Liverpool 4 – Portsmouth 1

Okkar menn fengu í kvöld botnlið Portsmouth í heimsókn á Anfield og þrátt fyrir dapurt gengi að undanförnu gat ekki einu sinni Liverpool-liðið klúðrað heimaleik gegn Portsmouth, en lokatölur urðu **4-1**.

Rafa byrjaði með eftirfarandi lið í dag:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Maxi – Gerrard – Babel
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Kyrgiakos, Kelly (inn f. Johnson), Lucas, Benayoun (inn f. Gerrard), Ngog (inn f. Torres), Kuyt.

Þetta Portsmouth-lið er lélegt. Því miður, það er augljóst að það hefur verið illa farið með þetta lið og þeir eru bara ekki svipur hjá sjón. Það kom því ekki á óvart að okkar menn höfðu yfirhöndina allan leikinn og unnu auðveldan sigur. Sigurinn var innsiglaður á sex mínútna leikkafla eftir um hálftíma leik en þá skoruðu okkar menn þrjú mörk; fyrst skoraði **Torres** eftir mistök markvarðar Portsmouth, svo lagði hann upp mark fyrir **Babel** og loks lagði hann upp mark fyrir **Aquilani** sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.

Staðan í hálfleik því 3-0. **Torres** bætti við fjórða markinu með einleik um kortéri fyrir leikslok en svo datt þetta niður í eitthvað kæruleysi og **Belhadj** eyðilagði hreina lakið fyrir Pepe Reina. Lokatölur því 4-1 í allt of auðveldum leik til að hægt væri að lesa eitthvað út úr honum. Það var vissulega jákvætt að vinna öruggan sigur í dag og skora fleiri en tvö mörk í aðeins fjórða sinn í deildinni í vetur en við sjáum meira hvað spunnið er í þetta lið í næstu tveimur leikjum, gegn Lille og Man Utd.

**MAÐUR LEIKSINS:** Torres skoraði tvö mörk og lagði upp hin tvö. Þrátt fyrir að mér hafi fundist Aquilani og Gerrard virkilega góðir í kvöld og næstum því freistast til að gefa Aquilani heiðurinn er ekki hægt að ganga fram hjá tveimur mörkum og tveimur stoðsendingum. Torres er maður leiksins, kominn núna með 15 deildarmörk í 19 deildarleikjum. Geri aðrir betur.

Læt þetta nægja í bili. Vonum að þetta sé vísir að betri dögum hjá liðinu. Næstu sex dagar munu gefa okkur ágætis vísbendingar um það hvort við getum farið snemma í sumarfrí eða hvort ólíkleg, jákvæð endalok eru framundan á þessu tímabili.

57 Comments

 1. takk Ssteinn!

  Torres maður leiksins, Aquilani, Mascherano og Babel líka góðir.
  Gerrard á leiðinni í bann.

 2. Loksins kom liðstilling sem var nánast fullkomin, spilamennskan var falleg, Aquilani að opna miðjuna upp á gátt með því að bjóða sig í götin og það er greinilegt að þarna er sjöfalt meiri knattspyrnumaður en Lucas á ferðinni. Aukaspyrnurnar hjá honum alveg þrælmagnaður og leikskilningur mjög góður, Hann þarf að vísu aðeins að vinna í sendingunum. Babel kemur leiknum alltaf í aukinn hraða og ef að hann væri búinn að spila jafn mikið og Kuyt þá værum við með einn besta kantmann í heimi þar á ferð. En það eru litlar líkur á að þessir menn spili næsta leik ef maður þekkir þverhausinn rétt og nánast engar líkur á að Aquilani spili á móti ManUtd miðað við viðbrögð Benitez við fallegri spilamennsku. Portsmouth var að vísu alveg úti að skíta allan leikinn svo að þessi uppstilling þarf eiginlega annan leik til að sanna fyrir Benitez að miðjan hjá honum er búinn að vera skelfileg í vetur. það eru margir sem tala um að brottflutningur Alonso sé búinn að vera hið slæma á leiktíðinni en málið er miklu frekar að stanslaus innávera Lucas Leiva er búin að lama hjarta liðsins.
  Höldum manni með leikskilning inná miðjunni og þá fer liðið okkar að gera góða hluti aftur.

 3. Lolli var Gerrard svona slappur eða var hann að gera eitthvað af sér á vellinum?

 4. Auðvita á Gerrard að fá bann, hinsvegar m.v. vinnureglur enska sambandsins til þessa, þá fer hann ekki í bann þar sem dómarinn sá atvikið, tók ákvörðun á þeim tíma og dæmdi aukaspyrnu og tiltal á Gerrard. Hinsvegar er næsti leikur okkar gegn Man.Utd svo það er aldrei að vita hvort FA breyti vinnureglum sínum og skelli honum í bann.

 5. Torres var loksins að sýna sitt rétta andlit. Þetta var akkúrat leikurinn sem við þurftum til að byggja aðeins á sjálfstraustið hjá liðinu. Gerrard var góður, besti leikurinn hans í rauðri treyju í laaaaaangan tíma. Aquilani var mjög góður í leiknum og maður spyr sig af hverju hann hefur ekki spilað meira. Virkilega gott auga fyrir spili, er ekkert að snerta boltann of oft er mjög góður fótboltamaður. Það má ekki gleyma Maxi í þessari umræðu en hann var mjög góður í kvöld. Var ógnandi á kantinum, lagði upp eitt mark og var að spila mjög vel.

  Algjör skita samt að fá á sig þetta mark undir lokin. Sýnir kannski hve mikil vinna er enn eftir til að ná þessu liði saman. Og vááááá hvað það er erfitt að fá Carra til að spila boltanum stutt. Endalausar kýlingar en ég ætla ekki að vera neikvæður.

  Flottur sigur og Gerrard væntanlega ekki með á móti Man Utd útaf þessu olnbogaskoti, alveg fáránlegt.

 6. Ef að Aquliani verður ekki með í næsta leik þá er eitthvað mikið að Rafa!!!

 7. Ef Gerrard á að fá bann á Brown líka að fá bann. Það var augljóst að hann hljóp fyrir Gerrard með olnbogann úti í þeim tilgangi að stoppa hann og boltinn víðs fjarri. Viðbrögð Gerrards voru hins vegar ekki rétt og það er annað mál.
  Fínn leikur nema dólið seinustu 10 mínúturnar og ömurlegt að gefa Portsmouth möguleika á að skora mark. Aquilani fínn og reyndar allt liðið í 80 mínútur.

 8. ok hér kemur smá stæ102 Lucas+Kuyt+(spila ekki)= 4-1 sigur… ! ! !

  you do the math…. hehehe nei ég segi svona en Aquilani hann spilar allavegann fram á við annað en Lucas, Babel flottur G&T flottir og Maxi einnig…
  YNWA

 9. Loksins Loksins, öruggur sigur þar sem maður var ekkert stressaður allan leikinn.

  Og loksins stillti Benitez upp sókndjörfu liði og bar enga virðingu fyrir andstæðingum og blés bara til sóknar og þá er ekki að sökum að spyrja 4 mörk skoruð.

  Loksins tók hann Kuyt út og hvíldi hann heilan leik.

 10. Frábær leikur á móti arfaslöku liði Hemma og félaga, en Torres, Babel og Aquilani klárlega bestu menn vallarins og þarna sýndi Aquilani að hann er þúsund sinnum betri fótboltamaður en Lucas og vonandi að Benitez sjái það. En ég vil fá Carragher úr liðinu án gríns, hann er orðinn hrikalega lélegur og gaf þetta mark alveg sjálfur með því að taka ekk þennan bolta og negla honum frá, það er ekki skrýtið að liðið fór að halda hreinu um daginn þega hann fór í bakvörðinn. Fá inn góðan Enskan miðvörð í sumar, helst Shawcross…

  En góður leikur í dag og mánudagsbölvunin er farinn frá okkur en þetta var bara einn leikur og 3 stig og liðið verður að gera miklu miklu betur ef við ætlum að ná þessu 4 sæti.

 11. Þetta var bara fínt, sammála goa # 9 varðandi Gerrard.

  Flott inkoma hjá Kelly, með þessu áframhaldi hjá honum er hann klárlega maður framtíðarinnar.

  Torres er klárlega maður leiksins og svo er bara að byggja á þessu og vinna Lille á fimmtudag og mæta svo brjálaðir á Old Trafford á sunnudag 🙂

 12. Flottur leikur þó að mótspyrnan hafi verið býsna engin, kýs Aquilani mann leiksins en Torres var líka góður. Gerrard sýndi ekki beint fyrirmyndarhegðun en einhvern veginn fannst mér Brown ekki saklaus heldur (frekar en fyrri daginn).

  Dómarinn var afspyrnu lélegur og ætti að nota hann í fuglafóður eða sem uppfyllingu við hafnargerð, sleppti tveimur til þremur augljósum vítaspyrnum og átti auk þess klárlega að reka Gerrard útaf.

  Og svo er að leggjast á bæn fyrir Lilleleikinn

 13. Vil bæta því við að mér segir svo hugur að Aston Villa tapi stigum annaðkveld á útivelli gegn Wigan 😉 og auki þannig enn á spennuna um 4 sætið.

 14. Takk SSteinn!

  Loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins, loksins sýnir Rafa smá hreðjar, notar Aquilani rétt og stillir upp alvöru liði á Anfield.

  Lið sem getur keyrt á 250km hraða yfir andstæðinginn í fyrri hálfleik og bakkað svo rólega yfir hann í þeim seinni. Ætli hann sé samt ekki aðallega að “spara” Leiva og Kuyt fyrir Man Utd um helgina. Við erum komnir með mjög gott sálfræðilegt tak á þeim og það væri alveg æðislegt að vinna þá. Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda ef það helvítis lið verður með flesta Englandsmeistaratitla. Ég vil bara alls ekki lifa í þeim heimi.

  Segir samt sitt að áhorfendafjöldi á Anfield í kvöld var sá lægsti í 3ár og þetta var fallbyssufóðrið Portsmouth sem við völtuðum yfir. Stjórn liðsins verður að vera miklu jákvæðari og sókndjarfari í sinni nálgun á þjálfun Liverpool og gera þetta mun oftar til að æfa sóknarleikinn. Sækja til sigurs í stað þess að verjast tapi.

  Burt með Rafa. Áfram Liverpool.

 15. Eitt enn, hvað tók dómarinn af okkur margar vítaspyrnur í þessum leik ?

 16. Mínir punktar…

  • Sama lið (fyrir utan Maxi auðvitað) á móti Lille takk fyrir…
  • Ef Torres hefði ekki verið svona frábær, væri Babel minn maður leiksins.
  • Hvað í f…ings helvíti var Gerrard að spá með þessum olnboga???
  • Liðið í heild hefði mátt vera miklu grimmara í að sækja stærri sigur.
  • Núna er Liverpool búið að fá 5 stigum fleira á heimavelli en á sama tíma í fyrra!!!! Pæliði aðeins í því!!!!
  • Piqionne (ath stafs) og O’Hara eru flottir spilarar. Skoða þá í sumar takk fyrir.

  @ maðurinn að austmann #7
  – Torres var loksins að sýna sitt rétta andlit.

  15 mörk í 19 deildarleikjum í vetur!!!! Hvaða andlit ertu að meina?

  En all in all… Flottur leikur á móti skelfilegu liði.

  kveðja frá hálendismörkunum

  p.s.

  Heyrðust görgin í mér suður? 😀

 17. Sælir félagar

  Sá ekki leikinn en er himinsæll með uppstillinguna og sigurinn.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 18. Aquilani var rosalega góður. Vonandi fær hann að spila alla leikina sem eftir eru á tímabilinu. Vonandi spilar Lucas ekki fleiri leiki.

  Babel, Johnson, Maxi, Aquilani, allt eru þetta góðir sókndjarfir leikmenn sem er gaman að horfa á spila fótbolta. Þessir menn eiga að fá að spila næstu leiki. Svo geta Riera og Yossi dottið inná líka. Það er nóg komið af Kuyt í bili, og nóg komið af Lucas forever. Ég trúi því bara ekki að Aquilani sé búinn að sitja á bekknum fyrir Lucas allt fokking tímabilið. Þetta er ævintýralegt rugl.

  Ég vil nákvæmlega sama byrjunarlið gegn Manutd.

 19. Þetta er sama siðferðislega spurning og þegar margdæmdur barnanauðgari lúbarinn en við skulum samt ekkert reyna að fegra þetta: Gerrard er á leiðinni í þriggja leikja bann og hann á það skilið. Oft hefur hinn viðbjóðslegi Michael Brown sloppið við bann fyrir ógeðsleg brot en að segja að hann hafi átt að fá rautt þegar Gerrard barði hann í hnakkann með olnboganum er í besta falli kjánalegt.

  Annars góður leikur og shitttttt hvað flæðið í spilinu er mikið meira með Kuyt og Lucas út úr liðinu. Aquilani er ekki þessi 30m sendinga gæi. Hann er flottur í þessu litla netta í kringum boxið og að mínu mati mætti alveg skoða að svissa honum og Gerrard, þ.e. að hafa Gerrard milli hans og Mascherano.

 20. Flottur leikur hjá liðinu. Það sem mér finnst stundum hafa verið að hjá liðinu er að það er að reyna of flókna hluti. Menn eru að senda sendingar sem “á” að senda, til dæmis þríhyrninga eða álitlega kosti ef það koma hlaup, en svo mislukkast það fáránlega af því menn hlaupa ekki í eyðurnar. Það gerðist ekki í kvöld. Það var góð hreyfing á liðinu.

  Lélegt samt að fá á sig mark. Leiðinlegt.

  Ánægður með innkomuna hjá Kelly en annars voru Torres og Aquilani frábærir og mér fannst Babel mjög góður líka. Spái að Kuyt komi inn fyrir Maxi í leikjunum gegn Lille og Man Utd. Vona heitt og innilega að Aquilani og Mascherano fái núna nokkra leiki saman. Það gæti þýtt að Rafa sé með góðan grunn til að byggja á fyrir næsta tímabil.

 21. Ég tek undir með mönnum að ég vilji sjá Rafa stilla upp sama liði á móti Lille. Kuyt var augljóslega hvíldur alveg í kvöld svo hann geti komið inn fyrir Maxi í þeim leik en annars vil ég helst engu breyta. Gætum séð Lucas koma inn líka ef Rafa treystir Aquilani ekki enn í tvo leiki á stuttum tíma en ég myndi halda að eðlilegra væri að leyfa Aquilani að byrja áfram gegn Lille (þurfum að sækja og skora mörk) og svo myndi Lucas byrja á Old Trafford þar sem við munum þurfa að vera þéttari og verjast meira.

  Sigurinn í kvöld var samt ekki bara góður af því að Lucas og Kuyt voru ekki í liðinu. Við megum ekki lesa of mikið út úr þessum úrslitum því andstæðingarnir voru vægast sagt lélegir.

  Annars virðist ég hafa algjörlega misst af olnboganum hjá Gerrard. Ég var á talsverðu kjaftæði við sessunauta mína þegar leið á leikinn og því sá ég ekkert eða heyrði af þessum látum á milli Gerrard og Brown fyrr en ég las ummælin hér við leikskýrsluna. Hvað gerðist eiginlega?

 22. Orð fá því varla lýst hvað ég var ánægður með uppstillinguna í kvöld LOKSINS LOKSINS , kannski það sem er leiðinlegt við þetta er að rafa notaði akkúrat þennan leik í það . Ógeðslega var sóknin flott þegar að aquaman gerrard og man ekki alveg hver var þriðji aðilinn og algjörlega stútuðu vörninni og gerrard fékk dauðafæri sem hann átti að skora úr þá hugsaði ég með mér þetta hefði ekki gerst með kuyt og lucas nálægt boltanum . Gaman að fá gamla góða liverpool aftur með torres frammi að gera það sem hann er LANGBESTUR í og það er að vera besti framherji í heimi !!! TÓM GLEÐI OG EKKERT ANNAÐ .. mér er nett sama þó að einhverjir hérna segi mér að koma mér á jörðina þar sem þetta var bara einn leikur en einhverstaðar verður þetta að byrja og þarna held ég að rafa hafi fengið smjörþefinn af því hvaða lið hentar best til þess að búa til mörk og klára leiki …

 23. Og já þetta var klárlega árás hjá gerrard okkar , en þar sem að brown er einhver leiðinlegast fótboltamaður sögunar þá fyrirgef ég herra captain 🙂

 24. Gaman að sjá Aquaman. Fær mitt atkvæði sem manður leiksins. Kemur með flæði, hraða og hugmyndir frammávið á miðjunni. Sást greinilega hversu mikið hann hefur framyfir “draslið” hann Lucas.

 25. @ Kristján Atli # 23

  • Annars virðist ég hafa algjörlega misst af olnboganum hjá Gerrard. Ég var á talsverðu kjaftæði við sessunauta mína þegar leið á leikinn og því sá ég ekkert eða heyrði af þessum látum á milli Gerrard og Brown fyrr en ég las ummælin hér við leikskýrsluna. Hvað gerðist eiginlega?

  Í stuttu máli þá rekur Brown hendurnar eitthvað upp þegar Gerrard er að leita að sendingu á Torres (minnir mig) Af einstakri fagmennsku skellir Gerrard olnboganum í hnakkan á Brown. Dómarinn dæmir réttilega aukaspyrnu á Gerrard. En að spjöldin skulu vera kyrr í vasanum er óskiljanlegt.

 26. Glæsilegur sigur á versta Portsmouth liði sem ég hef séð.

  Hinsvegar finnst mér umræðan hérna hlægileg. Hvernig mönnum tekst að sýna hatur sitt á Lucas og Kuyt og gera þá að aðalumræðuefninu hér þegar þeir ekki einu sinni spiluðu leikinn. Þetta hlýtur að vera heimsmet.

  Vilja menn í alvöru frekar hafa Babel og Aqua inná gegn Man. Utd en Kuyt og Lucas? Ég myndi alltaf kjósa seinni kostinn. Ég sé Fletcher kallinn valta jafn mikið yfir Aqua og Liverpool valtaði yfir Portsmouth í kvöld. Lucas og Masch eru gersamlega búnir að vera stórkostlegir í síðustu leikjum gegn Man Utd sem hafa einmitt verið þeir leikir sem þeir hafa spilað einna best saman í. Og derby-slagur gegn Man Utd án okkar helst baráttujaxls sem drífur aðra með sér með dugnaði sínum og skorar yfirleitt í stóru leikjunum. Nei takk.

  Babel og Masch á móti Lille þar sem við þurfum að sækja. Lucas og Kuyt á móti Man utd, klárt.

 27. Loksins kom góður leikur en það má að sjálfsögðu ekki gleyma að mótspyrnan var lítil. Hafandi það í huga finnst mér ódýrt að tengja fjarveru Lucas saman við að við skulum loksins vinna leik. Ég sé til dæmis ekki að Masch/Aquiliani gangi á móti ManUtd þar sem pressan og harkan verður mun meiri og talandi um ManUtd þá er þar einmitt maður sem stuðningsmenn þeirra hafa elskað að hata í gegnum tíðina…Fletcher. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er gríðarlega mikilvægur liðinu en samt sem áður hafa stuðningsmenn United og “spekingar” eins og Hemmi Gunn drullað yfir hann við hvert einasta tækifæri. Ég er á því að Lucas eigi eftir að verða okkur jafn mikilvægur þegar fram líða stundi. En nóg um Lucas, frábært að fá loksins öruggan sigur og við fylgjum þessu vonandi eftir á fimmtudaginn. Ég á þó erfitt með að fyrirgefa SSteinn fyrir að hafa ekki drullað sér út fyrr, legg það til að hann komi heim til að ná í búslóðina og fari svo strax til Liverpool, alfarið;)

 28. Ég sá nú ekki atvikið en það er einfaldlega ekki gult fyrir að gefa M. Brown olbogaskot. Það stendur í knattspyrnureglunum. Það er mælst til þess.

 29. Þegar mínkur er króaður af er oft síðasti sénsinn fyrir hann til að sleppa að sækja fram og bíta frá sér !! þetta sá ég benites gera í kvöld og örugglega vissi hann að þessi leikur yrði að vinnast til að kaupa tíma, en til þess þurfti hann að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta á kröfur stuðningsmanna í sambandi við uppstillingu á liðinu.
  Ég var í hesthúsinu fram að leik og kom heim þegar kl var 5 min í átta þá skoðaði ég spjallið til að sjá hvernig liðið væri og um leið og ég sá það fór ég á pöbbann til að sjá leikinn (var búinn að bíta það í mig að horfa ekki á lucas og kuyt hlaupa um eins og hauslausar hænur enn einu sinni)

  Og þessi leikur varð til þess að maður sannfærðist enn frekar um það sem maður er búinn að segja núna lengi að benites er búinn að vera að gera þetta vitlaust allt allt of lengi með þessari ofurtrú á mönnunum sem voru báðir settir út fyrir menn sem kunna að spila fótbolta.
  Og annað maður sá það líka á öllum hinum leikmönnunum sem hafa nú oft spilað undanfarið með hangandi haus og greinilega pirraðir eins og Torres og Gerrard sem hafa ekki fengið pláss og mötun til að gera það sem þeir gera best, en núna var allt annað uppi á teningnum þar sem miðjan og kanntarnir mættu fram völlinn og studdu við sóknina með glimrandi árangri enda fögnuðu menn mörkum hjá þeim sem skoruðu brosandi og höfðu greinilega gaman að því sem þeir voru að gera.
  Mér er skítsama þó einhverjir vilji meina að mótherjarnir hafi verið svo lélegir og það sé ástæðan fyrir því að Liverpool hafi spilað svona vel, ég held að allir sem eitthvað vit hafi á fótbolta geti tekið undir það að það var ekki ástæðan.

  En eins og einhverjir hafa komið inn á þá er mikil hætta á því að fyrir Man Utd leikinn muni benites skipta út fótboltamönnum fyrir einhverja hlaupagikki sem allur sóknarleikur stoppar á og ef það gerist þá dettur leikur liðsins aftur niður í meðalmennsku og þar með kemur þá vonandi síðasti naglinn í kistuna hjá benites, en þar til ég sé byrjunarliðið á móti bæði Lille og Man Utd ætla ég að leyfa mér að vona að karluglan sé búinn að sjá ljósið og slökkvi það ekki strax.

  Maður leiksins = liðið allt frá skúringakellingunum til benites

 30. Robbie Savage er náttúrulega bara eins og fermingardrengur miðað við Brown eins og þeir vita sem fylgst hafa með boltanum undanfarin ár. Það sést greinilega að hann er ekkert að spá í neitt annað en að hindra Gerrard í sínu hlaupi, beygir fyrir hann með olnbogann hátt á lofti og varð auðvitað steinhissa að Gerrard varð á undan að láta hann hafa það. Mjög heimskulegt hjá fyrirliðanum,en djö.. átti Brown þetta orðið inni. Algjör skíthæll.

 31. Vá hvað mér finnst þetta Gerrard dæmi vera ofmetið. Hann er á fullu stími í átt að vítateignum þegar Brown hleypur vísvitandi inn í hlaupaleiðina hans með olnbogann í andlitshæð – ef eitthvað þá var það aukaspyrna á Brown. En Gerrard veifar vissulega höndum og olnbogum fullglannalega þegar hann fær Brown framan á sig. Þetta var samt ekkert alvarlegra fannst mér heldur en t.d. þegar Mascherano fékk einn á lúðurinn rétt undir lok leiksins frá einhverjum (man ekki hverjum).

  En að öðru – hvernig í lífinu var hægt að dæma ekki víti þarna hjá Johnson í seinni hálfleik? HVERSU AUGLJÓST VAR ÞETTA?!? Ákvað dómarasambandið að refsa Liverpool fyrir þetta dæmi þarna hjá Ngog í haust með því að taka af okkur allar vítaspyrnur það sem eftir væri leiktíðar?

 32. Benitez fær hrós í dag. Stillti upp kantmönnum á kantana, sóknarmiðjumanni og varnarmiðjumanni á miðjuna, fjórum varnarmönnum og Gerrard og Torres. Fullkomin blanda.

  Hápunkturinn var þó hápressa liðsins. Portsmouth fékk aldrei frið til þess að koma upp með boltan heldur voru þeir alveg pressaðir upp við eigin teig sem gerði það að verkum að Liverpool var alltaf komið í bullandi sókn þegar það vann boltann. Vona innilega að sama taktík verði upp á teningnum á fimmtudaginn. Hvort það verður Riera eða Kuyt sem kemur inn skiptir ekki öllu svo lengi sem þeir halda sig við það sem Maxi var að gera í kvöld. Kuyt má eiga það að hann á það til að skora mikilvæg mörk í stórum leikjum.

 33. Henry Birgir má eiga það að hann er bullandi hlutdrægur.

  Leikmenn og stjóri Liverpool gátu leyft sér að brosa í kvöld þegar mánudagsbölvuninni var létt af liðinu. Portsmouth var engin fyrirstaða fyrir Liverpool sem vann 4-1.

  Ítalinn Alberto Aquilani náði meira að segja að skora fyrir Liverpool.

  „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu marki. Ég er samt sérstaklega ánægður með sigurinn hjá okkur. Við þurfum að gera meira af þessu til að ná fjórða sætinu,” sagði Aquilani.

  Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var sáttastur við góðan sóknarleik sinna manna í kvöld.

  „Við gerðum ráð fyrir því að spila vel í kvöld og skora mörk. Mikilvægast var hversu mikið menn hugsuðu um að sækja og það voru mikil gæði í okkar leik. Liðið í heild stóð sig vel og miðjumennirnir fengu því mikinn tíma með boltann,” sagði Benitez sem var ánægður með Aquilani.

  „Ég var líka mjög ánægður með Babel og Maxi stóð sig líka vel.”

  Steve Gerrard setti ljótan blett á leik sinna manna er hann kýldi Michael Brown. Hann var umsvifalaust tekinn af velli en Benitez vildi ekki meina að það hefði verið vegna höggsins.

  „Við vorum nýbúni að tala um breytingar og að skipta Gerrard út var eitt af því sem við vorum að ræða,” sagði Benitez en sá hann atvikið?

  „Ég sá fjögur mörk og er afar ánægður. Ég held að þetta hafi ekki verið neitt.”

  http://www.visir.is/article/20100315/IDROTTIR0102/834128591

  Það kæmi mér ekki á óvart ef hann heldur með Man United.

 34. Loksins! Góður sigur. Hlakka til fimmtudags.

  Gerrard ætti undir venjulegum kringumstæðum að fá bann fyrir þetta heimskulega atvik, neeeema fórnarlambið var Michael Brown, svo honum verður vonandi fullkomlega fyrirgefið fyrir þetta leiðindar óhapp. Þetta voru sennilega ósjálfráð viðbrögð líkamans í viðurvisst slíkra ómenna. Það var ekkert sem hann gat gert, því er Gerrard fullkomlega saklaus.

 35. Ef þú ert í leik og á mikilli ferð upp völlinn, leikmaður andstæðinganna hleypur skyndilega í hlaupalínuna þína með olnbogann uppi, hver eru þín ósjálfráðu viðbrögð?
  A. Hleypur þú á olnbogann og færð hann í andlitið á þér?
  B. Réttir þú ósjálfrátt upp hendur/olnboga, sem lendir þá svo óheppilega í andstæðingnum?
  C. Kastar þú þér í jörðina eða snar stoppar til að forðast árekstur?
  Svari hver fyrir sig…..það stoppar enginn Capitano þegar hann er kominn á skrið !!!!

 36. Fínn leikur gegn slöku liði en tökum ekkert af okkar mönnum sem léku á löngum köflum glimrandi sóknarleik. Torres og Aquilani bestu menn liðsins. Torres fær nafnbótina í mínum bókum fyrir það að eiga stóran þátt í öllum mörkum liðsins.

  Aðeins varðandi olnbogann hjá Stevie. Ég sá þetta atvik og svo nokkrar endursýningar og ég verð að segja að mér finnst í besta falli hlægilegt að segja að hann hafi lyft olnboganum og lent óheppilega á andstæðingnum, Michael Brown, eins og einhverjir hafa ýjað að hér að ofan. Ég gat ekki betur séð en að hann hafi vísvitandi gefið honum frekar öflugt olnbogaskot í hnakkann. Vissulega er Michael Brown einn mesti fautinn í boltanum en það réttlætir þó ekki að mínu mati þessa háttsemi fyrirliðans.

  Fyrirliðinn fær blessunarlega ekki bann þar sem annars arfaslakur dómari leiksins sá atvikið og dæmdi leikbrot en ákvað að veita Gerrard aðeins tiltal og því getur, eftir því sem ég best veit, aganefndin ekki refsað Gerrard fyrir vikið, a.m.k. hefur nefndin unnið þannig hingað til. Ég ræddi atvikið við ónefndan dyggan stuðningsmann liðsins sem taldi að réttast væri af Rafa og/eða stjórn klúbbsins að sekta leikmanninn. Ég tek undir það. Svona háttsemi á ekki að viðgangast í boltanum!

  Það er langt síðan maður hefur hlakkað jafn mikið til næsta leiks og eftir þennan og vonandi breytir Rafa ekki miklu hvað varðar liðsuppstillingu og taktík fyrir fimmtudagsleikinn. Ég segi Yossi inn fyrir Maxi, Kuyt hefur líklega gott að því að vera hvíldur lengur enda verið arfaslakur í síðustu leikjum. Benitez má svo vera passívari á sunnudaginn mín vegna en þó væri ég jafnvel alveg til í að sjá svipaða uppstillingu á liðinu þá.

  Ég er sannfærður um að við byggjum ofan á þennan annars ágæta sigur, í kvöld, á fimmtudaginn og tryggjum sæti okkar í næstu umferð Evrópudeildarinnar og komum með meira sjálfstraust fyrir vikið inn í leikinn á móti erkifjendunum.

  YNWA

 37. Það sem mér fannst skemmtilegast að sjá við leikinn fyrr í kvöld að menn voru fullir sjálfstraust og voru að reyna spila skemmtilegan og fallegan sóknarbolta og ekki hika við að prufa sig áfram og reyna loksins að ná saman sem lið, enda kominn tími til eftir nokkra mánuði af hreinum horbjóð.

 38. 28

  við sem höfum horft á hvern einasta leik með liðinu okkar undanfarin season gerum okkur algjörlega grein fyrir því hversu þver Benitez er þegar hann verður ástfanginn af einstaka leikmönnum á kostnað liðsins. Lucas stöðvar allt flæði og geldir miðjuna með litlum leikskilning, það þýðir að við þurfum að beita hinni stórkostlegu taktík, Kick, hope and run til að forðast að halda boltanum á miðjunni. Lucas hefur verið okkar aðal akkileusar hæll núna í 1 ár og hann er ekki ennþá orðinn sæmilegur knattspyrnumaður. og Kuyt sem hefur töluverðan vilja fram yfir getu og er að spila allt of mikið, frammistaða hans í leikjum virðist engin áhrif hafa á ákvarðanir Benitez og það er hvorki gott fyrir hann sjálfan né liðið. Það er hinsvegar gefið mál að Aquilani byrjar ekki á móti ManUtd og ekki heldur Babel, sem er miður því að þetta leikskipulag að hafa 2 sterka varnarsinnaða miðjumenn á kostnað framsækinna, léttleikandi miðjumanna er sama leikaðferð og flest lið (neðar en fjórða sæti) nota. og það þýðir að við erum á nákvæmlega sama plani og þau lið. Miðjan á móti United á að hafa Masch og Gerrard saman niðri og Aquilani í boxinu. Síðan þarf að vera nákvæmlega sama uppstilling og í þessum leik nema að við mættum finna annan bakvörð fyrir Insua og Carra mætti hvíla sig.

 39. Þetta atvik með Gerrard og olnbogan, þá sá ég þetta svona: Gerrard hleypur upp völlin Brown er aðeins á unda h/megin við Gerrard, Brown horfir til baka og sér Gerrard koma og hleypur í veg fyrir hann sem endar með krafsi og olnbogaskoti, dómarinn hefur eflaust séð að Brown var með hindrun og þess vegna fékk Gerrard bara tiltal. Gaman að menn eru farnir að pressa og það hefur mér fundist vanta hjá þeim, enda náðist mark upp úr því. Svo vona ég heitt og ynnilega að Kuyt og Lukas verði mennirnir á bekknum. (Bekkmen) Maxi má ekki spila á fimmtudag en Babel H/meginn og Riera V/meginn ef hann er þá heill?

 40. mér finnst alveg óþarfi að menn séu að gera lítið úr þessum sigri í gær sem var síst of stór. þetta eru þau úrslit sem við vorum að kalla eftir og því eigum við að vera í skýjunum yfir þessu. það er ekki auðvelt að rúlla yfir lið sem stillir 10 mönnum fyrir aftan boltann. við ættum nú að vita það manna best.

  það er ekkert sjálfgefið að klára portsmouth þrátt fyrir að vera á heimavelli og þrátt fyrir að þeir séu í skelfilegum málum á botninum. ég hef séð slatta af leikjum með þeim í vetur og mín skoðun er sú að þetta lið er betra en wolves, hull og burnley. skelfilegar aðstæður utan vallar ásamt góðum skammti af óheppni hafa hins vegar farið hræðilega með þetta lið.

  menn leiksins að mínu mati eru torres og aquilani þrátt fyrir að gerrard, babel og jafnvel maxi hafi verið sprækir. hugsa sér ef fernando torres myndi spila rúmlega 30 leiki á tímabili á fullu gasi.

 41. Mig langar aðeins að minnast á eitt sem tölfræði og ættfræðimeistarinn Arnar Björnsson minntist á í gær, og það er að Liverpool trónir á toppnum yfir þau lið sem oftast hafa skotið í tréverkið á þessari leiktíð, og þar af tvisvar í gær :/

  Það er klárlega alger óþarfi að vera að setja’nn í tréverkið og vonand að menn fari nú að hætta því 🙂

  Svo mælist ég til þess að lagt verði blátt bann á að hér sé vitnað í Henrý Birgi, það skítuga klósett íslenskrar íþróttablaðamennsku.

 42. Synd að sóknin þarna í 3:0 sem endaði á að það var varið frá Gerrard endaði ekki með marki. Þar var á ferðinni það besta spil sem ég hef séð til Liverpool MJÖG lengi, og var alveg í flokki með marki Argentínumanna gegnum Serbum á síðasta HM … http://www.youtube.com/watch?v=z0O7KkZn4rk

 43. Tek undir með jgp #45, það er óþarfi að gera lítið úr þessu. Liverpool tókst að tapa fyrir Portsmouth um jólin (hvernig sem í ósköpunum þeir fóru að því). Fyrir viku síðan átti þetta sama lið ekki eitt skot að marki á móti Wigan (samt voru Torres og Gerrard innanborðs). Batamerkin eru því ótvíræð og alveg í góðu lagi að gleðjast yfir því. Vonandi er þetta byrjunin á góðum endaspretti, og nú hlakkar maður jafnvel til leiksins á móti ManU.

 44. Gummi E
  það er ekkert flókið af hverju Liverpool tapaði fyrri leiknum og raunar mörgum af þeim leikjum sem þeir hafa tapað eða gert jafntefli í miðað við byrjunarliðið í fyrri leiknum ásamt mörgum af þeim leikjum sem spilaðir hafa verið í vetur.
  Svona var liðið í fyrri leiknum.
  25 Jose Reina
  22 Emiliano Insua
  23 Jamie Carragher
  5 Daniel Agger
  2 Glen Johnson
  38 Andrea Dossena
  21 Lucas Leiva
  20 Javier Mascherano
  18 Dirk Kuyt
  8 Steven Gerrard
  9 Fernando Torres

  En takir þú út feitletruðu mennina og setur í staðinn Babel,
  Aquilani og Maxi þá er komin ástæðan fyrir því að Liverpool spilaði eins og ég myndi segja normal leik á móti Portsmouth.
  þetta eru nú engin geimvísindi bara staðreind.

 45. Mæli með því að fólk tékki á þessu vídjói af nýjasta meðlimi Liverpool FC, hinum 15 ára gamla Raheem Sterling í fyrsta leik sínum með U-18 liðinu á móti Everton. Lýtur út fyrir að vera gríðarlega efnilegur, skoraði mark og hélt varnamönnum Everton mjög uppteknum.

  http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5070987/

 46. Ákaflega glaður með gærkvöldið og mótmæli harðlega að engin hafi verið fyrirstaðan. Portsmouth er að berjast þvílíkt fyrir lífi sínu og komu glaðbeittir á Anfield.

  Voru einfaldlega skotnir í kaf af gæðaknattspyrnuliði sem lét boltann flæða í allar áttir og sótti með skipulögðum og ákveðnum hætti. Fannst Maxi, Babel og Aquilani stimpla sig þarna inn aftur sem verulega góða kosti fyrir þetta lið, bæði í nútíð og framtíð. Mikið getur maður hlakkað til miðjunnar með Masch, Aqua og SG saman á næsta ári!

  Svo er verulega gott að láta ungan mann eins og Kelly fá mínútur í gær, þar gerði hann sín byrjendamistök sem kostuðu ekki leikinn, nokkuð sem ungir menn þurfa að fá að gera!

  Svo ætla ég að vera sammála Babu varðandi Brown. Auðvitað var Gerrard orðinn þreyttur á ruddamennsku hans í gegnum leikinn (og tíðina) og þegar olnbogi Brown stóð út í átt að Gerrard voru það ósjálfráð viðbrögð hjá honum að slá á móti. Kannski ekki gáfulegt, en skiljanlegt!

  Svo er Henry náttúrulega kjánalegur!

  EN, hvað þarf að gerast til að við fáum víti í vetur? Fá búninginn lánaðan hjá SCUM eða Chelsea?

  Áfram svona drengir, þið hafið sýnt ykkar standard og nú er að viðhalda honum!

 47. Nauðsynlegt að vinna þennan leik. Gott að skora 4 mörk og koma Aquilani á blað. Verð að segja að Rafa eigi að halda sig við þetta byrjunarlið. Allt annað að hafa sóknarþenkjandi menn þarna inni. Masch og Lucas á miðjunni virka ekki – það er fyrir lifandis löngu fullreynt. Vonandi sér Rafa það líka og þá gætu hlutirnir þróast til betri vegar. Annars mjög hissa á Gerrard. Þetta getur verið dýrt. En þá verður Benayoun bara að koma inn og standa sig. Hann getur það vel.

 48. Frábær sigur. Sá ekki leikinn og get því ekki tjáð mig um hann en ég hef ekki séð svona sókndjarfa uppstillingu frá Benítez ever. Vonandi tekst honum að losa handbremsuna sem hefur verið á liðinu hingað til í vetur og klára sísonið með sæmd. Ég er á því að ef við náum ca. 20 stigum í viðbót þá náum við 4. sætinu.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 49. Frábær sigur og flott spilamennska.

  Alveg ótrúlegt hvað menn eru að gera lítið úr þessum frábæra sigri!!!

  Liverpool spilaði einfaldlega frábærlega, stutt og hratt spil og Pompey átti ekki séns.

 50. Þetta var nú skemmtilegt. Ég fékk bjartsýniskast og ákvað að hlamma mér í sófann og glápa á þennan leik. Strax var ljóst að eitthvað gott væri að fara að gerast. Allt annað upplit á liðinu og hratt og flott spil. Um daginn lýsti ég eftir liðinu sem spilaði á síðustu leiktíð og svei mér þá ef það er ekki bara komið í leitirnar.

  Ég heimta að fá sama byrjunarlið í leiknum á móti Lille síðar í vikunni, fyrir utan Maxi sem má víst ekki spila skilst mér. Þá mætti nota Benayoun eða Riera í hans stað.

 51. Loksins Loksins góður sigur…Mjög ánægður með uppstillinguna hefði samt viljað sjá Kuyt þarna inni fyrir Babel en annars er þetta starting 11 sem að ætti að vera lang oftast 😀

 52. 56# Hefðirdu frekar viljað Kuyt þarna frekar en Babel ?…

  Babel var frábær í þessum leik og með smá heppni þá hefði hann getað skorað 2 mörk í leiknum en skotið fór í slánna eftir frábæra sókn.
  Ég vil sjá liðið svona út tímabilið.

Liðið gegn Portsmouth

FA mun „rannsaka“ gjörðir Gerrard