Dráttur: 8-liða úrslit (Uppfært: BENFICA!)

UPPFÆRT (KAR): Það er búið að draga og mótherjar okkar eru Benfica frá Portúgal. Seinni leikurinn verður leikinn á Anfield!

Drátturinn í heild sinni er sem hér segir:

 • Fulham – Wolfsburg
 • Hamburg – Standard Liege
 • Valencia – Atletico Madrid
 • Benfica – Liverpool FC

Sigurvegarinn úr viðureign okkar mætir sigurvegaranum úr viðureign Valencia og Atletico Madrid í undanúrslitum, og komist okkar menn þangað fer seinni leikurinn þar einnig fram á Anfield.

Líst vel á þetta. Benfica og svo mögulega Valencia eða Atleti. Bring it on!

(upphaflega færslan er hér fyrir neðan)


Dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. Drátturinn verður sýndur í beinni á UEFA.com og Vísi.is (og eflaust víðar) og mun eiga sér stað kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður dregið í Evrópudeildinni um leið og búið er að draga í upphitunardeildina. 😉

Það getur vel verið að þetta sé keppni nr. 2 í Evrópu en þegar við skoðum liðin sem eru í pottinum fyrir þennan drátt verður ljóst að þetta er samt engin smá keppni:

 • Atletico Madrid
 • Benfica
 • Fulham
 • Hamburger SV
 • Liverpool
 • Standard Liege
 • Valencia
 • Wolfsburg

Fulham eru klárlega spútnikliðið í þessum hópi en þess utan eru bara stórnöfn og frábær lið í þessum pakka. Ætli Standard Liege sé ekki slappasta liðið á pappírnum auk Fulham en það væri líka gaman að mæta liðum eins og Benfica, Valencia eða Atletico.

Ég uppfæri þessa færslu í hádeginu um leið og drátturinn liggur fyrir. Hverjir eru óskamótherjarnir?

70 Comments

 1. Væri leiðinlegt að skemma evrópu-drauma Fulham strax, svo ég segi Hamburg eða Wolfsburg, og Benfica í úrslitum, þessi keppni er nu orðinn smá spennandi. 🙂

 2. Að mínu mati eru nokkrir áhugaverðir drættir í pottinum:

  • Valencia, þar myndi Rafa mæta fyrrum lærisveinum sínum.
  • Standard, þar myndi Milan Jovanovic mæta væntanlegum samherjum.
  • Atletico Madrid, þar myndi Torres mæta sínu heimaliði.
  • Fulham, yrði gaman að fá Danny Murphy í heimsókn á Anfield í Evrópuleik.

  Persónulega vil ég forðast Fulham af því að það yrði of mikil pressa fyrir þann leik. Okkar menn hefðu ekkert að vinna í þeirri viðureign þar sem ætlast yrði til að við kláruðum en á móti gætum við gert okkur að algjörum fíflum með því að detta út fyrir Fulham.

  Ég ætla að taka hlutlausu leiðina og vona að við fáum skemmtilegt sóknarlið (og stutt ferðalag) eins og Benfica.

 3. Mínir óskamótherjar eru Wolfsburg eða Benfica. bæði lið eru góð en að mínu mati einu númeri minni en Liverpool.

 4. Hérna eru upplýsingar um fjarlægðir milli nokkurra staða í Evrópu:
  Liverpool – London = 285 km
  Liverpool – Liege = 659 km
  Liverpool – Hamborg = 855 km
  Liverpool – Wolfsburg = 889 km
  Liverpool – Madrid = 1.449 km
  Liverpool – Valencia = 1.562 km
  Liverpool – Lissabon = 1.702 km
  Varstu nokkuð að ruglast á Benfica og Tranmere, Kristján?

 5. Ég vil sleppa við spænsku liðin og Fulham – sammála ástæðum Kristjáns varðandi Fulham. Við myndum varla fagna sigri mikið, en tap væri algerlega hræðilegt. Hin liðin eru í lagi.

 6. Vonast eftir Standard Liege, stutt ferðalag og ættum á pappír að komast áfram. Bíðum með stærri fiskana þangað til í undanúrslitum.

 7. Óskamótherji væri lið eins og Wolfsburg,klárlega lakara lið á pappírum.En þar sem við ætlum að fara alla leið í þessari keppni á ekki að skipta nokkru máli hvaða lið við fáum í næstu umferð 🙂

 8. Magnús #5 – Nei ég ruglaðist ekki. Það er ekkert sérstaklega langt flug til Lissabon og þetta er ekki mikil fjarlægð (né nokkur tímamunur). Ég hins vegar hugsaði ekki út í að hin liðin væru öll nær. D’oh! 😉

 9. Fulham er búið að gera okkur greiða með að slá út Roma og Juventus. Eigum við ekki bara að láta þá sjá um Valencia líka, á meðan við berjumst við lið eins og Standard eða Wolfsburg?

  Annars er mér sama. Ég óttast ekkert af þessum liðum, eins lengi og seinni leikurinn er á Anfield.

 10. Ég hefði viljað forðast Fulham, Valencia og þýsku meistaran Wolfsburg. Eigum við ekki bara að segja Benfica? Við þurfum að borga þeim til baka fyrir að slá okkur út úr 16 liða úrslitum CL 2006 😉

 11. Er ég eitthvað að misskilja, finnst mönnum virkilega þetta vera öflug keppni ?

  Skiptir engu máli hvaða lið við fáum. Þetta eru allt fulham lið í mínum augum.

  Atletico Madrid
  Benfica
  Fulham
  Hamburger SV
  Liverpool
  Standard Liege
  Valencia
  Wolfsburg

 12. ég mundi kjósa eitthvað þýskt stál. vonast því til að fá hamburger eða wolfsburg. svo mundi ég gjarnan vilja fá valencia í undanúrslitum og atletico madrid í úrslitum.

  ég nenni ómögulega að fá lið eins og fulham eða standard. það er engin stemmning yfir slíku einvígi jafnvel þótt mótherjinn geti verið stórhættulegur.

 13. Sælir.

  Ég bara finn ekki nörkin úr leiknum í gær. Ekki á goal101 enn. Næ ekki einbeitingu í vinnunni fyrren ég sé þetta.
  Getiði hjálpað?

  Takk.

 14. ég vil Standard Liege, bara af því að mig langar að sjá Milan Jovanovich í action á móti tilvonandi samherjum. ég hef skoðað hann á youtube og þetta er maður með mikla hæfileika og ég hlakka svakalega til að sjá hann í rauðum galla á Anfield.

 15. Einmitt, Einar Örn. Fáránlega pirrandi, þeir hafa heimaleikinn líka gegn Bayern í seinni leik. En Barca – Arsenal verður svakaleg viðureign.

 16. ManU eru ekki eðliega heppnir. Hvernig er hægt að forðast 3 bestu liðin alla leið í úrslitaleikinn ? Ekki það að það er alltaf gaman að sjá þá tapa í úrslitum ; = )

  Leiðinlegt finnst mér að sjá Arsenal Barca mætast, hefði viljað bæði þessi lið lengra í keppninni en svon er þetta bara.

  Já og svo mikið er ég spenntur fyrir Lyoin Bordoux leiknum, jibbíí !

 17. Draumadráttur Tómasar inga Tómarssonar þjálfara hk.
  Arsenal – Barcelona
  Bayern – man utd.
  Ekki allveg sammála einari erni hér á undan að bayern sé auðvelt lið.
  Þetta verður ekki auðvelt verkefni fyrir man utd þótt einar vill meina annað.

 18. Addi (#22) – Bayern er engan veginn auðvelt lið og það er enginn að segja að United séu með örugga leið í úrslit. En þeir forðast Arsenal, Barca og Inter alla leið í úrslitin, það er heppni.

 19. Ég hefdi talid arsenal vera audveldari leid í úrslit heldur en bayern… En thad er greinilega bara ég

 20. Skal kvítta undir það Kristján Atli að það er heppni að losna við Arsenal,Barca og Inter.
  ‘Eg misskildi eitthvað það sem Einar Örn skrifaði og biðst formlegrar afsökunar á því. 🙂

 21. Sælir strákar…vitiði hvar ég get fylgst með drættinum á netinu, þ.e.a.s annars staðar en á vísi.is ?????

 22. vill fá Fulham í 8-liða úrslitum og losna við spænsku liðin í undanúrslitum…

  enn já… ef United klárar Bayern þá ættu þeir að eiga nokkuð greiða leið í úrslitaleikinn…. sleppa klárlega við erfiðustu liðin í undanúrslitum

 23. Benfica!

  Efsta liðið í Portúgal og fyrst í Portúgal. Alvöru leikur!!!

 24. @27 – ég vona innilega að Bayern vinni Man U, en ég held að flestir Man U stuðningsmenn hefðu valið Bayern umfram barca, inter og arsenal. Og að fá annaðhvort franska liðið í undanúrslitunum er náttúrulega slæmur brandari.

  Auðvitað eru þetta allt sterk lið, en þetta er samt klárlega léttasta leiðin.

 25. Takk fyrir Hafliði….Benfica – Liverpool og Liverpool með Anfield leikinn í seinni leik…get ekki verið annað en ánægður með það

 26. United myndi slátra Arsenal. Létt leið? AC Milan og Bayern Munchen.
  Og svo mögulega gegn frönsku meistörunum ellegar Lyon sem slógu Creal Madrid út.

 27. Ef við förum áfram í undanúrslit er það Valencia eða Atletico Madrid!

  Frábær dráttur – verður mjög skemmtileg keppni!!!!

 28. Ég hefði nú reyndar viljað fá annan undanúrslitamöguleika. Þannig að ef við viljum fara alla leið, þá þurfum við (líklega) að vinna Benfica, Valencia og Hamburg. Undanúrslitin væru erfiðust.

 29. Jæja mér líst nokkuð vel á þetta en þetta Benfica lið er stórhættulegt og með marga skemmtilega leikmenn en við eigum samt að vinna þetta. Of svo verður skemmtilegt ef við fáum tækifæri á annað hvort Valencia eða Gamla liðinu hans Torres.

 30. þetta er hörkulið… eru t.d. með Argentínumennina Di Maria, Pablo Aimar og Saviola

 31. Já þetta er bara fínt, Dóri Stóri var að óska eftir því að leikmaður að nafni Oscar Cardozo hjá Benfica kæmi til Liverpool í kommentum eftir leikinn í gær ef ég man rétt, vona að sá piltur fari nú ekki að brillera á móti okkur 🙂

 32. Mér lýst bara vel á þetta. Þetta er ekki auðvelt, en þetta ættu að vera skemmtilegir leikir. Það er líka gott að mínu mati að fá seinni leikinn sem heimaleik í báðum næstu umferðum (ef allt gengur upp).

 33. Svipuð eða erfiðari leið en United þarf að fara í meistaradeildinni.

 34. Jónsi (#47) skrifaði:

  „þetta er hörkulið… eru t.d. með Argentínumennina Di Maria, Pablo Aimar og Saviola“

  Og við erum með Mascherano, Insúa og Maxi uppí stúku. Þá vitum við hvaða viðureign Maradona horfir á í 8-liða úrslitum. 🙂

 35. Maradonna minnir mig alltaf á hershöfðingjan á neðri hæðinni; lítill, feitur og svindlar stundum með hendinni 😀

  Annars er ég bara sáttur við þennan drátt. Benfica er mjög hættulegt lið en þó lið sem við eigum að vinna ef við spilum eðlilegan leik.

 36. Hvenær kemur inn umfjöllun um leikinn á sunnudaginn? Er að deyja úr spenningi.

  Ég skil ekki hvað Riera er að huga. Já það getur verið gott að komst eitthvert til að spila. En ef leikmaður stendur sig vel á Old Trafford þá hjálpar það mikið til við að komast í spænska landsliðið.

  Ég hafði mikið álit á Riera og ég man eftir honum spila vel gegn united. Núna með þessu hefur hann talað sig algjörlega út úr liðinu gegn United.

  Ég hefði viljað hafa hann inná gegn United. 0% líkur á því og það er engum öðrum að kenna nema honum sjálfum.

 37. Hefði viljað sjá okkur mæta Valencia/Atletico í úrslitum, lítur út fyrir að fjögur bestu liðin í keppninni séu að fara að mætast innbyrðist áður en úrslitaleikurinn verður spilaður, annars góður dráttur, skemmtilegir leikir framundan 🙂

 38. Var það ekki Benfica sem sló Liverpool út úr CL-deildinni 2006? Eigum við ekki harma að hafna og trúa því að liðið vilji hefna þeirra ófara???

  Ég er dálítið hræddur við Benfica en ég vil hafa trú á mínum mönnum.

  Við tökum þetta! Áfram Liverpool!!

 39. Mér finnst helmingurinn af liðunum í 8 liða úrslitum í Europa cup sem allveg gætu verið í 8 liða úrslitunum í meistaradeildini á næsta ári þannig að Europa Cup er enginn brandari eins og sumir vilja meina

 40. Maður getur í raun sagt að við erum í betri málum en Real, AC, Chelsea ofl lið sem duttu strax úr 16 liða úrstlitum í meistaradeildinni. Við fáum örugglega ágætis tekjur úr þessari keppni og ennig ágætist möguleika á titli.

  Semsagt ekki alslæmt eftir allt.

  PS: held að ManU megi þakka fyrir að eiga seinni leikinn á OldTrafford og því held ég að þeir fari áfram. Þeir gæti hinsvegar auðveldlega lent í vandræðum gegn frönsku liðunum.

 41. 48 Hafliði, það er rétt munað hjá þér, ég væri vel til í að fá Cardozo til okkar. Ég mæli með að menn hafi augun á honum í þessum tveimur leikjum.

  Þetta er flottur dráttur, við fáum skemtilega leiki sem trekkja vel að og því ætti góður peningur að koma í kassann. Það myndi svo ekki skemma fyrir að klára dæmið með því að vinna alla leikina öruggt 😉

 42. Þetta verða flottar viðureignir og í fljóti bragði þá virðist sem fjögur sterkustu liðin muni mætast í tveimur leikjum. Þessir andstæðingar eru allir í CL standard þannig að það er ekki hægt að kvarta yfir gæðum andstæðinga. Það hefði vissulega verið hægt að fara auðveldari leið en ég vil frekar fá tvo/fjóra eðalleiki en tvo/fjóra leiki gegna minni liðum.

 43. væri snilld að mæta Valencia í undanúrslitum…. EF sko…. þá myndu þeir koma með 20 leikmenn á Anfield og fara þaðan með 17… Villa, Silva og Mata urðu eftir hjá okkur… snilllllllllllldddd

 44. Kubburinn. ég held að það séu svipaðar tekjur á því að vinna Evrópudeildina og að komast í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni. Ég er samt ekki viss, en mig minnir að ég hafi séð þessar tölur einhverntíman…

 45. Jói: Hvaða 4 lið væru það? Ekki hægt að finna lið í 8-liða sem er betra núna en lið í 8-liða CL annað en CSKA Moskva.

  Allavega, Benfica er skemmtilegur mótherji og þýðir ekki að reyna að pota inn einu marki og halda velli. Líklegt að það þurfi að leggja upp með að skora mörk en ekki mark. Hef fulla trú á að við getum klárað þá núna.

 46. 63# fulham var allavegana með roma í riðli og enduðu fyrir ofan þá ef ég man rétt… bjorn arne riise fór ílla með stóra bróðir á Craven Cottage.

 47. Kubburinn. ég held að það séu svipaðar tekjur á því að vinna Evrópudeildina og að komast í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni

  Það gæti hugsanlega staðist varðandi verðlaunafé frá UEFA, en ég trúi ekki öðru en að liðið fái meiri pening af því að vinna Evrópudeildina (við fórum í 32 liða úrslit þar þannig að það væri 4 heimaleikir og úrslitaleikur versus 1 heimaleikur ef við dyttum útúr 16).

 48. Magnús það yrðu Liverpool Valencia Benfica og. Ég veit að Liverpool yrði að taka sig á og komast í 4 efstu sætin en ef við komumst í 4 efstu sætin erum við með eitt af 8 bestu liðunum í evrópu. Síðan var ég líka að hugsa um Atletico Madrid þegar ég skrifaði þetta en þeir eru 10 stigum á eftir 4 sæti þannig að það er 3/8 liðana í 8 liða úrslitum sem mér finnst núna að eigi ca. 50/50 séns að komast í 8 liða úrslitin í meistaradeildini á næsta ári imo.

 49. Held að þetta tímabil muni enda vel. Við tökum þessa Evrópudeild, tökum fjórða sætið og rúllum yfir MANU á morgun og skemmum þar með þeirrra tiltildrauma.

 50. Þetta er munurinn á tekjum sem eru í boði

  Bonuses Champions League 2008/2009 – 2009/2010

  Group Stage (fixed): €5.4m – €7.1m
  Group Stage Victory: €600k – €800k
  Group Stage Draw: €300k – €400k
  Round of 16: €2.2m – €3m
  Quarterfinal: €2.5m – €3.3m
  Semifinal: €3m – €4m
  Losing Finalist: €4m – €5.2m
  Winner: €7m – €9m
  Theoretical Maximum: €23.7m – €31.2m

  Bonuses UEFA Cup/Europa League 2008/2009 – 2009/2010

  Group Stage (fixed): €115k – €900k
  Group Stage Victory: €40k – €120k
  Group Stage Draw: €20k – €60k
  Round of 32: €70k – €180k
  Round of 16: €70k – €270k
  Quarterfinal: €300k – €360k
  Semifinal: €600k – €630k
  Losing Finalist: €1.5m – €2m
  Winner: €2.5m – €3m
  Theoretical Maximum: €3.815m (CL 6.2x more) – €6.06m (CL 5.1x more)

  Svo telja auðvitað tekjur af heimaleikjum sem ekki eru inni í þessum pakka.

 51. Reina, Insua, Johnson, Carra, Agger, Lucas, Mascherano, Kuyt, Maxi, Gerrard, Torres

 52. 64 :

  Rangt og rangt.

  Roma vann riðilinn, gerði jafntefli í London og vann í Róm.

Liverpool 3 – Lille 0

Manstu eftir United á morgun !