Uppgjör ársins 09/10 – Þjálfarinn okkar allra

Það kom í minn hlut að draga saman hugleiðingar okkar um frammistöðu þjálfarans og stöðu hans almennt á þessum tímapunkti. Við settum þetta þannig upp að við gáfum honum einkunn á bilinu 1 – 10 og bættum röksemdum við einkunnagjöfina okkar.

Meðaleinkunn Rafa frá okkur pennunum hér og þar með lokaeinkunn hans fyrir tímabilið 2009 – 2010 er:

5,10

Ef ég gríp niður í röksemdir okkar þá talar Einar Örn um að frammistaða Rafa hafi verið eins og hjá liðinu, stórslys. Ég taldi hrokafullt leikmannaval koma fram á köflum og yfirleitt úrræðaleysi til að bregðast við í leikjum og á milli leikja. Aggi taldi Rafa stundum lesa leikmennina okkar vitlaust og nýta því leikmenn vitlaust, t.d. Yossi Benayoun. KAR vitnaði í frægt lag og gaf einkunnina 4,9, Steini taldi stjórann hafa gert mýmörg mistök og Babu taldi hann á köflum of varkárann.

Við tiltökum þó allir það að vinnuumhverfi kallsins hefur verið afar vont og ótryggt. Við áttum okkur auðvitað ekki alveg á ruglinu sem hefur kraumað bakvið tjöldin en við teljum það vera ljóst að það hafa verið frekar vonlitlar aðstæður að vinna með eigendum félagsins og í þeim fjármagnsramma sem ríkir hjá félaginu núna. Við gleðjumst yfir þeim breytingum sem hafa orðið á meðal unglinga- og varaliðanna og erum ekki á því að hann fái alltaf sanngjarna gagnrýni. Babu bendir t.d. á gagnrýni á brosskorti, sem okkur finnst ekki skipta öllu máli ef að vel gengur að öðru leyti!

Nú hef ég unnið við einkunnagjöf ansi lengi. Í próffræðunum myndi einkunnin 5,1 sjaldnast vekja mikla lukku, það þýðir einfaldlega að menn hafi rétt skriðið. Það er enda sameiginlegur tónn okkar allra. Í ljósi þess að Rafael hefur mátt þola ömurlega yfirmenn, í bland við meiðsli og formmeiðsli lykilmanna (jafnvel tognunar á heila eins og Riera, höfundarréttur SSteinn) teljum við enn réttlætanlegt að hann verði við stjórnvölinn áfram. Við heimtum auðvitað fyrst og fremst að lagað verði til í baklandinu og karlinn fái leyfi til að versla það sem þarf til félagsins. Ef illa gengur miðað við það er ljóst að hann þarf að taka pokann sinn fljótt og örugglega. Við erum allir á því að karlinn sé klárlega á síðasta séns næsta vetur ef hann heldur starfinu yfir sumarið en reyndar teljum við litlar líkur á því að hæfari maður fáist til félagsins meðan á þessari orrahríð og eigendaleit stendur.

Það er líka alveg ljóst af þessari einkunn að pennar Kop.is munu ekki missa svefn eða gráta út vasaklútana sína ef að Rafa kveður á næstu vikum. En á meðan hann stýrir skútunni styðjum við hann til góðra verka!

64 Comments

  1. Góður pistill….
    Hef trú á kallinum.. og allt of fljótt að láta hann fjúka strax og er sammlála nær öllu í pislinum.. einnig held ég að við séum loksins að byrja að reka kjúklingauppeldið rétt í fyrsta sinn í langan tíma og er ég skíthræddur um að það fari aftur í tóma vitleisu ef RB fer með vini sína í ferðatöskunni…
    svo þori ég að veðja á að það er sérkvers LFC-manns draumur að losna við þessa eigendur….
    Og skiptir litlu hverjir kaupa, hvort sem þeir séu með olíuauði eða minni efnamenn sem vilji reka klúbbin með hjartanu.. eina sem skiptir máli sé að það verði rétlæti við völd í okkar hjartsæla klúbbi

  2. Eru kröfurnar ekki meiri á stjóra LIVERPOOL FC að hann “rétt skríði” þegar hann endar með liðið í 7. sæti?!?
    Hann hefur Gerrard, Torres og Reina! Nota bene þetta eru þrír bestu leikmenn deildarinnar í sinni stöðu. Vörnin á einnig að vera frábær og miðjumenn upp á tugi milljóna punda.

    Ég alla vega set kröfurnar hærra en 7. sæti og myndi ekki gefa manni 5,1 fyrir það. Persónulega finnst mér 4. sætið afleitur árangur hjá okkar klúbbi og hallærislegt að vera að spila um það ár eftir ár. En steininn tekur nú úr. Langt frá meistaradeildarsæti. Og hann fær 5,1! Hann náði prófinu hjá ykkur og þið viljið hann áfram.

    Þetta er vandamál okkar. Við sættum okkur við meðalmennsku. Okkar fagri klúbbur á að vera yfir hana hafinn.

    Ég hef lengi sagt að það að vera stjóri Liverpool hlýtur að vera besta starf í heimi. Fyrir það fyrsta stjórnar þú LIVERPOOL FC. Í öðru lagi þá eru engar kröfur á árangur, þú mátt gera það sem þú vilt, skíta á þig eins og þú vilt með liðið (t.d. 7 sæti!!) en SAMT vilja menn hafa þig áfram.

    Áfram Liverpool!

  3. Viðmót Stb er fallegt og lýsandi fyrir metnaðarfullan Liverpool aðdáanda. Það er ekkert auðvelt fyrir okkur að hafa gengið í gegnum Souness, Houllier og Rafa og því væri algjör uppgjöf að sætta okkur við þennan árangur. Ég segi að sama hvernig baklandið var þá hafði Benitez ALLTAF möguleika á að tefla öðruvísi fram í leikjum. En ég hef nú tjáð mig of mikið um það her á síðunni nú þegar, því ætla ég að verða eilítið bjartsýnni og benda mönnum á kosti þess að Benitez er ekki í meistaradeildinni. Þá getur kallinn einbeitt sér að einni og hálfri deild. stillt alltaf sínu besta liði upp og hætt að leggja meiri metnað í meistaradeildina en ensku deildina líkt og hann hefur gert síðan hann tók við starfinu.

  4. Hann hefur Gerrard, Torres og Reina!

    Gerrard var ömurlegur á tímabilinu, Torres var meiddur. Reina stóð fyrir sínu.

    Benitez hafði semsagt Reina sem stóð sig vel.

    En hvaða mistök gerði karlinn? Er það ekki svo að þegar menn fara að tína til atvik eru þau annað hvort umdeilanleg eða jafnvel í einhverjum tilvikum óumflýjanleg? Menn gagnrýna stjórann fyrir að taka Torres útaf – en svo kemur í ljós að Torres spilar ekki næsta mánuðinn vegna meiðsla.

  5. Ég gaf Rafa einkunnina 4,9 af nokkrum ástæðum:

    Fyrst, þá fannst mér ekki hægt að gefa honum 5 eða hærra og leyfa honum að „ná“ prófinu eftir tímabilið. Þetta tímabil er svo slappt að það réttlæta engar aðrar afsakanir það að þjálfarinn fái annað en falleinkunn og því kemur mér mjög á óvart að meðaleinkunn okkar pennanna sé yfir 5.

    Hins vegar gat ég ekki gefið honum mikið neðar en 4,9. Hann fær falleinkunn fyrir sín störf í vetur en á sama tíma áttar maður sig á að árangur vetrarins var ekki að öllu leyti undir hans stjórn og alls ekki bara honum að kenna.

    Mér fannst 4,9 því réttlát einkunn. Þrátt fyrir allar umliggjandi aðstæður hafði Rafa níu mánuði til að leiðrétta það sem var að í spilamennsku liðsins inni á vellinum, rífa upp móralinn og koma með nýjar hugmyndir í sóknarleik liðsins og það bara tókst ekki. Get ekki skilið hvernig hann fær fimm eða hærra hjá sumum af kollegum mínum sem skrifa á þessa síðu og ég er (aldrei þessu vant) sammála Stb og Kidda Keagan í því að við einfaldlega eigum að gera meiri kröfur til stjóra Liverpool en svo.

    Mín afstaða til Rafa er sú að ef hann fer í sumar þakka ég honum fyrir góð störf og lít fram á veginn án mikillar eftirsjá. Ef hann hins vegar verður áfram er ég alveg til í að gefa þessu næsta tímabil en það er ljóst að hann fær enga þolinmæði eða biðlund frá okkur á þeirri leiktíð. Ef hann verður áfram skal hann sýna framför með þetta lið strax í haust, annars…

  6. Sælir félagar

    Mér finnst að veikleika Rafa séu fyrst og fremst að geta ekki ekki brugðist við aðstæðum sem skapast í leikjum. Það er eins og hann leggi upp plan fyrir leiki og ef eitthvað bregður útaf miðað við áætlanir hans þá getur hann ekki breytt áætlun sinni en heldur við hana algerlega óháð því sem gerist á vellinum.

    Þetta gengur helst upp hjá honum í stórleikjum(?) þar sem leikstíll og skipulag liða er 99% öruggt. Þetta sem er hans besti kostur að lesa lið og byggja upp áætlun til að bregðast við því er um leið hans stærsti veikleiki. Hin svokölluðu minni lið halda ekki skipulagi og leikstíl í sama mæli og “stórliðin”. Þess vegna ræður hann illa við að takast á við þau. Því hann hefur ofurtrú á fyrirfram skipulagi sínu eða skortir einfaldlega sveigjanleika til að takast á við breyttar forsendur þegar þeir breytast á vellinum eftir að í leik er komið.

    Ég og fleiri hafa kallað þetta hroka og sérvisku en ég er kominn á þá skoðun að þetta sé einfaldlega brestur í karakternum sem er honum ekki sjálfráður. Þetta þýðir auðvitað að hann mun ekki (aldrei) ná þeim árangri sem við væntum.
    Ég er sammála flestu sem kemur fram í pistlinum og einkunninni líka. Og ég er líka sammála því að ef mál breytast á Anfield (eigendur og fjámál) þá eigi hann að fá einn séns enn og tækifæri til að sanna að við höfum rangt fyrir okkur. Eða ekki?

    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Mér finnst með ævintýralegum ólíkindum að pennar kop.is telji að Rafa hafi “staðist prófið” á þessu tímabili þegar Liverpool náði sínum versta árangri frá stofnun úrvalsdeildar. Ég get skilið að sumir telji að Rafa eigi meira inni og vilji gefa honum einn séns enn, en að reyna að halda því fram að maðurinn hafi “staðist prófið” á þessu tímabili er svo forkastanlega mikið rugl að það hálfa væri nóg.

  8. Rafa, Rafa, Rafa…. hvað á maður að segja um manninn. Fyrir ári síðan var maður full viss um að ári seinna myndi maður vera hoppandi af hamingju yfir því að hafa loksins tekið deildina!!!! Svo nálægt því vorum við fyrir ári að rúlla þessu upp að maður gat ekki ímyndað sér annað en við myndum taka þetta, svo fór maður að hugsa um hvað það var sem hafði farið úrskeiðis það tímabilið og komst að því að það sem var að var ekki að okkur vantaði markaskorara af guðsnáð heldur að við þyrftum að fá menn sem gætu klárað litlu liðin í deildinni (gæjar sem taka meðalvarnar mann og sníta sér í búninginn hans á meðan þeir eru að skokka framhjá honum með tuðruna voru á óskalistanum mínum) því við vorum að rúlla stóruklúbbunum upp í kippum.

    Hvað gerði Rafa… jú hann keypti bakvörð sem var 10 sinnum sókndjarfari en sá sem fór (og ég var handviss um að hann myndi sníta sér í margar skyrtur á tímabilinu) og svo keypti hann miðjumann sem var einnig mun sókndjarfari en sá sem var látinn fara og í ljósi árangurs okkar á síðustu metrunum árið 2009 þá var ljóst að sóknarlega voru menn eins og Kuyt, Yossi o.fl. að springa út þegar Torres og Gerrard voru ekki með (t.d. UTD leikurinn fyrir rúmu ári). Þannig að maður hafði ekki sérstaklega miklar áhyggjur af sókninni þar sem liðið var farið að virka eins og smurð markamaskína þó svo að stórustrákarnir (lesist Gerrard og Torres) væru fjarri góðu gamni, en ég segi ekki að maður hafi viljað fá stærra númer til að vera á hliðarlínunni ef Torres skildi meiðast en ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég í alvörunni að Babel, Yossi, Kuyt, Ngog, Pacheco &co myndu getað búið til tvímenning frammi þegar Torres væri ekki heill.

    Á þar seinasta tímabili var alltaf sama andsk…. vandamálið!!!! Litlu liðin gátu pakkað saman og náð stigi!!!!!!!! Ég ásamt öllum pennum kop.is vorum sammála um að breytingar seinasta sumars væru til góðs gagnvart litlu liðunum.

    Ég taldi reyndar að á meðan nýji miðjumaðurinn okkar væri að jafna sig þá myndi Lucas stíga upp…. en það er kannski soldið erfitt að stíga upp meðan gaurinn við hliðina á þér á vellinum (Masch) er með hausinn upp í rassgatinu á sér í marga mánuði vegna þess að hann fær ekki að fara til Barcelona eins og konan hans vildi!!!!! Það er bara staðreynd að gaurinn var í fýlu 3-4 fyrstu mánuði tímabilsins og ég tel að það hafi skemmt töluvert út frá sér.

    Rafa fær reyndar stóran mínus fyrir að hafa ávallt telft honum fram þegar hann var í fýlu en hann fær svo aftur á móti plús fyrir að ná að sannfæra skrímslið (tasmanian devil) aftur seinna á tímabilinu um að taka hausinn út og fara að spila eins og maður!!! Sérstaklega var ég ánægður með hann á móti Simao í hægri bakverðinum!

    Eins og ég kom inn á hér að ofan þá taldi ég að við værum að fara að taka dolluna og færum létt með það fyrir tímabilið!!!!!

    Þegar ég hugsa um hvort Rafa eigi að vera eða fara þá er alltaf það sama sem ég minnist en það er sú staðreynd að gaurinn vann þetta næstum því fyrir okkur fyrir ári og á að fá að kúka upp á bak einu sinni áður en hann verður látinn fara auk þess sem ég minnist þess að hafa lesið að hann skeyt einu sinni upp á bak sem stjóri hjá félagi á spáni og ef ég man rétt þá vann það félag deildina árið eftir undir hans stjórn og þar tel ég greiningarvinnuna sem hann er frægastur fyrir hafa skilað sér, ég held að í sumar muni Rafa (ef hann fær peninga) gera nauðsynlegar breytingar til að liðið rétti úr kútnum.

    Ég nenni ekki að ræða baklandið hans þar sem það virðist ekki vera til staðar og ég nenni ekki að segja að það sé slæmu gengi að kenna því Rafa gat eins og svo margir hafa komið inn á, breytt um skipulag, gefið fleiri mönnum séns þegar aðrir voru svo langt leiddir í skitunni að hún var komin í hárið á þeim!!!!! Rafa gat tekið til sinna ráða á tímabilinu en hann virtist ekki hafa ráð!

    En þrátt fyrir það er niðurstaða mín er sú að ég vill leyfa Rafa að greina vandamálið og leysa það í sumar, því ég tel engann stjóra vera betur í stakk búinn til þess að leysa vandamálin en hann, það getur vel verið að mér skátlist en ef svo er þá mun ég glaður gefast upp á honum á næsta tímabili 🙂

    Að lokum vill ég enn og aftur þakka fyrir þessa síðu, hún er búin að vera ljósið í myrkrinu í vetur og haldið manni við efnið og ég viðurkenni að í fyrsta skipti síðan Rafa tók við sem stjóri hef ég misst af leikjum án þess að vera svekktur yfir að hafa ekki komist að sjá leikinn!!!!!

    “Síðuhaldarar” – þið eruð snillingar allir með tölu!

    Baráttukveðja,
    -SS

  9. Er ekki málið að vera raunsær ? Hefði einhver annar stjóri náð betri árangri með þennan mannskap og þau meiðsli sem voru á Torres ?
    Ég er bara nokkuð viss um að Rafa hafi gert eins vel og hægt var miðað við aðstæður. Þau lið sem voru fyrir ofan Liverpool þetta árið voru einfaldlega með betri og breiðari hóp. En er eitthvað betra í spilunum á næsta tímabili ? Það hlýtur að vera stóra spurningin. Eru Torres og Gerrard að fara ? Er ekki alveg ljóst að Liverpool er ekki að fara kaupa menn á 15 millur + fyrir næsta season ?

  10. Þetta er nú reyndar ekki versti árangur LFC frá stofnun Úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 1998-1999 var töluvert verra stigalega séð og 7.sæti varð einnig niðurstaðan þá. En kringumstæðurnar voru öðruvísi og þetta er klárlega langversta tímabilið miðað við þær miklu væntingar sem voru hjá öllum sem tengdust klúbbnum.

    Allir sem tengjast Liverpool; eigendur, stjórnendur, þjálfarateymi og leikmenn kolféllu á prófinu þessa leiktíð. Og þar er Rafa klárlega ekki undanskilinn. Hann hefur talað mikið um það á undanförnum árum að peninga skorti til að koma liðinu á toppinn. Það er alveg rétt hjá honum og allir þekkja kaup og sölu síðustu tveggja ára. En það breytir því ekki að leikmennahópur Rafa, hópur sem hann hefur haft 6 ár til að móta, átti að ná mikið betri árangri en niðurstaðan varð. Það er skammarlegt að lenda í 7.sæti og Rafa á sér fáar málsbætur fyrir vikið.

    Ég held að spennustigið hafi verið of hátt í sumar og fallið þegar illa gekk hafi verið mjög hátt. Rafa mistókst að ná stjórn á þeim aðstæðum og liðið einhvern veginn drullaðist baráttulaust í gegnum þessa leiktíð. Of lítill og illa mótiveraður leikmannahópur spilaði leiki Liverpool í vetur og á því ber Rafa mikla ábyrgð.

    Vissulega þarf að leysa eigenda- og fjármálakrísu liðsins því að fyrr fáum við ekki neitt stórt nafn í stjórasætið. Myndi það skapa enn meiri upplausn miðað við núverandi aðstæður ef Rafa færi? Ég held það. En hann fær klárlega falleinkunn fyrir þessa leiktíð!

  11. Flottur pistill.. Ég gef honum einmitt svona 5 í einkun, sammála ykkur með það að hann les leikmenn okkar oft mjööög vitlaust..
    En jeb ég mun auðvitað styðja hann ef hann verður áfram en ekki gráta ef hann fer.

  12. Ég gef þessum pistli 0.9 í einkunn af 46 mögulegum.

    Þvílíkt Stokkhólms-heilkenni í gangi að hálfa væri nóg. Svo eru þið stjórnendur síðunnar hneykslaðir á að vera kallaðir Pollýönnur! Gaf kannski Maggi honum 10 í einkunn? 🙂

  13. Það hefur oft verið sagt um Benitez að hann sé klókur þjálfari, þ.e. að lesa andstæðinginn og bregðast við því. Þó það sé frábær eiginleiki þjálfara að þá finnst mér það ekki vera það sem okkur vantar. Mér finnst að þess konar þjálfari eigi meira við minni liðin að gera þar sem þjálfarinn reynir að kreista fram úrslit í nánast hverjum einasta leik með því að lesa andstæðinginn og gera leikplan með það sem hann hefur.

    Það sem okkar liði vantar hins vegar finnst mér vera stjóri sem býr til lið sem spilar fótbolta sem erfitt er að ráða við og heldur sig við þann fótbolta nær undantekningalaust sama hver andstæðingurinn er. Sem dæmi finnst mér Barcelona og Arsenal breyta mjög lítið um leikaðferð og reyna alltaf að spila svipað og það er sama hversu mikið þjálfari andstæðingana greinir þessi lið og sama hvernig andstæðingurinn spilar á móti þeim að þá virðast þau samt sem áður oftast vinna leikina vegna þess að þau spila sinn sama fótbolta og gera það vel því þau eru vön því.

    Ég segi að Liverpool hætti að hugsa um andstæðinginn svona mikið og fari þess í stað að spila sinn fótbolta og láta andstæðingana hafa áhyggjurnar við að bregðast við því.

  14. Af einhverjum ástæðum kom kommentið mitt ekki inn. En þetta skrifaði ég í morgun.

    Ég gaf honum 3 af 10 og sagði þetta: Ég veit ekki hvað er hægt að segja jákvætt um frammistöðu Rafa á þessu tímabili.

    Gerði hann eitthvað rétt?

    Allt frá fyrsta leik, þá var þetta tímabil eitt langt stórslys. Rafa hafði ótal mörg tækifæri til þess að byrja uppá nýtt því að liðin í keppni um fjórða sætið (sem var það eina sem við kepptum um) voru alltaf að skíta á sig. En þrátt fyrir það gat hann ekkert gert. Ég er á því að hann eigi einn sjens eftir hjá mér því hann varð ekki vondur þjálfari á einni nóttu, en ég mun fljótt missa þolinmæðina ef að næsta tímabil byrjar ekki vel.

  15. Bill Hicks, slepptu þessum persónuárásum. Þetta er meðaleinkunn okkar sex sem skrifum á þessa síðu og það er verið að ræða þá einkunn og/eða frammistöðu Rafa í vetur. Óþarfi að fara út í persónuárásir.

    Svo það sé á hreinu, þá eru þetta einkunnirnar frá hverjum okkar sex:

    • Einar Örn: 3 af 10.
    • Kristján Atli: 4.9 af 10.
    • Maggi: 6.5 af 10.
    • Aggi: 5 af 10.
    • SSteinn: 5 af 10.
    • Babú: 6 af 10.

    Meðaleinkunn: 5.1. Tveir okkar fella hann, tveir okkar gefa honum slétta fimmu og tveir örlítið fyrir ofan fimm. Meðaleinkunnin því nokkurn veginn fimm.

    Ég sagði hér að ofan að mitt álit væri að mér fyndist skrítið að menn gæfu honum eitthvað hærra en falleinkunn en það er ekki eins og einhver af okkur sex hafi gefið allt of háa einkunn. 6.5 er ekkert svimandi afrek, þú myndir ekkert detta í’ða af fögnuði við próflok með þá einkunn. Óþarfi að fara því í einhverjar árásir eða saka okkur um Pollýönnur eða Stokkhólms-heilkenni (sem ég skil ekki, frekar en Einar Örn, hvað kemur þessu máli við).

    Höldum umræðunum á málefnalegu plani.

  16. Málefnalegt plan er eitthvað sem mun aldrei nást meðan “Bill Hicks” heldur áfram að heiðra okkur með sinni.

  17. af sky:

    During a game for Wacker against Sturm Graz in February of that year, Idrizaj collapsed on the pitch, with the cause later confirmed as a virus and not a heart attack.

    hann fór síðan til swansea í fyrrasumar.

  18. @Viktor EB
    mér finnst þetta spooky að við séum að setja inn sama tengilinn á nákvæmlega sama tíma….

  19. Varðandi einkanir hr Benitez þá finnst mér ærið tilefni til þess fyrir hann að detta í það eftir að hafa fengið 6,5 eftir þessa frammistöðu á prófinu raunar með ólíkindum að einhver hafi gefið honum meira en 4. Burt séð frá baklandinu. Óttast samt að sumarið verði okkur tóm vonbrigði aldrei auðvelt að versla leikmenn á HM-sumri

  20. Goður pistil maggi. En við meigum ekki gleima þvi hvað þetta timabil KOSTAR okkur ekki neinn bikar i hus og engin meistaradeild a mæstu leiktið. Það hlitur að vera ansi heitt undir Benitez eg trui ekki öðru. Maður þorir varla að skrifa eitthvað neikvæt þa er manni GRITT ut af þessari siðu en eg tala bara um staðreindir þetta var dyrt timabil…………

  21. Þeir sem þekkja til próffræða og markmiðatengds náms ættu að vita að einkunnin 6,5 af 10 þýða að 65% markmiða hafi náðst. 4,9 þýðir að sama skapi að 49% markmiða hafi náðst. Þess vegna er matið á Benítez háð aðeins tvennu: Þeim markmiðum sem voru sett og því hlutfalli árangurs gagnvart þeim markmiðum sem náðust. Það er alveg sama hvað kom upp á. Í markmiðum í námi og vinnu skiptir ekki máli hvort þú þurfir að skilja við konuna, fallir á áfengisbindindi eða lendir í árekstri, árangurinn þinn mælist út frá settum markmiðum.

    Í fótbolta eru hlutirnir kannski einfaldir og kannski ekki. Í haust gerðum við okkur alls ekki grein fyrir hversu slæmt ástandið var utanvallar og því settum við markmið sem kannski voru allt of há. Markmiðin voru eitthvað í líkingu við 85-90 stig, komast langt (allavega áfram) í Meistaradeildinni og helst ensku bikarkeppnunum líka.

    Ef við lítum á tímabilið sem símat, þ.e. að öll verkefni séu metin til einkunnar, þar sem t.d. tap gegn Aston Villa gæfi einkunnina 3 en t.d. sigur gegn Wolves gæfi 8 þá gæti ég trúað (nenni ekki að reikna það út) að meðaleinkunn eftir alla leiki væri nálægt 5. Hins vegar voru það skyndiprófin (lykilleikirnir, t.d. gegn Lyon og Fiorentina og fjöldi leikja í deild) sem gilda meira og valda því að Benítez fer vel undir 5 í einkunn, líklega niður í 4 eða 3,5. (án þess að reikna þetta nákvæmlega út).

    Þannig erum við komnir með tvær einkunnir, annars vegar 75% sem er stigafjöldi gagnvart markmiðum stiga (64/86) og hins vegar 30-40% þegar lykilleikirnir eru teknir inn í. Þegar þetta er tekið saman fer það eftir vægi hvors fyrir sig hvort Benítez hafi staðist áfangann. Fyrir mér þá gilda stóru prófin meira og hann er þannig fallinn ef aðeins er litið á árangur vetrarins.

    Svo er það hin spurningin, voru kröfurnar og markmiðin óraunhæf? Ég held eftir á að hyggja að markmiðin miðað við ástandið utanvallar hafi verið óraunhæf og þessvegna sé ekki hægt að dæma Benítez eingöngu fyrir árangurinn inni á vellinum. Þess vegna er erfitt að setja þetta upp í einfalda einkunnagjöf því það verður að taka allt inn í.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  22. En KAR, það nægir að fá 3.5 í Verzló. Benitez náði léttilega skv. þér.

  23. Engar persónuárásir hér í gangi Kristján Atli, ef menn geta ekki þolað smá skot eftir jafn ótrúlegan verknað og að hafa gefið Rafa Benitez 5.1 í meðaleinkunn fyrir þetta ömurlega tímabil þar sem hann gerði stanslaus mistök þá er lítið gaman að þessu. 🙂

    Já Einar Örn, ég veit fullkomlega hvað Stokkhólmsheilkenni er. Benitez er búinn að kvelja okkur svo ótrúlega lengi og taka Liverpool í gíslingu með hörmulegum “shit on a stick” skyndisóknar/varnarbolta að þið eruð orðnir meðvirkir honum í ruglinu og farnir að vorkenna kvalara ykkar útaf eigendunum og öðru. Þessi vorkunnsemi truflar dómgreindina. Meðaleinkunnin 5.1 fyrir þetta tímabil pretty much proves my point.

    Það verður ekkert lið Englandsmeistari með svona löturhægum og væmnum fótbolta nema þeir hafi eins og Chelsea peninga til að kaupa 2 góða leikmenn í hverja stöðu. > Benitez er jafn fullkomlega clueless á móti botnliðunum og 2005. > Enski boltinn gengur útá skúnkaslátrun > Þessvegna mun hinn ofurþrjóski Benitez aldrei gera Liverpool að meisturum. > Benitez mun ekki fá þessa peninga í bráð…………… ERGO= Hann er ekki rétti maðurinn til að stjórna næsta haust. Við verðum að láta Benitez fara strax áður en hann brýtur fleiri af stórstjörnum liðsins niður, hrekur frá liðinu og kaupir enn meira af ofmetnum viðkvæmum leikmönnum til Liverpool. Hans leikaðferðir henta alls ekki liði sem sem er í fjárhagsvandræðum og í slæmum móral, hann er lúxusþjálfari sem nær öllu útúr heimsklassaleikmönnum eins og Torres og Gerrard en nær ekki að mótivera venjulega leikmenn.

    Liverpool er stemningsklúbbur, við verðum að hafa þjálfara sem nær til leikmanna og innspírar þá. Í gamla daga var sama hvaða meðalskussa Liverpool keypti, allir urðu þeir að hlekk í sterkri keðju. Þeir gengu inní leikskipulagið og mönnum var ekki spilað útúr stöðum óvissir um sitt hlutverk. Benitez er að reyna ná þessari stemningu upp þar sem fastmótað 4-2-3-1 leikkerfi mallar áfram og minni spámenn mynda sterka heild með heimsklassamönnum en er bara langt langt frá því. Liðið skortir allt jafnvægi, getum ekki sótt og varist til skiptis og látum líkamlega sterk lið ýta okkur útaf vellinum eins og hræddir skólastrákar.

    Það er í gangi mikil togstreita innan liðsins okkar núna varðandi framtíðarplön Liverpool. Mascherano ætlar að fara ef Rafa fer. Gerrard mun pottþétt fara ef Rafa verður áfram. Torres á báðum áttum en ætlar sennilega að gefa þessu 1 ár í viðbót áður en hann ákveður sig. Aðrir eins og Benayoun, Kuyt o.fl. hafa ekki hugmynd um hvort þeir verði leikmenn Liverpool næsta tímabil.

    Hef séð að menn eins og Kristján Atli vilja selja Gerrard og sjá til með þjálfaramál frammá haust. Ég tek hiklaust stöðu með ensku Gerrard/Carragher klíkunni, vil halda Gerrard (hann verður mun betri á næsta ári) og losna við Benitez sem allra fyrst. Við þurfum að halda í enska kjarnann, sál liðsins og kaupa hraða og líkamlega sterka menn með mikið sjálfstraust. Tökum box-to-box leikmenn frammyfir varnarmiðjumenn sem eru með hausinn á HM og í Barcelona og skila litlu sem engu frammávið. Ég vil meiri hraða og fjölbreytileika, miðjumenn sem geta bæði sótt og varist. Leikmenn sem geta stjórnað miðjunni og slátrað litlu liðunum eins og að drekka vatn. Ég vil að það sé gaman að horfa á Liverpool spila og andstæðingar okkar séu pressaðir mest allan leikinn. Að liðið okkar geti skipt um hraða í miðjum leik, geti líka spilað upp kantana og brugðist við leik andstæðinganna og þjálfara sem hefur plan B. Er það til of mikils ætlast af einu fótboltaliði?

    Hafliði, mér þykir vænt um þig líka elsku kúturinn minn. 🙂

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  24. http://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/liverpool/7673913/Rafael-Benitezs-five-best-and-worst-transfers-at-Liverpool.html

    Ekki sammála öllu þarna, t.a.m. Kuyt og Dossena. Kuyt getur bara spilað eina stöðu og það er striker og helst þar sem annar er honum við hlið. Og Dossena greyið bara einu númeri of lítill fyrir EPL. Horfiði samt bara á þetta og hann er instant cult hero ala Biscan ! 🙂

    http://www.youtube.com/watch?v=jwqYuKlvt3w&NR=1

    http://www.youtube.com/watch?v=e2qBZF_EVmE

  25. Bill Hicks loksins farinn að taka LÝSI!!!!! Góður póstur elskurinn.

  26. Bill Hicks (#28) segir:

    „..þið eruð orðnir meðvirkir honum í ruglinu..“

    Meðvirkir? Af því að við gáfum honum ekki allir núll?

    „Það verður ekkert lið Englandsmeistari með svona löturhægum og væmnum fótbolta nema þeir hafi eins og Chelsea peninga til að kaupa 2 góða leikmenn í hverja stöðu.“

    Bíddu, þú ræðst að okkur fyrir að vilja meina að það sé ekki bara Benítez að kenna að liðið sé ekki í toppbaráttu en svo segirðu þetta sjálfur? Hvort er það? Er Benítez með öllu óhæfur … eða gætum við átt von á betru ef hann fengi að kaupa jafn mikið og Chelsea? Þú getur ekki bæði haft þessa skoðun og gagnrýnt okkur fyrir að viðra hana. Hvort er það?

    „Enski boltinn gengur útá skúnkaslátrun“

    Þvílíkt innsæi. Hvers vegna er ég yfirleitt að reyna að ræða þetta við þig ef þín greining á enskri knattspyrnu ristir ekki dýpra en þetta.

    Sé fyrir mér undirbúning þinn sem þjálfara:

    „Strákar, þið eruð Liverpool FC og þið eruð að fara út að slátra skúnki sem nefnist Blackburn. Strákar, þetta eru bara helvítis skúnkar sem geta ekkert í fótbolta. Bara valta yfir þá, senda boltann á Gerrard og láta hann um þetta. Ef Gerrard kemst ekki í skotfæri gefur hann á Torres og hann vinnur leikinn. Þetta er einfalt mál, ég er með Lucas og Kuyt í varaliðinu og þess vegna vinnum við í kvöld. Simples! Koma svo!“

    Er þetta í alvöru það sem þér finnst? Er heimurinn svo svart/hvítur að það þarf að úthrópa okkur sem einhverja já-menn af því að við gáfum manngreyinu 5.1 í meðaleinkunn en ekki bara núllið?

  27. Þjáningarbræður það kemur tímabil eftir þetta. Með eða án Rafa. Það skiptir ekki máli. Skítblankir eða ekki!? Meðan það hafa verið augnablik eins og þessi þá er auðvelt að gleyma ástandinu og nýloknu hörmungartímabili.

    http://www.youtube.com/watch?v=Cev5DC5YE1M

  28. Já.

    Ég get alveg rökstutt mína 6,5 einkunn út á það að mér fannst mikið til þess koma að sjá breytingarnar á bakhlið félagsins og þeir starfsmenn sem Rafa kippti inn með sér hafa verið að vinna verulega gott starf.

    Svo tók ég inn í þá augljósu staðreynd að eftir undirbúningsferð til Asíu (sem Rafa vildi ekki fara en var farin fyrir pening) og síðan augljósa stefnubreytingu í lok ágúst þar sem skrúfað var fyrir leikmannakaup og honum sagt að nýta Voronin eða finna leikmenn fyrir tops 2 milljónir þá einfaldlega þurftum við mikla heppni.

    Enda byrjaði illa, liðið var rifið upp meðan allir voru heilir en meiðsli lykilmanna hittu okkur afar illa fyrir, það var ljóst að Voronin og N’Gog gátu ekki leyst hlutverk Torres frá byrjun, við urðum að reiða okkur á óreyndan vinstri bakvörð frá hausti vegna Aurelio og síðan þegar Johnson meiddist illa í desember bættist við enn eitt vandamálið.

    Tognun Mascherano á heila í haust, tognun Babel á heila í desember og vöðvaslit í heila Riera hjálpaði ekki.

    Í fyrrasumar er talið að Rafa hafi verið búinn að ræða við Jovetic (Fiorentinamann) og nánast ganga frá þeim díl, og í lok ágúst var verið að tala um Michael Brown og Scott Parker rétt fyrir gluggalok.

    Á móti brást Rafa í FA-bikarnum klárlega og í mörgum leikjum fannst mér hann eiga erfitt með að teikna upp þær sóknarleiðir sem hann náði að gera í fyrra.

    6,5 er í mínum huga slök einkunn og alveg ljóst að hún er langt undir þeim væntingum sem á að gera til tímabils af hálfu Liverpool FC. En falleinkunn fær hann ekki hjá mér af því að ég er litaður, mjög litaður, af ónýtu baklandi. Eftir mína reynslu af fótbolta er alveg ljóst að slakt bakland og vandræði þar skiptir gríðarlegu máli í lífi fótboltaliðs og einfaldlega ekkert hægt að segja sem dregur úr þeirri skoðun minni.

    Það er STÓR breyting frá meira að segja tíma Moores við stjórnvölinn, hvað þá frá gullaldartímabili liðsins.

    Svo verð ég nú að viðurkenna það að mér finnst við vera komin mörg með “KR- og Unitedsyndrómið”. Það gengur út á það að bera liðið í dag saman við lið sem var sigursælt á síðustu öld, án nokkurrar tengingar við það hvað er í gangi í nútímanum. Sem er að mínu viti bull. Við erum ekki meistaralið í dag. Svo annað…..

    Vísa í Bill Hicks:

    Ég vil meiri hraða og fjölbreytileika, miðjumenn sem geta bæði sótt og varist. Leikmenn sem geta stjórnað miðjunni og slátrað litlu liðunum eins og að drekka vatn. Ég vil að það sé gaman að horfa á Liverpool spila og andstæðingar okkar séu pressaðir mest allan leikinn. Að liðið okkar geti skipt um hraða í miðjum leik, geti líka spilað upp kantana og brugðist við leik andstæðinganna og þjálfara sem hefur plan B. Er það til of mikils ætlast af einu fótboltaliði?

    Þetta viljum við öll. Öll. Enda glöddumst við í fyrra þegar við náðum þess konar leik upp, stútuðum liðum hægri og vinstri frá mars og fram á vor. Urrandi sóknarfótbolti, nefni leiki eins og United á OT, 4-1 stútun, Aston Villa(5-0) og Blackburn (4-0) á Anfield auk tveggja 4-4 jafntefla, gegn Arsenal og Chelsea.

    Með 4-2-3-1 leikkerfi, því sama og Chelsea og Barcelona spila á í vetur. Hins vegar er ljóst að með aðgerðarleysi síðasta sumars í bland við sorgarský á Anfield allan veturinn þarf breytingar. Breytingar kosta peninga og ef við eigum þá ekki getum við fullkomlega gleymt því að ástandið lagist.

    Ekki síst vegna þess að það er ekki betri þjálfari en Benitez að taka við þessu liði nema að hann fái peninga til að versla sóknarmenn, miðjumann og bakverði fyrir næsta tímabil.

    Í fyrra vorum við með gríðarlega öfluga pressu framarlega, Riera, Kuyt, Torres og Gerrard. Benayoun síðari hluta vetrarins. Meiðsli, andleg fjarvera og slakur leikur þessara manna í vetur hafa auðvitað skipt máli í pressunni okkar, því N’Gog, Babel og Voronin eru ekki góðir að pressa. Babel bætti sig þó verulega og Maxi er góður í því.

    Aquilani er vissulega fínn sóknarlega en virðist eiga erfitt varnarlega en það er að mínu mati ljóst að fylla þarf skarð Riera, ég vill selja Kuyt og Benayoun og fá því minnst tvo háklassa vængsentera auk betra backups fyrir Torres.

    Því þegar hápressan virkar í þessu leikkerfi er það án vafa gríðarlega sterkt en þegar hápressan virkar ekki getur það verið veikt.

    Og málið er einfalt, það þarf leikmennina sem geta pressað. Þó að þeir kosti peninga!

  29. Ef þú varst að vinna í lotto Maggi, keyptu þá eins og einn. Láttu okkur vita, því ekki eiga fíflin sem eiga LFC pening.

  30. Ég skil ekki og mun ekki skilja að nokkur maður geti séð það eftir þessa leiktíð að stjórinn geti fengið einkunn sem fer yfir 5,0 og myndi ég halda að 3,5 væri það allra mesta sem hann gæti fengið eftir þessa frammistöðu en 5,0 þýðir bara að menn hafa verið með bjartsýnis gleraugun á nefinu þegar þeir fóru yfir afrek mannsins og létu eitthvað annað en árangur þessarar leiktíðar ráða för,
    en ég hélt einmitt að það væri bara verið að dæma árangur liðsins á fótboltavellinum eftir þessa leiktíð og ekkert annað.

    Svo eru menn enn tilbúnir að sjá til eina leiktíð enn !! hvar er metnaðurinn ?? vilja menn virkilega hafa manninn eina leiktíð enn bara vegna þess að Liverpool vann meistaradeildina 2005 ?? og segja svo bara eftir næstu leiktíð jæja benites er víst kominn á leiðarenda kannski spurning um að fá nýjan stjóra.
    Nei það er svo sannarlega líf eftir benites og það líf getur aldrei orðið verra en það er í dag, og nægir að skoða árangur liðsins í öllum keppnum þessa leiktíð til þess að átta sig á því.
    það er hægt að koma með hitt og þetta sem ástæður fyrir gengi Liverpool eins og td eigendur liðsins og baklandið allt sem er svo vinsælt í umræðunni. það breytir ekki því að liðið eins og það var í vetur var mun betur mannað en mörg af þeim liðum sem það gerði jafntefli við eða það sem verra var tapaði fyrir og það getur enginn neitað því jafnvel þó við tækjum Torres og Gerrard út.

    þannig að í mínum huga duga ekki svona afsakanir til þess að réttlæta það að benites fái eitt ár enn til þess að klára nú að drepa liðið endanlega sem hann er búinn að særa mjög illa, svo maður noti einhverja samlíkingu sem menn ættu að skilja.

  31. “þannig að í mínum huga duga ekki svona afsakanir til þess að réttlæta það að Benitez fái eitt ár enn til þess að klára nú að drepa liðið endanlega sem hann er búinn að særa mjög illa, svo maður noti einhverja samlíkingu sem menn ættu að skilja”

    Ok, í ljósi stöðunnar þ.e. að klúbburinn er í gíslingu eigenda sem eiga ekki pening til leikmana kaupa (og hafa ekki átt lengi) og gera lítið annað en að blóðmjólka klúbbinn, þá hlítur þessi spurning að verða að koma til þín Boggi, hvaða þjálfara sérð þú koma til Liverpool nú í sumar sem mun garenterað taka klúbbinn aftur í topp baráttuna miðað við núverandi ástand?

  32. Frábær pistill Bill Hicks, sammála öllu þarna. Annars var ég búinn að tjá mig um þessa einkunargjöf síðuhaldara. Einar Örn gefur Rafa þá einkunn sem hann á skilið, KAR er full rausnarlegur, en ég bara á ekki til orð yfir hina. 6,5 í einkunn fyrir að ná lélegasta árangrinum frá stofnun úrvalsdeildar?!? Í alvöru talað það er ekki hægt að taka svona rugl alvarlega.

    Að því sem Bill Hicks segir, þá er ég fullkomlega sammála því að við verðum að fá fleiri enska leikmenn til liðsins. Er alltaf að tala um þetta. Byggja liðið upp á sterkum enskum leikmönnum sem vilja ekkert meira en að vinna ensku deildina. Það á ekki að kaupa útlendinga nema þeir séu í hæsta klassa. Það eru tveir sterkir enskir leikmenn sem verða líklega falir í sumar sem ég vil endilega fá til liðsins, Charlton Cole og Shaun Wright Phillips. Það virðist ekki vera til eitt pund til að nota í leikmannakaup þannig að við verðum að selja til að kaupa. Fyrir mér mætti selja hvern sem er af þeim, Kuyt, Yossi, Lucas, Riera, Aurelio, Skrtel og Degen til að fjármagna þessi kaup.

  33. þá hlítur þessi spurning að verða að koma til þín Boggi, hvaða þjálfara sérð þú koma til Liverpool nú í sumar sem mun garenterað taka klúbbinn aftur í topp baráttuna miðað við núverandi ástand?

    Er ekki rétt að svara þessari spurningu þannig að það er erfitt að garentera eitthvað en þó get ég geranterað að sá stjóri er ekki rafa benites því það er sannað mál.
    Hvern annan spyrð þú ? mér er eiginlega nokkuð sama hver kæmi þar sem hann gæti varla gert verri hluti en þá sem maður horfði á í vetur.
    Liverpool liðið var og er nógu vel mannað til þess að vinna sannfærandi mörg af þeim liðum sem náðu jafntefli eða unnu Liverpool í vetur og ég tel að með breyttum áherslum, td leikskipulagi bættum móral og því að spila mönnum ekki endalaust út úr stöðum + það að gefa ungum gröðum strákum séns væri hægt að breyta þessu gengi til batnaðar með sama mannskap. þannig að fyrir mitt leiti má maðurinn heita Guðjón þórðarson þar sem ég gæti trúað því að hann gæti gert betur en benites.

    Annars er ég nokkuð viss um að það séu margir stjórar tilbúnir að fá tækifæri með Liverpool enda ef ég hefði ekki trú á því þá hefði ég ekki trú á Liverpool, en það er bara ekki málið þar sem Liverpool er félag með endalausa sögu og getur freistað bæði góðra leikmanna og góðra knattspyrnustjóra svo ég hugsa ekki eins og margir aðrir virðast hugsa og setja samasem merki milli Liverpool og benites því að mínu mati er líf eftir rafa benites og ég hef fulla trú á því að það sé betra líf.

  34. Allt betra en Benitez sem sé 🙂

    Já, ég veit eiginlega ekki hvað skal segja við þessu, ætla bara að láta kjurt liggja í bili enda búið að ræða þetta í marga hringi hérna 🙂

  35. Boggi Tona ertu til í að segja mér tölurnar sem verða í Víkingalotto á miðvikudag?
    Hvernig þú getur ábyrgst það að Benitez muni ekki koma Liverpool í topp baráttuna þegar hann var nú einmitt við stjórnvölinn þegar liði náði öðrusæti og vorum aðeins 4 stigum frá toppsætinu. Það kalla ég topp baráttu og ég tel að það sé allveg raunhæft að ætla að hann geti komið Liðinu þangað aftur.

    Svo mæli ég með að allir lesi þessa grein. http://www.independent.ie/sport/soccer/in-six-months-the-benitez-era-will-seem-like-a-golden-age-2173371.html

  36. Til hvers er Benitez að eyða tímanum í að tala við leikmenn um að koma ef hann hefur ekki fengið grænt ljós á það? Ef ekki eru til peningar ætti hann ekki að vera að ergja sig og aðra með tilgangslausum viðræðum. Það má ekki gleyma því að hann eyddi slatta af peningum síðasta sumar sem skilaði frekar litlu. Hann hefur eytt fullt af peningum síðustu ár án teljandi árangurs

  37. Hann fékk engan pening seinasta sumar, heldur eyddi því sem hann fékk fyrir sölur á leikmönnum, það er oft búið að fara yfir þetta hérna Þórhallur, ásamt leikmannakaupunum hans.

    Ágætis grein sem Kristján #41 vísar í, áhugavert með Robbie Keane, hann varla verið notaður síðan hann kom til baka frá Liverpool, samt minnist enginn á það, en allir benda og gagnrýna Benitez fyrir það að nota hann ekki þegar hann var hjá Liverpool, ágætis dæmi um hvað Benitez virðist stundum fá sérmeðferð í fjölmiðlum.

    Annars á ég voðalega erfitt með að ákveða mig hvort ég vilji halda Benitez eða ekki, ágætis rök frá báðum hliðum. Mun hvorki gráta né fagna þó Benitez fari

  38. Svo ég útskýri fyrir góðum mönnum hér sem er afar uppsigað við einkunn mína.

    Skipti henni í tvennt. Annars vegar leikur aðalliðsins og hins vegar bakgrunnsstarf hans og endurreisnarvinna. Mér skilst reyndar að hann sé nú meira kominn í það en áður og minna á æfingavellinum.

    Fyrir starf við endurreisn utan aðalliðsins og byltingu í vinnubrögðum Akademíunnar og varaliðs, nýju læknaliði og því einfalda markmiði að ráða hæfustu menn í allar stöður félagsins gaf ég honum einkunnina 9,0.

    Fyrir starf hans með aðalliðið fékk hann 4,0.

    Svo lagði ég þessar tölur saman, talan þá er 13,0 og deildi henni í tvennt, því ég tel að starf FRAMKVÆMDASTJÓRA (ekki bara þjálfara) félagsins felist mikið til í framtíðaruppbyggingu félagsins, ekki ósvipað Wenger.

    Þá kom út talan 6,5. Svona til að menn geti kafað dýpra í mínar hugsanir bara.

  39. Ég skil vel að menn vilji Rafa í burtu og get tekið undir margt í málflutningi þeirra sem það vilja. Sjálfur er ég hreinlega ekki viss. En menn verða að geta rökstutt hvað þeir vilja sjá í staðinn. Það er ekki trúverðugt að segjast bara vilja eitthvað annað, bara eitthvað..kannski bara Gaua Þórðar. Að við hljótum að fá frábæran stjóra af því að saga liðsins er svo æðisleg. Mourinho, Capello og fleiri toppstjórum er örugglega drullu sama um sögu liðsins þegar innviðir þessa knattspyrnufélags eru rústir einar og yfirdráttarheimildin í botni!

  40. það eru semsagt ekki peningar sem fást fyrir sölur á leikmönnum

  41. Ein hugmynd!
    Benites heldur áfram með liðið næsta haust, burtséð frá kaupum og sölum.
    Ef illa gengur…. hvað með að fá þá annan eða báða af fyrirliðum liðsins sem spilandi þjálfara út veturinn?
    Getur varla verið verra og hugsanlega bíta leikmenn frekar í skjaldarenndur fyrir samherja og einhvern sem þeir virða á vellinum, heldur en fjarlægan framkvæmdarstjóra í baráttu við eigendur.

  42. 41Kristján
    þann 16.05.2010 kl. 19:11
    Boggi Tona ertu til í að segja mér tölurnar sem verða í Víkingalotto á miðvikudag? Hvernig þú getur ábyrgst það að Benitez muni ekki koma Liverpool í topp baráttuna þegar hann var nú einmitt við stjórnvölinn þegar liði náði öðrusæti og vorum aðeins 4 stigum frá toppsætinu. Það kalla ég topp baráttu og ég tel að það sé allveg raunhæft að ætla að hann geti komið Liðinu þangað aftur.

    Já Kristján þú villt þá meina að maður sem kom liðinu í annað sæti en endar svo næsta tímabil í því sjöunda geti komið því aftur í annað sætið með sama mannskap og náði því sjöunda.
    Nú skulum við bera þetta aðeins saman, þegar liðið endaði í öðru sæti voru tveir menn í liðinu sem í dag eru báðir í byrjunarliðinu hjá Real Madrid annan þeirra hrakti benites frá Liverpool með því að reyna að selja hann fyrir leiktíðina sem liðið endaði í öðru sæti. Arbeloa var líka seldur en af hverju veit ég ekki en kannski vildi hann fara aftur til Spánar svo er hann búinn að frysta Riera þar sem hann vogaði sér að segja það sem aðrir hugsuðu svo þarna eru komnir 3 menn sem spiluðu talsvert mikið þegar liðið náði öðru sætinu en verða ekki meira með.

    Í staðinn verslaði hann Aquilani meiddan og Glen Johnson, það vita allir hvernig þeir hafa komið út og þá sérstaklega Aquilani sem var meiddur lengur en vonir stóðu til og þegar hann varð leikfær var hann lítið notaður þar sem betra þótti að nota tvo varnarsinnaða miðjumenn sem báðir eru steingeldir sóknarlega.
    Ég tel að þessi leiktíð hafi sannað það fyrir okkur að benites er ekki að fara að ná betri árangri með sama lið og í raun skil ég ekki hvernig þér getur dottið það í hug ?? var hann kannski að læra á Ensku deildina í vetur og reddar þessu næsta vetur ?? er hann búinn að játa það að hugmyndafræðin, leikskipulagið, skiptingarnar eða notkun á mönnum hafi verið röng og hann muni gera þetta rétt næst ??
    Nei Kristján ef benites heldur áfram er ekkert og þá meina ég ekkert sem bendir til þess að hann muni breyta einu eða neinu þannig að við yrðum að horfa upp á aðra leiktíð af sömu djöfulsins þrjóskunni sem við höfum allir séð að er ekki að virka.

    En endilega komdu með rök fyrir því hvers vegna hann ætti að gera betur á næstu leiktíð ef hann heldur áfram því ég hefði virkilega gaman að því að lesa þau rök.

    Í sambandi við víkinga lottó tölur Kristján þá myndi ég að sjálfsögðu ekki segja þér þær ef ég vissi hverjar þær yrðu þar sem ég þekki þig ekkert og myndi ekki deila vinningnum með þér.

  43. Án þess að ég ætli að blanda mér mikið í þessar umræður ykkar Boggi og KAR, þá vill ég nú líka heyra rök fyrir því að einhver annar stjóri geti gert betur með sama mannskap.

    Skilst að slúðrið sé að einungis Roy Hodgson komi til greina þar sem hann sé góður með “limited budget”. Ég sé nú bara engan stjóra í heimi gera núverandi leikmannahóp nálægt því að vinna enska meistaratitilinn, þó að Rafa hafi komist ótrúlega nálægt því í fyrra.

    Xabi-málið enn og aftur. Er viss um að ástæða þess að Sammy Lee veiktist í byrjun apríl var af því að Xabi fór. Pottþéttur á því!

  44. Maggi, það er reyndar annar Kristján að rökræða við Bogga Tona. Ég heiti nefnilega Kristján Atli, sjáðu til. Betra að hafa þetta á hreinu. 😉

  45. Það má vel færa fyrir því rök að annar þjálfari gæti náð betri árangri með hópinn sem endaði í sjöunda sætinu. Þar sem að ég tel andlega þáttinn a.m.k helmingurinn af getu leikmanns. Andlegi þáttur liðsins er í molum og því er liðið að leika langt undir getu. Anlegi þátturinn er einmitt lang slakasti þáttur Benitez eins mörg dæmi sýna. Þannig að ég tel yfirgnæfandi líkur á því að við fyndum mann sem nægði betri árangri með sama hóp.

  46. 53Maggi
    þann 17.05.2010 kl. 11:36
    Án þess að ég ætli að blanda mér mikið í þessar umræður ykkar Boggi og KAR, þá vill ég nú líka heyra rök fyrir því að einhver annar stjóri geti gert betur með sama mannskap.

    Skilst að slúðrið sé að einungis Roy Hodgson komi til greina þar sem hann sé góður með “limited budget”. Ég sé nú bara engan stjóra í heimi gera núverandi leikmannahóp nálægt því að vinna enska meistaratitilinn, þó að Rafa hafi komist ótrúlega nálægt því í fyrra.

    Xabi-málið enn og aftur. Er viss um að ástæða þess að Sammy Lee veiktist í byrjun apríl var af því að Xabi fór. Pottþéttur á því!

    Maggi þú verður nú að lesa betur það sem þú ert að tjá þig um með fullri virðingu fyrir þér. Ég td var að svara Kristjáni sem er allt annar en Kristján Atli, og svo setti ég inn það sem mér finnst benites ekki hafa gert rétt miðað við sama mannskap.

    Ég setti inn mínar skoðanir á því hvers vegna benites myndi ekki ná betri árangri með sama mannskap en tel samt að það þurfi nú ekkert að rökstyðja það sérstaklega þar sem síðasta leiktíð rökstyður þetta nokkuð vel.
    Nýr stjóri gæti notað þennan mannskap á allt annan hátt td með því að láta menn spila þær stöður sem þeir eru vanir að spila, nota unga menn meira þegar það er hægt (2-3 marka forusta) nota önnur spilakerfi td 4-4-2 þegar við á td Torres meiddur hinir ráða ekki við það að spila einir frammi), skipta mönnum út þegar þeir eru ekki að standa sig (ekki hafa skiptingar fyrirfram planaðar eins og benites virðist gera) ná að peppa menn upp til að spila sinn besta leik og það gæti nýr stjóri gert með því einu að ræða við menn og mæta á æfingasvæðið, og setja ekki menn á bekkinn sem áttu góðan leik síðast þegar spilað var.
    þetta eru nokkur atriði sem mér dettur í hug svona í fljótu bragði en í sambandi við þau ummæli þín að Roy Hodgson sé sá eini sem kemur til greina þá er ég ekki sammála því þar sem ég er viss um að margir aðrir ekki endilega frægir en góðir og þá meina ég stjórar sem náðu betri árangri með þau lið sem þeir stjórnuðu heldur en reiknað var með miðað við mannskap, en hafa kannski ekki starfað fyrir stóra klúbba fyrr.

    En ég hef ekki haldið því fram að einhver annar stjóri myndi geta gert þetta sama lið að meisturum heldur gert betur en benites gerði á síðustu leiktíð eins og td náð meistaradeildar sæti og komist lengra í bikarkeppnum.
    Og að lokum benites náði ekki öðru sæti í deild með þennan sama mannskap og tók ég það fram að í liðinu sem náði þessu öðru sæti voru td Alonso, Arbeloa og svo spilaði Riera 28 leiki þá leiktíð á móti 12 núna svo við erum ekki að tala um sama lið eða er það þín skoðun ??

  47. Ég er nokkuð viss um að ef Benitez verður látinn taka pokann sinn að Mike Bassett sé rétti maðurinn í starfið. Metnaðarfullur enskur þjálfari sem er þekktur fyrir framúrskarandi töflufundi, svo ekki sé minnst á sigur gegn Frökkum og Argentínumönnum í undankeppni HM 2002, þar sem hann reif liðið upp eftir 0-4 niðurlægingu gegn Mexico.
    Hr. Bassett ætti að geta fengið Dave Dodds í þjálfarateymið sitt til þess að halda áfram með uppbygginguna sem Benitez er kominn vel á veg með.

  48. Bíddu eru síðuhaldarar að grínast !! er virkilega ekki hægt að skrifa nafn stjórans með litlum upphafsstaf lengur ??
    þó svo þið berið virðingu fyrir honum er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það.

  49. Jæja Boggi minn.

    Þá veit ég það – og vonandi sefurðu þrátt fyrir litla b-ið!

  50. 62Maggi
    þann 17.05.2010 kl. 23:11
    Jæja Boggi minn.
    Þá veit ég það – og vonandi sefurðu þrátt fyrir litla b-ið!

    Er þetta það besta sem þú gast látið frá þér Maggi ??
    Hvernig væri að þú kæmir með haldgóð rök fyrir því að benitess gæti náð betri árangri á næstu leiktíð með sama mannskap.

  51. Haldgóð rök Boggi Tona eru ekki til. Þetta er fótbolti, t.d. hefðu engin rök legið á bakvið byrjun KR á Íslandsmótinu….

    Ég veit ekki alveg hvort við eigum eitthvað að lengja þennan pistil. Það er alveg sama hvernig við förum af stað, málið fer alltaf í þann farveg að þú telur það landhreinsun að skipta um þjálfara og ekkert sem ég mun segja mun eitthvað hreyfa við þér. Ekkert.

    Ég veit bara ekkert hvort ég vill hafa Rafa áfram. Hann er augljóslega að breyta um kúrs hjá félaginu í heild og er að flytja liðið í átt að því sem ég hef alltaf trúað á. Að byggja lið upp frá grunni, allt frá unglingaliðum til aðalliðs. Vann hjá FH sem unglingaþjálfari og er mjög stoltur af því hversu margir “minna” stráka eru nú í aðalliði félagsins og FH er besta dæmi sem til er hvernig á að byggja upp sigursælan klúbb.

    Svo vann ég hjá ÍR við meistaraflokksþjálfun og þar tókum við sársaukafulla ákvörðun að snúa baki við innkaupum og láta okkar stráka spila. Sú tilraun var nálægt því að mistakast en er nú á góðri leið að mínu viti. Ég nefni líka þá staðreynd að Selfoss vann KR á 11 heimamönnum.

    Það er mín fótboltahugsjón og ég blæs á að það sé eitthvað öðruvísi í atvinnumennsku nútímans, allavega til lengri tíma. Menn mega benda á City og Chelsea, en ég hef bara engan áhuga á að liðið mitt verði þannig uppbyggður klúbbur.

    Því er ég jákvæður í garð Rafa að þessu leyti, framtíðarsýn hans fyrir klúbbinn er 118% á minni línu.

    Svo kemur að aðalliðinu. Í mínum villtustu draumum sjáum við einhverntíma aftur jafnfrábært fótboltalið og við áttum frá 1987 – 1990. Það er sá tími sem “silkifótboltinn” hjá Liverpool náði hæstum hæðum. Barnes og Beardsley arkitektarnir að sóknarfótbolta. En ég væri líka til í að fá bara lið eins og vann titilinn þrjú ár í röð frá 1982 – 1984. Þar voru miðjumennirnir Souness og Lee og Whelan á kantinum. Ég er ekki til í að fá aftur lið Evans reyndar, sem spilaði skemmtilegan fótbolta en vann ekki neitt.

    En ef að Rafa er að kveðja í vor þá veit ég ekki um marga stjóra sem hafa náð árangri, eru á lausu og vilja spila sóknarfótbolta. Roy Hodgson, Martin O’Neill og Alex McLeish eru raunhæfustu nöfnin en allir hafa þeir náð árangri með áherslu á varnarleik. Ég nenni ekki að ræða önnur nöfn stjóra sem hafa verið að koma upp. Diego Maradona og Martin Jol hlæ ég að og það er marklaust að ræða um Mourinho, Van Gaal eða jafnvel Blanc. Þeir fara ekki til LFC í sumar. Vonlaust.

    Eina nafnið úti núna er Frank Rijkaard, þar yrði stórt gamble sem hugsanlega mætti réttlæta.

    En á næsta ári mun ENGINN ná árangri nema að liðið verði styrkt um minnst fimm leikmenn sem geta labbað beint inn í byrjunarlið. United munu styrkja sig, Arsenal líka (voru að bjóða 14 millur í Reina í vikunni), City bæta verulega í, Tottenham og Chelsea væntanlega líka. Við erum í sjöunda sæti og með því að allir leikmenn bættu sig og næðu sömu hæðum og í fyrra þá kæmumst við ofar, en mun meira þarf til að verða meistarar. MUN MEIRA!

    Ef að skilaboð stjórnar verða aftur, “þú átt smápeninga eftir til að kaupa, finndu frjálsar sölur og notaðu varaliðið þitt” er þá ástæða til að eyða nokkrum milljónum (í kringum 20 skilst mér) til að skipta um þjálfarateymi?

    Mér finnst ekki sjálfgefið að segja já. Allt sem t.d. Roy Hodgson hefur gert hefur Rafa gert betur, hefur unnið landsmeistaratitil, FA-bikarinn og evrópukeppnir. Ég sé engin rök sem hníga að því að einhver annar en Rafa nái meira út úr þeim leikmannahóp sem er fyrir og því er alltaf ennþá lykilspurningin mín…..

    Hvað verður mikið lagt í að styrkja liðið?

    Þeirri spurningu þarf að fara að fást svar við. Ef enn einu sinni á að setja smápeninga í liðið þá finnst mér persónulega hlandvitlaust að eyða stórfé í að reka þjálfarateymið og þá verðum við bara að sætta okkur við að um sinn verður liðið okkar ekki samkeppnishæft um titilinn, en vonandi tekst þá að byggja upp þá ungu menn sem hafa streymt til okkar í vetur og vor.

    Ef menn eiga allt í einu fullt af peningum og hafa efni á að reka þjálfarana og láta nýjan mann hafa nægilega peninga til að styrkja liðið um þá fimm leikmenn sem þarf mun ég alveg kvitta upp á það.

    En boltinn liggur hjá stjórn LFC Boggi Tona – það er mín skoðun, en sennilega ekki þín og því kannski ekki til neins að við séum að eyða sentimetrum á þessari síðu til að reyna að verða sammála……

Umræða í Echo

Uppgjör ársins: Bestu leikmenn