Mascherano vill flytja frá Liverpool

Javier Mascherano, fyrirliði Argentínu, tjáði sig við fjölmiðla í heimalandi sínu um dvöl sína á Englandi. Það sem hann segir er mjög hreinskilið, afdráttarlaust og hreinlega sláandi fyrir okkur Liverpool-aðdáendur.

Tökum út nokkrar helstu tilvitnanirnar.

Um Barcelona-slúðrið og erfiðu byrjunina í fyrra:

“The situation with Barcelona really affected me. It was a shame it didn’t happen as it was the city I wanted to live in.

There were many discussions and problems during that month and a half. They were difficult times for me. One day I was off to Barcelona, the next I wasn’t.

And Liverpool said I was non-transferable. Psychologically, it affected me as I couldn’t think in Liverpool and I was focused on other stuff and not on my work, my training and playing.

Also we were having problems with Argentina as our qualification to the World Cup was in danger.

There was a lot of complicated stuff at that time. I don’t do much stuff in my free time, that’s the truth.”

Um lífið í norð-vestur Englandi:

“What kills me about living in Liverpool is that there are only two Argentinians here with me, Emiliano Insua and Maxi Rodriguez.

Insua and I live in a private neighbourhood. He lives in one tower and I live in the other. There are 15 metres between us and we used to look at each other through the window.

Sometimes Zabaleta comes from Manchester but there is no way Carlos Tevez comes here. If I want to see him, I have to go to his place and knock on his door.

He doesn’t like to leave his home. So during the winter, during those four or five months, I have to stay at home all day with my family.”

Hann bætir svo við:

“I have no problem living in Liverpool, but I think my wife and daughters deserve to enjoy every day to the full and live their lives – but they have to be at home all day.

My wife doesn’t speak a word of English, so she depends 100% on me.”

Þetta er nokkuð afdráttarlaust. Fjölskyldu Mascherano líður ekki vel í Liverpool. Það eru of fáir samlandar þeirra á svæðinu, samfélagið er öðruvísi en þau eiga að venjast og konan hans á erfitt með að aðlagast og þau upplifa sig sem mjög einangrað fólk í úthverfi einhvers staðar.

Auðvitað eru einhverjir sem myndu segja leikmanni eins og Mascherano að hætta að væla, hann fái nóg borgað, en það er ekki svo einfalt. Hann er toppleikmaður sem gæti fengið topplaun í mörgum löndum, þannig að því ætti hann að sætta sig við að fá vel borgað í stórliði á Englandi, þar sem fjölskyldunni líður greinilega frekar illa, þegar hann gæti fengið jafn vel borgað á Ítalíu eða Spáni þar sem samfélagið er líkara því sem þau eiga að venjast og konan hans gæti fundið sig betur?

Fyrir mér er þetta nokkuð skýrt. Mascherano væri til í að komast til Spánar í sumar. Fyrir mitt leyti er ég alveg til í að láta það eftir honum, eins lengi og framkvæmdarstjóri Liverpool (hver sem það er/verður) fái þá peninginn til að styrkja hópinn í staðinn.

Það er ekki til neins að ætla að halda leikmanni sem líður illa á svæðinu, jafnvel þótt hann sé af sama heimsklassa og Mascherano er. Er þá ekki alveg eins gott að selja hann hæstbjóðanda og nota féð til að kaupa kannski einn eða tvo háklassamenn í staðinn, menn sem geta hugsað sér að búa á svæðinu?

Það myndi ég halda allavega. Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessi ummæli litla Fógetans hafa hjá félaginu.

62 Comments

 1. Þetta er auðvitað bara lýsing á því sem maður sá svo augljóslega í fyrrahaust, en lagaðist frá janúar þegar Maxi karlinn mætti á svæðið. Javier er að lýsa því nákvæmlega sama og kom upp með Luis Garcia á þeim tíma sem hans frammistaða fór að dala, enda leið konunni hans ekki vel í borginni.

  Sama var með Xabi Alonso, síðasta árið hans hjá Liverpool var mér sagt af mönnum þarna úti að konan hans hafi meira og minna verið á Spáni auk þess sem foreldrar hennar hafi verið hjá þeim þann tíma sem konan var á Englandi.

  Auðvitað skiptir það máli að fjölskyldan hafi það gott. Benitez og Reina hafa skorið sig úr meðal Spánverjanna með þetta, fjölskyldur þeirra virðast fíla sig í tætlur þarna og ljóst að þeir eru ekki á burtleið. Ég viðurkenni að ég hugsaði eftir viðtalið þar sem Torres kvartaði undan enska boltanum “here we go again” en vonandi er það nú ekki að fara að gerast.

  Það er ekki einfalt að halda “latin” einstaklingum í kuldanum og rigningunni í norð-vestrinu, ekki bara hjá Liverpool. Ronaldo talaði stöðugt um veðrið, Veron fílaði sig alls ekki og Tevez vinur Javiers er einn í borginni og fjölskyldan í Argentínu.

  Ég er algerlega sammála meistara KAR með það að maður heldur ekki leikmanni sem vill ekki vera hjá félaginu. Ef Mascherano er að lýsa raunveruleikanum þarna (því hann er nýbúinn að tala um að hann vilji vera hjá LFC áfram) þá á að reyna að fá pening fyrir hann og setja í nýjan leikmann.

  Ég vona að sá maður yrði Scott Parker. Og enn sést hvílík skömm það var að ná ekki í Gareth Barry á sínum tíma!!!!!!!

 2. ef hann vill fara, tha ættum við að selja hann núna.. fáum trúlega aldrei meiri pening enn eftir thetta timabil.. Heimsklassa leikmaður sem á í raunini betra skilið.

 3. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Liverpool, eins og staðan er í dag er lykilatriði að halda í lykilleikmenn. Mascherano er einn af 5 bestu varnartengiliðum heims að mínu mati og lykilmaður hjá liðinu, þess vegna er ekkert hlaupið að því að finna leikmann í staðinn fyrir hann. Að tala um Parker sem lausn er að mínu mati skef í átt að meðalmennsku. Ef Mascherano fer í sumar missir liðið einn af þeim leikmönnum sem mynda mænu liðsins. Og miðjan fyrir 2 árum síðan sem að mínu mati var besta miðjan á Englandi er farinn á tveimur sumrum.

  Þegar Liverpool átti sitt besta tímabil í deildinni (08/09) var mæna liðsins Reina, Carra, Mascherano, Alonso; Gerrard og Torres. Að skadda mænuna enn frekar verður auðvitað til þess að Liverpool missir mátt og mun seint standast samkeppni við bestu lið Englands. Mér líst ekkert á þetta, vonandi kemst þessi blessaða kona á enskunámskeið þannig að aðlögunin verði auðveldari.

  Krizzi

 4. seljum Masch fyrir 20 mills, náum aftur í Owen, og kaupum okkur einn kantmann. Hringjum í Roy Hodgson og látum hann byggja upp núverandi lið með motiverandi þjálfun og uppstillingu sem fær það besta út úr okkar ágætu leikmönnum. Sendum Benitez í sumarfrí til Ítalíu og Eyjafjallajökull mun sjá til þess að hann kemst óvart ekki aftur til Liverpool borgar.

 5. Við myndum ekki lenda í svona kjaftæði ef við myndum byggja liðið upp á enskum leikmönnum.

 6. Þetta er einfaldlega ókosturinn við að kaupa S-Ameríku/S-Evrópu menn. Á endanum vilja þeir fara suður á bóginn.

  Ef Mascherano er seldur þá megum við til með að kaupa Breta eða Mið/Norður Evrópubúa. Annars næst aldrei almennilegur stöðugleiki í þetta lið.

 7. Ekki góðar fréttir. Hann er á leiðinni í burtu. En ég er ekki að skilja þessi rök með að spænsku mælandi leikmenn Liverpool séu einangraðir. Hálft liðið er spænskumælandi og stór hluti þjálfarteymisins einnig! Ég held að þetta snúist um Fame and Glory öðru fremur! Menn vilja vinna titla. Og mér finnst skrítið af atvinnumönnum í fótbolta að bera fyrir sig fjölskyldunni. Af hverju að koma til Liverpool í upphafi? Ekki ráða menn sig í vinnu í andstöðu við eiginkonu. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Meira hörmungas ruglið! Ég er pirraður núna. En það er ekkert annað að gera en að selja hann ef hann vill fara. Vonlaust að halda í leikmenn ef þeir vilja ekki vera.

  YNWA

 8. Sammála þér Jón nr 7.

  Ótrúlegt að bera fyrir sig einangrun í nútíma þjóðfélagi, en hann má alveg fara mín vegna ef góður aur fæst til baka. Höfuðverkurin er bara sá að finna leikmann til að fylla skarðið.

 9. Og svo ætlar Chelsea að koma með eitthvað fáranlegt tilboð í Torres.
  Þetta sumar mun verða ansi erfitt geðheilsulega séð.

 10. Selja Torres Gerrard og Massa fyrir 200+ millur. Kaupa Ireland Banega Navas Pazzini fyrir brot að þessarri upphæð (c.a. 50 millur) og borga niður eitthvað af skuldum.

  Ef að Mascherano líður ekki vel á englandi þá á að Casha in á honum og vera laus við hann. Gengur ekki að hafa leikmenn sem eru ekki með hausinn við verkefnið, því miður.

 11. Ég veit ekki með ykkur hin, en ég veit ekki hvort við eigum að eltast svo glatt við Banega og aðra sunnanað.

  Luis Garcia, Xabi, Dossena, San José, Palletta……. Of mikið af þeim sem hafa átt erfitt með að samlagast norðrinu. Held við ættum að horfa til Bretlandseyja eins og er að sýna sig með mikið af kaupum á ungum breskum leikmönnum í vetur.

  Vandinn er að finna almennilega Breta. Scott Parker, Carlton Cole, Darren Bent, Shaun Wright-Phillips, Lee Cattermole. Svona þeir sem detta inn á mitt borð í kollinum. Margir hér örguðu þegar Rafa var að eltast við Milner, en mikið vildi ég hafa hann á Anfield í dag!

  Skattaparadísir á Spáni og Ítalíu í bland við veðrið held ég að sé að verða stór þáttur í því að leikmenn flykkjast þangað, á kostnað Bretlands. Þá er bara að bregðast við því. Með því að finna hæfileikaleikmenn sem ráða við breskt samfélag og veður til langs tíma.

 12. Þetta er bara svipað og með Alonso, hausinn var farinn og þá þýðir ekkert að halda leikmanninum. Gæti vel hugsað mér hreinsun á borð við þá sem Viktor EB nefnir hérna, nema hvað Torres mætti vera áfram. Þá mætti hreinsa út slatta í viðbót.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 13. Já sammála því Maggi með enska leikmenn. Ég er alltaf að tala um þetta. Og já, James Milner……Mig langaði virkilega mikið að fá hann til okkar í fyrra. Flestir hlógu þá að mér og töluðu um að hann væri ekki í hinum margfræga Liverpoolklassa. Í dag fer Milner líklega ekki á minna en 20 milljónir punda.

  Ég er eiginlega mjög hræddur við að selja leikmenn eins og Masch og hvað þá Torres á meðan Kanarnir eru ennþá eigendur. Ég held að þessir peningar færu beint í vasann á þeim og ekki króna í leikmannakaup.

 14. Ókei, Kiddi gerir útslagið. Ég er kominn með ógeð á þessu væli um Benitez þetta, Benitez hitt. Ég er farinn í Kop-frí fram í ágúst. Gleðilegt HM-sumar, öllsömul, það verður gaman að geta horft á fótbolta og skemmt sér og slappað af um leið yfir bjór og snakki. Sömuleiðis færi ég síðuhöldurum þakklæti fyrir frábæra síðu.

  P.S. Þið megið alveg dislæka þessa færslu í drasl, tek því ekkert persónulega:-)

 15. Scott Parker?,,,,nei Guð forði okkur frá algjörri meðalmennsku á meiðsluhrúgu. Enginn sparnaður í því þar sem það þyrfti að fjölga í lækna- og sjúkraþjálfarateyminu um helming.

  Ég er hlynntur þeirri stefnu að sækja í unga enska leikmenn til þess að byggja upp liðið á komandi árum. Nöfn á ungum miðjumönnum sem koma upp í hugann og gætu látið af sér kveða á næstu árum eru leikmenn eins og Muamba hjá Bolton, Cattermole hjá Sunderland og síðan Rodwell og Gosling hjá Everton, Wilshere hjá Arsenal en telja má þó líklegt að erfiðlega gæti gengið á fá þá þrjá síðastnefndu.

 16. Ef Masch vill fara þá á að leyfa honum það svo fremi að toppverð fáist fyrir hann. Ég vil ekki ósátta leikmenn í mitt lið, þeir gera ekki mikið gagn. En varðandi aðlögun, var ekki hægt að senda kellinguna hans á enskunámskeið?!

 17. Er málið samt ekki að hann kom til Liverpool til þess eins að bjarga ferli sínum frá West Ham hruninu en ekki af því að hann langaði svo mikið til að spila fyrir okkur?

 18. Anelka,Cole og Maluda í skiftum fyrir Torres væri góður díll. Torres sem er frábær en er því miður frá vegna meiðsla allt of mikið og allt of lengi svo að nú er bara að þreyta Chelsea í langri samningalodu og mjólka rússann eins og hægt er og alls ekki að flýta sér.
  Ef við fengjum þessa menn í skiftum fyrir Torres verður að fá nýjan stjóra sem þorir að sækja á öllu liðinu,því að Totalfótbolti er það sem við viljum,ekki satt??

 19. Úff mér er mjög illt við þá tilhugsun að Torres og Mascherano fara. Nokkuð viss að það muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

 20. My wife doesn’t speak a word of English, so she depends 100% on me.”

  Jesús Kristur, getur ekki einhver boðið henni uppá ensku námskeið? Mascherano er búinn að spila í ensku deildinni í 3 ár. Ég hefði haldið að sá tími myndi nægja henni til þess að læra eitthvað í ensku.

  Þvílíkt djöfulsins kjaftæði. Mascherano langar að fara til Barcelona og notar eiginkonu sína sem afsökun til þess að hann líti betur út.

 21. Mascherano má drulla sér í burtu, þetta er leikmaður sem að spilar ekki fyrir Liverpool af fullum áhuga, mér leiðist þetta endalausa nöldur í honum og ég myndi ekki sakna hans ef við fengjum 30+ fyrir hann.

 22. ef leikmenn fara frá liverpool í sumar þá vill ég sjá bara peninga fyrir þá en ekki einhverja leikmenn í skiptum….

  Ef Mascherano vill fara, þá er það eitthvað sem við getum lítið gert yfir, en ég vill sjá hann fara á +35, hann er góður leikmaður en hann notast lítið þegar lið pakka á anfield, vísu er hann geðveikt góður í leikjum sem við þurfum hann…

  Ef þetta er rétt með Torres þá vill ég bara fá peningin, ef það er verið að tala um 130mill, þá er erfitt að segja já en að 4-6 heimklassa leikmenn fyrir hann… Torres er búinn að vera upphalds leikmaðurinn minn í mjög mörg ár, hef haldið með a.madrid síðan um 1999, ég grét næstum þegar hann fór en huggunin var að þetta var liverpool, ég mun örugglega gráta núna því þetta er chelsea.

 23. já ætlaði að segja í sambandi við torres að ég vildi ekki leikmenn í skiptum bara pening

 24. Hann langar til Barca. Sendum hann þangað og kreystum sem flest pund úr þeim viðskiptum. Ég fullyrði það að Mascherano er einn af fimm ofmetnustu leikmönnum á jarðarkringlunni. Nærvera hans var til dæmis tilgangslaus allt síðasta tímabil.

 25. Ég hreinlega gæti aldrei sætt mig við að Torres myndi fara í annað lið innan Englands. Bara það að hann færi í Utd eða Chelsea myndi þýða Liverpool yrði ljósárum á eftir þeim liðum.
  Hreinlega nenni ekki að lesa þessar slúður sögur sem ensku dagblöðin eru að spinna þessa daganna meðan þau drepa tímann þar til HM byrjar. Greinilegt að menn eru byrjaðir að auglýsa sig sbr. Masche sem má fara mín vegna. Það er auðveldara að fylla skarð hans heldur en Torres. Tel að Lucas gæti alveg leyst það með sóma næstu leiktíð og væri hann þá komin í sína réttu stöðu.

  Málið snýst bara um eitt hjá Liverpool í dag en það er að koma bölvuðu eigendunum frá sem allra fyrst.

 26. Alveg til í að leyfa Masch að fara ef ásættanlegt verð fæst fyrir hann. Masch er góður en hann er mjög heftur sóknarlega og ég er á því að Lucas geti vel leyst hann af í þessari stöðu. Ef að Torres fer til Chelsea þá væri ekki slæmt að fá Anelka og Kalou en mér líst ekki á hina sem nefndir voru. Við gætum þá losað okkur við nokkra leikmenn án þess að skaða hópinn og auk þess verið með töluvert af peningum til þess að kaupa. Auðvitað væri best að halda Torres og Masch en ég sé ekki neitt hrun í því að missa þá þ.e.a.s. ef peningurinn verður ALLUR notaður í leikmannakaup.

  Tökum smá FM á þetta; Seljum Torres, Masch, Riera, Yossi og Kuyt og fáum Anelka, Kalou, Joe Cole, Snyder, Cordozo og A.Young. Finnum svo vinstri bakvörð og þá erum við game;)

 27. Lengi hefur það verið vandamál með marga frá s-ameríku að hausinn á þeim tollir ekki lengi rétt skrúfaður á.
  En ef gott fé fæst fyrir kappann yrði ég ekkert fúll. Sé lucas alveg fyrir mér detta í djúpan og þá yrðum við líka loksins með 1 slíkann en ekki 2. Svo myndi Aqualini vera með honum þar, eða Gerrard.
  Hafa svo einhvern ungann með uppá rotation, eins og Jonjo sem virðist vera gott efni með metnað og dugnað.

 28. Það er augljóst að hann vill fara frá félaginu. Þrátt fyrir að konan væri ekki ánægð þá væri það augljósasta í stöðunni að gera eitthvað í því en ekki væla í blöðin.

  Annars vildi ég bara fá að fara aðeins útfyrir efnið og votta fjölskyldu og öðrum aðstandendum Besian Idrizaj samúð mína, en þessi fyrrum leikmaður Liverpool lést fyrir nokkrum dögum úr hjartaáfalli aðeins 22 ára að aldri. Ég man að það voru bundnar nokkrar væntingar til hans á sínum tíma sem hann náði aldrei að standa undir en það er alltaf sorglegt að lesa um svona.

 29. Mig langar að benda þeim sem langar í Kalou til Liverpool á nokkrar staðreyndir.

  Salomon Kalou er jafngamall Fernando Torres. Hann er búinn að spila 4 tímabili með Chelsea. Á þessum 4 tímabilum hefur hann að meðaltali spilað um 30 leiki deildinni og skorað að meðaltali rétt rúmlega 6 mörk á ári. Besta markaskor Kalou í deildinni er 7 mörk.

  David N’Gog er mun betri framherji en Salomon Kalou.

 30. Er þetta ekki fyrsti í fjöldaflótta frá okkur? Mér sýnist sem þetta sumar gæti orðið algjör katastroffa hvað leikmannamál varðar. Ef við seljum Mascherano, og Torres t.d. þá þurfum við mjög góða leikmenn í staðinn. Anelka og Kalou eru langt frá því að vera á svipuðu eða sama kaliberi og Torres. Slíkir leikmenn fást einfaldlega ekki.

  Lucas er líka töluvert frá því að vera með yfirferðina hans Mascherano og Benítez þyrfti að kaupa annan varnartengilið, líklega nokkuð dýrt.

  Þetta þýðir einfaldlega að ef þessir tveir menn fara þá verðum við með slakara lið en í ár sem þýðir að við lendum enn neðar í deildinni. Eins og ég hef sagt hérna áður, við getum búið okkur undir eyðimerkurgöngu í nokkurn tíma, mér sýnist hún vera að byrja.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 31. Mikið væri nú gaman að fá góðar fréttir af liðinu. Ég bara man ekki eftir öðru eins í þau 30 ár sem ég hef fylgst með Liverpool.

  Áfram Liverpool!

 32. @32 Kalou er ekki framherji, hann spilar í stöðunum fyrir aftan senterinn, líkt og Benayoun, Maxi, J.Cole, Malouda o.fl

 33. Maður getur ekki annað en verið með smá kvíðahnút í maganum yfir þessu sumri. Það virðist bara ekkert vera að ganga hjá okkur

  Eigendamálin eru eins og þau eru

  Mikil óvissa með þjálfaramál

  Og slúðrið gerir ekkert annað en að gefa til kynna að það verði flótti í sumar. Og engin spennandi kostur að koma inn.

  En maður verður bara að trúa því að handan við hornið koma nýjir eigendur og allt muni koma í kjölfarið

 34. Skrýtið hve margir eru bara búnir að ákveða dauða og djöful fyrir liðið á næsta tímabili og jafnvel næstu árin.

  Nú er óvissa um eigendur, þjálfara og leikmenn en væri ekki ágætt að geyma spár um að allt fari á versta veg þar til að við a.m.kþ vitum eitthvað meira?

  T.d. er möguleiki að það komi nýjir eigendur inn með fjármagn og að Torres fari ekki.

 35. Er alveg sammála þér Guðmundur F.

  En auðvitað eru skrifin mest í átt að neikvæðu, þar sem “no news is bad news” í svona málum.

  Virkilega vona að menn geti gefið eitthvað út í þessari viku um allavega framtíð þeirra sem nú eru hjá félaginu!

 36. Þetta heitir Silly Season og það ekki af ástæðulausu. Ætli það sé ekki 70-90% af þessum fréttum bull og þvaður.

  Miðað við slúðrið þá veit ég ekki hvort að Mascherano haldi að hann geti farið til Barca ef Fabregas fer þangað skv. slúðrinu. Sé ekki alveg að þeir ætli að endurnýja hjá sér miðjuna. En hann má fara ef hann er ósáttur. Ótrúlegt happadrætti með suður-evrópubúa. Nokkrir hafa komið og slegið í gegn í ensku deildinni á meðan aðrir þola ekki smá kul og súrefni.

  Hló mig máttlausan annars af boði Nallanna í Pepe. Ok. Mátti reyna en komm’on.

 37. Inter og AC bæði búin að tala við Rafa, samkvæmt Balague. Segir líka að hann vilji vera áfram en það gangi erfiðlega að fá loforð fyrir því að þeir peningur sem fæst fyrir sölu fari allur í leikmannakaup.

  Pæliði í því hvað klúbburinn er kominn í mikið rugl. Það er óhugsandi að fá ekki sölur plús 20 milljónir til að styrkja liðið. Skiljanlegt ef Rafa fer. Mjög skiljanlegt. Ég held að við séum bara heppin að halda í hann. Hver vill svosem koma inn í þetta umhverfi? Endalaus pressa en enginn peningur.

  Balague segir líka að Fabregas hafi fundað með Wenger í dag og tilkynnt að hann vilji fara.

  Soccernet segir síðan að Chelsea vilji fá Benayoun.

 38. Allt bendir til að tími meiks eða breiks sé að renna upp. Mascherano er að nota vælið í frúnni sem afsökun enda elsta trikkið í bókinni. Íþróttamaður vill eitthvað hlustar ekki eitthvað píp í kerlingunni um veður og enska matargerð heldur skellir þeirri gömlu á enskunámskeið og ekki orð um það meir!

  Þarna býr meira að baki og alveg eins gott að búa sig undir að fleiri leikmenn byrji að finna flest því til foráttu að búa á Englandi hvað þá Liverpool. Það er ekkert að marka þetta. Þarna eru leikmenn að kjósa með fótunum. Þetta hefur ekkert með það að gera að vera Argentínumaður, Spánverji eða Marsbúi. Góðir atvinnumenn vilja vera í liði sem er í baráttu um titla, sem getur borgað reikningana sína og er almennilega stjórnað.

  Fyrir okkur Púlara þýðir ekkert að kvarta undan leikmönnum. Meinið er að finna annarsstaðar. Af hverju í ósköpunum ætti t.d. besti senter í heiminum að vilja spila fyrir gjaldþrota félag, með gamlan lítinn völl, vonlausa eigendur og framtíðarsýn sem er álíka björt og hjá Jóni Ásgeiri?

  Hver getur álasað þessum mönnum fyrir að vilja annað á meðan þetta ófremdarástand ríkir? Hinn bitri sannleikur er að FC Liverpool er að falla á tíma. Ef ekki tekst að þvinga fram sölu á félaginu á næstu mánuðum hefur samningsstaða þess hrakað svo mikið að Gillett og Hicks munu strippa félagið eins og kostur er áður en þeir láta það fara á hausinn. Allt sem eitthvað fæst verður selt og innantóm skelin skilin eftir.

  Sad but true – Gillett and Hicks rot in Hell!

 39. Ég hef á tilfinningunni að þessi þögn varðandi möguleg eigendaskipti stafi ekki af því að það vilji enginn kaupa, heldur útaf því að það er alvöru maður sem er að höndla þessi mál fyrir klúbbinn og eins og máltækið segir þá kjafta heiðursmenn ekki frá 😉

  Vona það allavega.

 40. Það hjálpar enskum ekki heldur að töluvert hærri skattar eru greiddir þar en á Spáni og Ítalíu.

  Buddan ræður för á mörgum stöðum…

 41. Kobbi, það eru hærri skattar á knattspyrnumenn á Englandi en Ítalíu vegna þess að á ítalíu flokkast þeir undir listamenn eins og á Spáni.

 42. Kobbi, það er rétt sem Elías Már segir með að fótboltamenn séu flokkaðir sem listamenn á Spáni og Ítalíu. Í ofanálag er hátekjuskattur mjög hár í Bretlandi og það er búist við því að hann verði hækkaður á næstu misserum…

 43. Mascherano hefur einnig sagt að hann vilji fara ef Rafa fer. Ef Rafa fer til Ítalíu fer Mascherano bara þangað.

 44. Tja….ef að hátekjuskattur kemur til með að hækka í Englandi þá er pottþétt ekki langt að bíða að allar tegundir skatta eigi eftir að hækka á Spáni og Ítalíu, þar sem bæði ríki munu þurfa auka tekjustofna sína og draga úr ríkisútgjöldum. Ekki hjálpar báðum löndum að Evran hefur verið að minnka í virði gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarið.

 45. Menn kjósa að líta þetta ólíkum augum. Ég er ekkert allt of bjartsýnn á þetta. Segi ekki að fangelsisdómur bíði (sbr. Jón Ásgeir) en meðalmennska framundan er eitthvað sem ég er allavega farinn að búa mig undir. Þó vonandi ekki eins og Þórður stóri lýsir. Góðu fréttirnar verða þá þær að það verður auðveldara og ódýrara að fara á Anfield.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 46. Jesús kristur!!
  Að menn skuli geta hugsað sér að Torres fari til Chelsea og að Liverpool muni ganga vel ef við skiptum 4-6 mönnum út í sumar. Ég get persónulega ekki horft á leik Liverpool og Chelsea, þar sem Torres er í blárri treyju og skorar örugglega níu mörk eins og vörnin hefur verið hjá okkur.
  Mín skoðun er sú (ef 4-6 leikmenn fara) að þá erum við bara að byrja á byrjuninni aftur.
  Og segið þið mér eitt, hvað ætlum við að gera ef Masch, Gerrard og Torres fara og sumarið verður síðan eins og mörg fyrri og ekkert gengur á leikmanna markaðnum. Það yrði fallbarátta á næsta tímabili, ég er að segja ykkur það.
  Við verðum að halda okkar mönnum og reyna að bæta við en það verður ekki auðvelt, því erum ekki að bjóða mönnum í meistaradeildina.
  HÆTTIÐI ÞESSU TORRES, GERRARD MASCH, MEGA FARA RUGLI…. ÞETTA ER BARA BULL.

 47. Hvernig væri ef þú Kobbi kæmir eins og einu sinni með eitthvað þínu máli til stuðnings í stað þess að freta út í loftið sem enginn fótur er fyrir?

 48. 44 :

  Það eru hærri skattar á Ítalíu en Englandi. Því get ég lofað þér. Þú getur ekki eingöngu horft á tekjuskatt. Það er gjörsamlega ALLT skattlagt þarna. Ítalía er ekki ‘Skattaland Evrópu’ fyrir ekki neitt. Það eru LANGHÆSTU skattarnir í Evrópu á Ítalíu.

  Knattspyrnumenn sem og aðrir borga 43% skatt af tekjum sínum PLÚS allt hitt.

  52 :

  Leitaðu þér sjálfur upplýsinga.

  54 :

  Góði besti, geturðu ekki annað? Alltaf sami hrokinn í þér. Það vill nú svo til að ég veit vel um það sem ég tala um alltaf, ólíkt þér.

 49. Vá Kobbi, hvernig nennirðu þessu, í fyrsta lagi að koma hérna inn og halda einhverju fram sem þú greinilega hefur ekki vit á. Í öðru lagi að þræta svo fyrir það og tala um hroka í öðrum á meðan þú endar svarið á þessu:

  Það vill nú svo til að ég veit vel um það sem ég tala um alltaf, ólíkt þér.

  Ég hef held ég aldrei lesið hrokafyllra svar!

  Ef þú hefðir einfaldlega nennt að leita að upplýsingum á google.com þá hefðir þú m.a. getað séð þetta:

  Premier League clubs losing out to Spanish tax system.

 50. Ef hann hefur ekki vill ekki vera á Englandi af því að hann hefur ekki samlanda þá fer hann bara. Mér finnst þessi afsökun um að hann hafi ekki næga samlanda samt svo ótrúlega léleg.

  Öll erum við misjöfn ég veit það en ég sjálfur hef búið í Austurríki, þekkti 1 Íslending þar og umgekkst hann ekki.(Var stuttur tími, frúin í málaskóla og ég vann)
  Ég bjó í Danmörku á svæði þar sem voru ekki Íslendingar(Var á bóndabæ), bjó í Svíþjóð og umgekkst 1 Íslending(Konan að klára nám við Uppsala Universitet) og bý núna í Noregi þar sem ég umgengst 2 Íslendinga kannski 2-3 í mánuði ef svo mikð.
  Gerum lítið sem ekkert með Íslendingum hérna og erum ekki í neinu Íslendingafélagi, vinn með Norðmönnum og mér gæti bara ekki verið meira sama. Líður bara ágætlega og leið líka vel á hinum stöðunum þrátt fyrir að umgangast ekki samlanda mína.

  Hugur Masch liggur bara annarsstaðar og því er best fyrir alla aðila að hann fari.
  Mér finnst samt soldið fyndið að lesa að hann sé bara inni í íbúðinni með familiunni og geri ekkert. Ég held að hann sé sjálfum sér verstur ef hann getur ekki fundið sér áhugamál af því að hann á svo fáa samlanda þarna.
  Held bara að hann vilji fara og hann sé löngu búinn að ákveða það. Svona svipað og fólk sem líður illa í fyrirtæki að þá fer það að leita á önnur mið og líður ekki vel á núverandai vinnustað.

  Ég spái því að hann fari svo lengi sem Barcelona kaupa ekki Fabregas.

 51. Skattur hátekju knattspyrnumanna:

  Spánn – 24%
  Ítalía – 43%
  England – 50%

  Hefði ekki verið fínt Kobbi, fyrst þú hefur alltaf rétt fyrir þér, að koma með eitthvað máli þínu til stuðnings. Út á það gekk pósturinn minn, þ.e. að þú kæmir með rökstuðning en ekki bara blammeringu.

 52. Mun Torres leggjast svo lágt að ganga til liðs við City eða Chelsea ?
  Mundi hann gera stuðningsmönnum Liverpool það ?

 53. Kobbi að nota elstu trikkin í bókinni.

  Hafa hátt til að þagga niður rök og segjast vita betur en aðrir, þó að upplýsingar liggi fyrir um annað. Glaður að sjá að flestir hér inni hafa lesið sér til sjálfir og þannig séð hverjir hafa rétt fyrir sér.

  Þessi staðreynd t.d. skipti verulegu máli í bæði máli Ronaldo og Alonso, um það var rætt síðasta sumar. Þessi skattamál hafa verið töluvert til umræðu á Ítalíu þar sem að ágætur maður, Berlusconi nokkur, hefur viljað fylgja alveg sömu línu og á Spáni, en ekki náð í gegn.

  Rooney er svo m.a. talinn vilja hækka laun sín töluvert, með það í huga að fá það sama í vasann og hann fékk áður en skattarnir voru hækkaðir.

  Yfirlýst umræða, sem vísar í staðreyndir.

  Það sem virkar á kop.is!

 54. Hver sem ástæðan er, þá þætti mér privat og persónulega leiðinlegt að sjá Mascherano fara frá liðinu. Hann er sannarlega einn af þeim leikmönnum sem mynda hryggsúluna í liðinu, sumir hafa gaman að því að tala hér um “mænuna” í þessu sambandi sem er frekar lint og viðkvæmt líffæri og því ekki burðug til að standa undir viðlíkingunni. (Þessi lífræðilesning var í boði Sóma samlokna,)

  En fyrst menn ræða hér skattamál í evrópu þá er nú kannski ekki úr vegi að benda á þá staðreynd að Ítalía og Spánn eru að sýna sig þessa dagana sem einhver skuldugustu ríki álfunnar, og gætu verið á sömu leið og Grikkir, nema gríðalegar sparnaðaraðgerðir t.d. verulegar skattahækkanir komi til í þessum löndum. Á þessum tímapunkti getur það varla talist aðlaðandi fyrir hátekjumann að ætla sér búsetu í þessum löndum enda framtíð þar hvað þetta atriði varðar afar óljós. Ástæða Mascherano hlýtur því að vera önnur.

 55. Svo er nú líka spurning, eru leikmenn mikið að flykkjast frá Englandi á Ítalíu? Er þetta ekki mikið meira á Spán? Nema auðvitað þessir kallar sem ensku klúbbarnir hafa ekkert á móti að senda á Ítalíu(hóstRiisehóstSissokohóst)

  Ástæða Mascherano hlýtur því að vera önnur.

  Er svo enginn að taka þetta sem hreinræktað slúður bara? Er þetta viðtal til á teipi?

Uppgjör ársins: Bestu leikmenn

Opinn þráður