Liðið gegn Chelsea:

Liðið gegn Chelsea er komið og það lítur svona út:

Reina

Mascherano – Carragher – Kyrgiakos – Agger

Gerrard – Lucas
Maxi – Aquilani – Benayoun
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Ayala, Degen, El Zhar, Babel, Pacheco, Ngog.

Er þetta nógu sterkt lið til að vinna Chelsea í dag? Leyfi mér að efast um það, en held þó alltaf í vonina. Maður veit ekki hverjir af þessu sæmilega sterka byrjunarliði okkar eru 100% heilir í dag (Kuyt, Yossi og Masch fengu víst allir verkjatöflur eftir fimmtudaginn, Johnson er meiddur) og hverjir af þeim hafa orku í að spila þennan leik á fullu (Aquilani, Gerrard, ég er aðallega að horfa á ykkur). Eins er ekki beint dýrindis úrvalið á varamannabekknum.

Hvað um það – Það getur allt gerst á Anfield og mig grunar að það sé dramatískur dagur í Úrvalsdeildinni framundan.

Áfram Liverpool! YNWA!

64 Comments

  1. Chelsea blæs til sóknar í dag
    01 Cech
    02 Ivanovic
    03 A Cole
    26 Terry
    33 Alex
    08 Lampard
    13 Ballack
    15 Malouda
    11 Drogba
    21 Kalou
    39 Anelka

    Annars sýnist mér þetta vera sterkasta liðið sem Liverpool gat stillt upp

  2. þetta er nú það sterkasta sem við eigum úr að velja hefði samt viljað hafa Babel frammi

  3. Það er ekki nokkur uppgjöf í þessu liðsvali, sem er gott 🙂
    Nú ætla ég að valhoppa að ísskápnum og rífa upp einn ískaldann og hlamma mér í sófann 🙂

    Kooooma svooooooooo!

  4. Hefði persónulega skellt Babel á toppinn, ljóst að það kemur til með að liggja á okkar mönnum og hraði í framlínunni mikill kostur í þeirri stöðu. Óttast að sóknarleikurinn verði alveg freðinn eins og svo oft áður í vetur. En gaman að sjá meira af Aquilani.

  5. Sælir félagar

    Ég hefi góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ég er sammála Gumma Ben um tölur en vil snúa þeim við. Þetta verður sigur hjá okkar mönnum 3 – 1.
    Og svona mönnum til huggunar þá vinnur Sunderland Scummarana 2 – 1.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. Nú mun koma í ljós hvað spunnið er í Aquaman! 😀 Gaman að þessu!

  7. Get nú ekki sagt að ég sé að fíla Carlsberg merkið á Kínversku

  8. Hvaða undarlega merki er þetta framan á búningunum? Lítur út eins og thailenska. Eða kóreska…

  9. aquilani með fínt skot sem sleikti slánna af löngu færi.. annars rólegt bara

  10. 18

    var ekki búinn að taka efitr þessu hehe

    magnað.. langar í þennan búning 🙂

  11. LFC á að geta unnið celski í dag. Við getum unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Leikurinn í dag ætti að snúast um að það getur ekkert lið komið til Anfield og bókað 3 stig.

    Áfram LIVERPOOL ! !

    YNWA

  12. Eitthvað hefði nú heyrst hérna ef Lucas hefði sent boltann svona til baka….

  13. vááá finnst eins og gerrard hafi gert þetta áður á móti arsenal þá á henry. en ég verð að viðurkenna að ég hef verið svekktari

  14. Glætan að hann hafi gert þetta viljandi, þetta summerar nú bara upp hans tímabil. Það verður nú bara að segjast að þetta var drulluslappt hjá honum og rétt eins Sigurgeir segir, en ef þetta hefði verið Lucas ?

    Mér fannst nokkuð gott viðtalið við Garragher fyrir leikinn, þar sagði hann að við þyrftum sjálfir að gera okkur að sigursælasta liðinu aftur, en ekki treysta á aðra til að ManU ynni ekki.

    Held það sé bara hollt að losna við þennan “titil” um tíma og endurhugsa dæmið, því miðað við núverandi lið erum við ekki að fara að vinna þennan titil næstu árin.

  15. Gerrrard til Chelsse í sumar.. það var gegnið frá því rétt áðan í miðjum leik….

  16. Auðvitað gerði hann þetta viljandi, hvað var hann annars að gera með þessu? Hann hefði eflaust óskað þess að þetta hefði ekki verið jafn augljóst og það varð því núna fær hann endalaust að heyra það. En snillingur engu að siður!!! Vil fá eitt Chelsea-mark snemma í seinni hálfleik til að tryggja þetta.

    Áfram Liverpool, niður með United!

  17. Skelfilegt að vera búin að fá þetta mark á okkur!!! en leikurinn er klárlega ekki úti enn…. Mig er farið að hlakka til að sjá til AQ-man á næsta tímabili.. svona þegar henn er komin með fult sjálftraust…. langskotið var bara nær ramma en Gerrard hefur gert í hálft ár 😉

  18. þetta var aldrei viljandi það var annar leikmaður liverpool þarna í línu á milli gerrard og drogba og hann sá hann ekki !!

  19. Bendi mönnum á að skrifa um þennan leik og láta lítið annað verða umræðuefni.

    Sérlega er áhangendum annarra liða bent á að beita kurteisi.

  20. Sælir félagar

    Markið minnir óneitanlega á markið sem Gerrard lagði upp fyrir framherja Arsenal fyrir nokkrum árum. Frábær (?) dómari leiksins heldur okkur á floti enn sem komið er. Spá mín stendur enn 3 – 1.

    Það er nú þannig

    YNWA

  21. Sammála Lóka, Drogba náði að fela sig fyrir Gerrard og því fór þetta svona, sorglegt því fram að markinu voru Liverpool mun líklegri til að skora 🙁

  22. Ekki vera svona pirraðir strákar, njótum þess! Loksins getum við fagnað einhverju almennilega á þessu tímabili. Ímyndið ykkur bara hvað við erum að gera Utd-menn brjálaða!

  23. Stevie G kórónar hörmulegt tímabil með stoðsendingu á Drogba, sá ekki betur en hann hafi líka tapað boltanum þegar Kalou slapp í gegn og átti að fá víti. Arfaslakur leikur og sennilega bara spurning um hversu stór sigur Chelsea verður með þessu áframhaldi.

    Ef ég man rétt er þetta þriðja svona stoðsendingin hans Gerrard, á tvær á Henry (eina með Liverpool og eina með enska landsliðinu) og nú eina á Drogba.

  24. Ef Steven Gerrard var ekki að súmmera upp sitt eigið tímabil í fyrri hálfleik þá veit ég ekki hvað. Mikið óskaplega er hann andlaus og dapur. Það verður gaman þegar maður með kjark og karakter fær bandið um handlegginn á næstu leiktíð. Það virðast hreinlega ekki vera fleiri en 4-5 menn þarna sem hafa áhuga á því að berjast fyrir klúbbinn. Þar er ég að tala um Kuyt, Mascherano, Lucas, Kyrgiakos og Reina.

    En óskaplega finnst mér annars sorglegt að sjá hvernig er farið fyrir klúbbnum og Rafa. Ég er þess fullviss að hann mundi gera frábæra hluti ef hann gæti starfað í eðlilegu umhverfi sem er auðvitað ekki raunin. Endalaus peninga/eigenda/þjálfara/leikmanna sirkus. Enginn eðlilegur stjóri með metnað lætur bjóða sér þetta rugl.

    Það verður aldeilis ljúft að hafa Roy (dúllu) Hodgson í brúnni á næsta tímabili og missa menn á borð við Gerrard (sem ég græt reyndar ekki en á þó erfitt með að kyngja enda lifir maður í voninni að gamli góði Stevie G leynist þarna einhvers staðar), Mascha, Torres og Kuyt í sumar.

    Svona er maður bjartsýnn á þessum tímum…

  25. Þetta var ekki viljandi hjá Gerrard. Það er ekki séns í helvíti að SG myndi gera svona enda atvik sem menn eiga eftir að rifja upp næstu áratugina. SG hefur gert þetta í tvígang áður. Í bæði skiptin sendi hann til baka og Thierry Henry komst inn í sendinguna; í landsleik á EM 2004 þar sem James tók Henry niður og Zidane skoraði úr víti og svo í leik gegn Arsenal á svipuðum tíma.

  26. Verð mjög hissa ef Capello velur Gerrard í HM hópinn miðað við form hans í vetur. Mjög hissa.

  27. Jájájájájá! Alveg einsog við óskuðum okkur! Gríðarlega ánægður með okkar menn, eru ekki einu sinni að reyna, hlýtur að fara ógeðslega í taugarnar á Utd-mönnum, þvílík snilld!

    Gerrard er kóngurinn! Nýjan langtímasamning við manninn strax!

  28. Ég verð nú að segja að það bókstaflega lítur út fyrir að menn séu að reyna að tapa. Ég verð nú að vona það frekar en að við séum orðnir svona viðurstyggilega lélegir.

    Ayala að koma inná í þessum leik sem er síðasta von fyrir CL sæti. Þurfum að skora þrjú mörk og Ayala á greinilega að redda því. Þvílíkur leikmannahópur, þvílíkur stjóri, þvílíkur fyrirliði.

    Ég segi nú bara að Reina eigi að vera gerður að fyrirliða á næsta tímabili.

  29. Jæja, best að fara út í garð að horfa og grasið taka við sér eftir veturinn,,,,mun líflegra en Liverpool í þessum leik.

  30. Lolli, Ayala kom inná fyrir meiddan Carrager.
    Horfa á leikinn ef menn ætla að vera með yfirlýsingar, plís.

  31. Shit ég get ekki orða bundist! Mascherano hefur verið svo lélegur í þessum leik að ég myndi ekki einu sinni nota hann í utandeildarliðinu mínu, leyfir mönnnum að labba framhjá sér trekk í trekk, spilar menn réttstæða! Steven Gerrard á ekki skilið sæti í enska landsliðinu í sumar, það eru bara einfaldlega fleiri betri miðjumenn en hann í dag sem eru enskir… Sama þó United verður ekki englandsmeistari þá er skömmin alltaf okkar á ömurlegri spilamennsku á leiktíðinni og megum við bara teljast sáttir við 7.sætið miðað við allt…

    Ég vil sjá Gerrard fara í sumar og mér er sama hvað menn segja um það! Hann er einfaldlega ekki að nýtast okkur neitt!

    Fari þetta tímabil fjandans til!

  32. Er verið að eyða ummælum mínum hérna? Er sannleikurinn svona sár? Við erum ekki að reyna í þessum leik, það er öllum augljóst. Það er ekki mikið sem maður getur glaðst yfir á þessu tímabili, en þetta er þó einn af þeim fáu dögum. Erum að gera Utd lífið leitt.

  33. Það er eitt sem fer meyra í taugarnar á mér að Liverpool stuðningsmenn (eða ef það má kalla suma það enþá) sé alveg sama um að tapa.. alveg sama um að vera niðurlægðir á sínum eigin heimavelli…

  34. Maður þarf bara að líta á bekkinn í þessum leik, og þá er það engin furða að við séum 0-2 eftir 55 mín á Anfield á móti Chelsea. Lucas og Aquilani góðu helv. burðarásarnir á miðjunni. Engin breidd í liðinu, enginn að berjast. Þetta er liðið sem Benitez skóp, og þvílík uppskera!

    Verður fróðlegt að sjá Rafa-klappstýrurnar á þessari síðu spinna þessa hörmung. Maður er eiginlega strax farinn að vorkenna Juve, sem verður væntanlega enn annað stórveldið til að njóta “krafta” Benitez.

  35. Well er ég einn um það eða er eins og það sé komin meiri tækni og léttleiki í vörnina okkar eftir að Ayala kominná?? Sendingar á menn og boltinn látinn rúlla í staðinn fyrir að bomba honum bara fram upp á von og óvon…

  36. Já, flott að liverpool menn geti nú litið á björtu hliðarnar að Manchester vinni ekki. Það er frábært. Manchester stuðningsmenn eru örugglega í skýjunum með 2. sætið vegna þess að Liverpool er ekki í champions league.

  37. Shit ég get ekki orða bundist! Mascherano hefur verið svo lélegur í þessum leik að ég myndi ekki einu sinni nota hann í utandeildarliðinu mínu, leyfir mönnnum að labba framhjá sér trekk í trekk, spilar menn réttstæða! Steven Gerrard á ekki skilið sæti í enska landsliðinu í sumar, það eru bara einfaldlega fleiri betri miðjumenn en hann í dag sem eru enskir… Sama þó United verður ekki englandsmeistari þá er skömmin alltaf okkar á ömurlegri spilamennsku á leiktíðinni og megum við bara teljast sáttir við 7.sætið miðað við allt…

    Þó svo að United vinni ekki þá geta þeir litið langt niðrá okkur þar sem við rétt slefum í Europa league…

    Ég vil sjá Gerrard fara í sumar og mér er sama hvað menn segja um það! Hann er einfaldlega ekki að nýtast okkur neitt!

    Fari þetta tímabil fjandans til!

  38. Horfum á björtu hliðarnar, ef Benitez tekur við Juve þá er líklegt að hann taki Kuyt með sér og jafnvel Lucas.

  39. Úff, hvernig væri nú að kippa Kuyt bara strax út af og setja Pacheco inn á. Það er eins og Kátur blessaður sé með ofnæmi fyrir vítateigum.

  40. Þetta er síðasti leikurinn hans Rafa á Anfield og þvílík skömm sá leikur er.
    Hvar er baráttan? Afhverju er Mascherano ennþá inná? Hvaða gaur er þessi númer 8 og hvernig fékk hann fólk til að halda að hann væri atvinnumaður í knattspyrnu. Eru virkilega 45.000 manns á vellinum?

    Ég vona svo innilega að það verðu hreinsun í liðinu í sumar, á öllum sviðum, þ.e. eigenda, leikmanna, þjálfara, njósnara, sjúkraþjálfara, ræstitækna og garðyrkjumenn.

  41. Djöfull vorkenni ég Reina greyinu að þurfa að vera þátttakandi í þessum hörmungum.

  42. miðað við hvernig okkar menn eru búnir að vera að spila í deildinni og evrópudeildinni upp á síðkastið að þá held ég að þessi leikur sé ekki að koma united mönnum neitt á óvart, voru örugglega ekki að búast við miklu.

    treysta bókað meira á að wigan geri eitthvað á móti chelsea

  43. Við lendum undir 0-2 á 55. mínútu eftir að eiga ekki skot EITT allan seinni hálfleik. Svo líða 22 MÍNÚTUR áður en við sjáum taktíska skiptingu (án markskota), og eftir hana eru við ENN með EINN mann frammi. Á heimavelli, 0-2 undir!

    Kannski á þetta ekki að koma mér á óvart, en shit!

  44. Eru menn virkilega að taka mark á þessum leik? Vilja menn vinna titilinn fyrir ManUt? Þessi leikur skiptir engu máli fyrir Liverpool. punktur

  45. Er þunnur á bar og fæ ekki bjór*-( jù en kann ekki ad bera fram bjòr á kìnsversku svo þetta er slæmt

  46. ég hélt að tilgangurinn væri að taka sem flest stig á tímabilinu en ekki reyna að spila upp á hagstæð úrslit fyrir önnur lið.

    þetta er bara eins og lýsendurnir eru að segja að það er ekki eins og liverpool sé á heimavelli, byrjuðu á því að liggja aftarlega og leyfðu chelsea að spila boltanum sín á milli á vallarhelmingi okkar manna. eru svo ekki að reyna að gera neitt í því að bæta stöðuna

  47. Slakið á… það er best að spyrna frá botninum.

    Ef þetta er það versta sem getur komið fyrir þá hef ég ekki áhyggjur.

Chelsea mætir á Anfield á morgun.

Liverpool 0 – Chelsea 2