King Kenny að hætta & Hicks að skemma fyrir

Tvær sögur, birtar með eins fáum orðum og ég get fengið af mér að skrifa:

Fyrst: Kenny Dalglish er að yfirgefa klúbbinn af því að hann átti að sjá um að finna nýjan framkvæmdarstjóra félagsins en Purslow ákvað að bjóða Hodgson starfið þvert á skoðanir Dalglish.

Þessi kjaftasaga hefur gengið fjöllum hærra á nær öllum spjallsíðum í dag. Ómögulegt er að segja hvort mikið sé til í henni eða hver átti upptökin á henni en það kemur þá eflaust í ljós næstu daga ef satt reynist. Ef Hodgson verður ráðinn og Dalglish hættir að vinna fyrir klúbbinn vitum við af hverju þær tvær sögur tengjast.

Næst: Tom Hicks hefur stöðvað tvö ‘mjög hentug’ kauptilboð í klúbbinn með því að halda fast í allt-of-háa 800m punda verðmiðann sem hann setti á klúbbinn í vetur.

Samkvæmt þessari frétt í Mirror er George Gillett til í að lækka verðmiðann til að komast í burtu og losna við vandræðin sem fylgja því að eiga Liverpool (greyið litla, grát grát) en Hicks hefur eyðilagt áhuga tveggja mjög efnilegra kaupendahópa með því að halda sig fast í þá ætlun að stórgræða á því að hafa keyrt klúbbinn í jörðina.


Eins og ég segi, tvær fréttir sem sýna svo ekki verður um villst að öll vandamál Liverpool FC leystust á einu bretti með brottrekstri Rafa Benítez. Þeir sem fögnuðu brotthvarfi hans í síðustu viku voru alveg á réttri hillu því nú er allt orðið dásamlegt í klúbbnum og eina leiðin er upp. Til hamingju með lífið!

Hvað varðar Mr Burns og Dr Evil þá er ég, sem friðelskandi maður, að útbúa lista yfir fólk sem ég myndi sparka fast í ef ég sæi það útá götu. Sá listi er stuttur, mjög stuttur, og á honum eru bara Bandaríkjamenn…

50 Comments

  1. Eru menn eitthvað farnir að skipuleggja sérstakan Fögnuð á meðal Liverpool manna sem verður þann dag sem kanarnir drullast útúr lífi okkar ( hvenær sem það nú verður ) sé fyrir mér mikil hátíðarhöld á Players með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi, menn gætu hist í leiðinni, fengið sér nokkra kalda, spjallað um HM og næsta tímabil ( EF þetta gerist í sumar ) og þessu myndi svo ljúka með stórdansleik með sálinni hans jóns míns til dæmis…

    bara pælingar svona snemma morguns hjá mér.

  2. Viðar: Fagna með því að hlusta á Sálina? :/ Þá kýs ég að halda könunum.
    Annars var þetta vond lesning með annars ágætum morgunmat. Foj.

  3. Mér finnst nú slúðrið farið að vera fullmikið á þessari síðu . Það eru engvar tilvitnanir í Dalglhis sjálfann í þessu slúðri og mér finnst að ritstjórara hér mættu nú anda nokkrum sinnum inn og út áður en rokið er af stað með svona silly seson kjaftæði.

  4. Þrátt fyrir að hafa verið annálaður anti Rafa maður þá fyrirlít ég þessa eigendur og sérstaklega Hicks.
    Þetta er svo mikil þvæla og græðgin á eftir að drepa Hicks, þ.e.a.s. ef einhver aðdáandi tekur sig ekki til og gengur í skrokk á honum.

    Stuðningsmenn erlendis eru mun blóðheitari en við og þess mannviðbjóður virðist ekki skilja að lífið er knattspyrna á Englandi og mun mikilvægara en allt annað hjá mjög mörgum.

    Ég verð bara að segja eins og er að ég mundi ekki vera hissa ef einhver mundi fara yfir strikið og hóta eða jafnvel ganga í skrokk á þessum manni enda er þetta dauðyfli. Ég fyrirlít hann og held í raun að flestir stuðningsmenn Liverpool geri það. Þetta snýst ekki um buisness lengur heldur hreina og beina græðgi í þessum kana sem virðist vera veruleikafirrtur.

    Vil taka það fram að ég styð ekki þær aðgerðir að ganga í skrokk á honum, bara að benda á að þetta gæti hreinlega gerst ef hann fer ekki að haga sér eins og maður.

  5. Það er hægt að lesa margt í slúðrið. Það er til dæmis ekki verið að orða David Villa við klúbbinn að þessu sinni. Hvort sem allt þetta allt er satt eða ekki þá er enginn að stíga fram og fullvissa okkur um annað.

    En Kristján, ég held að enginn hafa ættlast til að öll vandamál Liverpool mundu leysast á einu bretti með brottrekstri Rafa. Sumir telja hann ekki rétta manninn til að stýra liði til sigurs í deildinni og aðirir vonast til að sjá fallegri fótbolta spilaðan. Þegar þú segir að “þeir sem fögnuðu brotthvarfi hans í síðustu viku voru alveg á réttri hillu því nú er allt orðið dásamlegt” finnst mér þú vera að gera lítið úr skoðunum þeirra og ýta undir leiðindi. Það eru alveg mögulegt að brottreksturinn hafi verið af hinu jákvæða.

  6. Bíddu, á ég að fá samviskubit núna því ég er einn af þeim sem vildi Rafa burt? Uuuu.. nei!

  7. Ekki veit ég hvort að Rafa hefði unnið deildina með Liverpool en það var ekki aðal baráttann sem á sér stað í Liverpool. Baráttan var við eigendur liðsins og með því að láta Benitez fara þá misstum við, stuðningsmenn, okkar helsta baráttumann gegn núverandi eigendum. Það er allavega mín skoðun.

  8. Nei, Kútur minn ! Þú þarft ekki að fá samviskubit, þín skoðun, þitt mat !

    En sérðu klúbbinn núna í betri stöðu (eða framtíð þess) víst þú hefur fengið ósk þína uppfyllta ?

    YNWA

  9. Júlli, með mörgum svona fréttum og hvað þá ef eitthvað sannleikskorn er í þeim endar þetta auðvitað bara á einn veg fyrir Hicks “greyið”.

    Ég er farinn að efast stórlega að hann muni láta sjá sig aftur í Liverpool borg og raunar er ég smá hissa á að nú þegar hafi ekki verið hjólað í hann.

    En öllum svona fréttum þarf að taka með fyrirvara og ef það eru að koma raunveruleg boð sem eru álitleg þá bara hljóta bankarnir sem lánuðu Tomma og Jenna að setja gríðarlega pressu á þá að selja.

  10. 800 milljónir er alltof mikið… hvað er maðurinn að hugsa !!
    Hann ætti að sætta sig við ca. 50 milljónir í vasann og láta næstu eigendur taka skuldirnar !!

    YNWA

  11. Með hverjum deginum sem líður verð ég meira og meira sannfærður um að ástæða brottreksturs Rafa hafi verið gerður í þeim tilgangi að útrýma mótstöðuafli gegn tortímingar plönum þeirra sem eiga sér aðeins líkingu við áætlanir Sauron´s nema í þessu tilfelli tókst þeim að drepa Fróða og ekkert fær þá stöðvað í því að skemma og eyðilegga allt líf nema það sem íllt er.

  12. Ég var að les viðtal í morgun að ég held á Sky Sport sem er einhverra daga gamalt en það var við Hicks og þar segir hann að það geti tekið allt að 18 mánuði að selja, finn ekki viðtalið aftur en það skiptir ekki máli en ef það á að taka þessu bara rólega næstu 6-12 eða 18 mánuði þá segi ég bara eytt, MEGI GÓÐUR GUÐ HJÁLPA OKKUR.

  13. Viðar, pressan á þennan heimska kúreka á eftir að aukast með hverjum deginum sem hann á klúbbinn, ef hann ætlar að vera tregur í 12-18 mánuði í viðbót vona ég að þetta verði honum nánast óbærilegt.

    En það var ekki Hicks sem sagði þetta heldur Chelsea aðdáandinn sem þeir fengu til að leiða okkur til glötunar.

  14. já það gæti verið en greinin snerist um Hicks eitthvað, las þetta bullshit bara með öðru auganu enda þreyttur á að lesa svona helvitis kjaftæði… eg vil að .etta gangi i gegn núna í júní helst eða ekki seinna en fyrir 1 ágúst.

  15. Ég held að menn ættu að vera alveg rólegir að birta svona slúður, maður er alveg nógu þunglyndur yfir þessu öllu saman þó að það sé ekki verið að bæta ofan á það. Annars þakka ég fyrir snildar síðu.

  16. Þetta eru hvoru tveggja óstaðfestar fréttir. Ég tók það fram í færslunni og sagði að EF þetta væri satt væru það sláandi fréttir.

    Þá er ég ekki að segja að menn megi ekki hafa viljað losna við Rafa. Ég var hins vegar að bauna á þá sem héldu að það myndi allt lagast við það eitt að skipta um framkvæmdarstjóra. Það er búið að skera burtu fæðingarblettinn á andliti klúbbsins en krabbameinið er enn til staðar.

  17. Ég er ekki viss um að það hafi verið margir sem héldu að ástandið myndi lagast við það eitt að skipta um stjóra.
    Held að allir geri sér grein fyrir því að það mun lítið gerast jákvætt hjá félaginu meðan núverandi eigendur er við völd og ég held að allir Liverpool aðdáendur geti sameinast um það að vilja þá burt.

    Hvað Benitez varðar þá má segja að um hann séu skiptar skoðanir en mín skoðun var sú að hans tími var liðinn hjá félaginu en ítreka það að ég hefði vilja sjá eigendurna fara fyrst.

  18. Ég verð nú að segja það að þessi dýrkun á knattspyrnuliði á Bretlandseyjum er rosaleg. Ég tek það fram að ég er mikill Liverpool maður en get einhverra hluta vegna ekki látið ákvarðanir einhverra kana stjórna skapi mínu dag hvern. Þeir hljóta, ef þeir eru businessmenn, að vera búnir að verðmeta fyrirtækið Liverpool fc með tilliti til sögu (goodwill if you will), eigna og framtíðartekna til nokkurra ára til að fá út þetta verð. Ef þeir segjast geta tekið 18 mánuði í söluna þá hlýtur það að vera fresturinn sem þeir hafa frá sínum lánadrottnum. Gott og vel, pirrandi, en við stuðningsmenn félagsins verðum að standa við bakið á þeim á meðan er eða snúa okkur að öðru því ekki þýðir að vera í þunglyndi daglega vegna eignarhalds í þessu blessaða félagi. Á meðan þeir eru eigendur eiga þeir síðasta orðið. Að láta Rafa fara ætla ég ekki að segja hvort sé rétt eða rangt en með tilliti til þess hóps sem hann hefur byggt upp á síðustu 6 árum í samstarfi við eigendur var/er liðið ekki líklegt til árangurs. Hann náði í það minnsta ekki að motivera leikmenn nægilega. Fjármálakreppan hjálpar ekki til við að fá nýja leikmenn á annars uppsprengdu verði þar sem félögin með “sykurpabbana” þurfa bara að sýna smá áhuga til að það rjúki upp. Ég kem til með að horfa á Liverpool og styðja liðið alvega sama hver stjórinn er eða eigendur… í gegnum súrt og sætt… mig grunar að það séu bjartir tímar framundan.
    You´ll never walk alone

  19. Ég held að allir stuðningsmenn LFC vilji losna við þessa eigendur og þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort einhverjir hafi vilja losna við Rafa. Ég les ansi margar spjallsíður um LFC og held að ég hafi aldrei lesið póst þess efnis að Rafa hafi verið meinið en að eigendurnir séu stikkfrí af öllu.

  20. Sælir félagar

    Ég er til í að taka þátt í sparkinu!!!!

    Það er nú þannig.

    YNWA

  21. Hvernig væri að setja upp veðmál hver fyrstu kaup Rafa til Inter verða? Torres eða Mascherano hljóta að fá besta stuðlinn.

    En til þess að halda þessu innan pistilsins, þá hlýtur RBS að stíga inn ef þeir eru komnir með fágráðuga hausinn svona lengst upp í rassgatið á sér.

  22. Málið er að á meðan þeir eru að láta klúbbinn borga endalausa vexti til RBS þá er RBS líklega alveg sama og framlengir þennan “frest” eins lengi og þeir raka inn seðlum.

  23. “Nú er það staðfest að núverandi besta lið Evrópu sé að fá Rafa”

    Verði þeim að góðu.

  24. Ágætis pistill um ýmsar sögur, en ég á erfitt með að skilja þessi hortugheit út í okkur sem vildum losna við Rafa. Sá sem heldur að eigendurnir hafi verið alfa og ómega í öllum okkar vandræðum í deildinni í vetur og að Rafa hafi verið kristur á krossinum er að einhverju leiti veruleikfirrtur að mínu mati. Eigendurnir og það sem þeim fylgir er vandamál númer 1 og 2. Rafa var vandamál númer 3 sem mögulega hefði aldrei verið leyst á eftir 1 og 2. Við munum losna við eigendurna innan tíðar og þá geta menn snúið sér að því að stýra klúbbnum úr öldurótunum.

  25. Er það bara ég eða er Gillett strengjabrúðan hans Hicks. Ég er ekki að verja hann en ef ég myndi mega/þurfa að skjóta einn þeirra þá yrði það klárlega Hicks

  26. Ég væri mjög sáttur ef þessi fursti mundi kaupa Liverpool í stað þessa hafa Lið en þá í undir Gillet og Hick.

    Því Hann mun koma mikla peninga og það merkir betri Leið að fá world class þjálfara ef hann mundi kaupa Lið þá mundi ég alveg vilja Dunga sem næsti þjálfari Liverpool maður sem hefur mikla aga og getur spilað fallegan fótbolta en þetta bara draumar vonandi gæti þeir rætast.

    Ef það er nóg með að þeir eru í vandræðum að fá þjálfara eru nú farnir í stríð við stuðingsmenn mun að hækka miðverð um 7%

    Betur sjá hér:
    http://www.visir.is/eigendur-liverpool-ergja-studningsmenn-enn-og-aftur/article/201010901438

  27. “Eins og ég segi, tvær fréttir sem sýna svo ekki verður um villst að öll vandamál Liverpool FC leystust á einu bretti með brottrekstri Rafa Benítez. Þeir sem fögnuðu brotthvarfi hans í síðustu viku voru alveg á réttri hillu því nú er allt orðið dásamlegt í klúbbnum og eina leiðin er upp. Til hamingju með lífið!”

    Þessi setning er alveg hreint yfirgengilega kjánaleg. Hefur actually einhver maður haldið þessu fram Kristján Atli?

  28. Ég sé rautt! Fyrirgefið mér endurvinnsluna:

    “Tek undir hvert orð hjá þér Kristján Atli. Sérstaklega síðustu setninguna! Fari þetta allt í grábölvaða grútmyglaða ýldustöppu. Þessar ógeðslegu blóðsugur sem þykjast eiga Liverpool FC í dag eiga mitt hatur .. Helvítis fokking fokk….

    YNWA”

  29. Sko, það er eitt enn í spilunum sem gæti verið möguleiki þó hann sjáist í fjarska…í nágrenni timbuktú. Nýjir eigendur taka við liðinu á meðan HM stendur. Nýju eigendurnir gætu séð að það starf sem Rafa var að vinna hjá klúbbnum sé mjög gott. Þar af leiðir gæti meira en vel verið að nýju eigendurnir hafi samband við Rafa og fái hann til að taka við liðinu aftur. Draumur sumra en martröð annara, en hver veit, allt er mögulegt í fótbolta. Svo gæti líka verið að við endum með Roy Hodgson og hann A) gerir okkur að deildarmeisturum, eða B) við endum um miðja deild án Torres, Gerrard og Masch í liðinu :/

  30. Já á maður að vera með einhvern móral yfir því að hafa verið orðinn ósáttur við spilamennskuna hjá liðinu? Ég held að flestir hafi verið orðnir sammála um að liðið var að spila undir getu og þá hlýtur stjórinn að eiga einhverja og jafnvel mikla sök á því. Þetta lið er alltof gott til þess að enda í 7. sæti og komast ekki uppúr riðlinum í CL. Það þýðir ekkert endalaust að benda á þá leikmenn sem við gátum ekki keypt og þá peninga sem við fengum ekki, því þetta var nánast sama lið og árið á undan og menn sem voru að brillera skitu á sig.
    Ég sá ekki manutd. og Arsenal styrkja sig mikið en þeir voru margfalt betri en við.
    Ferguson missir besta knattspyrnumann í heimi auk þess að missa Tevez sem myndi styrkja hvaða lið sem er. Söluandvirði Ronaldo fór einungis að litlu leyti í leikmenn og ekki er nú lognmolla í kringum þetta lið þeirra og skuldirnar talsvert meiri en okkar. Ferguson hélt samt haus og mátti ekki miklu muna að hann hefði tekið titilinn blessaður karlinn og gerði fína hluti í CL.

    Jú jú mögulega hefði Benitez mátt fá meiri tíma en við enduðum þetta tímabil með því að gera lítið úr okkar ástkæra félagi með því að spila með hangandi haus og ekki með snefil af metnaði fyrir klúbbinn, við litum hræðilega út. Það er ekkert sem réttlætir það.

    Benitez hefur vissulega unnið 3 titla en hann hefur átt svo mörg móment þar sem við höfum klórað okkur í kollinum og hugsa “hvað í andskotanum er hann nú að gera” og því finnst mér óviðeigandi að “úthúða” okkur sem vildum ferskari bolta og meiri gleði og já ég segi það…. nýjan stjóra.

    Það er enginn stærri en klúbburinn og þar er Benitez ekki undanskilinn.

  31. Benitez til Inter
    Massimo Moratti, forseti ítalska stórliðsins Inter Milan, greindi frá því í gærkvöld að félagið hefði gert samning við Rafael Benitez, fyrrverandi knattspyrnustjóra enska liðsins Liverpool, um að hann taki við liðinu. Nánar verður greint frá samningnum í dag. Benitez var látinn fara frá Liverpool á fimmtudag eftir lakasta gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni í meira en áratug.

    http://www.ruv.is

    Frábært, búnir að missa einn besta þjálfarann í heimi og erum þjálfaralausir. Margra ára uppbygging framundan. Ég spái enska titilinum í fyrsta lagi 2016. Ég hef alltaf haft trú á að Liverpool gæti gert atlögu að titilinum á hverju ári. Núna hef ég misst þá trú.

  32. Rafa hefur ekki skilað neinu s.l. 4 ár Zero, suckaði big time á s.l. tímabili og ekkert óeðlilegt við það að klúbbur eins og Liverpool skipti um mann í brúnni eftir svona gengi.
    Uppbyggingin hans gekk ekki upp og já hann lofaði unglingastarfið í botn en samt hefur lítið sem ekkert komið þaðan.
    Gerðu það fyrir mig að vitna ekki í stigamet og hvað deildin vannst á mörgum stigum 1969, það er hvert og eitt ár sem gildir og Rafa náði ekki titilinum svo einfalt er það. Dollurnar telja en ekki 2 sæti. Hæsti stigafjöldi telur en ekki persónulegt met klúbbsins.

    Rafa er heldur ekki að taka við auðveldu verkefni enda gríðarlegar væntingar hjá Inter eftir frábært gengi og þar sem ég fylgist mikið með ítölsku deildinni þá vona ég að Inter brotlendi enda ekki stuðningsmaður Inter Milan.
    Rafa tekur við góðu búi þó sumir séu komnir á aldur þar og það er lágmarkskrafa hjá Inter að hann vinni einhverjar keppnir.

    Nú reynir á Rafa í þessu starfi enda eins og ég sagði þá hefur hann gríðarlega góðan hóp og fær sennilega meiri aur en hjá kanabjánunum.

  33. verð að viðurkenna að toppurinn á þessari grein kom mér verulega á óvart .. og ég fynn ekkert um þetta á forums hjá liverpoolfc.tv .. enn hinsvegar fynn ég fullt af greinum um að kenny langi að draga sig úr að “velja” næsta þjálfara og bjóða sig fram í stöðuna.

    Times online
    Mail online
    Telegraph online
    Guardian

    auðvita er ég himinlifandi að hann vilji koma til baka og taka við liðinu 😛 ég hef eingar áhyggjur af því að hann hafi ekki þjálfað í einhver 10 ár, svona kallar lifa fyrir fótbolta og eldast með honum.

  34. Ég held að Ingólfur Sanni hitti ákúrat naglan á höfuðið. Vissulega eru eigundurnir vandamál og þurfa þeir að fara eins langt frá Liverpool og hægt er ASAP. En t.d er United í mjög svipaðri stöðu og Liverpool ef ekki verri enda er andstaðan þar við eigendur sennilega meiri heldur en í Liverpool. United selur Ronaldo fyrir met fé en eyða ekki einu sinni helmingnum af þeirri upp hæði í leikmannakaup og þeir eru hársbreidd frá því að komast í úrslit CL og rétt missa af titilinum.

    Benitez ber ábyrgð á gengi liðsins í deildinni hann eyddi 20 milljónum í mann sem spilaði innan við 30 leiki á tímabilinu og aðeins í byrjunarliði í 13 leikjum af þeim 26 sem hann spilaði. Arsenal misstu markahæðsta manninn sinn og besta varnarmanninn sinn og keyptu einn góðan varnarmann í staðinn og enduðu fyrir ofan Liverpool.

    Það þarf því ekkert að segja mér að þetta sé allt bara stjórnendum Liverpool að kenna Benitez hlýtur að eiga sök á gengi liðsins. Og ég verð nú bara að segja að þó ég hafi stutt Benitez fram að áramótum þá hef ég ekki mikla trú á að hann eigi eftir að gera góða hluti með Inter og kæmi mér ekki á óvart að hann verði látin fara þaðan næsta vor.

    Það er alveg jafn fáránlegt að segja að allt sé Benitez að kenna eins og að segja að gengi Liverpool sé allt Knoll og Tott að kenna. Fyrir utan að þá eru þessar “fréttir” sem vitnað er í kjaftasögur.

  35. Hvort er meira credible miðill, empire of the kop eða Guardian?

    http://www.guardian.co.uk/football/2010/jun/09/liverpool-kenny-dalglish-rafael-benitez

    Eigum við ekki að anda rólega og sjá hvað verður áður en allir panikka?

    Vonandi gengur Rafa allt í haginn með Inter. Það mun samt ekki þýða að hann hefði gert það gott með Liverpool.

    Það var komin allt of mikil kergja, allt of mikið af utanvallartruflunum á síðasta tímabili og hafði stigmagnast frá því 2007.

    “Þeir sem fögnuðu brotthvarfi hans í síðustu viku voru alveg á réttri hillu því nú er allt orðið dásamlegt í klúbbnum og eina leiðin er upp. Til hamingju með lífið!”

    Þetta eru alveg stórkostlega hundleiðinleg ummæli.

  36. Hverju á nýr stjóri að skila? Hvenær megum við Liverpool aðdáendur eiga von á árangri af þessari glórulausu uppsögn Benitez?

  37. Margt gerst á þessum 10 dögum sem maður hefur verið erlendis!

    Þeir sem þekkja til Elisha_Scott á spjallborðum þarna úti, vita að sá aðili er með réttar upplýsingar í 100% tilfellum – ég held að það hafi ekki eitt atriði klikkað sem hann hefur sett fram, allt frá því að Benitez var ráðinn, Xabi og Garcia keyptir og allt niður til byrjunarliðs fyrir leiki ofl ofl.

    Hann segir nú að ef Rafa hefði ekki farið væru okkar #9 (Torres) og einn annar (amk.), en vill ekki nefna hann á nafn (líklega Gerrard tel ég þar sem hann hefur upplýsingar sínar þaðan verandi vinur hans…) 100% frá félaginu í sumar, ekkert svigrúm fyrir getgátur – segir einfaldlega að þessir leikmenn hefðu farið ef Rafa hefði farið áfram. Rafa hefði misst búningsherbergið og kennir þar um samskiptahæfileikum, eða öllu heldur skort þar á, um.

    Áður en menn fara að skjóta mig í kaf – þá er þetta ekki spjallborð á teamtalk, football 365, fotbolti.net eða eitthvað í þá áttina þar sem menn koma með sögusagnir sem þeir fréttu í gegnum frænda, kærustu, bróðir stjúp pabba síns sem vinnur með frænku einhvers sem veit eitthvað….

    Allir sem lesa YNWA forumið (ofl) vita að þessi aðili er vinur Gerrard og hann hefur undantekningarlaust komið með réttar upplýsingar.

    Ég ætla samt að segja “ef” í minni setningu – ef rétt reynist, þá var engin önnur lausn í stöðunni en að láta Rafa fara, punktur. Ég undirstrika aftur að þessi aðili er með mjög traustar upplýsingar, alltaf, og er ekki að flagga þeim daginn inn og daginn út og hittir á rétta hluti stökum sinnum. Þegar hann segir eitthvað þá hefur það reynst rétt, amk með þá hluti sem hægt er að staðfesta (byrjunarlið, kaup, sölur, samningar, samningaviðræður og svo mætti áfram telja).

    Að lokum segir hann að núna með Rafa úr brúnni, eigum við a.m.k. betri séns á að halda umræddum leikmönnum – vonar að hægt sé að laga þann skaða sem orðið hefur í samskiptum við umrædda leikmenn.

    Hvað sem verður, er alveg víst að þetta sumar verður áhugavert. Nú hefur maður bara krosslagða fingur.

  38. Vonandi er þetta rétt Eyþór… Mér er drullu sama þótt rafa sé farin ef það var þannig að þeir ráku hann vegna þess að árangurinn var ekki nógu góður, ætla að ráða toppstjóra, láta hann hafa eitthvað af peningum til að eyða og halda okkar sterkustu leikmönnum. Ég gæti samt trúað því að þeir hafi aldrei viljað losna við Rafa heldur hafi Rafa verið ákveðin og viljað slatta af peningum og þeir ekki geta sætt sig við það og sagt honum að drulla sér, á þeim forsendum er ég ekki sáttur við þetta því það þíðir að engir peningar séu til þess að ráða toppstjóra og styrkja hópinn og þá er útlitið bara alls ekki bjart. En þetta kemur allt saman í ljós og þó svo að maður sé mjög spenntur fyrir HM þá er maður ekkert að fara að hætta að hugsa um þetta fyrr en botn fæst í málin á Anfield.

  39. Zero þú hlýtur bara að vera neikvæðasti maður veraldar. Ég veit að Hodgson er ekki vænlegur kostur í okkar augum en vælið í þér varðandi að Rafa sé farinn virðist engan endi eiga. Hann er farinn, sættu þig við það og spáum frekar í því sem er að fara að gerast því þetta verður ekki tekið til baka þótt þú haldir áfram að væla yfir brotthvarfi hans í hverri einustu færslu. :o)

  40. Mín spá er að Torres og Gerrard fari báðir í sumar. Það væri samt gaman að hafa þá áfram því það var lítið gagn í Gerrard og Torres á síðasta tímabili. Gerrard í dómsal og síðan meiddur og svo Torres.

    Maður skilur að Torres vilji fara enda er enska deildin að fara með hann vegna harðræðis og svo er hann látinn spila alltof marga leiki vegna þess að Liverpool á ekki efni á öðrum striker.

  41. Ég hef alltaf verið jákvæður og hef spá Liverpool enska titlinum á hverju ári.

    Eigendamálin, stærstu stjörnurnar að fara, fjármálin og þjálfaraumskiptin tryggja að enski úrvalsdeildartitilinn hefur aldrei verið fjarlægari en einmitt nú.

  42. Takk fyrir frábæra síðu og svona lala spjall á tíðum,
    Hvurslags kerlingar eru þið og hvílíkt panik rugl hér á síðunni…
    Ég er nú eins og þessu gömlu búinn að vera lengi Púllari og gengið í gegnum súrt og sætt með þessu liði, en eru menn ekki að missa sig smá?

    Ég bara spyr: Hvers væntir maður af leikmönnum sem að fá skrilljónir fyrir að spila fyrir einn flottasta klúbb í heimi?
    Ástríðu og stolt ekki væl um eitt og annað, hluti sem að þú færð engu breitt um…

    Að horfa á liðið í vetur var ekki hörmung heldur alger HÖRMUNG og ég hef nú sjaldan séð annað eins og hvað þá leik eftir leik.
    Menn meiddir, leiðninni annað, væla yfir vöntun á breidd og fleira og fleira. En gátu þeir einhvað? Voru menn að leggja sig fram 100% Voru menn stoltir af því að bera merki klúbbsins á brjósti? Vorum þessir snillingar að skemmta okkur stuðningsmönnum? Var Rafa að stilla djarft upp eftir stein gelda leiki?

    Nei kæru félagar, ég hef sjaldan séð aðra eins hörmung eins og í vetur og ALLIR sem komu að þessum sirkus sem að liðið var í vetur verða að axla ábyrgð og þar fer þjálfari fremstur. Leikmenn sem hafa lengst af vetri verið meiddir, súrir eða nota aðrar afsakanair til að skýla eigin aumingjaskap eiga að líta sér nær og finna aðra vinnu sem gleður þeirra spillta peninga hjarta. Láta plássin eftir fyrir þá sem eru til í að spila af ástríð fyrir okkur stuðningsmennina, og jafnvel æla blóði eftir hvern leik sama hvað gengur á bak við tjöldin.

    Sjálfur hef ég unnið hjá fyrirtæki í söluferli og aldrei hvarlaði það að manni að sörvera visvítandi vondan mat fyrir gesti sem að komu og biðu eftir góðri upplifun með vinum og vandamönnum. það kom aldrei upp í hugann að fúska þannig, láta það bitna að þeim sem sem sýndu staðnum hollustu að koma og borða, þó að baklandið væri í vitleysu og mikil óvissa um eignarhaldið.

    Kæru Púllarar! Auðvitað er staðan flókin, auðvitað er óvissa, auðvitað vonar maður að kanarnir fari sem fyrst.
    það breytir þó ekki minni skoðun að það voru ansi fáir á síðasta tímabili sem að skemmtu mér í þessu liði og fárra mun ég sakna. Ég fagna breytingum og þessum mun ég einnig fagna. Ég græt faktískt enga sem að væla um eitt og annað í stað þess að berjast fyrir klúbbinn. Miðað við síðasta vetur vonast ég eftir rótækum breytingum, þó að það kosti sölu á góðum leikmönnum.
    Ég óska eftir leikmönnum sem að fara í hvern leik af ástríðu, leggi sig 100% fram og það fyrir stuðningsmenn liðsins.
    Ég óska eftir þjálfara sem er reiðubúinn að vinna vinnu sína af ástríðu, taka áhættu og sýna tilfinningar eins og við stuðningsmenn.
    Að þessu upptöldu er mér sama um nafn og fyrri störf….

    Kæru vinir, Púllarar. Skrúfum nú aðeins væntingarnar niður, öndum djúpt og tökum því sem kemur með stolti og stuðningi. Stöndum saman og vonumst nú til að við fáum einhvern í brúnna sem að getur haldið hausnum á þessum snillingum á sínum stað, eftir höfðinu dansa víst limirnir….

    Með vinsemd og virðingu
    3XG

    Þess óskar gamall Púllari 3XG

  43. Sælir félagar

    Ja mikill er andskotinn segi ég bara. Ég hefi óneitanlega haft lumskt gaman af því hvað Kristjáni hefur tekist að ýfa menn upp með setningu sinni um Rafa og hvað allt væri orðið gott eftir brottrekstur hans. Auðvita er þetta bull hjá honum en ég skemmti mér samt.

    Hvað stöðuna varðar núna er það rétt sem nokkrir segja hérna að ekki þýðir að fara á límingunum fyrr en staðan er orðin ljós í eigendamálum fyrst og fremst og svo í stóra stjóramálinu sem þó hlýtur varla farsælann endi fyrr en G&H eru farnir sína leið. Og allir vita hvaða leið það er . . .

    Nú er um að gera að skemmta sér yfir “heinstrakeppninni” og láta hverjum degi nægja sína þjáningu sem Liverpoolmaður þar til mál hafa skýrst. Ef rétt er eftir Elisha Scott haft um viðhorf leikmanna til Rafa var ekki um annað að ræða en reka hann strax. En eins og ég segi hér að ofan þá mun þetta allt koma í ljós með tíð og tíma.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  44. Flottur Púlari 3XG.

    Málið er það sem þú segir í síðustu setningunni, við verðum að skrúfa væntingarnar okkar niður þessa dagana, það er súrrealískt að nokkur skuli reikna með því að við verðum í hæstu hæðum sterkustu deildar í heimi á meðan svona gengur á.

    Ummæli og rifrildi sem snúast um það að fá einhver risanöfn til að þjálfa og risanöfn til að spila fyrir klúbbinn eru alger della og ekki til neins elskurnar mínar.

    Kafli Rafa er liðinn og sama hvað okkur fannstu um þann tíma er ekki lengur nein ástæða til að velta honum upp til að sundra. Hann er orðinn stjóri hjá Internazionale í Milano, liðs sem mér er illa við og þar með er hann orðinn andstæðingur sem ég óska ekki góðs, bara alveg eins og Michael Owen sem í dag er höfuðandstæðingur minn á meðal leikmanna en var einn af mínum uppáhalds í sögu klúbbsins.

    Málið er Liverpool FC – ekki einhverjir einstaklingar!

Eriksson?

Opinn þráður