Jovanovic kemur (staðfest)

Jæja, þá eru stóru leikmannakaup nr. 2 í sumar orðin staðfest, og það beint úr munni leikmannsins sjálfs. Milan Jovanovic, serbneski snákurinn eins og hann er kallaður, mun skrifa undir samning við Liverpool þann 1. júní n.k.

Hann virðist mjög spenntur og segir meðal annars:

“They might have had a poor season, but Liverpool are still Liverpool.

I really see this as the place where I want to be.

The thought of playing at Anfield is an incredible inspiration for me.”

Hann virðist líka vera með hausinn á réttum stað:

“I have signed the contract but that was the easier part of the job. Now comes the hard part, which is winning a place in the team.”

Frábært. Hæfileikaríkur strákur með rétt hugarfar og næga aðdáun á Liverpool til að segja nei við önnur lið þótt Liverpool gætu skyndilega ekki boðið honum Meistaradeildarbolta lengur. Velkominn til Liverpool, snákur!

Smá útúrdúr: samkvæmt öllum miðlum höfum við lítinn sem engan pening á milli handanna í sumar en það er ekki þar með sagt að liðið geti ekki styrkt sig. Við erum þegar búnir að klófesta Jonjo Shelvey og Milan Jovanovic og manni skilst að það sé stutt í að Danny Wilson frá Rangers verði staðfestur. Þá hefur liðið reynt að tala við Marouane Chamakh, sem fór frítt til Arsenal í síðustu viku, og hefur verið orðað við leikmenn eins og Joe Cole og Raúl Gonzalez sem geta farið frítt á milli liða í sumar. Þannig að þótt lítið sé í buddunni er hellingur að gerast samt sem áður.

Vonum þó að menn finni einhverjar milljónir áður en langt um líður. Það er gott að fá Jonjo og Jovanovic en það þarf meira til, talsvert meira, áður en við leyfum okkur einhverja bjartsýni á ný.

Og nú, laugardagsvídjóið … mörk Jovanovic gjöriðisvovel:

Hlakka til að sjá hann spila í haust.

31 Comments

  1. Þetta eru fínar fréttir. Framherjamálin voru náttúrulega í hálfgerðum molum allt síðasta tímabil. Í raun má segja að Jovanovic komi í staðinn fyrir Voronin og hann þarf nú að vera ansi slappur til þess að það verði ekki framför.

    52 mörk í 116 leikjum í belgísku deildinni og 9 mörk í 24 landsleikjum er ekki slæmt. Við vonum bara að hann standi sig.

  2. Gott mál! Thierry Henry er einnig með lausan samning, eða má fara frítt, þannig að nokkrir góðir leikmenn eru á lausu. Held til dæmis að ef við seljum Riera væri frábært að fá Henry, en það eru kannski draumórar, enda virðist hann vilja flytja til USA, eða New York nánar tiltekið. Væri samt frábær kostur sem striker nr 2 eða 3 og hugsanlega vinstri kantmaður.

    Svo er spurning hvort Shelvey sé að fara beint í aðalliðið? Hefur einhver lesið eitthvað um það?

  3. Einar Örn – ég vona fyrst og fremst að það þurfi ekki leikmaður að fara í stað Jovanovic. Við þurfum að auka breiddina í hópnum og ef við erum með Torres, Ngog, Maxi, Kuyt, Babel og Benayoun í þessar sóknarstöður í dag, og bætum svo Jovanovic við, þá er breiddin orðin meiri.

    Hjalti – já ég sá það staðfest nokkuð víða þegar tilkynnt var um kaupin. Hann mun koma beint inn í aðalliðshópinn og vonandi fá að spila svona 10-15 leiki strax á næstu leiktíð.

  4. Þetta er fínar fréttir og hann kemur klárlega til með auka breiddina í liðinu og ekki veitir af. Hann virkar öflugur vinstri fótarleikmaður og mér sýndist hann einnig geta sparkað boltanum með vinstri sem er sjaldgæfur kostur örvfættra leikmanna. Þá virðist hann einnig geta tekið víti en ég er þó nokkuð viss hvaða horn ég myndi stinga mér í væri ég markvörður eftir að hafa séð þetta myndband 🙂

    Mér líst virkilega vel á þessa tvo ungu leikmenn sem nefndir eru frá Charlton og Rangers. Einn stór þáttur í velgengni er að hafa stóran kjarna heimamanna (Breta) í liðinu. Það gefur liðinu stöðugleika og meiri tengingu við félagið. Það er bara staðreynd að erlendir leikmenn fá heimþrá fyrr en síðar og eru líklegri til þess að vilja yfirgefa félagið áður en þeir verða uppá sitt besta, þó vissulega séu undantekningar á því.

    Nú er bara að vona að eitthvað fari að gerast jákvætt í eigendamálunum. Ég var að vonast að það myndi gerast fyrir HM en mér sýnist það frekar vera draumsýn en raunhæfur möguleiki, einfaldlega til þess að koma ró á ástandið í klúbbnum og til þess að ná í bestu bitanna á markaðnum.

    Það er rétt að það er hægt að gera ýmislegt fyrir lítið fé og þeir leikmenn sem nefndir eru nýtast félaginu eflaust vel til að auka breiddina. Hins vegar eru þetta ekki kaupinn sem vinna stóru titlana. Til þess þurfa koma 3-4 heimsklassaleikmenn til viðbótar og það gerist ekki nema með nýjum eigendum.

  5. Ég tel að Jovanovic hafi burði til að skipta okkur miklu máli, hann er fljótur og kraftmikill en kannski það eina sem hann hugsanlega vantar uppá er betra fyrsta touch og tækni.

    En hann er miklu betri en þeir kostir sem við eigum nr. 2 í senternum og þarna er líka kominn maður sem ég tel geta spilað senter í 442.

    Bæði Shelvey og Wilson munu verða látnir æfa með aðalliðshópnum og eru hugsaðir þangað inn. Þar með spái ég að þátttöku Degen og El Zhar ljúki formlega, og jafnvel Skrtel…..

    En gott að sjá að félagið er í virkni – væri til í margt til að sjá Joe Cole og Raul bætast við á næstu vikum!!!

  6. Maggi #5 ég get ekki hugsað mér að þáttaka skrtle myndi hætta ef okkur vantar en vinstri bakvörð þá verður vörnin svona á næsta ári Jhonson,Carrager,skrtle,Agger……en varðandi þessi kaup á javonovic þau tel ég góð hann er sterkur og fljótur sem kann að nýta færin sín.

  7. Líst vel á jovanovic en auðvitað vantar meira, draumurinn væri joe cole en er ekki að sjá Liverpool negla hann, Liverpool eru þekktir fyrir það á seinni árum að missa af bestu bitunum sérstaklega á meðan Parry var við stjórn, væri samt geggjað ef Cole væri til í að spila fyrir okkur og við fengjum fréttir óvænt um það að við værum búnir að semja við hann…. Henry og Raúl báðir kostir sem ég væri meira en til í líka.

  8. striker sem klárar færi sem á að klára… flott mál, er spenntur að sjá hann skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool 🙂

  9. Flott að fá þennan leikmann inn. Hef trú á honum í því hlutverki sem honum er ætlað, við verðum að átta okkur á því að þetta er enginn Torres.

    En hér er smá food for thought fyrir þá sem eru alveg á móti Benitez, (sorry fyrir þráðránið) en þetta er held ég alveg satt hjá manninum. Það er ótrúlegt hvernig umhverfi hann er að vinna í og hvað þá fjölmiðla heimurinn sem hann þarf að berjast við að segi rétt frá sem á endanum spillir fyrir með því að hafa óþolandi áhrif.
    http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=Liverpool+have+been+competetive+despite+financial+limitations&id=452

  10. Það eru fleiri bitar á markaðunum sem geta komið frítt.
    Adriano, Joe Cole og svo segir sagan að West Ham sé búið að bjóða Henry samning. Hvernig væri að fá Henry til liðsins uuu jú það væri geggjað.

    Annars er ég nokkuð sáttur með þennan leikmann og vonandi kemur líka félagi hans úr landsliðinu líka í bakvörðinn.

  11. Er þetta maður sem bætir gæði liðsins eða er hann bara squad player? Er núna búið að leysa striker vandamál okkar? Ég vil ekki vera neikvæður en við þurfum að bæta við gæði liðsins til að keppa um titla. Voru önnur alvöru lið á eftir Milan? Maður er búinn að sjá svo margar gúrkur koma og fara síðustu ár, að ég verð að segja að ég þori varla að leyfa mér að verða spenntur núna. En mikið vona ég að Milan J. verði góð viðbót!

  12. Það er ekkert sem að segir að það sé ekki hægt að gera góð kaup í sumar þó að peningarnir flæði ekki upp úr veskinu.

    Mér finnst synd að við misstum af Chamakh en ég er gífurlega hrifinn af honum og eina jákvæða sem ég sé við að hann fari til Arsenal það er að maður getur séð hann vikulega(en í vitlausu liði!).

    Ég er ánægður með aða Jova sé að koma enda er hann með flott hugarfar og hæfileika, ásamt því að geta spilað í þeim tveimur af stöðum sem hafa hvað mest vantað styrkingu í vetur.

    Núna hefði ég ekkert á móti því að sjá tilkynningar um að Raul, Adriano, Henry og/eða Joe Cole væru líka að skrifa undir hjá Liverpool.

    Svo eru líka reyndir og góðir menn sem verða líka samningslausir í sumar og væri nú kannski ekki heimskulegt að fá þannig menn til að auka gæðin og breiddina í hópnum. Kris Boyd, Pantelic, Kallstrom, Hitzlsperger, Altintop, Marquez, Gallas, Pedro ofl. Allt leikmenn sem að mínu mati kæmu með aukna reynslu og gætu gert mikið fyrir breiddina í liðinu.

    Einnig það jákvæða við svona félagsskipti er að það ætti nú ekki að þurfa að selja menn til að eiga upp í þá. Ég vona allavega að ástandið sé nú ekki það ljótt að við getum ekki bætt 2-3 leikmönnum á launaskrá án þess að þurfa að selja í staðinn.

  13. Líst vel á Snákinn, vona að hann eigi eftir að plumma sig.
    Varðandi Henry, þá man ég vel eftir því þegar hann sagði í viðtali að ef hann ætti einhvertíma eftir að leika aftur fyrir Enskt lið þá yrði það Liverpool, vegna þess að hann væri mikill Gerrard aðdáandi og svo væri alveg einstakt að spila á Anfield.

    Ég væri alveg til að í sjá þann meistara í fallega rauða gallanum okkar á næsta tímabili 🙂

  14. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekkert mjög spenntur yfir þessu. Sæmilega sterkur framherji úr belgísku deildinni. Þetta er nú ekki að gera mikið fyrir mig. Lítið hægt að gera samt þegar ekki er til einn aur í leikmannakaup. Vona samt að við fáum sterkari framherja í sumar eins og Darren Bent eða Charlton Cole.

  15. Verð að játa að ég hef aldrei skilið þetta fetish yfir Carton Cole. Hann er mikið meiddur, mest náði 31 leik á tímabili, hef mest náð að skora 10 mörk á tímabili og það einungis tvisvar sinnum. Hann er orðinn 27 ára og ekki líklegur til að taka stórtækum framförum. Ekkert stórlið hefur áhuga á honum, en samt sem áður virðast menn ólmir vilja fá hann í Liverpool. 213 leikir/48 mörk er árangur sem maður ekkert missa það yfir. Það eina jákvæða við hann er þjóðernið.

    Ég treysti mér ekki til að segja að Jovanovic sé eitthvað betri enda gjör ólíkur leikmaður, en hann kemur frítt, er serbneskur landsliðsmaður og er með betri markaskorun þó í lakari deild.

  16. Diddinn (#12) segir:

    „Er þetta maður sem bætir gæði liðsins eða er hann bara squad player? Er núna búið að leysa striker vandamál okkar? Ég vil ekki vera neikvæður en við þurfum að bæta við gæði liðsins til að keppa um titla.“

    Já, hann bætir gæði liðsins. Ég geri ráð fyrir að hann verði fyrsti valkostur í vinstri vængstöðuna við brotthvarf Riera og líklegt brotthvarf Babel. En nei, það er ekki þar með sagt að það sé búið að leysa striker-vandamálin né auka breiddina. Það þarf meira til en þennan eina sóknarmann í sumar, hversu góður sem Jovanovic kann eða kann ekki að vera.

    Varðandi keppni um titla, þá mæli ég sterklega með að menn stilli væntingarnar í hóf. Fyrir mér snýst uppbyggingin í sumar um það að gera liðið á ný kleift að komast í Meistaradeildina. Raunhæft séð er ég að vonast til að liðið geti barist um, og vonandi náð í, eitt af fjórum efstu sætunum á næstu leiktíð. Vonandi fylgir svo e-ð eins og FA bikarinn eða Evrópudeildarbikarinn með.

    En titilbarátta? Neibb. Sé það ekki gerast, nema fyrir einhver kraftaverk á leikmannamarkaðnum í sumar og ótrúlega heppni með heilsu leikmanna næsta vetur (sem við höfum klárlega ekki notið sl. 2-3 ár).

    Ég ét þá orð mín með gleði og læt það koma mér þægilega á óvart ef svo verður, en á þessum tímapunkti myndi ég segja að möguleikar á að Liverpool vinni deildina á næstu leiktíð séu svona circa 0%. Um það bil.

  17. Líst vel á þennan leikmann,gefur meiri breidd og virðist kunna slatta.
    Tel hann ekki vera í meðalmennsku á miðað við þann fjölda stórra liða sem vildu fá hann.
    Annars eru fjölmargir kostir fyrir blankt félag í sumar og er ég sammála hvað varðar reynslubolta og winnera eins og Henry,Raul og jafnvel skapandii miðjumenn eins og Deco eða Ballack sem allir eru án samnings.
    Tel gallas ekki eiga heima hjá Liverpool virðist vera með svipað skítlegt eðli eins og riera sem má sturta eins og verstu skitu.
    Stóru bitarnir koma svo kannski eftir HM og vonandi verða nýjir eigendur sem versla þá.

  18. Hef líka heyrt að fyrirliðinn okkar ætli að mæta til leiks næsta haust og taka hressilega á því. Það er mikilvægara en öll kaup ársins gott fólk

  19. Líst svosem ágætlega á hann sem varastriker. En við vitum allir að Rafa er ekkert að fara að spila með tvo sóknarmenn frammi. Þ.a.l. virðist hann vera það góður leikmaður að hann slái Ngog út, sem ég hef reyndar frekar lítið álit á. Að sama skapi sé ég ekki Henry koma til LFC nema við getum ábyrgst að Torres verði áfram í meiðslavandræðum.

  20. Þettta er ágæt viðbót. Klárlega senter nr.2 í dag. Annars væri ég þvílíkt til í að sjá Joe Cole koma. Það væri frábært. Myndi vilja sjá liðið leggja allt í sölurnar við að næla í hann. Hann er frábær leikmaður sem myndi nýtast okkur mjög vel að mínu mati. Svo ef maður fer aðeins fram úr sér og við fengjum nýja eigendur – Jose Mourinho. Þvílíkur snillingur sem sá maður er. Árangur hans er ótrúlegur. Það er staðreynd.

  21. Væntanlega fáum við að kynnast Jovanovic betur á HM í sumar, ansi ágætur fjöldi okkar manna á leið til Afríku í sumar.

    Svei mér ef það er ekki bara ágætt í bili, sýnist þeir flestir leikmenn okkar vera að fókusera á þá staðreynd og á meðan verður vonandi sparslað upp í sprungur á Anfield.

    Mourinho er auðvitað maður sem nær árangri og ég ber virðingu fyrir því. Hins vegar fer hann nú frá Inter eftir stutt stopp og enn einu sinni er það hann sem hirðir alla athyglina, fer til Real og segist strax áður en hann er ráðinn þar að svo fari hann til Englands. Hann hefur líka alltaf sagt að hann muni þjálfa portúgalska landsliðið og langi til Bandaríkjanna.

    Í dag er varla frétt um fyrsta sigur Inter í 45 ár í Evrópukeppni meistaraliða heldur sú að hann er að fara frá liðinu og hverjir muni fylgja honum.

    Ég vill bara alls ekki að Anfield Road verði stoppistöð á hans einkavegi eins og önnur lið hafa verið hingað til. Fyrir utan leikstílinn, sem auðvitað var eins leiðinlegur og alltaf í gær. Ancelotti sýndi öllum hvernig á að spila með stórstjörnurnar sem Mourinho keypti.

    Semsagt, eins og áður, þegar Rafa fer frá LFC vill ég fá almennilegan þjálfara sem er auðmjúkur fyrir vinnunni hjá félaginu og er tilbúinn að fylgja því og byggja upp til lengri tíma.

    En nú horfir maður öðrum augum á Serbíu í sumar…..

  22. ef Mourinho mundi stoppa stutt við og vinna titla eins og hann hefur gert alls staðar annars staðar þá hefði ég ekkert á móti því að fá hann… sé ekki að skemmtanagildi leikstíls Benitez sé mikið meira en Mourinho

  23. Ljóst að Joe Cole hefur fengið skjall frá Gerard á landsliðæfingum og og í blöðum en kannski er fyrirliðinn að tala hann inn á að skipt yfir til okkar?
    Ljóst að Torres og Gerard verða áfram samkvæmt síðustu fréttum og nokkuð ljóst að allir eru að bíða eftir nýjum eigendum…. þangað til er bara gott að halda öllum okkar bestu mönnum og endurnýja aðeins með Jovanovic ofl. til að auka smakeppni í liðinu sem var engin í eins og á hægri kanti, center og v-kanti. Sama hvað menn heita ef þeir sína rétt hugarfar og eru grjótharðir á að standa sig, sbr. þegar Eyjólfur Sverris byrjaði hjá Stuttgart og vonandi “Snákurinn” hjá LFC!

  24. Ég persónulega væri alveg til í að fá Cole til okkar í sumar. Ég held að hann hafi þetta element sem vantar í liðið okkar, koma inn með ferska vinda.
    Vonandi tekst mönnum að búa til betri varnarmúr úr fyrirliggjandi mönnum sem og mögulegum “free transfers” sem ætti að gera liðinu gott.
    Eins og Maggi skólastjóri bendir á, það er tómahljóð í kassanum og við verðum að nota núverandi hóp, til að komast í CL og vonandi dugar næsta season til þess að fá nýja og áhugasama eigendur inn.

    En hvernig var það, Aurelio er með lausan samning ekki satt? Og svo Carrager eftir næsta season. Eða er mig að misminna.

  25. Sælir félagar

    Mikið assgoti er þetta góð umræða hérna. Ekki nema eitt komment sem er ómálefnalegt bull. Áfram með þetta félagar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  26. Virkar mjög yfirvegaður fyrir framan markið sem er mjög jákvætt og líklegt til árangurs.

  27. Maggi segir:

    ,,Mourinho er auðvitað maður sem nær árangri og ég ber virðingu fyrir því. Hins vegar fer hann nú frá Inter eftir stutt stopp og enn einu sinni er það hann sem hirðir alla athyglina, fer til Real og segist strax áður en hann er ráðinn þar að svo fari hann til Englands. Hann hefur líka alltaf sagt að hann muni þjálfa portúgalska landsliðið og langi til Bandaríkjanna.”

    Ef hann kæmi við hjá okkur og næði sambærilegum árangri myndi ég segja já takk!.

    En miðað við núverandi stöðu snýst þetta um að fá góða leikmenn ódýrt. Free-transfer er málið. Þá reynir mjög á stjórann. M.v. stöðuna tel ég viðundandi að fá Jovananovic. Ítreka hins vegar aftur áhuga minn á Joe Cole. Það væri ákveðinn gæðastimpill að fá hann til liðsins.

  28. Miðað við tölfræði þessa manns og ef litið er á feril hans þá hef ég sáralittla trú á þessum manni. Kemur frítt og verður seldur kannski á 2-3 milljónir eftir 2 tímabil eða svo.
    Ég vona innilega að hann verði góður en eins og ég segi, ég hef enga trú á honum.

Stöðumat: Hægri bakverðir

Reina, Torres, Gerrard og Rafa