginni sjálfri. Maður heyrir fleiri og fleiri sögur af boycott hjá hörðum stuðningsmönnum. Var t.d. bent á þessa grein hérna.

  Það má vel vera að svartsýnin sé of mikil hjá mörgum, en það verður að segjast alveg eins og er að það er fátt sem bendir til þess að bjart sé framundan og eitthvað jákvætt sé að gerast. Ég talaði um það í pistlinum að það væri afar langt síðan jákvæðar fregnir bárust frá félaginu og því miður þá bólar ekkert á slíkum. Ég vona svo sannarlega, heitt og innilega, að þetta sé allt miklu bjartara en maður sér þetta í dag, að við höldum okkar helstu stjörnum, fáum nýja eigendur í næstu viku og eitthvað af seðlum til að styrkja liðið, í stað þess að veikja það. Hver vikan sem líður í þessari óvissu, mun eingöngu skapa meiri óróa á meðal stuðningsmanna. En samkvæmt Broughton, þá skiptir það nú minna máli, meira máli skiptir að breska pressan sé ánægð.

 18. Láta svo eins og þeir reyni allt til að rústa félaginu og fá þannig örugglega sem minnst fyrir það

  Vitna hér í Lalla. Lalli minn, okkar hræðsla er að þessir kanar þurfi pening og þar sem þeir eru ekki að fá pening fyrir klúbbinn sjálfan ætli þeir að selja leikmennina.

  Varðandi ritfæru mennina sem eru að skrifa um aðrar hliðar félagsins hlýtur að koma grein bráðum að utan frá einhverjum sem finnur aðra hlið. Því satt að segja þá “refresha” ég newsnow oft á dag í von um að finna leikmann sem lýsir fullkominni hollustu við liðið, sjá áhugaverðan þjálfarakost eða brot af jákvæðni frá stjórn félagsins sem hlýtur að vera ljós sú niðurrifsbylgja um allan heim.

  En á meðan EKKERT slíkt er skrifað sé ég nú ekki annað en það að við verðum bara að velta okkur upp úr því sem verið er að skrifa um heima.

  Og Grellir. Blástu okkur inn trú á ástandinu þarna úti. Yrði allra manna glaðastur.

 19. Maggi # 12 – samkvæmt þeim heimildum sem ég vitnaði hér í í síðustu viku er Torres allt allt allt allt annað en óánægður með brottför Rafa.
  Ég skil hinsvegar vel gremju Kuyt, fær hvergi annarsstaðar jafnmikin spilatíma hjá stórliði en hann fékk hjá LFC undir stjórn Rafa 😉

  Annars tek ég undir með mönnum hér, eitthvað sem heitir jákvæðar fréttir af LFC er svo fjarri manni, maður er einfaldlega skíthræddur um hvernig þetta kemur til með að enda.

 20. Alveg magnaður pistill, MAGNAÐUR… Það er hverju orði sannara eins og fram kemur í pistlinum að maður veit hreinlega ekki í hvorn fótinn maður á að stíga… Sirkus er svo sannarlega rétt lýsing á þessu ástandi hjá klubbnum okkar og ég segi eins og pistlahöfundur að ég mun alla tíð gefa félaginu allan minn stuðning sama hvað… Óvissu þættirnir eru svo margir sem eru að plaga okkur að það hálfa væri nóg, og manni langar bara að fara fá einhverjar jákvæðar fréttir af klúbbnum okkar. Við þurfum að fá stjóra og það strax, Daglish er besti kosturinn að mér finnst eins og staðan er í dag. Og svo þurfum við að fá þessa kana í burtu og það ekki seinna en strax !!!! Persónulega vill ég ekki sjá að hafa þennan Chelsea fan inn í okkar málum, hann gæti vel komið því í kring að Torres verði seldu til að laga peningahliðin og hvert skildi hann þá vera seldur… Það væri hægt að halda áfram í allan dag að komenta á þennan Sirkus þannig að ég ætla að stopa hérna og segi bara að lokum…. Nýja eigendur, nýjan stjóra og allir okkar lykilmenn verði áfram…. og eis og pistla höfundur segir, maður bíður eftir því að heyra einhverjar jákvæða fréttir af klúbbnum og þær hljóta að fara koma….

  YNWA…. (Nema kanarnir, það vill engin vera með þeim)

 21. Ég skil ekki hvernig hægt er að túlka svar Broughton þannig að hann hugsi meira um fjölmiðla en stuðningsmenn!? Hver var spurningin hjá Jim Boardman?
  Svo eru menn að giska á að Rafa hafi farið sjálfur út af litlum peningum, að Broughton sé inn á skrifstofu bara til að eyðileggja klúbbinn og fleira til að staðan líti sem verst út.

  Það er mjög sérstakt hvernig menn hérna taka allar fréttir að utan og lita það með svartasta litnum og fá alltaf út að allt hjá Liverpool sé að hrynja lóðrétt.

  Það var einfaldlega verið að reka þjálfara sem náði lélegum árangri miðað við lið sem er talið eitt af 4 stóru í Englandi. Nú er einfaldlega verið að finna nýjan þjálfara til að ná betri árangri auk þess að reyna að selja klúbbinn. Þögnin virðist ekki aðeins fara illa í gulu pressuna í Englandi heldur einnig í rauðu pressuna á Íslandi.

 22. Fyrir mér er eina vitið að ráða Dalglish, láta hann fá eins árs samning og ekki ana út í neitt. Eins og komið hefur fram er hann líklegastur til að halda Gerrard og Torres. Þeir eru lykillinn að öllu. Án þeirra fást varla heimsklassamenn til liðsins. Þeir eru ómetanlegir.

  Það þarf eitthvað að gerast fljótt, ekki verður það sala klúbbsins, en nýr stjóri þarf að fara að taka við. Klúbburinn þarf jákvæðar fréttir og ráðning Dalglish yrði það. Svo má selja klúbbinn á þessu ári og ráða svo nýjan stjóra. Kannski verða feitari bitar á lausu þá?

 23. Sammála þér Steini – það er furðulegt og ástand núna, chelsea maður stjórnaformaður og með þessa jólasveina sem eigendur sem eru til þess líklegir að rústa félaginu ef þeir geta plokkað nokkra aukadollara útúr því.
  En sýnist reyndar að í þessu viðtali þá komi fram hjá Rafa að hann hafi ákveðið sjálfur að fara?
  http://www.liverpooldailypost.co.uk/liverpool-fc/2010/06/16/rafael-benitez-
  admits-decision-to-leave-liverpool-fc-was-hard-92534-26660544/

  Vonum það besta með framhaldið

 24. Það er vonandi að stuðningsmenn Liverpool geti haft uppi það kröftug mótmæli að núverandi eigendur sjái sér þann kostinn vænstan að selja strax. Já, áður en þeim tekst að rústa klúbbnum eins og með sölu á lykilmönnum. Síðan á að ráða King Kenny Dalslish. Mundi splæsa á mig einum Kilkenny ef það verður. Cheers.

 25. Vísa í mínar fyrri athugasemdir um að fá Hitzfeld til að taka við liðinu

 26. Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!! Kenny til Liverpool, Kana burt!!

 27. við náum þessu þótt þú segir þetta nokkrum sinnum sjaldnar nr. 30

 28. Svartsýnisrau,s hvernig nenna menn að vera með þessar dómsdagsspár loks lausir við spænska rugludallinn þetta liggur bara upp á við héðan af. Skil ekki hvcernig menn geta látið slúðurblöð taka sig á taugum. Það var einfaldlega löngu tímabært að stokka upp á Anfield.

 29. Ásmundur , nenniru nokkuð að útlista fyrir mig hvað þú sérð í Lucas Leiva?
  sendinga getan ?
  skot getan hans ?
  styrkurinn ?
  hraðinn ?

  en hann hefur eitt , bara eitt , og það er work rate, uppáhaldið hans Rafa

Opinn þráður – HM dagur 4

HM dagur 6 (fyrsta umferð búin)