Liverpool 3 – Lille 0

Við erum komnir áfram í 8 liða úrslit í Evrópudeildinni eftir fínan sigur á Lille í kvöld þar sem ég var aldrei stressaður yfir sigri okkar manna. Í raun líður mér eins og þetta hafi verið fín upphitun fyrir LEIKINN á sunnudaginn, Torres með 2 mörk og Gerrard virkaði beittari en undanfarið.

En byrjunarliðið var eftifarandi:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Á bekknum: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Degen, El Zhar, Kelly.

Mér fannst við miklu betri en Lille fyrsta stundafjórðunginn en það dró til á 8 mínútu þegar Lucas fékk dæmda vítaspyrnu sem Gerrard skoraði örugglega út. Mikilvægt að fá mark snemma í leiknum og núna var einvígið jafnt. Við markið komust Lille aðeins betur inní leikinn en við héldum áfram að fá nokkur hálffæri ma. Glen Johnson en hann gerði allt rétt nema þetta síðasta! Stuttu síðar fékk Lille sitt besta færi þegar táningurinn Hazards prjónaði sig í gegnum vörnina en Reina varði vel með kálinu. Bæði sýndu tilburði til að sækja án þess að fá dauðafæri.

Mér leið vel eftir fyrri hálfleikinn og fannst þetta bara vera spurning hvenær annað markið kæmi og þá myndi leikurinn verða okkar. Seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Torres skoraði þetta mikilvæga mark og kom okkur í forystu í einvíginu 2-0. Leikurin þróðist síðan svipað og sá fyrri, bæði lið sóttu án dauðafæra en stundum fannst mér Carra/Agger vera svolítið tæpir án þess að lenda í miklum vandræðum.

Á endanum var það svo Torres sem lokaði leiknum í blá lokinn þegar hann fékk boltann til sín eftir gott skot Gerrard og lyftinum boltanum snyrtilega yfir markmanninn, 3-0 og sigurinn endanlega tryggður.

Heilt yfir var þetta solid frammistaða okkar manna, ekkert ósvipað leiknum gegn Portsmouth þe. við vorum betri en samt ekkert að yfirspila andstæðinginn, gerðum það sem þurfti (og kannski aðeins betur). Liðið var að spila vel og er alveg á tæru að sjálfstraustið ætti að vera betra eftir tvo góða sigra í vikunni þegar við mætum Man Utd á sunnudaginn.

Við erum núna komnir í 8 liða úrslit og verður dregið á morgun. Ég segi að við eigum skýlaust að stefna á þessa dollu og síðan bjarga andlitinu með því að vinna nokkra eftirminnilega sigra núna á vormánuðum. Er þá ekki tilvalið að byrja á næsta leik?

Maður leiksins: Torres, skoraði tvö mörk og virðist vera að stíga upp.

ps. Gaman að Höddi Magg. skyldi lýsa leiknum (var hann ekki hættur að lýsa LFC leikjum).

47 Comments

 1. Flottur leikur þar sem allt gekk upp. Til hamingju allir með sigurinn, næst er það United og efast ég ekki um að við eigum eftir að klára þann leik líka nokkuð örugglega 😀

 2. Vá hvað Lucas og Kuyt voru geggjaðir. Nei nei ég ætla nú ekki að starta svona vitleysu, þeir áttu báðir sinn þá í 2 mörkum og gerðu þetta vel í kvöld en maður leiksins Fernando Torres.

 3. Bara gleði í gangi hérna megin, var ánægður með að Lucas skildi læra smá af Aquilani og nota það í fyrri hálfleik. Hann var með betri mönnum fyrstu 45.
  Torres og Gerrard að standa sig mjög vel og Kátur að spila sinn venjulega bolta sem er umdeilanlegt.
  Masch og Carra voru einu mennirnir sem voru full shaky fyrir minn smekk, þeir voru samt sem áður að gera ágætis hluti. í heildina litið var liðið sprækt og viljugt til að vinna og ástæðan fyrir sigrinum er sú að við lögðum upp með sóknarbolta. (í þriðja sinn á vertíðinni.)

 4. Jákvæðasta við annars ágætan leik var, að fá Hödda Magg aftur á Liverpool leik.

 5. Sigur og héldum hreinu það er það sem skiptir máli og er ánægður að þessi leikur fór ekki í framlenginu rétt fyrir scum leikinn.Núna er gríðarlega mikilvægur leikur um helgina og við náum sigri í honum þá má segja að það myndi bjarga leiktíðinni minni, á marga man utd vini og það væri gaman að þagga í þessum fávitum.En annars þurfum við að eiga betri leik ef við ætlum að leggja man utd að velli en 3-0 í kvöld 8 liða úrslit og ekki mikið af sterkum liðum eftir vona að við mætum fulham í næstu umferð ég vill hefna mín á þeim eftir að þeir unnu okkur á þessari leiktíð

 6. eru fleiri en ég sem hafa áhyggjur af hlaupaþoli einstakra leikmanna þarna inn á?

 7. Ég vil þakka Riera fyrir að æsa Benitez upp, láta aðeins sjóða á annars steindauðum taugaendum, sem fékk hann til þess að standa upp og hvetja sína menn til sigurs í klefanum, og að sem meira er, hann hvatti sína menn til að sækja fram. en það er nokkuð sem hann gerir bara 2svar á leiktíð. Takk Riera!! 🙂

 8. Viktor… sko síðustu 20 mín, fannst mér farið að sjá allverulega á Torres sérstaklega, mér fannst hann bara vera þreyttur, þreyttari en aðrir leikmenn. fékk sömu tilfinningu á tímabili fyrir Gerrard og Babel. Svo virtist Agger vera alveg búinn á því þegar hann fór út af.

 9. 7 Kiddi, ég held að þú eigir við þegar liðið féll aftar í fyrri hálfleik og part og part í seinni. Mín kenning er sú að þetta sé taktík að detta aðeins aftur í smá tíma svo menn hafi meira eftir en andstæðingurinn síðustu 20 mín leiksins. Þetta er ekki vitlaust þar sem við höfum ekki það stórann hóp því þarf að hugsa aðeins lengra en næsta korterið.

 10. Þetta var solid frammistaða gegn spræku frönsku liði en það sem skiptir máli er þetta:
  *Við komumst áfram
  *Þetta var flottur undirbúningur fyrir leikinn á sunnudaginn
  *Enginn meiddist
  *Mænan: Agger/Carra, Johnson, Gerrard, Kuyt og Torres áttu fínan leik.

 11. Góður sigur, mjög góður. Þetta Lille lið er alls ekki svo slæmt. Svo er fullkomnlega eðlilegt að Torres hafi verið orðinn þreyttur í lokinn. Hann er búinn að vera frá lengi, tekur tíma að komast í 90 mín spilform. Auk þess gríðarlega vinnursamur leikmaður. En djöfull er drengurinn góður klárari, allt annað að sjá liðið með hann innanborðs. Enda er liðið farið að skora aftur. 7 mörk í síðustu 2 leikum, er það ekki met á þessari leiktíð ?

  Ég er að minnsta kosti farinn að skemmta mér aftur yfir Liverpool leikjum.

 12. Maður leiksins klárlega Torres. Lucas var virkilega góður þó hann hafi dottið svolítið aftar í seinnihálfleik. Mér fannst Babel hverfa svolítið mikið á köflum, en hann átti náttúrlega stoðsendinguna í seinna markinu, og heilt yfir fannst mér hann ágætur. Mér fannst eins og Masch væri sekúndubroti á eftir mest allan leikinn. Hann var stundum svolítið nálægt því að brjóta illa af sér.

  En við erum komnir áfram og sjálfstraustið hlýtur að vera í lagi fyrir leikinn á sunnudaginn.

 13. Ég vona að mér sé fyrirgefið smá þráðrán en mig langar að segja frá einum leikmanni sem ég vona að komi næsta sumar til Liverpool. Þetta er leikmaður Benfica sem heitir Oscar Cardozo. Ég hef fylgst með honum síðustu ár og ég verð að segja að mínu áliti myndi hann passa vel inn í leik liðsins bæði sem fyrsti striker og seconary striker. Hann hefur skorað þó nokkur mörk fyrir Benfica (51 í 80 leikjum) og er alltaf hætta fyrir framan markið. Hann hefur gott orðspor á sér í heimalandinu (Paraguay) og er þar talinn vera betri af heimamönnum en Roque Santa Cruz. Ég mæli allavega með því að menn hafi auga með honum á HM í sumar þegar Paraguay er að spila 😉

 14. 2 sigur leikir í röð , gott mál, vona að lukas haldi svona áfram, allt uppávið.

 15. Þetta var góður sigur hjá okkur mönnum og flott að vera komnir áfram. Torres gerði það sem hann gerir best og Gerrard var frábær. Gott að þeir tveir eru heitir fyrir sunnudaginn. Sigur gegn Manutd myndi gera svo óóóóóóóóóóótrúlega mikið fyrir mig!

 16. Höddi á að lýsa öllum Liverpool leikjum takk fyrir!!!!

  Velkominn aftur Gerrard. Við söknuðum þín 😀

  Mér líður allavega svona

 17. Margt jákvætt, en jákvæðast að sjá brosið aftur á Torres og Gerrard, komnir í 8 liða úrslit í keppni og þegar á það stig er komið finnst mér alltaf áherslan breytast og maður horfir á úrslitaleik!

  Glaður með liðið og spenntur fyrir sunnudeginum.

  Svona líka af því að ég er ekki viss um að íslensk eða ensk blöð muni slá því upp er frá kvöldi orðið ljóst að þátttaka LFC í Evrópukeppni þetta árið hefur skilað þeim tekjum sem reiknað var með og reyndar ríflega en það. Menn gerðu sér vonir um 16 liða úrslit CL en þessar tvær umferðir og sigurbónusar jafna það út.

  Það sem eftir lifir þessarar keppni er því gróði miðað við áætlun. Er á því að annað sé uppi á teningnum á t.d. Brúnni núna….

 18. Ekki gleyma því heldur. Að ef (stórt ef) Liverpool nær 4. sætinu og sigri í Euro-league. Yrði þetta besta tímabil LFC´síðan 2006!!!!! Það er ennþá hellingur eftir af þessu….

  koma svo rauðir!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 19. Agger segir í viðtali eftir leikinn að hann hafi ekki verið 100% fyrir leikinn vegna meiðsla og hann segir að hann voni að hann verði tilbúinn að spila leikinn á móti United. Hann gefur til kynna í viðtalinu að hann finni til í skrokknum og sé ekki tilbúinn fyrir leikinn á sunnudaginn enda séu meiðsi að einhverju leyti til staðar í huga hans þegar hann spilar. Það er því stór spurning hvort hann spili á móti United enda búinn að spila 3 leiki á ca. viku.

 20. Annar leikurinn í röð sem ég missi af, spurning um að hætta að horfa…

  En frábær sigur, eitthvað virðumst við loksins vera að rétta úr kútnum.

 21. Toffee-Shrek verður vængstífður og þetta ofmetna einsmanns lið verður kjöldregið á sunnudagin… og þá verður allt gott aftur

 22. Við erum búnir að skora 7 mörk í sömu vikunni, og það er einn leikur eftir. Torres er kominn með 4 mörk, í þessari viku, og það er einn leikur eftir ennþá.
  Ssteinn ( Fúsi ), er eitthvað stress á þér að koma heim ? Þú hlýtur að eiga barneignarfrí inni, eða eitthvað sem getur coverað þig fram í maí 😉

  Annars ætla ég bara að spá því að við komum til með að spila þetta svipað og á síðustu leiktíð það sem eftir er… taka gott rönn í lokinn, með nokkrum stórum sigrum og hirða þetta fjórða sæti og vinna þessa dollu !!

  Torres er svo mikið augnakonfekt að annað eins hefur ekki sést síðan Babú mætti á þjóðhátíð.. svei mér þá !! Ég gersamlega elska drenginn.. já og þá báða jafnvel 😉

  Insjallah… Carl Berg

 23. Ekki spurning að liðið er að gíra sig upp fyrir lokasprettinn og þá sérstaklega fyrir leikinn á sunnudaginn. Fínn bolti sem liðið hefur spilað síðustu tvo leiki. Fullt af færum sem þeir hafa skapað sér, óragari, keyra á vörn andstæðinga o.s.fr. Babel að sýna hvað í honum býr. Hann getur þetta. Torres er náttúrlega snillingur og ég er ekki í vafa um að hann er á topp 5 yfir bestu Liverpool leikmönnum sögunnar (á eftir að verða nr. 1). Marktækifærin eru líka núna opnari og inni í teig andstæðinga (hafa ekki síðan í september getað almennilega splundrað vörn andstæðinganna).

  Ég hef það á tilfinningunni að Liverpool sigri á sunnudaginn. Aðalatriðið er að klippa Rooney út, þ.e. að hafa mann stöðugt á honum (líkt og gert var í fyrra á móti Ronaldo, sem sást ekki). Það má ekki leyfa Rooney vera einan í tveggja metra radíus, sérstaklega inn í teig. Nú er bara spurning hvernig Benni stillir upp liðinu. Persónulega vil ég Maxi fyrir Kuyt og Aquilani fyrir Lucas (sem var reyndar drullugóður í kvöld).

 24. Flottur sigur í kvöld!

  En djöfull er ég orðinn spenntur fyrir leiknum á sunnudaginn! Mikið andskoti hlakkar mig til að sjá afmælisdrenginn setja þrennu á old trafford og sjá vidic fá rauða í fjórða skiptið! Hver ætli sitji fjórða víst meistari Dossena er farinn? 😉 Skýt á Degen komi inná á 86 mín og klári þetta 🙂

 25. Virkilega sáttur með margt í kvöld,gaman að sjá gerrard hafa gaman af þessu og torres að komast í form,en aðalatriðið er að liðið vann sanfærandi og öruggan sigur í kvöld,og því ber að fagna:-)

 26. Mér fannst gaman að sjá Insua stoppa nokkrar sóknir, vonandi er pilturinn að koma til í vörninni.

 27. 27 :

  ‘víst’ er ekki það sama og ‘fyrst’. Það er meira en nóg að Einar Örn sé að klikka á þessu, þurfum ekki fleiri.

 28. Það er alveg greinilegt að þeir leikmenn Liverpool sem spiluðu í kvöld hafa meiri trú á sjálfum sér heldur en margir stuðningsmenn Liverpool sem hafa kallað Europa League öllum illum nöfnum. Sagt keppnina m.a. neðan við virðingu Liverpool og ég veit ekki hvað og hvað. Ég væri fyrsti maðurinn til að viðurkenna að Liverpool hafi verið lélegir þetta season, en að segja að leikmenn nenni ekki að spila fyrir liðið (eins og margir hafa baunað síðustu mánuðina) og annað því um líkt er að mínu mati fáviska. Drullið yfir mig eins og þið viljið, en í kvöld sýndu leikmenn að þeir eru hjá Liverpool til að gera sitt besta fyrir klúbbinn (að Riera undanskildum), hvort sem það er í Europa League eða annarri keppni.

 29. Ekki bjóst ég nokkurntímann við að segja þetta en lucas var góður í leiknum 🙂 greinilegt að hann hafði gott af samkeppni eftir að aquman var góður í síðasta leik . Flottur sigur sem var svosem aldrei í hættu en þetta lille lið er nú barasta þokkalegasta lið . gleði gleði og já torres maður leiksins klárlega .

 30. Mér hefur fundist vanta gott spil í gegnum miðjuna frá vörn yfir í sókn. Spilið gekk betur á móti Portsmouth en á móti Lille. Aquilani var kannski að gera gæfumuninn.

 31. Djöfull er ég hræddur við komment eins og 18. Þó fjórða sætið náist og þessi keppni vinnist er mjög erfið ákvörðun fyrir hendi í sumar. Hana má ekki taka í flýti vegna einhvers óskilgreinds “besta árangurs”. Félagið hefur ekki efni á öðru tímabili eins og því sem nú er að klárast, það myndi einfaldlega enda með brottför Torresar, Gerrard og fleiri manna (ef þeir verða ekki farnir) og allt aftur á byrjunarreit. Stressandi vor/sumar framundan.

 32. Sælir, Fréttablaðið talar um “umdeilda vítaspyrnu”, gaman að því. Þetta er allt að smella og komin tími til. Að lokum…………..Ssteinn, vertu úti.

 33. Tók einmitt eftir þessu með umdeildu vítaspyrnuna, þarna er snillingur á ferð með pennann.

  Hvað vilja menn annars fá upp úr hattinum í dag? Fulham?

 34. GÓÐANN DAGINN aaaaalllllllllllllliiiiiiiiiirrrrrrrr og aaaaaalllllllaaaaaaarrrrrrr 🙂 😀 😉

  Það er tvent í stöðunni… 🙂 að fá sér teyju með nöfnum allra í LIVERPOOL 😉 eða vera í treyjunni – 6 FRAGAPANE – út sunnudaginn næstkomandi 😀

  AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

 35. Góður sigur á lélegu liði og gaman að sjá menn reyna spila sóknarleik aftur.

  Annars vil ég fá Valencia, fá Davidana á Anfield og leifa þeim að upplifa alvöru spemningu 🙂

 36. Mikið hrikalega var ég ánægður þegar ég heyrði rödd Hödda Magg þegar ég kveikti á sjónvarpinu, minnist þess ekki að hafa heyrt hann lýsa Liverpool leik og var kominn með upp í kok af síendurteknum Arnari Björnssyni.

 37. sumir hérna virðast vera á því að þegar við andskotumst til að vinna leik sé það vegna þess að mótherjinn sé svo ógeðslega lélegur. aðrir þakka riera fyrir heimskuna vegna þess að þessi hegðun á að hafa vakið rafa til lífsins. væri ekki ráð að koma umræðunni á aðeins hærra plan?

  annars er ég gríðarlega sáttur við gærkvöldið enda ekki annað hægt. sannfærandi sigur á góðu frönsku liði. að mínu mati voru allir leikmenn á pari í kvöld sem er ánægjulegt. gaman að sjá lucas sókndjarfari en oft áður.

  að lokum panta ég babel áfram í byrjunarliði (ótrúlegur viðsnúningur hjá mér gagnvart þeim leikmanni). kuyt er augljóslega fyrstur á skýrslu hjá rafa á sunnudaginn. þar af leiðandi berjast babel, yossi og maxi um vinstri vænginn. af þeim þremur krefst ég þess að babel fái traustið. þar af leiðandi vill ég sjá nákvæmlega sama byrjunarlið á sunnudag og var í gær.

 38. Þetta var fyrsti Liverpool leikur sem Höddi Magg lýsir í einhver 5 ár, gott að menn hafi verið sáttir við að fá kappann aftur. Er viss um að það gleður kallinn 🙂

 39. Hörður Magnússon á að lýsa öllum leikjum Liverpool, þá vinnast þeir!!!!!!!!!!!

 40. Getur verið #44 sé eitthvað skyldur Herði Magnúsar? 😉 😉 😉

 41. Var að pæla í einu, hvað er Nabil El Zhar ennþá að gera í hóp í liðinu. Í þau fáu skipti sem ég hef séð hann koma inná hefur hann getað minna en ekkert. Skil eiginlega ekkert í því af hverju hann er ennþá í klúbbnum. Maðurinn er orðinn 24 ára og hefur ekkert sýnt hingað til, á þeim aldri eiga menn að vera farnir að gera eitthverja hluti. Það eru margir yngri og betri leikmenn í liðinu sem eiga miklu frekar skilið að vera í hóp. Efstur á blaði þar er auðvitað Pacheco. Bara pæling hjá mér….

Liðið gegn Lille

Dráttur: 8-liða úrslit (Uppfært: BENFICA!)