Liðið gegn Lille – Babel og Johnson byrja

Jæja, liðið gegn Lille er komið og lítur svona út:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Á bekknum: Cavalieri, Aquilani, Riera, Kyrgiakos, Ngog, El Zhar, Kelly.

Mér líst ágætlega á þetta. Það eru svo sem ekki margt sem ég hefði gert öðruvísi, nema kannski sett Aquilani á miðjuna. Ég vona bara að þetta verði ekki leiðinlegt svo að ég freistist ekki til að leyfa kærustunni að horfa á Svenska Hollywoodfruar í staðinn fyrir leikinn, sem gæti eða gæti ekki hafa gerst yfir Wigan leiknum.

KOMA SVO! Það er bara mars og ég verð að vera spenntur yfir einhverju varðandi þetta Liverpool lið fram til sumars. Europa League er eini sjensinn á því.

58 Comments

  1. Nú vil ég sjá menn hysja upp um sig skítugar brækurnar og spila eins og menn. Á pappírnum er þetta sterkt lið og í fyrra hefðum við getað unnið hvaða lið sem er í heiminum með sama mannskap. Ég hefði viljað sjá Postulini inni í stað Lucasar en sennilega er Benni að hugsa um að verjast.
    Koma svo rauðir

  2. hann seigir að aquilani se góður atvinnumaður og hann muni spila þegar betur hentar blablabla…. einhvað bull. mer persónulega finnst asnalegt að vera að bruðla 20 milljóna manni með að láta hann vera að hlaupa inná fótbolltavelli. betra að hafa hann bara öruggan á bekknum. held að benitez se sammála mer 🙂

  3. Þessi leikur er mjög mikilvægur enda tel ég kröfuna á Anfield vera þá að klára þessa keppni. Hafandi sagt það tel ég það stórgott að sjá Babel byrja þennan leik, að mínu mati sýnir það að Benitez hefur enn trú á drengnum.

    Ég geri ráð fyrir því að það verði mikið um langa bolta þar sem völlurinn virðist ekki bjóða uppá sendingar eftir grasinu, en þar sem við erum með eitt stykki Fernando Torres hinumegin við löngu sendingarnar tel ég okkur vera í nokkuð góðum málum framávið 🙂

  4. Þórhallur, er ekki bara hægt að glejast yfir því að Johnson og Babel séu inni? Það er ekki eins og hann sé að velja einhverja aumingja fram yfir Aquilani.

    Mér líst vel á þetta lið. Vonast eftir sigri en sætti mig við jafntefli.

  5. Kuyt í byrjunarliðinu…..kemur á óvart.

    Það er alveg sama hvernig gaurinn spilar, alltaf er hann í liðinu í næsta leik.

    Burtséð frá því finnst mér þetta í lagi fyrir utan að aquilani hefði mátt vera í liðinu, allavega kom hann sterkeur inn í síðasta leik.

  6. já eins og maður hélt….,,EKKI TAPA´´ uppstilling eins og ég sagði í gær.Babel er þarna einungis af því að Maxi er ekki löglegur….Ekki von að allir stjórar á Englandi séu búnir að lesa taktíkina hjá Benitez…vá sá er útreiknanlegur…

  7. Mér Finnst þetta liverpool lið hlægilegt það er eins og það sé verðlaunað leikmönnum fyrir lélega frammistöðu Gerrard Kuyt Lucas insua eru búnir að vera glataðir í síðustu leikjum samt fá þeir pott þétt sæti.Auqualini er bara grín til hvers í andskotanum erum við að kaupa þennan gaur ég er orðin pínu þreittur á þessu rugli hja benitez að hann velur Lucas fram yfir hann í hverjum einasta leik þegar hann á ekkert skilið að vera í byrjunarliðinu.Ég spái eftir leik að það verður mikið kvartað herna satt að segja hef eg ekki hugmynd um hvernig hann endar Því liverpool liðið er álika mikið random og víkinga lotto

  8. Það hefði alveg verið hægt að setja Gerrard á hægri kantinn og Postulini í holuna fyrir aftan Torres. Hvað þarf ítalskur 20m punda landsliðsmaður að gera til að fá leik?

    Óskiljanleg sóun á peningum so far. Rennur enn frekari stöðum undir þá grunsemd mína að Gerrard spilar hvar og hvenær sem honum hentar þessa dagana til að hita sig upp fyrir HM og að Benitez sér ekki gæðin í Aquilani og vill ekki að hann minnki um of í verði fyrir Sölusumarið Mikla.

    Vonandi að The new Spice Boys…… Johnson og Babel sýni karlmennsku og massi þetta í staðinn. Áfram Liverpool.

  9. Siggi

    Downloadar forriti sem heitir Sopcast og þessi linkur hér er fínn, reyndar ekki enskir þulir en gæði fín.

    tvu://A63053d12537b76f87177ba258e43f7a0e2e846678778c338fa883bc96a3f0a1e0ce8f3db5624be3ac8a7af3ad09f021e

  10. Gaman að sjá að menn eru byrjaðir að harma tapið vel fyrirfram hérna inni. Þetta eru stórskemmtilegar umræður. 🙄

    Það eru búnar níu mínútur af leiknum. Staðan er enn markalaus, lítið gerst. Hvernig væri að bíða með vantraustsyfirlýsingarnar þangað til eftir leik og spjalla í staðinn um það sem er að gerast inni á vellinum?

  11. nei afsakið þessi meina ég 🙂

    sop://broker.sopcast.com:3912/60341

  12. Lille er að stjórna þessum leik. Einhvernveginn fannst mér í Wigan leiknum að við fengum allar skyndisóknir upp vinstrikantinn hjá Insua og mér sýnist Lille ætla líka að gera það. Enda ekki erfitt að eiga við Argentínumanninn.

  13. Babel! Djöfullinn … 25 mínútur búnar og Babel og Torres spæna sig í gegnum vörn Lille en Babel skýtur beint á markvörðinn einn gegn einum.

    Og nú var Kuyt næstum því í opnu færi. Þetta er allt að gerast.

  14. Kristján það eru menn sem drulluðu upp fyrir bak á moti Wigan sem eru þarna inni á kostnað Aquilani

  15. Þessi leikur telst nú seint til gríðarlegrar skemmtunar, en þó betra en á móti Wigan, en eru menn ekki að missa þolinmæðina á honum Insua..? Mér finnst hann alveg vera skelfilegur leikmaður sem mætti gefa mín vegna.

    áfram Liverpool…

  16. Sammála Egill.

    Allt annað að vera komnir með Glen Johnson til baka, frábærar sendingar og fyrirgjafir.

  17. Svakalegur munur á því að hafa GJ, þarna í bakverðinum, frábærar sendingar í þau skipti sem hann hefur fengið sénsinn að senda fyrir

  18. Hálfleikur. 0-0. Lille fengu eitt færi, fyrirgjöf Hazard á sjöundu mínútu eða svo sem enginn mætti til að pota inn. Þess utan hafa okkar menn smám saman tekið stjórn á leiknum og gætu verið svona 2-0 yfir ef menn hefðu nýtt færin (og lakari markvörður en Landreau væri á milli stanganna).

    So far so good. Myndi helst vilja skora á útivelli, sjáum hvernig skákin spilast í seinni hálfleik.

  19. Af Guardian:
    Half time: Lille 0-0 Liverpool A job well done by Liverpool. They have largely bored the pants off us, but that isn’t their problem and they are repelling Lille with increasing comfort while carrying a not inconsiderable threat through Torres at the other end. See you 10 minutes.

    Annars sammála að mér finnst flest lið farin að fatta að það er ekkert gríðarlega erfitt að fara framhjá Insua auk þess að þau vita hvernig það er hægt að “nullify” sóknarhættu okkar manna í gegnum þetta steingelda kerfi. Þetta kerfi og spil er orðið ruglfyrirsjáanlegt og auðvelt að verjast því. Aðeins einu sinni skorað meira en 2 mörk í leik síðan í september og það var á móti liði sem enginn hafði heyrt um fyrir þessa leiktíð.

    Maður eiginlega hálfvorkennir Torres að fá svona lélega þjónustu, hvað ætli hann væri t.d. að skora með þjónustuna sem Rooney fær, eða hjá Real eða Barca. Spurning hvort hann spyrji sig að því eftir tímabilið ef við náum ekki einu sinni Evrópudeildarsæti sem gæti eins gerst ef Fulham kemst í úrslit FA og við lendum í 7. sæti.

  20. Alveg eins og mér datt í hug Benitez er að ná að gera Babel að varnasinnuðum kantmanni.

  21. Af hverju spilar ekki Glen Johnson á hægri kanti og Kuyt í bakverði?

  22. Alveg sorglegt að sjá Lucas og Kuyt á vellinum. Eru allt of hægir, geta ekki tekið móti bolta og ekki tekið menn á.

  23. Alveg sorglegt að sjá Babel og Torres á vellinum. Eru allt of hraðir, geta tekið á móti bolta og tekið menn á.

    Passa ekki inn í leikskipulagið.

  24. baddi, Magnús og jonasb, hvað græðið þið á þessum ummælum?

    Annars líst mér ekkert á pirringinn sem er kominn í liðið núna í seinni hálfleik. Liðið er enn í ágætis stöðu, 0-0 og ekki undir neinni pressu, en Torres er samt að fá gult fyrir að pirra sig út af engu í dómaranum og menn eru farnir að rífast innbyrðis.

    Hef áhyggjur af þessu.

  25. Horfir maður ekki á fótbolta uppá skemmtun ? eiga leikir ekki að vera skemmtilegir ? er það ekki ástæðan afhverju leiknir og hraðir leikmenn verða vinsælastir ? Okei, ég fer bráðlega að hætta að horfa á Liverpool leiki utfrá þvi að þetta er vangefið leiðinlegur fótbolti og það vantar algjörlega leikna og hraða leikmenn sem geta gert eitthvað SNIÐUGT sóknarlega. Steindautt spil, og endalausa sendingar tilbaka er bara grútleiðinlegt að horfa uppá, fyrirsjáanlegasóknir uff shot me now!

  26. Er Willum Þór Þórsson byrjaður að þjálfa Liverpool?

    Bara að spá, sömu skiptingarnar leik eftir leik. Sömu mennirnir teknir út af og sömu mennirnir sem fá að klára. Þetta er mjög svipað og hjá Willum.

    Af hverju ekki að drulla Kuyt út af? Babel búinn að skap tvo hættulegustu sénsana okkar.

    Annars erum við heppnir að slakur aðstoðardómarinn dæmdi tvívegis rangstöðu á Lille í ákjósanlegum færum. Þökkum honum fyrir það.

  27. Jæja Riera inn og …..nú Babel út af…aldrei hefði mér dottið í hug að hann færi að taka hann út….Jæja gott að það var ekki Kuyt…sá er búinn að vera góður…nei meina duglegur….Almáttugur!!!

  28. Kristján Atli ég sé nú ekkert að ummælum þessara manna. Það er allt í mínus hjá liðinu okkar og eðlilegt að einhver pirrist yfir því.

  29. Babel meiddist í fyrri hálfleik. Held að það sé klárlega ástæðan fyrir skiptingunni þannig að menn geta sleppt samsæriskenningunum.

  30. Til þeirra sem segja trekk í trekk í trekk að þeir séu á mörkunum að hætta að horfa á Liverpool spila, FARIÐ HEFUR FÉ BETRA!!! Sannir stuðningsmenn styðja sitt lið í gegnum sætt…OG SÚRT. Ef eini möguleikinn til þess er í gegnum imbakassann þá so be it.

  31. Ingi T. – finnst þér eðlilegt að menn tali um að Johnson eigi að fara á kantinn og Kuyt í bakvörðinn? Finnst þér eðlilegt að menn gefi í skyn að Rafa vilji ekki hafa Torres í liðinu því hann sé of leikinn og fljótur? Svona ummæli benda bara til þess að menn hafi annað hvort lélegan húmor eða ekkert vit á fótbolta … og þér finnst í lagi að menn komi með slík ummæli?

    Ég myndi skammast mín ef ég léti svona hluti út úr mér.

  32. Kristján Atli, hvernig er það sendi Babel þer það á twitter að hann væri meiddur ?
    Allavega sá ég hann halda áfram eftir að hann fékk þetta högg á sig í fyrri hálfleik.

  33. þú veist að 5% þjóðarinnar eru hálfvitar og hafa ekki sömu skoðun og þú 🙂

  34. Ásmundur, nei ég er bara að giska en miðað við að hann hefur verið besti leikmaður okkar í kvöld myndi ég halda að það sé ástæðan. En endilega, ekki láta ágiskanir mínar hindra ykkur í að halda að Rafa sé fúll af því að Babel spilaði of vel…

  35. Sanngjarnt.

    Það er aðeins eitt til ráða eins og hjá Val á sama tíma.

    Það er komið nóg. Leikmenn hafa misst trú á þjálfaranum.

    Burt með Willum.

    Burt með Rafa.

  36. Jæja þetta var aldeilis frábært og kom svo rosalega á óvart að við skyldum vera að tapa þessum leik, núna setur hann kannski inn varnarmann til þess að fá ekki fleiri mörk á okkur.

  37. þetta eigum við bara skilið

    ömurleg frammistaða eins og venjulega,hjá hugmyndasnauðu letiliði.

  38. Og þeir skjóta í stöng. Við heppnir.

    Það munu sennilega flestir taka flogakast í áttina að Benítez eftir þennan leik ef hann endar 1-0 en staðreyndin er sú að við vorum í mjög þægilegri stöðu gegn þessu liði í hálfleik og framan af seinni hálfleik … en svo bara hættu menn að spila. Fóru að pirra sig út í dómarann og hvorn annan og stemningin datt algjörlega niður.

    Rafa ber alltaf ábyrgð sem stjóri en leikmennirnir þurfa að líta alvarlega í eigin barm. Það eru þeir sem hættu að spila eftir 50 mínútur í dag, annan leikinn í röð á einni viku. Þeir verða að vera jákvæðari en þetta.

  39. Á hverju eiga menn von..Maðurinn breytir ENGU….Hann vill ekki viðurkenna að þetta virkar ekki!! Er hægt að finna eitthvað jákvætt í þessu liði?

  40. hehehehehehehehehehehe
    hélt þetta gæti ekki batnað… kuyt út og el zahr inn 🙂

  41. Nú bíddu, var Kuyt að fara útaf vellinum, var hann inná vellinum ?
    Ég er alveg kominn með nóg af þessum vesalingum og þessum stjóra.

  42. Er ég einn um það að verða alveg skíthræddur þegar andstæðingar fá hornspyrnur eða aukaspyrnur á okkar vallarhelmingi??
    En svo þegar liverpool fær horn eða aukaspyrnu þá einhvern veginn veit maður að það verður ekkert úr því??

  43. Stjórinn ber alla ábyrgð á þessari stöðu sem við erum komnir í, hvort sem það er lélegt form, sálarkrísa, ekki rétt samsetning á hóp eða hvað það nú er. Ábyrgðin er alltaf hans á endanum. Stór hluti af peningunum sem hann fékk til leikmannakaupa situr á bekknum leik eftir leik. Auðvitað eru leikmennirnir sem skíta á sig inná vellinum en maður verður að spyrja sig af hverju það gerist.

  44. El Zahr inn á í þessari stöðu????????
    þarf að segja eitthvað meira um vanhæfni þessa þjálfara?

  45. Það er bara grín að lesa svona komment eins og hjá Kristjáni #47 – að allt hafi bara verið í fína lagi fram í miðjan seinni hálfleik!! Liðið gat ekkert í þessum leik frekar en í öðrum leikjum á tímabilinu. Þetta er lélegasta og leiðinlegasta Liverpool lið sem ég hef nokkru sinni séð. Hef þó fylgst með liðinu í 30 ár. Gerrard og Torres líta út eins og miðlungsleikmenn – liðið skapar ekkert klukkutímum saman og hefur ekki einu sinni sigurvilja. En nei, nei – allt í fínu lagi fram í miðjan seinni hálfleik!!!!! Er ekki allt í lagi?

  46. Vá hvað ég er stoltur af mínum 2 liverpool tattooum :-)ég ræð mér ekki af kæti,,,,úff lengi getur vont vesnað.
    Ég ættla ekki að detta í þann gírinn að drulla yfir allt og alla,málið er bara að ég er orðinn kjaftstopp.

  47. Fyrir áramót sögðu einhverjir vitringar sem enn virðast styðja trúðinn sem er stjóri Liverpool að það væri of dýrt að reka hann því það væri klausa í samningnum við hann um 20 milljónir punda í starfslokasamning ef hann yrði rekinn. Ég sagði þá að það gæti orðið félaginu dýrara að hafa hann áfram og ég verð bara að segja að oft getur verið bæði gott og gaman að hafa rétt fyrir sér en það á ekki við núna.
    Og Kristján, Babu og aðrir sem eru að verja allt sem miður fer hjá liðinu og réttlæta liðsval og taktík hjá benites að ég tali nú ekki um þá sem eitthvað gott sjá við þá leikmenn liðsins sem drulla upp á bak leik eftir leik og viku eftir viku, eruð þið ekkert að fara að detta af þessu bleika skýi sem þið hafið svifið um á frá byrjun þessarar leiktíðar ??? ég meina það er meira að segja farið að banna mönnum að tala um það hversu lélegur stjóri trúðurinn er og kuyt og lucas eru svo góðir að menn eru bara ruglaðir ef þeir halda öðru fram og það er bara bannað ??

    Menn eru bara búnir að fá nóg af því að sjá hvernig benites er gjörsamlega búinn að rústa Liverpool, það sést best á svipbrigðum manna og áhugaleysi inni á vellinum, leikmennirnir eru engir asnar þeir sjá að þessi taktík skilar engu og því ekki til neins að gefa 100% í leikina það þýðir í raun bara meira af því sama og það er eitthvað sem þeir eru örugglega ekki tilbúnir til að gera lengi. þó eru 2 undantekningar á þessu þar sem 2 leikmenn eru örugglega rosalega glaðir með ástandið enda kæmust þeir ekki í byrjunarliðin hjá hinum topp 10 liðunum í úrvalsdeild en eiga fast sæti í liði Liverpool hvernig sem þeir spila.
    Til andskotans með benites og það strax !!!

Lille

Lille 1 – Liverpool 0