Aurelio fer í næstu viku

Það kemur líklega ekki nokkrum manni á á óvart en Fabio Aurelio yfirgefur klúbbinn í næstu viku. Hann hefur hafnað eina samningnum sem hann á skilið að fá frá klúbbum, pay as you play og yfirgefur klúbbinn því formlega þegar samninguinn hans rennur út í næstu viku.

Synd í raun hvað lítið hvar hægt að nota þennan fína leikmann og óskandi að arftaki hans verði ekki úr postulíni.

 

14 Comments

  1. Fyrir mína parta þá græt ég þetta ekkert. Aurelio er fínn leikmaður en lítið spilað vegna meiðsla. Ég hefði frekar valið að halda Riise(þrátt fyrir eitt slakt season) og Warnock en að hafa Insúa og Aurelio.
    Riise aldrei meiddur og nokkuð harður af sér. Warnock ekta enskur harðjaxl þessi strákur.
    Hefði verið fínt að fá eitthvað fyrir Aurelio en það er á sama tíma gott að losna við svona menn af launaskrá enda ekki að gera mikið fyrir klúbbinn.

  2. Væntanlega Torres þar sem að hann er búin að losa sig við þetta síða kjánalega hár…..

    En varðandi Aurelio þá sakna ég þess að sjá hann ekki meira á vellinum, hann er fantagóður leikmaður þegar hann var heill en því miður þá var það allt of sjaldan, en ég þakka honum fyrir þessi frábæru mörk eins og á móti júnætid og chelsea.

  3. Skrifaði ég komment 1 í svefni eða er annar Júlli sem hugsar eins og ég….en jæja.
    Aurelio, ágætis leikmaður og flottur karakter en seint verður sagt að hann sé frábær varnarmaður en hann skoraði nokkur góð mörk. Ég hef trú á Insúa þó hann hafi dalað á síðari hluta síðasta tímabils.

  4. Aurelio er góður bakvörður þegar hann er heill. Jafnframt er hann góður spyrnumaður og tekur hættulegar aukaspyrnur. Það verður eftirsjá af kauða en ég hugsa eins og mjög margir aðrir…….hann er alltaf meiddur, af hverju ekki að selja hann bara. Hinsvegar þá þurfum við meiri þungavigt í vinstri bakvörðinn. Insua er bara ekki nógu góður að mínu mati til að leysa þessa stöðu. Þurfum meiri reynslu í stöðuna og styrkja hana betur.

  5. Frábært lag hjá lýsinum í myndbandinu. Tra la la la Aurelio…. tra la la la la la

    Íslensku lýsarnir mættu taka þetta til fyrirmyndar og semja nokkur svona stutt stuðlög um valda leikmenn.

  6. Aurilio hefur verið fínn back up leikmaður en því miður mikið meiddur. Þetta þýðir væntanlega að Liverpool þarf að eyða einhverjum milljónum punda í vinstri bakvörð. Skal alveg játa að ég hefði viljað sjá þær milljónir fara í að styrkja aðrar stöður. Þegar Insua meiddist lenti Liverpool í bölvuðum vandræðum að covera þá stöðu og var Agger settur í vinstri bakvörðin sem kom mikið niður á sóknarleik liðsins. Þá virðist í fljótu bragði enginn efnilegur vinstri bakvörður vera að koma uppúr yngri flokka starfinu á næstunni þannig að væntanlega þarf Benitez að fá e-n nýjan leikmann inní félagið til að veita Insua samkeppni.

    • Íslensku lýsarnir mættu taka þetta til fyrirmyndar og semja nokkur svona stutt stuðlög um valda leikmenn.

    Hugsaðu þetta aðeins og segðu svo alveg satt, viltu það virkilega? 🙂

  7. Ég held ég hafi ekki áhuga á að hlusta á Arnar Björns syngja, það er nóg að þurfa hlusta á hann fara með tölfræði heilu og hálfu leikina.

  8. Fabio Aurelio er góður heill, en of sjaldan heill.

    Insua er framtíðin, en næstu tvö árin þarf að hafa öflugan varnarbakvörð til mótvægis með hann, svo má telja líklegt að yngsti leikmaður til að fá mínútur í sögu Liverpool sé að fara að banka á dyrnar þá. Jack Robinson nokkur er feykilega efnilegur vinstri bakvörður.

    En að finna öflugan varnarbakvörð vinstra megin er þyngri þraut. Heinze orðinn of gamall, ítalskir bakverðir átt erfitt og satt að segja ekki margir á ferli. Enda hlakka ég til að sjá pistil meistara SSteins um slíka!

  9. 7….. Arnar Björnsson eða Höddi Magg að syngja í beinni….. eh… nei takk plísss…. 🙂

Yossi vill fara til Chelsea

25.05.2005