Stöðumat: Hægri bakverðir

Hægri bakverðir

Þá er komið að stöðumati á hægri bakvarðarstöðunni hjá Liverpool FC. Í mínum huga er þetta sú staða sem ég tel að við þurfum minnst að hafa áhyggjur af. Glen Johnson er að fara að spila sitt annað tímabil á Anfield, og ég held að hann eigi bara eftir að eflast og verða betri. Bakvarðarstöður í boltanum í dag eru afar mikilvægar, því bestu liðin treysta mikið á “overlap” frá bakvörðum sínum og þar með eiga þeir að hjálpa mikið til þegar kemur að sóknarleik liðanna. Fáir (ef nokkur) hægri bakverðir á Englandi eru betri í þessu en Glen Johnson. Sumir hafa reyndar verið að setja spurningamerki við varnarleik hans, en að mínu mati þá er hann sterkari varnarlega en menn vilja af láta.

Núverandi hægri bakverðir (nafn, aldur, land):
Glen Johnson, 25, England
Philipp Degen, 27, Sviss
Martin Kelly, 20, England
Stephen Darby, 21, England
Steven Irwin, 19, England
Emmanuel Mendy, 20, Spánn

Degen fer frá liðinu, tel það vera algjörlega ljóst. Í rauninni þá hefði ég viljað sleppa því algjörlega að kaupa leikmann í þessa stöðu. Styðja Kelly í því að vera varaskeifa fyrir Johnson, hann er ungur, enskur og hörku efni. Ég hef akkúrat enga trú á því að Darby verði neitt annað en neðri deildar leikmaður í framtíðinni, en ég hefði viljað halda honum hjá okkur á næstu leiktíð sem þriðja valkosti. Þá væru það 3 enskir leikmenn sem myndu sjá um að “covera” þessa stöðu og svo er sá fjórði til taks ef allt þrýtur, eða Carra. Tveir aðrir ungir hægri bakverðir komast inn á listann minn, Irwin og Mendy. Ég hef trú á hvorugum og yrði ekki hissa ef Mendy færi í sumar, hann er einfaldlega ekki nógu góður. Irwin er það að mínu mati ekki heldur og aðeins tímaspursmál hvenær hann hverfur á braut.

Hugsanleg kaup (nafn, aldur, lið, land):
César Azpilicueta, 20, Osasuna, Spánn
Mauricio Isla, 21, Udinese, Chile
Arturo Vidal, 22, Bayer Leverkusen, Chile
Gregory van der Wiel, 22, Ajax, Holland
Andreas Beck, 23, Hoffenheim, Þýskaland
Serdar Tasci, 23, Stuttgart, Þýskaland
Peter Pekarík, 23, Wolfsburg, Slóvakía
Rafinha, 24, Schalke, Brasilía
Maximiliano Pereira, 25, Benfica, Uruguay
Jorge Fucile, 25, Porto, Uruguay

Allir þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að vera ekki enskir, og það er bara stór ókostur þegar við erum að skoða stöðu í liðinu sem er vel mönnuð ef Englendingi. Þarna eru nokkur spennandi nöfn, sér í lagi þeir Azpilicueta (sem datt á síðustu sentimetrunum út úr hópi Spánverja fyrir HM) og van der Wiel. Báðir ungir og sprækir og þó ég hafi ekki séð mikið af þeim sjálfur, þá hef ég lesið mér talsvert til um þá og þeir virðast vera hörku góðir leikmenn. Eins eru Þjóðverjarnir 2 spennandi kostir í stöðunni, ungir og þýskir, en restin þarf væntanlega atvinnuleyfi og því nánast útilokaðir strax.

All in all, þá held ég að þessi staða haldist alveg óbreytt á milli ára, fyrir utan auðvitað brottför Degen, sem veikir liðið talsvert…ekki neitt. Hugsanleg kaup eru svo ólíkleg, þar sem allir hlutaðeigandi myndu kosta slatta af milljónum punda, og þeim verður varið í aðrar stöður.

Hægri bakverðir 2010-2011 (nafn, aldur, land):
Glen Johnson, 25, England
Martin Kelly, 20, England
Stephen Darby, 21, England
Steven Irwin, 19, England

Næst tek ég fyrir vinstri bakvarðarstöðuna. Þá fyrst þarf að fara að spá og “spökulera”.

12 Comments

  1. Hægri bakverðir. Ég vær til í að sjá Davíð, Ronald Reagan og Margréti Thatcher.

    Ég legg til að það verði ekki hafður vinstri bakvörður, þeir gera bara sjálfsmörk á ögurstundu. Eins og Riise og Gordon Brown.

  2. Sammála með Degen, af hverju að kaupa mann í stöðu þar sem ungur og efnilegur Englendingur er back up. Vonum þó að Kelly nýti sumarið til að jafna sig af þessum þrálátu meiðslum sem hafa verið að hrjá hann.

  3. Höfum ekkert við annan bakvörð að gera, ef Johnson er heill á hann þessa stöðu og Kelly virkar sem mjög gott back up fyrir hann. Sé reyndar fyrir mér að Kelly fari svipaða leið og Carra seinna á ferlinum og verði miðvörður en það er ekkert á næsta ári.

    og plís ekki tala um Riise og sjálfsmörk… ég var á fjandans leiknum!!

  4. Þetta er einfalt mál, Johnson númer 1 og Kelly númer 2. Selja Degen ef einhver vill fá hann. Ég hef ótrúlega mikla trú á Kelly og ég vonast til þess að fá að sjá hann í fleiri leikjum á næsta tímabili. Hann var ótrúlega óheppinn að meiðast þegar hann loksins fékk tækifæri í fjarveru Johnson.
    Núna er búið að gera pósta um þær 2 stöður sem maður hefur minnstar áhyggjur af þannig að bráðum byrjar fjörið.

  5. Þessi Degen er einhver mesti pappakassi sem ég hef séð í treyju Liverpool og þá eru nú ansi margir sem koma til greina. Eina réttlæting fyrir veru hans hjá Liverpool þyrfti að vera að hann væri ekki bara Free Transfer heldur líka Free Wages því að það er ótrúlegt að þessum manni hafi verið greidd laun.

    Sammála því að ungir guttar okkar eiga að geta leyst þessa stöðu í fjarveru G.Johnson.

  6. Degen hefur verið hreint ótrúlega óheppinn með meiðsli frá því hann kom til Liverpool og það er spurning hvort hann væri á hærra leveli í dag ef hann væri ekki gerður úr gleri. Aftur á móti vil ég benda mönnum á að Degen var ekki fenginn til liðsins sem bakvörðu, það átti að þjálfa hann upp í að verða vængmaður. Ef menn rifja upp leiki með honum þá ættu þeir að muna að hann sýndi flotta takta sóknarlega, þ.e. hann reyndi að spila stutt þríhyrningsspil, hann hljóp í eyður og vann alveg ágætlega með boltann þó oft á tíðum heppnaðist ekki það sem hann reyndi.

    Ég er sammála þeim sem vilja hafa Kelly sem nr.2 í bakverðinum næsta tímabil. Hann er gott efni og þarf á reynslu að halda auk þess sem hann kostar liðið minna fjárhagslega ef við myndum kaupa nýjann bakvörð 😉

  7. Ég tek undir með Dóra Stóra. Ég hef aldrei áttað mig á þessari endalausu fyrirlitningu í garð Degen. Í hreinskilni sagt þá fannst mér hann, í þessu örfáu skipti sem hann lék, gera meira fyrir liðið en margir dáðir fastamenn. Án djóks.

  8. Ég held að menn séu almennt ekkert á móti honum sem leikmanni heldur hefur hann lítið sem ekkert gert til þess að réttlæta þessi laun sem hann er með á viku.
    Hann er meiðslahrúga sem hirðir laun og er jafnvel meiddur þegar loksins kemur að því að leysa Johnson af. Þetta ltila sem ég hef séð af Degen hefur hann virkað nokkuð vel sóknarlega. En ég kýs frekar að hafa Kelly þarna í afleysingum.

  9. Ég er alveg sammála því að selja Degen og nota Kelly sem backup, en ég er ekki viss um að Rafa sé sammála. Ég held að hann muni annað hvort halda Degen eða finna einhvern gaur á free transfer sem backup.

  10. Degen bara hlýtur að verða seldur. Kallgreyið getur kannski alveg eitthvað en hann er tíu númerum of lítill fyrir Liverpool og gjörsamlega óskiljanlega að fá hann frá upphafi.
    Ég vil bara sjá Glen verða besta bakvörð deildarinnar og spila nánast alla leiki. Kelly getur leyst hann af í t.d. deildarbikar og Evrópuleikjum sem skipta litlu. Hann er meira en fær um það.

Stöðumat: Markverðir

Jovanovic kemur (staðfest)