Möguleikar á Meistaradeildarsæti

Eftir tapleikinn gegn Man Utd í gær eru líkurnar á sæti í Meistaradeildinni hverfandi. Eins og staðan er í dag þá eru þrjú lið í betri stöðu en Liverpool þegar að kemur að baráttunni um fjórða sætið: Man City, Tottenham og Aston Villa. Ég tók saman hvaða leiki þessi lið eiga eftir og menn geta svo leikið sér að því að velta upp möguleikunum.

Ég tel að þeir séu hverfandi. Það væri í lagi að berjast við eitt lið um þetta sæti, en að vonast til að þrjú lið tapi nægilega mörgum stigum til þess að Liverpool komist upp í fjórða sætið er afskaplega hæpið.

Því eru líkur á að Liverpool verði ekki með í Meistaradeildinni í fyrsta skiptið síðan að Rafael Benitez tók við. Það þarf alls ekki að vera heimsendir og það er alveg hægt að hugsa sér jákvæða hluti við að taka ekki þátt, svo sem að liðið leiki færri leiki og verði hugsanlega sterkara í deildinni fyrir vikið. Það er ekki eitthvað sem ég hefði valið, en fyrst að þetta verður líklega niðurstaðan þá verður maður jú að hugsa líka um jákvæðu hliðarnar. Einnig er vonandi að þetta leiði til þess að eigendur liðsins sjái að liðið er ekki í áskrift af tekjum úr Meistaradeildinni. Þeir geta ekki sleppt því að setja pening í leikmannakaup þrjá glugga í röð og ætlast til að liðið verði samt í fremstu röð. Þannig virkar boltinn bara ekki. Þetta ætti vonandi að neyða menn út í aðgerðir, hvort sem þær eru sala á liðinu, þjálfaraskipti eða umtalsverðir peningar til þess að bæta leikmannahópinn.

Allavega, hér eru liðin sem að berjast við okkur og þeirra leikjaprógramm (ég pikkaði þetta sjálfur inn, þannig að þetta er með fyrirvara um villur).

Man City. 29 leiknir, 53 stig. Hafa tapað 8 stigum færri en Liverpool. Dottnir útúr öllum öðrum keppnum.
Everton (H)
Wigan (H)
Burnley (Ú)
Birmingham (H)
Man U (H)
Arsenal (Ú)
Aston Villa (H)
Tottenham (H)
West Ham (Ú)

Tottenham. 30 leiknir, 55 stig. Hafa tapað 7 stigum færri en Liverpool. Dottnir útúr öllum öðrum keppnum. Eru líka í FA bikarnum. Eru með langbestu markatöluna af þessum liðum og því má segja að þeir séu með eitt auka stig þar.
Fulham (H) – Þetta var víst leikur í FA cup, þannig að kannski eru menn full glaðir að gefa Tham stig fyrir þennan leik í sínum útreikningum. Biðst velvirðingar á villunni og þakka Maggga fyrir ábendinguna.

Portsmouth (H)
Sunderland (Ú)
Arsenal (H)
Chelsea (H)
Man U (Ú)
Bolton (H)
Man City (Ú)
Burnley (Ú)

Aston Villa. 29 leiknir, 50 stig. Liðið hefur tapað 5 stigum færri en Liverpool. Eiga 9 leiki eftir og taka einnig þátt í FA Cup.
Sunderland (H)
Chelsea (Ú)
Bolton (Ú)
Everton (H)
Portsmouth (Ú)
Hull (Ú)
Birmingham (H)
Man City (Ú)
Blackburn (H)

Liverpool. 31 leikinn, 51 stig. Taka einnig þátt í Europa League
Sunderland (H)
Birmingham (Ú)
Fulham (H)
West Ham (H)
Burnley (Ú)
Chelsea (H)
Hull (Ú)

Menn geta svo leikið sér að því að reikna upp mögulegan stigafjölda.

86 Comments

  1. Tottenham tekur 4. sætið með 70 stig. Eru með einn þéttasta hópinn og heilsteypt lið. Eiga léttara prógramm heldur en City og Aston Villa. Aston Villa tekur svo 5. sætið. Liverpool endar með 66 stig og verður í 6-7 ásamt City.

  2. Ég kannski tek það fram að ef ég ætti að fá að ráða (og Liverpool tæki ekki þetta sæti) þá vona ég heitt og innilega að Tottenham taki 4. sætið í staðinn fyrir Man City.

  3. Sá ágæti maður Paul Timkins vill meina þetta:

    “Think Liverpool can still get 4th even if Reds lose today, as believe rest of games can be won, while rivals have tough run-ins .”

    Twitter færsla hjá kallinum.

    Ef við skoðum prógramið sem eftir er þá á m.a. Spurs eftir að mæta öllum 3 efstu liðunum. City og Villa eiga eftir að mæta innbyrgðis svo eitthvað sé tekið. Þetta er ekki útilokað og á meðan svo er þá má ekki nokkur maður gefast upp.

    Ekkert væl! Enga aumkun! Áfram Liverpool!

  4. @3 – ef við gefum okkur að Liverpool vinni alla leikina sem þeir eiga eftir, þá er möguleikinn til staðar. Það er alveg hægt að sjá Tottenham tapa 8 stigum – Sunderland (2), Arsenal (2), Chelsea (2), Man U (3) og City tapa 7 stigum Man U (2), Arsenal (2), Villa (2), Tottenham 2.

    Málið er bara að forsendan sem ég gef mér þarna og Tomkins gerir líka er að Liverpool vinni alla sína leiki. Í fyrra hefði það auðveldlega geta gerst. Í ár, efast ég stórlega um það.

  5. Sælir félagar

    Ég held að meistaradeildarsætið sé úr okkar höndum núna. Til að ná því þarf meiri lukku en verið hefur með okkur á þessari leiktíð.

    Segja má að allt hafi farið úrskeiðis á leiktíðinni sem getur farið úrskeiðis. Allt hefur verið okkur til óþæginda sama hvaða keppnni við erum að tala um. Deildabikar, bikar, meistaradeildina og svo deildina sjálfa. Hvergi höfum við náða árangri og lukkan hefur algerlega snúið við okkur baki. Eina vonin er að hún standi með okkur í Evrópudeildinni.

    Að þessu athuguðu þá sé ég enga von til að sú skrítna skepna “lukkan” komi til með að sjá um meistaradeildarsæti fyrir okkur. Því til að ná því þarf hún að vera okkar 12. og 13. maður í hverjum leik.

    Hitt er annað að það er enginn heimsendir að vera ekki í meistaradeildinni í eitt ár. Það skiptir þó töluverðu peningalega en fjarvist þaðan gefur líka andrými til uppbyggingar og mannakaupa sem er grundvallar atriði í framþróun liðsins.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. Sælior aftur.

    Ég gleymdi að þakka fyrir að vera búnir að koma andstyggðinni um sigur MU af toppi síðunnar. Kærar þakkir fyrir það. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Við náum ekki Meistaradeildarsætinu. Ég er hættur að gera mér vonir um það, búinn að afskrifa þetta, og hef fyrir því tvær ástæður sem Einar Örn var svo sem búinn að nefna hér að ofan og eru að mínu mati algjörlega skotheldar:

    Fyrri ástæðan er sú að þetta eru heil þrjú lið sem við erum að vonast eftir að missi flugið. Að vonast til að eitt lið klúðri forskoti er eitt mál en það er allt annað og langsóttara að vona að öll þrjú þeirra hrynji. Sérstaklega þar sem City og Tottenham eiga enga aðra leiki eftir, einbeita sér 100% að deildarleikjunum fram á vorið. Það er enginn séns að við náum öllum þremur að stigum.

    Seinni ástæðan er sú að við vinnum aldrei alla síðustu leikina okkar. Sumir af þessum leikjum virðast auðveldir en þó eru þarna útileikur gegn heitu Birmingham-liði sem hefur yfirleitt hirt stig eða sigur af okkur á St Andrews, og svo heimaleikur gegn Chelsea sem er langt því frá auðunninn. Svo skal ekki afskrifa liðin sem eru í fallbaráttunni, þau eru alltaf stórhættuleg í síðustu umferðunum.

    M.ö.o., þá þurfum við að vinna upp 5-8 stig á öll hin þrjú liðin, og sennilega enn meira en það ef við vinnum ekki alla okkar leiki. Það er ekki séns.

    Ég ætla því að taka glasið-hálftómt aðferðina á þetta skiptið og byrja strax að sætta mig við Evrópudeildina á næsta tímabili. Vonandi er þetta bara sparkið upp í afturendann sem eigendurnir þurftu greinilega að fá, eins og Einar Örn segir, að þeir sjái að þeir geta ekki gert ráð fyrir að fá verðlaunaféð úr Meistaradeildinni á hverju ári án þess að fjárfesta í liðinu.

    Hvort sem Rafa verður kyrr eða ekki eða eigendurnir selja klúbbinn er ljóst að ekkert batnar og liðið verður engu nær toppnum á næsta ári ef við fáum ekki fé til leikmannakaupa í sumar. Punktur. Fyrir mér er stuðningur á leikmannamarkaði aðalmálið og aukamál hvort það er Rafa eða e-r annar sem verslar, eða Kanarnir eða e-r aðrir sem skrifa ávísanirnar. Við verðum að styrkja liðið í sumar, númer eitt, tvö og þrjú.

  8. Ég spái okkur 5 sæti og verst að þurfa að gera United greiða gegn Chelsea í síðasta heimaleiknum en eru ekki Tottenham ennþá inni í bikarnum ?

  9. Sýnist Aston Villa og Liverpool eiga þægilegustu prógrömmin, kæmi ekki á óvart ef Villa mundi stela þessu þar sem hin tvö liðin eiga bæði 4 leiki við keppinauta um 4.sætið og toppliðin. Eini séns Liverpool felst í því að vinna rest, keppinautarnir um 4. sætið eru of margir og með of mikið forskot til að Liverpool hafi efni á að misstíga sig.

  10. Það þarf kraftaverk til að ná CL sæti og ég sé það heldur ekki gerast. Nú þarf greina vandamálin og leysa þau. Þau eru mörg og tengjast ekki bara eigendum liðsins. Það eru líka ómögulegir eigendur frá USA hjá ManU. Við þurfum að horfa fram á veginn og byrja að vígbúast fyrir næstu leiktíð, hvort sem það þýðir þátttaka í CL eða ekki.

  11. @4 Ég er að rembast við að vera jákvæður og ákveðinn 🙂 þótt útlitið sé ekki gott, nema síður sé. Alveg skelfilega finnt mér vanta það viðhorf í liðið okkar að það sé að berjast eins og grenjandi ljón þar til feita kellingin springur. Held að okkar menn hefðu gott af því að taka The Black Knight sér til fyrirmyndar, sá gefst ekki upp.

    http://www.youtube.com/watch?v=2eMkth8FWno

  12. Vid eigum lang audveldasta prógrammid eftir og ég er bjartsýnn á thad ad vid náum 18 stigum af theim 21 sem eftir eru í bodi, t.e. ad vid vinnum alla nema Chelsea. Sunderland, Fulham og West Ham eru öll lid sem vid eigum ad taka heima og svo gaeti alveg verid ad vid náum stigi gegn Chelsea á Anfield. Birmingham og falllidin Hull og Burnley á útivelli aetti ekki ad vera mikil fyrirstada. Thad getur thó allt gerst, annad eins höfum vid séd á thessu tímabili.
    Segjum ad vid náum 18 stigum og endum med 69 stig (skammarlega lítid samt), en thrátt fyrir thetta er ég ekki bjartsýnn á ad hin lidi muni tapa nógu mörgum stigum til thess ad vid endum í 4.saeti. Ég spái thví ad vid endum í 5 saeti samt.

  13. Já það þarf greinilega eitthvað að taka til fyrir næsta sumar. Hinsvegar má ekkert gleyma því að við spiluðum oft virkilega vel í fyrra á nokkuð svipuðum hóp, undir stjórn Rafa og með þessa eigendur !

    Ef þeir standa við stóru orðin og við getum styrkt liðið af einhverju viti, bæta aðeins í vörnina og kanntana þá held ég að við gætum verið í ágætis málum á næsta tímabili. Aqualini hefur sýnt að hann getur þetta alveg og ef Torres og Gerrard haldast nokkuð heilir út tímabilið erum við með vel samkeppnishæft lið til að berjast um titlilinn.

    En eins og er þá þurfum við að losa okkur við meðalmenn og fá inn almennilegann kanntmann, miðvörð og einhvern til að koma inn fyrir Torres frammi.

  14. Svona er mín spá:

    Man City. 29 leiknir, 53 stig.
    Everton (H) 3
    Wigan (H) 3
    Burnley (Ú) 3
    Birmingham (H) 3
    Man U (H) 1
    Arsenal (Ú) 1
    Aston Villa (H) 1
    Tottenham (H) 1
    West Ham (Ú) 3
    72 stig 4 sæti

    Tottenham. 30 leiknir, 55 stig.
    Fulham (H) 3
    Portsmouth (H) 3
    Sunderland (Ú) 1
    Arsenal (H) 1
    Chelsea (H) 1
    Man U (Ú) 0
    Bolton (H) 3
    Man City (Ú) 1
    Burnley (Ú) 3
    71 stig 5 sæti

    Aston Villa. 29 leiknir, 50 stig.
    Sunderland (H) 3
    Chelsea (Ú) 0
    Bolton (Ú) 3
    Everton (H) 1
    Portsmouth (Ú) 3
    Hull (Ú) 3
    Birmingham (H) 3
    Man City (Ú) 1
    Blackburn (H) 3
    70 stig 6-7 sæti

    Liverpool. 31 leikinn, 51 stig.
    Sunderland (H) 3
    Birmingham (Ú) 3
    Fulham (H) 3
    West Ham (H) 3
    Burnley (Ú) 3
    Chelsea (H) 1
    Hull (Ú) 3
    70 stig 6-7 sæti
    Það getur sem sagt allt gerst ennþá þó ég sé ekki bjartsýnn. Held það besta fyrir okkur ef við náum ekki 4 sætinu væri að missa af Evrópusæti og einbeita okkur að deild og bikurum á næsta ári.

  15. Fyrst /víst menn eru farnir að tala um næsta tímabil þá skulum við hafa það í huga að það er HM ár og næsta víst að okkar menn Gerrard og Torres koma meiddir og þreyttir heim frá Afríku….
    Einn að tapa sér í svartsýninni.

    Já og ég ætla að spá Arsenal sigri í deild.

  16. Er ekki þannig að liðið sem sigrar evrópudeildina, kemst í meistaradeildina árið eftir ?

  17. Cityfan, ég held að allir voni að City endi ekki í 4 efstu sætunum, einfaldlega vegna þess að ef það gerist þá á City eftir að kaupa hvern einasta leikmann sem er spennandi. Ef þeir hins vegar enda ekki í 4 sæti þá er ekki víst að allar stjörnunar vilji koma til city.

  18. Þetta er ekki að fara að gerast því miður. Liverpool verða meira að segja að halda einbeitingunni til þess að halda sér í topp 7 sætunum. Everton eru þarna skammt undan. Ég þoli það vel að missa af CL á næsta ári, en mér þætti mjög slæmt að missa af UEFA líka. Ég vil endilega hafa einhverja Evrópukeppni.

    Eins og staðan er núna þá þarf kraftaverk til að við náum fjórða sætinu vegna þess að þrjú sterk lið þurfa að misstíga sig á þessum stutta tíma. Að mínu mati á því Rafa bara að slappa aðeins af og breyta liðsuppstillingunni. Láta Aquilani byrja alla leiki og gefa Babel og Maxi tækifæri í hverjum einasta leik. Blása bara til sóknar og hafa gaman af þessu. Hætta þessum jarðarfararbolta með 8 varnarmenn úti á velli bara 2 sóknarmenn, Gerrard og Torres. Við eigum tiltölulega létt prógram eftir fyrir utan Chelsea og Birmingham. Kjörið tækifæri til að koma sjálfstrausti inn í Aquilani fyrir næsta tímabil. Gefa honum þessa 7 leiki sem eftir eru til að aðlagast deildinni og liðinu almennilega.

    Fáum svo einn þokkalega sterkan framherja í sumar (helst Bent eða Charlton Cole) og höldum mannskapnum sem er fyrir hjá liðinu og þá verðum við í góðum málum. Ég hef engar áhyggjur af þessu.

  19. Einn alvarlegur fylgikvilli þess að missa af meistaradeildarsæti (svo ég tali nú ekki um að missa algjörlega af Evrópusæti) er sá að það verður töluvert erfiðara að fá góða leikmenn til liðsins.

    Jafnvel þó við gefum okkur að Hicks og Gillett sjái að sér eða vinni í lottói og væru tilbúnir að ausa einhverjum fjármunum í liðið, og jafnvel þó við leggjum dæmið upp af jákvæðni (að við getum loksins einbeitt okkur að hirða þessa Premier League Dollu í eitt skipti fyrir öll), þá er alls óvíst að upprennandi stjörnur eða reyndir heimsklassa fótboltamenn séu tilbúnir að fara til liðs sem spilar ekki á stóra sviðinu. Liðs sem hefur lítið gert síðasta árið til að sannfæra menn um að það sé ekki staðnað, eða þaðan af verra, farið að dala alvarlega!

    Það er að mínu mati háalvarlegt að missa af meistaradeildarsætinu. Ekki vegna þess að það eyðileggi þriðjudags- og miðvikudagskvöldin fyrir manni á næsta ári – ég held svei mér þá að það sé betra að vera ekki í keppnunum heldur en að horfa uppá svipaða hörmung í meistaradeildinni og á þessu ári. Nei, það er alvarlegt vegna þess að þetta getur ýtt verulega undir þá þróun að Liverpool verði miðlungslið næstu árin. E-ð sem er mjög erfitt að vinna sig uppúr nema með tölverðum fjárhæðum og endurskipulagningu.

    Ég held svo að Einar hafi rétt fyrir sér. Þetta sæti er því miður runnið úr greipum okkar þetta árið.

  20. City er ekkert að fara kaupa alla leikmenn sem eru spennandi.
    Það hafa vissulega verið keyptir margir leikmenn undanfarið en ástæðan er einfaldlega sú að liðið var bara miðlungslið , lenntum í 10.sætí í fyrra og það þurfti einfaldlega að byggja upp nýtt lið. Ef City nær 4.sæti þá er hægt að segja að það sé á réttri leið og 2 til 3 world classa leikmenn verða keyptir og ég segi bara hvað með það. Svo ef þið haldið að Spurs sé að í 4.sæti núna vegna einhverss annars en peninga þá er vert að taka fram að hópurinn hjá Spurs kostaði um 180 milljónir punda , City er ekki eina liðið sem hefur verið að kaupa sér árangur.

  21. Voðaleg uppgjöf er þetta í mönnum hérna. Í síðustu 2 leikjum fyrir Man Utd leikinn var liðið að stíga upp. Ég hef trú á því að við tökum 19 stig ef ekki 21 stig af þessum 21 stigum sem eru í boði. Liðið veit að það er í djúpum skít og þess vegna eiga þeir eftir að stíga upp og spila vel í þessum leikjum.

    Við eigum auðveldara prógramm eftir heldur en hin liðin sem við erum að keppast við og því ekkert því til fyrirstöðu að við tökum þetta 4 sæti. Það er allvega engin svartsýni og uppgjöf hérna megin.

    Áfram Liverpool.

  22. Spurning til Einar Örn Má ég spyrja afhverju þú villt frekar að Spurs taki 4.sæti frekar en City

    Af því að Man City urðu allt í einu góðir vegna þess að þeir eignuðust sykurpabba, sem að fjármagnar liðið með olíupeningum sínum.

    Plús svo auðvitað það sem Baldur ræddi um – ég er ekkert sérstaklega hræddur við Tottenham, þar sem þeir munu finna leiðir til að klúðra þeirra CL þáttöku, á meðan að ég óttast hvað Man City lið með ótakmarkaða peninga og CL þáttöku geta gert á næstu árum.

  23. Ég er semsagt almennt séð á móti liðum sem verða rík á einni nóttu þökk sé milljarðamæringum sem eiga þau. Það hefur komið fram áður á þessari síðu.

  24. Ég er það líka, samt vonar maður að nýjir eigendur komi inn og eyði svona 100 milljónum punda í nýja leikmenn. Óþolandi ástand 🙂

  25. vill samt benda á að Liverpool eru bínir að tapa 4 stigum meira en Tottenham, 2 stigum meira en City og Villa eru búnir að tapa einu stigi meira en Liverpool.Tottenham, City og Villa eru ekkert búnir að vinna sína leiki sem þeir eiga til góða.

    Og Bjarni nr: Nei reglurnar voru þannig að liðið sem van UEFA cup fór í CL, en það er búið að breyta reglunum.

    • Ég er það líka, samt vonar maður að nýjir eigendur komi inn og eyði svona 100 milljónum punda í nýja leikmenn. Óþolandi ástand

    Ég er nú meira að vona að nýjir eigendur komi inn og tryggi öryggi klúbbsins!! Og stækki völlinn sem er grundvöllur þess að klúbburinn verði samkeppnisfær.

  26. Milljarðamæringarnir eru búnir að eyðileggja evrópskra fótboltann. Leikurinn er eins ójafn og hægt er að hugsa sér. Chelsea er ekki sjálfbær klúbbur; milljörðum dælt inn þegar hentar. Fiat verksmiðjurnar áttu Juventus áratugum saman og eiga kannskienn. Fjölmiðlavitleysingurinn og stjórnmálafíflið Berlusconi á AC. Madrid borg og spænska ríkið halda uppi Real Madrid. Bjöggi eldri reyndi við KR. Hvenær stofnar Eimskip lið í Pepsí-deildinni? Nú eða Baugsveldið? Þeir eiga hvert eð er helling af skuldum og sem þeir þurfa aldrei að borga?

  27. Almennt séð á móti liðum sem verði ríkt á einni nóttu, mynduru þá hætta að halda með Liverpool ef segjum sem svo að einn ríkasti maður í heimi myndi kaupa þá, ráða The special one sem þjálfara og alla þá peninga sem hægt er að hugsa sér til að kaupa leikmenn, eða átti svarið hjá þér ekki að vera það er allt í lagi ef Liverpool fær og eyðir peningum en ég þoli ekki önnur lið sem fær happdrættisvinninginn ?

  28. Cityfan (#31) – ég þori að lýsa því yfir að ég myndi ekki geta stutt Liverpool eins og ég geri nú ef svo færi, já. Það væri einfaldlega ekkert gaman að styðja lið sem vinnur af því að það er með svindlkóðann í tölvuleiknum.

  29. Babu, ef einhver kemur inn í klúbbinn og annaðhvort a) tryggir fjárhagslegt öryggi hans, eða b) eyðir 100 milljónum punda í leikmenn, gerir hann væntanlega hitt í leiðinni. Það vilja það allir. Viljum við frekar fá litla fjárfestingu, hafa Hicks og Gillett áfram eins og stefnir í með Rhone Group til dæmis, eða þá fá almennilegan sykurpabba sem byggir nýjan leikvang, eyðir skuldum félagsins og getur um leið selt nokkra góða leikmenn og keypt heimsklassaleikmenn.

    Hvað gerist með Rhone Group? Fáum við nýjan leikvang þá? Held ekki. Við minnkum skuldirnar og fáum kannski aðeins meiri pening í leikmannakaup. Eins og staðan er núna stefnir í að Liverpool fái 25 milljónir punda plús sölur til að kaupa menn. Ef við seljum Aurelio, Benayoun og Riera fáum við kannski um 25 milljónir.

    Eigum þá 50 í að kaupa leikmenn. Það kaupir tvo menn eins og Liverpool þarf. Heimklassamenn. Ekki meira en það. Og Liverpool þarf helst fjóra til fimm svona leikmenn.

    Auðvitað eru peningarnir að eyðileggja fótboltann, en þetta er bara svona. Liverpool þarf sykurpabba til að geta keypt heimklassamenn, í staðinn fyrir að vera í þessu happa/glappa góðir leikmenn dæmi sem félagið er í núna.

  30. Ýtto óvart á enter. Átti eftir að bæta við að það er ekki sama hvernig þetta er gert. Það er hægt að fara City leiðina og reyna að fá Kaká fyrir 100 milljónir punda, eða gera þetta á ábyrgan hátt og horfa til langstíma, með það fyrir augum að græða á dæminu til langstíma.

    Ég vil það, ég vil almennilega peninga inn í klúbbinn, en ekki kaupa menn bara til að kaupa þá.

    Svo kemur spurningin, hvað er sykurpabbi. Er Rhone Group “sykurpabbi” ef það gerir það að verkum að Liverpool getur eytt 100 milljónum punda í leikmenn næsta sumar? Eða ekki af því það getur bara eytt 50 milljónum? Eða ekki af því þetta er ekki einn maður heldur fjárfestingafélag?

  31. Sá ekki svarið frá þér fyrr en eftir að ég skrifaði Kristján. Þá er hægt að spyrja þig, er eitthvað þak á því hvað Liverpool eyðir í leikmenn næsta sumar ef ný fjárfesting kemur inn í klúbbinn, til að þú getir stutt félagið áfram eins og þú gerir í dag?

  32. Svo kemur spurningin, hvað er sykurpabbi. Er Rhone Group “sykurpabbi” ef það gerir það að verkum að Liverpool getur eytt 100 milljónum punda í leikmenn næsta sumar?

    Nei, Rhone væri aldrei sykurpabbi því það félag ætlar væntanlega að græða á Liverpool. Sykurpabbi eru menn einsog Roman og Abu Dhabi gaurarnir, sem að dæla milljónum í félagið til að upphefja sjálfan sig sem hetju, án þess að eiga nokkurn tímann möguleika á því að félagið borgi þann pening tilbaka.

    Nú veit ég ekki hvernig staðan er á eigendamálum Liverpool, en ég geri ráð fyrir að þessi fjárfesting sem myndi koma inní félagið ætti að gera það fýsilegt að ráðast í nýjan völl. Þeir sem eiga kröfur á Liverpool hljóta að sjá það að nýr völlur er undirstaðan í öllum plönum.

  33. 100% sammála því Einar.

    En það sem ég er að segja að það er fín lína milli sykurpabba og fjárfestingarfélags. Skiptir það miklu máli hvort kemur inn? Á endanum hlýtur sá sem kaupir sig inn að vilja græða á félaginu. Það er bara eðlilegt. Við viljum að sá sem kemur inn segi það. Annars er hann sykurpabbi.

    Eða hvað?

  34. @ Cityfan
    Þú mátt tala um þetta sem happadrættisvinning og í sjálfu sér er þetta eflaust það. En er það í alvörunni eitthvað skrítið við að þeir sem ekki hlutu þennan “happadrættisvinning” haldi ekki með liðinu sem hlaut hann?

    Skil vel að City mönnum sé slétt sama hvað stuðningsmönnum annara liða finnst á meðan þeirra liði gengu vel.

  35. Er eitthvað lið í heiminum sem ekki myndi reyna við Kaká ef þeir hefðu efni á því ?
    Er eittvhað óábyrgt við það að reyna að kaupa þannig leikmann.
    Eigendur City hafa nýverið gert samning við Manchester borg um uppbyggingu á svæðinu í kring um heimavöll City fyrir 1billion punda þetta skapar þúsundir starfa, þannig að þetta snýst ekki bara um Football manager. Manchester City er skuldlausir í dag vegna innstreymi peninga frá eigendum, vissulega er tap á rekstri það segir sig sjálft og það gengur ekki að eyða jafn miklum fjármunum í leikmenn og City hefur gert undanfarið. en til þess að komast upp úr hjólförum meðalmennskunar þá varð einfaldlega að eyða peningum, það er nú ekki eins og það hafi ekki kostað Liverpool mikla peninga á leikmannamarkaðinum til að halda þeim í meistaradeildarsæti undanfarin ár eða hvað.
    Persónulega er ég hrifinn af því að byggja upp lið með því að ala á ungum og efnilegum leikmönnum og vona ég að City fari þá leið í framtíðinni, menn virðast vera vissir um að allir góðir leikmenn verði keyptir til félagsins á næstu árum ég er ekki viss um það. Í síðasta glugga var einn leikmaður keyptur á 7 milljónir Adam Johnson ungur og efnilegur og var það allt og sumt eftir eyðslunni í Hughes. En sama hvað gerist þá mun City alltaf vera mitt lið og undrast ég ummæli Kristjáns hér að ofan sem segist ekki myndi halda eins mikið með liðinu þó að miklir peningar kæmu inn í liðið, ég segi það alla vegana fyrir mína parta að ég held með mínu liði í gegn um góða og slæma tíma.

  36. Cityfan, það er enginn leikmaður í heiminum 100 milljón punda virði og í rauninni varla 50 milljón punda virði. Ég held að pirringurinn í garð City sé einmitt ekki hvort að það sé einhver auðmaður sem eigi það heldur það að bjóða einmitt 100 millur í Kaka. Svipaður pirringur og er gegn Real Madrid vegna þess að þeir hafa hagað sér svona í mörg ár. Og einfaldlega þess vegna vill maður frekar sjá Tottenham taka 4. sætið umfram City vegna þess að þeir hafa þá komist þanga meira á eigin verðleikum.

    En til að fyrirbyggja miskilning þá er ég ekki að VONA að Tottenham taki plássið , auðvitað vil ég að Liverpool taki það.

    Ég hef alltaf verið á móti þessu pengingaflæði inn í boltann einfaldlega vegna þess að það eyðileggur íþróttina og samkeppnishæfni liða. Það er ekkert gaman að fylgjast með íþrótt þar sem sama liðið vinnur alltaf. (auðvitað vill maður að það lið sem maður heldur með komi alltaf til með að vinna, þannig að það er pínu hræsni í þessu). En ég er að tala um princip þannig að maður verður að taka niður City, Liverpool, ManU, Arsenal o.s.frv gleraugun niður og horfa á þær aðstæður sem komnar eru upp frá öðru sjónarhorni. Er þetta það sem við viljum? Er þetta eðlilegt að eitt til 4 lið séu eftir 10 umferðir búin að tryggja sér keppni um tittilinn meðan hin liðin sem engann hafa peninginn og enginn hefur áhuga á kaupa eru alltaf í sama hjakkinu við að passa sig á að falla ekki?. Mér finnst það ekki, mér finnst ekki eðlilegt að eina motivering leikmanna til að skrifa udnir samning sé launasumman. Í upphafi leiktíðar eiga öll lið að vera á núlli en eru ekki vegna einmitt svona peningaflæðis.

    Og nei ég myndi ekki hætta að halda með Liverpool ef einhver olíuprins kæmi til með að kaupa Liverpool, er búinn að halda með liverpool í 30 ár þannig að þetta lið er samofið mínu lífi, en maður getur samt verið pirraður út í þessa helvítis peningavítisvél sem boltinn er orðin í dag.

  37. Ef United eða Arsenal vinna meistaradeildina fara þeir þá ekki sjálfkrafa í meistaradeildina og þ.a.l. fara 5 lið áfram úr ensku deildinni?

  38. Sko Cityfan þú ert aðeins að misskilja. Ég t.d. yrði ekkert pirraður ef segjum Manchestur Utd. myndu kaupa Kaka á 100 milljónir punda eða eitthvað sambærilegt í þeirri deild.

    Það er hins vegar langt í frá sama dæmi og ef City kaupa Kaká á þessa upphæð. Nú spyrja menn sig væntanlega hver munurinn sé eiginlega. Jú, lið eins og einmitt Man. Utd hefur algjörlega unnið fyrir sínu ríkidæmi. Það tók langan langan tíma (og ég er virkilega að hata að segja þetta) en það var gert með dugnaði og metnaði. City einfaldlega eignaðist þennan pening á einni nóttu þegar einhver einmana karl í Miðausturlöndunum fékk alvarlegan gráan fiðring. Þannig ef ég á að velja á milli Spurs og City í 4. sætið þá klárlega Spurs. Þeir hafa amk. unnið fyrir þessum peningum sjálfir með þrotlausri vinnu. Þannig að á meðan ég hata Utd., Ferguson og félaga, þá ber ég á sama tíma rosalega virðingu fyrir þeim og þeirra starfi.

    Þannig að ef þú setur upp dæmi þar sem Liverpool fengju þennan pening þá myndi ég sennilega ekki hætta að fylgjast með en að sama skapi yrði það ekki nálægt því eins skemmtilegt og áhuginn myndi sennilega fjara út fyrr eða síðar. T.d. veit ég um rosalega fáa eldheita Chelsea menn og það er einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki til. Þetta sama á við um City og mun halda svoleiðis áfram.

  39. Ég er algjörlega sammála með að Kaká og enginn er 100 milljónir virði en City keypti ekki Kaká og það voru slúðurblöðin sem héldu því fram að tilboðið hafi verið upp á 100 millur, aldrei staðfest, Kaká var svo seldur á 60 millur afhverju var það ef það er rétt að 100 milljona tilboð hafi borist í hann ?

    Eina sem ég er að benda á hérna er að það hafa öll topp liðin verið að eyða peningum City er ekki einir um það, Tottenham eru að nota hóp sem kostar um 180 milljónir punda er það á eigin verðleikum ?
    Manchester City hefur ekkert getað síðan 1977 , þeir eru í 5.sæti þrátt fyrir að eyða öllum þessum peningum til að reyna brúa bilið.
    Rooney sló City út úr deildarbikarnum og kom þar með í veg fyrir að City ætti von á bikar í ár.
    Ég las síðar í fjölmiðlum að þarna sýndi United sko að það fæst ekki allt með peningum, ég settist þá niður og reiknaði út kaupverð þessara 2 liði í þessum tiltekna leik og City kostaði 128 milljónir meðan United kostaði 154 milljónir, hvað er pointið með þessu jú ekki kasta grjóti úr glerhúsi, og þá er ég ekki að beina því gegn Liverpool frekar en öðrum liðum

  40. Ef United eða Arsenal vinna meistaradeildina fara þeir þá ekki sjálfkrafa í meistaradeildina og þ.a.l. fara 5 lið áfram úr ensku deildinni?

    Ég held að það sé búið að fara yfir alla þessa möguleika. Það er sama hvað gerist, hverjir vinna CL og EL – eina leiðin fyrir Liverpool til að komast í CL á næsta tímabili er að lenda í fjórða sæti. That’s it.

  41. … og á sama tíma og þú tala um að sköpun starfa og fleira ættiru kannski að hugsa til verkamannanna og barnanna sem vinna fyrir og stuðla að ríkidæmi eigenda City fyrir sennilega ekki neitt. Þessir menn ættu kannski að líta sér aðeins nær og byggja upp samfélagið í sínum eigin löndum þar sem að mannréttindabrot eru svo gott sem sjálfsagður hlutur.

    Annars að efni færslunar þá er nú alltaf gaman að fara í leik með tölur. Liverpool á auðvitað sénsinn en hann er tæpur. Hins vegar mæta t.d. City Man. Utd, Arsenal, Spurs og Villa öllum í röð og Spurs mæta Arsenal, Man Utd og Chelsea í röð. Þarna er nokkuð ljóst að stig munu tapast og City gætu t.d. hæglega tapað 4 í röð þarna. Sjálfur held ég að Villa haldi ekki út. Þeir eru nú þegar farnir að sýna rosaleg þreytumerki þrátt fyrir að hafa dottið tiltölulega snemma út alls staðar annars staðar enda notar O’Neil bara 13-14 leikmenn. Nú þurfa Liverpool bara að vinna alla sína leiki og ekki láta hanka sig á því að vera ekki með stigin sem til þarf ef svo skyldi fara að Villa, City og Tottenham misstígi sig.

  42. Ég vil halda í vonina eins lengi og möguleiki er á, en þetta er orðið ansi hæpið. Annars er alveg klárt að Liverpool á klárlega lang besta programmið eftir af þessum liðum sem eru að berjast um þetta síðasta CL sæti og það viðheldur voninni hjá mér en ég vil líka taka það fram að ég var einn af fáum sem sat áfram og horfði á seinni hálfleikinn 25 maí 2005 þegar flestir gáfust upp og fóru heim, ég sá ekki eftir því 🙂

    Ef staðan verður þannig fyrir leikinn gegn Chelsea að það verði “í okkar höndum” hvort Man Utd eða Chelsea verða meistarar þá er alveg ljóst hvernig ég vil að það verði tæklað af okkar mönnum 🙂 að því gefnu auðvitað að við eigum ekki séns í CL. Annars er ég að vona að Arsenal taki þetta í ár.
    Arnór # 41. Held að svarið við spurningu þinni sé nei 🙁

  43. Mér var svo mikið niðri fyrir að ég gleymdi að setja spánna mína um 4.sæti inn.
    Ég segi að ef Liverpool vinnur alla leikina sem þeir eiga eftir 72 stig þá fá þeir 4.sæti
    Milli Tottenham , Villa og City snýst þetta um hvaða lið heldur haus.
    Liverpool hefur smá forskot andlega að því að þeir hafa engu að tapa miða við stöðuna það býst enginn við því að þeir fái 4.sæti úr þessu og því segi ég Liverpool fær 4.sæti ef þeir vinna rest

  44. Mér finnst pínulítið óþægilegt að það sé annar Toggi farinn að tjá sig hér, þó ég sjái engin merki um að hann sé sérstaklega til skammar. En má ég biðja hann vinsamlegast um að aðgreina sig með einhverju móti, þar sem ég hef kommentað hérna (stopult raunar) í þónokkuð langan tíma.

  45. Djöfull líst mér vel á kommentið hjá Hafliða 46. Það voru margir sem fóru frá viðtækjunum í hálfleik 25 maí 2005 og sjá þeir ábyggilega eftir því enn þann dag í dag. Þeir sem sátu, munið þið hvernig tilfiningin var þegar seinni hálfleikur byrjaði? Vonleysi, vorkunsemi…reiði???? Ég man líka hvernig mér leið eftir fyrsta markið, ég fann að það var von, það var séns á að við gætum þetta eftir allt saman. Eftir annað markið fagnaði ég rosalega, mér fannst við allavega vera að sína karakter og við gáfum Milan ekki möguleikann á að klára leikinn í öðrum gír. Svo kom þriðja markið. Tilfiningin var ólýsanleg, okkur tókst þetta. Framlengingin var taugastrekkjandi og var ég kominn á skeljarnar í amen stellingu og bað æðri máttarvöld um aðstoð…og hana fengum við. Við kláruðum dæmið í vító og tilfiningin sem fylgdi því var hreint út sagt ÓLÝSANLEG!!! Þessi leikur sýndi það að ALLT er hægt…ef viljin er fyrir hendi.

    Í síðustu þremur leikjum hef ég tekið eftir því að liðið er enn fullt af eldmóði og baráttu, þó ílla fór á móti United þá ættu menn að telja hversu oft United komust í gott skotfæri. Við börðumst áfram allt þar til leik lauk og áttum við tvö ágætis færi í lokin en því miður fóru þeir boltar ekki inn, en baráttan var til staðar. Þessi baráttuandi mun ekki hverfa og mun liðið okkar ekki hætta fyrr en að síðasta leik loknum. Það er mín trú að við munum ná 21 stigi í síðustu sjö leikjunum og byggi ég þá trú mína á úrslitaleiknum 2005.

  46. Held það sé alveg klárt að ef við vinnum alla okkar leiki þá náum við 4. sætinu. En það er hægara sagt en gert, eigum erfiðan leik eftir gegn Chelsea sem verða væntanlega í baráttunni um titilinn á þeim tíma. Birmingham á útivelli gæti líka reynst erfitt. Annars er ég nokkuð bjartsýnn á að við getum náð í 3 stig í hinum leikjunum.

    • Mér finnst pínulítið óþægilegt að það sé annar Toggi farinn að tjá sig hér

    Já það var smá sjokk að sjá að Toggi væri allt í einu Arsenalmaður!

  47. Hjalti (#37) – ég skal svara spurningunni. Fyrir mér snýst þetta ekki um hversu ríkir eigendurnir eru heldur hvernig þeir reka klúbbinn. Segjum t.a.m. að ég væri ríkasti maður heims og gæti átt og rekið LFC án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Ég myndi samt ekki ausa peningum í liðið. Ég myndi eyða fjármunum í völl og uppbyggingu þess svæðis þar í kring og svo myndi ég styrkja markaðsmálin talsvert, en þegar kæmi að leikmönnum myndi ég gera knattspyrnustjóranum ljóst að þótt peningarnir væru til yrði hann að halda sig fyrir innan ákveðin mörk. Ef upp kæmu sérstök dæmi yrði það skoðað en annars myndi ég vilja að hann legði áherslu á að byggja upp sterkt lið frekar en að fá að kaupa fimmtán stórstjörnur.

    Ég myndi t.a.m. ekki bjóða 100+m punda í Kaká þegar liðið á greinilega enga innistæðu fyrir því að fá svoleiðis leikmann, og ég myndi ekki leyfa stjóranum að ausa 20+m punda í leikmenn á borð við Joleon Lescott og Kolo Touré. Síst af öllu myndi ég svo samþykkja að borga 33ja ára gömlum miðjumanni (Vieira) 100þ+ pund í vikulaun til þess eins að geta haft hann sem varaskeifu.

    Það yrðu takmörk á eyðslunni. City-liðið hefur, eins og Cityfan bendir réttilega á, þurft að eyða hressilega til að rífa sig upp úr meðalmennskunni og er ekkert að því, en sumt af því sem þeir hafa gert er vel fram úr hófi að mínu mati. Ef þið trúið mér ekki skuluð þið telja sóknarmennina þeirra (þ.m.t. Robinho) og pæla aðeins í því hvað þeir eru að borga þeim í laun, þegar aðeins Tévez og Bellamy virðast spila reglulega.

    Toggi – þú getur gert eitt til að vernda nafn þitt á síðunni: þú getur skráð þig á Gravatar og sett inn mynd með netfanginu þínu. Þá sjá menn muninn á þér og öðrum. Hér kommenta t.a.m. inn fleiri en einn Maggi en sá sem skrifar á síðuna er með sína mynd við nafnið sitt og því þekkir maður hann alltaf úr fjöldanum.

  48. Finnst nú fólk tala full vel um Spurs.

    Þannig ef ég á að velja á milli Spurs og City í 4. sætið þá klárlega Spurs. Þeir hafa amk. unnið fyrir þessum peningum sjálfir með þrotlausri vinnu.

    Nú er ég ekki alveg sérfróður en Spurs eiga einhverja ríka eigendur, ef ég man rétt, einnig hafa Spurs keypt og keypt leikmenn, suma fyrir ótrulegar upphæðir, besta dæmi er hann Bent, þó svo að þessar upphæðir komi nú hvergi nálægt þeim hjá City þá hefur Spurs yfirleit eytt með þeim mestu peningum af öllum félögum í ensku deildinni ár eftir ár.

    Nú er ég alveg sammála að ég vilji mun frekar sjá Spurs í 4 sæti heldur en Man city, en Spurs eru ekki saklausir af mikilli peningaeyðslu

  49. Manutd, Chelsea, Liverpool, Arsenal, Mancity, Tottenham…….öll þessi lið hafa spreðað helling. Enda eru þetta liðin með bestu leikmannahópana og munu líklega raða sér í 6 efstu sætin.

  50. Algjörlega sammála Kristján 🙂 Auðvitað vilja allir fá fjársterka aðila inn í klúbbinn, en það fylgir líka það vandamál að allir vilja topp verð fyrir leikmenn, og með fleiri góðum leikmönnum hækka launin, og þá vilja aðrir fá launahækkun. Þetta er allt eðlilegt.

    En ef einn aðili eða eitt félag á að eyða einhverjum 600 milljónum punda eða svo í að taka yfir skuldir félagsins og byggja nýjan leikvang, á sá hinn sami eflaust 100 milljónir í viðbót til að kaupa leikmenn. Við myndum ekkert slá hendinni á móti því.

    Glen Johnson var verðlagður á 18 milljónir punda. Ég veit að félagið borgaði ekki allan peninginn, en hann er samt verðlagður á þetta. Við borguðum á milli til að fá hann, og sem betur fer núna eftir að félagið fór í þrot.

    En til að keppa við þá bestu þá þarf góða leikmenn í allar stöður og það þýðir nokkrir leikmenn á góðum launum sem eru á bekknum, að rótera við aðra góða leikmenn. Það er það sem Liverpool þarf, betri hóp. Og ég er nú samt ekki að tala um 100 þúsund pund á viku + leikmenn.

    Það er efni í aðra umræðu, þetta verð á leikmönnum.

    Og to sum up: Við viljum allir það sama. Ábyrga og skynsama eigendur með nóg af peningum.

  51. Cityfan #43 auðvitað er rétt hjá þér að maður á ekki að kasta steinum úr glerhúsi, mitt point var samt ekki hvað liðið kostaði (Tottenham) þegar ég sagði að ef það hlyti 4 sætið væri það af eigin verðleikum því vissulega kostaði Tottenham liðið dágóða summu sem og ManU, Liverpool og fleiri lið. En pointið var að það er munur á hvering menn fjármagna sína leikmenn, mér finnst munur á því hvort menn fjármagna með góðu viðskiptaviti (ekki Hicks&Gillet) eða bara að vera ríkur kall að spreða pening. Þess vegna sagði ég af eigin verðleikum. Hins vegar ef ríki kallinn er búinn að eiga liðið í langan tíma og eyðir pening í akademíuna og unga leikmenn ss þroska þá til að verða mögulegar stjörnur framtíðar, þá fyrst finnst mér skítalyktin renna af nýríkum líðum. Mér finnst lúalegt að dúkka upp allt í einu með vasa fulla af peningum og yfirbjóða allt og alla. (með þessu er ég ekki að segja að það sé City sem er verra en önnur lið bara aðferðin yfir höfuð er skítleg)

    Auðvitað verða lið samt að brúa bilið, það er rétt. Og beita mörg lið öllum tiltækum ráðum og er svosem ekkert hægt að gera í því hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Menn geta samt haft á því skoðanir hvort sú leið sé rétt eða æskileg eða sanngjörn eða ekki.

  52. Bara gleyma þessum united leik og klára tímabilið með sóma,annaðhvort tekst okkur að ná 4 sætinu eða ekki,ef ekki þá bara ” shit happends” og gerum betur næsta tímabil:-)

  53. Skil bara ekki hvernig menn geta verið bjartsýnir á framhaldið..Við spiluðum leik í gær sem við urðum að vinna, en þjálfarinn stillti upp liði sem átti fyrst og fremst ekki að tapa.Já og beið í heilar 15 min. með breytingar eftir að liðið lenti undir.Honum hefur fundist liðið vera svona frábærlega…right!!.
    Er eitthvað sem segir að hann muni mæta í restina af tímabilinu og stilli upp liði til að vinna hvern einasta leik?..Nei þótt liðið sé komið upp við vegg þá getur hann bara ekki viðurkennt að þessi gæluuppstilling virkar ekki..Það er bara akkúrat ekkert í spilunum sem segir að liðið eigi eftir að raka inn einhvern helling af stigum í þessum leikjum sem eftir eru…Liðið er bara nákvæmlega þar sem það á að vera í deildinni…Þessi deild lýgur aldrei til um getu liða þegar svona langt er liðið á tímabilið..
    Ég er kominn með upp í kok af þessum þjálfara og hans ógeðistaktík..Nei glasið hjá mér er ekki hálftómt..heldur galtómt.

  54. Er nú yfirleit ekki sammála uppstillingunum hans Benitez, þegar hann smelli Lucas og masch saman á móti einhverju botnliði, alveg hrikalegt. En á móti Manchester utd á Old Trafford, þá finnst mér ekkert að því að stilla upp varnarsinnaðri miðju. Það hefur skilað okkur sigrum á móti þeim áður.

  55. Mín spá. Afsakið langhundinn

    Man City. 29 leiknir, 53 stig. Hafa tapað 8 stigum færri en Liverpool. Dottnir útúr öllum öðrum keppnum.
    Everton (H) Jafntefli
    Wigan (H) Sigra
    Burnley (Ú) jaftntefli
    Birmingham (H) Sigra
    Man U (H) Tapa
    Arsenal (Ú) Tapa
    Aston Villa (H) jafntefli
    Tottenham (H) Sigra
    West Ham (Ú) tapa

    12 stig. enda með 65 stig

    Tottenham. 30 leiknir, 55 stig. Hafa tapað 7 stigum færri en Liverpool. Dottnir útúr öllum öðrum keppnum. Eru líka í FA bikarnum. Eru með langbestu markatöluna af þessum liðum og því má segja að þeir séu með eitt auka stig þar.
    Fulham (H) Sigra
    Portsmouth (H) Sigra
    Sunderland (Ú) tapa
    Arsenal (H) tapa
    Chelsea (H) tapa
    Man U (Ú) tapa
    Bolton (H) Sigra
    Man City (Ú) tapa
    Burnley (Ú) jafntefli

    10 stig. Enda með 65 stig

    Aston Villa. 29 leiknir, 50 stig. Liðið hefur tapað 5 stigum færri en Liverpool. Eiga 9 leiki eftir og taka einnig þátt í FA Cup.
    Sunderland (H) Sigra
    Chelsea (Ú) tapa
    Bolton (Ú) jafntefli
    Everton (H) jafntefli
    Portsmouth (Ú) sigra
    Hull (Ú) tapa
    Birmingham (H) sigra
    Man City (Ú) jafntefli
    Blackburn (H) sigra

    15 stig. Enda með 65 stig

    Liverpool. 31 leikinn, 51 stig. Taka einnig þátt í Europa League
    Sunderland (H) Sigra
    Birmingham (Ú) jafntefli
    Fulham (H) sigra
    West Ham (H) sigra
    Burnley (Ú) sigra
    Chelsea (H) jafntefli
    Hull (Ú) sigra

    17 stig. enda með 68 stig

    Það er best að viðurkenna strax að mér er lífsins ómögulegt að taka Liverpool gleraugun af mér. Líklega litast spádómar mínir um Liverpool leikina eitthvað af því 🙂

    Ég hins vegar neita með öllu að gefa þetta CL sæti frá okkur. LFC hefur reynsluna og að sjálfsögðu hefðina með sér í liði. Í gær töpuðum við okkar síðasta leik á þessu tímabili í deildinni. Ég er sannfærður það.

    Barráttu kveðjur frá hálendismörkunum.

    p.s.
    Afsakið lönguvitleysuna…

  56. Já Tryggvi ég er sammála þér í því að þessi uppstilling hefur dugað vel á móti United áður…En nú virðist sem liðin í deildinni séu búin að ,,lesa ´´þessa uppstillingu, og hún bara virki ekki lengur.Staðan í deildinni bendir allavega til þess..Og sem dæmi má nefna.td Babel..Benitez vissi að Gary Nevel myndi vera í bakverðinum..af hverju ekki að láta Babel á kantinn og sækja á kvikindið..
    En þrátt fyrir hvernig lið byrjaði leikinn, þá var Benitez allt,allt of seinn að breyta einhverju.Þegar kominn er hálfleikur og liðið er búið að eiga eitt skot á ramman,er þá bara allt í orden í skipulaginu? Mér finnst bara hægt að gera meiri kröfur en það á lið sem er að spila leik sem það verður að vinna..

  57. Lokastaðan mín, reyndi að horfa með raunhæfu gleraugunum en það er alveg ljóst að það getur ennþá allt gerst í sambandi við 4. sætið.

    1- Arsanal 88 stig
    2- Manure 86 stig
    3- Chel$ki 85 stig
    4 – Tottenham 71 stig
    5 – Aston Villa 70 stig
    6 – Liverpool 70 stig
    7 – Man City 69 stig

  58. Hvar er þessi svindltakki sem var verið að tala um hér að ofan?

    Það hefði mátt ýta á hann í sumar í staðinn fyrir að sofna á CTRL – ALT – Delete takkanum.

  59. 1

    Hvernig er Tottenham með léttasta prógrammið? Þeir eiga eftir Arsenal, Chelsea, ManU og Man City. Eiga erfiðasta prógrammið eftir. Villa á easy prógramm og City á 6 heimaleiki eftir (þar sem þeir eru taplausir).

    • Tottenham eru með eitthvað 12 heila aðalliðsmenn. Einhverjir 10-12 leikmenn meiddir. Tjekkið á bekknum þeirra seinast. Bara Eiður Smári og Palacios, allt hitt gaurar úr unglingaliðinu.
  60. Já, svo vil ég benda á villu.

    Tottenham – Fulham leikurinn sem er fyrstur hjá Tottenham er FA Cup leikur.

  61. @Tryggvi #53.

    Tottenham hafa eytt rosalega í leikmenn undanfarin ár, en að sama skapi selt leikmenn fyrir miklar upphæðir. Þetta hefur ekki endilega komið til af góðu, stjóraskipti hafa verið allt of tíð, og tvö ár í röð misstum við bestu mennina okkar (Carrick og Berbatov). Sumir dílarnir hafa líka verið gríðarlega góðir, við fengum 1.5m frá Portsmouth MEÐ Kranjcar, í skiptum fyrir Boateng, seldum Bent á sama verði og við keyptum hann, o.s.frv. Levy er harður samningamaður sem fær það sem hann vill. Hann er fyrir vikið ekkert sérlega vinsæll, og var t.d. kallaður öllum illum nöfnum af einum stjórnenda þessarar síðu.

    Þrátt fyrir þessa miklu eyðslu hefur klúbburinn verið rekinn mikið til með hagnaði síðustu árin, einn af svona 3-4 í Englandi sem geta státað af því. Tottenham er skráð í kauphöllina í London, þannig að það er hægur vandi að kíkja á árs- og árshlutauppgjör viljir þú skoða þetta nánar.

    Hvað efni færslunnar varðar, þá er ég hóflega bjartsýnn á þetta. Við eigum sennilega erfiðasta prógrammið eftir og meiðsli á versta tíma eru ekkert að hjálpa okkur. Það er fullt af “aðalliðsmönnum” meiddir, en ef maður á að vera 100% sanngjarn þá eru bara 5 sem væru algjörlega bókaðir í byrjunarliðið (Palacis, Huddlestone, Lennon, Defoe og King). Breiddin er engin eins og er, til marks um það spiluðu Kaboul og Modric á miðri miðjunni á móti Stoke um helgina. Ef við verðum ennþá í séns þegar kemur að City leiknum í næst síðustu umferðinni hef ég trú á því að þetta hafist, enda líklegt að lykilmenn verði komnir aftur. En það eru margir erfiðir leikir þangað til.

  62. Mér finnst svo ótrúlegt að Liverpool aðdáendur séu ennþá að tala um að við eigum ekki nóg af peningum og að við höfum ekki keypt nógu góða kalla út af því að eigendurnir samþykktu ekki hina og þessa sem Benitez vildi kaupa.
    skoðiði leikmannahópinn vs. leikmannahópinn sem sigraði meistaradeildina 2005, skoðið Arsenal liðið vs. Liverpool liðið, skoðið City stjörnurnar og Tottenham liðið vs. Liverpool. Munurinn er enginn. City spreðaði og spreðaði, samt eru þeir að berjast við að ná fjórða sætinu. Arsenal splæsir alltaf í litla kalla til að gera þá betri, Tottenham er með meðal leikmenn innanborðs en gott management. Utd. er með kalla keypta á mjög eðlilegu verði og enga innkeypta stórstjörnu en valinn mann í hverri stöðu og yfirleitt tvo. Liverpool hinsvegar er með englandsmet í að kaupa bakverði og helst bara skítsæmilega bakverði á of mikinn pening. Og selja þá á of lítinn pening. Liverpool er með heimsmet í að hylla einstaka leikmönnum óháð getu og gera lítið úr öðrum á móti, óháð getu. Liverpool hefur lítinn áhuga á góðu miðjuspili og Liverpool hefur lítinn áhuga á sóknarþunga. En Liverpool hefur mikinn áhuga á að verjast og reyna að byggja á skyndisóknum sem öll önnur lið hafa séð í gegnum fyrir löngu.
    Þetta hefur ekkert að gera með hvort við keyptum Barry eða keyptum ekki Barry, eða hvort við seldum Alonso eða seldum ekki Alonso. Þetta hefur allt að gera með uppstillingu og motivation á leikmönnum. Knattspyrna er skák með lifandi leikmönnum sem byggir á því að mótspil okkar sé árás á mótspil andstæðingsins. En okkar stjórnun er bara ekki nógu klár, hugmyndarík, djörf eða gáfuleg til þess að bregðast við mótspili mótherjans. Þannig að Managementið er gallinn okkar, ekki leikmennirnir eða leikmannakaupin og svo að fólk nái áttum líka varðandi knattspyrnu, þá er gengi liðsins ekki Gillette og Hicks að kenna.

  63. @66 – takk Magggi – ég er búinn að laga þetta. Nota bene, þetta breytir slatta af kommentum, þar sem menn hafa sennilega verið að reikna Tottenham of mörg stig. Ég setti semsagt bikarleik þeirra gegn Fulham inn sem leik í deildinni og því hafa væntanlega einhverjir reiknað þeim stig líka fyrir þann leik. Ég biðst velvirðingar á þessu.

  64. Miðað við þá leiki sem eftir eru þá er líklegt að Liverpool endi í 5.sæti.
    Ef hinsvegar þeir ná 4.sætinu þá verður það að teljast góð blanda af baráttuanda og heppni….

  65. Ég ætla að spá þessari lokaniðurstöðu:

    1. Manure
    2. Arsenik
    3. Chelski
    4. Tottenham
    5. Mancity
    6. Liverpool
    7. Aston Villa

    Yrði mjög glaður ef okkar menn lentu ofar, en við sjáum til. Áfram Liverpool ávallt – sama hvort ríkur maður eigi það eða ríkt félag eða ekki … ég mun aldrei geta annað en stutt Liverpool! 🙂

  66. Magnað að menn séu að kalla man utd Manure. Sérstaklega í ljósi þess að ef einhver minnist á hillsborough eða heysel verður allt brjálað. Hræsni á háu stigi og segir allt um þroskastig manna.

    • Magnað að menn séu að kalla man utd Manure.

    Nú verð ég bara að játa fáfræði mína! Er þetta eitthvað tengt Munich slysinu eða?

  67. “Manure, manure rotting in his grave” var sungið um Duncan Edwards þegar hann lá á dánarbeðinu eftir flugslysið.

  68. Manure dæmið er algjörlega óskylt Munich slysinu, þó svo að einhver hálfviti eða hálfvitar hafi notað það í afar annarlegum tilgangi, þá er orðið Manure um Man.Utd ekki tengt þessu hörmulega slysi.

  69. Bændur í Bretlandi tala líka um Manure, ekki eru þeir að vanvirða United mennina.
    Sjúddirarirei, fáir stuðningsmenn þekkja betur til mannlegs harmleiks en stuðningsmenn Liverpool. þegar ég segi að mér þykir leiðinlegt að þínir menn hafi farist í flugslysi þá skaltu trú því að ég meina það.

    Ef þú getur ekki gert betur en að tengja mýkju við dauða þinna manna þá legg ég til að þú tjáir þig ekki meira um þessi mál. Nema þá að segja eitthvað jákvætt.

  70. “The term is only used by other supporters as a complete and utter insult to our club. The “u” is meant to be “you” by the rival fans.
    An early example of its usage is this chant by West Brom fans: “Duncan Edwards is manure, rotting in his grave, man you are manure- rotting in your grave”. The origin of “Man u” is a song to insult the dead Duncan Edwards.
    Liverpool and Leeds fans copied this with their own man you /u versions to insult all of the lads who died at munich.
    “Man U Man U went on a plane Man U Man U never came back again”
    and..
    “Man U Never Intended Coming Home” (if you combine the first letter of each word you get the word “munich”).
    I hope this makes it clearer that saying man u is an insult”

    Ég get ekki lesið mikið jákvætt úr þessu, sorry.

    http://community.manutd.com/forums/t/4772.aspx

  71. Ég veit ekki alveg hvað þú ert að reyna hérna sjúddirarirei, það er alveg sama hvað þú segir um það, manure þýðir mykja, very simple. Þess vegna nota Liverpool stuðningsmenn (og aðrir) orðið yfir Manchester United, ekki tengt Munich slysinu á neinn hátt.

    Svo þetta dæmi sem þú kemur með hérna að ofan, mér sýnist það ekki einu sinni fjalla um orðið manure, heldur meira Man U, sem ég veit ekki betur en mjög margir stuðningsmenn Manchester United nota sjálfir dags daglega.

  72. mér er slétt sama hver íslenska þýðingin er, ef þú lest textann þá sérðu hvað er sagt um manure. Það sem ég er að reyna að benda ykkur á er hræsnin í því að kalla man utd manure á meðan menn grenja af reiði ef einhver minnist á hillsborough. þetta truflar mig ekki en ég var virkilega hissa þegar ég las ummæli hérna fyrir nokkru þar sem talað var um manure og hvað þá frá púlurum. hvort sem menn gera grín að munich eða hillsborough þá finnst mér það ósmekklegt og sama hvort þér líkar betur eða ver þá kom þetta gælunafn fyrst eftir flugslysið. Geri allavega ráð fyrir því að heimamenn sem eru aldnir upp við man utd og sögu þess þekki þetta betur heldur íslenskur púlari.

  73. Hvernig væri að bara uppnefna engan? Þegar ég byrjaði að skrifa á þessa síðu fannst mér fyndið að kalla Rooney Shrek. Það eru sex ár síðan og ég er löngu hættur slíku, nema í ýktustu tilfellum og þá yfirleitt bara í góðlátlegum húmor.

    Ég les helling á netinu um enska boltann og hef það yfirleitt sem reglu að ef ég les grein sem byrjar á að uppnefna einhvern leikmann eða lið þá hætti ég að lesa. Ég er nokkuð sannfærður um að Liverpool-stuðningsmaður sem þarf að kalla Sir Alex Ferguson Slur Alex eða Rednose eða eitthvað álíka hefur ekkert að segja sem ég gæti grætt á.

    Það er fín lína á milli þess hvaða uppnefni eru í lagi og hvað ekki og því er best að sleppa því bara alveg.

  74. Fyrst og fremst hlýtur það að fara eftir einstaklingnum sem segir þetta, hver meiningin er. Ég hef mikið notað þetta mykju-orð og eingöngu í gríni – hafði satt best að segja ekki vitað um tenginguna við eitthvað sorglegt í sögu Man U. SSteinn segir í raun það sem ég vill segja.

    Chelski og Arsenik … engin komment út á það? Kannski maður noti það áfram. Annars á maður jú ekkert að vera að uppnefna, en plís … plís … plís … þeir sem hið minnsta þekkja mig og minn fótboltaáhuga og liðsstuðning, vita að það er engin meining nema þá helst misheppnuð fyndni hjá mér.

    Ég á það til að vera það 🙂

  75. @ sjúddirarirei

    Ég botna ekki þessa tenginu hjá þér!!!! Bara alls ekki!!!

    uppnefni og annað slíkt er einfaldlega partur af fótboltanum. Ég tala miskunarlaust um Macdonlads utd, Scum utd, Manure, Shrek etc etc…….

    Svona er bara fótbolti. Ég þarf stanslaust að hlusta á hinar ýmsu uppnefni um LFC. Og ég bara tek þeim. Því þannig bara er fótbolti.

    Ég tek það sem hálftíhvoru móðgun að þú skulir koma hér inn og kvarta yfir að menn séu eitthvað hamingjusamir yfir Munchen flugslysinu. Það er svo mikið bull að það hálfa væri nóg!

    Ég er líka full meðvitaður um að það eru til LFC stuðningsmenn sem finnst þetta voða sniðugt og fyndið dæmi að gera eitthvað grín að þessu. Ég get ekkert varið það.

    Jæja en allavega…

    Macdonalds utd er drasl sem má vel hverfa!!!!!! Sáttari við það ? 😉

  76. Ég nota iðulega orðið Manure um liðið á Old Toilet. Ég hef aldrei áður heyrt þessu spyrt saman við Munchen slysið og hvað þá þennan söng um Duncan Edwards. Ég er sem betur fer ekki svona vel að mér í sögu litla liðsins í Manchesterborg.

  77. sammála því að uppnefni er hluti af fótboltanum, en þegar það er gert á kostnað þeirra sem hafa dáið í slysum er það bara sorglegt, sama hvort menn viti af því eða ekki, þess vegna vildi ég nú benda á þetta upprunalega. En ykkur er frjálst að gera grín að fórnarlömbum eins og ykkur sýnist ef ykkur líður betur með það.

  78. Það sem er sorglegt hérna er að þú skulir ennþá vera að reyna að halda því fram að menn séu að gera grín að fórnarlömbum slyss. Manure þýðir mykja, ekki bara þegar það er þýtt yfir á íslensku, heldur er það merking orðsins á Englandi. Þó að einhver illa gefinn WBA maður hafi byrjað að tengja orðið við þetta hörmulega slys, þá er það fjarri sannleikanum að notkun þess um Manchester United sé í raun vísun í það slys. Sama er uppi á teningnum með Hillsborough, margir andstæðingar kalla mitt heittelskaða lið Liverpoo, og einhverjir misgáfaðir einstaklingar notuðu svo það orð í söng um það slys og vísanir þar, en ekki dettur mönnum í hug að orðið sem slíkt sé ávallt notað í þeim tilgangi að gera grín að fórnarlömbum þess slyss.

    Annars held ég að best sé að setja punkt fyrir aftan þessa umræðu, sé ekki að hún sé að skila neinu af sér.

Man United 2 – Liverpool 1

Riera á förum til CSKA Moskva