Liðið gegn Sunderland

Liðið gegn Sunderland er sem hér segir:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Gerrard
Maxi – Kuyt – Babel
Torres

**BEKKUR:** Cavalieri, Kyrgiakos, Lucas, Aquilani, El Zhar, Benayoun, Ngog.

Sterkt lið. Ætti að klára verkið. ÁFRAM LIVERPOOL!

39 Comments

  1. Já ætti að klára þetta en eins og oft áður þá er maður ekkert rosalega bjartsýnn.

  2. Ég er nú bara nokkuð ánægður með þetta lið. Auðvitað hefði ég viljað Aquilani inni fyrir Kuyt en ætla þó ekki að kvarta of mikið. Sóknarsinnað lið sem á klárlega að rúlla yfir þetta Sunderland lið, vonandi verður taktíkin líka sóknarsinnuð og ég hef trú á því.

    Áfram Liverpool!!!

  3. Mjög sterkt lið. Ég velti því samt fyrir mér af hverju Aquilani byrjar ekki. Ég ætla að spá öruggum 4-0 sigri. Fyrsta hat-trickið hjá Fernando í nokkurn tíma mun koma á eftir.

  4. Þetta er óvænt, Gerrard kominn á miðjuna og Kuyt í holuna…gef Rafa prik fyrir þessa breytingu þó ég hefði viljað sjá hana miklu fyrr…í síðasta lagi í okt 2009.

  5. Hefði viljað sjá Benayoun eða aquilani í stað duracell Dirk.Spá mín er annars 4-1.Gerrard ,Torres 2 og Babel.

  6. Ég er orðlaus yfir því að Aquilani byrju ekki inná. Óskiljanleg meðferð á manninum. Hvers vegna í andskotanum að kaupa þennnan mann á um 20 milljónir punda? Hann sýnir það þegar hann spilar að hann er stútfullur af hæfileikum, en Rafa virðist ekki hafa minnsta áhuga á að koma honum almennilega inn í liðið og láta hann venjast deildinni almennilega. Hjálpi mér allir hvað ég er orðinn leiður á þessu rugli. Nei reyndar er ég er GJÖRSMALEGA kominn með ÓGEÐ á þessu!

  7. jæja þetta lið er í áttina 🙂 það á allavega ekki að hanga á jafntefli sem er jákvætt. nú ætlar gerrard að koma til baka og setur allavega 2 mörk 😉

  8. Benítez verður einfaldlega að spila á öllum sílendrum það sem eftir lifir leiktíðar. Það þýðir að allir bestu sóknarmenn liðsins verða að spila gegn fyrirfram slakari liðum á heimavelli. En kannski dugar þetta. Ef 0-0 verður staðan í hálfleik þá verður hann að setja Aquilani inn á og jafnvel Benayoun líka..

  9. Vááá Torres ! Mark leiktíðarinnar hjá Liverpool allavega held ég !! 🙂

  10. TORRRRRRREEEEEEEEEEEESSSSSSS!!!

    Goal of the season í Úrvalsdeildinni. Þvílík snilld! Það þarf hæfileika til að ná svona skoti.

  11. Af BBC vefnum:
    Alberto Aquilani is also amongst the subs after recovering from injury.

  12. Shiiiii …. annað hvort eru Sunderland svonan ógeðslega lélegir, alls ekki vaknaðir eða okkar menn að spila sjúkan bolta.

    Það er bara einnar snertingar bolti í gangi og mikill hraði. Þetta er gaman að horfa á!

  13. Djöfull er gaman að sjá Liverpool spila fótbolta aftur, mikið magn af sóknarsinnuðum leikmönnum að gera góða hlut,

  14. Flott spilamennska frá LFC fyrstu 20 mín. Áhyggjuefni að við séum ekki að nýta öll þessu dauðafæri. Það gæti komið í bakið á okkur ef við förum ekki að nýta eitthvað af þessu

  15. Besti hálfleikur Liverpool á tímabilinu og það þrátt fyrir að vera bara 10 á móti þeim (þið teljið varla Reina með í dag ;))

  16. það hlýtur einhver að hafa bannað Carra að gefa langar sendingar fram því það er það fyrsta sem ég tek eftir í þessum leik…

  17. Þetta er virkilega gaman að horfa á! Þvílíkur munur að horfa á þetta þegar Rafa ákveður að stilla upp sóknarliði,

  18. jahá ég held að það séu ekki til nógu margir sundboltar í liverpoolborg til að hjálpa sunderland í þetta skiptið 😉 unun að horfa á þetta lið en aftur á móti sorglegt að það tók 2/3 af tímabilinu að komast í gang .

  19. Flottur leikur, mjög flottur leikur. Ég er samt frekar ósáttur með Agger í þessum leik, hann hefur fengið 3 góð færi, eitt gott skot sem var varið og svo tvo skalla sem báðir hefðu átt að fara inn. Þetta er að mínu mati hans helsti galli, að ná ekki að setja boltann inn í þetta góðum færum og vona ég svo heitt og innilega að hann bæti sig í þessu fyrir næsta tímabil.

  20. Eitt sem ég skil ekki varðandi þennan hóp, er það af hverju nabil el zhar er ennþá viðriðinn liðið. Þessi maður er orðinn 24 ára held ég og hefur aldrei sýnt nokkurn skapaðann hlut inná vellinum, og finnst mér alveg óskiljanlegt hvað hann er ennþá að gera í liðinu. Þegar við eigum mann eins og pacheco sem er okkar efnilegasti leikmaður.

  21. Þriðja markið algjört augnakonfekt. Yfirvegun Torres ótrúleg. Fleiri mörk plís. Við eigum að rúlla yfir þetta 5 til 6-0

  22. Þvílík unun er að horfa á þetta lið spila svona vel. Afgreiðslur hjá Torres í mörkunum 2 eru skólabókar dæmi um sóknarmann sem er í flokki gæðinga.

  23. Þá er Torres kominn með færri mínútur á milli marka en Rooney og Drogba. Ekki slæmt miðað við hvursu steingelt liðið hefur verið á köflum sóknarlega og að hann tekur að ég held engin víti. Fálkaorðuna á strákinn.

  24. Mér finnst Kuyt og Maxi hafa verið slakir í dag. Gerrard magnaður, sem og Torres.

  25. Torres ætlar sér greinilega að ná þrennunni. Gríðarlega ánægður með hann í dag, enda ekki annað hægt…

    Ég verð samt að hrósa Babel fyrir 180° viðsnúning í hugarfari og spilamennsku. Er farinn að berjast um alla bolta, spretta til baka, taka menn á og skila boltanum vel frá sér.
    Ég var sérstaklega ánægður með hann þegar hann henti sér niður á magan og skallaði boltan frá fótum andstæðingsins

  26. Mikið er ánægjulegt að sitja hérna á kaffihúsi í Kaíró og lesa hvað menn eru jákvæðir yfir Liverpool leik. 🙂

  27. Það er mun betri limaburður nú en venjulega enda óvenju slakir andstæðingar. Sóknarlega séð gott lið líka og sennilega jafnvel of margir sóknarmenn núna inn á, á köflum.
    Sjáum svo hvað setur í næstu leikjum, en ég gæti hæglega vanist þessu.

  28. Ótrúlegt en satt þá er ég sáttur við Kuytsterinn í dag. Var vel skapandi og hreyfanlegur en ekki jafn sókngeldur og undanfarið. Einnig var Agger að hrífa mig. Einhver einbeittur vilji til að skora er alltaf jákvætt af leikmanni sem spilar ekki í sókn. Finnst að miðverðrnir okkar og Lucas og Aquilani mega taka hann til fyrirmyndar. Var þó eki að nýta færin sín en hann kom sér þó í þau.

    Annars er maður leiksins Fernando Torres. Ef þessi maður mun einhverntímann yfirgefa LFC þá gætum við alveg eins lokað og gerst atvinnumenn í Bridds.

Sunderland á morgun

Liverpool 3 – Sunderland 0