Liðið gegn Burnley – Ayala og Aquilani byrja!

Jæja, liðið er komið:

Reina

Johnson – Ayala – Carragher – Agger

Aquilani – Mascherano
Maxi – Gerrard – Babel
Kuyt

Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig þessi uppstilling gengur.

Á bekknum: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Lucas, Degen, El Zhar, Pacheco.

49 Comments

  1. þar sem þessi leikur skiptir engu máli hefði ég viljað sjá Pacheco inn í stað kuyt og svissa stöðum miðað við þína uppstyllingu á Gerrard og Aquilani.

  2. Sammála Bogga Tona, annars er ég ánægður með að Ayala komi inn í liðið.
    Kooooma svo!

  3. 1 Boggi Tona, allir leikir Liverpool skipta máli no matter what 😉

  4. Þetta er flott lið, sammála þeim sem segjast vilja sjá fleiri unga. Ég vil þá í það minnsta fá Pacheco inn sem fyrst. Það er nauðsynlegt fyrir þessa gutta að fá leiki með alvöru leikmönnum. Ekki það sama að spila með einhverju b liði.
    Aquilani á að vera á miðjunni að mínu mati og Gerrard í holunni. Aquilani er betri í því að taka boltann niður og dreifa honum á samherja ásamt því sem hann er fínn í því að stinga sér fram af miðjunni. Gerrard aftur á móti er kraftmeiri og líklegri fyrir framan markið.
    Ayala er augljóslega leikmaður sem Benitez hefur trú á og það er sterkt fyrir hann að fá leik með þremur byrjunarliðsmönnum í vörninni.
    Ekkert annað en sigur kemur til greina í þessum leik. Leikmennirnir mega ekki gera okkur aðdáendum það að þurfa að horfa á eitthvað leiðindatap í þetta merkingalitlum leik.

  5. þar sem þessi leikur skiptir engu máli

    Þessi leikur skiptir víst máli. Á meðan það er sjens á að ná fjórða sætinu (og eftir úrslit gærdagsins þá er það fræðilegur) þá eigum við að stefna á sigur. Menn hafa svo fram á fimmtudag til að jafna sig. Það er ekki einsog menn þurfi að fara í langt ferðalag til Burnley.

  6. Sælir félagar

    Líst vel á uppstillinguna og er sammála Einari. Allir leikir skipta máli og þetta er ekki bara spurningin um 4. sætið (fræðileg?) heldur líka um Evrópusæti.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. það er samt svo miklu betra að hafa gerrard á miðjuni þar vila hann vera og þar er hann bestur!! hann kemur á ferðini að teignum og sprengir vörnina upp. ég held að benitez sjái eftir því að hafa ekki fært hann niður á miðjuna og keypt sóknarmann í staðin fyrir að nota gerrard sem senter! ég vil að miðjan hja liverpool sé alltaf mascherano og gerrard

  8. Sæll er að hlusta á gaurana sem eru að lýsa leiknum, við höfum bara skorað 14 mörk á tímbilinu á útivelli!!!!!!!!!

    Skil heldur ekkert aðfhverju við erum með einn sóknarmann á móti Burnley?

  9. 14 Viktor, að nafninu til erum við með tvo sóknarmenn, Babel og Kuyt 😉

  10. hvað er eiginlega að…… hvernig er hægt að vera alltaf svona geldir sóknarlega. þetta er hræðilegt !

  11. Marga dapra frammistöðuna hefur maður nú sér hjá Liverpool í vetur, en þessi fyrri hálfleikur er bara ekki eðlilega lélegur. Sendingagetan er engin, menn hengja haus og pirrast þegar boltinn ratar ekki á samherja og baráttan er öll í liði Burnley. Að við séum ekki undir í hálfleik ef bara einum manni að þakka og það er hann Mr. Perfect, Pepe Reina sem hefur staðið sína plikt í markinu. Kuyt virðist ákveðinn í að henda sér í blautt grasið um leið og einhver nálgast hann og skilur svo ekkert í því að ekkert sé dæmt.

    Ég vona að Rafa geri breytingar strax í hálfleik og setji Banayoun og Pacheco inná sem allra fyrst.

  12. Babel mætti nú reyna að nýta hraðann sem hann hefur í stað þess að stoppa alltaf. Allt er þetta gamalkunnugt, hægt og slakt í heildina.

  13. Hvernig væri að setja Gerrard út á hægri kannt, postulini niður við hliðina á mascha og Pachecho inn fyrir aftan strikerinn??
    Taka bara Maxi útaf…

  14. Babbel er bara ekki að skila synu það a að stafa ógn af hraða hans en hann bara sér ekkert nema markið skapar ekkert.

  15. Steindautt so far….menn ekki í takti og ekki nægileg barátta. Vonum að þetta lagist núna….kooooma svo

  16. Erum við virkilega í vandræðum með að skapa færi á móti Burnley, liðinu með flest mörk á sig í deildinni? Virðist ekki skipta máli hver er inná, alltaf virðumst við vera færir um að vera jafnhættulitlir.

    Maður getur ekki beðið eftir að þetta tímabil klárist, eigendamálin skýrast, stjóramálin skýrast og hvort lykilmenn verði áfram. Úff, þetta allt á eftir að dragast út sumarið er maður hræddur um.

  17. 0-1 fyrir Gerrrard….kallinn að draga vagninn. Töluverð heppni í þessu en mark er mark og ekki kvarta ég yfir þessu 🙂

  18. Leikurinn að opnast og okkar menn að vakna. Lofar góðu með framhaldið þó Burnley sé að koma sér í færi allt of mikið

  19. Er Aquilani með báðar stoðsendingarnar á Gerrard? Ef svo er þá er hann kominn með tvöfalt fleiri stoðsendingar bara í þessum leik en Lucas yfir allt tímabilið…

  20. já og sendingin hjá aquilanil í öðru markinu var nátturulega bara snilld!

  21. en þessi sending var nátturulega bara fokking snilld líka. og flott mark hjá maxi vel klárað

  22. Æji, geta menn ekki bara glaðst yfir því að Aquilani sé að spila vel í stað þess að nýta tækifærið til þess að dissa Lucas?

    En frábært að sjá Aquilani spila vel og einnig að Maxi skuli ná fyrsta markinu. Hann hefur verið óheppinn með að skora ekki hingað til.

  23. AA komin með 3 stoðsendingar … fuck hvad hann er mikill snillingur 🙂 hef ofurtrú á kvikyndinu

  24. Af hverju ekki að leyfa Pachecho og Zhar að klára þennan leik??? Leyfa þeim aðeins að fá smá meiri reynslu…

  25. Ég var brjálaður yfir þriðja markinu, alveg brjálaður! Ég spáði nefnilega 0-2 sigri okkar manna í gær. Maxi eyðilagði það fyrir mér. 😉

    Annars flott að taka auðveldan og öruggan sigur. Leit ekki þannig út í fyrri hálfleik en sá seinni hefur verið miklu betri. Gott veganesti fyrir fimmtudag.

  26. Er Reina ekki að taka þennan gullna hanska nokkuð örugglega? Minnir að ég hafi heyrt það í síðasta leik í deildinni að hann væri kominn með flesta leiki þar sem hann hefur haldið hreinu af öllum markmönnum í PL ?

  27. Sumum til mikillar gremju virðist sjálfur Lucas hafa átt stoðsendinguna á Babel. Hann ætti að skammast sín.

  28. …og eitt enn…

    eina almennilega stoðsending AA var augljóslega í þriðja markinu. Hann er búinn að vera ágætur í dag en virðist ekki vera maður í mikla baráttu og djöfulgang. Þetta breytir þó auðvitað ekki því að Mascha og Lucas eiga helst ekki að vera saman á miðjunni. Annar þeirra á að sinna varnarskyldum á meðan AA eða Gerrard eiga að sjá um að sækja.

  29. svo eru líka lucas og aquilani ekki að spila í sömu stöðu! aquilani var að spila fyrir aftan senter sem gerrard er vanur að spila og lucas hefur aldrei verið þar… þannig að ég dæmi þennan lucas aquilani samanburð ólöglegan

    en fokking Arteta að skora fyrir everton úr víti á 94

  30. flottur sigur 🙂 en voðalega þarf þetta lucas mál alltaf að koma upp eftir hvern einasta leik ! mörgum finnst hann ekki nógu góður og er það ekki bara bundið íslenskum aðdáendum , og svo eru margir sem finnst hann nógu góður ég held að það sé kominn tími á að menn fari að sætta sig við að það hafa allir skoðanir hvort sem vit er í þeim eða ekki ! persónulega hef ég ekki haft mikið álit á kauða en það er bara mitt mat .

    Svo var gaman að sjá maxi skora og kannski aðeins réttlæta allar þessar mínútur sem hann hefur fengið eftir að hann skrifaði undir . nú er það bara AM næst á anfield og það verður STRÍÐ !! Go liverpool

  31. Ætli 3 stoðsendingar hjá Aquilani dugi hjá Benitez til að hann byrji næsta leik?

Burnley á morgun

Burnley 0 – Liverpool 4